Að skipa um banka - Einn betri en annarr?

rvkmær | 13. apr. '15, kl: 15:48:01 | 956 | Svara | Er.is | 1

Góða dag

Nú er mér farið að finnast Landsbankinn vera alveg ótrúlega leiðinlegt batterí og langar mér að fara að skipta.

Er einhver banki betri en annar eða er þetta allt sami skíturinn?

 

dumbo87 | 13. apr. '15, kl: 16:05:09 | Svara | Er.is | 0

held þetta sé allt sami skíturinn. En ég er hjá Íslandsbanka og finnst það svosem ekkert slæmt. Fengum gott íbúðarlán hjá þeim og þeir eru frekar sáttir á meðan við borgum af því :)


Var hjá Arion og var svosem ekki ósátt heldur fannst mér óþægilega margir fjölskyldumeðlimir farnir að vinna þar og vildi ekki að þeir gætu njósnað svo auðveldlega um mín fjármál, og já þessir einstaklingar væru vísir til þess að gera það.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

sigurlas | 13. apr. '15, kl: 17:09:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

flott meðmæli með Arionbanka þarna!

dumbo87 | 13. apr. '15, kl: 17:10:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

segir ekkert um bankann heldur bara þessa einstaklinga sem fjölskyldumeðlimi. Þau eru góðir starfsmenn og standa sig vel í starfi. Eru bara allt of afskiptasöm þegar kemur að fjölskyldunni.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

sigurlas | 13. apr. '15, kl: 17:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég myndi ekki ráða starfsmann sem ég gæti trúað því að færi að njósna um viðskiptavini

dumbo87 | 13. apr. '15, kl: 17:15:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

og helduru að fólkið hjá Arion viti af þessu? eða hafi vitað það þegar það var verið að ráða?

Ekki eins og þau hafi tekið það fram í umsókninni eða viðtalinu "já og svo þið vitið það, ég er óþolandi afskiptasöm/samur og því er líklegt að ég muni nota stöðu mína og njósna um flesta fjölskyldumeðlimi því þau eru hvort sem er flest í viðskiptum hjá ykkur"


Eg saka bankann ekki um neitt.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

alboa | 14. apr. '15, kl: 10:30:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bankinn á að vera með innra eftirlit til að koma í veg fyrir svona afskiptasemi svo jú, þú ert að saka bankann um að vera með lélegt innra eftirlit.


kv. alboa

nerdofnature | 14. apr. '15, kl: 23:10:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

bankinn getur ekki gert neitt fyrr en manneskjan er búin að gera eitthvað.

Kung Fu Candy | 14. apr. '15, kl: 12:18:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit um konu sem var rekin úr bankanum sem hún vann hjá af því að hún stundaði það að tékka á mönnum sem hún var að deita til að sjá hver fjárhagsstaðan þeirra væri. Ekki sagði hún yfirmönnum sínum frá því, þeir komust samt að því og ráku hana samdægurs þegar þetta komst upp.

dumbo87 | 14. apr. '15, kl: 14:20:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ekki veit ég af hverju þau komast upp með þetta.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Snobbhænan | 13. apr. '15, kl: 16:36:30 | Svara | Er.is | 1

Fliss - ég var að skipta úr arion yfir í Landsbankann af því að ég var óánægð m Arion.  Aðalega þó vegna þess að fasteignalánin eru á hagstæðari kjörum hjá Landsbankanum.

rvkmær | 13. apr. '15, kl: 17:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hef alveg verið ánægð hingað til, en núna er þeir bara alltaf að neita þó svo að aðstæður hafa ekkert breyst, skil ekki alveg hvað er í gangi.

noneofyourbusiness | 15. apr. '15, kl: 14:53:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Landsbankinn er ekki einn um það. Bankarnir hafa hert verulega útlánareglur og eru farnir að neita fólki meira. Arion hefur neitað mér um yfirdrátt innan við 50 þ. og ég er í fullri vinnu með yfir 300 þ. útborgað.

Snobbhænan | 16. apr. '15, kl: 09:08:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í alvöru, ég hef alltaf getað breytt yfirdrættinum mínum hjá Arion nákvæmlega eins og ég vil. Þess vegna hækkað yfirdrátt upp í 100 - 150 þús.

Felis | 16. apr. '15, kl: 09:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama hér

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

noneofyourbusiness | 16. apr. '15, kl: 20:54:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir eru ekki svona almennilegir við mig. Hafa verið hundleiðinlegir síðasta ár. Ég er í Borgartúni, áður Hlemmi.

Abba hin | 18. apr. '15, kl: 22:19:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get hækkað yfirdráttinn minn í 100.000 í netbankanum hjá Arion banka!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

noneofyourbusiness | 19. apr. '15, kl: 02:08:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það geta það samt ekki allir hjá þeim.

Medister | 17. apr. '15, kl: 00:06:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur meira að segja gert það í netbanka.

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 16:37:04 | Svara | Er.is | 1

Ég er ánægð hjá LB og mindi ekki skipta. Finnst hinir bankarnir vera 'verri' en mindi klárlega skipta ef það væri einhver betri kostur í stöðunni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Andý | 13. apr. '15, kl: 17:13:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ooooooj :Þ

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Yxna belja | 13. apr. '15, kl: 17:07:21 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta allt sama tóbakið. Hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér undanfarið og skoða kjör og svoleiðis en er ekki enn komin á neina niðustöðu. Ég var rosalega ánægð með bankann minn en var svo þröngvað í viðskipti við annan banka þegar sá banki tók minn gamla yfir. Hef verið frekar ósátt við þjónustuna hjá nýja bankanum sem er Íslandsbanki og býst við því að ég skipti - amk um útibú þó ekki væri annað. Erum með viðskipti við Arionbanka og því væri líklega einfaldast að fara þangað en samt - eitthvað veldur því að ég hef ekki enn fengið mig til þess.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 07:47:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held einmitt að þetta sé mjög mismunandi eftir útibúum og hvaða reglum þau kjósa að fylgja. Veit um einstaklinga sem fá alltaf lán og yfirdrætti þó svo að þau séu stórskuldug. Svo er mér (sem er í fastri og góðri vinnu) alltaf synjað um smá yfirdrátt (með smá þá á ég við undir 50þ.)

snsl | 13. apr. '15, kl: 17:52:47 | Svara | Er.is | 0

Ég er hjá Arionbanka. Hef svosem ekki þrætt gjaldskrár eða neitt slíkt heldur fór skírnarpeningurinn minn inn á Búnaðarbankabók. Hef haldið mig í viðskiptum við umrætt batterí því þeir gera allt sem ég vil, hef ekki fengið synjun á neitt eða neitt vesen neinstaðar.

Felis | 14. apr. '15, kl: 08:39:59 | Svara | Er.is | 0

ég er hjá arionbanka, var upphaflega hjá Íslandsbanka en líkaði ekki (man ekki hvert var vandamálið), flutti mig svo yfir í landsbankann en færði mig um útibú þegar starfsfólkið var farið að vera óþarflega upplýsingagjarnt (segjandi pabba mínum hluti um fjármál mín í óspurðum fréttum). Mér fannst landsbankinn svo eiginlega alltaf glataður (líka nýja útibúið), leiðinlegt starfsfólk og alltaf eitthvað vesen. Bara að fá nýtt kort var eitthvað sem þeir gátu klúðrað fram og til baka. 


Ég flutti mig samt ekki yfir í arionbanka fyrr en ég sameinaði fjármálin með fyrrverandi, hann var þar og var ánægður. Ég hef haldið mig þar síðan út af því að þar hef ég alltaf fengið mjög góða þjónustu. Þjónustufulltrúinn minn er æði og líka sú sem ég tala við þegar minn er upptekinn. Það stenst alltaf allt og í eina skiptið sem hefur komið upp eitthvað vesen (tengt millifærslum í hruninu, í raun var það danski bankinn minn sem var með vesen) þá stóðu þau með mér algerlega. 


Eins þá hef ég farið í gegnum greiðslumat bæði hjá Arionbanka og Íslandsbanka á undanförnum 2 árum. Á meðan ég þurfti að koma með endalaust mikið af pappírum (og alltaf beðin um meira og meira) til Íslandsbanka þá þurfti ég ekki að koma með neitt til arionbanka, bara gefa þeim tímabundið leyfi til að skoða ákveðna hluti í kerfinu hjá þeim. Ótrúlega einfalt og þægilegt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 09:38:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta. Já ég er farin að hallast að því að færa mig yfir í Arion og velja mér gott útibú (þar sem það er ekki útibú þar sem ég bý). Eina sem ég hef áhyggjur af er þegar ég ákveð að taka húsnæðislán og maðurinn í er öðrum banka, hvort að það verði eitthvað vandamál :/

Felis | 14. apr. '15, kl: 09:47:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég yfirtók lán í íslandsbanka og það var ekkert mál fyrst að ég átti reikning þar, það skipti engu máli að ég hefði ekki notað viðkomandi reikning í 20 ár eða eitthvað

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 10:24:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já okey, takk kærlega fyrir þetta.

TalkingBird | 14. apr. '15, kl: 22:43:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er í Arion banka en tók húsnæðislán hjá Íslandsbanka því vextirnir voru betri. Þeir vildu endilega fá mig yfir en ég afþakkaði og er bara með einn reikning sem ég millifæri yfir á til að borga lánið nota til að greiða lánið.

rvkmær | 15. apr. '15, kl: 00:28:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er langt siðan þu tókst lánið?

TalkingBird | 15. apr. '15, kl: 06:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tæp 3 ár

sigurlas | 14. apr. '15, kl: 09:56:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála því að Arion er með mun minna vesen í greiðslumati

heimuroggeimur | 14. apr. '15, kl: 09:49:02 | Svara | Er.is | 0

Ég er í Arion Banka á Akureyri og er mjög ánægður. Ég fékk lán hjá þeim, yfirdrátt og alle sammen. Hefur allavega reynst mér mjög vel.

LadyGaGa | 14. apr. '15, kl: 10:26:48 | Svara | Er.is | 1

Held það væri nær að spyrja hver er minnst glataður af þessum bönkum  :)

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 10:29:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha já einmitt! Maður veit svo sem að þetta er allt gjörspillt gróðarstía en einhversstaðar vill ég geyma peningana og fá almenninlega þjónustu.

alboa | 14. apr. '15, kl: 10:33:45 | Svara | Er.is | 2

Ég er hjá Landsbankanum í mjög góðu útibúi. Var hjá Arion banka og var sæmilega sátt þar líka, skipti bara þegar ég keypti seinni íbúðina. 


Ég verð að viðurkenna að mér finnst áhugavert að bankar eru metnir út frá því hversu auðvelt er að fá yfirdrætti og lán.


kv. alboa

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 12:38:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þessu er beint til mín þá vil ég skipta um banka því ég fæ ekki sambærilega þjónustu og ég veit að aðrir fá, allt í lagi ef ég væri að fá synjun á lánum og yfirdráumm ef sömu reglur myndu gilda fyrir alla.

Mér finnst skrítið að fólk fái góða þjónustu eftir því í hvaða útibúi þú ert í.

alboa | 14. apr. '15, kl: 14:05:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta með hvernig bankar eru metnir var nú meira beint að umræðunni.


En ég get bara sagt að þjónustan sem ég fæ er mjög góð. Það stenst allt sem er sagt og oftast mjög liðleg ef eitthvað er.


kv. alboa

Kisukall | 14. apr. '15, kl: 10:35:38 | Svara | Er.is | 6

Ef íslensku bankarnir væru klósett, þá væri Landsbankinn ferðaklósett við byggingasvæði.

Andý | 14. apr. '15, kl: 12:21:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Og útibú 111 væri gatið í gólfinu í subbulegu sjoppunni í Tælandi

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 12:38:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha!

12stock
rvkmær | 14. apr. '15, kl: 12:39:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrir mína parta þá vil ég bara hafa allt á einum stað, ætli það hafi ekki eitthvað með yfirlit að gera.

12stock | 14. apr. '15, kl: 12:51:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heimilisbókhaldið er mitt yfirlit :)!

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Kung Fu Candy | 14. apr. '15, kl: 12:32:37 | Svara | Er.is | 2

Ég var í Landsbankanum og er nýbúin að færa mig yfir í Íslandsbanka. Landsbankinn er með alveg hræðilega þjónustu, allavega Hafnafjarðarútibú. Ég sendi einu sinni póst á útibúið sjálft, tók tæpan mánuð að fá svar (ég ákvað að ýta ekkert á eftir þessu, langaði að sjá hversu langan tíma það tæki án þess). Svo hef ég líka sent póst beint á þjónustufulltrúann minn og það tekið nokkra daga að fá til baka frá henni.


Var samt mest hneyksluð þegar ég var að fá námslánin mín fyrirfram (dreifði því á 4 mánuði) og fékk aldrei peninginn 1.dags mánaðarins þrátt fyrir að mér hefði verið lofað því. Svo einn mánuðinn var ég ekki búin að fá peninginn 5.dags mánaðarins, og íbúðalánið mitt komið á eindaga. Hringdi og spurði um þetta og fékk svarið: "Það er sko rosalega mikið að gera hjá okkur." Ég sagði henni að það væri oft og mörgum sinnum búið að lofa mér því að tölvukerfið sæi bara um þetta og þetta myndi gerast sjálfkrafa en það stóðst aldrei. 


Sé ennþá eftir því að hafa ekki spurt hana hvort hún myndi mæta hress og kát í vinnuna 5. dags mánaðarins, án þess að vera búin að fá útborgað, og fengi þau svör að það væri bara svo mikið að gera.

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 12:46:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já nákvæmlega, ég mæti nákvæmlega sama viðmót í Grafarholtsútibúinu. Skil vel að það sé nóg að gera en stundum finnst mér fólk nýta þess að hafa svona vald yfir öðrum og finnst eins og þau geta talað við mann á þann hátt sem þau sjá best.

Andý | 14. apr. '15, kl: 12:52:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þessi banki. Ég veit líka um einn mann sem gat ekki látið jarða sig fyrr en eftir dúk og disk vegna þess að þjónustufulltrúi í bankanum hans var búinn að hreinsa út af reikningunum hans. Sæi þetta lið í anda bara að liggja rólegt í ísskáp löngu eftir að það deyr. Pakkbanki púntur is

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

dukkulisurnar | 14. apr. '15, kl: 14:54:37 | Svara | Er.is | 0

Ég held að sé allt sami skíturinn eins og símafyrirtækin ?? ég gerði athugasemd við hið nýja viðmót netbanka landsbankans sem fékk að ég held verðlaun. Ég held að hann hafi ekki verið kominn í almenna notkun. Nema mér fannst viðmótið grátt og þurrt. Svarið varð að það myndi venjast....

Funk_Shway | 14. apr. '15, kl: 15:00:17 | Svara | Er.is | 1

Siðferðislega allt sami skíturinn, þarft eiginlega að velja þér banka út frá þörfunum þínum. Mér hefur fundist Íslandsbanki vera meira fyrir fjölskyldufólk og stíla inn á þann markhóp ámeðan t.d. arionbanki stílar meira inn á ungt fólk og námsmenn. Fyrir mér er landsbankinn bara þarna, ég hef heyrt marga kvarta undan lélegri þjónustu þaðan og að lítið sé gert fyrir viðskiptavini á þeirra forsendum. En þetta allt byggist á minni skoðun engum staðreyndum.

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 15:17:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt, ég er svona á báðum áttum með annaðhvort Islb. eða Arion, ég er námsmaður en ætla að kaupa fasteign og eignast fjölskyldu einn góðan veðurdag. Veit ekki hvað ég á að velja.

Funk_Shway | 14. apr. '15, kl: 15:19:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var í arion þegar ég var námsmaður ég er núna hjá Íslandsbanka komin með fjölskyldu og heimili ;) Svo geturu líka verið með fasteignalánið hjá ísb en önnur viðskipti hjá arion í bili og flutt þig yfir þegar hentar.

frúdís | 14. apr. '15, kl: 15:26:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég horfi meira í hvert hagnaður bankanna fer. Er að bíða eftir að Landsbankinn lækki gjaldskránna sína að beiðni ríkisstjórnar. Ef það gerist þá skipti ég yfir og fer þangað. Er þá nokkuð örugg um að megnið af þeirra hagnaði fari í ríkiskassann og þá inn í okkar kerfi. Samt sátt við minn banka og sérstaklega þjónustufulltrúann minn.

Funk_Shway | 14. apr. '15, kl: 15:30:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú vilt greiða persónulega í ríkiskassann þá máttu það alveg, ég vil að bankinn minn geri hluti fyrir mig persónulega.

frúdís | 14. apr. '15, kl: 15:39:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég allavega gerði samanburð á milli bankanna fyrir tveimur árum og þá munaði svo sáralitlu á milli í vöxtum á bókum, lánum, yfirdrætti og gjaldskrá að það borðgaði sig ekki fyrir mig að hreyfa mig þá. Á eftir að taka stöðuna aftur í ár. Er með góð kjör í mínum banka og ég fengi sömu kjör annarstaðar, svo að þá fór ég að hugsa um hvert ég vildi að gjöldin sem ég greiði fari. 

Funk_Shway | 14. apr. '15, kl: 16:06:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei eins og ég sagði maður þarf að skoða bara það sem hentar hverjum og einum. Var það ekki íslandsbanki sem var eini bankinn sem lækkaði vextina á húsnæðislánum um áramótin?

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 20:18:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Arionbanki gerði það nuna um mánaðarmót

Funk_Shway | 14. apr. '15, kl: 20:20:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir hækkuðu samt um áramótin ásamt landsbankanum og það var enginn fótur fyrir því, samningarnir miða ekki við neitt.

rvkmær | 14. apr. '15, kl: 15:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega, sé samt að Arion bíður upp á lækkun lána í fæðingarorlofi. Sé ekki svoleiðis hjá ísbk.

noneofyourbusiness | 15. apr. '15, kl: 14:51:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gallinn við lækkun lána í fæðingarorlofi er samt að afborgun lánsins hækkar all verulega á eftir. Myndi skoða það vel.

Ég er hjá Arion og er hundóánægð þar. Hef fengið neitum um tímabundinn yfirdrátt undir 50 þ., er í fullri vinnu og skulda ekkert nema húsnæðislán. Er að fara að skipta, annað hvort í Landsbankann eða Íslandsbanka, nema ég fari hreinlega í einhvern sparisjóð úti á landi.

Ánægjuvogin mælir viðskiptavini Íslandsbanka yfirleitt ánægðasta.

rvkmær | 15. apr. '15, kl: 17:05:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt, ég sá það.

Það er svo sem í lagi að neita manni, ekkert mál ef maður er ekki greiðsluhæfur EN ég veit um aðila, nákomin sem er með útibú annarsstaðar en ég, í verri stöðu (atvinnulaus) og fékk 100þ króna yfirdrátt á meðan ég sem er í fullri vinnu þurfti skítinn 40þ og þau sögðu bara nei.

Svona kornið sem fyllti. Hef að undanförnu verið mjög óánægð.

QI | 14. apr. '15, kl: 15:38:16 | Svara | Er.is | 1

Mér fynnst að allir ættu að fara í Landsbankann þá rýrnar eign hrægammasjóða og eign okkar fitnar.  :)

.........................................................

Kammó | 14. apr. '15, kl: 16:02:32 | Svara | Er.is | 0

Ég skipti úr ömurlega Landsbankanum yfir í Arion og er mjög ánægð.

Dalía 1979 | 15. apr. '15, kl: 07:38:23 | Svara | Er.is | 1

Við vorum í mörg ár í landsbankanum og erum komin i islandsbanka í dag 

Steina67 | 16. apr. '15, kl: 12:21:31 | Svara | Er.is | 1

Alltaf þegar ég sé þetta í umræðulistanum að þá les ég alltaf  " Að RÆNA banka - Einn betri en annar"    Veit ekki af hverju

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

rvkmær | 16. apr. '15, kl: 14:00:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha! Þetta fékk mig til að hlægja.

Steina67 | 16. apr. '15, kl: 14:04:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að horfa á þetta frá því þú settir þráðinn inn og búin að opna hann og allt, las þetta samt svona alla daga.


Segir bara til um hvað ég sé þreytt þessa dagana.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

noneofyourbusiness | 16. apr. '15, kl: 20:55:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri eina vitið, að ræna þessi helvíti. Nóg hafa þeir rænt af okkur.

Finnik | 17. apr. '15, kl: 00:02:55 | Svara | Er.is | 0

Farðu í alvöru banka,  ekki hruninn banka á kennitöluflakki.

Það þýðir að Sparisjóður Strandamanna og Sparisjóður Suður Þingeyinga eru þeir valkostir sem eru í boði.

Mæli eindregið með þeim.  Ekkert rugl,  aldrei talað við "þjónustufulltrúa" heldur alvöru bankastarfsmann.  Svo er bara betra að vita til þess að starfsmennirnir eru að vinna fyrir þig af heilindum en ekki fyrir söluþóknanir á einhverju rugli .

- - - - - | - - - - - | - - - - - | - - - - -
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
. . and google is your friend . .

noneofyourbusiness | 17. apr. '15, kl: 00:09:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað tryggir að þeir fari ekki sömu leið og Sparisjóður Vestmannaeyja eða aðrir fallnir sarisjóðir?

Finnik | 17. apr. '15, kl: 00:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir eru einu bankarnir sem þurftu ekki hjálp frá ríkinu.  Sparisjóður Vestmannaeyja og allir hinir Sparisjóðirnir þurftu hellings hjálp frá ríkinu á sínum tíma.

- - - - - | - - - - - | - - - - - | - - - - -
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
. . and google is your friend . .

Skellan | 17. apr. '15, kl: 21:14:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála Finnik, búin að vera hjá Sparisjóði Strandamanna í 6 ár og ekkert vesen- aldrei ! fyrsta flokks þjónusta :)

lillion | 17. apr. '15, kl: 00:04:24 | Svara | Er.is | 0

Allt sami skíturinn.

randomnafn | 18. apr. '15, kl: 02:29:30 | Svara | Er.is | 1

Bara hafa peningana undir koddanum ;)

dreamcathcer | 18. apr. '15, kl: 22:13:01 | Svara | Er.is | 0

Ég hef alltaf verið hja Arion og er hæst ánægð neð þeirra þjónustu hef í örfá skipti lennt á algjörum kuntum en þa bara talaði ég við aðra

I may have alzheimer's but at least I dont have alzheimer's

.dreamcathcer

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Síða 8 af 47445 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, tinnzy123, Paul O'Brien, Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Guddie