Að skipta um skóla vegna eineltis

osk_e | 10. des. '14, kl: 14:19:26 | 555 | Svara | Er.is | 0

Ef ég vil færa barnið mitt um skóla, vegna endalausrar stríðni og hreinlega bara einelti, en búa á sama stað, er það ekki alveg hægt?
og eins með yngra systkini barnsins sem byrjar í 1. bekk næsta haust að það barn
fari í sama skóla og eldra systkinið sitt

hefur einhver reynslu af þessu?

er þetta ekki réttast að gera? barninu líður mjög illa og á fáa vini, þeir sem maður/hann heldur að séu vinir hans eru verstir í eineltinu

Skólarnir eru báðir í göngufæri, bara 3 mín að labba í núverandi skóla og svona 12-15 mín í hinn

 

saedis88 | 10. des. '14, kl: 14:30:56 | Svara | Er.is | 6

oft virkar slíkt ekki, einelti heldur oft áfram þó barn fari í nýjan skóla. það þarf að vinna mjög mikið með barninu í svona breytingum til að reyna koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. 

Ziha | 10. des. '14, kl: 17:46:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Barninu er samt allavega gefinn nýr möguleiki.... oft er erfitt að vinna sig út frá "stimpli"... og auðveldara að byrja með hreint borð.   


Ég er handviss um að í mínu tilfelli hefði breytt talsverðu ef ég hefði skipt um skóla á sínum tíma... helst samt flutt líka mér leið t.d. mun betur í framhaldsskóla í Reykjavík heldur en ég hefði gert í mínum heimabæ.... 


Annars lagaðist þetta hjá mér t.d. heilmikið við það að skipta einfaldlega um bekk, skipti eftir þriðja bekk ef ég man rétt, sem munaði miklu fyrir mig.. og það sama á við einn son minn, hann varð fyrir einelti í skóla (m.a. af einum sem hafði verið mikill vinur hans áður) og ástandið gjörbreyttist... þvílík breyting sem varð bara við það!  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

skófrík | 10. des. '14, kl: 19:35:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

oft virkar það bara vel, veit um alveg þó nokkur dæmi um það

saedis88 | 10. des. '14, kl: 19:36:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jájá, þarf bara ð hafa varann á, eineltis þolendur eru oft easy target og það breytist ekki auðveldlegaDegustelpa | 10. des. '14, kl: 20:16:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég lenti í miklu einelti, það var ekki tekið á því í fyrri skólanum mínum svo ég var flutt, í samræmi við skólasálfræðinginn eftir að hún þurfti að sækja mig inn í stofu svo krakkarnir myndu hleypa mér út, kennarnn gat ekkert gert.
Ég varð fyrir einelti og því grófu í nýja skólanum en það var tekið mikið betur á því og mér leið betur í nýja skólanum. Skipti daginn eftir sumardaginn fyrsta þear ég var 12 ára

svarta kisa | 10. des. '14, kl: 14:31:40 | Svara | Er.is | 1

Ég held að það sé alveg hægt. Sjálf skipti ég um skóla vegna eineltis þegar ég var unglingur og það var það besta sem gat gerst. Sá skóli sem ég fór í var í allt öðru hverfi en ég bjó í, þurfti að taka strætó en mér var alveg sama því ég eignaðist loksins góðar vinkonur. Ég myndi hiklaust tékka á þessu :)

Prym | 10. des. '14, kl: 14:37:31 | Svara | Er.is | 1

Vita foreldrar þeirra sem eru að stríða um þessa vondu hegðun barna sinna?  Hefur þú talað við foreldrana?  Er þetta kannski barnið mitt sem er að stríða þínu barni?  Það væri gott að fá að vita það.

osk_e | 10. des. '14, kl: 14:48:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var sett af stað eineltisteymi já, allir gerendur fóru í viðtal með foreldrum, en málinu var lokað því það gerðist ekkert í 4 vikur.. sem mér finnst mjög lítill tími
Nú gerðist atvik í dag, barnið komið heim, ekki sála búin að hringja í mig og láta mig vita, samt segir barnið að það hafi látið kennarann vita, barnið var alblóðugt og honum var hjálpað að þrífa sig og thats it...

En eftir að þetta eineltisteymi fór í gang og málinu lokað er þetta byrjað aftur, fleiri bæst í hópinn ef eitthvað er, en á móti aðrir alveg hættir, svo gott sem ég veit. Þannig nei, ekki allir foreldrar sem vita af þessu kannski, þarf að fara í það.

en finnst ekki vera nægileg upplýsingagjöf á milli, hvorki er ég látin vita þegar eitthvað gerist, þarf alltaf að heyra það frá barninu sjálfu, finnst lágmark að það sé hringt í mig og látið mig vita, hvað myndi gerast ef barnið segði ekki sjálft frá heldur þagði bara yifr hlutunum? Það myndi ekkert gerast.

Finnst bara ekkert gerast nema ég hangi uppi í skóla, hringi og sendi tölvupósta á kennarann, skólastjórann og þá sem sér um yngra stigið.

Nú veit ég ekki hvert barnið þitt er? mátt senda mér skilaboð

Prym | 10. des. '14, kl: 15:14:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er nú svo að kennarar hafa almennt ekki tíma til að sinna hringingjum eða tölvupóstum á kennslutíma.  Kannski verður haft samband við þig eftir kennslu og svo gætir þú náttúrlega hringt sjálf í kennarann og fengið að vita það sem hann veit um málið.  En nei, þetta með barnið mitt á víst ekki við, mín börn eru ekki í grunnskóla.

osk_e | 10. des. '14, kl: 15:17:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég veit það vel að kennarar hafa ekki tíma á kennslutíma, geri mér vel grein fyrir því, en nú klárast skólinn kl 13:30 og eru því tæpir tveir tímar síðan. Ég enda á því að hafa sambandi við kennarann, en finnst samt réttast að það sé hringt í mig.

Bara alveg eins og ef eitthvað gerist í leikskólanum, ég er alltaf látin vita ef eitthvað gerist svo maður fái ekki sjokk þegar maður fer og sækir barnið.

Dalía 1979 | 10. des. '14, kl: 15:53:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æji aumingja drengurinn að verða fyrir svona ofbeldi og þurfa að fara heim og segja mömmu sinni að hann hafi verið laminn hræðilegt það á enginn að þurfa að lenda i svona ofbeldi ....myndi reyna að gera allt fyrir hann svo honum fari að líða betur skólinn á að vera skemmtilegur ekki kvíði það á eftir að bitna á náminu .....

Dalía 1979 | 10. des. '14, kl: 15:55:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn lenti i svona i nokkur ár  og stór sér á honum sálarlega  er með núll sjálfsálit i dag ...

Felis | 10. des. '14, kl: 15:47:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

uhhh í svona málum þá annað hvort býr kennari sér til tíma eða fær ritara til að hringja eða eitthvað álíka. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Prym | 10. des. '14, kl: 16:03:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eins og oft hefur verið bent á, á að gera foreldra ábyrga fyrir óásættanlegri hegðun barna sinna.   Skólinn elur ekki upp börn, þó hann styðji við og styrki gott uppeldi.  Annan foreldrafund með gerendum í þessum hópi.  Ekki láta foreldra sleppa við að taka ábyrgðina.

Felis | 10. des. '14, kl: 17:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

skólinn ber samt ábyrð á því að nemendur geti komið í skólann og verið þar án þess að verða fyrir ofbeldi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 10. des. '14, kl: 17:24:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

semsagt það er hluti af ábyrgð skólans að sjá til þess að foreldrar gerenda takist á við vandamálið

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

chiccolino | 10. des. '14, kl: 20:43:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu eiga foreldrar að vera ábyrgir fyrir hegðun barnanna sinna en nú er það bara svo að langoftast verða þessi atvik á skólatíma, inná skólalóðinni þar sem starfsfólk skólans á að taka á þeim málum sem þar gerast, meðal annars með því að hringja í foreldra og láta þá vita! Ég lenti í miklu einelti á sínum tíma í grunnskóla sem kennarar vissu vel af og "tóku á" á skólatíma. Komst síðan fyrir tilviljun að því nokkrum árum seinna að það var ekki hringt í eitt einasta foreldri gerendanna, ekki eitt einasta, þrátt fyrir að nokkrir þeirra hefðu verið teknir á teppi hjá skólastjóra og umsjónakennara og að því er virtist gert heilmikið mál úr þessu í skólanum, sem var síðan bara einhver leikaraskapur fyrir foreldra mína svo þau myndu hætta að kvarta. Foreldrar sem vita ekki af vandamálinu, geta augljóslega ekki tekið á því.

Prym | 10. des. '14, kl: 20:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei, foreldrar sem vita ekki af vandamálinu geta ekki tekið á því.
Foreldrar sem loka augunum fyrir vondri hegðun barna, taka ekki á henni.
Foreldrar sem finnst það bögg og óþarfa aðfinnslur þegar fundið er að hegðun barna þeirra eru ekki líklegir til að vilja bæta úr.
Foreldrar sem nenna ekki að ræða við börn sín vita ekki hvernig dagurinn þeirra er.

Það eru þessir foreldrar sem við erum endalaust að kvarta yfir.  Ekki hinum sem eru með sín mál og sín börn í lagi.

chiccolino | 10. des. '14, kl: 22:10:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Miðað við það sem upphafsnikk er að tala um, þá er hún ekki einu sinni alltaf látin vita af því sem er að gerast í skólanum, þannig að ætli við getum ekki gert ráð fyrir að það sé heldur ekki hringt í foreldra gerenda. Vissulega er það ömurlegt að lenda á foreldrum sem hafa ekki áhuga á að hlusta, en sumir skólar eru bara einfaldlega lélegir í að taka á svona málum og ekki eru börnin að fara heim og segja; já mamma, veistu hvað, ég lamdi einn krakkann í spað og hann fór að hágrenja, djöfull var það fyndið, miklu fyndnara en þegar ég ýtti honum í snjóskafl í seinustu viku! Ég er allavega ekki að sjá það fyrir mér að gerendur séu almennt að viðurkenna svona fyrir foreldrum sínum að fyrra bragði og því hlítur það að vera á ábyrgð skólans að láta vita af atvikum sem gerast á skólatíma inná skólalóðinni, ef starfsfólk skólans ætlar ekki að skipta sér af hegðun nemenda á skólatíma, þá er algjörlega tilgangslaust að senda börnin þangað

Prym | 10. des. '14, kl: 22:40:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svona hegðun eins og að lemja krakka í spað eða ýta barni í snjóskafl getur verið óviljaverk eða hefnigirni.  Líklegra er þó að viðkomandi barn eigi sögu um ofbeldishegðun,  líklega hefur verið rætt við foreldra þess,  líklega hafa verið sendir tölvupóstar, hringt eða foreldri boðað á fund.  Ef svona hegðun er einsdæmi hjá barni er auðvelt að greiða úr því en þegar barn sýnir ítrekað ofbeldi gagnvart einu barni eða fleirum erum við komin með vandamál sem ekki leysist nema foreldrar séu reiðubúnir til samvinnu.

chiccolino | 10. des. '14, kl: 23:01:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En við erum bara alls ekki að tala um foreldra sem almennt sýna ekki samvinnu, heldur þegar skólinn bregst skyldum sínum og lætur foreldra ekki vita um hvað sé í gangi. Ég er kannski óvenjuviðkvæm fyrir þessu vegna fyrri sögu en mín saga er bara því miður alls ekkert einsdæmi og ég veit að það var allavega eitt foreldri í mínu tilviki sem hefði tekið á málinu (hafði sjálfur verið eineltisfórnarlamb) strax hefði hann vitað af því, en því miður var það bara svo að skólinn ákvað upp á sitt einsdæmi að þetta væri innanhúsmál og því var hann aldrei látinn vita, þrátt fyrir meira en ár af endalausum "sáttafundum" (hvað er það eiginlega, að láta fórnarlambið sættast við gerandann, eins og vandamálið sé þeim megin). Ef barnið mitt væri gerandi og ég kæmist að því mörgum árum seinna að skólinn hélt því leyndu, þá yrði ég brjáluð, ef barnið mitt væri þolandi og ég kæmist að því mörgum árum seinna að skólinn hefði haldið því leyndu, þá færi ég í mál við einhvern. Við treystum þessum stofnunum fyrir börnunum okkar vegna þess að ríkið skyldar okkur til þess (skólaskylda á Íslandi, ekkert annað í stöðunni) og þá finnst mér lágmark að skólinn láti allavega vita ef það kemur upp vandamál, en sendi ekki bara lúbarið barn heim eftir að það er búið að þvo því í framan og treysti því bara að krakkinn láti mömmu sína vita við heimkomu. Sama á við um foreldra gerenda, þeir eiga að geta treyst því að ef krakkinn þeirra er að lemja einhvern í skólanum, þá séu þeir allavega látnir vita. Það er síðan bara spurning hvort foreldrarnir séu douchebags hvort þau taka á málinu eða ekki en þá er skólinn allavega búinn að sinna sinni eftirlitsskyldu og tilkynna málið til þeirra sem það varðar

Prym | 10. des. '14, kl: 23:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get náttúrlega ekki talað fyrir alla skóla.  En sumir foreldrar fá á einhverjum tímapunkti nóg af kvörtunum frá skólanum og nenna ekki lengur að taka á vandamálum barna sinna og þá á ég við gerendur.  Auðvitað er eðlilegt  að láta vita heim ef barn hefur orðið fyrir árás, en stundum gerist slíkt í gæslunni eftir skólann og þar starfar oft ungt og reynslulítið fólk  sem áttar sig ekki á alvarleika máls.  Stundum er ráðist á barn á leið úr skóla og þá erfitt fyrir skólann að fylgja slíkum málum eftir.  Ég ætla mér alls ekki að afsaka eða réttlæta á neinn hátt sinnuleysi eða tómlæti skólans gagnvart börnum sem verða fyrir ofbeldi  en það er nauðsynlegt að vita eitthvað meira um svona mál áður en maður fordæmir í því.

Dalía 1979 | 10. des. '14, kl: 15:47:47 | Svara | Er.is | 0

Er hann með adhd mér var ráðlagt að færa minn i annann skola af geðlækninum út af einelti enn gerði það ekki þar sem flestir sem ég talaði við vildu meina að það myndi ekki laga neitt enn gafst svo upp og lét hann skipta um skóla og hefur hann eignast nokkra góða vini hinir vinirnir sem hann átti voru þeir sem voru að stríða honum flesta daga ..þannig að ef drengurinn vill skipta um skóla að þá mæli ég með þvi ...enn það er samt ekki garentiað að hann lendi ekki i þvi sama ...

Felis | 10. des. '14, kl: 15:57:57 | Svara | Er.is | 1

sonur minn lenti í einelti, við fluttum út af öðrum ástæðum og honum líður vel og gengur vel í nýja skólanum. Eineltið situr samt alveg í honum en þetta er samt allt annað líf. 
Í nýja skólanum vissu kennararnir af eineltinu frá upphafi og voru mjög meðvitaðir og þrátt fyrir erfiða skólabyrjun (mikill kvíði) þá gékk þetta vel og hann á góða vini núna. 


Hefðum við ekki flutt og eineltið ekki lagast þá veit ég ekki hvað ég hefði gert. Ég var þegar búin að setja allt á annan endann í sveitafélaginu og skólanum. Næsta skref hefði örugglega verið að flytja hann í annan skóla, þó að það hefði kostað mikla fyrirhöfn. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

smbmtm | 10. des. '14, kl: 19:21:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hiklaust að skipta um skóla, mín skipti um skóla og það er allt annað líf.. gangi ykkur vel

Degustelpa | 10. des. '14, kl: 20:13:04 | Svara | Er.is | 0

eg skipti um skóla vegna eineltis, var ekkert mál. Tvíburasystir mín varð eftir í hinum skólanum.

hjartalind | 8. ágú. '18, kl: 17:26:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls staðar sem ég kom varð ég fyrir einelti. Dansi.skólum.fjölskyldu. Ég hef aldrei mátt lifa sátt í þessu lífi. Ég veit að best er fyrir alla að ég drepist. Ég mun lifa og taka einn dag í einu. Best hefði verið að ég hefði mátt deyja sem fórstur.

Setjum X við F

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Eikkver ein hérna laus? 2flottir 20.10.2018 21.10.2018 | 06:57
Ofbeldishegðun kvenna Liarliar 17.10.2018 21.10.2018 | 06:41
Bárður Jónsson 68 hundurogkottur 23.3.2013 21.10.2018 | 02:44
Blóðflokkar Auja123 15.10.2018 21.10.2018 | 02:21
Inni eða útikisa? AG1980 19.10.2018 21.10.2018 | 02:11
meðgöngueitrun - aftur Guttina 20.10.2018 20.10.2018 | 22:51
Er heilbrigðiskerfið okkar á Íslandi gott ? kaldbakur 11.10.2018 20.10.2018 | 21:24
Læknaritari - laun theisi 17.10.2018 20.10.2018 | 20:37
Ligne Roset - Hjálp óskast gormurx 20.10.2018 20.10.2018 | 20:10
Kaffihús jontor 20.10.2018 20.10.2018 | 18:35
Hvaða afstöðu tækir þú? vigfusd 1.10.2018 20.10.2018 | 18:12
Borgarstjórinn alltaf stkkfrí kaldbakur 16.10.2018 19.10.2018 | 20:46
Vantar álit ein kona er alltaf ad senda manni minum skilab.. sólogsæla 17.9.2018 19.10.2018 | 18:29
Hvert er ódýrast að fara í augnháralengingu? Gunna stöng 19.10.2018
Huc Karamin 19.10.2018
Ps4 lyklaborð og mús breytir Larusorriclausen 19.10.2018
Ætla launþegar að láta verkalýðsforingja eyðileggja eignamyndun síðustu ára ? kaldbakur 3.10.2018 19.10.2018 | 13:01
Opiner stjórnsýsla i HI Stormur í vatnsglasi 19.10.2018
hvar fær kona síða úlpu í lx-llx? ny1 16.10.2018 19.10.2018 | 11:34
Konur sem ljúga um nauðganir Kerti1 18.10.2018 19.10.2018 | 10:03
Reykjavíkurgborg telur að eftir því sem starfsmenn vinni meira verði ávinningurinn meiri ! kaldbakur 17.10.2018 19.10.2018 | 08:35
Má rotna Sessaja 17.10.2018 19.10.2018 | 00:09
Matarhjálp sr72 16.10.2018 18.10.2018 | 22:02
Leikfanga dagatal fyrir fullorðna Dollan 18.10.2018
Dyrapossun cambel 18.10.2018
Flugfreyjan - viðtal númer 2 Interrail 15.10.2018 18.10.2018 | 16:32
Fjarnám í lögfræði umraeda 10.10.2018 18.10.2018 | 13:02
Cerazette og tíðarhringur amigos 18.10.2018
Bestu byggingaverktakar - orðspor Listi1 17.10.2018 18.10.2018 | 11:41
Konur sem horfa eingöngu á klám með konum og leyna því? Folk8 25.7.2018 18.10.2018 | 01:16
Styrkir fyrir konur í nám DramaQueen 17.10.2018 17.10.2018 | 23:28
Er femínisminn að gera útaf við röksemi? Grrrr 16.10.2018 17.10.2018 | 09:56
Andarungarnir Sessaja 17.10.2018
Gabapentin, við verkjum? túss 15.10.2018 17.10.2018 | 00:43
íbúðar skipti innan Félagsbústaða leea 12.9.2018 17.10.2018 | 00:02
Fyrirvaraverkir Laubba 09 16.10.2018 16.10.2018 | 22:39
peaceful muslim. Dehli 11.10.2018 16.10.2018 | 21:01
Júníbumbur 2019 Facebook Junibumbur19 16.10.2018
Íbúðir Sessaja 16.10.2018
Dreddar Ice Poland 15.10.2018 16.10.2018 | 11:50
Vélar til að búa til franskar? Splattenburgers 10.10.2018 16.10.2018 | 10:33
Náladofi í fætinum vogin01 15.10.2018 16.10.2018 | 08:31
Lestrarhjálp Ulefoss 15.10.2018 16.10.2018 | 07:04
Féló íbúðir Húllahúbb 15.10.2018 16.10.2018 | 02:46
Mörg börn / Mennta sig vel umraeda 14.10.2018 15.10.2018 | 22:59
Ertu að borga of mikið fyrir rafmagn? Grrrr 14.10.2018 15.10.2018 | 14:01
Ódýrast að versla rafmagn? b82 9.10.2018 15.10.2018 | 09:40
Niðursveifla í efnahagslífi og verkföll - Ferðamenn hverfa eins og síldin. kaldbakur 27.8.2018 15.10.2018 | 02:17
John Lennon er kominn aftur Twitters 15.10.2018 15.10.2018 | 01:53
Festa í loft Selja2012 13.10.2018 14.10.2018 | 23:18
Síða 1 af 19672 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron