Að stinga af til útlanda

chubbymango | 3. maí '16, kl: 12:10:31 | 1503 | Svara | Er.is | 1

Mig langar svo oft að stinga af til útlanda og hefja nýtt líf. Þá meina ég með því að láta engann vita, bara láta mig hverfa. En ég þekki svo marga sem vinna upp á flugstöð að það myndi aldrei ganga..... urgh

Einhver hér sem hefur gert þetta?

 

Bakasana | 3. maí '16, kl: 12:18:26 | Svara | Er.is | 16

Geturðu ekki bara flutt til útlanda og hafið nýtt líf eins og venjulegt fólk gerir á hverjum degi. 

chubbymango | 3. maí '16, kl: 12:19:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei mig langar að láta mig hverfa frá manninum mínum, fjölskyldu og vinum. Ég vil ekki að þau viti af mér. Mig hefur langað þetta í nokkur ár

Bakasana | 3. maí '16, kl: 12:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

viltu að þau hafi áhyggjur eða hvað er málið? 

chubbymango | 3. maí '16, kl: 12:22:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

búin að glíma við alvarlegt þunglyndi og kvíða í mörg ár og trúi því að það sé betra að láta mig hverfa eitthvert og láta engan vita og hefja nýtt líf

alboa | 3. maí '16, kl: 12:28:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 30

Þunglyndið og kvíðinn mun ekkert hverfa við það. Eina sem það gerir er að skilja fjölskyldu og vini eftir með margar spurningar og mikil særindi. Og þú átt líklegast eftir að vera jafn þunglynd, kvíðin og með stórt samviskubit.


Þú leysir ekkert með því að flýja vandamálin.



kv. alboa

Elisa7 | 3. maí '16, kl: 16:32:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég skil að þú viljir ekki að þau viti af þér, þ.e. hvar þú ert niðurkominn. En myndirðu vilja að þau haldi að þú hafir jafnvel fyrirfarið þér eða verið myrt eða verið rænd í þrælkun eða hvaðeina sem hægt er að hugsa sér þegar einhver hverfur sporlaust? Eða að það verði kannski haldin minningarathöfn um þig eins og þú hafir dáið? Er ekki nóg fyrir þig að yfirgefa alla og láta engan vita hvar þú ert niðurkominn?

chubbymango | 3. maí '16, kl: 18:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau myndu líklegast halda að ég hefði fyrirfarið mér eða látið mig hverfa eitthvert. Held þau yrðu bara fegin.

T.M.O | 3. maí '16, kl: 19:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

það er mjög alvarlegur þunglyndistónn í þessu hjá þér og staðreyndin er sú að þetta er nánast alltaf byggt á ranghugmyndum að fólk yrði fegið. Vandamálin fylgja þér þangað sem þú ferð á meðan besta hjálpin sem þú getur fengið er þar sem fólk þekkir þig.

Elisa7 | 3. maí '16, kl: 19:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En ertu viss? Hví ekki að láta þau vita eftir að þú hverfur að þú hafir einmitt látið þig hverfa svo þau þurfi ekki að velkjast í vafa? Eða er eingin væntumþykja á milli ykkar?

Cheddar | 3. maí '16, kl: 19:13:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

í þunglyndinu þá sér maður oft ekki væntumþykju sinni nánustu, þeir kunna að eiga erfitt með að tækla veikindin sem getur birst í ákveðnu frávarpi, endilega fáðu þér nú göngutúr.

Elisa7 | 3. maí '16, kl: 20:17:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já skal gera það. Eða varstu kannski ekki að tala við mig?

T.M.O | 3. maí '16, kl: 20:41:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

göngutúrar eru allaveganna líklegri til að lækna yfirlæti en alvarlegt þunglyndi.

Elisa7 | 3. maí '16, kl: 20:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ef þér fannst svarið mitt til chubbymango vera yfirlætisfullt þá finnst mér það leitt. Það var allavega ekki hugsað þannig. Ég átta mig á að í þunglyndi sjái maður oft ekki væntumþykju sinna nánustu. Athugasemd mín (Eða er eingin væntumþykja á milli ykkar?) var hugsuð til að velta því upp og fá hana til að íhuga málið, því líklegra finnst mér að þar sé væntumþykja. En þetta hefur líklega ekki hljómað nógu vel hjá mér fyrst allavega þú fékkst annað á tilfinninguna.

Chubbymango ég ætlaði alls ekki að sýna þér yfirlæti og skil að þú ert að upplifa erfiða hluti.

Cheddar | 3. maí '16, kl: 21:13:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er erfitt að upplifa að manns nánustu segi bara fáðu þér bara göngutúr þegar öllum er ljóst að manni líður mjög illa. Mér finnist nær að sýna samkennd, leitt að sjá að þér líður illa, er eitthvað sem ég get gert? eigum við að fá okkur göngutúr saman?

T.M.O | 3. maí '16, kl: 21:26:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vandamálið er líka að svo margir halda að lausnir sem virka fyrir tímabundna depurð sem hefur jafnvel komið af mjög eðlilegum örsökum og er hægt að vinna á með mjög venjulegum aðferðum virki fyrir fólk sem er alvarlega veikt af þunglyndi. Í þessu tilfelli myndi göngutúrinn sennilega hjálpa meira þar sem að þunglyndi einstaklingurinn fengi tækifæri til að tala um það sem væri að hrjá hann heldur en að hreyfingin hefði einhver áhrif sem slík, ef einstaklingurinn á annað borð treysti sér í einhvern göngutúr.

Cheddar | 3. maí '16, kl: 21:29:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

fyrir mig sem lengi hef glímt við veikindi á geði er það samkenndin, að mér og minni líðan sé ekki varpað á dyr, látið eins og hún sé bara ekkert mál. Að ég megi líða eins og mér líður, vegna þess að mér líður þannig þá stundina. Það er svo vont að vera innan um fólkið sitt og skilningurinn og samkenndin er engin.

T.M.O | 3. maí '16, kl: 21:35:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég veit vel um hvað þú ert að tala. Það er líka svo sterkt í mörgum að ætla að leysa málin fyrir mann með einhverjum ofureinföldum húsráðum eins og maður sé búinn að berjast í mörg ár og jafnvel áratugi við þunglyndi af því að maður snýr rúminu vitlaust í herberginu sem maður sefur í (bara random dæmi) eða að það sé lækninum að kenna að gefa manni öll þessi lyf...

Cheddar | 3. maí '16, kl: 21:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha já satt, dæs

Elisa7 | 3. maí '16, kl: 21:49:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er alveg sammála þessu. Ég misskildi textann þinn þar sem þú segir: "sem getur birst í ákveðnu frávarpi, endilega fáðu þér nú göngutúr." þannig að þú værir að segja MÉR að fá mér göngutúr, og fattaði ekki að þú værir að taka þessa setningu sem dæmi um þetta ákveðna frávarp. Þetta er dáldið fyndið :)

burrarinn | 7. maí '16, kl: 02:17:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei, þau yrðu mjög sorgmædd. Óbærilega sorgmædd.

askvaður | 12. maí '16, kl: 20:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

áttu börn?

chubbymango | 14. maí '16, kl: 16:12:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei

alboa | 3. maí '16, kl: 12:19:51 | Svara | Er.is | 2

Þetta hljómar meira eins og þú sért að reyna flýja vandamál.


kv. alboa

chubbymango | 3. maí '16, kl: 12:20:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið rétt

nefnilega | 3. maí '16, kl: 12:49:30 | Svara | Er.is | 1

Hefurðu rætt þetta við sálfræðing?

chubbymango | 3. maí '16, kl: 12:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nefnilega | 3. maí '16, kl: 19:53:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og hvað segir hann?

stjarnaogmani
T.M.O | 4. maí '16, kl: 19:24:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

þakka þér fyrir þetta stórkostlega innsæi, vona að þú þurfir aldrei að finna fyrir því á eigin skinni að þér finnist þú gera öllum greiða með því að hverfa, ég vona líka að þú eigir ekki og munir aldrei eiga vin eða ættingja sem myndi treysta þér fyrir svona erfiðum tilfinningum og fá svona viðbrögð frá þér... þeirra vegna.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 12:08:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hún segir. "Ég held þau yrðu bara fegin" hverju lýsir það? Þunglyndi já, en líka sjálfsvorkun. Það er allt í lagi að vera í sjálfsvorkun ef maður lætur það ekki bitna á öðrum, og þá meina ég vegna þess að hún veit að fólkið mun hafa áhyggjur, hún sagði það sjálf, "Þau myndu líklegast halda að ég hefði fyrirfarið mér" Vill hún að fólk haldi það? Er hún þá ekki eigingjörn?

T.M.O | 5. maí '16, kl: 12:11:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ef manneskja liggur á jörðinni og segir "sparkaðu í mig, ég á það skilið". Hvort gerir meira fyrir þig og hana að sparka í hana eins og hún biður um eða hjálpa henni að standa á fætur?

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 12:37:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ef fólk reynir að hjálpa henni á fætur þegar hún segir "sparkaðu í mig" og hún leggst aftur á jörðina og segir það sama. Hvað er hún þá að gera? Draga fólk ofan í sitt drama. Ég sé ekki betur en að það sé fullt af fólki sem er að reyna að hughreysta hana. Hún er ekkert að hlusta á það. Hvað þýðir það. Vill ekki hjálp. Vill bara vera í sinni sjálfsvorkun. Fólk það gefst upp á að hjálpa svoleiðis fólki. Þá er hún alein. Hvernig líður henni þá? Ef fólk er þunglynt á það að leita læknis, Ef hún hefur ekki einhvern til nálægt sér til að hjálpa henni að komast til læknis þá efast ég um að fólk hér á bland sem stendur upp og fer heim til hennar að reyna að koma henni til læknis. Hún þarf að hafa fyrir því sjálf. Þannig að í staðin fyrir að leggjast ítrekað í gólfið og segja "sparkaðu í mig" verður hún að taka leigubíl, fara í strætó eða keyra niður á göngudeild geðdeildar og biðja um viðtal. Það er ekki hægt að tala um þetta. Ég á ekki von á því að þunglynt fólk geti leitað sér læknis. (Það er mín reynsla)Einhver verður að segja, "hvar ertu ég er að koma"

ert | 5. maí '16, kl: 12:57:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4


"ef fólk reynir að hjálpa henni á fætur þegar hún segir "sparkaðu í mig" og hún leggst aftur á jörðina og segir það sama. Hvað er hún þá að gera? Draga fólk ofan í sitt drama. Ég sé ekki betur en að það sé fullt af fólki sem er að reyna að hughreysta hana. Hún er ekkert að hlusta á það. Hvað þýðir það. "
Að hún sé þunglynd. Þetta er eðlileg hegðun þunglynds fólks.
Ef hún hresstist við að fólk að fólk væri að draga hana upp þá væri hún ekki þunglynd heldur niðurdreginn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 13:13:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef verið í viðtölum með fólki með geðraskanir og einstaka sinnum er manneskja í svoleiðis grúbbum. Það eru allir að reyna að ráðleggja þeirri manneskju. Allur fundurinn fer í það að sinna þeirri einu manneskju. Það er mín reynsla að ef sú manneskja hlustar ekki, tekur við ráðleggingum mun sú manneskja vera í sama farinu eftir fundinn. Það þýðir það að þessi þunglynda manneskja þarf að standa upp, takast á við vandann, Það er engin inn á fundinum sem getur bjargað henni. Hún verður að vilja það sjálf. Það þarf að komast að kjarna vandamálsins. Einsog í þessu tilfelli " Þarftu athygli frá vissu fólki í kringum þig? Viltu að þínir nánustu hjálpi þér? Eða þarftu að leita útá við? Við vitum að henni líði illa. En hvað er það sem hún vill með því að koma hérna og segja að hún vilji stinga af? Er maðurinn hennar vondur við hana eða afskiptalaus? Kannski leiðist henni í sambandinu. Þetta hefur ekkert komið fram. Eða mögulega "þunglynd" Það eru margar leiðir til að hjálpa henni. Það er ekki hægt að ræða það endalaust vegna þess að lokum mun þráðurinn hér á bland þynnast og hún situr eftir ein með líðan sína. Ég sé ekki betur en þegar fólk er að ráðleggja henni svarar hún ekki afhverju henni líður svona heldur yfiborðskennd svör einsog "ég á ekki barn" Það er svo mikið fólk upp á flugvelli sem þekkir hana. Það hefur ekkert með þa afhverju henni líður þannig að hún vilji stinga af.

ert | 5. maí '16, kl: 13:20:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4


Það tekur langan tíma að fá þunglynt fólk til að leita sér hjálpar og til að breyta hlutum í lífi sínu.
Það er hluti af þunglyndinu.
Það að það virki ekki á stuttum fundi eða í stuttum samræðum á netinu að fá fólk til að leita sér hjálpar bendir einmitt til þunglyndið. Ef smá pepp virkaði þá væri ekki þunglyndi.
Það að þú sjáir ekki ástæðurnar fyrir þunglyndingu og finnst þær ekki merkilegar bendir einnig til þunglyndis. Fólk er oftast ekki þunglynt af einhverri gullinni ástæðu sem allir skilja.
Ég fæ ekki annað séð en að hegðun og svör konunnar bendi einfaldega til þunglyndis - og það verður ekki lagað með peppi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani
ert | 5. maí '16, kl: 14:06:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og þú byggir það á hvaða á rannsóknum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 14:07:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Rannsóknum? Hvað meinar þú?

ert | 5. maí '16, kl: 14:08:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef það eru tengsl á milli þungislyndis og eigingirni þá hlýtur að vera búið að rannsaka það. Eru einhverjar rannsóknir sem fram á síkt tengsl.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 14:13:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það veit ég ekkert hvort að það sé búið að rannsaka þa. Það þarf ekkert að rannsaka allt. Mín eigin reynsla af því að vera margoft inná geðdeild er að innsæi inn í sín eigin veikindi er eina leiðin til að ná árangri. Enda hefur það reynst mér og læknar hafa sagt mér að eina ástæðan fyrir því að ég næ fljótt bata er vegna þess að vera með gott innsæi. Þa er að bera ábyrgð á sínum veikindum. Fólk hefur tilhneigingu til að vera með endalausar afsakanir vegna þess að það er í sjálfsvorkun í staðin fyrir að taka ábyrgð á sínum sjúkdóm.

ert | 5. maí '16, kl: 14:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


Já það er alltaf gott að geta borið á ábyrgð á sínum veikindum en sum veikindi eru þess eðlis að í þeim felst slakt sjúdómsinnsæi og vangeta til að bera ábyrgð. Þunglyndi er einn af þeim sjúkdómum og það er ekki vegna eigingirni. Það er vegna eðlis sjúdómsins.
En er það sem sagt skoðun þín að þú hafi fyrst fremst verið eigingjörn en um leið og einhver bent þér á að þú værir eigingjörn og þú ættir að leita þér hjálpa þá stökkstu af stað leitaðir þér hjálpar og þér hafi batnað.
Það er ekki mikil þörf fyrir geðdeildir ef bland á duga til að laga þunglyndi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 15:19:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég leitaði mér hjálpar vegna þess að mér leið illa og fólk í kringum mig skildi ekki hvað var að. Ég lét fólk vita að ég þyrfti að komast í burtu vegna þess að ég vildi ekki vera eigingjörn með því að stinga af og láta fólki líða illa yfir því hvar ég væri. Ég kalla ekki sjúkdóminn eigingirni ég kalla það að stinga af eigingirni. Láta engan vita. Maður á að vera tillitsamur við fólk sama hvað manni líður illa.

ert | 5. maí '16, kl: 15:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Ég skil ekki - af því að fólk fær þá tilfinningu að vilja stinga af þá er það eigingjarnt. 'Eg fæ þessa tilfinningu oft og þess vegna er ég eigingjörn?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 15:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef það er gert í illgirni eða til að refsa þeim sem er þér ekki innan handar. Ef ég á mann og fer í burt og læt hann ekki vita þá er ég tillitslaus vegna þess að vera í sambandi þýðir að maður verður að taka tillit til hans. Hann hefur mjög sennilega áhyggjur af þér og ástæðulaust að láta hann óttast um þig.

ert | 5. maí '16, kl: 15:53:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Við erum að tala um hugsanir!
Við hugsum margt og mikið og að telja hugsanir sem leita á okkur vera merki um eigingirni er mjög sérstakt.
En ég er sem sagt eigingjörn af því að stundum er ég þreytt og mig langar til að láta mig hverfa. Það er ekki merki um þreytu heldur um að ég sé eigingjörn og vilji ekki hugsa um aðra.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 16:16:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er þetta sem hún segir"Ég vil ekki að þau viti af mér" "Held þau yrðu bara fegin" Afhverju er hún að velta þessu fyrir sér. Vegna þess að hún er að velta fyrir sér hvernig þeim líður ef hún stingur af, sem er leyndur áhugi hvernig þeim líður. Hvers vegna skiptir það máli ef hún er bara að hugsa þetta. Ef maður hugsar eitthvað þá stingur maður ekkert af. Þa er greinilegt að hún myndi vilja einhver viðbrögð við því að hverfa. Ég tel köllun á athygli

ert | 5. maí '16, kl: 16:22:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Þetta eru hugsanir. Ég hugsa stundum svona. Þar af leiðir að ég er eigingjörn.
En þetta eru bara hugsanir. Hugsanir koma og fara - stundum dettur mér í hug að hoppa fram af byggingu, drepa fólk og guð má vita hvað. Rannsóknir sýna að flest fáum við svona hugsanir. Þeir sem leggja enga merkingu í þessar hugsanir eru þeir sem eru við bestu andlegu heilsuna. Það eru þeir sem finnst allar hugsanir merkingarbærar og segja eitthvað um sjálfan sig sem eru við slæma andlega heilsu. Fólki í meðferð er ráðlagt að taka ekki of mikið mark á hugsunum sínum og það leiðir betri andlegrar heilsu. Þú ert að ráðleggja manneskju að taka sem mest mark á hugsunum sínum og það mun leiða til meiri andlegra vandamála. Það sem þú ert að segja getur skaðað konuna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 5. maí '16, kl: 16:28:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og þetta að þessar hugsanir séu köllun á athygli er skemmtileg. Þessi kona tjáir þessar hugsanir á bland og að þínu mati vill hún athygli út á þær og þú gefur henni athygli á þær vitandi að það er það sem konan vill. Af hverju ertu að ýta undir hegðun (að tjá þessa hugsanir) sem þú ert ósátt við? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 16:33:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

" ráðlagt að taka ekki of mikið mark á hugsunum sínum" hefur þú verið í meðferð og heyrt lækni ráleggja þér þetta? Ég skil ekki þannig lækni. Ef hún er að velta fyrir sér að stinga af og það er merkingarlaust. Til hvers er þá verið að pæla í því að hún sé þunglynd. Þá finnst mér þú gera lítið úr þunglyndi. Ég myndi hafa áhyggjur ef ég hugsaði um að drepa einhvern. Þú ættir að hafa það í huga hvort þú þurfir ekki að tala við sálfræðing.

"Þú ert að ráðleggja manneskju að taka sem mest mark á hugsunum sínum og það mun leiða til meiri andlegra vandamála. Það sem þú ert að segja getur skaðað konuna." Ég skil ekki þetta koment.

ert | 5. maí '16, kl: 16:37:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Já ég hef verið í meðferð. Ég hef talað við marga sálfræðinga og þeir eru einmitt sammála þessu þess vegna eru þeir að beita gjörhygli og álíka aðferðum sem leyfa hugsunum að koma og fara og dæma þær ekki.
Ertu á móti gjörhygli? Hvaða meðferðarstefnu styðurðu þá?
Það er bara þannig að rannsóknir sýna að fólk sem tekur mikið mark á hugsunum sínum þjáist frekar af geðrænum vanda. Þannig að góð leið til að auka geðrænan vanda er að ráðleggja fólki að hugsa sem mest um hugsanir sínar og telja hugsanir ákaflega merkilegar. Ráðleggingar þínar eru þannig til þess fallnar að auka vanda fólks.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 17:00:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil ekki afhverju fólk á þessum þræði heldur að stúlka sé þunglynd ef þetta er "gjörhygli" (Einsog ég skil það sem ég googlaði vegna þess að ég hef ekki heyrt um þetta orð.) Þá skil ég ekki ef þetta eru bara hugsanir sem leita á hugann afhverju hún er að velta sér fyrir því hvernig fólkinu mun líða ef hún hverfur. Það að hugsanir leiti á huga koma alltaf og fara en hún er að leita álits um þessa hluti og virðst einsog hún vilji framkvæma þetta. Ef hugsanir leita á hugan hjá mér einsog þú segir koma og fara og er ég ekki að velta mér uppúr því ef það eru bara hugsanir. Ég leita mér aðstoðar ef mér finnst ég þurfa aðstoð. Það er fullt af fólki sem eru að eyða tíma sálfræðinga í einhverja vangaveltur. Ég myndi ráðleggja þessari stelpu þá að taka ekki marka á þessum hugsunum og einblína á eitthvað jákvætt. Ég styð enga sérstaka meðferðarstefnu vegna þess að ég velti mér ekki uppúr því. Ég einfaldlega tek ábyrgð á líðan minni og geri það sem lknirinn ráðleggur mér einsog að hreyfa mig, sofa vel, taka lyfin og lifa í núinu.

ert | 5. maí '16, kl: 17:04:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Gjörhygli er meðferðarstefna - ekki sjúkdómur.
Það er meðferð sem beitt er við kvíða og þunglyndi.
Þú ert að segja að fólk eigi ekki að nota gjörhygli (aðferð sem rannsóknir syna að gagnist við kvíða og þunglyndi) heldur að það eigi að nota andstæðu gjörhyglinnar og leggja sem mesta merkingu í hugsanir og hugsa sem mest um hugsanir sínar. Slíkt nálgast að vera jótrun sem er það sem viðurheldur þunglyndi.
Sálfræðingar nú til ráðleggja ekki fólki að hugsa sem mest um hugsanir sínar af því að það er skaðlegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 17:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég skil það vel. Ég myndi þá ekki vera að pæla í hvernig þeim líður ef hún hverfur. Þá á hún að velta því fyrir sér hvað hún getur gert til að bæta líðan sína og það er ekki að flýja þau einsog að stinga af og vandamálið viðhelst. Ég bara get ekki skili þessa athugasemd hjá henni " ætli þeim sé ekki sama?" Þetta stingur mig vegna þess að þá er hún að velta fyrir sér hlutum sem hjálpa henni ekkert í þessum aðstæðum. Er hún að leita að einhverju með þessu? Athygli ást?

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 17:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég man allt í einu að mér hefur verið bent á Hugræna athyglismeðferð og hef farið í það en það er eitthvað sem hver og einn getur sagt sér

Dreifbýlistúttan | 6. maí '16, kl: 23:05:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hef aldrei heyrt um þá meðferð.
Bara hugræna atferlismeðferð. Býst við að þú sért að meina hana.

ert | 5. maí '16, kl: 17:20:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


En af hverju að telja þessar hugsanir hafa einhverja mikilvæga merkingu?
Af hverju ertu að velta þessu fyrir sér á opnu vef?
Viltu auka jótrun hennar og þar með þunglyndi hennar?
Ef þessar spurningar skipta þig máli þá getur þú velt þeim fyrir þér án þess að ráðleggja henni.
Þessar pælingar hennar eru mjög algengar og segja afskaplega lítið um þann sem hugsar svona. Ég hugsa svona stundum og líklega fær meirihluti fólks svona hugsanir um ævina.
Og - svo er maður ekki að leita að ást með hugsunum sínum. Alltaf ef fólk fær hugsunina X þá það af Y.
Þú ættir að kynna þér gjörhygli og hugræna atferlismeðferð áður en þú ráðleggur fólki með ráðleggingum sem stríða gegn ráðleggingum fagfólks

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 17:29:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er það sem við erum búin að mæna á. Þegar ég sagði að þetta væri eigingirni þá ætlaði allt að keyra um koll. Ég tel að það sé allt í lagi að benda fólki á að það sé eigingjarnt að hugsa svona.

ert | 5. maí '16, kl: 17:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Já þú ert að mæna á að hugsanir hafi miklar merkingar.
Það er skaðlegt viðhorf og eykur líkur á geðrænum vanda og eykur vandann.
Þetta viðhorf þitt er því ekki til góðs.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 17:34:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

s.s ef ég bendi á að þetta sé eigingirni, get ég ýtt henni út í meira þunglyndi?

ert | 5. maí '16, kl: 17:35:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert að ýta undir að þessar hugsanir hennar hafi mikla merkingu og þar með að ýta undir jótrun. Jótrun viðheldur þunglyndi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 17:41:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá ég sagði að þetta væri eigingirni. Má ekki hafa skoðanir á hlutum. Þetta er það sem fólk er svo viðkvæmt í þessu þjóðfélagi að það má ekki gagnrýna

ert | 5. maí '16, kl: 17:44:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég hef ekkert bannað þér að hafa skoðun á hlutunum en þú þarft ekki að tjá þær. Með því að tjá þessa skoðun ertu að leggja áherslu á mikilvægi hugsana einstaklinga og þær segi gífurlega mikið um einstaklinginn. Ef þú vilt hjálpa fólki sem er kvíðið og þunglynt þá leggurðu einmitt áherslu á andstæðu þess. Nú veistu þetta og þá er bara spurning hvort þu viljir hjálpa fólki eða frekar tjá skoðanir þínar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 17:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hugsaðu hvað þú ert búin að eyða miklu púðri í að reyna að kenna mér hvað ég sé ósanngjörn með þessum orðum mínum á meðan þú hefðir getað ignorað það og hjálpað greyjið stelpunni. Meira segja búin að kenna mér um "gjörhygli" Það er vonandi að hún sé búin að fylgjast með líka vegna þess að það gæti hjálpað henni eitthvað að sækja námskeið í því

ert | 5. maí '16, kl: 17:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þú ræður því hvort þú túlkar það þannig að þú sért ósanngjörn eða hvort þú hafir ekki vitað betur.
Það er samt alltaf erfitt að finnast maður vera ósanngjarn.
Ég hef ekkert séð til þessarar stelpu í dag og er því ekkert að reyna að tala við hana.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 5. maí '16, kl: 17:41:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú ýtir undir þá tilfinningu hjá manneskjunni að hún sé einskis virði og skaði fólk í kringum sig, þarmeð betra fyrir alla að hún láti sig hverfa.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 18:15:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit um mann sem sat úti í bíl fyrir utan hús og sendi fyrrverandi konunni sinni sms að ef hún myndi ekki leyfa henni að sjá börnin myndi hann kála sér. Átti hún að hlaupa til að hjálpa honum og leyfa honum að sjá börnin eða passa börnin og taka sénsinn að hann myndi ekki framkvæma það? Hann var oft búin að hóta þessu. Hún tók sénsin að þetta væri hótun og hann framdi sjálfsmorð fyrir utan í bílnum. Hefði hún getað komi í veg fyrir það? Það er ekki hægt að ganga í kringum fólk einsog það megi ekkert segja. Þá erum við meðvirk.

ert | 5. maí '16, kl: 18:17:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki alveg - hverju var upphafsnikk að hóta þér? Ef hún var að hóta þér þá breytist allt málið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 5. maí '16, kl: 22:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

finnst þér þetta sambærilegt? Ef þessi maður hefði talað við mig þá hefði ég sagt honum að ég gæti ekkert gert til að koma í veg fyrir að hann dræpi sig en í guðanna bænum ekki gera börninum sínum það að gera það í bílnum fyrir utan hjá þeim.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 22:41:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta var allt mjög erfitt og sorglegt og hann var búin að hóta þessu lengi. Þetta eru náttúrulega eldfimar aðstæður og setur ættingja í vanda hvernig á að tjá sig við manninn. Það sem ég vill meina að þegar maður verður var við að einhver sé í skaðlegum hugleiðindum þá er stundum ekki hægt að koma í veg fyrir það að framkvæmi það. Ég hef lennt í þessum hugleiðingum þegar ég var í þunglyndi og það besta sem einn læknir sagði við mig var að ég gæti líka gert það á morgun, "ég nota þetta þegar þetta hvarlar að mér. Ég veit að ég get þetta ef ég vil. afhverju ekki að leyfa deginum að líða og sjá til. Þunglynt fólk fær svona hugsanir ef það er í djúpu þunglyndi. Líka fólk með geðhvörf sem er orðið þreytt á sjúdóminum. Mín reynsla er samt sú þegar fólk er að tala um það og þá á svona vef sé yfirleitt ekki alvarlegar meiningar á bakvið það. Það er kannski að leita sér ráðlegginga. Ég vildi meina að það sé viss eigingirni að skija fólk eftir í óvissu um afdrif hennar, vegna þess að auðvitað er fólki ekki sama. Það hjálpar ekkert manneskju sem er þunglynd að láta það bitna á öðrum. Maður á alltaf að bera virðingu fyrir öllum

T.M.O | 6. maí '16, kl: 09:39:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hversu mikil er þín reynsla á hvort fólki sé alvara þegar það talar á netinu eða annarsstaðar um að fremja sjálfsmorð? Lætur fólk þig vita hvort það hafi gert það eða ekki? Þú talar hvaða hjálp þú hafir fengið hjá lækni sem sagði þér að hugsa um það að þú getir líka alveg gert þetta á morgun. Samt segir þú: "Ég held að þú viljir bara gera þetta til að særa fólki og gera það
hrætt. Það hljómar ekkert öðruvísi og þú ert að reyna að refsa þeim
fyrir eitthvað." Ef þú hefðir sagt upphafsinnlegginu: "Ég hef lennt í þessum hugleiðingum þegar ég var í þunglyndi og það besta
sem einn læknir sagði við mig var að ég gæti líka gert það á morgun,
"ég nota þetta þegar þetta hvarlar að mér. Ég veit að ég get þetta ef ég
vil. afhverju ekki að leyfa deginum að líða og sjá til." Þá hefðir þú verið að ráðleggja viðkomandi útfrá eigin reynslu. Þú ert kannski bara með svona mikla fordóma og sjálfsásakanir vegna eigin sjúkdóms af því að þú ert greinilega ekki að miðla þeirri hjálp sem þú fékkst frá þínum eigin lækni.

stjarnaogmani | 6. maí '16, kl: 10:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af því að það er að vissu leyti eigingirni eða tillitsleysi að vilja stinga af og láta engan vita. Hver er ástæðan fyrir því? Er það til að refsa sínum ættingjum? Hún hefur ekkert svarað því. Ef fólk er að koma með athugasemdir á bland þá hlítur það að vera að stofna til umræða. Ég er engin sálfræðingur og ætla ekki að fara reyna að lækna fólk. Það er stundum sem ég geri það en bara ef ég heyri að það er opið fyrir ráðleggingum. Hún virðist föst í þessum hugleiðingum um að stinga af og þá gerir hún það bara. Það ætti kannski einhver að hjálpa henni að finna leið til þess

 
T.M.O | 6. maí '16, kl: 13:34:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu, þegar þér leið svona, var hugsunin þín að þú vildir refsa ættingjum með því að drepa þig?

stjarnaogmani | 6. maí '16, kl: 13:37:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já ég myndi hugsa að það hafi verið ástæðan. Einsog ég segi mjög eigingjarnt

ert | 6. maí '16, kl: 13:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú er ég forvitin - ef maður vill refsa fólki þá er það af því að maður telur að það hafi gert eitthvað mjög rangt. Hvað taldirðu að ættingjar þínir sem hópur hafði gert rangt?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 6. maí '16, kl: 14:36:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pabbi var mjög strangur og leyfði engum að snerta neitt og notaði mjög mikið andlegt og líkamlegt ofbeldi

ert | 6. maí '16, kl: 16:12:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú vildir refsa ættingjum þínum fyrir það hann gerði?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 6. maí '16, kl: 23:31:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það var ein leið til að refsa honum bræður mínir ætluðu a drepa hann, ég kvennmaðurinn gat kannski ekki tekið á móti. Þetta kom allt fram þegar maður komst á mótþróaskeiðið að berjast á móti ofbeldinu. Í dag erum við búin að sættast og við höfum allveg látið hann heyra það. Það er bara svo algengt ef börn eru beitt ofbeldi í æsku a það leiði af sér ofbeldi annað hvort á öðrum eða á sjálfum sér. Þess vegna hef ég reynt að leyfa börnunum mínum að tjá sig. Ég endaði með því að fara á námskei sem heitir "að alast upp aftur" og fékk það í gegnum félagsþjónustuna

ert | 6. maí '16, kl: 23:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Eg skil að þú hafir viljað refsa honum en hugsaðirðu líka að þú vildir refsa öðrum ættingjum þínum? Fyrir hvað þá? Að hafa vitað af ofbeldinu og ekki gert neitt? Vissu allir að af þessu?
Ég er bara fovitin um hvernig þú sérð þetta. Fólst eigingirni þín í því að vilja refsa hinum ættingjunum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 6. maí '16, kl: 23:43:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit ekki. Mamma tók náttúrulega eftir öllu og ég vildi að hún myndi skilja við hann en það gerði hún aldrei og hefur ástæðu fyrir því sem ég sé í dag.Maður er reiður þá gersamlega blindast maður á þá sem eru manni kærir. Pabbi var bara aðalmálið og það vill oft verða að þannig þegar maður býr við ofbeldi, það er einsog að búa með alkahólista eða geðsjúklingi að heimurinn fer að snúast um þessa persónu og maður sér bara þann aðila. Þess vegna datt mér í hug með stelpuna að þessu innleggi hvort einhver hefði gert henni eitthvað..

ert | 6. maí '16, kl: 23:45:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það þá rétt skilið hjá mér að þú hafir fyrst og fremst viljað hefna þín á pabba þínum og að eigingirnin hafi falist í því að hefndin hefði bitnað á saklausu fólki?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 6. maí '16, kl: 23:50:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þannig er það einmitt. Það er í öllu stríði saklaust fóllk sem verður fyrir kúlnahríð hinna byssuglöðu. Algjört óréttlæti

ert | 6. maí '16, kl: 23:51:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Núna skil ég mikið betur. Þakka þér fyrir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 6. maí '16, kl: 23:56:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sömuleiðis.

T.M.O | 7. maí '16, kl: 00:08:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það eru bara alls ekki allir sem kenna öðrum um hvernig þeim líður. Það er fullt af fólki sem lifir með varanlegu þunglyndi sem gerir sér fyllilega grein fyrir því að þetta eru brengluð efnaboð í hausnum á þeim og líðanin kemur af því, ekki af því að það hafi einhver gert þeim eitthvað. Þetta skýrir aftur afstöðu þína til sjúkdómsins, það eru eðlileg viðbrögð við erfiðum tilfinningum að telja að þær séu afleiðing af utanað komandi aðstæðum, áföllum í æsku, vondri framkomu maka, endalausri óheppni og öllu mögulegu og huglæg atferlismeðferð hjálpar fólki að skoða þessar tengingar og átta sig á hversu brenglaðar þær eru. Common sense en þegar maður er fastur í vondum tilfinningum þá þarf maður að læra að taka þessar tilfinningar og slíta þær frá þessum tilbúnu útskýringum.

T.M.O | 6. maí '16, kl: 23:45:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ok þú myndir hugsa það en veist ekkert um ástæðu upphafsinnleggsins. Persónulega þá tel ég mig ekki "skulda" neinum það að vera til staðar fyrir hann öðrum en börnunum mínum þar sem þau eru þeir einu sem eru í þessu lífi á minni ábyrgð.

 Fullorðið fólk getur bara áttað sig á því að þunglyndi er banvænn sjúkdómur eins og margir aðrir og eins og ég hef sagt hérna áður þá eru þeir yfirleitt yfirlýsingarglaðastir um eigingirni veika einstaklingsins sem hafa forðað sér frá því að þurfa að umbera hann í sínu lifanda lífi með sínum sjúkdómi. Nákvæmlega þeir sem vilja ekki þurfa að hugsa um þann veika og neyðast til þess ef hann fyrirfer sér, miklu betra að vita af honum í einhverri holu á bótum, vera alltaf á báðum áttum hvort það er skárra að vera á lyfjum eða ekki, enginn kemur í heimsókn og fólk zone-ar út þegar það spyr hvernig honum líði og hann svarar hreinskilningslega, fólk sem velur að kalla það eigingirni í stað þess að viðurkenna að hafa ekki haft nokkurn áhuga á því að vita hvað hann hefur verið að ganga í gegnum. Flestir ættingjar telja sig geta sagt honum hvernig hann getur rifið sig upp úr veikindunum með einhverjum "út að ganga", "taka vítamín", "þarftu ekki bara b-vítamín sprautur?", "herbalife hjálpaði einum sem ég þekki" húsráðum. Vinirnir allir horfnir nema þeir sem hafa raunverulega samhyggð. Sá veiki jafnvel búinn að halda oft að hann getir átt eðlilegt líf og vera svo kippt niður í myrkrið. Vera búnir að bíða margsinnis á bráðamóttökunni jafnvel klukkutímum saman og fá að vita að það sé ekkert hægt að gera fyrir hann.

Búhú. Ég vorkenni svo mikið því fólki sem tekur því persónulega að aðrir vilji ekki lifa í helvíti árum saman til að þeir þurfi ekki að hugsa.

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 00:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sem sagt sá þunglyndi má draga alla niður með sér í svartnættið þannig að hann heldur þeim í heljagreipum vegna þess að allir eru að reyna að láta henni/honum líða betur. Það er ekki aðferð sem virkar til að ná þeim úr þunglyndi. Sá þunglyndi verður að hisja sig upp á rasskatinu niður á geðdeild og biðja um hjálp. Já ég veit a stundum er hart að segja þetta, ég veit hvað þú ert a tala um með það að bíða tímunum saman niðri á geðdeild biðjandi um hjálp og ekkert skeður nógu hratt vegna þess að sá þunglyndi er komin á það að drepa sig. Það er ábyggilega ekki auðvelt að vinna á geðdeild og horfa uppá þessa þjáningu alla daga. Það er samt fólk þarna niður frá að ná sér í hjálp og það bíður og bíður í von um bata

T.M.O | 7. maí '16, kl: 00:15:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lætur fólk svona við fólk sem deyr úr krabbameini? Flestir veikir leita sér aðstoðar en sorrí fólk fær ekkert endilega hjálp niðri á geðdeild. Ég þekki persónulega til einstaklings sem fór til að fá aðstoð á sunnudegi, fékk enga hjálp og var dáinn á mánudagsmorgni. Ef þú spyrðir lækninn eða skjálfandi læknanemann sem talaði við hann þá myndi hann sennilega segja að það væri bara ekki hægt að hjálpa sumum. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki þá deyr það gjarnan úr fylgikvillum sjúkdóma, þetta er bara eitt af þeim skiptum.

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 00:26:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það og þeir sem bjarga sér sjálfir lifa af þennan sjúkdóm svo hræðilegur getur hann orðið. Þeir sterkustu lifa af. Þess vegna er heilbrigðiskerfið ekki að anna þessu. Ég tek sterkt til orða vegna þess að ég veit hvað það er að lifa með sveiflusjúkdóm Mania/þunglyndi. Ég myndi ekki hafa orku að hugsa um sjúklinga á geðdeild enda það eru mikil mannaskipti inná deildinni. Fólk brennur út. Þess vegna þarf fólk að vera þolinmótt,þrauka, bíða, hringja í lækni. Ég hef sem betur fer ekki fari langt niður í mörg ár, en er stanlaust að halda mér á mottunni með maníuna. Ég má ekki segja brandara þá liggur við að fólk keyri mig niður á deild. Enda yfirleitt í geðrofi og fer með sjúkrabíl niður á deild. Þá þarf ég ekki að bíða.

T.M.O | 7. maí '16, kl: 00:38:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og samt ertu með alla þessa fordóma gagnvart fólki með geðsjúkdóma. Jahérna.

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 01:05:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er hata sjúkdóminn minn já. Ég vill vera frísk, ég þoli ekki þegar hann bitnar á öðrum vegna þess að ég sé hvað hann eyðileggur fyrir mér samskipti, ég reyni að vanda mig að tjá mig til að halda í vini mína. Ef henni líður svona illa og vill hverfa, hvers vegna að valda fólkinu sínu sársauka með því að fara án þess að leyfa þeim að vita hvar hún er. Eigingirni. Tillitsleysi. Sem er kannski vegna þess að hún sér bara sinn eigin sársauka vegna þess að hún er veik, já....... Er hún illgjörn?

T.M.O | 7. maí '16, kl: 02:18:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég sé bara reiði sem beinist að þér sjálfri. Ég er margbúin að svara því sem þú skrifar hérna en þú velur að sjá það ekki.

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 10:51:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þess vegna held ég áfram. Allveg sama hve það er erfitt. Eitt skref í einu. Held áfram að lifa fyrir fólki mitt börnin mín. Eina sem ég segi ekki gefast upp. Það má ekki. Börnin verða svo sorgmædd. Og fjölskyldan. Það þarf að finna sé eitthvað að gera. Út að labba. Sækja staði sem eru uppbyggjandi. Hitta fólk sem er einsog þú. sem skilur þig. Hringja í lækni ef þú finnur að þú ert óbærilega veik. Hlusta á það sem hann ráðleggur þér. Fara eftir því. Það mun koma nýr dagur. Ég er ekki reið útí sjálfa mig nema þegar ég geri ekki það sem ég veit a er mér fyrir bestu vegna þess að þá er ég að hunsa sjálfa mig.

T.M.O | 7. maí '16, kl: 11:06:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

skrítið hvernig þú ferð frá því að segja "ég" yfir í að segja "þú". Kjarninn er einmitt að þú ert búin að fara í gegnum þitt ferli og finna þína niðurstöðu, svo ætlastu til þess að einhver annar sleppi ferlinu af því að þú getir gefið honum niðurstöðuna. Þetta virkar ekki svona og enginn sérfræðingur sem veit hvað hann er að segja hefur gert þetta við þig. Þú ert nefninlega ekki komin nema hálfa leið þó að þú haldir annað og þetta er vel viðurkennt stig, eitt af því sem er sameiginlegt með geðveikum og edrú fíklum, að fólk heldur að það geti bjargað öðrum með þeim aðferðum sem þeir sjálfir notuðu, jafnvel sjúkdómsgreina alla í kringum sig og boða svo sannleikann. Þetta er eitt af því sem ég er ekki hrifin af AA samtökunum, það sleppa alltaf einhverfir í gegn sem fara að vinna hjá þeim við ráðgjöf fyrir veika einstaklinga sem eru ekki komnir út úr þessu ferli og yfirfæra sín mál yfir á þá.

Þó að það hjálpi þér að trúa því að það sé eigingirni að fremja sjálfsmorð þá er það bara þín aðferð. Ég hef sleppt því að drepa mig í áratugi alveg án þess að taka neina ábyrgð á tilfinningum fullorðins fólks, ég væri heldur ekki hérna ef það væri ekki nema fyrir börnin mín. Það er mín siðferðislega lína.

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 11:16:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá verður fólk bara að leyfa sér að velta sér uppúr sjúkdómnum og láta hann vera aðalmálið í sínu lífi. Það þýðir að fólk gefst upp á þeim og fólk fer og nennir ekki að tala við það lengur. Það eykur vandann. Ég finn það t.d að þessi þráður er ekki að gera mér gott vegna þess að hér er ekkert nema vonleysi og uppgjöf og ég ég sé að ef ég held þessu áfram þá fer ég af stað í maníu og þar að leiðandi eyðilegg ég minn eigin bata. Þá leita ég annað og segi bara bless.

Ég er t.d a lesa góða bók sem mig langar að klára. Hún heitir Vertu Úlfu. Ég ætla kannski að búa til annan þráð sem heitir. Hefur einhver lesið bókina vertu úlfur. Takk fyrir allt samt

T.M.O | 7. maí '16, kl: 11:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ástæðan fyrir því er sú að við erum að tala við manneskju á þessum stað og hún þarf að fá tækifæri til að finna fótfestu til að komast frá honum. Þú segir ekki við manneskju sem er örmagna á gangi, "þú ferð bara í skálann sem er einhverstaðar þarna" þú segir við hana "hvíldu þig smávegis, stattu svo upp og gakktu í áttina að fjallinu, ef þú ert að gefast upp, sestu aftur og hvíldu þig en ekki of lengi, stattu aftur upp og haltu áfram, skálinn er þarna ég get lofað þér því." Kannski verður verkefnið ekki eins óyfirstíganlegt eins og það virtist vera í upphafi.

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 11:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rosalega er ég fegin að ég er bara mamma. Ég á dreng sem er með downs og einhverfu og ég geri þetta þegar ég er með hann. Ég gæti ekki verið að vinna á geðdeild líka

T.M.O | 7. maí '16, kl: 11:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er bara allt í lagi með það, ég á 3 börn en ég vildi ekki vera að vinna í skóla.

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 12:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að læra svolítið í sálfræði í skólanum þegar ég tók stúdent og þar var talað um eitthvað sem heitir eitthvað sem snýst í sambandi við uppgjöf. Þetta var á sama stað og maður var að lesa einsog silyrt viðbragð. Ég man ekki sjálft orðið en þa er einsog lær hegðun, lrt bjargarleysi. Það var gerð tilraun með hunda. Það var sett rafmagn þar sem þeir stóðu og þeir stukku yfir vegg en þá var rafmagn þar líka sem þýddi að það var engin undankomuleið. Það varð til þess að hundarnir gáfust upp og lærðu að sársaukinn var allstaðar og hnipruðu sig saman þó svo að rafmagnið væri á. Þeir hættu að bjarga sér frá sársaukanum. Þarna frís sá þunglyndi og getur ekki bjargað sér áfram

T.M.O | 7. maí '16, kl: 13:24:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég sé ekkert samhengi með þessu og upphafsinnlegginu.

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 12:56:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lært úrræðaleysi

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 13:36:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég næ ekki að kommenta á þráðinn sem þú sagðir "ég sé ekkert samhengi með þessu og upphafsinnlegginu. " þannig að ég kommenta hér. Afhverju séu ekkert samhengi með þessu?

T.M.O | 7. maí '16, kl: 13:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

vegna þess að þú telur þig geta sjúkdómsgreint eitthvað sem gæti mögulega minnt þig á eitthvað sem þú lærðir í menntaskóla útfrá mjög eðlilegri beiðni um hjálp. Það getur varla flokkast undir úrræðaleysi. Þú ferð bara að dæla á manneskjuna hvað hún á að gera án þess að stoppa í eitt skipti og spyrja hana hvort hún sé búin að gera eitthvað eða allt af því. Þú ert alltaf að reyna að þvinga ástand manneskjunnar sem þú ert að tala við inn í kassa sem þú ert búin að búa til alveg sjálf.

stjarnaogmani | 12. maí '16, kl: 15:14:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers vegna fáið þið ekki hjálp á bráðamótökunni þegar þið leitið. Hvernig hjálp viljið þið helst fá? Ég er a velta þessu fyrir mér vegna þess a ég þurfti að leita á bráðamótökuna um helgina og fékk strax hjálp.

T.M.O | 12. maí '16, kl: 16:15:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk hefur farið og beðið um innlögn vegna óbærilegra sjálfsvígshugsana og fengið nei

stjarnaogmani | 12. maí '16, kl: 16:28:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit að það er stundum fullt inn á deild en þá er kannski hægt að gera eitthva einsog lyfjagjöf eða viðtal hjá lækni. Ég fór um helgina vegna gerofs og þurfti hjálp við að stoppa geðrofi og ég fékk lyf vi því. Það tók tvo daga að stoppa það. Ég fékk samt tíma daginn eftir í eftirfylgni til að sjá hvort það væri á góðri leið með að stoppa. Mér fannst vel tekið á móti mér. Ég er reynda rosalega á móti því að leggjast inn vegna þess að ég á strák sem þarf á mér að halda. Ef maður vill leggjast inn þá er oft læknir sem dæmir um hvort það er nauðsynlegt og oft sem fólk með þunglyndi segir kannski við lækninn að það sé ekki allveg komið á það stig að láta verða að því. Það þarf að vera rosalega ákveðinn. Læknirinn reynir að meta stöðuna hverju sinni. Ef maður segði t.d "Ég mun örugglega drepa mig ef ég fer heim" þá held ég a læknirinn verði að hlusta á það.

T.M.O | 5. maí '16, kl: 17:50:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

fyrir utan svona smáatriði eins og að enginn lifir fyrir annað fólk, það er eigingirni í fólki að ætlast til að allt sé í gúddí hjá öðrum af því að það hentar þeim betur.

Fólk með alvarlegar geðraskanir upplifir oft mikla höfnun frá aðstandendum, fólk hættir að bjóða þeim í heimsókn, hvað þá í boð, hættir að koma til þess og er alltaf í einhverri vörn þegar það talar við það. eins og einn sem var að íhuga sjálfsvíg sagði við mig, þegar mér líður vel þá er það eina sem mamma og pabbi vilja tala um við mig er hvernig ég er þegar ég er veikur.

Þetta er sama fólkið og talar um eigingirni þegar viðkomandi gefst upp og lætur sig hverfa með einum eða öðrum hætti.

T.M.O | 5. maí '16, kl: 17:36:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er ekkert smá drama, "allt að keyra um koll" ég stundum velti fyrir mér hvers vegna fólk sem ýkir alla hluti svona nennir að standa í samræðum

Dreifbýlistúttan | 6. maí '16, kl: 23:04:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á svo erfitt með þetta orð, gjörhygli.


Núvitund er skárri, en mindfulness er best.

ert | 6. maí '16, kl: 23:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða kyn viltu hafa á mindfullness?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 6. maí '16, kl: 23:08:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kynið er aukaatriði ef hugtakið nær að lýsa því sem það nær yfir.


Hún núvitundin, það mindfulnessið

Dreifbýlistúttan | 6. maí '16, kl: 23:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Köllun á athygli?


Ekki tilfinninguna að finnast maður ekki skipta neinu máli?


Mér finnst þú einfalda þetta á neikvæðan hátt.

Dreifbýlistúttan | 6. maí '16, kl: 23:01:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef manni líður það illa að maður sjái ekkert framundan nema flótta þá er eigingirni ekki rétta lýsingarorðið heldur ótti og afar lágt sjálfsmat. 
Sjálfsmat getur orðið það lágt að maður kýs að taka eigið líf til að gera líf eftirlifenda auðveldara af því maður telur sig svo mikla byrði fyrir þá.


Þótt þú hafir verið ,,skynsöm" og látið fólk í kringum þig vita að þú vildir fara í burtu þá geturðu ekki sett þig jafnfætis fólki sem gerir það ekki.




neutralist | 7. maí '16, kl: 15:10:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er nú aldeilis munur að þú skulir hafa verið svona tillitssöm og fullkomin í þunglyndi þínu. Þú ættir kannski að halda námskeið til þess að kenna öðru þunglyndu fólki hvernig það á að haga sér.

Kunningjakona mín framdi sjálfsmorð fyrir nokkrum árum. Samt átti hún barn, sem þurfti svo sannarlega á mömmu sinni að halda. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hægt er að taka þá ákvörðun að deyja frá barni, en ég veit að henni fannst að barnið og aðrir væru betur settir án sín, sem var ekki rétt. En í veikindum sínum sá hún þetta svona.

Það er ekki eigingirni. Það er sjúkdómurinn sem lék hana svona. Vertu bara fegin að þú varst ekki svona mikið veik, frekar heldur en að setja þig á svona háan hest.

bogi | 5. maí '16, kl: 15:42:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Er ekki bara málið að eitt af einkennum er "eigingirni", að því leiti að þú sérð ekkert nema þína eigin vanlíðan - eða allt snýst um hana þó þú ætlir þér það ekki. Þú getur samt ekkert að því gert.

stjarnaogmani | 5. maí '16, kl: 15:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú sérð ekkert nema þína eigin vanlíðan

T.M.O | 5. maí '16, kl: 22:07:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er þetta staðhæfing um alla með alvarlegt þunglyndi? Ef svo er, hefur eitthvað að segja að segja manneskjunni að hún sé bara eigingjörn og eigi að taka sig saman í andlitinu?

ert | 5. maí '16, kl: 15:54:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef menn vilja telja eigingirni geta verið tilkomna vegna sjúkdóma og geta verið sjúkdómseinkenni þá má hugsa þetta þannig. En það er vægast sagt vafasamt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 5. maí '16, kl: 21:58:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Aðstandendur geta upplifað þetta þannig - 

ert | 5. maí '16, kl: 21:59:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, fólk getur upplifað alls konar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 5. maí '16, kl: 22:15:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu að ég held að eigingirni í þessu samhengi sé fylgifiskur öllum alvarlegum sjúkdómum með erfiðum krónískum einkennum. Maður á oft erfitt með að fúnkera í daglegu lífi með fólki ef maður er undirlagður verkjum allan sólarhringinn eða er í erfiðum lyfjameðferðum. Fólk hefur bara meiri tilhneigingu til að skilja þannig en geðsjúkdóma og almennt fara ekki að forðast þig á sama tíma

stjarnaogmani | 7. maí '16, kl: 14:23:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að geta svarað þræðinum hjá þér frá þér þannig að ég þarf að drita þessu annnars staðar.

"vegna þess að þú telur þig geta sjúkdómsgreint eitthvað sem gæti mögulega minnt þig á eitthvað sem þú lærðir í menntaskóla útfrá mjög eðlilegri beiðni um hjálp. Það getur varla flokkast undir úrræðaleysi. Þú ferð bara að dæla á manneskjuna hvað hún á að gera án þess að stoppa í eitt skipti og spyrja hana hvort hún sé búin að gera eitthvað eða allt af því. Þú ert alltaf að reyna að þvinga ástand manneskjunnar sem þú ert að tala við inn í kassa sem þú ert búin að búa til alveg sjálf."

Það er vegna þess að ég ætla ekki að sökkva mér ofan í hennar ástand. Ég er kannski að sökkva mér ofan í þitt ástand

Þetta er sennilega það sem læknar finna líka fyrir þegar verið er að hjálpa þunglyndri manneskju sem virðist ekki svara meðferð. Þeir nota rafmagn til að restarta heilanum. Læknar eru ekki almáttugir og þess vegna deyja sumir úr þessum sjúkdóm
Þeir geta ekki alltaf hjálpað öllum og þess vegna þarf sjúklingurinn að læra að lifa með sársaukanum vegna þess að hann kemst ekki áfram.
Hún hefur ekki svarað þræðinum í langan tíma sem þýðir að við erum ekki að hjálpa henni. Hvenær svaraði hún þér síðast? "Þau myndu líklegast halda að ég hefði fyrirfarið mér eða látið mig hverfa eitthvert. Held þau yrðu bara fegin."

Sem þýðir hún er búin að yfirgefa þig þó svo að þú hafir hjálpað henni með því að hlusta. Hvað gerir maður þá? Gefst upp á henni eða ruglar þetta áfram. Það getur verið að við höfum gaman af því að brainstorma þetta.Það hjálpar henni ekkert. Það þýðir að okkur er að mistakast að hjálpa henni. Hefur þú sent henni skilaboð? Sá sem vill ekki hjálp hann fær ekki hjálp þannig er það bara

chubbymango | 8. maí '16, kl: 11:32:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei það er alls ekki málið !!

ert | 8. maí '16, kl: 11:51:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veistu svona hugsanir eru mjög algengar. Ertu hjá góðum meðferðaraðila sem þú hittir reglulega?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

chubbymango | 8. maí '16, kl: 19:16:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já geðlækni, sálfræðingi og heimilislækni. Ég er búin að glíma við þetta helv í mörg mörg ár

ert | 8. maí '16, kl: 19:21:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað segir sálfræðingurinn við þessum hugsunum?
Hvað ertu oft í mánuði hjá sálfræðingnum og hvað eruð að gera? HAM eða eitthvað annað?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

GeorgiaAlexandra | 3. maí '16, kl: 13:33:06 | Svara | Er.is | 1

Ég held að þetta sé í grunninn ekki slæm hugmynd, ef hjarta þitt segir þér að þú sért ekki á réttum stað í lífinu þá er um að gera að hlusta á það. Það getur oft reynst manni vel að breyta um umhverfi og útlönd geta veita manni tækifæri á að enduruppgötva sjálfan sig. En það er kannski ósanngjarnt af þér að ætla að stinga af, láta þig hverfa. Þú getur einfaldlega sagt við manninn þinn að hjónabandinu sé lokið og að þú sért að flytja til útlanda og það sama við fjölskylduna þína. Þau þurfa í raun ekki að vita meira. Þín vegna ættirðu samt að undirbúa flutninginn aðeins, hvar ætlarðu að búa, framfleyta þér os.frv , svo þú lendir ekki í einhverju kvíðakasti af áhyggjum af því. Gangi þér vel!

Ziha | 3. maí '16, kl: 15:09:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En ef börn eru í spilinu? Þurfa þau ekkert ad vita af mömmu sinni?

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

chubbymango | 3. maí '16, kl: 15:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á ekki barn

karamellusósa | 3. maí '16, kl: 15:13:19 | Svara | Er.is | 5

gerðu það bara.... En ekki láta engann vita!    annars verður sett af stað margra milljón króna leit að þér, hjálparsveitir og löggan munu leita.  Fjölskyldan þín mun líka verða mjög sár og það er mjög illa gert að gera þetta þannig.


svo væri líka mjög erfitt að koma heim ef þér dytti það í hug nokkrum árum síðar.  þá myndirðu annaðhvort ekki getað komið heim. eða þurft að díla við MJÖG margar spuriningar og særindi  þá.


gerðu þetta rétt , ef þú ætlar að fara.      ef þú treystir þér ekki til að láta vita áður.  undirbúðu þig þá og farðu OG láttu svo vita þegar þú ert komin út. 

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

alboa | 3. maí '16, kl: 15:32:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þegar svona leit er sett af stað er nú athugað hvort viðkomandi hafi farið úr landi. Það er gert með því til dæmis að athuga hvort fólk hafi keypt og notað flugmiða og vegabréfið sitt.


kv. alboa

Cheddar | 3. maí '16, kl: 19:05:11 | Svara | Er.is | 5

stæðsti vandinn í þessu er að þú situr alltaf uppi með þig, þína líðan, þínar hugsanir, þig... ef við bættist við líðan í dag, vanlíðan yfir því að fara frá öllu sínu fólki, hver væri þá staðan? engin er einn, langflestir eiga fólk í kringum sig sem elskar og vill vel, fólk sem yrði miður sín ef þú færir og etv myndu einhverjir ekki jafna sig að fullu á því. Viltu það?

Sodapop | 3. maí '16, kl: 20:46:41 | Svara | Er.is | 0

Getur alltaf tekið Norrænu...

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

JónínaBEN | 3. maí '16, kl: 21:01:35 | Svara | Er.is | 0

Getur teki skip þarf ekkert að fljúga.

Smileforme | 6. maí '16, kl: 16:45:51 | Svara | Er.is | 1

Ertu að fá hjálp við þunglyndinu og kvíðanum? <3 Knús á þig. Fólk með þunglyndi líður oft eins og það sé bara fyrir. Sem er alls ekki rétt. En maður sér ekki í réttu ljósi þegar manni líður illa andlega. Myndi panta tíma hjá heimilislækni og fá þynglyndis og kvíðalyf. Flúoxetin hefur reynst vel. Svo er gott að vera í hugrænni atferlismeðferð með. Einnig að stunda hreyfingu. Hvað ertu gömul <3 ?

chubbymango | 8. maí '16, kl: 11:37:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er 28 ára. Ég er á lyfjum og búin að vera á þeim í 12 ár. Búin að prófa mörg lyf. Hitti geðlækni, sálfræðing og heimilislækni reglulega. Búin með HAM 2x. Er að fara byrja hjá Virk eftir nokkra daga.

Finnst eins og líðan mín sé bara alltaf eins. Mér fer ekkert fram...

stjarnaogmani | 8. maí '16, kl: 18:53:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefur þú eitthvað talað við lækninn um að hækka þunglyndislyfin?

chubbymango | 8. maí '16, kl: 19:16:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er á hæsta skammti eins og er

stjarnaogmani | 8. maí '16, kl: 19:52:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu á jafvægislyfjum eða þunglyndis+kvíðalyfjum eða bæði?

Smileforme | 9. maí '16, kl: 14:01:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok frábært hjá þér svo þú ert búin að vera að vinna á fullu í þér. Stundum getur tekið langan tíma að finna rétta lyfið. Hvaða áhugamál hefuru? hefuru prófað að þakka fyrir 3 hluti á dag, til að beina huganum inn á jákvæða braut. Oft gott líka að hafa eitthvað til að hlakka til. Eins og utanlandsferð, eða einhver markmiðasetning. Ertu að æfa eitthvað? Ég var á tímabili með ofsakvíða sem fáir héldui að væri hægt að losna við. En með mikilli vinnu þá fór hann, 7,9,13. Með Hugrænni atferlismeðferð, dáleiðslu, hreyfingu, kvíðalyfi og betra matarræði. Ertu að taka d-vítamín? Ef þú hefur tök á að komast til sólarlanda í fríi þá er það eitt besta meðalið. Áttu börn eða langar þér í börn?

neutralist | 7. maí '16, kl: 15:04:51 | Svara | Er.is | 0

Þunglyndið og kvíðinn mun fylgja þér hvert sem þú ferð. Þú getur ekki skilið það eftir eins og fjölskyldu þína eða vini.

Vidarsdottir1 | 16. maí '16, kl: 22:05:42 | Svara | Er.is | 0

Þú segir að þú viljir hverfa frá manninum þínum. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þá er best að ljúka því gerir engum greiða á að lengja það á langinn. Að láta sig hverfa er ekki rétt að gera, það mun valda þér og öðrum vanlíðan og það mun ekki hjálpa neinum. Þú getur rætt þetta við fjölskyldu og vini um að þig langi í nýtt upphaf og þú þurfir þitt space og munir hafa samband vikulega eða mánaðarlega. En þú er augljóslega að eiga við mikið þunglyndi og það þarftu að læra að tækla og fá viðeigandi lyf og læknishjálp. Þarf sem þunglyndi er andleg líðan og þau áföll sem þú hefur lent í lífinu mun elta þig til annars lands svo það leysir ekki vandann að flýgja því þú ert ennþá sama manneskjan. Mæli með að fara iðka jóga, hugleiðslu og matarræði. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að búa þér til rútínu borða vel og hollt, fara alltaf sama tíma að sofa, hafa tíma fyrir þig sem er bara fyrir þig og farðu og gerðu eitthvað skemmtilegt, prufaðu nýja hluti, farðu í göngu eitthvað til að brjóta upp þetta far sem þú ert í og veldur þér vanlíðan. Gangi þér vel

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47942 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie