Að vera dagmamma - laun

gruffalo | 25. feb. '15, kl: 17:10:39 | 1617 | Svara | Er.is | 0

Hvað eru dagmömmur að fá í vasann ca. með 5 börn? En 3 börn? Veit það fer eftir sveitafélögum en vantar bara svona hugmynd.

 

gruffalo | 25. feb. '15, kl: 17:20:07 | Svara | Er.is | 0

Nevermind, googlaði. 

óvissan | 27. feb. '15, kl: 15:29:41 | Svara | Er.is | 0

Með hverju barni er það ca 3200 kr dagurinn ...allavegana í mínu sveitafélagi

stöðunni | 27. feb. '15, kl: 17:29:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það hlýtur að vera meira

Zagara | 27. feb. '15, kl: 15:59:35 | Svara | Er.is | 0

Þær ráða álagningunni og sumar rukka hluta tekna sinna svart. Það eru nokkrar breytur í tekjum þeirra.

Kisukall | 27. feb. '15, kl: 16:21:16 | Svara | Er.is | 0

OF MIKIÐ.

Anja | 27. feb. '15, kl: 18:57:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig reiknarðu það út?

________________________
Been there...broke that.

Kisukall | 27. feb. '15, kl: 22:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit bara ekkert um hvað þau fá og mér er alveg sama.

Grjona | 1. mar. '15, kl: 14:22:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En finnst það samt of mikið?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Kisukall | 1. mar. '15, kl: 15:53:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nauts.

ComputerSaysNo | 27. feb. '15, kl: 22:10:15 | Svara | Er.is | 0

400 þús á mánuði sirka, fyrir skatt.

TylerD | 28. feb. '15, kl: 20:44:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já um 400 þúsund kr fyrir öll börnin og svo á eftir að greiða skatta af þessu og önnur gjöld sem þarf að greiða, mat fyrir öll börnin, leggja til hliðar orlof fyrir sjálfa þig því dagmömmur fara í launalaust frí í júlí. Ofl.. svo dagmömmur eru ekki með nein súper laun

Maríalára | 28. feb. '15, kl: 23:31:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta eru ömurleg laun, það er heilmikill kostnaður sem fylgir þessu. 

púðinn | 1. mar. '15, kl: 04:28:15 | Svara | Er.is | 2

Léleg laun en þær geta notað mikinn frádrátt á skattinum

Haffibesti
áslaugb | 1. mar. '15, kl: 12:45:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Hún á eftir að borga skatt og lífeyrissjóð..kaupa mat fyrir fimm börn allan mánuðinn, viðhald á húsnæði  og borga sér orlof eða vera launalaus einn mánuð á ári.  Dagforeldrar eiga yfirleitt tvo veikindadaga á mánuði

áslaugb | 1. mar. '15, kl: 12:47:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Svo er þetta vinna frá átta til fjögur..enginn fastur matar eða kaffitími. Stundum engar pásur ef börnin sofa ekki öll á sama tíma. Þetta er mjög bindandi vinna.

1122334455 | 1. mar. '15, kl: 12:55:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þetta er verktakavinna, ekki launavinna og helmingur launanna fara í launatengd gjöld, skatt og vsk.
Svo er ekki auðvelt að vinna alltaf heima hjá sér, því fylgir álag á heimilið og aðra íbúa þess.

1122334455 | 1. mar. '15, kl: 13:02:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo þarf dagmamman að leggja 10% af þessum launum í orlof og svo þarf hún væntanlega að leggja fyrir fyrir veikindadaga.

Haffibesti
Noja | 1. mar. '15, kl: 13:39:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hvar færðu uppgefin þessi laun dagmömmunnar ? Laun dagforeldra eru misjöfn svo ég veit ekki hvaða viðmið þú styðst við.

En eftir þessa útreikninga þína að dagmamman sé með 800 kr. hærri laun á tímann en þú, ertu þá búinn að taka frá, skatt, lífeyrissjóð, félagsgjald, tryggingagjald, tryggingu fyrir börnin, matarkostnað, hreinlætiskostnað og almennt viðhald bæði á leikföngum og heimili ?

Mikið vildi ég vera fluga á vegg og fylgjast með "þér" (hver sem þú ert) ef þú værir dagforeldri, sinna 5 smábörnum og taka til og þrífa í leiðinni :)
Vá hvað ég vildi þá vera þú, ef þú myndir höndla það :)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 13:49:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reiknaði þetta bara út. Er sjálfur nýbúinn að fá "lanuahækkun" uppá 50 kr á tímann (sem útleggst þá bara uppí skítinn 8400 kall á mánuði fyrir skatt) Og ekki erum við hjónin að svelta og konan mín er nú ekki í neitt hálaunaðri vinnu. Að sjálfsögðu reikna ég ekki launinn eftir skatt, enda kann ég það ekki :D Lífeyrissjóðir taka mismikið og þú ræður sjálfur í hvaða sjóði þú borgar og hvort þú borgir þér þá mótframla í þessa viðbótarlífeyrissjóði EF þú kýst að vera í þeim verandi sjálfstæður atvinnurekandi. Sagði að dagmæður hér á Akranesi fengu matar og leikfangastyrk ásamt að fá hátt í 100000 kr á hvert barn á mánuði. Það að geta þrifið heimili sitt vegna vinnunnar teldi ég bara vera góðann kost/bónus í stað þess að þurfa ekki að gera það AÐ AUKI þegar tími gæfist til ;) Ekki eru öll börn sem dagmæður eru með smábörn, mörg þeirra farin að labba og sum jafnvel tala. En að sjálfsögðu eru börn misjöfn og geta verið miserfið í umgengni og umhirðu. Ég held að þetta sé svoldið spurning um dugnað og skipulag og geðlag dagforeldris. Eitthvað sem ég tel mig alveg búa yfir að nokkru marki.

Noja | 1. mar. '15, kl: 14:07:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Dagforeldrar borga 12% í lífeyrissjóð. Við erum verktakar og borgum mótframlagið líka. Það er dágott. Gerir þú það ? :) Nei, ekki nema þú sért verktaki.

Jæja, en burtséð frá því, þá eru þetta allt smábörn sem að dagforeldrar eru með í gæslu hjá sér.
Þó þau gangi sum, þá eru þau samt smábörn. Ég er ekki að tala um ungabörn. Þau eru enn í foreldrahúsum.

Ég er enn ekki að skilja hvernig þú færð það út að dagforeldrar hafi það svo næs að þeir geti bara þrifið heimilið og tekið til í sínum vinnutíma. *hristihaus*
Ég er t.d. með mjög góðan hóp hjá mér núna, þau labba öll, tala ekki neitt, eru mjög góð í alla staði.
Að ég geti bara hent ryksuginni á gólfið og ryksugað og skúrað og þrifið, með börnin 5 í kringum mig er alger fjarstæða kæri Haffibest. *hristiennþáhausinn*

Þú hlýtur að vera ofurmenni ef þú heldur að þetta sé gerlegt og telur það vera lítið mál. Þú hefur ekkert innsæi í störf dagforeldra og hættu bara að tjá þig um þau :) Góðsamleg tilmæli til þín :)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

alboa | 1. mar. '15, kl: 14:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu muninn á að vera launamaður og verktaki eða að greiða laun? Það er að segja upp á hvaða gjöld þú þarft að greiða? Þú talar í innleggjunum þínum eins og þær séu launamenn.


kv. alboa

Haffibesti
Noja | 1. mar. '15, kl: 14:38:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Núna ertu farinn að grínast :)

Ég myndi borga mig meira að segja inn sem fluga að fá að fylgjast með þér í 1 viku að hugsa einn um 5-10 börn.
Ekki það, að þú fengir aldrei að vera með 10 börn. En ég hefði samt gaman af að fá að fylgjast með því :)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 14:55:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Noja ég er alls ekki að grínast. Myndi að sjálfsögðu vera erfitt að sjá um 5 (hvað þá 10) börn en þetta yrði bara vinna eins og flest annað sem maður hefur gert og eitt af minnst stressandi vinnunum sem ég hef unnið. Skvísa93 ég trúi því vel að þetta sé havarí og ekkert auðvelt. En ég trúi því, eins og þráðurinn snýst um að launin fyrir þetta sem 8 tíma vinnudag eru bara sæmileg, sama hver útlagður aukakostnaður er.

skvisa93 | 1. mar. '15, kl: 14:46:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg þekki eina dagmommu og er stundum hja henni yfir daginn og juju þetta getur verið auðvelt þegar krakkarnir eru goðir og eru bara að leika ser og heyrist varla i þeim en þau geta lika verið alveg brjaluð og pirruð i skapinu. Soldið erfitt að vera með 5 born sem eru oll oskrandi hangandi i manni og svoleiðis þegar maður er að gera matinn.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 2. mar. '15, kl: 16:47:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það er opið í 8 tíma, þá telst nú vinnudagur dagforeldris meira en 8 tímar þar sem ansi margt vinnutengt er gert eftir vinnu. Sumarfrí , páskafrí eða jólafrí fara oft að einhverjum hluta í framkvæmdir á húsnæði, sé þess þörf. Fastir frídagar í dag hjá dagforeldri eru almennt
um 8 á ári. Námskeiðsdagur er innifalinn.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

ComputerSaysNo | 2. mar. '15, kl: 18:57:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu með eitthvað skriflegt um þennan matar og leikfangastyrk ? Ertu viss um að þú sért ekki að hugsa um að ákveðin upphæð til matar-og leikfangakaupa er frádráttarbær frá skatti?

Haffibesti | 2. mar. '15, kl: 20:54:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe nei, eins og ég sagði (eða segi hér einhverstaðar í þræðinum) þá hef ég þetta eftir manneskju sem þekkir dagmömmu hér nokkuð vel.

1122334455 | 1. mar. '15, kl: 14:07:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þessi upphæð sem þú reiknar út er einfaldlega ekki hrein og bein laun í vasa dagmömmunnar. Hún þarf að greiða skatt, vsk, tryggingargjald, mat, og allt hitt sem Noja telur upp. Þú þarft ekki að skaffa mat ofaní aðra en þig á þínum vinnutíma, dagmamman þarf að gera það og borga það af þessum himinháu launum sínum.

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 14:14:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda var ég ekkert að segja það. En er feiknanóg til að sjá sér og sínum farborða þótt dagmamman þurfi að borga alls konar gjöld. Reyndar borga ég mat ofan í mig í minni vinnu, hvort sem ég kem með hann að heimann eða borða það sem boðið er uppá minni vinnu, sama með konuna mína og svo þarf ég að borga bæði morgunmat, hádegismat síðdegishressingu og ávaxta/grænmetisgjald fyrir drenginn í leikskóla. Borga svo daggæslu og allann almennan hádegismat fyrir barnið í grunnskólanum (hún fer með nesti að heimann fyrir morgunkaffitímann). Þetta er allt úr mínum vasa. Kemur þannig séð útá eitt að þurfa að borga mat fyrir alla í fjölskyldunni eða fá borgað fyrir að gefa öðrum að borða. Ef dagmamma er að borga vask þá hlýtur hún að vera í sömu sporum og aðrir verktakar og bændur til að mynda og fær vaskinn endurgreiddann af sumum þeim vörum og þjónustu sem hún verslar sér.

1122334455 | 1. mar. '15, kl: 14:16:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú ert bara að skaffa mat ofaní þitt fólk, á þinn kostnað. Dagmamman skaffar mat ofaní börnin sem hún sinnir, það er hluti af "laununum" hennar, sem er dagmömmugjaldið og þar er innifalið margt annað en laun.

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 14:19:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dagmæður hér á Akranesi fá fæðispening ofaná það sem foreldrar borga fyrir daggæslu. Sú sem ég var með eldra barnið hjá fyrir 5 árum var mjög sniðug í öllum svona matarundirbúning og gerði mikið sjálf til að halda kostnaði niðri.

Noja | 1. mar. '15, kl: 14:27:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það reyna margir aðrir dagforeldrar líka og fá engann styrk í matarkostnað eins og þið á Akranesi.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Mammzzl | 2. mar. '15, kl: 17:08:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er að vinna sem dagmamma á Akranesi og fæ ekki krónu i fæðisstyrk frá sveitafélaginu! Eða bara ekki krónu frá þeim yfir höfuð - heldur meira að segja borga ég þeim - eða heilbrigðiseftirlitinu hérna - fyrir að fá góðfúslega frá þeim leyfir til reksturs.

Noja | 1. mar. '15, kl: 14:26:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dagforeldrar borga ekki vask.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 15:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hlýtur nú að vega eitthvað. Geturðu þá ekki beðið um að fá vaskinn endurgreiddann þegar þú verslar inní matinn fyrir börnin?

Noja | 1. mar. '15, kl: 15:07:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er ekki í boði.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 15:16:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tekuru ekki nótu og sendir inn útlagðann kostnað til að fá vaskinn endurgreiddann? Ekki ertu að kaupa þér jarðvinnuvélar og fær vaskinn endurgreiddann af þeim ;) Hvernig nýtist vaskafsláttur dagforeldreum? Afsakar ef ég virka með leiðindi eða hroka eða eitthvað í átt við leiðindi. Er bara að slá á létta strengi á mjög svo þungu umræðuefni og reyna að fræðast um þetta allt í leiðinni.

Noja | 1. mar. '15, kl: 15:18:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það geri ég ekki.

Við fáum x % (man ekki töluna) frádráttabært frá skatti. (sem eru engin ósköp)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 15:19:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok
En gætir gert það?

Noja | 1. mar. '15, kl: 15:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, ég sagði þér það áðan. Það er ekki í boði fyrir okkur.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 15:27:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sagðist ekki gera það. Ekki að það væri ekki í boði.

Noja | 1. mar. '15, kl: 15:29:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig nennir þú þessu ? :)
Ertu að leika þér að misskilja eða hefur bara ekkert að gera í dag ? :)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 15:35:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Smámunasemin og þrjóskan er djúpt í mér. Er afskaplega laginn og leiðinlegur í að vilja komast til botns í öllu. Ef ég væri jafn góður með börn sem dagforeldri og ég er að hanga að tilefnislausu í tölvunni, þá væri ég á grænni greyt ;)

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 15:36:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

greyn*

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 1. mar. '15, kl: 17:15:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

G R E I N

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

áslaugb | 1. mar. '15, kl: 17:10:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur bara verið óheppinn með dagmömmu. Þær eiga tvo veikindadaga í mánuði sem safnast ekki upp eins og á almennum vinnumarkaði. Alla daga framyfir það á hún að endurgreiða.

musingur | 2. mar. '15, kl: 15:54:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er einhver að væla?

Noja | 1. mar. '15, kl: 13:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mikið eru dagforeldrar heppnir á Akranesi.

Í Reykjavík fá dagforeldrar ENGANN styrk og þurfa að borga þetta sjálfir, leikfangakost og mat. Fyrir utan allt hitt.
Þú ríður ekki feitum hesti að vera dagforeldri.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 13:41:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jah þetta er það sem ég heyrði :) Svo reyndar hitti ég dagmömmuna sem var með eldra barnið okkar, þar var hún í 4 tíma og ég borgaði sjálfur 32000 fyrir um 5 árum síðan. Hún var með þetta ásamt móður sinni heima hjá móður sinni. Þær gerðu oft mat frá grunni, slátur, soðinn fisk og alls konar íslenskann heimilismat. Ef dóttir hennar var eitthva veik þá hafði hún hana yfirleitt með í daggæslunni og það var ekkert að smitast yfir í ungu börnin þar. En þessi dagmamma hafði á orði að þetta væri ekkert auðveld vinna eins og svo margir vilja halda fram. Og ef það er eitthvað vesen með að vera launalaus í einn mánuð á ári þá er bara að finna sér aukavinnu þennann eina mánuð ;)

Noja | 1. mar. '15, kl: 13:44:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Einmitt :)
Dagforeldrar þurfa ekkert sumarfrí :)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 13:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók mér sáralítið sumarfrí síðasta ár. Var að vinna 6 daga vikunnar 11 tíma á dag.

Noja | 1. mar. '15, kl: 13:56:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Veistu það, að við erum skyldugar að taka 1 mánuð frí og börnin okkar líka.
Við gætum og færum aldrei að taka inn "önnur börn" í einn mánuð til að auka tekjurnar.
Svo er nú kannski ekki hlaupið að því fyrir okkur að hoppa inn í aðrar vinnur í 1 mánuð yfir sumarið.

Svo ég endurtaki mig, þá þurfa dagforeldrar líka sumarfrí, því það að vera dagforeldri er mjög lýjandi vinna,
þó hún gefi okkur líka mikið.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 13:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekki að tala um að taka inn önnur börn til að drýgja tekjurnar. Ert þú dagmamma? Gefurðu upp hér hvað þú ert með í laun á mánuði nettó, sem sagt eftir skatta og öll gjöld?

Noja | 1. mar. '15, kl: 14:08:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, það geri ég ekki. Ekki frekar en þú.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 14:17:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekk freker en ég hvað? Ég er að fá um 220 þús kr í vasann eftir skatt. Fæ orlofið borgað inná reikning þannig að ég er í launalausu sumarfríi (ef ég vel að taka mér sumarfrí) og þar ofaná kemur að ég þarf að sjá um að koma mér sjálfur í vinnuna, konan mín þarf að koma sér sjálf í vinnuna og það er kostnaður. Ég talaði um áðan að dagmamman (önnur þeirra ef þær eru tvær) þarf ekki að fara neitt, enda kemur vinnan til hennar hehe. Er alls ekki að gera lítið úr dagmömmum eða þeirra miklu vinnu. Bara skondið að aðrir geri lítið úr þeirra tekjum þegar þær eru að mér sýnist bara svipaðar og margra annara meðaltekju íslendinga sem eru úti á vinnumarkaði.

Noja | 1. mar. '15, kl: 14:36:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ekki að fara að gefa upp tekjurnar mínar, enda geta þær verið æði misjafnar.
Í haust t.d. var ég með 1 barn og ég var við það að fara að hætta eftir 16 ára vinnu.
Svo bættist annað barn við og svo það þriðja.
Róðurinn var mjög erfiður hjá dagforeldrum sl. haust.
Það vantaði börn og margir dagforeldrar hættu, því ekki lifum við á loftinu einu. Þetta starf er mjög óöruggt, launalega séð.
Þú getur ekki alltaf stólað á að fá launin þín að fullu.

Ég yrði hoppandi glöð ef að ég fengi 220 þús kr. í vasann eftir öll þau gjöld sem dagforeldrar þurfa að borga, sem að ég taldi upp hér áður. En kannski er ég bara svona lág og þarf að fara að endurskoða greiðsluna hjá mér, frá foreldrum :)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 14:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er reyndar eitt sem ég hugsaði ekki útí. En ekki furða að sumir foreldrar sleppi að hafa börn hjá dagmæðrum ef þetta er farið að slaga yfir 100 þús á mánuði. Eða þá að það séu einfaldlega ekki til börn "á framfæri" Eitt sem ég skil ekki er allt þetta viðhald á húseigninni sem dagforeldrar þurfa að sinna. Er svona mikið um skemmdir á heimilinu í þessari vinnu?

Noja | 1. mar. '15, kl: 15:06:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er mikið álag á bæði veggjum, gólfi og húsgögnum þar sem að börn eru að leik alla daga.
Það þarf að mála reglulega og svo hefur þurft að pússa upp parket eftir högg frá leikföngum (þrátt fyrir góða mottu á sem hylur hluta gólfsins í leikherberginu)...og svo má lengi telja.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti
Noja | 1. mar. '15, kl: 15:23:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Jæja, drífðu þig í göngutúr eða eitthvað :)

Ég ætla að gera það ;)

En endilega skelltu þér í dagpabbann á Akranesi fyrst þeir hafa það svona gott þar og með hærri laun en þú ert með miða við alla þína vinnu :) Þú myndir stórgræða á því og geta haldið heimilinu þínu tandurhreinu í leiðinni ;)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti
Noja | 1. mar. '15, kl: 15:39:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

haha...ég var nú ekki gráti næst.
Ég er að benda þér á (ef þú ert ekki að fatta það) að launin okkar eru mjög óörugg oft og einatt og ekki alltaf treystandi á það að fá borgaða sömu tölu og þú færð í þitt launaumslag alla mánuði ársins.

Þín orð: ...."Ég tók mér sáralítið sumarfrí síðasta ár. Var að vinna 6 daga vikunnar 11 tíma á dag"

En þetta er orðið ágætt. Takk fyrir spjallið ;)
Eigðu góðan dag.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Haffibesti | 1. mar. '15, kl: 15:48:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú þetta er orðið gott. Að lokum: mínir útreikningar eru að mín laun eru um 320 á mánuði fyrir skatt. Svo borgar launagreiðandi eitthvað úr sínum vasa í mótframlag og náttúrulega þegar ég er veikur og get ekki mætt til vinnu.
Samkvæmt því sem kostaði mig í fyrra fyrir átta tíma daggæslu var það 475þús á dagmömmu fyrir 5 börn. Sem lækkar svo væntanlega við að borga alls konar gjöld, skatta/vask, tryggingar og annað. Þú ert að borga þér eitthvað hærra % í orlof en ég er að fá sem mér sýnist að sé bara þokkalegur útborgaður "launalaus" mánuður á ári. Mánuður þar sem þú þarft ekki að sinna viðhaldi, borga mat ofaní aðra og mæta til vinnu ;)
Góðar stundir og takk fyrir spjallið.

Noja | 1. mar. '15, kl: 15:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

...og eitt enn að lokum.

Ef að ég veikist, þá borga ég foreldrum þá daga til baka x5.
Það er dágóður peningur sem að þarf að endurgreiða.

Sem betur fer hefur maður verið þokkalega hraustur, en ef maður veikist þá eiga dagforeldrar ekki rétt á veikindadögum, nema að ef um annað er samið.

Sumir semja um 2 daga í mánuði. Aðrir ekki.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

targus | 2. mar. '15, kl: 17:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og allt stórvægilegt viðhald þurfum við að vinna í sumarfrium okkar, því ekki getum við umturnað heimilinu til að mála, og slíkt nema við gerum það á einni helgi en það er ekki alltaf hægt.

áslaugb | 1. mar. '15, kl: 17:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekkert foreldri borgar allt gjaldið...það er niðurgreitt.

Bakasana | 2. mar. '15, kl: 15:18:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Færð greitt orlof en tekur launalaust sumarfrí. Grín? 
minni fyrirhöfn og kostnaður að koma sér á vinnustað en að koma sjálfur upp heilum vinnustað með öllum tækjum og tólum og aðstöðu og aðföngum og tryggingum sem því fylgir? 
Þú ert algerlega úti á túni í þessari umræðu. 

Haffibesti | 2. mar. '15, kl: 17:28:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ef þú færð orlofið greitt inná orlofsreikning og það losnar 11. mai þá ræðurðu hvað þú tekur þér marga sumarfrídaga, og þeir dagar vera alltaf launalausir, en ef þú safnar upp orlofi þá ertu alltaf á fríi á launum svo lengi sem þú klárir ekki orlofsdagana á einu bretti.
Það segir sig alveg sjálft að það er enginn kostnaður að koma sér í eða frá vinnu þegar maður vinnur heima hjá sér, og svo þarf nú ekki að koma sér upp aðstöðu sem heita má. "Aðstaðan" er húsið/íbúðin sem þú býrð í. Það þarf hins vegar að gera hana hæfa til reksturs. Það er allt annar handleggur og þarf ekkert að leggjast í einhverja dramatík og lýsa þessu eins og heimilið sé lagt í rúst svo maður geti stundað þessa daggæslu.

Bakasana | 2. mar. '15, kl: 19:33:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ertu alveg glænýr á vinnumarkaði? 

Haffibesti | 2. mar. '15, kl: 20:55:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei. Engu líkara en þú sért það. Hvað ertu ekki að skilja við þetta?

áslaugb | 1. mar. '15, kl: 17:19:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég hef bara aldrei heyrt um að dagforeldrar fái fæðisstyrk..hef heyrt um leikfangastyrk. ekkert svona í boði í mínu sveitarfélagi, :(

Noja | 1. mar. '15, kl: 17:22:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki ég heldur :)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

Mammzzl | 2. mar. '15, kl: 17:09:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég vinn sem dagmamma á Akranesi og hef ekki fengið krónu í styrk frá bænum!

Mammzzl | 2. mar. '15, kl: 17:04:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit ekki til þess að dagmæður á Akranesi fái núna neinn fæðisstyrk eða leikfangastyrk frá sveitafélaginu.


Veistu hvað þarf að borga af verktakalaunum? Það er mun fleiri frádráttarliðir heldur en hjá almennum launþegum...


Haffibesti | 2. mar. '15, kl: 17:22:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta með fæðisstyrk heyrði ég hjá konu sem þekkir eina dagmóður hér á Aranesi nokkuð vel. Lengra nær það ekki.
Hvernig væri að koma með einhverjar tölur um hvað þið blessuðu dagmæður eruð borga í stað þess að spurja endalaust hvort maður hafi einhverja hugmynd um öll þessi gjöld. Hvað ert þú að taka í gjald fyrir 8 tíma á barn á dag Mammzy?

Mammzzl | 2. mar. '15, kl: 17:43:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4


Ég er hér undir nafnleynd svo ég ætla ekki að fara að opinbera allt. 


EN það sem þarf meðal annars að borga er þessi týpíski tekjuskattur, 37.3% (svo kemur skattkortið á móti), svo er 12% í skyldulífeyri (launþegi eins og þú borgar 4%), svo þarf að borga svokallað tryggingagjald til Ríkisskattstjóra. 


Svo þarf að borga slysatryggingar og slíkt fyrir börnin, og atvinnurekendatryggingu - upphæð þess fer auðvitað eftir tryggingafélagi og þeim kjörum sem hverri býðst við það. 


Svo borgaði ég Heilbrigðiseftirlitinu tæp 30 þús í eitthvað gjald (árlegt minnir mig).


Svo þarf að kaupa morgunmat, hádegismat og kaffitíma auk ávaxtasnarls inná milli ofan í öll börnin. Það þarf að vera hollur og góður matur, svo það telur svolítið, þó með lagni geti maður náð þessu án mjög mikil penings.


Það eru hærri rafmagns og hitaveitu reikningar heldur en annars. Það eru alltaf kveikt ljós um allt, verið að elda/baka 2-3 máltíðir á dag og uppþvottavélin og þvottavélin notaðar oftar en annars. 


Veggir, gólf og húsgögn láta fyrr á sjá heldur en ef enginn væri heima megnið af deginum, svo það þarf viðhald á því. Það þarf að endurnýja leikföng og borðbúnað eða annað eftir þörfum. 


Maður hefur það ekkert slæmt með þessu - en þetta er svo sannarlega engin lúxus heldur

targus | 2. mar. '15, kl: 19:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hefurðu eitthvað stúderað hvað smiðir, rafvikrjar, pípulagningamenn og aðrir verktakar eru með í laun? það er naumast hvað fólk er að mikla fyrir sér hvað dagforeldrar hafa í laun, og eru þau að hugsa um barnið þitt, sem er það dýrmætasta sem þú átt í allt að 9 tíma á dag, sem rumlega 1/3 sólarhringsins.
Eg þekki fáa dagforeldra sem lifa kóngalífi af þessum launum. Og svo er vinnan gott betur en bara opnunartími vistunar.

ComputerSaysNo | 2. mar. '15, kl: 18:54:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

95 þús fyrir eitt barn gerir 5x95 = 475 þús á mánuði. Dagmamma fær þetta í 11 mánuði á ár þannig að ef hún deilir þessu á alla mánuði ársins þá er þetta 435 þús á mánuði í verktakalaun. Af því á eftir að borga skatt, mat fyrir börnin og leikföng og einhver gjöld sem ég kann ekki skil á. Hún þarf að taka frá í lífeyrissjóð og fær ekkert mótframlag eins og launþegar. 

andrimarkusson | 2. mar. '15, kl: 13:14:12 | Svara | Er.is | 0

:) Einn gaur sem skipuleggur þrif

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Síða 2 af 47950 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien