Af hverju var blackface umræðan tekin út?

Nói22 | 20. feb. '15, kl: 01:08:26 | 1299 | Svara | Er.is | 0

Ég skil ekki af hverju hún var tekin út. Já hún varð svolítið harkaleg en ég sé ekkert í henni svo hræðilegt að það þurfi að fjarlægja þráðinn. Aðrir eins rifrildisþræðir hafa nú fengið að vera hérna áfram.

 

kauphéðinn | 20. feb. '15, kl: 01:27:14 | Svara | Er.is | 11

Ég held að það hafi verið vegna þess að Litlu svörtu perlu hafi verið farið að líða ansi illa undan stanslausu hamri á hversu hræðilega hún er undirokuð , kúguð og viljalaus í augum sumra.  

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Nói22 | 20. feb. '15, kl: 01:28:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah ókei. Skildi bara ekki af hverju umræðan var allt í einu horfin.

Helgenberg | 20. feb. '15, kl: 08:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hmmm, þetta sem kaupa segir er alveg örugglega ekki ástæðan, alls ekki 

ert | 20. feb. '15, kl: 08:46:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Finnst þér þetta ólíkleg ástæða af því þér finnst ólíklegt að hvítir taki mark á óskum svarts einstaklings um að umræða sé tekin út eða trúirðu ekki að svartur einstaklingur geti orðið verulega sár yfir þeirri framkomu og þeim ummælum sem hún fékk þarna?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

KilgoreTrout | 20. feb. '15, kl: 08:53:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver var tha astaedan?

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

kauphéðinn | 20. feb. '15, kl: 12:56:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Litla svarta perlan bað sérstaklega um að þessi umræða væri tekin út því henni leið illa yfir henni.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 00:06:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og?

Það hafa verið gerðar um mig hellingur af umræðum sem mér leið illa út af, og nota bene - sem voru sérstaklega ætlaðar til að gera lítið úr mér eða ræða mig, og ekki óskaði ég eftir að allir hjálpuðu mér til að ná umræðunni út!

Þetta var ekki umræða um hana, þetta var umræða um ignorant fólk sem heldur að Blackface sé í lagi.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

kauphéðinn | 21. feb. '15, kl: 00:12:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Það er engin afsökun fyrir hegðun þinni í þessari umræðu frekar en öðrum.  Þú ert hræðileg manneskja.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 00:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afsökun? Ég var fyrir það fyrsta ekki að afsaka mig neitt og tel mig ekki þurfa þess.

Ég er á móti öllu því sem Blackface er og nei, ég er ekki hræðileg manneskja.

Annars mátt þú mín vegna halda hvað sem er um mig, það skal enginn kalla mig rasista, ekki nokkur andskotans manneskja.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Louise Brooks | 21. feb. '15, kl: 14:39:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þrátt fyrir að vera sammála þér í grundvallaratriðum að þá finnst mér ljótt að segja við snjókornið að hún sé hræðileg manneskja. Það er algjör óþarfi að draga hennar persónu inn í umræðuna.

,,That which is ideal does not exist"

svarta kisa | 20. feb. '15, kl: 03:22:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er stundum ósammála þér og er þess fullviss að við séum algjörlega á sitthvorum skalanum í pólitík en samt get ég ekki að því gert að mér finnst þú yndi :)

KilgoreTrout | 20. feb. '15, kl: 08:17:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djofulsins kjaftaedi.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

myrran | 20. feb. '15, kl: 09:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einmitt!

myrran | 20. feb. '15, kl: 09:16:32 | Svara | Er.is | 0

Af því að fólk er fífl.

Máni | 20. feb. '15, kl: 09:22:25 | Svara | Er.is | 2

Litla svarta perlan sagðist líða virkilega illa yfir henni og bað fólk að tilkynna hana.

ÞBS | 20. feb. '15, kl: 14:30:19 | Svara | Er.is | 5

Það var allt að verða brjálað í Afríku.

Silaqui | 20. feb. '15, kl: 16:31:04 | Svara | Er.is | 1

Ég var einmitt að pæla í því sama.
En það er satt, ummæli sums fólks til Litlu Svörtu Perlunnar voru fyrir neðan allar hellur.

Alpha❤ | 20. feb. '15, kl: 16:35:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað var sagt? ég hef misst af þessu

Máni | 20. feb. '15, kl: 16:43:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

viltu láta endurtaka það sem særði hana? Af hverju?

Alpha❤ | 20. feb. '15, kl: 16:45:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

öööö af því að ég er forvitin...

Silaqui | 20. feb. '15, kl: 16:45:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Það er löng saga en LSP var eiginlega bara sagt að hennar skoðun væri ómarktæk. Líklega af því að skoðunin samrýmdist ekki skoðun þráðareiganda og annara sem voru sammála henni.

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 00:03:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Öh, það sem ég sá síðast var það hún að gera sig að fórnarlambi og kalla mig rasista!

Það má nú ýmislegt kalla mig án þess að það komi við kaunin á mér, en rasisti er ekki eitt af því!

Verst að ég náði ekki að svara fyrir mig áður en umræðan var tekin út.

Hugsa að ég breyti nikkinu mínu bara í Litla Hvíta Perlan bara af því bara..

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Silaqui | 21. feb. '15, kl: 09:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 29

Já ræfils þú, sem byrjaði umræðuna, á þeim forsendum að þú værir að verja svarta og aðra þeldökka fyrir rasisma og særindum.
Og svo þegar ein af þessum hóp kemur í alvörunni inn í umræðuna og segist ekkert hafa móðgast og finnist atvikið sem þú gerðir athugasemd við ekki bera vott um rasisma, heldur þú því blákalt fram að hún viti ekkert hvað hún sé að tala um og að þitt mat á aðstæðum sé betra en hennar.
Og það sem þú skrifaðir til hennar (ásamt öðrum "mannréttindafrömuðum") verður til þess að hún biður um að umræðan sé tekin út.
Aumingja þú, sem ætlaðir bara að bjarga greyið svarta fólkinu frá særindum og svo vill það ekki láta bjarga sér. Búhú.

myrran | 21. feb. '15, kl: 11:18:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

afsakið en hún kom ekkert inn og sagði að hún hefði ekki móðgast. Hún kom inn með þvílíkum dónaskap og kallandi alla illum nöfnum. 
Lét eins og hún væri eina svarta manneskjan í heiminum og við ættum bara að fokka okkur og ekki mótmæla blackface. 


Persónulega þekki ég marga svarta einstaklinga á íslandi sem að urðu mjög móðgaðir yfir þessu og þá sérstaklega hvernig íslendingar reyndu að gera lítið úr þessu. 
Auk þess misstu svartir bandarískir vinir mínir andlitið yfir þessari uppákomu. 

Silaqui | 21. feb. '15, kl: 11:53:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Nú jæja, og var þá þess vegna í lagi að tala niður til hennar? Af því að hún var ekki nægilega kurteis.
Já, og það er líka í lagi að ætlast til þess að fátæka fólkið sem þú ert að hjálpa sé hreint og kurteist, að tælenska konan sem þrífur hjá þér verði voða glöð þegar þú hrósar henni fyrir að þrífa svo vel, "eins og hún á kyn til" og bara almennt að bjarga heiminum á þínum forsendum, ekki heimsins.
Þó að aðrir svartir hafi móðast, þá hefur LSP algerlega rétt til þess að hafa hvaða þá skoðun á umræðuefninu og hún vill. Og það að hún hafi verið dónaleg og í varnarstöðu (og er það ekki skiljanlegt?) þá berð þú og aðrir alveg jafn mikla ábirgð á þinni eigin hegðun og verður ekkert betri fyrir vikið.
Svo er allt í lagi að spá í það hvort að bandarískir blökkumenn eigi að fá að vera dómarar á siðgæði um allan heim og hvort hvernig tekið sé á kynþáttamálum í BNA sé eitthvað sem restin af heiminum ætti að taka upp. Ég myndi persónulega segja að miðað við mína reynslu af þeim málum að svarið sé algerlega nei. Því þessi mál eru í algeru fokki þar í landi og það væri mikil afturför ef að þeirra "kerfi" væri tekið upp í Evrópu eða hér á landi.

myrran | 21. feb. '15, kl: 11:58:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég verð alveg brjál þegar að tælenska konan brosir ekki. 

Silaqui | 21. feb. '15, kl: 12:38:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Þetta er sama fyrirbærið. Að ætlast til ákveðinnar hegðunar af meðlimum minnihlutahópa til þess að þeir fái að taka þá í umræðunni. Oft hegðunar, td að vera róleg, sem er meira en maður sjálfur myndi ætlast af sér í svipuðum aðstæðum.
Umræðan var vissulega hörð en alveg í lagi og mjög áhugaverð á köflum. En viðbrögð við innleggjum LSP voru ekki skrifendum þeirra til sóma. Og það var eitt innlegg frá HS sem var bara algert met.

ert | 21. feb. '15, kl: 13:11:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Málið er að fólk með réttan skoðanir úr meirihlutahópi skipar manni stundum að hafa sömu skoðun af því að maður tilheyrir minnihlutahópi og ef maður hlýðir ekki þá fær maður alls kyn skammir og sagt er að maður sé nú eiginlega ekki af þessum minnihlutahópa eða sé svikari við hann. Ef maður bendir á að svona hegðun sé fordómafull og ali á steríótýpum þá fær maður bara enn meiri fúkyrði yfir sig. 
Sem betur fer tilheyri ég bara einum minnihlutahóp og hef svo sem ekki oft lent í þessu en nokkrum sinnum hér en maður þekkir orðið þessa hegðun gagnvart öðrum minnihlutahópum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Chaos | 21. feb. '15, kl: 14:49:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er sammála ykkur Silaqui og finnst þið ná að orða mjög vel það sem hefur truflað mig varðandi þessa umræðu og aðrar álíka. 

myrran | 21. feb. '15, kl: 13:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er þá hægt að segja um fólkið sem að gúdderar blackface?

Silaqui | 21. feb. '15, kl: 14:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það hjálpar allavega ekki að segja því að það sé fífl. Fólk tekur yfirleitt illa í svoleiðis.
Svo er heldur ekki hjálplegt að gera ráð fyrir að allir sem finnst ekki að það eigi að reka fólk fyrir að leika Tiger Woods sé að samþykkja blackface. Ef þú tekur þá afstöðu er ekki hægt að ræða við málið og kanna fyrirbærið.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:04:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sagði sjálf í umræðunni að manngreyið væri bara greinilega ekki nógu vel upplýstur um blackface og hafði ekki gert sér grein fyrir því hvað hann var að gera og ætti að læra af þessu og halda áfram. 


Mér finnst ljótt að kalla fólk fífl og mjög ljótt að kalla fólk rasista sem að er greinilega að taka upp hanskann fyrir svarta en ekki að vanvirða þá eins og margir gerðu með því að gúddera þetta algjörlega og gera lítið úr tilfinningum svartra.

ert | 21. feb. '15, kl: 14:08:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

" kalla fólk rasista sem að er greinilega að taka upp hanskann fyrir svarta","  gera lítið úr tilfinningum svartra" Svartir hafa mismundandi afstöðu, mismunandi tilfinningar og það eru ákveðið hugsunarleysi að tala eins og svartir séu einn hagsmunahópur sem bregðist eins við.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er heldur ekki að gera það. En af hverju má ekki bera virðingu fyrir þeim sem að taka svona mjög nærri sér? 


Mér finnst mjög rangt að gera lítið úr því að fólk taki blackface nærri sér og kalli þetta "bara andlitsmálun" eins og sumir gerðu. 


Þetta voru augljóslega mistök hjá manninum. Í staðinn fyrir að fara í vörn og gera lítið úr tilfinningum þeirra sem að urðu sárir af hverju ekki að segja "afsakið, ég gerði mér ekki grein fyrir þessu".

ert | 21. feb. '15, kl: 14:24:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Búningar á alþjóða flugvelli eru mjög vafasamt fyrirbæri af því að líkurnar á því að særa einhvern eru gífurlegar miklar. Fjölbreytni mannlífsins er það mikil. 


Hins vegar skil ég illa af hverju reka á öskudag miðað við að særa engan hóp í heiminum. Foreldrar eiga í rauninni að tryggja að búningar barna þeirra særi engan hóp, ekki fatlaða, ekki ISIS, ekki svarta bandaríkjamenn, ekki .... Þetta er óframkvæmanlegt. Mér finnst eðlilegt að við reynum að særa ekki þá sem sjá búninganna. Það er að segja að við særum ekki þá sem hér búa. fólk sem hingað kemur verður að sætta sig við að hér er íslensk menning en ekki menning heimalands þess - það sama verð ég að gera þegar ég fer erlendis. Ef öskudagsbúningar særa einhvern hóp hér á landi þá þarf að ræða það. Það er vitað mál að öskudagsbúningar særa fólk um allan heim. Viljum við í alvörunni tryggja að búningar barna okkar særi engan hóp í heiminum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þetta er tricky. 



ert | 21. feb. '15, kl: 14:34:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þess vegna er yfirveguð umræða þar sem er hlustað svo mikilvæg. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að svart fólk tjái sig. Við hér á landi þurfum að búa til samfélag fyrir okkar börn miðað við okkar aðstæður og okkar viðhorf.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:37:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og þar þarf að ríkja almenn virðing fyrir tilfinningum annara. og Virðing fyrir sögunni. 


Ég skil vel að megnið af íslendingum hafi ekki vitað og viti ekki en hvað blackface er enda höfum við aldrei þurft að díla við það.

ert | 21. feb. '15, kl: 14:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Blackface hefur bara merkingu í hluta heimsins. Hann er merkingarlaus í öðrum hlutum heimsins þar á meðal í heimshluta þar sem íbúar eru að meirihluti svartir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:40:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en er ekki í lagi að bera virðingu fyrir þessu? Það eru ansi margir bandaríkjamenn sem að hafa sest að á íslandi og þetta hefur meiningu fyrir þá.

 
ert | 21. feb. '15, kl: 14:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hvaða erlendu viðhorf eigum við að taka upp? Hvað einkennir þau viðhorf? Eigum við að leggja meiri áherslu á bandarísk viðhorf en evrópsk? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Máni | 21. feb. '15, kl: 14:38:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég vil ekki taka þátt í blackfaceumræðunni því ég hef ekki þekkingu til þess. Ég hef samt fylgst með og fræðst.

Það sem eftir stendur fyrir mér er þetta. Á í öllum tilvikum að taka tillit til fólks sem særist og t.d. hætta að gera eitthvað?

Mér finnst þetta eitthvað svo flókið. Hvernig ber maður virðingu fyrir öllum alltaf að þessu leyti?

ert | 21. feb. '15, kl: 14:40:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ef þú vilt gera það þá geturðu byrjað á því að særa ekki tilfinningar strangtrúaðra kristina, gyðinga, múslima og fleiri hópa og passa að klæða þig almennilega og ekki eins og syndug kona.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Silaqui | 21. feb. '15, kl: 14:08:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En það voru margir sem algerlega misstu sig og létu bara eins og maðurinn hefði hagað sér eins og api.
Það er ekki í lagi.
Það er heldur ekki að lagi að einfalda hlutina svona og láta eins og það sé bara ein hlið á málinu.
Og það er heldur ekki í lagi að setja alla svarta undir sama hatt eins og þeir séu einsleitur hópur með eina samrýmda skoðun á málinu.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:15:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei en í þessu tilfelli finnst mér ögn mikilvægara að bera virðingu fyrir þeim sem að tóku þetta nærri sér heldur en þeim sem að þetta snerti ekki. 


Svart fólk er augljóslega ekki allt eins og hefur alist upp á mismunandi stöðum og við mismunandi kúltur. 


En blackface er hlutur sem að snertir marga og bara fullkomin ástæða til að bera virðingu fyrir því.

Silaqui | 21. feb. '15, kl: 14:24:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já, það er rétt. Blackface er vissulega særandi. En er öll andlitsmálling blackface?
Og þú jaðrar við að gera þetta aftur: að slumpa öllum svörtum saman í einn hóp.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:31:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig er ég að gera það? með því að segja að svartir séu ekki í einum hóp? 


Held að skilningurinn hjá þér sé ekki alveg í lagi ef að þú lest þetta úr því sem að ég skrifa.


og nei öll andlitsmálning er ekki blackface. segir sig sjálft.

Silaqui | 21. feb. '15, kl: 14:59:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ok fínt, þá erum við komin með einhvern viðmiðunarpunkt.
Ekki er öll andlitsmáling blackface.
En er öll andlitsmálling sem er í mögulegum húðlit blackface?

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:00:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

oooooog var einhver að segja við litlu svörtu að hún ætti ekki rétt á að móðgast ekki? 


Það sem að mér fannst rangt í hennar máli (fyrir utan öll fúkyrðin og dónaskapinn) var að hún vildi meina að af því að hún móðgaðist ekki þá væri enginn móðgaður og við ættum bara að fokka okkur.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 12:33:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vinkona mín var líka alveg bit yfir þeim í umræðunni sem voru að verja þetta BF stönt og finnst það virkilega mikill dónaskapur að ákveða það að hennar tilfinningar megi ekki særast vegna þess að hvítu forréttindapakki finnst þetta ekki nógu mikið BF.


Það er nær að taka út þessi eitt eða 2 innlegg sem voru dónaleg í garð LSP og þá væntanlega hennar eigin dónalegu innlegg í leiðinni. 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tjúa | 21. feb. '15, kl: 12:53:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

hættu að kalla fólk sem er ósammála þér nöfnum. Ég hef ekkert kallað þig, og það að ég sé ósammála þér gerir mig ekki að pakki. Þú veist ekkert um mig. 

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 12:56:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Við eru öll með tölu hvítt forréttindapakk. Það að þú móðgist við það segir allt um þig en ekkert um mig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tjúa | 21. feb. '15, kl: 13:08:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Allt?? really? Ég var í sambandi í mörg ár þar sem ég var kölluð allt á milli himins og jarðar, þar á meðal þetta af því að kallinn var með minnimáttarkennd gagnvart fjölskyldu minni. Það er þér finnst bara gott á mig að triggera mig segir mér að þú ert komin út í rifrildi og ég nenni þér ekki núna. 

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei mér finnst ekki gott á þig að triggera þig. Mér finnst það mjög leiðinlegt og hafði ekki hugmyndaflug í að það ég gæti verið að því.


Afsaka mig pent og geri mér grein fyrir að ég gerði rangt. 


Við búum samt í forréttindasamfélagi og þurfum að gera okkur grein fyrir því.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

myrran | 21. feb. '15, kl: 12:02:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það var best í þessu öllu. Þeir sem að voru að gagrýna notkun á blackface voru allt í einu orðnir rasistarnir í málinu. Gegn hvíta foréttindafólkinu eða?

Silaqui | 21. feb. '15, kl: 12:09:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Nei, gegn þeldökku fólki. Þó ég myndi aldrei ganga svo langt að kalla þennan hóp rasista. Frekar fólk sem gengur of langt í því að vernda þá sem það sér sem minnimáttar og vanmáttuga. Og það má þá spyrja sig, er það ekki dálítið yfirlæti falið í því?

myrran | 21. feb. '15, kl: 12:13:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei mitt hatur á blackface hefur ekkert með yfirlæti gagnvart svörtu fólki að gera. Frekar að ég stend með svörtum í þeirra baráttu og lít á þá sem 100% jafninga og eiga skilið virðingu. 

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 12:28:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rasistinn þinn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:05:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég veit þetta er vandamál.

Silaqui | 21. feb. '15, kl: 12:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Mér finnst varhugavert að vera svona viss um fordómaleysi sitt og hve rétt maður hafi fyrir sér. Fordómafyllsta fólkið sem ég hef hitt er einmitt þannig.
Það er líka athugavert að mála heiminn svart/hvítann og telja fyrirbæri eins og andlitsmállingu vera svona einfalt. Sem og að yfirfæra menningalegt fyrirbæri frá einu landi algerlega yfir öll önnur sem líkjast því.
Og auðvitað að úthrópa alla þá sem eru ekki fullkomlega sammála eða fullkomlega meðvitaðir um viðkomandi fyrirbæri.
Kneejerk viðbrögð eins og þessi eru almennt ekki til góðs.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:07:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ertu að tala við mig? Hvar hef ég úthrópað fólk sem að ekki er sammála mér? 


Ég er ekki algjörlega fordómalaus af því að það er enginn lifandi maður. En ég er aftur á móti alveg 100% viss um að ég sé ekki með fordóma gagnvart svörtu fólki og ég veit líka alveg að ég gúddera ekki blackface. 



Silaqui | 21. feb. '15, kl: 14:20:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er að tala um umræðuna heilt yfirlitið. Ég man ekki sérstaklega hvað þú sagðir en það voru nú nokkrir aðilar sem sem duttu í þann gírinn.
Þegar kemur að fordómum er hugsunarferillinn aldrei alveg kláraður. Það er aldrei hægt að segja að maður sé búinn að úthugsa sína afstöðu í þeim málum. Ef maður heldur það, er hætt við að það fari að síga á verri hliðina fljótlega.
En ef þú ert viss um þína afstöðu og ert virk í að endurskoða hana reglulega, þartu auðvitað ekkert að taka þessi orð til mín.
Aðalmálið er að svona þarf að vera hægt að ræða og í svona æsingi er það dálítið erfitt.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég er svellköld og svaka róleg hérna með nammipoka að glápa á vont raunveruleikasjónvarp.


En ég er nokkuð viss um að ég sé ekki rasisti. Kannski eru aðrir mér ósammála um það.

Chaos | 21. feb. '15, kl: 14:50:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ótrúlega góður punktur! 

tjúa | 21. feb. '15, kl: 12:54:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Mér finnst blackface vibbi. Mér finnst andlitsmálning ekki vera blackface. Heimurinn minn er ekki svart-hvítur. 

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:03:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skiptir þín skoðun eða túklun á BF meira máli en skoðun og túlkun þeirra hópa sem særast við það sem þú kallar "andlitsmálning"?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tjúa | 21. feb. '15, kl: 13:16:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

það eru alltaf einhverjir sem eiga í hættu á að særast við alls konar hluti og athafnir, sbr. samkynhneigðir og gay pride osfv. Það þýðir ekki að það megi ekki ræða þessa hluti og það þýðir ekki að skoðun annars hóps sé gjaldgengari en hin. 


Ég er  alin upp erlendis í alþjóðlegu og fjölmenningarlegu samfélagi. Það gerir mig ekki heilaga, en bestu vinir mínir tilheyra flest allir minnihlutahópum og ég hef aldrei nokkurntímann á ævinni verið kölluð rasisti, né einu sinni ónærgætin. Það eru ekki allir á ykkar skoðun um að andlitsmálning sé rasismi, ekki einu sinni úr þeim hópi sem þið teljið ykkur vera að vernda. Ég fyrir mína parta vil ekki upplifa að það séu einhverjir aðrir að tala fyrir mig. 

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:20:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég triggera þig óvart og er þá vond manneskja. Þú tiggerar viljandi og ert þá ??

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 13:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvern triggeraði tjúa viljandi? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:22:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á ég núna að nafngreina?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 13:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ekki ef það er leyndarmál. Ef það er leyndarmál sendu tjú bara skilaboð og segðu henni hvern hún triggeraði hvenær.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:26:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það meiga fleiri læra af þessu en tjúa.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 13:28:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flott geturðu þá ekki sagt eitthvað til um hvern tjúa særði viljandi? Það þarf ekki að nafngreinda. Það er hægt að nefna nikk (ef enginn veit hver það er) eða ef þetta er bróðir þinn að segja "einstaklingur nálskyldur mér" eða "einstaklingur skyldur mér".

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:29:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er sama vinkona mín og fólk var að særa með öllu sem það skrifaði í hinni umræðunni. Hún er ekkert hætt að lesa þessar umræður.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 13:34:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þessi sem þorir ekki að tjá sig? Það hefði verið heppilegast ef hún hefði stofnað nikk og einfaldlega sagst vera svört og að þessi umræða særði hana. Ég skil að eftir að þú opinberaðir af hverju hún vildi ekki tjá sig undir nafni þá geti hún ekki gert slíkt. En það er alltaf best að einstaklingar í minnihlutahópum tjái sig beint um upplifun sína og að við hin sem tilheyrum ekki viðkomandi minnihlutahóp hlustum án fordóma. 
En núna veit tjúa að þú segir að hún hafi sært þessa vinkonu þína viljandi. Það er að minnsta kosti gott.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hefur engan áhuga á þvi að tjá sig opinberlega um þessa hluti á öðrum forsendum en hún hefur nú þegar gert.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 13:55:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hún hefur sem sagt tjáð sig. Flott geturðu gefið mér link á það? Mig langar mikið til að heyra skoðun hennar í hennar eigin orðum, hversu stutt sem það er.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:58:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hefur tjáðsig um það að alast upp svört í íslensku samfélagi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 14:02:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, þá aukast nú líkurnar á því að ég hafi lesið það. ég hef hins vegar sérstakan áhuga á því að lesa um öskudagsbúninga og viðhorf til þeirra en mig grunar að það hafi ekki verið tala um slíkt í íslenskum fjölmiðlum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tjúa | 21. feb. '15, kl: 13:22:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég kallaði þig ekki vonda. 
Og ég vil endilega að þú segir mér (má vera í skiló) hvar ég triggeraði þig eða einhvern annan viljandi. Það var alls ekki meiningin. 

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:25:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skal bara endilega útskýra það fyrir þérna fyrir hina að sjá líka því þú ert langt frá því ein um þetta.


Þú kallar BF "andlitsmálningu" og gerir lítið úr því að fólki finnist þessi "andlitsmálning" rasísk. Þú getur alveg vandað þig og komið þínum skoðunum á framfæri án þess að gera lítið úr tilfinningum stórra hópa.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tjúa | 21. feb. '15, kl: 13:46:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

ég er búin að reyna og reyna. Ég er búin að kalla þetta allt frá klaufaskap yfir í andlitsmálningu vegna þess að ég var að vanda mig þangað til áðan þegar ég stuðaðist upp úr öllu veldi. Ég geri mér grein fyrir að það var ekki viljandi, en ég er mörgum sinnum búin að reyna að koma því til skila að fólk getur verið ósammála án þess að það séu notuð niðrandi orð í garð þeirra, en þessi umræða hefur einkennst af meiri fyrirlitningu fyrir hvítu fólki en ég hef séð nokkurn minnihlutahóp sýna óáreitt. Þetta var ekki fyrsta uppnefningin sem ég tók til mín og ég var búin að draga mig ansi mikið í hlé í hinni umræðunni. 
Mér finnst það að bera lit á húð sína til þess að líkjast einhverjum ekki endilega eiga að flokkast undir blackface, ekki ef það er ekki gert á niðrandi hátt fyrir háð og spott. Fólk getur séð stjörnur sem eitthvað þeim svo fjarlægt að þau verði að karakterum, á svipaðan hátt og Hulk, eða Captain America. Þá er ekki verið að lýsa eða dekkja (eða grænka) húð til þess að gera lítið úr viðkomandi, heldur bara til þess að líkjast þeim. Húðliturinn á ekki að skipta máli (sbr umræða um hvort ekki sé hægt að líkjast fólkinu án þess að líkja á eftir lit) en fólk gerir þetta samt með allt annað frá augnalit yfir í háralit. Ég held að þegar við gerum húðlitinn heilagan að þá erum við að ýta undir að einn litur sé öðurvísi en annar og einn litur má eitt en ekki hitt. Ég held að ef fjölmenningarsamfélag eigi að eiga séns í framtíðinni þá þarf að útrýma því. 


Ef þú vilt taka þá umræðu hvort það sé ok að túlka celeb sem eru alvöru fólk en ekki karakterar úr bíómynd þá er það annað. Eða hvort gríma sé ok, en ekki málning. Grímur geta líka verið ljótar. Eða þá að gríman er flott, en manneskjan hagar sér á þann hátt að framkoman er niðrandi og ljót. Mér finnst hegðunin skipta máli. Mér finnst skipta mestu máli í þessu að þetta er ekki klippt og skorið (ekki einu sinni innan samfélag svartra). 

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:48:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skiptir þín skoðun og túlkun einhverju máli í sambandi við þá hópa sem þetta særir?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 13:54:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þess vegna viljum við endilega heyra í þeim sem hafa særst yfir öskudagsbúningum  þar sem húð barna hefur dekkt hér á landi eins og vinkonu þinni. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 13:56:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það sem er að særa hana í þessari umræðu er fólkið eins og tjúa sem vill gera lítið úr þessu og ekki viðurkenna rétt hennar til þess að særast af BF af því að þetta var nú bara "andlitsmálning".

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 14:00:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Fólk hefur að sjálfsögðu rétt til að særast og að sjálfsögðu ber að bera virðingu fyrir tilfinningum fólks. Þannig særast sumir yfir því að andlit barna séu lituð og sumir yfir því ef slíkt verður bannað. Hafi tjúa sagt að fólk eigi ekki að særast yfir þessu eða öðru þá er það dónaskapur og hún ætti að biðjast afsökunar á því. Maður á ekki að skipa fólki fyrir um hvenær það á að særast eða ekki að særast.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 14:07:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt.


Fólk má dressa börnin sín eins ósmekklega upp og þeim sýnist. En það sem er bannað er að mótmæla því að vera gagnrýndur fyrir vikið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 14:09:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Skil ég þig rétt? Sumir mega ekki andmæla gagnrýni sem þeir fá?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 14:12:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þú skilur mig ekki rétt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 14:12:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

OK. Þá skil ég þig ekki.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 14:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verður bara að hafa það í þetta skiptið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 14:14:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, að sjálfsögðu. Það er nefnilega ekki hægt að neyða fólk til útskýra eitthvað og jafnvel þótt það væri hægt þá á ekki að neyða fólk til eins né neins.
Þú útskýrir þetta þá bara fyrir mér ef og þegar þér hentar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 14:18:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geri það kannski seinna bara ekki núna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. feb. '15, kl: 14:24:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tjúa | 21. feb. '15, kl: 14:10:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þessi umræða hefur verið aaaaaðeins meira en gagnrýni. 



myrran | 21. feb. '15, kl: 14:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skítkast á aldrei rétt á sér alveg sama hver á í hlut. 

tjúa | 21. feb. '15, kl: 14:02:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Hún hefur fullan rétt til þess að særast af blackface. Að særast af því að manneskja finnst Tiger Woods nógu mikil hetja í sínum augum að hann vildi líkjast honum í einn dag er annað. Ég ætla ekki að taka í burtu rétt hennar til þess að særast eða móðgast, en þetta er ekki fyrirbrigðið blackface (í mínum huga - mín skoðun - minn réttur væntanlega? eða missti ég hann af því að ég fæddist hvít? Ég hef samt aldrei stundað níð) 

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 14:10:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enn og aftur þú ert alveg ótrúleg. Nú færðu þarna setninguna í fyrsta skipti. Mikið rosalega ertu ónærgætin. Ertu bara staðráðin í að láta fólki líða illa yfir því sem þú segir?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tjúa | 21. feb. '15, kl: 14:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Jæja, við vinkona þín erum alveg greinilega mjög ólíkar með mjög ólíkar skoðanir og verðum ekki sammála um þetta. Ég get ekki komið mínum skoðunum á framfæri án þess að særa hana.
Mér þykir í alvörunni mjög leitt að þetta særi hana svona. Ég vildi óska að það væri ekki. Ég samt fyrir mína parta skil ekki hvernig það að eiga sér átrúnaðargoð sé slæmt. Er það ekki aðdáunarvert í þessu rasísku samfélagi að einhverjum þyki svartur íþróttamaður flottur, og það nógu flottur til þess að vilja vera með húðlitinn hans og alles, á svipaðan hátt og einhver sem setur á sig hárkollu til þess að fá fallega ljósa lokka. 


Ég veit hvað blackface var. Ég veit að vinkona þín er heldur ekki ein um að finnast þetta vera nútíma blackface. En ég sé stóran mun. Ég sé hvíta manneskju vilja líkjast svartri af einskærri aðdáun. Ef húðliturinn skiptir ekki máli, af hverju er ekki hægt að líta fram hjá því og horfa í hegðunina sem liggur á bakvið? Það er hegðunin á bak við blackface sem mér finnst til háborinnar skammar.

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:34:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held að margir hafi einmitt tekið þennan feil í málinu að blackface og önnur stæling séu það sama.


Blackface er taboo vegna sögunnar. 

tjúa | 21. feb. '15, kl: 14:44:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já, en ekki hér til dæmis. Er þetta viðhorf ekki partur af því að halda í þetta taboo? 

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei þetta er taboo enn þann dag. 


Á ég að segja fólki "get over it". 

tjúa | 21. feb. '15, kl: 14:58:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

nei, það á ekki að gera það. Ég satt að segja veit ekkert hvað á að gera. En ég er mjög sammála ert í því að spyrja hvort bandarísk viðmið séu endilega þau einu sem við eigum að fara eftir. 

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:19:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvernig getur þú ákveðið hvort að þetta sé blackface eða ekki? 

tjúa | 21. feb. '15, kl: 14:21:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

vegna þess að þetta er flókið? Vegna þess að það eru ekki einu sinni allir svartir sammála um hvað þeim finnst? Vegna þess að þetta er það sem mér finnst, og ég tók það fram? 

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:35:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok en þú samt ákveður ekkert hvað þetta sé. Þú getur samt MÉR finnst þetta ekki vera blackface.

tjúa | 21. feb. '15, kl: 14:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

sem ég gerði, að mér fannst. 

myrran | 21. feb. '15, kl: 14:41:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok þá erum við bara á sömu blaðsíðu og getur hætt að þræta.

tjúa | 21. feb. '15, kl: 14:54:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

hjúkk. Ég hata konflikt (ótrulegt en satt) og mér líður illa vitandi að ég hef sært einhvern. Mér finnst samt jafn vont að vera næstum sögð að þegja af því að mín skoðun er ekki gild. Það sem ég heyri er "þegiðu kelling, þú veist ekkert um hvað þú ert að tala". Ég vona að ég hafi aldrei hljómað þannig sjálf, en ég þarf að lesa yfir svörin mín aftur þegar ég er aðeins yfirvegaðri. (Þetta er í heild sinn ekki góður dagur fyrir mig.)

myrran | 21. feb. '15, kl: 15:47:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég hata konflikt en finnst gaman að ræða alvarlega hluti. 


Enginn er fullkominn og maður getur oft látið eitthvað útúr sér sem að er rangt. Við erum öll mennsk :)

Nói22 | 21. feb. '15, kl: 17:16:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hver ákveður þá hvað þetta sé? Svertingjar? En hvað ef þeir eru ekki sammála? Litla Svarta perlan var ekki á því að þetta væri blackface. Vinkona Fálkaorðunnar var aftur á móti á því að þetta væri blackface og var ægilega sár. Þannig að hvor skoðunin á að ráða?

Grjona | 21. feb. '15, kl: 17:34:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér dettur eitt í hug en það er sjálfsagt alveg út í hött. Virðum skoðanir beggja og látum aðra ekki ráða yfir hinni.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Nói22 | 21. feb. '15, kl: 17:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er því miður ekki hægt ef sumt fólk ætlar að bregðast svona hart við ef einhver dekkir á sér andlitið. 

Grjona | 21. feb. '15, kl: 17:48:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei auðvitað ekki. Mér datt í hug að þetta væri alveg fáránleg hugmynd.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Trunki | 22. feb. '15, kl: 00:08:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ég spurði barnsfaðir minn sem er svartur út í þetta, honum sagðist ekki detta í hug að vera móðgaður yfir þessu og spurði svo hvort fólkið sem væri að kalla þetta rasisma væri hvítt.

___________________________________________

tjúa | 21. feb. '15, kl: 13:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég er búin að svara þessu tvisvar ef ekki þrisvar. 

fálkaorðan | 21. feb. '15, kl: 14:00:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svaraðu þessu bara fyrir þig persónulega og hugsaðu aðeins út í þetta.


Þú sem aldrei hefur verið kölluð ónærgætin. Það má vel breita því.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 21. feb. '15, kl: 14:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er algerlega sammála

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mangan | 21. feb. '15, kl: 12:53:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún var samt búin að svara í enda umræðunnar, viðurkenndi að hún hefði ekki vitað um forsögu Black face og sæi það núna að þetta væri særandi vegna þessa. Sem sagt hún kynnti sér söguna og breytti um skoðun í framhaldi af því.

ert | 21. feb. '15, kl: 13:02:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei það var annað nikk.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 21. feb. '15, kl: 15:49:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það var svarta sunna

svartasunna | 21. feb. '15, kl: 17:00:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki èg. Er önnur svört sunna hèrna?

______________________________________________________________________

Nói22 | 21. feb. '15, kl: 17:11:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gæti það hafa verið Svarta kisa? Er eitthvað nikk sem heitir það?

svartasunna | 21. feb. '15, kl: 17:30:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mig grunar thad, man alla vega eftir henni í umrædunni.

______________________________________________________________________

Nói22 | 21. feb. '15, kl: 17:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ætli þetta hafi ekki verið hún. Væri allavega gaman að fá svar frá henni um þetta. 

Alpha❤ | 21. feb. '15, kl: 19:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefur verið hún þá

Nói22 | 21. feb. '15, kl: 17:10:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það var annað nikk. Man samt ekki hvaða.

ert | 21. feb. '15, kl: 17:12:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gæti hafa verið svarta kisa en ég þori ekki að fullyrða það

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Nói22 | 21. feb. '15, kl: 17:13:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég þori heldur ekki að fullyrða það en það er eins og mig rámi í það. En ég þori eins og þú ekki að fullyrða það. Gæri verið algjört rugl í manni. En ég man einmitt eftir þessu frá þræðinum.

Mangan | 21. feb. '15, kl: 18:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það var svarta kisa sorry my bad.

Ananus | 21. feb. '15, kl: 18:08:02 | Svara | Er.is | 3

Bara á íslandi er fólk sem er á móti blackface er kallað rasistar.

Chaos | 21. feb. '15, kl: 18:14:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb, sýnist flestir hérna á móti blackface og að flestir hérna hafi verið kallaðir rasistar.

Chaos | 21. feb. '15, kl: 18:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og svo efast ég um að við sem búum innan tilbúinna landamæra Íslands séum neitt öðruvísi en allt hitt mannfólkið. Hvort sem um jákvæða eða neikvæða fordóma er að ræða. En það er akkúrat þessi endalausa hópametingur sem byrjaði þetta alltsaman. Ég er betri en þú fílíngurinn. 

orkustöng | 22. feb. '15, kl: 16:45:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þau eru á móti svörtum andlitum..

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
Síða 9 af 47941 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie