Af hverju verð ég geðveik áður en ég byrja á túr?

rosajo | 11. júl. '15, kl: 00:58:25 | 809 | Svara | Er.is | 1

Hvað er það sem gerist sem lætur okkur sumar umturnast í skapinu áður en við byrjum á túr? Ég t.d. er búin að vera svo þung andlega síðustu daga. Varla komist fram úr rúminu. Hata kallinn minn og er sko ekkert að leyna því. Krakkarnir fara extra mikið í taugarnar á mér. Fórum í fjöruferð í gær með þau og allt voða gaman hjá þeim á meðan ég íhugaði alvarlega að ganga í sjóinn. Vakna svo i dag byrjuð á túr og allt í goodý nema ég skammast mín ógeðslega hvernig ég kom fram við þau síðustu daga. Er eitthvað hægt að gera er ekki að þola 1 svona viku í mánuði næstu ár :(

 

Louise Brooks | 11. júl. '15, kl: 01:15:43 | Svara | Er.is | 0

Ég er nákvæmlega eins. Endilega láttu mig vita ef þú finnur lausn á þessu. Kvensinn minn hefur enginn úrræði fyrir mig og ég er ekki á neinum hormónum því að ég þoli þá svo skelfilega :(

,,That which is ideal does not exist"

gangnam | 16. júl. '15, kl: 23:46:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er rúmlega fertug, glímdi við alvarlegt þunglyndi í um 20 ár. Mjög sveiflukennt, ég sinnti alltaf minni vinnu, og oftast leið mér þokkalega og bara venjuleg móðir og eiginkona, svo komu tímabil sem voru erfið vikum saman. En, svo komu tímabil, stutt, nokkrir dagar, þar sem allt var snarbilað í hausnum hjá mér og ég var organdi þunglynd, alveg grenjandi inni í mér, vildi bara deyja, kvíði og allt. Vildi oft sálga mér þá. Reyndi einu sinni að sálga mér sem tókst ekki, en ég ætlaði ekki að lifa af. Lenti tvisvar í nokkra daga á geðdeild, var oft hjá heimilislækni, gerði manninn minn gráhærðan á þessum tímabilum. Oft uppgötvaði ég það tveim dögum eftir að ég vildi drepa mig að ég var byrjuð á blæðingum.
Prófaði ýmis geðlyf, endaði á að lyf við maniu-depressivu ástandi hjálpaði mér (ég var samt aldrei í oflæti og gleði, fékk bara þunglyndið, döh). Það hjálpaði gríðarlega. Svo sendi heimilislæknirinn mig til sálfræðings, sem sendi mig heim að hvíla mig þegar ég væri sem verst, ég var útkeyrð af vinnu.
Nú líður mér bara vel. Hefur liðið vel í nærri ár. Ef ég fæ smá kvíðahnút, þá minnka ég kaffidrykkju, hvíli mig, og tel dagana, hvor ég sé á leiðinni á túr. En ég verð ekki svona klikkuð af pms eins og ég varð.

Þetta er mjög alvarlegt ástand hjá þér, reyndu ýmsar leiðir. Það sem virkaði hjá mér virkar ekki endilega (og ólíklega) hjá þér. Mér var bent á það á netinu þegar ég var 22 ára (í árdaga netsins) að þetta væri alvarlegt og ég þyrfti að gera eitthvað til að fá hjálp. Ég sá ekki að til væri nein hjálp. Gerði ekki neitt í þessu. Sá ekki orsakasamhengið fyrr en löngu löngu seinna.

Endilega farðu styttri leið en ég.

Haltu áfram að leita að upplýsingum, spyrja ýmsa lækna sem þú ferð til af ýmsum ástæðum.

Ekki skammast þín (ég vildi sko ekki hafa neinn kvenmannsaumingjaskap, glerhörð, viðurkenndi það ekki, pms væri rugl ;) , sumir læknar munu rúlla augunum og hugsa "kellingavæl". Einhver gæti haft lausnina.

Gangi þér vel :)

------------------------------------
Njótum lífsins.

Steina67 | 11. júl. '15, kl: 01:19:46 | Svara | Er.is | 0

Lausnin hjá mér var legnám

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Strandgata | 18. júl. '15, kl: 02:18:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef maður fer í legnám, hverfa þá hormónin sem sveiflast til mánaðarlega? Væri frábært að sleppa við pirringinn og höfuðverkinn sem kemur einu sinni í mánuði.

Steina67 | 18. júl. '15, kl: 11:42:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki alveg ef eggjastokkarnir eru ennþá

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steina67 | 18. júl. '15, kl: 11:42:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki alveg ef eggjastokkarnir eru ennþá

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ellert0 | 11. júl. '15, kl: 01:41:34 | Svara | Er.is | 1

Þetta myndband útskýrir (meðal annars) af hverju konur eiga erfitt með skapið fyrir túr.

https://www.youtube.com/watch?v=LNDE_LDWXW0

daggz | 18. júl. '15, kl: 11:56:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha vá hvað þetta lýsir mér og minni líðan vel (bara ekki alveg svona ýkt).

Ég sagði kallinum að horfa á þetta og hann skellihló, sagði að þetta væri alveg eins og ég :P

Það er nefnilega alveg ömurlegt að vera svona pirraður og ómögulegur og afatta ekki afhverju, allavega ekki fyrr en eftir á. Ég nefnilega man aldrei hvar ég er í tíðahringinn og átta mig því ekki á þessum pirring fyrr en eftir á, eða allavega seint. Líka ágætt að vita að maður er ekki einn í þessu. Ég er nefilega svo bara ferlega jolly (bara löt) á blæðingunum sjálfum.

--------------------------------

Snobbhænan | 11. júl. '15, kl: 01:51:31 | Svara | Er.is | 0

Þetta er glatað. Ég hef þó aldrei orðið vör við þetta hjá mér. 

john5
john5
Kisukall | 14. júl. '15, kl: 17:33:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alvöru nötter myndi nú vera með þetta á hreinu á íslensku, og myndi hafa fyrir því að finna biblíukvótin þannig frekar en að gúggla eitthvað eins og "bible menstruation". Þú ert bara lélegt tröll.

icegirl73 | 11. júl. '15, kl: 08:19:42 | Svara | Er.is | 0

Oh veit návæmlega hvernig þér líður. Það er spurning um að tala við kvensa um þetta en eins og Louise segir þá er ekki víst að það dugi. Ég reyni að taka smá Pollyönnu á þetta og reyna að vera jákvæð og anda djúpt þegar ég finn pirringinn ná tökum á mér. Dugar þó ekki alltaf. Gangi þér vel. 

Strákamamma á Norðurlandi

Galieve | 11. júl. '15, kl: 08:40:11 | Svara | Er.is | 0

Ég er skapvond áður en ég byrja en þetta hljómar virkilega slæmt hjá þér. Hefuru talað við lækni?

fml | 11. júl. '15, kl: 09:38:03 | Svara | Er.is | 1

Ég er svona líka. Verð hryllilega lítil í mér og döpur. Grenja útaf öllum andskotanum.
Ég höndla ekki hormóna getnaðarvarnir þannig yfirleitt reyni ég að vera extra mikið á varðbergi svona viku fyrir blæðingar og segja sjálfri mér að þetta sé vegna blæðinganna en ekki vegna þess að allir eru vondir/fávitar.

musamamma | 14. júl. '15, kl: 11:19:25 | Svara | Er.is | 0

Flest öll mín rifrildi hafa átt sér stað daginn áður en ég byrja á túr.


musamamma

Ólipétur | 14. júl. '15, kl: 11:35:25 | Svara | Er.is | 0

Er svona lika... Annað hvort hundleiðinleg og pirruð eða grenjandi. Ég fæ rosalegan höfuðverk nokkrum dögum áður en ég byrja sem eykur enn á geðvonskuna. Þetta er ömurlegt... Einmitt buin að eyða þremur dögum af sumarfríinu mínu í svona geðvonsku.

lagatil | 14. júl. '15, kl: 12:23:01 | Svara | Er.is | 1

Sorry en èg er í hlàturkasti.
Íhugaðir alvarlega að ganga í sjóinn =d

rosajo | 18. júl. '15, kl: 09:50:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha ég einmitt hlæ yfir því núna að hafa hugsað svona ...

Lilith | 14. júl. '15, kl: 12:43:04 | Svara | Er.is | 0

Ég hef aldrei fundið fyrir þessu hjá sjálfri mér og enginn kvartað yfir því heldur, og þetta er ekki neitt sem vinkonur mínar kvarta um. Svo ég veit ekki.

Blah!

lagatil | 14. júl. '15, kl: 12:45:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða vítamín eruð þínar vinkonur à?

Lilith | 14. júl. '15, kl: 12:45:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tek engin vítamín fyrir utan þau sem ég fæ í mat ;)

Blah!

lagatil | 14. júl. '15, kl: 12:47:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm,
Langar að vera vinkona þín
En væri þá þessi geðveika skiljú:)

Lilith | 14. júl. '15, kl: 12:48:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki bara til að skreyta heiminn? ;)

Blah!

lagatil | 14. júl. '15, kl: 12:51:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil núna fyrst afhverju trúðar ganga með rautt nef

Mangan | 14. júl. '15, kl: 13:19:49 | Svara | Er.is | 0

 

 

Skjálfandi við kertaljós | 14. júl. '15, kl: 14:52:47 | Svara | Er.is | 0

Ég var svona á þrítugsaldrinum og rétt eftir þrítugt, alveg snar í skapinu bara nokkra daga í mánuði en man oh man hvað þeir dagar voru erfiðir! Svo lagaðist þetta bara, allt í einu og ég bara tók ekki einu sinni eftir því. Ég er að detta í fertugt í dag og verð alltaf viðkvæm og aum stuttu fyrir blæðingar, þráðurinn aðeins styttri en ekkert eins og það var. Ég verð dán og grátgjörn en það er auðveldara að lifa með þessu.

Lakkrisbiti | 14. júl. '15, kl: 17:13:02 | Svara | Er.is | 0

Ég verð svona sirka einu sinni til tvisvar á ári og þá í um það bil 3 vikur. Það fer allt í taugarnar á mér og ég verð hryllilega pirruð og svo búið. Ég fatta ekkert alltaf að þetta sé ástæðan fyrir því að ég verð svona pirruð. Fyrir um það bil tveim árum þá var ég í hópaverkefni í skólanum og stelpurnar sem voru með mér voru að fíflast og grínast bara eins og venjulega í fb skilaboðum og voru að skella inn hugmyndum fyrir verkefnið þó að við værum eiginlega búnar að ákveða hvað við ætluðum að gera og ég snappaði á þær á spjallinu og sagði að við værum búnar að ákveða hvað við ætluðum að gera og ég nennti ekki að fá fleiri skilaboð með hugmyndum (ok ekki alveg svona hart en næstum því). Byrjaði svo á blæðingum tveim vikum seinna og áttaði mig þá á því hvað hafði verið í gangi og bað þær afsökunar næst þegar ég hitti þær. 
Það er ömurlegt að finna fyrir þessum óskiljanlega pirring hvort sem það er einu sinni í´mánuði eða einu sinni til tvisvar á ári. 


Fæ líka óstjórnlega sælgætislöngun jafn oft en ekki á sama tíma og fatta aldrei hvað málið sé fyrr en ég byrja á túr! 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

Asthildur_2 | 17. júl. '15, kl: 10:03:17 | Svara | Er.is | 0

Finn til með ykkur, en maður skilur stundum af hverju hommar eru svona jolly, þurfa ekki að ganga í gegnum þetta og ekki að díla við þetta heldur

kv Asthildur Geirs
Guð veri með ykkur í öllu sem þið gerið, alla daga alltaf.

ps. ég er með typpi

West Side | 17. júl. '15, kl: 11:30:48 | Svara | Er.is | 0

Mæli með kvöldvorrósarolíu. Mér var bent á að nota hana. Ég fann mjög mikinn mun á mér.

Strandgata | 18. júl. '15, kl: 02:25:52 | Svara | Er.is | 0

Ég er alveg eins. Nokkrum dögum áður en ég byrja á túr þá fer ég að vera pirruð út í alla, og yfirleitt geri ég eitthvað sem ég sé eftir, rífst við fólk, og ég hef lent í slagsmálum líka, og ég sé alltaf eftir því. Ég er farin að passa mig, þegar ég finn pirringinn koma þá reyni ég að halda aftur af mér þangað til ég byrja á túr. Svo er eitt nýbyrjað hjá mér og það er svakalegur höfuðverkur ca daginn áður. Ég vona að það sé hægt að finna lyf við þessu.

Ég var einu sinni alltaf þunglynd einu sinni í mánuði en eftir að ég byrjaði á þunglyndislyfjum að þá hvarf það.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
En tad rugl a Islndi... kmarus21 30.5.2023 30.5.2023 | 19:56
Síða 10 af 47587 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien