Af stjúpbörnum og sumarfríum

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 15:52:15 | 1166 | Svara | Er.is | 4

Ég var að lesa einhver þráð hérna áðan og þar voru allir að missa sig yfir að eitthvert konugrey ætlaði ekki með stjúpbörnin sín til útlanda.

Er það bara normið? Verða stjúpbörnin að fylgja sama hvað?

Hjá okkur er þetta svo langt frá því.
Dóttir mín fer kannski í svona aðra hverja ferð með pabba sínum og hans fjölskyldu.
Hún fer auðvitað alltaf með okkur ef börnin eru með í för (á tvo bræður hjá mér)

En ég ætti ekki annað eftir en að krefjast þess að hún færi alltaf með pabba sínum.

 

assange | 8. apr. '16, kl: 16:16:29 | Svara | Er.is | 3

Mer finnst tad faranlegt.. Ad stjupborn "turfi" alltaf ad fylgja med a tvi heimili sem tau bua ekki..

sigmabeta | 8. apr. '16, kl: 21:57:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hver segir að þau búi ekki þar?

assange | 10. apr. '16, kl: 20:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg er augljoslega ad tala um stjupborn sem bua ekki a heimilinu ad stadaldri.. Aetti ekki ad turfa ad stafa tad ofan i tig

sigmabeta | 10. apr. '16, kl: 21:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda skaltu ekki vera að stafa neitt. Stjúpbörn "konugreysins" sem upphafsinnlegg vísar til búa nefnilega hjá henni.

skarpan | 10. apr. '16, kl: 21:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig veistu það? Þekkiru okkur eitthvað?
Eitt barnið býr hérna að staðaldri en ekki hin tvö, nýbúið að breytast og þar á undan voru þau viku/viku

sigmabeta | 11. apr. '16, kl: 17:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit það af því að þú sagðir það áður. En um sannleiksgildi þess veit ég ekkert.

svarta kisa | 8. apr. '16, kl: 16:19:20 | Svara | Er.is | 17

Ég varð pínu hugsandi yfir þessum viðbrögðum líka. Einhvern veginn las ég það út úr upphafsinnleggi þess þráðar að konan vildi ekki taka stjúpbörnin með því þá væri þetta ekkert frí fyrir hana. Í innlegginu lýsir hún því líka hvernig maðurinn hennar, pabbi barnanna, er óduglegur að sinna börnunum og það lendi flest á henni. Í því ljósi finnst mér ekkert rosalega skrýtið að hún vilji ekki taka stjúpbörnin með, það er í rauninni sök föður barnanna en ekki hennar. Nú veit ég ekkert á hvaða aldri þessi stjúpbörn eru og auðvitað skiptir það einhverju máli. Svo tekur hún það fram nokkrum sinnum í þræðinum að börnin hafi farið á nákvæmlega sama stað í fyrra með mömmu sinni, og mín tilfinning gagnvart því er sú að hún hafi raunverulega samviskubit yfir að vilja ekki taka stjúpbörnin með og sé að reyna að finna afsakanir fyrir því, svona fyrir sjálfa sig. Eg myndi a.m.k. frekar telja að orsökin fyrir þessu öllu sé óduglegur faðir en ekki vond stjúpmamma.

daggz | 8. apr. '16, kl: 17:15:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Stór partur af þessum viðbrögðum eru fyrri póstar frá þessari tilteknu konu.

--------------------------------

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 8. apr. '16, kl: 22:30:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er sammála. Ef ég gæti valið að fara í frí með manni sem sér ekki um neitt af börnunum sínum með 1)þremur börnum eða 2) einu barni myndi ég mjög líklega velja kost 2 þó að það væri leiðinlegt


Það er pabbanum að kenna að halda því bara fram að ''núna sé komið að honum að slaka á'' þegar það er augljóslega ekki búið að ala börnin upp og gera þau fullorðin

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Dreifbýlistúttan | 9. apr. '16, kl: 19:21:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég gæti ekki mann sem sinnir ekki börnunum sínum þannig að ég myndi velja kost 3) Fara ein með mitt barn í frí!

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 9. apr. '16, kl: 21:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já alveg sammála. Miðað við fyrri umræður held ég að henni þyki mjög vænt um þessi stjúpbörn samt, hún segir allavega að ''hún vilji ekki skilja þau eftir í rugli'' eða eitthvað


Nenni ekki að skrolla upp og kvóta orðrétt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

sigmabeta | 9. apr. '16, kl: 08:06:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er greinilega mikil meðvirkni í gamgi hjá konunni að láta þetta viðgangast. En hún velur að tækla það með að skilja börnin eftir frekar en að setja karlinum mörk.

Bakasana | 8. apr. '16, kl: 16:28:10 | Svara | Er.is | 7

ég er kannski svona erfið í sambúð, en mér hefur aldrei dottið í hug að fara í fjölskyldufrí með bara útvöldum börnum. Það kemur eflaust að því vegna aldurs, en varla þess hvort viðkomandi á einn eða tvo blóðforeldrara á heimilinu. Ef við ætluðum að pikka út stjúpbörn v/ blóðbörn yrði málið fyrst flókið. sum börnin mín eru nefnilega stjúpbörn mannsins míns (sem ég vil fara í frí með) og sum börnin hans eru stjúpbörn mín). 

BlerWitch | 8. apr. '16, kl: 16:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er greinilega svona skrýtin líka. Dytti ekki í hug að bjóða sumum börnum en öðrum ekki, burtséð frá því hvar lögheimili þeirra er eða hversu löngum tíma þau verja á hvoru heimili.

Bakasana | 8. apr. '16, kl: 16:49:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei einmitt. Svo er merkilegt að upphafsmaður segir að dóttir hennar fari "auðvitað" alltaf með sér í fjölskyldufrí. En ef ég er að lesa rétt úr þessum texta er það langt í frá sjálfsagt þar sem hún hlýtur að vera stjúpbarn á báðum heimilum. það gleymist kannski stundum að stjúptengslin eiga ekki við heimilið í heild heldur bara mann sjálfan. Stjúpbarnið mitt er ekki stjúpbarn mannsins sem ég eyði fríunum mínum með. Heldur er han alveg jafn mikið barnið hans og hin börnin sem hann á með mér. Og auðvitað vill hann jafnmikið eyða sínum frítíma með börnunum sínum og ég. 

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 16:54:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún býr hjá okkur og lallar stjúppabba sinn pabba enda búin að vera pabbi hennar síðan hún var 16 mánaða

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 16:54:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki hvað þú ert að meina

Bakasana | 8. apr. '16, kl: 17:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum örugglega að misskilja hvora aðra. Ég fatta heldur ekki þetta "verða stjúpbörnin að fylgja sama hvað"? Auðvitað ekki. börn þurfa yfirhöfuð ekkert að fylgja. en það er óháð því hvort þau eru stjúp eða ekki. Á þínu heimili búa t.d. tveir foreldrar. Annar þeirra er stjúpforeldri og maki hans segir: auðvitað kemur stelpan með í frí

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 21:45:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama þó hana langi ekki að hafa þau með t.d?
Og fleira. "Sama hvað" skilur eftir sig alls konar möguleika.

Bakasana | 8. apr. '16, kl: 23:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hana hverja? þótt stjúpmömmuna langi ekki að hafa stjúpbörnin með meinarðu? Við erum greinilega í algerlega ósambærilegu aðstæðum. Maðurinn minn myndi aldrei fara fram a að við færum saman í fjölskyldufrí án sonar míns og ég færi aldrei fram á fjölskyldufrí þar sem hans sonur og minn stjúpsonur væri ekki með. Þannig að þetta með að "langa ekki til" að hafa barn makans með er mér bara algerlega framandi og ekki í boði þegar við fjölskyldan plönum okkar frí. Það er svo ansi langur vegur yfir í einhverjar spes "sama hvað"  aðstæður frá þessu "að langa ekki til". Auðvitað geta komið upp einhverjar sérstakar aðstöðu það sem eitt barnanna kemst ekki með. 

strákamamma | 8. apr. '16, kl: 19:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

við höfum gert það...tekið þá með sem eru hjá okkur á þeim tíma...  stærri ferðir eru þó alltaf skipulagðar þannig að allir komist með ef hitt heimiliið leyfir

strákamamman;)

assange | 8. apr. '16, kl: 18:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Munurinn er hvort tau bui a heimilinu eda ekki

Bakasana | 8. apr. '16, kl: 21:03:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæði mitt stjupbarn og stjúpbarn mannsins míns eiga tvö heimili. En ég held reyndar að ég myndi aldrei plana fjölskyldufrí nema öll börnin mín væru með. Maðurinn minn ekki heldur. Óháð  því hvort búsettan væri 50/50 eða 70/30. Erfitt að segja þar sem við búum hvorugt við það lengur sem betur fer. 
Það er ekki svigrúm hjá okkur fyrir mikið af helgarskreppum eða skyndiákvörðunum um að fara í ferðalög. Vinnan hreinlega leyfir það ekki. Þannig að allar svona ferðir eru annað hvort skipulagðar með börnum eða án. Auðvitað kemur fyrir að maður fer eitthvað með einu barninu eða tveimur. Keppnisferðir t.d. En það er einmitt gjarnan "stjúpbarnabisness" vegna þess einfaldlega að þau eru eldri. 

Nói22 | 9. apr. '16, kl: 14:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei en þessi fjölskylda er öðruvísi og ég skil upphafsinnleggið bara alveg. Barnastússið lendir allt á henni í staðinn fyrir að maðurinn geri sitt og fyrst hann vill ekki laga það að þá er bara betra að börnin komi ekki með. Börnin voru líka nýbúin að vera á þessum sama stað.

Allegro | 9. apr. '16, kl: 14:18:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, í mínum huga er þetta ferð með börnum eða ekki með börnum. Hvort eitthvað barn fari með eða ekki fer ekki eftir hvort það er mitt, hans eða okkar. 

strákamamma | 9. apr. '16, kl: 17:27:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sumar ferðir hjá okkur eru með sumum...

strákamamman;)

staðalfrávik | 9. apr. '16, kl: 17:38:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þarf það ekki bara stundum? Annars væruðþið bara heima eða?

.

strákamamma | 10. apr. '16, kl: 09:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl

strákamamman;)

Allegro | 9. apr. '16, kl: 17:53:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við förum heldur ekki alltaf með öll börnin. T.d er ég að fara út með yngstu dóttir minni núna eftir tvær vikur. 
En það er svo misjafnt hvernig fjölskyldur eru byggðar upp og hvernig samskiptin eru. Hjá okkur mundi ekki ganga upp að láta það skipta máli hver á hvaða barn þegar kemur að því að taka ákvörðun hver á að fylgja fjölskyldunni í fjölskyldufrí. 

strákamamma | 10. apr. '16, kl: 09:20:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, það fer að vísu heldur ekki eftir því hver á hvaða barn hjá okkur heldur. 

strákamamman;)

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 16:44:41 | Svara | Er.is | 2

Svo er líka spurning að ef málið er að það eigi sama að ganga yfir alla þá passar það einhvern vegin ekki.
Dóttir mín fer miklu oftar til útlanda heldur en bræður hennar sem eru synir mínir og bræður hennar hinu megin. Samt fer hún bara ca. annað hvert skipti með pabba sínum.

Bakasana | 8. apr. '16, kl: 16:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta snýst í mínum augum bara ekkert um það hversu oft maður fær að fara til útlanda eða í sumarbústað eða út á róló. Heldur um það að eyða gæðatíma með börnunum sínum (öllum) í sumarfríinu. Þ.e.a.s. Ef fólk hefur á annað borð áhuga á því, Ef fólk hefur tíma, peninga og áhuga getur það auðvitað farið í tvö fjölskyldufrí, annars vegar með fjölskyldu a og hins vegar með með fjölskyldumeðlimum b, það er örugglega fínt líka fyrir einhverja. Við hins vegar höfum tekið þá stefnu að taka okkar frí saman. Og skipuleggjum okkur út frá því. Viljum líka að stjúpsystkini og hálfsystkini eigi frí saman á hverju ári. Það felst ekkert alltaf í brjæluðum ferðalögum. 
Stjúpbörnin á minu heimili ferðast líka meira en hin börnin og það er bara ekkert vandamál. Þessi tvö sem eiga ekki aðra foreldra en okkur sem búa á heimilinu hafa aldrei beðið um að fá að fara í sitthvort fríið með okkur foreldrunum. 

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 17:02:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er einmitt þetta viðhorf sem ég var að undrast.
Myndi ekki vilja að dóttir mín ælist upp við svona viðhorf. Hún væri sífellt að upplifa höfnunartilfinningar ef pabbi hennar gerði eitthvað með fjölskyldunni sinni.
Myndi aldrei bjóða henni upp á svoleiðis líf.

Bakasana | 8. apr. '16, kl: 17:06:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eh? Heldurðu að börn sem eiga foreldra sem skipuleggja sumarfríið m.t.t. þess að öll börnin þess komist með séu líklegri til að upplifa höfnun en hin? Okídók. 

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 17:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það sagði ég ekki.
Ég sagði að ég vildi helst að hún ælist upp við þær aðstæður að það sé eðlilegt að hún gæti ekki gert allt með báðum foreldrum. Þú veist, fara til útlanda, í sumarbústaði og á róló og þess háttar ;)

presto | 8. apr. '16, kl: 17:16:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ha? Það getur enginn gert allt, við þurfum bara að sætta okkur við það. Ég fór með eitt barn í sumarfrí i fyrra meðan hitt var heima og í skólanum. Börnin mín fá ekki nákvæmlega það sama og þurfa stundum að sætta sig við að missa af einhverju. 

strákamamma | 8. apr. '16, kl: 19:39:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt það sem við ölum okkar menn upp í

strákamamman;)

svarta kisa | 8. apr. '16, kl: 23:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nú er ég bara að pæla út frá þessu eina dæmi en ég verð að viðurkenna að ef ég væri í þeim sporum að maðurinn minn nennti ekki að hugsa um börnin sín (mín stjúpbörn þá) og það lenti allt á mér þannig að fríið yrði í rauninni ekkert frí fyrir mig, þá myndi ég örugglega reyna að minnka álagið einhvern veginn. 

fálkaorðan | 8. apr. '16, kl: 17:12:54 | Svara | Er.is | 7

Já mér finnt þetta roslaega skrýtirn krafa á einhverja konu úti í bæ að hún hagi sinum utanlandsferðum eftir því sem að önnur nikk hérna mindu haga sínum. Þetta er bara fáránlegt.


Ég get lofaði ykkur því að ég á eftir að fara til útlanda og taka ekki öll börnin með í einu. Mér finnst þetta vera havarí yfir engu.


Ég treysti Skarpan fullkomlega til að lesa í stöðuna hvort verið sé að gera upp á milli eða hvort að td sé þegar búið að "jafna" þar sem þessi blessuðu börn fóru í samskonar ferð í fyrra.


Bara komm on. Teljiði matinn ofan í börnin með dropateljara eða fær bara hver það sem hann þarf og vill?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Alpha❤ | 8. apr. '16, kl: 21:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já mér fannst þetta havarí svolítið spes í þræðinum hennar. Ég man bara sem barn að fyrst um sinn tók mamma alltaf systir mína með erlendis og svo þegar ég var orðin eldri og systir mín enn eldri að þá fór ég alltaf með en ekki systir mín. 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 8. apr. '16, kl: 22:32:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Finnst þér samt ekkert off við skort á þátttöku pabbans í málinu? Mér finnst þetta algerlega hans sök

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

fálkaorðan | 9. apr. '16, kl: 08:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, ég er ekki nema hársbreid frá því að mæta þarna og sparka í hann. Veit hvar þau búa.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 8. apr. '16, kl: 17:14:02 | Svara | Er.is | 2

Ég skildi viðhorfið ekki svona eins og þú í þessum þræði- þarna er stórfjölskyldan að fara saman (ekki venjulegt frí) og ÖLLUM BOÐIÐ, en stjúpan nennir ekki að taka stjúpbörnin með. ÞAð finnst mér skrýtið. Ekki skylda að taka öll börn alltaf með.

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 17:16:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eða hefur ekki efni á því.
Annars var það viðhorf allra hinna sem mér fannst skrítnust.

presto | 8. apr. '16, kl: 17:18:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þarf etv. Að lesa þráðinn aftur:)

strákamamma | 8. apr. '16, kl: 19:36:51 | Svara | Er.is | 4

við eigum alskonar börn..og okkar börn eru stjúpbörn annarra og svona..  og þetta er allskonar. 


Við förum stundum með suma sumt og alla annað og enga sumt.   og okkar drengir fara oft með margt með feðrum sínum, ekki allt og stundum með systkinum sínum þar og stundum ekki.


Við ræðum við þá um að þannig er það bara þegar maður á tvö heimili og það er gaman að maður fái að gera allskonar með öllum stundum og svo með hinum stundum og svona.  


Upphafsmanneskja þessa umrædda þráðar er mikið ein í stússi í kringum krakkana og því er jú ekkert frí ef allir krakkarnir koma með. 

strákamamman;)

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 21:15:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég bara skil hana mjög vel.

Mér finnst bara ekkert ljótt við það og sérstaklega í ljósi þess að börnin voru þar skömmu áður með móður sinni.

ts | 8. apr. '16, kl: 22:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ef ég skil þetta rétt, þá ætlar pabbinn ekki einu sinni með.. svo mér finnst ekkert óeðlilegt að hún fari þá bara með sitt barn

sigmabeta | 9. apr. '16, kl: 06:48:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú skildir þetta ekki alveg rétt. Hún var búin að ákveða að nenna ekki að taka stjúpbörnin með. Það var hins vegar fyrst þegar karlinn sagðist ekki ætla með heldur sem hún fór í fýlu.

sigmabeta | 8. apr. '16, kl: 21:56:45 | Svara | Er.is | 1

Samkvæmt því sem hún lýsti er stjúpbörnunum boðið en hún nennir ekki að hafa þau með því þá geta þau ekki notið þess að vera með þeim yngsta. Svo veit ég ekki betur en að þau búi hjá þeim, miðað við fyrri pósta.

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 22:05:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þau þurfa að borga fyrir stjúpbörnin.
Og hafa sennilega ekki efni á því.
Hún nennir heldur ekki að sinna þremur börnum vs einu í fríinu, plús það að þurfa að borga fyrir hin tvö sem voru þarna skömmu áður með mömmu sinni.
Vons stjúpa eða venjuleg ómeðvirk manneskja?

sigmabeta | 9. apr. '16, kl: 05:49:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei hún tekur fram að þeim sé boðið í ferðina.

Og nei hún er bersýnilega alls ekki ómeðvirk heldur mjög meðvirk með sinnulausum föður sem nennir ekki að sinna foreldrahlutverkinu af metnaði og lætur pirringinn yfir því bitna á börnunum sjálfum.

Degustelpa | 8. apr. '16, kl: 22:29:17 | Svara | Er.is | 1

ég skil hana bara ósköp vel að vilja ekki taka þau með. Og finnst ekkert að því að vilja bara fara þau og litla barnið og fá smá.


En ég er skilnaðarbarn og varð rosalega sár þegar pabbi fór með 2 yngri systur mínar til útlanda en mér og tvíburasystur minni voru ekki boðið með.

saedis88 | 8. apr. '16, kl: 23:34:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en heldurðu að yngri systurnar hefðu ekki verið sárar ef þetta hefði verið snúið við?

Froðusnakkur | 8. apr. '16, kl: 23:50:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef þú hefðir nýlega farið þangað með mömmu þinni?
Hefðir þú samt orðið sár?

tjúa | 9. apr. '16, kl: 19:11:40 | Svara | Er.is | 2

Þetta yrði bara frekar flókið hjá mér ef allir ættu að koma alltaf. Sum börnin búa heima, önnur í útlöndum. Sum hafa ferðast mikið, en yngsta ekki. Elstu börnin hafa ferðast um allan heim og ég fengi ekkert sérstakt samviskubit að bjóða bara því yngsta með mér eitthvert. Ofan á þetta bætist að ég veit ekki hvort ég hef æðruleysið í að reyna að finna tíma sem hentar bæði börnunum og pöbbunum þeirra. 

Felis | 9. apr. '16, kl: 20:10:44 | Svara | Er.is | 1

Sko þetta tiltekna nikk hefur margoft komið hingað inn og lýst því hvað hún þolir ekki þessi stjúpbörn, að þau séu fyrir og eyðileggi litlu þriggja manna fjölskylduna hennar.
Það er það sem stuðar fólk.

Þar fyrir utan finnst mér glatað að gera upp á milli barna og stjúpbarna - það þýðir ekki að allir verði að fá eins (ekkert frekar en þegar engin stjúpbörn eru í fjölskyldunni) en það þýðir að þau séu talin með í fjölskyldunni þegar fjölskyldan er að gera eitthvað saman.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Froðusnakkur | 9. apr. '16, kl: 22:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En er verið að gera upp á milli ef eins og í þessu tilviki, stjúpbörnin fóru með móður sinni skömmu áður?
Kallaðu mig slæma móður en mér fyndist dóttir mín t.d ekki hafa gott að því að vita að pabbi hennar myndi aldrei gera neitt án hennar. Því svo kæmi að því og þá myndi hún upplifa gríðarlega höfnun.

Ég er bara á því að hafa allt opið.
Engar fastar reglur.
Börnin aðlagast mun betur þannig.

Ég hef reynslu af þessu í fjölskyldunni minni sem ég nota sem fordæmi en bróðurdætur mínar eru mjög erfiðar einmitt útaf svona "stjúpuppeldi" þær eru einhvern vegin stöðugt að metast og allt sem bróðir minn gerir er vesen nema þær séu settar í fyrsta sæti. ALLTAF. Mestvaf þessu kemur frá mömmu þeirra.

Ég hef svo oft hugsað að hvað ef þær hefðu verið "prógrammeraðar" öðruvísi?
Ef þessi metingur hefði ekki verið til staðar?

Felis | 9. apr. '16, kl: 22:32:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er, að mínu mati, ekki spurning um það hvort að pabbinn gerir eitthvað án þeirra eða hvað þær hafa gert með mömmu sinni.

Mér finnst alls ekki að öll börn í fjölskyldu eigi endilega að fá eins. En mér finnst að stjúpbörn eigi að vera talin með einsog hin börnin. Myndi tengdafjölskylda mín ákveða að við myndum gera eitthvað saman öll fjölskyldan (hvort sem það er sumarbústaður eða utanlandsferð eða eitthvað annað) þá finnst mér að báðum strákunum mínum ætti að vera boðið með þó að maðurinn minn sé stjúpi stóra stráksins míns en pabbi þessa litla. Ef þessi stóri væri ekki velkominn þá hefði ég ekki áhuga á að mæta. Mér finnst þá ekki skipta neinu máli hvort að stóri hefði gert nákvæmlega það sama (eða farið á sama stað) með pabba sínum stuttu áður. Enda er það félagsskapurinn sem skiptir máli en ekki endilega hvar eða hvað er gert.

Sonur minn er amk alinn upp við að ég geri hluti án hans og pabbi hans gerir líka hluti án hans en það er bara allt annað en að vera ekki boðið með á fjölskylduviðburði.
En sonur minn er kannski einstaklega heppinn með stjúpfjölskyldur á báðum stöðum.

Annars er þarna vandamálið allt annað og miklu stærra og sennilega miklu tengdara manninum hennar en stjúpbörnunum.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 10. apr. '16, kl: 09:25:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

er sonur þinn ekki líka mikið mikið meira hjá þér heldur en pabba sínum....ss á heima hjá þér en heimsækir pabba sinn?   Þá er málið aðeins öðruvísi einfaldlega vegna þess að það þyrfti að fá pössun fyrir hann ef þú færir til útlanda án hans, hann væri ekki bara hjá pabba sínum í eðlilegri umgengni

strákamamman;)

alboa | 10. apr. '16, kl: 22:06:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Dóttir mín býr hjá mér meirihlutann af tímanum og fer í helgarumgengni til pabba síns. Hún er samt ekki að heimsækja hann. Hvaða fornaldarhugsanaháttur er það að börn séu í heimsókn hjá umgengnisforeldrum?


kv. alboa

strákamamma | 10. apr. '16, kl: 22:39:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

mitt umgengnisbarn heimsækir mig...og bróðir hans heimsækir pabba sinn. Þeir eru að sjálfsögðu samt alls ekki eins og gestir þegar þeir eru þar...en þeir heimsækja okkur samt.  Þeir koma 1-2 á ári og búa annars hjá hinu foreldrinu.


Alveg óþarfi að skella í dómaragírinn þó svo að fjölskyldur séu ýmiskonar ;) 

strákamamman;)

staðalfrávik | 9. apr. '16, kl: 22:04:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er ekki mín upplifun.

.

fálkaorðan | 9. apr. '16, kl: 22:05:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vestu Felis, þetta er bara ekki rétt.


Hún hefur jú vissulega eins og svo margar þar með talin þú pústað yfir hlutunum hérna inni. Er sanngjarnt að dæma þig af því hvað þú skrifar hérna þegar þú ert að pústa? Það er mjög stutt síðan þú varst virkilega sár yfir því.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 9. apr. '16, kl: 22:17:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er bara það sem ég hef séð.

Í flestum umræðum endar hún á að útskíra að í raun er hún pirruð á pabbanum. Það getur vel verið að svo sé en mikið voðalega orðar hún þá allt í kringum þessi stjúpbörn illa.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 10. apr. '16, kl: 09:25:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

það finnst mér ekki..finnst hún meira bara segja það hreint út hvað svona rugl á foreldrum hefur slæmar afleiðingar fyrir stjúptengsl

strákamamman;)

strákamamma | 10. apr. '16, kl: 09:23:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég hef aldrei lesið þræðina hennar þannig.  Frekar að ruglið í kringum stjúpbörnin sé eyðileggjandi og þreytandi faktor sem óhjákvæmlilega skemmi út frá sér

strákamamman;)

safapressa | 10. apr. '16, kl: 09:31:59 | Svara | Er.is | 1

Þetta var fjölskylduferð og stjúpbörnunum (blóðbörnum mannsins hennar) var ekki boðið með. Þá er verið að skilja börn innan fjölskyldunnar útundan. 

strákamamma | 10. apr. '16, kl: 22:39:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mér skildist að þeim væri boðið en að þau hefðu ákveðið að taka þau ekki með

strákamamman;)

skarpan | 11. apr. '16, kl: 18:50:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skoðað svarið mitt fyrir neðan

skarpan | 10. apr. '16, kl: 22:12:40 | Svara | Er.is | 9

Ég ætla aðeins að leiðrétta smá misskilning hérna.
Okkur er boðið í þessa ferð og strax segir minn maður að hann ætli ekki. Áður en nokkuð er rætt um börnin. Það var í raun pointið hjá mér með að taka þetta fram, þetta með krakkana átti aldrei að verða svona mikið mál.
Eftir að hafa talað mikið við hann og beðið hann um að koma með segir hann að hann ætli að hugsa um það og sjá til og ég spyr þá hvort við eigum að taka alla krakkana með eða bara litla. Hann segir sjálfur að við höfum í raun ekki efni á að fara öll(þó flug+gisting sé frí) því það er auðvitað dýrt að vera með 3 börn á grunnskólaaldri í svona ferð, það séu margar freistingar sem þurfi að uppfylla og allir skemmtigarðar og svona, og þau voru á nákvæmlega sama stað að gera sömu hluti í fyrra með störfjölskyldu mömmunnar. Það verði líka mikil vinna að passa uppá þá plús litla og í raun ekkert beint frí þannig séð, og ég tek alveg undir þetta en.finnst samt leiðinlegt og erfitt ef við færum og ekki þau.
Foreldrar mínir voru alls ekki sammála fyrst en skildu svo alveg pointið, sérstaklega þegar við fórum öll í bústað saman NB ég ein með öll því pabbinn var að vinna og það var samt mömmuhelgi! (Hann hefði samt örugglega ekki komið þó hann hefði verið í fríi) og sáu hvað það er mikil vinna að hafa.ofan af fyrirþeim og það lendir rosa mikið á mér.

Eftir eitt rifrildi segir kallinn að hann ætli sér ekki með í þessa ferð og því er bara pantað fyrir mig og litla.
Ég elska þessi börn útaf lífinu, og hef alveg velt fyrir mér hvort ég hafi einhver réttindi gagnvart þeim ef við hættum saman því ég vil ekki missa þau. Ég viðurkenni samt fúslega að oft er ég orðin rosalega þreytt á þeim vegna allrar vinnunar í kringum þau og hef þurft að sleppa fullt af hlutum sem mig hefur langað að gera með litla vegna þess að ég þarf óvænt að taka við þeim frá mömmunni o.þ.h. Pabbinn sinnir þeim alveg eftie vinnu, en ég er með þau allan daginn heima eftir skóla og oft um helgar. Þau koma með í öll fjölsk.boð og viðburði hvort sem það er mömmu eða pabbahelgi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Síða 10 af 47634 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Kristler