Afskiptasemi í lækni og hvaða rétt hef ég?

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 16:50:28 | 1331 | Svara | Er.is | 0

Smá spurning varðandi heimilislækninn minn en ég og fjölskyldan erum með sama heimilislækni, þetta er læknir sem var með manninn minn alveg síðan hann var táningur og eftir að við giftumst fyrir þó nokkrum árum hefur öll fjölskyldan verið hjá honum.

Málið er að ég var búin að vera í reglulegum athugunum um nokkurra vikna skeið og hann var að fylgjast með því reglulega. En svo kom í ljós að meðan að ég var í þessum athugunum að ég var ólétt, en óléttan gerðist seinna og tengdist ekki því sem var verið að fylgjast með. En til að gera þetta stutta sögu þá ætlaði ég að fara í fóstureyðingu, enda erum við bæði komin yfir barnseignartímabilið og með tvö börn sem er alveg nóg.

Þegar ég sagði heimilislækninum að ég myndi fara í fóstureyðingu þá spurði hann hvort við ætluðum í alvöru að eyða kraftaverkinu og ég játti því, enda ekki planið að eignast fleiri börn. En þá spyr hann hvort maðurinn sé sammála þessu og ég sagði honum að ég ætlaði ekki að segja mannninum frá þessu, bara halda því fyrir mig. Þá kom eitthvað fát á hann og hann spurði hvort það væri ekki rétt að maðurinn fengi að vita af þessu, sérstaklega þar sem um kraftaverkabarn væri að ræða og hann tönglaðist svolítið á þessu með kraftaverkið og að maðurinn ætti rétt á að vita af þessu, sérstaklega í ljósi þess að það sé líka búið að taka hann úr sambandi fyrir nokkrum árum.

Þetta finnst mér óþarfa afskiptasemi og ekki koma honum við. Ég ætlaði bara að halda þessu fyrir mig en er hrædd um að hann segi manninum frá þessu, enda búinn að þekkja hann lengi. Gildir ekki um svona lagað þagnarskylda? Hvaða rétt hef ég ef læknirinn fer að segja honum frá þessu?

 

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 16:53:46 | Svara | Er.is | 15

Hélstu framhjá?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:03:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Við erum bæði komin fram yfir barnseignaraldur og ætlum ekki að eiga fleiri börn og mér finnst þetta alveg óviðeigandi spurning. Ég er að velta því fyrir mér hvort það ríki ekki örugglega þagnarskylda hjá læknum.

Nói22 | 19. ágú. '15, kl: 17:05:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jú það gerir það. Ef læknirinn segir manninum þínum frá þessu er hann að brjóta þagnarskyldu.

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt í fínu takk fyrir svarið. En ef hann skyldi segja frá þessu hvert ætti ég að leita varðandi minn rétt með svona lagað. EKki veistu það?

icegirl73 | 19. ágú. '15, kl: 19:52:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef hann segir manninum þínum frá þessu og brýtur þar með lögbundinn trúnað við þig, áttu umsvifalaust að tilkynna hann til Landlæknis.

Strákamamma á Norðurlandi

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 17:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 25

Þetta er nafnlaus vefur, þú getur alveg svarað henni samt.

Persónulega finnst mér mjööög undarlegt að þú ætlir ekki einu sinni að segja manninum þínum til margra ára frá og fara bara í fóstureyðingu án þess að hann viti nokkuð.

Þú átt það ekkert ein.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

T.M.O | 19. ágú. '15, kl: 23:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Tja... miðað við að maðurinn er búinn að fara í ófrjósemisaðgerð þá er það kannski ekki hann sem ætti að fá að vera með í ákvörðuninni

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 23:25:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei segðu, kannski á barnið svo líka hálfsystkini og stjúpmömmu sem munu elska það ofurheitt. <3

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Skreamer | 20. ágú. '15, kl: 14:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski hélt hann framhjá henni með téllu sem hélt framhjá honum og hún komin með tvöfalt á ská barn í kútinn.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

fálkaorðan | 19. ágú. '15, kl: 19:49:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Mér finnst þetta mjög valid spurning og hún brennur á mér líka.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 19:55:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, það ríkir þagnarskylda hjá öllum læknum, Hippókratesareiðurinn og allt það.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

stelpa001 | 19. ágú. '15, kl: 20:13:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

skiptir þessi spurning einhverju máli ? ekki get ég séð það. Hún er bara að spyrja um þagnarskylduna og það kemur okkur svo sem ekkert við hvort hún hafi haldið framhjá eða ekki. Sammála henni um að þetta sé óviðeigandi spurning

fálkaorðan | 19. ágú. '15, kl: 21:45:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hún skiptir mig öllu máli. Ef hún væri ekki til staðar þá hefði ég eitt tíma mínum til enskis að lesa þá leiðinlegustu sögu sem ég hef lesið í allan dag.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

stelpa001 | 19. ágú. '15, kl: 21:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahah okei

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 21:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Óh, ég hélt þú værir að tala við hana um þangarskylduspurninguna... hoho

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Spotie
Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 19. ágú. '15, kl: 17:09:30 | Svara | Er.is | 22

Sorrý en rosalega er óheiðarlegt að segja ekki manninum sem þú ert gift frá því að þið gátuð fóstur saman


Skil vel að læknirinn hafi sýnt mannlegar tilfinningar, en jú, hann má lagalega séð ekki segja neinum

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 19. ágú. '15, kl: 17:10:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Úps, las aðeins yfir þetta með að hann var tekinn úr sambandi... á hann sem sagt ekkert þátt í óléttunni?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:13:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko fyrir utan að svona lagað getur gerst þá höfum við alveg nóg að gera og hann er í mjög krefjandi starfi og mig langar ekkert til að vera að valda honum óþarfa hugarangri með þessu. Við vorum hvort eð er bæði búin að ákveða að eignast ekki fleiri börn. Það var það eina sem ég var að hugsa um.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 19. ágú. '15, kl: 17:17:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Vá... ég vona að þetta sé togari


Ef ekki, þá bara vá. Þetta er rosalega óheiðarlegt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 17:17:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Segi eins og Lóa, þú ert rosalega illa innrætt ef þetta er það eina sem þú hugsar um.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

stelpa001 | 19. ágú. '15, kl: 20:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

aðeins að róa sig í dómhörku, þú þekkir þessa konu ekki neitt og lélegt að dæma bara útfrá smáskrifum á netinu. 

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 20:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Alveg rólex, þetta er togari.

En þrátt fyrir að þetta væri alveg blákaldur raunveruleikinn, myndi ég samt leyfa mér að dæma eins og mig lysti.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 17:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég datt á lyklaborðið ég hnaut svo yfir einmitt það...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

daggz | 19. ágú. '15, kl: 17:18:39 | Svara | Er.is | 6

Ég bara kemst engan veginn yfir það að þú ætlir virkilega ekki að segja manninum þínum frá þessu. Mér finnst það svo gífurlega óheiðarlegt og mikið brot á trausti. Fyrir utan það að mér finnst hann algjörlega eiga rétt á að vita af því að sáðrofs aðgerðin hafi ekki virkað fullkomlega. Þ.e.a.s ef þetta er virkilega hans barn. Reyndar hvort sem það er hans eða ekki þá finnst mér hann eiga algjöran rétt á að vita þetta.

Varðandi lækninn (þó mig eiginlega langi varla til að svara, finnst þetta það ógeðslegt!) þá jú, það gildir þagnarskylda og hann má ekkert segja.

--------------------------------

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er langt síðan aðgerðin var gerð svo hún hefur alveg virkað hingað til. Það er ekkert auðvelt að fara útskýra einhverja persónulega hagi hérna í fáum orðum en við erum bara mjög upptekin bæði tvö og sérstaklega hann. Þess vegna vil ég ekkert vera að bæta álagi á hann með því að segja honum frá þessu. Mér finnst þetta ekkert óheiðarlegt af því við vorum hvort eð er löngu búin að ákveða að eignast ekki fleiri börn. Svo þyrfti hann líka að fara þá til læknis og láta athuga hvort hann sé ekki örugglega óvirkur ennþá og það er bara óþarfa vesen sem mig langar ekkert að vera búa til.

daggz | 19. ágú. '15, kl: 17:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Óþarfa vesen? Really?

Ertu ekki að gera þér grien fyrir því hvað það þýðir að segja honum ekki frá þessu? Svikin sem felast í því. Og upptekinn eða ekki, mér er skítsama. Það réttlætir þetta engan veginn. Þú segist eiga börn með honum en ætlar ekki að segja honum frá því að þú þarft að fara í svæfingu eða taka lyf sem getur haft miklar aukaverkanir með sér (og samt enginn trygging fyrir því að þurfa ekki útskaf).

Lengd frá aðgerðinni er algjör aukaatriði. Hún er greinilega ekki að virka lengur og það er eitthvað sme mér finnst þú ekki hafa neinn rétt á að halda frá honum. Fyrir utan það hvað þú ætlar að gera í framhaldinu. Ætlaru að fara að nota getnaðarvarnir án vitneskju maka þíns. Já eða bara taka sénsinn, þetta gerist nú alveg pottþétt ekkert aftur.

Btw - þú ert ekkert að búa til neitt vesen! Þið eruð tvö í þessu hjónabandi og þessi staða er komin uppþ Þetta er ykkar vandamál, ekki bara þitt og engan veginn eitthvað sem þú ert að ,,búa til". Ef kallinn minn væri svo upptekinn að mín heilsa (og hans) væri ekki eitthvað sem hann væri til í að veita athygli þá er eitthvað mikið meira að heldur en óvænt þungun, mikið meira!

--------------------------------

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kannski ekkert auðvelt að útskýra þetta. En eins og ég segi við erum bæði mjög upptekin. Svo er hann búinn að vera starfandi erlendis í smá tíma og mér finnst bara einfaldara að halda þessu svona.

daggz | 19. ágú. '15, kl: 17:39:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það skiptir bara engu máli hvort hann sé upptekinn eða ekki. Góður maki gefur sér tíma fyrir svona, og góður maki myndi vilja styðja makann sinn í þessu já og góður maki myndi vilja vera algjörlega heiðarlegur við maka sinn.

Það sem þér finns tauðveldara á bara að vera aukaatriði. Hann á bara rétt á að vita þetta. Væri mun verra að komast kannski að þessu einhverjum árum seinna. Eða bara stuttu seinna ef það kemur svo eitthvað upp á.

--------------------------------

sigurlas | 19. ágú. '15, kl: 17:43:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

kannski er hann ekki góður maki og heldur ekki hún. Kannski vilja þau bæði swinga án þess að opinbera það hér. Sýnist þetta samband bara vera á pappírunum, kallinn úti, rosa upptekinn, engin orka lengur... er ekki augljóst hvað hér er í gangi

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:48:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu takk fyrir og allt það en ég var ekki að leita að sleggjudómum eða skítkasti. Sérstaklega ekki frá fólki sem þekkir ekki til aðstæðna og koma þær ekkert við.

Tipzy | 19. ágú. '15, kl: 17:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Miðað við svörin þá hljómar það einmitt eins og hún virki alveg enn og því óþarfa vesen að hann fari í tékk því hún veit að svarið verður að aðgerðin er enn ok og þarf því að útskýra hvers vegna hún er ólétt.

...................................................................

daggz | 19. ágú. '15, kl: 19:21:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ætli það sé ekki útskýringin. Þetta sem er svo erfitt að útskýra...

--------------------------------

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 21:34:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þið eruð voða clever og með allt á hreinu greinilega. Þið ættuð kannski að útskýra af hverju maðurinn minn var með smokka í snyrtitöskunni sinni eitt sinn þegar hann kom heim. Við skulum alveg hafa á hreinu hver byrjaði á hverju.

Cool köttur | 19. ágú. '15, kl: 21:43:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur þá grunað hann um framhjáhald? Er það langt síðan áður en hann lét klippa sig?

Petrís | 19. ágú. '15, kl: 21:58:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skynsamt fólk notar smokka hvort sem það er fjrósamt eða ekki ef það er að stunda kynlíf með hálfókunnugu fólki

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 22:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mikil skysnemi að nota smokk, ætli það séu ekki gleðikonur líka.

SantanaSmythe | 19. ágú. '15, kl: 21:46:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Hver byrjaði? Eruði í leikskóla?

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 22:48:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er aðeins búin að fá mér og missti þetta út úr mér. Vildi að það væri hægt að eyða innleggjum héran.

SantanaSmythe | 19. ágú. '15, kl: 22:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað misstiru úr þér? Að þú værir að hefna þín?

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 22:52:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekk láta svona þetta er ekki þáttur af Misstressis þetta er lífið mitt.

ts | 19. ágú. '15, kl: 22:09:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

nú sökk togarinn algjörlega...

eplapez | 19. ágú. '15, kl: 22:24:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

shh.. ekki skemma. Ég var að setja poppið í pottinn.

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 22:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi oh..

Þetta var lélegt úthald.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

daggz | 20. ágú. '15, kl: 11:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ooooooh þarna sökk hann!

--------------------------------

Haldafast | 20. ágú. '15, kl: 11:39:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hann sökkar stundum mikið þessi flagari en annars er hann mjög góður maður.

staðalfrávik | 19. ágú. '15, kl: 23:01:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en langar þig að fara ítrekað í fóstureyðingu? Ef hann er orðinn frjór og þú greinilega lafir á barneignaraldri. Sumar konur eru frjósamar fram eftir öllu.

.

Abbagirl | 19. ágú. '15, kl: 23:38:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þið hljótið að vera rosalega frjó, búið að klippa á hann og þú komin fram yfir barneignaraldur.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Anlivi | 19. ágú. '15, kl: 17:20:48 | Svara | Er.is | 0

Læknirinn fer ekkert að segja manninum þínum frá þessu. Hann er bundinn þagnaskyldu og virðir hana. Þú getur búist við því og það er óeðlilegt að gera ráð fyrir öðru.

Anlivi | 19. ágú. '15, kl: 17:22:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mig langar að bæta því við að það væri frábært af þér að taka á honum stóra þínum og segja manninum þínum frá. Þú værir meiri manneskja fyrir vikið. 

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:28:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það var einhver búin að segja það. En bara til öryggis þá ætla ég að senda honum tölvupóst og taka fram að hann sé sá eini sem viti af þessu og að það ríki þagnarskylda. Þannig að ef hann segir manninum þá hef ég eitthvað í höndunum varðandi minn rétt. Þetta er svo voðalega heimilislegt samband milli þeirra og hann er svona eldri maður sem ég gæti alveg trúað til að hann fari að segja frá þessu.

ID10T | 19. ágú. '15, kl: 17:30:51 | Svara | Er.is | 0

Á hverju byggir þú þá skoðun þína að manninum þínum komi þetta ekki við?
Virðist vera rosalega lítið traust í sambandinu ykkar.

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:33:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff eins og ég er búin að segja þá erum við bæði búin að ákveða ekki að eignast fleiri börn og svo erum við bæði í miðjum starfsframa og nóg að gera. Mér finnst bara óþarfi að bæta álaginu á hann. Það myndi bara valda óþarfa hugarangri að mínu mati. En sá partur er alveg óþarfi að hafa til umræðu, ég vildi bara vita hvort það væri ekki örugglega þagnarskylda hjá læknum, líka þegar þeir eru nánast eins og fjölskylduvinur til margra ára.

Petrís | 19. ágú. '15, kl: 17:39:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú átt þinn líkama sjálf.

ID10T | 19. ágú. '15, kl: 17:42:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég á líka minn líkama sjálfur, mundi samt ekki fela sjúkdóma eða annað slíkt fyrir mínum maka.

Petrís | 19. ágú. '15, kl: 17:43:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er auðvitað einstaklingsbundin ákvörðun

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:38:58 | Svara | Er.is | 0

Já og fyrirgefið en hefur einhver farið í fóstureyðingu og þekkir ferlið með tilliti til þess að fara í svoleiðis? Get ég farið í hana ein og án þess að þurfa samþykki barnfsöðurs? Ég ætlaði að spyrja heimilislæknirinn en samtalið varð eitthvað hálf skrýtið undir lokin og ég gleymdi því.

Petrís | 19. ágú. '15, kl: 17:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft ekki samþykki neins. Hringdu á kvennadeildina.

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:46:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk fyrir.

ID10T | 19. ágú. '15, kl: 17:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lögum samkvæmt á maki/barnsfaðir að taka þátt í umsóknini sé það mögulegt, nema sérstækar á stæður komi til.
Einhverra hluta vegnA hefur ekki þótt ástæða til að fara eftir þessu ákvæði.

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá hlýtur að vera tekið gilt að maki sé staddur erlendis og hafi ekki tök á að taka þátt í ferlinu. En ég spyr að því á kvennadeildinni. Takk fyrir svarið.

ID10T | 19. ágú. '15, kl: 17:54:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarft ekki að hafa áhyggjur þar sem þessu ákvæði er almennt ekki beytt

Cool köttur | 19. ágú. '15, kl: 22:41:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ekki rétt

ID10T | 20. ágú. '15, kl: 08:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú er orðað svo í lögum "Sé þess kostur, skal maðurinn taka þátt í umsókn konunnar, nema sérstakar ástæður mæli gegn því."

alltafsama | 19. ágú. '15, kl: 17:50:52 | Svara | Er.is | 3

Ef þú ert stutt komin vilja þau að öllum líkindum að þú sjáir um eyðinguna sjálf þ.e. með töflum þar sem það er ódýrara en aðgerð. Þá þarft þú að hafa stuðningsaðila með þér heima.
Vona að þú endurskoðir afstöðu þína og verðir heiðarleg við þig og maka þinn.

Haldafast | 19. ágú. '15, kl: 17:57:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er farið að nálgast 11 vikur svo ég veit ekki með svona heima eyðingu. Mér þætti vænna um ef fólk eins og læknar mættu ekki vera spyrja asnalegra spurninga og koma með óþarfa athugasemdir heldur eingöngu leiðbeina og hjálpa. Þegar ég hugsa meira og meira um samtalið við hann verð ég alltaf reiðari og reiðari.

Petrís | 19. ágú. '15, kl: 18:28:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þú ert komin 11 vikur þarftu heldur betur að drífa þig því mörkin eru 12 vikur

VanillaA | 19. ágú. '15, kl: 18:34:12 | Svara | Er.is | 1

Bara verð að hrósa þér. Loksins almennilegur togari.

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 18:36:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Eeeeeekkiiiiii skemmaaaaa!!!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

VanillaA | 19. ágú. '15, kl: 18:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi sorry, búin að pikka og senda áður en ég hugsaði:(

Jules Cobb | 19. ágú. '15, kl: 20:28:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Lol, ekki skemma, þú hafðir ekki hugmynd um  að þetta væri togari þegar þú byrjaðir að tæta manneskjuna í þig..

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
,, My level of sarcasm is to a point where I don't even know if I'm kidding
or not"

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 20:31:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldur þú að maður geri ekki heimavinnuna sína?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Jules Cobb | 19. ágú. '15, kl: 20:39:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki alltaf nei..lol

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
,, My level of sarcasm is to a point where I don't even know if I'm kidding
or not"

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 20:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú önderestemeit mí haddna!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Cool köttur | 19. ágú. '15, kl: 20:35:45 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað má læknirinn þinn ekki segja manninum þínum frá þessu þá væri hann að brjóta trúnað við þig og það má ekki.
Talaðu við þær á kvennadeildinni og fáðu tíma sem fyrst.
Hvort sem maðurinn þinn á barnið eða ekki þá tekur þú þessa ákvörðun og hann þarf ekkert að vita af þessu.

En hinsvegar þá veit ég um einn mann,giftann,sem lét taka sig úr sambandi svo að hann myndi ekki barna viðhöldin sín,hann á meira að segja eitt langtíma viðhald.

Drífðu í þessu og spjallaðu við þær á kvennó.

staðalfrávik | 19. ágú. '15, kl: 22:50:38 | Svara | Er.is | 0

Mér þætti svona ákvörðun rosalega erfið og gæti held ég ekki gert það án stuðnings mannsins. Ég myndi þurfa skilning og dekur.

.

Cool köttur | 19. ágú. '15, kl: 23:09:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta ekkert erfitt en það er greinilegt að maðurinn hennar á ekkert í fóstrinu.

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 23:12:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En svo rosa séður kallinn hennar, sem er búinn að fara í klippingu og alles að nota smokk þegar hann heldur framhjá henni svo hann smiti hana nú ekki af klamma eða eitthvað skoh...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Cool köttur | 19. ágú. '15, kl: 23:32:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur verið að hún hafi fundið smokkinn í veskinu hans fyrir nokkrum árum áður en hann lét klippa sig.

Helvítis | 19. ágú. '15, kl: 23:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, finnst þér það nú ekki ferlega líklegt.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Cool köttur | 19. ágú. '15, kl: 23:45:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski hefur þetta setið í henni allan tíman að hann hefði mögulega eða bara haldið framhjá henni en hún ekki sagt neitt við hann.

T.M.O | 19. ágú. '15, kl: 23:27:40 | Svara | Er.is | 6

Ef ég væri með lækni sem talaði um fóstur sem ég eða einhver nákominn væri að hugsa um að eyða sem kraftaverkabarn og kraftaverk þá myndi kæra hann til landlækni á sama tíma og ég fengi mér annan lækni

Jules Cobb | 20. ágú. '15, kl: 00:26:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Án gríns, þá vona ég að sem flestir lesi og sjái svarið þitt :)

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
,, My level of sarcasm is to a point where I don't even know if I'm kidding
or not"

Kammó | 20. ágú. '15, kl: 00:12:56 | Svara | Er.is | 2

Flottur togari... ;)

Helvítis | 20. ágú. '15, kl: 00:19:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi var líka flottur hjá henni:

 

 

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

hallon | 20. ágú. '15, kl: 10:26:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er alvöru útgerð

Helvítis | 20. ágú. '15, kl: 14:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég beið lengi eftir að hún sökkti þessum til að sýna ykkur þennan, mér finnst hann miklu betri.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Haldafast | 20. ágú. '15, kl: 11:45:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æji döh ég var búin að gleyma þessu. Hvernig fannstu þetta?

1122334455 | 20. ágú. '15, kl: 14:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú mátt eiga það, þú gerir þá góða.

evitadogg | 20. ágú. '15, kl: 13:23:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst OP eiga hrós skilið fyrir flotta togara

Helvítis | 20. ágú. '15, kl: 13:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það finnst mér líka, ég vona að hún haldi áfram! :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Jules Cobb | 20. ágú. '15, kl: 00:33:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hverjum er ekki sama að þú varst að vakna,, 

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
,, My level of sarcasm is to a point where I don't even know if I'm kidding
or not"

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Síða 8 af 47566 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, paulobrien, Guddie