Afskiptasemi, umhyggjusemi eða hvað?

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 17:23:43 | 1541 | Svara | Er.is | 1

Það er eitt sem brennur á mér.
Þannig er að eitt barnanna okkar á besta vin. Heima hjá þessum besta vini viðgengst áfengisdrykkja á hverju einasta kvöldi. Það er aðallega drukkinn bjór og ef vinur barnsins er að leika eftir kvöldmat er foreldrið aldrei í ástandi til að keyra og sækja það (gott að fólk hefur vit á því).

Barnið hefur talað um að það foreldri sem drekkur tæmi nokkra stóra bauka af bjór á hverju kvöldi.
Mér finnst ótrúlega erfitt að vita að á heimilinu séu lítil börn og foreldri sem er drukkið á hverju kvöldi, en ég get ekki séð að það sé mitt mál þótt ég hafi áhyggjur af velferð barnanna.

Hversu ,,slæmt" þarf ástand að vera til að ástæða sé til að láta athuga það nánar?

 

evitadogg | 12. maí '15, kl: 17:28:27 | Svara | Er.is | 15

Ef þú hefur áhyggjur af velferð barns þá tilkynnir þú til bvn, hún tekur svo ákvörðun hvort sé tilefni til að hefja könnun eða ekki.

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 17:29:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er rétt hjá þér
Hversu öruggt er að ekki sé hægt að rekja tilkynningu til manns?

evitadogg | 12. maí '15, kl: 17:35:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur óskað eftir nafnleynd. Er ekki inn í myndinni að segja við foreldrið eða "hitt"foreldrið ef þau bua saman að þú hafir áhyggjur og teljir þig knúna til að tilkynna? Hafa það semsagt upp á borðinu?

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 17:37:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég treysti mér alls ekki til þess vegna þess að ég veit að viðbrögðin yrðu mjög harkaleg

evitadogg | 12. maí '15, kl: 17:45:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þu getur þá haft tilkynninguna þannig að ekki sé hægt að rekja hana til þín og óskað eftir nafnleynd. Auðvitað er ekkert 100% svosem

Helgust | 12. maí '15, kl: 17:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem þú sagðir.


Hvernig veistu annars hversu ítarleg drykkjan er?

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 18:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samfélagið er lítið og þegar fólk kaupir 6-8 rútur af bjór á viku í mörg ár og barnið talar um það sjálft þá tel ég mig vita það nokkuð vel.
Það sem ég veit hinsvegar ekki er hvort hjónin deila áfenginu eða hvort það er bara annað foreldrið

Helgust | 12. maí '15, kl: 18:06:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þetta fólk í vinnu? Í litlu samfélagi ættir þú að þekkja til.


Annars veit ég ekki hvað ég myndi gera hreinlega. Og ég sit hér á þriðjudegi og dreipi á hvítvíni svei mér þá!

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 18:09:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)
Annar aðilinn vinnur utan heimilis og er sá aðili sem drekkur meira. Hann er í þannig starfi að það þarf stundum að leita til hans utan hans vinnutíma. Vinnufélagarnir vita hinsvegar að eftir 8-9 á kvöldin hefur það ekkert upp á sig.

Ég vildi að þetta væri bara ísípísi, þá myndu kannski fleiri þora að tilkynna!

Helgust | 12. maí '15, kl: 18:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Tilkynntu bara, hættu að hugsa um hina. 

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 18:11:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvað myndi BVN samt gera? Bara ,,góða kvöldið, við ætlum að biðja þig að blása í mælinn hérna eða fá að vera hérna í nokkra daga og sjá hversu slæm drykkjan er"?

Hvernig fúnkerar svona batterí?

Helgust | 12. maí '15, kl: 20:30:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki hugmynd. Væntanlega fá þau bréf og kalla börnin og foreldra í viðtal í sitthvoru lagi?

NotACat | 12. maí '15, kl: 20:45:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sá ekki þetta svar áður en ég svaraði en já, þetta yrði líklega málið Skýhnoðri.

______________
Before you criticize a man, walk a mile in his shoes.
That way, if he gets angry, he's a mile away and barefoot.

NotACat | 12. maí '15, kl: 20:44:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þau fá tilkynningu að nafnlaus aðili hafi tilkynnt þau vegna áfengisdrykkju, og eru þá boðuð á fund. Eftir það verða líklega einhverjar heimsóknir, vonandi á kvöldin, og líklega verður talað við börnin :) Ég vona að þú hafir það í þér að tilkynna, þau fara yfirleitt mjög vel með nafnleynd.

______________
Before you criticize a man, walk a mile in his shoes.
That way, if he gets angry, he's a mile away and barefoot.

Helgust | 12. maí '15, kl: 20:51:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég stórefa að ástæðan verði tilgreind í bréfinu.

NotACat | 12. maí '15, kl: 20:54:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei rétt hjá þér, en það er tekið fram hvaða barnaverndarlög er talið að verið sé að brjóta. Td hagsmunir barnanna eða velferð. Veit ekki hvað á við í þessu tilfelli nákvæmlega en hversdagsdrykkja hlýtur að falla undir eitthvað af þeim. En síðar meir munu þau fá að lesa tilkynninguna, sem verður líklega endurorðuð af barnaverndarnefnd (búið að setja hana upp í stóra drætti)..

______________
Before you criticize a man, walk a mile in his shoes.
That way, if he gets angry, he's a mile away and barefoot.

Orgínal | 24. maí '15, kl: 12:10:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vanræksla um umsjón og eftirlit.

Amande | 12. maí '15, kl: 23:46:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pældu ekkert í því, láttu BVN um það.

Nainsi | 24. maí '15, kl: 23:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tilkynna hvað? Að á heimilinu búi alkóhólisti? Á þetta að vera grín?

Andý | 12. maí '15, kl: 21:54:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað er "rúta" af bjór?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

evitadogg | 12. maí '15, kl: 21:56:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

10 bjóra kassi

Andý | 12. maí '15, kl: 21:58:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Allt lærir maður á baddó

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

evitadogg | 12. maí '15, kl: 21:59:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

amk allt þetta mikilvæga

hanastél | 24. maí '15, kl: 22:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með haldi sko!

--------------------------
Let them eat cake.

fálkaorðan | 12. maí '15, kl: 17:47:03 | Svara | Er.is | 5

Þetta er náttúrulega mikil áfengisneysla og flokkast eflaust undir misnotkun á áfengi.


En... er eitthvað að á heimilinu? Annað en að foreldrið getur ekki sótt eftir kvöldmat?


Ég er ekki viss um að ég mindi tilkynna áfengisdrykkju eina og sér til BVN.


Að því sögðu þá finnst mér þar sem að ÞÚ hefur áhyggjur á eigir þú að tilkynna, alveg sama hvað ég mindi gera eða Stína í næstu götu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 17:49:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nefnilega málið, þetta er kannski ,,bara" áfengisneyslan en ég sem reyndar þekki ekki uppeldi með alkóhólista er búin að ákveða að það eitt og sér sé mjög rangt :/

Æi þetta er erfið staða

fálkaorðan | 12. maí '15, kl: 17:53:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður að gera það sem þér finnst rétt. Þetta er barn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 17:54:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb, fleiri en eitt og fleiri en tvö

Helgust | 12. maí '15, kl: 17:58:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hitt er alsgáð og getur ekki sótt þá myndi ég telja vandamálin fleiri :S

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 17:59:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er nefnilega að ég held að hitt sé ekki allsgáð

sophie | 12. maí '15, kl: 21:25:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú heldur....? Nú er þetta farið að verða dálítið sögusagnakennt...

raudmagi | 24. maí '15, kl: 11:29:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur verið að barnið eigi kannski að labba heim? Ef þið eruð í litlu samfélagi og barnið ratar getur það þá ekki verið að þau séu að venjar það á að labba heim sjálft? Myndi halda að barn sem er komið með aldur til að leika eftir kvöldmat geti alveg labbað heim.

Grjona | 12. maí '15, kl: 22:52:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætti það foreldri þá ekki að geta sótt krakkann?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

NotACat | 12. maí '15, kl: 20:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get skilið 1 bjór á kvöldin, 1-2 glös af víni.. En meira en það er of mikið, þegar verið er að tala um á hverju kvöldi. Eftir meira en það þá er dómgreindin farin að skerðast og hegðunin farin að breytast.

______________
Before you criticize a man, walk a mile in his shoes.
That way, if he gets angry, he's a mile away and barefoot.

mars | 24. maí '15, kl: 19:09:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mikil áfengisneysla skerðir getu fólks og ábyrgðarkennd. Nú er ég alkabarn og ástandið á  mínu heimili var slæmt. Ég yfirfæri það þó ekki á allt enda drekk ég alveg áfengi sjálf. 
Ég álít þó að neysla áfengis umfram ákveðið magn skerði getu mína á flestum sviðum, einfaldlega vegna þess að áfengi slævir.
Ég fékk mér t.d. bjór yfir Eurovision í gær en það hefði ég t.d. ekki gert hefði ég verið ein með krakkana eða ef maki hefði verið að drekka.
Þetta magn áfengis sem virðist vera um að ræða hjá þessu fólki er mjög mikið og það er full ástæða til að aðstæðurnar séu skoðaðar.

svartasunna | 12. maí '15, kl: 17:58:26 | Svara | Er.is | 1

Myndi bara hringja úr private nr og ekki segja til nafns....ef þú ert hrædd um rekjanleika.

______________________________________________________________________

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 17:59:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað með að skrifa BVN nafnlaust bréf? Er tekið mark á slíku?

svartasunna | 12. maí '15, kl: 18:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er bara ekki viss en èg myndi persónulega gera annað hvort, treysti ekki stjórnsýslunni hèrna til að vernda trúnað.

______________________________________________________________________

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 18:03:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég er nefnilega sammála því

svartasunna | 12. maí '15, kl: 18:10:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

M.v. svar akarn hèr að neðan et það víst ekki hægt, s.s. að vera undir nafnleynd.....èg skil það að ákveðnu leiti (til að vernda fólk gegn svikatilkynningum)...en það er letjandi.

Veit um of mörg dæmi, t.d. frá löggæslu, heilbrigðiskerfi og fjármálaumhverfi þar sem trúnaður var brotinn....so....èg þyrfti allavega að vera með meira en óljósan grun til að tilkynna vs að leggja mitt einkalíf og barna í hættu.

______________________________________________________________________

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 18:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nkl, ég þyrfti að flytja til Úsbekistan ef þetta yrði rakið

svartasunna | 12. maí '15, kl: 18:17:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þetta er svipað og þegar ekki var lengur hægt að tilkynna bótasvik nafnlaust, Persónuvernd mat það ólöglegt. Þetta er grátt svæði, vernda hugsanlegan geranda/þolanda vs tilkynnanda. Èg vil að það sè nafnleynd á öllum svona málum, tilkynnenda í hag og hugsanlega saklausum í óhag frekar en að hugsanlegar valid tilkynningar fari ekki af stað.

______________________________________________________________________

NotACat | 12. maí '15, kl: 20:51:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En, hvað geta þau gert? Ég meina, viltu ekki frekar hugsa um hag barnanna heldur en hvort þú pirrir þetta fólk eða ekki? Hver veit nema þau vanti hjálp og þori/geti ekki leitað sér hennar sjálf? Þá yrði þau kannski að lokum bara fegin afskiptaseminni. Barnaverndarnefnd tekur ekki börn af fólki nema stór ástæða sé til, ef börnin eru td að mæta í skóla og hafa það ekki slæmt þá verður líklega mest lagt upp úr því að hjálpa foreldrunum að hafa stjórn á/minnka drykkjuna hjá sér. Og líka, eru þetta fólk góðir vinir þínir? Hefur þú einhverja ástæðu til að vera að vernda þau frekar en börnin?

Og svo veistu að ef þau fara að vera með leiðindi þá er það þeirra vandamál..

______________
Before you criticize a man, walk a mile in his shoes.
That way, if he gets angry, he's a mile away and barefoot.

evitadogg | 12. maí '15, kl: 18:35:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þu getur óskað nafnleyndar en það er varasamt að tilkynna nafnlaust.

svartasunna | 12. maí '15, kl: 18:52:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varasamt? Why?

______________________________________________________________________

evitadogg | 12. maí '15, kl: 19:16:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ ekki hættulegt eða þannig, var annars hugar þegar eg svaraði. Meira bara að það er erfiðara fyrir bvn að taka mark a nafnlausum tilkynningum. Semsagt "varasamt" af halfu bvn að taka mark a þeim.

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 20:02:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem ég tel samt að hefti ansi marga í að tilkynna. Fólk er hrætt um sitt eigið orðspor og nafnlausar ábendingar því betri kostur.
Að sama skapi er einmitt erfiðara fyrir BVN að taka mark þar sem enginn einstaklingur er á bak við ábendinguna. Þetta eru alveg tvær hliðar

NotACat | 12. maí '15, kl: 20:57:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svona tilkynningar eru samt alltaf teknar alvarlegar og til skoðunnar.. :)

______________
Before you criticize a man, walk a mile in his shoes.
That way, if he gets angry, he's a mile away and barefoot.

evitadogg | 12. maí '15, kl: 21:47:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tilkynningar eru alltaf skoðaðar. Í handbók BVS segir um nafnlausar tilkynningar (ég feitletraði þarna í lokin)



"7.3.9 Nafnlausar tilkynningar
Skv. 19. gr. bvl. skal hver sá sem tilkynnir til barnaverndarnefndar segja á sér deili.
Ástæðan er sú að sá sem tekur við tilkynningunni þarf að geta haft samband við
tilkynnandann aftur til að fá nánari upplýsingar og einnig þarf að vera hægt að fá
upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur fengið þær upplýsingar sem verið er að
tilkynna um og þannig styrkt trúverðugleika tilkynningarinnar. Öðru hvoru kemur þó
fyrir að tilkynningar berast frá nafnlausum aðilum ýmist í síma, bréfi, tölvupósti eða
SMS. Í þessum tilvikum þarf að meta hvort um tilkynningu er að ræða eða ekki. Ef
um er að ræða tilkynningu í máli sem er þekkt getur verið full ástæða til að bregðast
við ef tilkynningin er þess eðlis. Í máli sem ekki er þekkt þarf að fara mjög varlega í
að bregðast við nafnlausum tilkynningum."



 
 

LadyGaGa | 12. maí '15, kl: 22:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvort hefur þú meiri áhyggjur af börnunum eða hvort tilkynning þín komist í rangar hendur?  Það lítur út fyrir að þu hafir meiri áhyggjur af þér svo mér finnst þú vera búin að svara hvað þú eigir að gera.

LadyGaGa | 12. maí '15, kl: 22:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eitthvað rugl í þessum iPad mínum, kom sama svar og á öðrum stað. En hvernig getur það eyðilagt orðspor að benda á hugsanlega vanrækslu á börnum?  

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 22:26:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Á minni stöðum þar sem fólk tengist úr mörgum áttum virðist þetta bara flóknara

LadyGaGa | 12. maí '15, kl: 22:31:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já mér finnst bara að það eigi ekki að bitna á börnunum. 

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 22:34:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er sammála, þess vegna gerði ég þennan þráð, til að leita ráða

LadyGaGa | 12. maí '15, kl: 22:41:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég ólst upp á alkaheimili og óskaði þess stundum að aðilinn myndi deyja í bílslysi eða einhverju bara. Ég grátbað hitt foreldrið að flytja í burtu með okkur.  Ég svaf oft ekki vegna hræðslu um eitthvað slæmt. Ég var oftast með hnút í maganum að koma heim úr skólanum því ég vissi ekki hvernig ástandið væri.  Gæti talið upp endalaust. Þetta kannski hjálpar eitthvað.

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 22:43:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi hræðilegt að heyra þetta :(

Þetta er nefnilega svo ótrúlega falið fyrir umheiminum

LadyGaGa | 12. maí '15, kl: 22:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Algjörlega og sérstaklega hjá börnum eins og ég var. Ég þorði aldrei að segja neinum frá þessu og bestu vinkonur mínar vita ekki einu sinni af þessu og maki minn ekki heldur.  Vita kannski af alkanum en ekki hvernig þetta var.

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 22:50:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefur þetta samt ekki hellings áhrif á þig í dag?

LadyGaGa | 12. maí '15, kl: 22:55:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú en mun meira held ég á yngri systur mína.  Hún er með mikið meiri kvíða og þess háttar.  En ég hugsa ekki mikið um þetta en ef ég rifja upp þá brotna ég alveg niður. Held ég loki allt of mikið á þetta og hef aldrei leitað aðstoðar.  Hef svo lent í öðrum slæmum hlutum án aðstoðar svo ég kann heldur ekki að greina hvað er að valda hverju.

NotACat | 12. maí '15, kl: 23:41:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Gerðu það fyrir sjálfa þig að prófa að tala um þetta við einhvern, ég lofa það hjálpar :) Það virðist kannski fyrst eins og maður sé að opna rosalega mikið og manni finnst fyrst eins og maður sé að opna óþarfa gryfju sem maður heldur að maður sé búinn að grafa en svo kemst maður að því seinna að maður kynnist sjálfum sér betur með því að tala um þetta og maður lærir betur hvaða áhrif þetta hefur á mann og getur þannig tekist á við þetta betur. Maður heldur oft að maður sé búinn að "hjálpa sjálfum sér nóg" og svo framvegis en það er ekki sambærilegt því og að segja það upphátt við einhvern og fá staðfestingu á því að maður hafi rétt fyrir sér og hafi átt betra skilið og að þetta hafi ekki verið eðlilegt og svo framvegis... Ég hef ekki sömu reynslu og þú en ég byrgði hluti inni allt mitt líf og það var ekki fyrr en nýlega sem ég opnaði mig betur og fór að tala um þetta af meiri hreinskilni og virkilega segja hvernig það lét mér líða og svo framvegis, og það hjálpaði svo mikið.. Annars var samt alveg búið að segja allt þetta sem ég er að segja við þig, við mig, en ég bara hlustaði ekki og það er líka mjög erfitt að opna sig bara sisvona þegar maður er ekki tilbúinn til þess. Ég held að þetta hafi bara gerst hjá mér þegar ég sprakk einn daginn og fannst ég verða að koma þessu frá mér og tala um þetta og bara það hefur verið mjög þroskandi og lærdómsrík lífsreynsla. Að segja frá. Það getur verið við maka, sálfræðing, eða bara einhvern sem hefur upplifað það sama.

Ég meina þetta vel af öllu hjarta, vona að þú takir því ekki eins og ég sé að reyna að skipa þér fyrir eða meina eitthvað af þessu illa.. Bara smá tips.. :)

______________
Before you criticize a man, walk a mile in his shoes.
That way, if he gets angry, he's a mile away and barefoot.

NotACat | 12. maí '15, kl: 23:43:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og maður kemst líka að því hvað þetta var mun stærra "vandamál" í lífi manns heldur en maður áttaði sig á. Og þannig lærir maður svo almennilega að takast á við það. Afsakið ég gæti talað endalaust um þetta, fyrir mér var þetta svo rosalega sterk upplifun og mikil losun og hjálpaði svo rosalega, finnst svo erfitt að sjá einhvern í sömu sporum og ég var, því ég var svo blind á það sjálf hvað ég væri að byrgja mikið inni, hélt að allt væri í góðu og að ég væri sko alveg að höndla það að geyma þetta bara einhverstaðar þar sem enginn fengi að heyra og vita.

En þú gætir auðvitað verið allt öðruvísi, hvað veit ég, kannski ertu búin að gera þetta upp öðruvísi. Afsakið aftur þessa afskiptasemi í mér.

______________
Before you criticize a man, walk a mile in his shoes.
That way, if he gets angry, he's a mile away and barefoot.

 
LadyGaGa | 13. maí '15, kl: 08:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta, ég tek þessu ekki sem afskiptasemi, alls ekki.  Ég reyni sjálf ef ég get að benda fólki á ef ég held að betur megi fara með alls kyns hluti.  Ég held að þetta sé hárrétt hjá þér, spurningin er held ég að finna einhvern sem ég get talað við.  Ég sé mig ekki tala við neinn nákominn, bara tilhugsunin stoppar mig.  Ég opnaði mig reyndar aðeins um daginn varðandi annan hlut við vinkonu mína og ég var í nokkra daga að jafna mig.  Það er náttúrulega af því að ég er ekki vön að tala um mín vandamál við aðra nema eitthvað léttvægilegt sem flestir glíma við.

fabia69 | 12. maí '15, kl: 22:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

"þettta er nefnilega svo ótrúlega falið fyrir umheiminum" ha í mínu tilfelli vissi allur bærinn og lögreglan líka um ástandið á heimilinu en  kusu að líta undan svo nei fólk eru bara aumingjar að tilkynna ekki 

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 22:54:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að fólk sé aðallega bara hrætt við að ,,skipta sér af"

fabia69 | 12. maí '15, kl: 22:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er bara afsökun í mínu tilfelli vissi kona í barnavernd á staðnum allt um ástandið en gerði ekkert

svartasunna | 12. maí '15, kl: 20:10:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nkl, erfitt að mæta öllum kröfum í svona viðkvæmum málym.

______________________________________________________________________

þreytta | 24. maí '15, kl: 15:28:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnavernd fær alltaf nafnið á tilkynnanda. Nafnlaust þýðir að þriðji aðili fær ekki að vita hver tilkynnti.

evitadogg | 24. maí '15, kl: 17:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki alveg. Bvn getur fengið nafnlausa tilkynningu i gegnum sima eða emaili eða miða í pósthólf eða whatever. Nafnleyndin nær yfir að þriðji aðili fær ekki upplysimgar um hver tilkynnti.

Bella C | 12. maí '15, kl: 22:00:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í mínum heimabæ er þessi nafnleynd brotin eins og ekkert sé hjá barnaverndnarnefnd sem er ótrúlega sorglegt því ég veit að fólk forðast að tilkynna fyrir vikið

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 22:27:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já því miður hefur maður heyrt það

svartasunna | 13. maí '15, kl: 09:20:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svo leiðinlegt, sérstaklega í svona litlu samfélagi eins og oft á Íslandi þar sem "allir þekkja alla" er svo mkilvægt að passa betur uppá trúnaðarupplýsingar :(

______________________________________________________________________

akarn | 12. maí '15, kl: 18:04:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, þú verður að segja barnavernd þitt nafn svo þeir viti hvaðan tilkynningin kemur. Svo óskar þú eftir nafnleynd og passar að orða tilkynninguna þannig að hún sé ekki rekjanleg. Ég hef tilkynnt undir nafnleynd hjá þremur sveitafélögum og aldrei hefur það verið nokkurt mál. Það er mikilvægt að muna að það sé tilfinningarskylda og ef þú hefur grun um að eitthvað sé einsog það eigi ekki að vera þá tilkynniru. Barnavernd tekur svo ákvörðun hvort og hvernig þeir vilja aðhafast í málinu.

evitadogg | 12. maí '15, kl: 18:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki gera það og ekki það sem svarta sunna stingur upp á. Aður en bvn ákveður að hefja mal hefur hun litið i höndunum annað en tilkynninguna frá þér. Starfsmenn bvn gætu þurft að hringja i þig og fá nánari upplýsingar til að taka ákvörðun. Ef það er í raun vandi viltu varla að malið verði ekki kannað þvi þu tilkynntir nafnlaust (t.d. með nafnlausu bréfi)

Lilith | 13. maí '15, kl: 09:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er lítið tekið mark á slíku.

Blah!

QI | 12. maí '15, kl: 18:09:07 | Svara | Er.is | 5

Betra að tilkynna en að fárast yfir því seinna að hafa vitað af og ekki tilkynnt.

.........................................................

Leiga111 | 12. maí '15, kl: 19:31:02 | Svara | Er.is | 1

uffff þetta er svo sorglega flókið mál.
Sérstaklega þar sem þú ert búin að koma með þetta hingað og segir að þetta sé lítið pláss og þetta sé barn sem er besti vinur barnsins ykkar.
Hugsa að þú vitir ekki 100% hvort hún eða hann séu eitthvað hérna að lesa og sér þetta og fær svo á sig tilkynningu og setur saman tvo og tvo.

Svo er annað velferð barnana eiga ALLTAF að vera no 1 og ef neisla foreldrana er að hafa áhrif á líf barnanna þá ber þér skylda að tilkynna það.

Ég er svo fanatísk þegar það kemur að drykkju og börnum að eldri stelpan mín sem er ellefu ára gömul hefur enungis séð mig þrisvar sinnum halda á bjór og einu sinni drekka hvítvíns glas og mér fannst það ekki þægilegt en ég er líka sjúklega fanatísk þegar það kemur að þessum málum með börnin mín 
svo á ég vinkonur sem drekka oft heimaog eru undir áhrifum í kringum börnin sín og það er bara eðlilegt.

Spurning um að ráðfæra sig við félagsráðgjafa og sjá hvað honum finnst 

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Skýhnoðri | 12. maí '15, kl: 20:05:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Finnst þér eðlilegt að vinkonur þínar séu heima hjá sér og undir áhrifum í kringum börnin sín?

Þegar talað er um lítið samfélag á Íslandi þá veistu að það eru ansi mörg sem koma til greina, en takk fyrir ábendinguna

Leiga111 | 12. maí '15, kl: 23:46:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mér myndi ekki finnast eðlilegt að vera drukkin alla daga en að fá sér einn og einn bjór heima þó að börnin séu heima þá er ég að tala um ein eða tvo bjóra að kvöldi til annaðslagið (annaðslagið fyrir mér er kanski einu sinni í mánuði ekki eitthvað oftar en það.) er ekki barnaverndarmál.



Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

littlemary | 12. maí '15, kl: 21:44:48 | Svara | Er.is | 6

Þú tilkynnir þetta náttúrulega og biður um nafnleynd. Barnaverndarnefnd metur svo sjálf hvort þetta sé mál eða ekki með því að kanna ástandið þarna. Það á alltaf að láta börn njóta vafans. Hvað ef báðir foreldrarnir eru drafandi fullir öll kvöld? Það finnst mér t.d. vera vanræksla. Auðvitað tilkynnirðu.

baratt | 13. maí '15, kl: 09:24:09 | Svara | Er.is | 1

Jahhh, það getur verið erfitt að dæma svona án þess að þekkja til.

Mér finnst samt ótrúlegt að manneskja fái sér nokkra bjóra á hverju kvöldi án þess að það bitni að einhverju leiti á börnunum.
Hef sjálf verið með manni sem var og er dagdrykkjumanneskja og allavega í því sambandi þá hafði þetta alveg lúmskt áhrif á krakkana þó maður kannski varð ekkert beint var við það á þeim tíma.
En þetta samband var hvorki í raun gott fyrir krakkana né mig. En það voru alveg aðrir þættir ekki í lagi heldur en bara drykkjan.

En þó svo að mitt samband hafi kannski ekki verið uppá sitt besta þá get ég sjálf ekki dæmt annarra. 
En mér persónulega finnst þetta ekki allt í lagi.

- - - - - - - - - - - - -

alli nuke

"For crying out loud.. líkt og ég hafi fundið upp gyllinæðina og ferðist um að næturlagi til að klína henni á valda einstaklinga."

Lilith | 13. maí '15, kl: 09:44:12 | Svara | Er.is | 1

Þú tilkynnir þetta til barnaverndarnefndar og þeir skoða málið og ákvarða síðan hvort það sé ástæða til að gera eitthvað í þessu. Eftirfarandi stendur í Barnalögum:

16. gr.   Tilkynningarskylda almennings.
 Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd.
 Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða.

Blah!

Lilith | 13. maí '15, kl: 09:44:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirgefðu, barnaverndarlögum, ekki barnalögum (smá munur).

Blah!

Isabel7575 | 24. maí '15, kl: 02:05:18 | Svara | Er.is | 3

Endilega tilkynntu þetta. Það gengur ekki að vera óökufær og bera ábyrgð á börnum. Þau bera sjálf ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Ef þau er að valda nágrönnum sínum áhyggjum með drykkju þá verða þau að kyngja afleiðingunum og horfast í augu við Barnavernd. Þannig er það bara. Þú gerir ekkert rangt með að tilkynna og þetta mál er ekki þér að kenna á neinn hátt. Önnur spurning. Hver drekkur svona ítrekað innanum börn? Í alvöru talað. Það er eitthvað að þarna.

Isabel7575 | 24. maí '15, kl: 02:12:36 | Svara | Er.is | 2

Mitt heimili var ekki alveg í lagi þegar ég var barn og það voru yndislegar fjölskyldur eins og þín sem hjálpuðu mér að verða eðlileg hraust manneskja. Það hjálpar mikið að vera innanum fólk sem er í jafnvægi og ber virðingu fyrir manni. Takk fyrir þetta. Ég hef hugsað mér að gera hið sama fyrir vini barna minna. Bjóða þau velkomin á mitt heimili og tilkynna ef ég verð vör við vanrækslu. Sem betur fer var ég kurteist barn og dugleg í skóla svo vonandi kom þetta vel út fyrir alla.

Flínkastelpa | 24. maí '15, kl: 20:02:39 | Svara | Er.is | 0

Þú getur farið fram á nafnleynd en mín reynsla er að það sé nánast alltaf hægt að rekja tilkyninguna ef fólk hefur áhuga á því... Eins ömurlegt og það er

Nainsi | 24. maí '15, kl: 23:44:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, sá sem er tilkynntur á rétt á því að vita, lögum samkvæmt, hver tilkynnir hann. Það er fullkomlega eðlilegt.

Aftur á móti er það auðvitað ekki eitthvað sem hvetur fólk til að tilkynna og það er vont.

Flínkastelpa | 25. maí '15, kl: 10:22:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ já þetta er svo ömurlegt, maður tilkynnir af því að maður vill hafa hagsmuni barnsins í fyrirrúmi og þá getur það komið niður á barninu mans þegar sá sem var tilkynntur ákveður að "hefna"sín... 

alboa | 25. maí '15, kl: 10:28:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ekki ef sá sem tilkynnti óskaði eftir nafnleynd. Það verða að vera mjög sérstakar aðstæður fyrir því að rjúfa nafnleynd. Þannig eru lögin. Hins vegar er því miður framkvæmdin stundum önnur en oft fattar fólk líka hver tilkynnti út frá upplýsingum sem koma fram.

kv. alboa

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Síða 1 af 47553 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123, paulobrien, Kristler, Guddie