aftur út frá maki og hegðun á djamminu

LaRose | 27. apr. '16, kl: 07:34:14 | 666 | Svara | Er.is | 2

Þessi þráður minnti mig á að ég var að vinna með konu einu sinni sem átti mann og 2 börn minnir mig og eitthvað kom daður upp í umræðunum í vinnunni.

Henni fannst alveg fínt ef maðurinn hennar daðraði við aðrar konur á djamminu. Svo framarlega sem hann væri bara að daðra og horfa á þær og gefa þeim undir fótinn....en myndi ekki ganga svo langt að snerta þær á kynferðislegan hátt eða ganga lengra.

Hún var svo alveg eins. Elskaði að daðra við aðra menn og horfa og slefa yfir og tala um og allt þetta...en hún sagði að mörkin lægu við að kyssa eða sofa hjá þeim.


Er þetta algengt viðhorf?

Mér finnst bara svo stór hluti af mínu hjónabandi hvað við erum skotin í hvoru öðru og döðrum við hvort annað og horfum á hvort annað og eigum okkar einakalíf saman einhvernveginn.

Ég gæti ekki farið úr daglega daðrinu heima, litlu kossunum og ástarjátningunum út að daðra við aðra karlmenn. Hef aldrei orðið vör við að maðurinn minn daðri við aðrar konur heldur...þótt hann sé mjög kammó við aðra og ég líka.

Eigum bæði vini af hinu kyninu samt og það er engin afbrýðisemi í sambandinu enda hefur ekki verið ástæða til.


Er ég bara svona gamaldags?


 

Petrís | 27. apr. '16, kl: 07:38:27 | Svara | Er.is | 3

nei ég er sammála þér, ef manneskja er í föstu sambandi ætti hún ekki að vera að daðra út og suður. Hef aldur skilið þessa daðurslýki í sumum. 

Gunnýkr | 27. apr. '16, kl: 20:56:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er mjög daðursjúk. maðurinn minn líka... 

Petrís | 27. apr. '16, kl: 20:59:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru einhverjir komplexar á bak við daðursýki, ég meina til hvers?

Gunnýkr | 27. apr. '16, kl: 21:02:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þarf það að vera til einhvers?

Petrís | 27. apr. '16, kl: 21:04:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers vegna annars ætti það að vera svona mikilvægt að daðra við aðra en manninn þinn, þetta er svona mig langar en ætla ekki skilaboð en hvað ef

Gunnýkr | 27. apr. '16, kl: 21:05:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er mér ekkert mikilvægt ... mér finnst það gaman. Stundum geri ég hluti bara af því að það er gaman. Svona eins og að skjóta upp ragettum. Það er nákvæmlega ekkert point með því nema það er gaman. 
Mig langar ekkert í annan kall en minn.

Petrís | 27. apr. '16, kl: 21:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju er þá svona mikilvægt að láta sem svo sé, er þetta einhvert sjálfsálits mál, einhver annar vill þig eða?

Gunnýkr | 27. apr. '16, kl: 21:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei nei... ég veit ekkert hvort einhver annar vilji mig þó ég daðri við einhvern. 
Ég er bara að tala um svona.... nett daður. ég er ekkert að nudda mér upp við folk eða sleikja á því hálsinn.

Petrís | 27. apr. '16, kl: 21:15:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Daður er eflaust túlkunaratriði og það er eflaust mikill stigsmunur á því. Við erum kannski ekki einu sinni að tala um sama hlutinn

Gunnýkr | 27. apr. '16, kl: 21:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei sennilega ekki

Myken | 29. apr. '16, kl: 08:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú það getur verið það en þarf ekki að vera..fólk gerir það að mismunandi ástæðum

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Máni | 27. apr. '16, kl: 08:29:34 | Svara | Er.is | 8

Fólk skilgreinir daður á mismunandi hátt líka. sumir tengja það pjúra viðreynslu en aðrir sem kammóheit.

svarta kisa | 27. apr. '16, kl: 15:13:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, það er einmitt svolítið stór hlutur í þessari daður-umræðu. Ég er t.d. fæddur daðrari og daðra oft algjörlega án þess að vita að ég sé að því. Þetta hefur oft valdið misskilningi í mínu lífi, ekki ollið afbrýðisemi maka heldur hafa menn haldið að ég hafi meint eitthvað annað en ég meinti. Ég veit ekki hvort það er heppni eða hvort ég laðist bara að mönnum sem aldrei urðu afbrýðisamir, svo ég þekki svoleiðis ekki (ég get hins vegar verið mjög afbrýðisöm týpa). En daðrið mitt er aldrei af kynferðislegum toga nema þá daður við maka eða hjásvæfu.

Elisa7 | 27. apr. '16, kl: 20:46:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég myndi segja að þá værirðu ekkert að daðra, heldur bara einmitt - kammó. Þeir svo misskilja það því þeir halda að enginn nenni að vera kammó nema hann sé að daðra. Mín skoðun.

svarta kisa | 28. apr. '16, kl: 20:31:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, það er sennilega rétt hjá þér :)

Þönderkats | 29. apr. '16, kl: 01:31:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, fólk heldur oft að ég sé að daðra en mér finnst ég bara vera vinaleg og næs.

Myken | 29. apr. '16, kl: 08:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mætti halda að ég hafi skrifað þetta LOL

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Dreifbýlistúttan | 27. apr. '16, kl: 08:48:47 | Svara | Er.is | 2

Þetta snýst alltaf um traust. Þessi upphaflegi þráður gaf til kynna feluleik af hálfu makans.


Ef báðir aðilar vilja daðra þá er það örugglega ok, en ef annar vill það en ekki hinn þá skapast vandamál.



Lilith | 27. apr. '16, kl: 09:15:12 | Svara | Er.is | 9

Það er mjög misjafnt hvað fólk flokkar sem daður. Mér finnst hóflegt daður bara sjarmerandi, fólk sem kann að daðra svona mátulega er yfirleitt mjög sjarmerandi og viðkunnanlegt. Það kann þessa list að láta öðrum líða vel með sig.

Blah!

LaRose | 27. apr. '16, kl: 09:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég skilgreini daður sem kynferðislegt. Finnst það sem þú lýsir ekki vera daður.

Lilith | 27. apr. '16, kl: 09:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eins og ég segi, mjög misjafnt hvernig fólk skilgreinir daður. Takk fyrir mínusinn.

Blah!

LaRose | 27. apr. '16, kl: 10:53:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mínusinn var bara því ég var ósammála, nota þessa plúsa og mínusa örugglega vitlaust ;)

Lilith | 27. apr. '16, kl: 10:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ówell ;) 

Blah!

Felis | 27. apr. '16, kl: 09:39:50 | Svara | Er.is | 4

Æi mér finnst daður off
Dans og allskonar önnur samskipti eru ok en daður er kynferðislegt

Annars er þetta bara eitthvað sem fólk þarf að ræða sín á milli þegar sambönd eru að verða alvarleg.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dörtígörlí | 27. apr. '16, kl: 10:33:59 | Svara | Er.is | 0

Daður finnst mér í lagi upp að snertistiginu.   Ef að fólk fer að dansa þétt eða haldast í hendur þá finnst mér það off ef annað er í sambandi með öðrum.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

LaRose | 27. apr. '16, kl: 10:54:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ok væri þér þá sama að verða vitni að því að maðurinn þinn væri að daðra við aðra konu í td partýi þar sem þið væruð bæði ef þau bara snertust ekki? Eða er þetta bara í lagi ef makinn er ekki á staðnum?

Dörtígörlí | 27. apr. '16, kl: 11:00:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er til daður og svo eru til viðreynslur ég geri greinamun á milli en þegar líkamleg snerting fylgir daðri þá verða mörkin óljós.  Mér er sama um saklaust daður sem hefur enga djúpa merkingu.   All í lagi að láta fólk vita að manni finnst gaman að vera í kringum það.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

LaRose | 27. apr. '16, kl: 11:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, það sem ég kalla daður er það sem margir kalla viðreynslu kannski...eða viðreynsla án þess að ætla sér meira.

Mér finnst það bara persónulega virðingarlaust við manninn minn (og öfugt) ef ég væri að senda öðrum manni skilaboð (með hegðun) um að mér þyki hann hot og það sé vegna þess að ég á mann að ég hoppa ekki á hann (sem mér finnst oft vera skilaboðin með daðri).

Petrís | 27. apr. '16, kl: 21:00:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er sammála þér, ég er kannski svona nægjusöm en mér dettur ekki í hug að daðra við aðra menn. Það væri bara óvirðing.

Gunnýkr | 27. apr. '16, kl: 21:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eins gott að við erum ekki hjón. Þá værum við ekki lengur hjón. Mér finnst gaman að dansa við alla... konur og kalla...

Petrís | 27. apr. '16, kl: 21:05:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dans er allt í lagi ef það er við réttar aðstæður, vangadans eða einhver snertidans við einhverja aðra konu myndi ég taka illa

Gunnýkr | 27. apr. '16, kl: 21:06:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já... enda hef ég ekkert áhuga á því að klína mér svoleiðis.

Petrís | 27. apr. '16, kl: 21:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég er líka að tala frekar almennt, mér kemur auðvitað ekki við hvað þú og þinn maki eruð sátt við. Ég er bara að velta þessu fyrir mér

passoa | 27. apr. '16, kl: 13:09:26 | Svara | Er.is | 2

Ég er kannski bara gamaldags, en mér finnst daður utan sambands ekki eiga að eiga sér satað, bara sorrý með mig

lýta | 27. apr. '16, kl: 13:38:41 | Svara | Er.is | 5

Já, þú ert gamaldags. Hvaða máli skiptir það hvaða mörk annað fólk kýs að vera sammála um í sínum samböndum, í alvöru? Svo lengi sem fólk er ekki að brjóta á maka sínum, ætti það ekki að koma neinum við hvort fólk kjósi að það sé í lagi að daðra, kyssa eða sofa hjá utan sambandsins. 

Hasimausi | 27. apr. '16, kl: 14:12:19 | Svara | Er.is | 2

Daður er í fínu lagi svo lengi sem það er yfirborðskennt og merkingarlaust uppfyllingarefni í endalaus leiðindi hversdagsleikans.

En um að leið og það liggja einhverjar annarlegar hvatir að baki (folk tekur daðrið alvarlega) - þá er það orðið ogeðslega asnalegt og taktlaust.

Alveg til svoleiðis folk. Sem getur aldrei hamið sig i vitleysunni og getur buið til leiðindi ur öllu. Dæmi - giftur gaur reynir við vinkonur eiginkonu sinnar og sendir þeim typpamyndir og eitthvað þannig ogeð. A meira skylt við areitni en daður, í raun. En gaurinn HELDUR sjalfur að þetta se daður og voða eftirsoknarvert. *hrollur*

fsjal1 | 29. apr. '16, kl: 01:52:41 | Svara | Er.is | 0

if your guy is satisfied with your relationship you've got noting to worry about.

watwat

Myken | 29. apr. '16, kl: 08:02:10 | Svara | Er.is | 0

Svona eins og þú segir að hún hafi sagt þetta þá finnst mér það of...En svo ef ég lít út frá sjálfum mér..hvað er daður..ég daðra oftar en ekki án þess að gera það viljandi..það er bara ég og ég hef verið þannig frá því áður en ég mann eftir mér..

Minnst eitt af börnum mínum er daðrari og hún hefur ALLTAF verið þannig..pabbi minn er daðrari en eins og ég segji það þarf ekki að vera kynferðistlegt á bak við það..sumir eru það bara aðrir ekki...

En að daðra viljandi með kynferðistlegum hætti finnst mér ekki í lagi

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47643 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, tinnzy123, Guddie