Ágúst Birgisson lýtalæknir, hefur einhver reynslu?

saramjoll | 21. jan. '11, kl: 20:37:44 | 4310 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ, ég er búin að vera mikið að íhuga að fara í brjóstastækkunar aðgerð eftir að vera búin að missa töluverða fyllingu úr brjóstunum eftir að hafa átt 2 börn.
Ég er búin að fara til Þórdísar og tala við hana og fór svo í dag til Ágústs Birgissonar. Þau voru bæði sammála um stærðina á fyllingu sem þau vildu nota en hins vegar vildi Þórdís setja fyllinguna yfir vöðva en Ágúst undir vöðva.
Ég er að leyta eftir að fá meiri fyllingu í brjóstið þá aðalega að ofanverðu og lyfta því pínu.
Hafið þið farið til Ágústar og hvernig var útkoman ??? Er endaniðurstaðan eins og þið vonuðust til??? Í hvaða stærð voru þið og upp í hvað fóruð þið ?
Mér persónulega líkaði mikið betur við Ágúst og fannst hann gefa sér mikið betri tíma í að tala við mig og útskýra hlutina. Er bara að spá í hvort að hann sé fær í sínu fagi og hvort ég fái það sem ég er að leyta eftir með svona yfirvöðva aðgerð. Ég er líka pínu hrædd um að enda of stór.

Endilega sendiði mér línu ef þið hafið einhverja reynslu af þessu :)

 

sófi1234 | 21. jan. '11, kl: 20:41:30 | Svara | Er.is | 0

hef bara heyrt gott af honum :)

lantana | 21. jan. '11, kl: 20:45:35 | Svara | Er.is | 2

Mjög náin aðstandandi minn fór í brjóstastækkun hjá honum og ég fylgdi henni í gegnum ferlið frá 1. viðtali og þar til eftir aðgerð. Þessi maður er einstakur læknir og svæfingarlæknirinn og hjúkkurnar sem vinna með honum eru yndisleg!
Útkoman var æðisleg. Allt fór að óskum og leit mjög vel út. Hann fylgdi henni m.a. persónulega út í bíl (ásamt hjúkrunarfr. og mér) eftir að hún var vöknuð og búin að jafna sig. Hann gaf sér alltaf tíma til þess að setjast niður þegar hann var að tala við hana og ég fylgdist með honum gera slíkt hið sama við hina sjúklingana.
Hann er ofboðslega hlýr og góður maður sem vinnur fagið sitt vel.
Mæli hiklaust með honum og veit að þessi aðstandandi minn segir slíkt hið sama.

Alfa78 | 21. jan. '11, kl: 20:48:41 | Svara | Er.is | 0

ég hef farið til hans bæði sem lýtalæknir og bæklunarlæknir.
Hann er gull af manni.

Hann hefur sett silikon í tvær sem ég þekki og þær eru mjög ánægðar.
Það sem er einmitt best með Ágúst er að hann gefur sér tíma til að tala við þig og hefur virkilega áhuga á að þú hafir það sem best!

Tengdó fór í uppbyggingu til Þórdísar og þolir hana EKKI! Hún er alltaf rosalega sein og gefur sér engan tíma til að hlusta á sjúklingana

ZzzzZ.. | 21. jan. '11, kl: 21:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kann vel við Ágúst, mæli með honum.

katrin22 | 21. jan. '11, kl: 21:35:26 | Svara | Er.is | 0

Sæl ég fór í vitlal til hans út af nefaðgerð hann sagði strax að ég ætti að láta gera þetta erlendis sem ég held að hafi verið rétt hjá honum hann gaf mér tíman fór í aðgerðina hjá öðrum og er ekki alveg sátt

Minní | 21. jan. '11, kl: 21:37:24 | Svara | Er.is | 1

Ágúst er frábær einmitt hvað varðar eftir fylgni og allt það. Gefur sér tíma fyrir hvern og einn sem er mjög mikilvægt. Þú ert ekki bara einhver vera sem ert að fá sílikon, heldur einstaklingur sem hefur tilfinningar. Held að hann sé betri en Þórdís þótt hann sé etv ekki eins þekktur enn sem komið er.

Minní | 21. jan. '11, kl: 21:45:31 | Svara | Er.is | 0

ó gleymdi að segja, þekki 2 sem hafa farið í brjóstastækkun til hans og einmitt undir vöðva og eru alsælar.

Minní | 21. jan. '11, kl: 22:10:11 | Svara | Er.is | 0

Heyrði að hann væri að fara að flytja í Domus, er hann etv byrjaður þar?

saramjoll | 21. jan. '11, kl: 22:13:02 | Svara | Er.is | 0

Takk æðislega fyrir svörin og enilega haldið áfram að kommenta ef þið vitið eitthvað um þetta :)

Annars er hann ekki fluttur í Domus ennþá en sagði mér að hann væri að fara að flytja þangað um mánaðarmótin hélt hann.

Twisteria | 21. jan. '11, kl: 22:18:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hann að hætta á Akureyri eða ætlar hann að vera líka í Domus?

--------------------
Strákur 09.06.05
Stelpa 20.04.09

vorkrútt | 29. des. '11, kl: 22:19:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

endilega megið líka segja ef þið hafið farið í svuntu hjá honum. En saramjöll hvað borgaðirðu fyrir viðtal?

Minní | 21. jan. '11, kl: 22:14:03 | Svara | Er.is | 0

ok flott aðstaða þar og mjög reynt starfslið

Minní | 21. jan. '11, kl: 22:20:33 | Svara | Er.is | 0

Nei nei hann er ekki að hætta á Akureyri, býr þar með fjölskyldu. Hefur starfað í Reykjavík líka í mörg ár og er bara að flytja í Domus frá öðrum stað í Rvík.

gailo | 20. des. '13, kl: 00:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin ad vera hjá honumi eitt og hálft ár og alltaf farid i domus hann er ekki ad flytja i domus löngu fluttur þangað.

ræktin2011 | 18. nóv. '11, kl: 20:19:46 | Svara | Er.is | 0

Sæl er forvitin af vita hvort þú sért búin að fara í aðgerðina og hvort þú hafir farið hjá honum? Ég er búin að panta hja honum viðtal og væri til í að heyra þína reynslu ef þú fórst til hans.

baby76 | 29. des. '11, kl: 21:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór til hans í enda nóvember og er mjög ánægð með hann af öllu leyti :)

lbk | 29. des. '11, kl: 22:56:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað leið langur timi frá þvi að ´þú fórst í viðtal til hans og síðan í aðgerð?

baby76 | 8. jan. '12, kl: 23:25:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

rúmlega 1 mánuður :) milli 1-2 mánuðir :)

EvaMist | 9. jan. '12, kl: 13:12:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað leið langt frá því þú pantaðir tíma og þangað til þú fékkst tíma? 

nóvemberpons | 9. jan. '12, kl: 21:06:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég pantaði og fékk tíma kanski viku seinna, fór svo í aðgerð sirka mánuði eftir það :)

4 gullmola mamma :)

EvaMist | 9. jan. '12, kl: 21:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir upplýsingarnar. 

ræktin2011 | 30. jan. '12, kl: 01:17:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða stærð af fyllingum fékkstu hjá honum? og hvernig hefuru það í dag eftir aðgerðina?

nóvemberpons | 30. jan. '12, kl: 17:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann setti 350 undir vöðva, og það kemur mjög vel út. Og ég var soldinn tíma að jafna mig  en er orðin mjög góð núna 2 mánuðum frá aðgerð

4 gullmola mamma :)

ræktin2011 | 30. jan. '12, kl: 18:08:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okei frábært :) má ég forvitnast með hvað þu ert há og þung? (uppá stærðina að gera). Hann mælir með 275 fyrir mig en eg er hrædd um að það sé of lítið.

nóvemberpons | 30. jan. '12, kl: 18:14:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er 167 og 63 kg, ég fór samt í brjóstalyftingu og var bara með alvg tóm brjóst svo það var soldið verið að fylla uppí það líka. Hefði alls ekki viljað stærri og jafnvel viljað aðeins minni, hvað ert þú há og þung?

4 gullmola mamma :)

ræktin2011 | 30. jan. '12, kl: 18:23:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ca 165 og 50 kg

nóvemberpons | 30. jan. '12, kl: 18:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá er 275 öruglega mjög fínt :)

4 gullmola mamma :)

ræktin2011 | 31. jan. '12, kl: 10:16:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okei :))

kátur | 8. jan. '12, kl: 23:32:03 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi í þínum sporum fá mér loftpúða ekki siliconpúða eftir alla þá umræðu sem hefur farið fram undanfarið.


Life is a bitch....get used to it !

smurapinn | 9. jan. '12, kl: 00:00:07 | Svara | Er.is | 0

Hvað kostar að fara í viðtalið?
Og ef maður fer í einhverja fegrunaraðgerð hjá honum er þá eitthvað hægt að skipta greiðslum?
Forvitna ég, já ég veit...

smurapinn | 9. jan. '12, kl: 00:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sé að viðtalið kostar 5000kr en veit einhver hvernig er með greiðslur á aðgerð hvort það sé eitthvað hægt að skipta þeim? =)

Minní | 9. jan. '12, kl: 13:06:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held hann sé mjög liðlegur í þeim efnum, bara að spyrja.

litla rjúpa | 9. jan. '12, kl: 15:40:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst fyndið að fólk setji slíkar aðgerðir á raðgreiðslur.

maður fer ekki í aðgerð nema að hafa efni á þessu...

Ég fór hjá Ágústi í apríl í fyrra,staðgreiddi og er mjög sátt með mína bobba.

smurapinn | 9. jan. '12, kl: 20:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Afhverju ætti það að vera fyndið??
Það að manneskja hafi ekki efni á því að púnga út einhverjum hundruðum þúsunda eftir hentugleikum merkir ekki að manneskjan gæti ekki borgað mánaðarlega greiðslu. Og hvað má fólki þá ekki  líða  vel með sjálft sig fyrr en það er búið að safna fyrir slíku??
Sorry en ég lifi bara einu sinni og afhverju ætti ég ekki að mega njóta mín smá?

vorkrútt | 9. jan. '12, kl: 20:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

það getur vel verið að hún hafi efni á þessu þó hún vilji borga það mánaðarlega eftirá.

rolling | 9. jan. '12, kl: 14:02:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekki gleyma stelpur að ef það er eitthvað að púðunum (þeir geta rifnað og brjóstið aflagast) og það þarf að fjarlægja þá eða skipta út, þá þurfið þið sjálfar að leggja út fyrir þeim kostnaði. Þetta er algengara en ykkur grunar. Prófið bara að gúggla "breast implant complications"

Alla flotta | 9. jan. '12, kl: 14:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að fara í aðgerð hjá Ágústi 2 feb og ég fékk að skipta greiðslum það var ekkert mál.

krilla18 | 20. des. '13, kl: 00:04:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig fékkstu greiðslunni skipt:)? þurftirðu að borga með kreditkorti?

vorkrútt | 9. jan. '12, kl: 20:54:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kostar 5000 viðtalið, hann sagði við mig að leggja fyrir 40-50.000 á mánuði og fara svo í aðgerðina eftir allt að því ár, þá ætti maður fyrir henni þegar ég spurði um svuntu.

skvisa0 | 9. jan. '12, kl: 21:25:36 | Svara | Er.is | 0

Ég fór til Ágústs Birgissonar. Hann er mesta æði sem ég veit um. Ég er rosalega feimin og á erfitt með að tala en var í engum vandræðum hjá honum. Fór í ágúst í aðgerðina og var í rúma viku að jafna mig.

Örin mín eru nánast farin og ég er ógeðslega sátt með brjóstin mín núna! Fékk púða sem voru 350cc og eru þau pínu kúlulaga svona að ofanverðu. Þannig þegar ég er ekki í brjóstahaldara er svona bogin lína að ofan, sem ég vildi! Hann setti undir vöðvann.
Hann er yndislegur maður! Fylgist mjög vel með og hringdi í mig 2-3x vikuna eftir aðgerðina til þess að fylgjast með, er líka búin að fara 3x í skoðun síðan.
Mæli hiklaust með honum. :)

ræktin2011 | 30. jan. '12, kl: 01:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

má ég spurja hvað þú ert há og þung? hvernig kom stærðin út?

skvisa0 | 30. jan. '12, kl: 09:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er um 170 og 60 kg. Samsvara mér fínt útaf ég er með stórar mjaðmir og rass :-)

hagamus | 30. jan. '12, kl: 17:56:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff ferlegt ef þetta er raunin.

Dalía 1979 | 20. des. '13, kl: 00:16:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er pip

Dalía 1979 | 20. des. '13, kl: 00:13:39 | Svara | Er.is | 0

þarftu að fara í lyftingu eða bara púða í

Speni- | 10. apr. '22, kl: 08:43:43 | Svara | Er.is | 0

Ágúst er vonlaus í gynecomastia aðgerðum, er búinn að fara hvorki meira né minna en 5 sinnum í þessa einu aðgerð hjá honum og þetta lítur hryllilega út (ekki bara mitt mat, annars læknis líka)

Í guðanna bænum, farið út til USA, þeir sem ætla í slíka aðgerð.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 2 af 47887 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, Kristler, annarut123, paulobrien