Aldur og aldursmunur

hversvegna2 | 29. maí '16, kl: 21:42:04 | 1210 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ. Mig langar að leyta ráða hja ykkur, þannig er mál með vexti að í rúmt ár hef ég verið að deita dásamlegann og frábærann mann.æ, enn hann er 24 árum eldri en ég (eg er 24 og hann 48). Við náum einstaklega vel saman og finnum aldrei nokkurn tímann fyrir aldursmuninum og erum virkilega ánægð og hamingjusöm saman. Foreldrar mínir etu að vísu ekkert voðalega ánægð með þetta en ég gæti ekki verið glaðari og ánægðari... Svo ég spyr, æ maður að hlusta á aðra og hætta þessu eða hlusta á sjálfan sig og gsra alla leið??

 

gruffalo | 29. maí '16, kl: 21:46:24 | Svara | Er.is | 9

Þú ert fullorðin, þitt mál. 

leonóra | 29. maí '16, kl: 21:56:30 | Svara | Er.is | 8

Algjörlega þitt mál.  En gott að hugsa út í að þegar þú ert 48 eins og hann er núna þá er hann 72.

Svala Sjana | 29. maí '16, kl: 23:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja. Núna er þetta ekki dealbreaker en það gæti oft orðið erfitt eftir 20 ár að eiga maka sem er svona mikið eldri

Kv Svala

lýta | 30. maí '16, kl: 00:21:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Og? Það er ekki eins og sambönd í dag endist almennt út ævina, flestir eignast fleiri en einn maka. Bara frábært að njóta þess á meðan það gengur.

Skreamer | 29. maí '16, kl: 23:14:57 | Svara | Er.is | 3

Það er margt sem kemur til þegar maður velur sér lífsförunaut.  Það eru til hlutir sem maður kallar "dílbreikara" en það eru hlutir sem fólk þarf að ná saman um til að samband geti enst.  Aldur getur vissulega haft áhrif á valkosti sem fólk hefur í lífinu en ef ykkur líður vel saman og hafið farið yfir þá hluti sem skipta ykkur máli og fundið sameiginlegan flöt á þeim þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að samband ykkar haldi áfram.  Álit annarra á aldrei að vera faktor í því.   En auðvitað er það líka þannig að álit annarra skiptir suma meira máli en aðra og er það kannski einn af þeim prófsteinum sem reyna á sambönd. 

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

neutralist | 29. maí '16, kl: 23:24:03 | Svara | Er.is | 3

Þetta getur orðið vandamál seinna í sambandinu, til dæmis ef þið verðið áfram saman jafnvel um aldur og ævi. Þínir vinir og hans ná kannski ekki jafn vel saman og þið tvö, og hvaða vini á þá að velja þegar þið bjóðið heim? Svo verður hann kominn á eftirlaunaaldur eftir 19 ár, en þú ennþá bara rúmlega fertug og í fullu fjöri á vinnumarkaði. Hvernig verður það?

Frænka mín var gift manni sem var rúmlega tuttugu árum eldri og var enn á vinnumarkaði þegar hann var orðinn gamalmenni og sjúklingur. Síðustu árin fyrir andlát hans var hún í umönnunarhlutverki gagnvart honum og upplifði mikla togstreitu á milli vinnu og umönnunarhlutverksins. Svo var hann líka orðinn ráðsettur og lítið fyrir að fara út á lífið eða í ferðalög löngu áður en hún var búin að fá nóg af slíku.

Þannig að þó að allt sé í gúddí núna er þetta eitthvað sem þarf að hugsa alvarlega um, hvort að þú sért tilbúin til að fara út í samband með svona miklum aldursmun. Hann mun koma meira í ljós með árunum.

strákamamma | 30. maí '16, kl: 11:51:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

svona issjú voru ekki til á milli foreldra minna...  aldrei vesen með vini og mamma mikið ráðsettari týpa en hann þrátt fyrir að vera yngri.   Fólk er misjafnt

strákamamman;)

ert | 30. maí '16, kl: 12:01:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En faðir þinn hefur haldið heilsu þannig að mamma þín hefur ekki orðið að hætta að vinna til að hjúkra honum. Slíkt er alltaf álag - bæði er erfitt að lifa á svona lítilli innkomu sér í lagi ef fólk á börn sem þarf að sjá fyrir og svo er álagið af hjúkrun veiks fólks mjög mikið.

Það getur vel verið að þessi kona verði svo heppin að maðurinn veikist aldrei en þetta er eitthvað sem fólk ætti að hugsa um þegar aldursmunur er svona mikill. Svo tekur það bara sína ákvörðun um sambandið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

strákamamma | 30. maí '16, kl: 12:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann fékk krabbamein í lokin en þau nýttu sér heimahjúkurnarkosti í stað þess að mamma hætti að vinna. Pabbi var hraustur, enda mjög virkur alla sína tíð. 


Maður getur aldrei vitað fyrirfram um heilsu fólks, frænka mín varð ekkja 29 ára þegar maðurinn hennar sem var jafnaldri hennar dó.  


Eitt sem ekki er hægt að hundsa í svona er að maður vonar í rauninni að sá yngri lifi maka sinn, og verði því að hugsa með sér að hann muni eyða ellinni með einhverjum öðrum eða einn.   


Maður sem yngri aðilinn, eða barn hjóna í svona aðstæðum, reiknar í rauninni alltaf með því að eldra foreldrið/makinn skilji við á undan og það finnst mér ekkert óeðlilegt

strákamamman;)

ert | 30. maí '16, kl: 12:31:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það sakar ekki að hugsa um þetta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Pelops | 1. jún. '16, kl: 16:49:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þvílík vitleysa. Þú hugsar ekki 24 ár fram í tímann, það er absúrd. Ekki einu sinni þó svo þau kæmu til með að ganga í hjónaband væri ástæða til þess að hugsa til þess hvort kannski einhvern tíma, jafnvel, mögulega hún kynni að þurfa að hjúkra honum. Kræst.

ert | 1. jún. '16, kl: 17:25:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Í alvörunni hugsar þú ekki fram í tímann? Þannig þú ert ekkert að pæla í því hvernig húsnæði þú þarft eftir 25 ár, fjárhagstöðu þinni eða öðru? Ég reikna út hvaða lífeyri ég fæ eftir 20 ár og annað slíkt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

strákamamma | 1. jún. '16, kl: 20:07:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég geri það ekki.  Að hugsa frammí tímann fyrir mig er að hugsa í mesta lagi næstu 3 ár frammí tímann...pæli EKKERT í húsnæði, veit ekki einusinni í hvaða landi ég mun búa eftir 25 ár.  


Ég held að sál mín myndi lognast útaf og deyja ef ég skipulegði allt svona :P

strákamamman;)

ert | 1. jún. '16, kl: 20:19:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Það enginn að tala um að skipuleggja - ég var ekki að tala um að hún ætti að skipuleggja hjukrun mannsins núna. Væri slæmt ef hún skipulegði framtíðina miðað við hann fengi krabbamein og svo fengi hann Alzheimer. Pældi í því hvað það væri slæmt. Hún búin að lesa sér til í 24 ár um hjúkrun krabbameinssjúklinga og svo fær maðurinn Alzheimer og hún veit ekki neitt


Það er hægt að hugsa um framtíðina án þess að skipuleggja - alveg satt. Ég hugsaði t.d. í dag um hvaða viðhorf ég hefði til dagvistunar fyrir sjálfa mig sem aldraða konu. Ég pantaði ekki pláss, ákvað ekki hvar ég ætlaði að vera í dagvistun eða neitt. Bara hugsaði um kosti og galla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

strákamamma | 1. jún. '16, kl: 20:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en þú varst að tala um húsnæði eftir 25 ár og eitthvað...  ég var að vísa til þess. ;) 

strákamamman;)

ert | 1. jún. '16, kl: 20:29:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


ég get hugsað um húsnæði eftir 25 ár án þess að skipuleggja eitthvað
Það er kannski sjalfgæft. Kannski er þannig að ef fólk spyr sjálf sig hvort það þurfi að minnka við sig húsnæði eftir 25 ár þá verði það líka að skipuleggja það og gera áætlanir. Ég veit það ekki. Ég get hugsað fram í tímann án þess að skipuleggja.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

strákamamma | 2. jún. '16, kl: 13:24:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Held við séum kannski víraðar á mismunandi hátt..þegar ég hugsa svona langt frammí tímann hugsa ég yfirleitt í getgátum.  Svoan hvað ætli....og ætli við munum....og svoleiðis. 


ég er líka svona typa sem elska að kúvenda og breyta og get breytt planinu mínu með mjög skömmum fyrirvara...síðustu flutnngar a´milli landa hjá mér voru skipulagðir með nærri 9 mánaða fyrirvara og ég er að DEYJA  þetta er svo langur tími :P


Gæti mögulega haft eitthvað með mitt ADHD að gera :P

strákamamman;)

Chaos | 31. maí '16, kl: 16:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég þekki fólk sem hjólaði án hjálms, passaði ungabörn ekki orðin tíu ára, vann í fiski, fóru ein í sund 5 ára, stunduðu kynlíf 12 ára, giftust sem börn, notuðu ekki bílbelti, lifðu við óbeinar reykingar o.fl. þ.h. og öll þessi issjú sem ég heyri tengt þessum hlutum voru ekki til hjá þeim. Aldrei vesen og sum komu jafnvel betur út en ella. Ég er samt ekki að fara að mæla með þessu byggt á einu dæmi sem ég þekki og gekk upp. 


En frábært að amma þín og afi áttu gott líf. Vil alls ekki minnka það. 

strákamamma | 1. jún. '16, kl: 12:28:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta voru/eru foreldrar mínir...  ekki amma og afi, og þessvegna ég líka sem barn þeirra ;)  


Ég er nokkuð viss um að þegar sambönd ganga ekki upp, þá er það vegna einhvers annars en aldurs...  fólk á sama aldri getur verið á mismunandi andlegum aldri...alveg eins og forledrar mínir voru alltaf á svipuðum aldri andlega.   Ef sambönd fólks þar sem aldursmunur er mikill ganga ekki upp, þá er ég sannfærð um að sambandið hefði ekki lifað lengur þrátt fyrir að fólk væri nær í aldri.

strákamamman;)

LaRose | 2. jún. '16, kl: 09:20:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held ekki að rannsóknir séu sammála þér í því. Það er mun hærri skilnaðartíðni ef ef aldursmunur er meiri en minni.

strákamamma | 2. jún. '16, kl: 13:25:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já en þá held ég að orsökin sé ekki endilega aldursmunurinn, heldur einmitt ða fólk hafi ekki rætt þessa hluti frá byrjun, væntingar og langanir og gildi og þannig.

strákamamman;)

Elisa7 | 30. maí '16, kl: 00:07:59 | Svara | Er.is | 1

Hlustaðu bara á sjáfa þig. Ef þú ert ástfanginn þá er erfitt að bara hunsa það af því að eitthvað gæti orðið erfitt seinna meir. Það þarf svo ekkert að vera. Þú getur líka hugsað þetta þannig, ok, fínt í 20 ár, þá þú 44 og hann 68, og þá bara yngt upp ef þér finnst hann þá of gamall. Ég meina flestir eru hvort sem er með nokkra maka um æfina. Svo getur vel verið að á þessum aldri verðir þú komin með gigt en hann í fullu fjöri að klífa fjöll. Maður getur ekki reiknað út framtíðina :)

Brindisi | 30. maí '16, kl: 09:21:32 | Svara | Er.is | 2

persónulega hryllir mér við svona aldursmun, er þetta nokkuð Sveinn A? sé þetta allavega ekki virka til lengri tíma, sorrý neikvæðnina og auðvitað gerirðu bara það sem þú vilt

Elisa7 | 30. maí '16, kl: 19:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju? Ég er bara forvitin hvað orsakar hryllingin. 

Brindisi | 30. maí '16, kl: 19:24:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

tala bara fyrir mig persónulega, gæti bara alls ekki mögulega heillast af einhverjum sem er 24 árum eldri en ég, ef þetta væri að gerast fyrir mig í dag væri viðkomandi 60 ára og mér finnst það bara hryllileg tilhugsun, trúi alveg að eitt og eitt svona samband endist en yfirhöfuð held ég ekki og svo er auðvitað hugsunin um að það er mun líklegra að lenda í einhverju hjúkrunarhlutverki alltof snemma á lífsleiðinni, hef líka séð dæmi um það

Elisa7 | 30. maí '16, kl: 19:30:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En gætirðu heillast af einhverjum 24 árum yngri en þú?

Elisa7 | 30. maí '16, kl: 19:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok, eða ef gaurinn væri allavega yfir 18 . . . 

Brindisi | 30. maí '16, kl: 19:33:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei þá væri viðkomandi 12 ára :) en í alvöru nei, myndi ekki vilja vera með allt sígandi á meðan hann væri geðveikt fresh, hausinn á mér getur bara ekki farið svona langt í burtu frá mínum aldri

Elisa7 | 30. maí '16, kl: 19:35:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe skil. Kallarnir virðast eiga auðveldara með það að láta hausinn á sér fara nokkuð langt frá sínum aldri. Afhverju skyldi það vera . . .  :)

Gúmmíeðla | 1. jún. '16, kl: 17:09:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Finnst þér smekklegt að líkja sambandi fullorðins fólks við við þann viðbjóð sem Sveinn A gerir með miklu yngri stelpur sem eru margar undir lögaldri?

Brindisi | 1. jún. '16, kl: 17:21:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

húmor þarf ekki alltaf að vera smekklegur

Gúmmíeðla | 1. jún. '16, kl: 17:34:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Rétt, en að grínast með mann sem misnotar ungar stelpur er yfir strikið.

strákamamma | 30. maí '16, kl: 11:50:18 | Svara | Er.is | 4

Þið eruð fullorðið fólk bæði tvö, gerið það sem hentar ykkur.


Það voru 24 ár á milli foreldra minna, þau voru saman í 40 ár eða þar til pabbi dó 82 ára (sem var of snemmt fyrir hann því hann dó fyrir handvömm læknis og var enn vel frískur og hnífskarpur) 


Ég sem afkvæmi hjóna með miklum aldursmun segi go for it

strákamamman;)

einkadóttir | 31. maí '16, kl: 15:17:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

þannig hann var 42 ára og hún 18 ára þegar þau byrjuðu saman, það er svo fjarri mér að ég get ekki skilið

Brindisi | 31. maí '16, kl: 18:48:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

get ekki að því gert en ég fæ bara pínu gubb í hálsinn þegar ég heyri um svona

Triangle | 1. jún. '16, kl: 09:15:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Samt bara hefðbundið föstudagskvöld hjá a.m.k. einum lögmanni.

Brindisi | 1. jún. '16, kl: 09:18:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er nú reyndar fullítill aldurmunur fyrir venjulegt föstudagskvöld hjá löffanum

Felis | 1. jún. '16, kl: 12:39:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úff ég líka

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 1. jún. '16, kl: 12:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei...   hún var 21 og hann 45.    Hún gömul sál og hann unglegur frammá grafarbakkann.  Þau áttu einstaklega vel saman

strákamamman;)

icegirl73 | 30. maí '16, kl: 18:30:55 | Svara | Er.is | 1

Ég segi það sama og fleiri hér, þitt líf, þín hamingja, þín ákvörðun. Það eru 15 ár milli okkar hjóna og við erum mjög ánægð saman. 

Strákamamma á Norðurlandi

sigmabeta | 30. maí '16, kl: 18:43:57 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað er þetta þitt mál og ef þú ert hamingjusöm ætti það að duga.

Að því sögðu þá skil ég alveg að þú eða aðrir í kringum þig veltið aldursmuni fyrir ykkur. Þegar ég var rúmlega tvítug var ein æskuvinkona mín í sambandi með 40+ ára manni. Það var alltaf svolítið spes þegar hann kom með henni í partý eða aðrar uppákomur. Hann var á aldur við foreldra okkar. Annars var hann mjög almennilegur og bauð okkur vinahóp hennar stundum í mat og þá var rautt og hvítt með matnum og koníak á eftir. Við sem drukkum yfirleitt bara Breezer og djömmuðum.

Ég er ekki að segja að þetta sé stórmál. En búðu þig allavega undir því að aldursmunurinn muni hafa áhrif á aðra en þig.

blóðmin | 30. maí '16, kl: 21:02:17 | Svara | Er.is | 5

Eins og aðrir hafa sagt þá er þetta algjörlega þín akvörðun.

En bara til að koma með mitt sjónarhorn þá er ég á þínum aldri og lít niður á fólk í svona samböndum ef að aldursmunurinn er undantekning fyrir báða aðila. Ég hef bara þekkt allt of marga menn sem finnst eina virði kvenna í samböndum vera ungdómur og "ferskleiki" þeirra. Konur missa allt sitt virði með aldrinum í þeirra augum. Ég hef heyrt allt of marga svona menn segja niðrandi orð um kvenkyns jafnaldra sína, talandi um hvað þær séu ljótar, eyðilagðar, og fleira sem ég vil ekki hafa eftir þeim. "Karlmenn eldast eins og vín en kvennmenn eins og ostur" er algengur frasi. Þeir virðast rosa líbó þegar þeir segja að aldur sé bara tala en þeir myndu ekki hugsa sér að byrja með konu sem væri 60+ eða jafnvel að byrja með jafnaldra sínum. Ég gæti ekki verið með manni með svona viðhorf til kvenna, svo ég sækist frekar í stráka á mínum aldri sem eru með heilbrigð sýn á öldrun kvenna. Finnst annað of mikil áhætta. Það eru nokkrir svona eldri menn í fjölskyldunni minni og tengdir vinahópnum mínum en ég veit að þeir fela þetta MJÖG vel frá yngri módelunum sem þeir deita eða búa með, enda vilja þeir halda í þær. Það er meira en ég vil ekki gera þetta of langt.

Þetta á auðvitað ekki við um öll sambönd þar sem stór aldursmunur er til staðar!! En af minni reynslu hefur þetta því miður átt við meirihlutann, ef ekki öll sambönd, þar sem að aldursmunurinn er ekki undantekning.

bogi | 31. maí '16, kl: 15:59:55 | Svara | Er.is | 2

Ég held að það sé rosalega erfitt að hlusta á aðra en sjálfa sig í svona málum.
En ég myndi athuga með að vera amk. á sömu línu varðandi stóru hlutina eins og barneignir, giftingar og slíkt.

Að því sögðu þá finnst mér þetta einkar óspennandi og á afskaplega erfitt með að skilja svona sambönd. En hey ég þarf þessi ekki neitt, þetta er ykkar líf. Ég vil eiga maka sem ég er samferða í gegnum alla stóru póstana í lífinu, það hefur verið dásamlegt.

strákamamma | 1. jún. '16, kl: 12:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

alveg eins í öllum samböndum skiptir mestu máli að fólk sé með sömu grunngildi í lífinu, einmitt varðandi barneignir, giftingar trúmál og svoleiðis.

strákamamman;)

bogi | 1. jún. '16, kl: 15:17:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er bara staðreynd að það reynir meira á þessa hluti í svona samböndum - eldri aðilinn kannski búinn með ákveðna hluti sem sá yngri á eftir. Þess vegna þarf þetta að liggja fyrir. En auðvitað væri það best að fólk ræddi svona hluti alltaf - sama hver aldursmunurinn er.

strákamamma | 1. jún. '16, kl: 20:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl mitt point..  svona þarf fólk alltaf að ræða í sínum samböndum, burtséð frá aldri. Eldri aðilinn er kannski búin með hluti...en kannski ekki.  alveg eins og þegar jafnaldrar mætast.  Ég er td búin í barneign en danskar vinkonur mínar sem eru jafnaldrar mínir eru að byrja :P


En jú...samræður og áþekk gildi í lífinu :)

strákamamman;)

LaRose | 2. jún. '16, kl: 09:27:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þekki persónulega 4 pör með mikinn mun; allt frá 15 árum til 25 ára.

Eitt þeirra er nokkuð happy en hann er orðinn gamalmenni og hún á allt öðrum stað. Hann fer í dagvistun og spilar brids meðan hún er í vinnu. Líkamlegt ásigkomulag mjög ólíkt.

Annað er vinkona mín með 15 árum eldri manni. Hún segist finna meira fyrir aldursmuninum með hverju ári og það eru allskonar issue.

Þriðja er vinur minn með 15 árum yngri konu. Þau eru mikið á sitthvorum staðnum; eiga lítil börn (hún 35, hann 50) og eru ekki mjög samhent og með ólíka drauma....talar líka um þetta versni með árunum.

Fjórða er vinapar með næstum 20 ára aldursmun. Eiga 3 lítil börn. Maðurinn er farinn að eldast aðeins (nálgast fimmtugt) en hún er yngri. Mikill orkumunur, frústrasjón hjá henni að hann geti ekki það sem hún getur (hann er þreyttari en hún eftir sama álag og andvökunætur með börnum) og honum finnst hann stundum vera að bugast undir álaginu sem menn á hans aldri eru ekki oft undir á sama hátt.


Hef nefnilega rætt þessi mál við öll pörin nema það fyrsta sem ég nefndi (bara áhugaverðar samræður). Frábært að heyra hvað gekk vel hjá foreldrum þínum...en ég held það sé frekar sjaldgæfara en hitt.

strákamamma | 2. jún. '16, kl: 13:28:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já þau voru heppinn og áttu vel saman þrátt fyrir að vera ólík á mörgum sviðum.  Pabbi var 55 ára þegar ég fæddist og bróðir minn er tveimur árum eldri og hann var jafn mikið með okkur og mamma. Enda skiptir auðvitað miklu máli að hann var mjög hraustur og lífsglaður. 


Ég þekki bar alíka helling af ungu fólki með ung börn þar sem allt er í molum vegna álagsins sem það veldur að vera með ung börn...algengt að foreldrar skilji þegar börn eru í kringum 2 ára og svoleiðis...burtséð frá aldri fólks.     Ég held að einn faktor í þessu geti verið að fólk er fljótara til að kenna aldursmuninum um þegar fólk þroskast í sitthvora áttina þegar hann er til staðar, ekki getur fólk kennt honum um þegar allt fer í vaskin á milli jafnaldra.

strákamamman;)

LaRose | 2. jún. '16, kl: 09:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo spilar lífsreynsla líka inn...ég er með mun meiri lífsreynslu 35 ára en tvítugur strákur. Ef ég færi að vera með 50 ára manni, sem væri með svipaða lífsreynslu og ég myndi það ekki heilla mig heldur.

Bakasana | 31. maí '16, kl: 16:28:31 | Svara | Er.is | 1

þetta væri engan veginn fyrir mig. Hvorki að vera í þínum sporum, né hans. Og ég get ekki sagst vera hissa á foreldrum þínum. En þú ert 24 ára og verður að standa og falla með þínum eigin ákvörðunum. 

LaRose | 31. maí '16, kl: 18:37:45 | Svara | Er.is | 0

Þetta væri ekki fyrir mig og ég myndi íhuga þetta vandlega

Abba hin | 31. maí '16, kl: 20:13:08 | Svara | Er.is | 0

Þitt líf og þín ákvörðun. Ég er samt jafngömul þér og það er svo fjarri mér að geta hugsað mér að vera með svona mikið eldri manni. Ég á bara EKKERT sameiginlegt svona "í lífinu" séð við jafnaldra foreldra minna.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Bragðlaukur | 31. maí '16, kl: 21:29:24 | Svara | Er.is | 1

Helmingurinn af plús 7 reglan ;)

skarpan | 1. jún. '16, kl: 22:27:18 | Svara | Er.is | 12

Ég er í svona sambandi og búin að vera í nokkur ár. Ég hugsaði í byrjun að þetta skipti engu máli, við náðum svo vel saman og urðum bara bestu vinir og þróaðist svo útí ástarsamband. Hann átti 3 börn fyrir sem ég var rosa spennt yfir og svo fluttum við inn saman og þá allt í einu fattaði ég raunveruleikann.
Geri mér reyndar alveg grein fyrir að það breytist ýmislegt þegar fólk byrjar að búa saman en ég vildi að ég hefði gert mér meira grein fyrir ákveðnum hlutum áður og hugsað meira praktíst en bara "að fylgja hjartanu"

Nr 1. Á hann börn fyrir? En þú? Langar þig í börn ef þú átt engin en hann einhver? Vill hann eignast fleiri börn? Færðu það í bakið þegar á hólminn er komið að hann sé búinn með þennan pakka? Ertu tilbúin að verða stjúpmamma?
Nefni þetta því við eignuðumst gaur fyrir ári síðan og ég sé nánast alfarið um hann því hann er fyrsta mitt en kallinn minn var í þessum pakka og þurfti alfarið að sjá um sín börn þá og finnst bara að ég eigi að gera þetta núna... sanngjarnt eða þannig.
Stjúpbörnin elska ég útaf lífinu en það er rosalega erfitt hlutverk og tekur mikið á mig andlega, sérstaklega þar sem mamma þeirra stjórnar alveg lífinu okkar.

Nr 2. Þekkiru eitthvað af vinafólki hans? Þekkir hann vini þína? Hvernig tengist þið vinum hvors annars, eigiði eitthvað sameiginlegt og dettið í góðan gír þegar þið hittist?
Ég þekki vini míns manns og fúnkera alveg með þeim, en hann vill ekki tengjast mínum vinkonum því þær eru svo óþroskaðar og það er svo langt síðan hann var á þessum stað.

Nr 3. Þrátt fyrir að fjölskyldan þín taki þessu ekki vel núna mun hún pottþétt jafna sig með það, en mun maðurinn þinn vera tilbúinn í að koma inní fjölskyldu sem kannski gagnrýndi hann og leit illum augum á hann til að byrja með?
Kemur hann til með að tengjast systkinum þínum og mökum þeirra eða verði þið alltaf svona aðeins útúr?
Þetta nefni ég vegna þess að minn maður ætlar sér ekki að verða einn af minni fjölskyldu afþví þau litu hornauga á hann til að byrja með. Þau hafa samt lagt það allt að baki og bjóða okkur með allt en hann neitar alltaf að koma með. Við systkinin vorum mjög samrýnd en ég hef fjarlægst þau gríðarlega bara vegna þess að hann vill ekki eyða tíma með þeim eða kynnast þeim almennilega...


Ég geri mér grein fyrir að þetta séu allt hlutir sem geta gerst þó fólk sé jafn gamalt, en þetta er samt líklegra í svona samböndum. Ég veit að ég hefði ekki hlustað á neinn í byrjun en ég vildi óska þess að ég hefði gert það, eða allavega velt þessum hlutum sem ég bendi á fyrir mér.
Ég er að gefast upp í mínu sambandi og ég veit að það er að stærstum hluta vegna aldursmunarins... vegna þess að honum finnst pirrandi að ég geti ekki bara verið á hans leveli og að ég skilji ekki að hann var byrjaður í sambandi þegar ég fæddist, og mér finnst óþolandi að þurfa að vera að missa af fullt af hlutum bara afþví að hann er búinn með þá áður.

Ef þú ert alveg viss um að höndla þetta allt eða að svona sé þetta bara alls ekki hjá ykkur, þá biðst ég afsökunar á þessari langloku og óska ykkur alls hins besta :)

strákamamma | 2. jún. '16, kl: 13:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

maðurinn þinn er... þú veist... (fáviti)   hvíslaði þetta..  held hann væri það sama hvað hann er gamall.   bara miðað við skrifin þín hérna inni um hann og svoleiðis.   

strákamamman;)

skarpan | 2. jún. '16, kl: 14:15:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha það er alveg rétt, en það vissi ég ekki fyrst... vildi óska að ég hefði samt pælt í þessum hlutum til að byrja með, burtséð frá því hvaða 20 árum eldri gæi þetta var.

assange | 1. jún. '16, kl: 22:34:20 | Svara | Er.is | 0

Mer finnst hann á mörkunumad vera sòdakall.. Med smástelpu

Skreamer | 1. jún. '16, kl: 23:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég sé að þú gerir þér ekki grein fyrir þeirri vanvirðingu sem þú ert að sýna þeim báðum og já þolendum misnotkunar að líkja þessu tvennu saman.  Hér er um tvo fullorðna einstaklinga að ræða á ólíkum aldri, hvorugt þeirra er barn eða unglingur.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

assange | 2. jún. '16, kl: 19:51:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hugtakid Smástelpa i tessu samhengi a fullan rett a ser.. Ekki talad um smabarn eda barn.. Haettu tessu rugli

Skreamer | 3. jún. '16, kl: 00:59:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei þetta er fullorðin kona, berðu smá virðingu fyrir henni skömmin þín hmmm.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

G26 | 2. jún. '16, kl: 03:06:23 | Svara | Er.is | 1

Vá ég ætlaði aldrei að losna við pylsubrauðaauglýsinguna sem fór alltaf fyrir efsta hlutann af umræðunni.
En já. Þetta er auðvitað bara ykkar mál og þið sem verðið að ákveða þetta. Bestu vinir mínir eru hjón þar sem það er næstum jafn mikill aldursmunur og hann á barn sem er á sama aldri og konan hans. þau eru búin að vera saman í ca 25 ár í dag og ég þekki engin hjón eða pör sem eru jafn samtaka í lífinu. Vinahópur þeirra samanstendur af fólki á öllum aldri og ég hef aldrei orðið vör við nein vandamál hjá þeim vegna aldursmunarins. Það er eins og að hún yngi hann upp og hún virkar aðeins eldri en hún er. Ég gleymi því t.d. oft að ég sé þó nokkuð mörgum árum eldri en hún en mér finnst hún alltaf vera eldri.

Ef ykkur líður vel saman og eruð ánægð með hvort annað ættuð þið ekki að láta álit annarra hafa áhrif á hvað þið gerið.

Svo er líka önnur hlið sem mér fannst svolítið skondin þegar ég heyrði hana. Það var strákur sem var næstum helmingi yngri en ég sem vildi endilega bjóða mér á deit með sér. Ég afþakkaði pent og benti honum á að ég gæti verið mamma hans. Þá fór hann að tala um að það væri svo miklu hagkvæmara, sérstaklega eins og ástandið í þjóðfélaginu er í dag.
Hann tók sem dæmi mann sem var með konu sem var 30 árum yngri en hann. Hann var búinn að koma sér vel fyrir í lífinu, átti hús, bíl og allt sem þurfti og hún flutti beint inn í þann pakka og gat einbeitt sér að því sem hún vildi, farið í nám, eignast börn og lifað góðu lífi án þess að þurfa að hafa peningaáhyggjur eða ströggla. Þegar hann var orðinn gamall og veikur hjúkraði hún honum. Eftir að maðurinn deyr myndi konan sem væri orðin nokkuð fullorðin ná sér í ungan mann og hann þyrfti ekki að ströggla til að kaupa húsnæði eða annað. Þegar konan verður gömul sér ungi maðurinn hennar um að hjúkra henni og eftir að hún fellur frá nær hann sér í unga konu og ferlið byrjar aftur.
Enginn þarf að taka rándýr húsnæðislán, fólkið getur lifað góðu lífi án þess að slíta sér of mikið í vinnu og allir glaðir.

Ég þáði ekki þetta deit en gat ekki annað en verið sammála um að þetta gæti verið assgoti fín lausn á skuldavandamálum heimilanna.

björk123 | 2. jún. '16, kl: 09:19:51 | Svara | Er.is | 0

algjörlega þitt að ákveða, er sjálf með eldri manni og er það alveg fullkomið að öllu leiti nema einu og hefur haft áhrif á mig, það eru barneignir, hann átti semsagt 2 börn fyrir en ég ekkert, í dag eigum við eitt barn saman, hann tilkynnti mér það strax að hann vildi ekki fleiri að hann væri orðin of gamall fyrir þetta.
semsagt barneignir hafa verið meiri issjú en aldursmunurinn og hefur verið nálagt því að stúta sambandinu

gruffalo | 2. jún. '16, kl: 14:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það finnst mer ekki skrítið, þetta er hlutur sem fólk verður að vera sammála um þegar það ákveður að vera saman. Of stórt atriði fyrir nokkurn mann að lúffa, hvort sem það er manneskjan sem vill ekki eignast fleiri börn eða þann sem þarf að sætta sig við að eignast engin.

Brallan | 2. jún. '16, kl: 16:40:29 | Svara | Er.is | 0

I fyrsta lagi eruð þið bæði fullorðin svo það er enginn annar sem ræður þessu.
En hugsaðu samt út í það og ræddu við hann að ef þið ætlið að gera þetta af alvöru. Fara búa saman og þ.h. - langar þig í barn í framtíðinni? En hann? Hvað sér hann fyrir sér með búsetu ? Viljið þið bæði búa hér á landi? En ef þú ferð í nám erlendis, kæmi hann með þér? En ef hann fær vinnu á öðrum stað á landinu, færir þú með honum?
Ég myndi ekki fara út í þetta nema hugsa um efri árin.
Hann er eldri og það eru kannski ekki 20 ár í að hans líf og þarfir verði gjör ólíkar þínum. Ert þú tilbúin í það ?
Afi var með yngri konu, það varð mikil togstreita hjá þeim þegar hann var orðinn sjúklingur og var bara heima alla daga, samviskubit hjá henni að vera fjarri en samt vilji til að gera svo margt, vinna áfram, ferðast innanlands og utan, fara í nám og fl. og fl.

S.s. ráðið því algjörlega sjálf- en ræðið hvað bíður ykkar

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46366 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, Guddie, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien