Alkóhólismi

blownie | 29. jún. '15, kl: 17:53:11 | 425 | Svara | Er.is | 1

Ok taka tvö, strokaðist allt út áðan sem ég skrifaði...

En ég leita til ykkar sem hafa reynslu eða vit á aðstæðum. Mig langar að ræða móður mína, sem hefur síðan ég man eftir mér alltaf verið tæp á áfengisneyslu.

Síðan ég var barn, komin með eitthvað vit, hef ég alltaf forðast hana um helgar - því ég þoli hana ekki þegar hún er í glasi - enn þann dag í daga meira að segja. Veit ekki hversu oft ég gisti hjá aðstandendum bara til að flýja hana án þess að nokkurn tíman segja henni það samt. Síðan skammaðist ég mín mikið fyrir hana sem barn útaf þessu.

Á föstudagseftirmiðdegi er byrjað að fá sér í glas (pabbi líka, en hann er ekki eins slæmur og þoli áfengi betur - verður ekki leiðinlegur með því) og það stendur fram á nótt. Laugardagur er svipaður og aftur fengið sér vel í glas það kvöld og fram á nótt. Síðan er sunnudagur afréttaradagur, þá er fengið sér allavega 1-2. Hina dagana drekkur hún aldrei og hegðar sér bara mjög eðlilega.

Hinsvegar þegar hún fer í frí er drukkið alla daga, í sumarbústað, útlöndum osfv - svosem eðlilegt, eða hvað?

Það sem ég átta mig ekki á er hvort að þetta flokkist undir alkóhólisma eða ekki?

Því hún þarf mjög lítið áfengismagn til að verða bara ''helluð'' á því strax. Fljótandi augu, væmin, röddin breytist, ýmsir taktar, stendur varla í lappirnar... verður bara allt annar karakter - sem minnir mjög mikið á fyllibyttu. Mér finnst hún þola áfengi mjög illa og virðist aldrei fá neitt þol eða úthald fyrir því eins og flestir alkóhólistar.

Ég hef hringt í pabba grátandi sem barn því mamma var drukkið inná baði eða að elda eitthvað og allt brann á pönnunni og hún vissi ekkert. Hef fylgt henni inní rúm og hvaðeina..

Í fyrsta skipti á ævinni hef ég samt séð hana fulla á virkum degi (utan föstudags) (tek það fram að hún vinnur ekki) - og það var í dag. Pabbi er í burtu og hún hefur greinilega verið svona alla helgina og er það enn í dag. Hún hefur alltaf verið rosalega ósjálfbjarga án hans, en mér finnst þetta yfir strikið...

og leita ég því ráða :( Mig langar bara að heyra skoðanir á þessu máli. Er ég að gera úlfalda úr mýflugu eða ? Ég elska hana og hef áhyggjur, en myndi aldrei þora að ræða þetta við hana né pabba :( varla neinn bara í heiminum - finnst þetta mjög óþægileg staða.

 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 29. jún. '15, kl: 17:59:53 | Svara | Er.is | 2

Er þetta alkóhólismi = Já klárlega


Ertu orðin fullorðin? Ég myndi reyna að leita uppi einhver samtök fyrir aðstandendur

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

blownie | 29. jún. '15, kl: 18:04:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er fullorðin, alveg miður mín yfir henni.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 29. jún. '15, kl: 18:06:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég myndi byrja á góðum sálfræðingi og athuga hvað hann/hún segir


Þú verður að byrja á ða hugsa um ÞIG því þú getur breytt þinni líðan og hegðun, en ekki hennar

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

blownie | 29. jún. '15, kl: 18:08:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk.

Relevant | 29. jún. '15, kl: 18:17:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

tek undir með Heiðlóunni, gerðu eitthvað fyrir þig og lærðu hvað er best fyrir þig að gera fyrir þig en ekki þau.
Á föður fyrir alcahólista og okkar samband hefur verið á mínum forsendum eingöngu í 20 ár. Hann er ekki sáttur við mig en ég er sátt við mig og hans drykkja hefur ekki lengur áhrif á mig fyrir vikið.
Þetta var erfitt en vel þess virði og ég fór til sálfræðings því mér fannst al anon ekki fyrir mig


gangi þér vel og hugsaðu fyrst og fremst um þig

dabbus123 | 29. jún. '15, kl: 19:01:22 | Svara | Er.is | 1

Til þess að fá úr þessu skorið, verður þú að ræða þetta við foreldra þína. En þú þarft að vera undir það búin að þau neiti þér algjörlega eftir það. Þá ertu búin að fá svar við spurningunni.

anjos | 29. jún. '15, kl: 19:11:45 | Svara | Er.is | 3

Fáðu hana til að setjast niður með þér og taka sjálfspróf SÁÁ, biðja hana um að "humor you". Hún mun væntanlega koma út sem blússandi alkahólisti á þessu prófi og tekur kannski meira mark á því en álit ættingja.
 

Sjálfspróf
 

Dalía 1979 | 29. jún. '15, kl: 19:19:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alkoholisti er nú oftast i afneitun og myndi nú ekki fara að taka  próf fyrir börninn sín

anjos | 29. jún. '15, kl: 19:21:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það fer nú eftir einstaklingnum.
Ég hef t.d aðstoðað eina manneskju við að taka þetta próf, með því að segja við hana "fyrst þú ert svo viss um að það sé ekki vandamál, taktu þá prófið". Einstaklingurinn tók prófið og stuttu eftir það byrjaði að leita sér hjálpar. Féll nokkrum sinnum en er edrú í dag.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 29. jún. '15, kl: 20:22:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá, ég er víst ''blússandi alki'' og ég sagði ''aldrei'' við nánast hvert einasta svar


Er maður sem sagt alki ef maður fær sér rauðvín á hverju kvöldi? Einn skammt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 29. jún. '15, kl: 20:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá en spes, sum prófin segja mér að hafa engar áhyggjur, önnur segja mér að úrbóta sé þörf án tafar.... greinilega ekkert rosalega áreiðanlegt :D

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

fálkaorðan | 30. jún. '15, kl: 01:19:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir vilja halda því fram.


Þeir hafa rangt fyrir sér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. jún. '15, kl: 10:33:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru mjög öfgafull próf. Fyrst eru þeir alveg ''þetta próf kemur ekki í staðinn fyrir greiningu hjá lækni'' og svo eru svörin alveg ÞÚ ERT Í MIIIIKLUM VANDA OG ER AUGLJÓSLEGA ALKI!!

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Dalía 1979 | 29. jún. '15, kl: 19:17:40 | Svara | Er.is | 0

Móðir þín þarf að leita sér hjálpar við áfengissýkinni 

athorste | 30. jún. '15, kl: 00:57:21 | Svara | Er.is | 3

Hvað sem þu gerir geturðu ekki breytt hennar hegðun. Þu þarft að leita þer aðstoðar t.d alanon goður sàlfræðingur með sèrhæfingu á þessu sviði. Endilega deila þvi með móður þinni að þu hafir àhyggjur af hemmar neyslu og þu ætlir að leita þer aðstoðar. Hun mun kanski ekki segja mikið jafnvel gera litið ur þvi en mun hugsa sitt. Vertu til staðar fyri hana ef þungetur en þu getur ekki brytt hennar neyslu fàðu ràðgjöf um meðvirkni.

athorste

fálkaorðan | 30. jún. '15, kl: 01:17:19 | Svara | Er.is | 2

Þetta er alveg bullandi alkóhólismi. Knús á litlu þig og styrkur til stóru þín.


Ég einhvernvegin kann engen ráð, býst ekki við að það fari vel ef þú talar við hana. Og ég hef enga trú á að þú getir gert neitt sem hefur áhrif á ástandið.


Mæli með að þú finnir þér sjálfstyrkjandi farveg til að vinna úr þessu fyri sjálfa þig. Mér sýnist Coda vera eitthvað sem ég get mælt með með hálfum hug. Helst mindi ég benda þér á að ræða þetta við sálfræðing, þú þarft eflaust ekki marga tíma til að komast á góðan stað sem þú getur haldið áfram að vinna úr þessu sjálf.


Ég býst að ég mindi leita upp spjallborð á netinu sem er stuðningur fyrir aðstandendur og þá sérstaklega fullorðna aðstandendur, (sem er ekki AA, ekki 12 spora, ekki trúarlegt).

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

blownie | 30. jún. '15, kl: 08:13:48 | Svara | Er.is | 0

Takk öll fyrir ráðin, þau hjálpa mikið <3

kep | 30. jún. '15, kl: 17:18:33 | Svara | Er.is | 1

Þetta hljómar eins og mamma mín. Hún drakk reyndar ekki mikið þegar ég var barn heldur byrjaði vandamálið þegar ég og sýstir mín flutti að heiman. Hún drekkur bara þeir daga sem hún er ekkert að vinna, um helgar og í sumarfríum, og er þetta nákvæmlega eins og þú ert að lýsa. Við höfum reynt að ræða við hana í nokkur ár og höfum sérstaklega áhyggjur yfir eftirlaunaárin sem eru að nálgast, en hún er í mikilli afneitun. Til að hugsa vel um okkur höfum við tekið ákvörðun um að forðast hana þegar hún er að drekka og svo má hún nátturlega ekki hitta barnabörnin í þessu ástanði. Vonumst til að hún að fer að sjá vandamálið og gerir etthvað í þessu þegar hún má ekki hitta barnabörnin, sem hún elskar yfir allt annað. Þau eldri eru farinn að skilja þetta og vilja heldur ekki hitta ömmu sína þegar hún "hagar sér undarlega".

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47938 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Kristler