Alvarlegt þunglyndi

Ljónsgyðja | 7. okt. '18, kl: 16:18:57 | 382 | Svara | Er.is | 0

Getið þið hjálpað mér. Ég er svo slæm af þunglyndi, líður alltaf illa, versna bara finnst mér, ég er orðin svo ótrúlega þreytt. Ég skil ekki afhverju batinn er svona hægur... hvað get ég gert til að losna úr alvarlegu þunglyndi sem fyrst, þarf gjörsamlega að draga mig í bað og hugsa um mig, allt virðist erfitt, smáatriði eins og að bursta tennur fyrir svefn verður allt í einu erfitt. Ég er gjörsamlega að missa vitið af vanlíðan. Kv.

 

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 16:24:55 | Svara | Er.is | 0

Vinkona mín keypti sér kort í worldclass eða Rebook og lét búa til prógrsm fyrir sig og fór alltaf 5-6 sinnum í viku. Eftir c.a 2 vikur þá sagði hún að henni liði svona tíu sinnum betur. Try it :)

Ljónsgyðja | 7. okt. '18, kl: 17:13:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Síðasta sem ég myndi vilja haha, takk samt,

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 17:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sagði hún líka en eftir mikla innri baráttu fékk hún sig í það og er búin að vera ræktarpési í 2 ár, hætt á öllum lyfjum, náði sér í flottan mann og komin í fasta vinnu.

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 19:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

innri barátta er þegar maður er þreyttur, nennir ekki og er frekar niðurdreginn. Klínískt þunglyndi er allt annar handleggur. Lestu þér til.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:16:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hennar orð, hennar orð :)

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 20:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hverrar?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:19:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Orð vinkonu minnar.

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 20:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei þín, það var ekki vinkona þín sem settir þetta hérna inn

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:24:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinkona min sagði þetta orðrétt. Hún notaði þessi orð (innri barátta).

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 20:26:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hefur þú einhverjar sannanir fyrir því?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:28:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að spyrja mig hvort ég hafi sannanir fyrir samtali sem gerist milli tveggja aðila inn í eldhúsi? Haha. Ef þú trúir þessu ekki þá nær það bara ekki lengra :)

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 20:31:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég trúi þessu ekki og þó ég gerði það þá er ekkert sem segir að aðstæður þessarar vinkonu þinnar og Ljónsgyðju séu neitt svipaðar, hún á langa sögu hér sem við þekkjum mörg og "having the blues" er ekki nálægt því.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:31:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt í góðu að þú trúir þessu ekki.

leonóra | 8. okt. '18, kl: 13:38:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Mikið ofboðsleg er ég orðin þreytt á að lesa kommentin frá þér TheMadOne.  Geturðu ekki átt bara þennan hroka fyrir þig og  leyft okkur hinum sem ekki vitum jafn mikið og þú að læra hvort af öðru ?

TheMadOne | 8. okt. '18, kl: 14:29:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skothelt ráð; hættu að lesa kommentin frá mér. Jafnvel alleiðinlegasta fólk, sem ég greinilega tilheyri, hefur sama rétt og aðrir. Þú aftur stjórnar algjörlega hvað þú lest.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

leonóra | 8. okt. '18, kl: 15:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei það geri ég ekki.  Ég mun halda áfram að lesa svörin þín.  Þú tilheyrir ekki alleiðinlegasta fólki  eins og þú orðar það - þú tilheyrir hrokafullu fólki.  Svör þín benda oft til þess að vanþekking  spyrjandans fari í taugarnar á þér.  Lækkaðu hrokann.  Þessi staður er vettvangur almennra skoðanaskipta - burtséð frá menntun og þekkingu. 

TheMadOne | 8. okt. '18, kl: 17:35:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá veistu að ég er ekkert að fara frekar en þú. Hvenær svara ég spyrjandanum í þessari umræðu?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Sessaja | 7. okt. '18, kl: 17:20:42 | Svara | Er.is | 0

Ertu á þunglyndislyfi?

Ljónsgyðja | 7. okt. '18, kl: 18:11:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sessaja | 7. okt. '18, kl: 18:19:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarftu kannski hærri skammt ? Annars er bara að drífa sig af stað í einhverja útiveru er talað um fyrir fólk sem er með þunglyndi.

Ljónsgyðja | 7. okt. '18, kl: 20:26:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef prófað hærri skammt og varð bara verri ef eitthvað er

Sessaja | 7. okt. '18, kl: 20:34:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu búin að vera lengi á lyfinu? Kannski þarftu aðra tegund?

Ljónsgyðja | 8. okt. '18, kl: 11:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eitt ár, veit ekki, gæti verið ?

Sessaja | 8. okt. '18, kl: 15:58:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hittu lækninn þinn og spáið í þessu saman.

kirivara | 7. okt. '18, kl: 20:15:41 | Svara | Er.is | 0

Þú getur farið í leik við sjálfa þig og verðlaunað þig fyrir unnið verk. Fyrsta daginn klæður þú þig í útiföt, dag tvö klæðir þú þig í útiföt og ferð út fyrir útidyrahurðina, dagur þrjú gerir allt þetta og bætir við kanski að labba út að næsta ljósastaur/girðingastaur og svo koll af kolli og mundu að verðlauna þig með einhverju góðu, eins og t.d gott kaffi/te, horfa á eitthvað skemmtilegt eða eitthvað í þá veruna og trúðu mér þetta gerir kraftaverk :) ég sendi þér góða strauma og gangi þér vel

Ljónsgyðja | 7. okt. '18, kl: 20:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta

Grrrr | 7. okt. '18, kl: 22:06:21 | Svara | Er.is | 1

Oft reynir maður að elta hamingjuna og það getur gert mann þunglyndann þegar misheppnast. Best er að byrja smátt á einfaldri rútínu og læra að vera sáttur yfir daginn. Svo fjölgaru verkefnum í rútínunni eftir því sem þú treystir þér til. Að losna við þunglyndi er maraþon. Lykillinn að hamingjusömu lífi er að vera sáttur við sjálfann sig í lífinu. Þá ertu tilbúinn að taka á móti hamingjunni þegar hún kemur.

Gangi þér vel.

ÓRÍ73 | 7. okt. '18, kl: 22:10:00 | Svara | Er.is | 0

Skoða með þunglyndislyfin en fyrst og fremst salfræðing.

Ljónsgyðja | 8. okt. '18, kl: 11:31:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er nýbyrjuð hjá sálfræðing

ert | 8. okt. '18, kl: 12:16:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ræddu vandamál þín við sálfræðinginn, ekki hér á netinu. Þú færð svo mörg mismunandi svör á netinu og sum geta verið í mótsögn við það sem sálfræðingurinn segir og það getur verið ruglandi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

askjaingva | 8. okt. '18, kl: 21:55:17 | Svara | Er.is | 0

Það sem hefur hjálpað mér best er að sætta mig við sjúkdóminn, líta á hann sem hluta af mér í stað þess að vera í sífelldri baráttu. Barátta er mjög orkufrek. Þú ert heyri ég að nota mikla orku í að líða illa yfir afleiðingum sjúkdómsins. Þér finnst þú ómöguleg og ég hef grun um að þú sért mjög dómhörð við sjálfan þig fyrir að vera svona veik. Ég er alls ekki að segja að þú verðir stálslegin á morgun með því að breyta um hugsunarhátt, síður en svo en þunglyndi er nægileg byrði að bera þó maður sé ekki vondur við sjálfan sig fyrir að hafa hann.

gulamin | 12. okt. '18, kl: 21:31:24 | Svara | Er.is | 1

Ef þú hefur ekki farið nýlega þá mæli ég með að þú farir í blóðprufu. Þeir geta verir tregir til að mæla Dvítamin því það kostar mikið. En það er rosalega lúmskt hvað t.d b12 og D-vitamin geta haft mikil áhrif a geðheilsuna og ef þú skildir vera með einhvern skort þá gæti það komið út í auknu þunglyndi/þreytu/kvíða. Annars mæli ég með að hlusta á tónlist sem þú elskar eða janfvel fallega yogatónlist til að opna hjartað. Hugsaðu um einn hlut á dag sem þú ert þakklát fyrir. Eins og t.d rúmið þitt sem þú færð að hvíla lúinn líkama þinn á. Svo getur þú aukið það uppí fimm hluti á dag ef þú treystir þér. Hafðu það eitthvað einfalt sem þú átt auðvelt með að sækja tilfinninguna þakklæti fyrir og það má nota sömu hluti dag eftir dag. Ég óska þér alls hins besta í þessu lífi og vona að þú finnir ljósið þitt.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gamlar umræður Sessaja 9.12.2018
Jólagjafir Twitters 7.12.2018 9.12.2018 | 18:13
Russian Earl Grey (Lipton) fáanlegt einhvers staðar hérlendis? geiri42 9.12.2018 9.12.2018 | 17:54
Árni Jón Geirsson gigtarlæknir ny1 8.12.2018 9.12.2018 | 16:04
Þið sem hafið látið fjarlægja gallblöðru... upplysing1 29.10.2007 9.12.2018 | 14:44
"Listaverkið" Litla hafpulsan í Reykjavíkurtjörn Júlí 78 7.12.2018 9.12.2018 | 13:01
Þessi hrokabykkja gefur sig ekki spikkblue 8.12.2018 9.12.2018 | 12:54
Vandamál með gírana á bílnum. Einhver bílasnillingur hérna ? HK82 22.11.2018 9.12.2018 | 10:59
Brú yfir Skerjafjörð frá Kópavogi kaldbakur 8.12.2018 9.12.2018 | 09:35
90s Söngvaborg? Sifjada 7.12.2018 9.12.2018 | 08:03
Hljóð-upptökur/deildu Tekkinn 8.12.2018 9.12.2018 | 00:14
Mín fyrrverandi JæjaLOL 29.11.2018 8.12.2018 | 22:17
Selja skartgripir malata 8.12.2018 8.12.2018 | 22:07
Piparkökuhús - hvar maja býfluga 8.12.2018 8.12.2018 | 19:46
Rakvél fyrir stráka kittyblóm 8.12.2018 8.12.2018 | 18:53
Klausturs - Nunnu og Hommabarinn. kaldbakur 8.12.2018 8.12.2018 | 18:15
Götumynd / Veggmynd fyrir bæjarfélög disamin 7.12.2018 8.12.2018 | 15:21
fyllt svínalund? adrenalín 8.12.2018
Netflix - Amazon prime Twitters 16.5.2018 8.12.2018 | 09:33
Graco turn2reach bílstóll gms 7.12.2018
Landsbyggðarfólk vill að ríkið niðurgreiði flug polyester 4.12.2018 7.12.2018 | 20:07
Að borga fyrir brotið í búð Sossa17 1.12.2018 7.12.2018 | 18:53
Desember uppót langveikra barna Flottt 1.12.2018 7.12.2018 | 17:38
Barna-/unglingabók sem ég man ekki nafnið á ö 7.12.2018 7.12.2018 | 16:33
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 7.12.2018 | 13:19
útlandaferð og dómur fyrir vanskil Torani 24.11.2018 7.12.2018 | 13:10
Afhverju er fátækt fólk á Íslandi feitt? Lýðheilsustofa 22.11.2018 7.12.2018 | 11:42
Ikea rafmagnshjól, hver er ykkar reynsla? smons 8.9.2018 7.12.2018 | 03:51
Gluggaþvottur Reykjanesbæ ello 7.12.2018
Aldrei átt kærustu Grassi18 26.11.2018 6.12.2018 | 23:44
Þýðing á einkun bókstöfum Grunnskóla hremmi79 4.12.2018 6.12.2018 | 20:30
Þórarinn Hannesson geðlæknir? falkadrengur 19.9.2014 6.12.2018 | 16:02
Jóla bílaljos 12v - hvar fást slík? Ljufa 6.12.2018 6.12.2018 | 14:53
Ein í smá vanda. akvosum 5.12.2018 5.12.2018 | 21:44
Löggan varar við innbrotsþjófum ! kaldbakur 5.12.2018 5.12.2018 | 19:13
Afhverju er myndin Alltaf birt út á hlið Sessaja 5.12.2018 5.12.2018 | 19:06
Klósettpappír, eldhúsrúllur, harðfiskur, teljós, lakkrís og fleira. Fjáröflun! sankalpa 5.12.2018
Þetta ætti að sýna á RÚV til að vinna gegn offitu. Lýðheilsustofa 4.12.2018 5.12.2018 | 18:10
Flugfreyjan - viðtal númer 2 Interrail 15.10.2018 5.12.2018 | 15:49
12v bíla aðventujólaljós? Ljufa 5.12.2018
Gat í tungu lovelove2 4.12.2018 5.12.2018 | 01:33
Russet Kartöflur PinkStar 22.8.2010 4.12.2018 | 18:45
Efnafræði snillingar ? kannskibaraa 4.12.2018
Finnst ykkur þetta fyndið? Þetta var or er rasismi. Lýðheilsustofa 2.12.2018 4.12.2018 | 16:44
Hansahillur - járn daggz 28.11.2018 4.12.2018 | 14:30
Inneign í lífeyrissjóðum Torani 4.12.2018 4.12.2018 | 12:54
Mömmukökudeig vigdisberglind 14.12.2017 4.12.2018 | 09:58
snjállsjónvarp ENOX reynsla? EvaDagmamma 3.12.2018 4.12.2018 | 08:14
Fasteignamat ljos1 3.12.2018 4.12.2018 | 01:01
Þorsteinn Bergmann verslun Boze 21.10.2018 3.12.2018 | 23:11
Síða 1 af 19678 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron