Áminning í starfi - vantar ráð

stofuskapur | 3. nóv. '18, kl: 03:08:28 | 779 | Svara | Er.is | 0

Núna fékk ég tiltal í vinnunni á Fimmtudag að ég þurfti að standa mig betur að þeirra mati og vinnuveitandi vill að ég skrifi undir samning um að ég sýni fram á x árangur fyrir ákveðin tíma og ef árangur næst ekki muni ég sjálf segja upp störfum....Ég neitaði að skrifa undir neitt nema ég fengi að hugsa þetta þannig annar fundur er boðaður í lok mánaðars um þetta mál.

Er ekki rétt hjá mér að ef ég skrifa undir svona samkomulag, verði sagt upp síðar & þyrfti að fara á atvinnuleysisbætur þá yrði ég alveg réttindarlaus gagnvart að fá laun á uppsagnarfresti + fengi 2 mánaða biðtíma hjá vinnumálastofnun + missi rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum því ég "yrði valdur að eigin uppsögn".

Á ég að skrifa undir þetta eða neita og vona að mér verður sagt upp vegna skipurlagsbreytinga eða ég fái skriflega áminningu sem yrði í raun svipað og samningurinn nema þá fengi ég laun á uppsagnarfresti ef mér verður sagt upp síðar.... Samt sem áður fengi ég biðtíma ef mer yrði sagt upp.

Ég spurði þau í Vinnumálastofnun í gær, var svolítið hissa á viðmóti þeirra þannig ég vil hafa þetta á hreinu áður en ég þarf að vara eiga við þau.

 

T.M.O | 3. nóv. '18, kl: 03:37:45 | Svara | Er.is | 0

Það er alveg klárt mál að þú ferð á biðtíma ef þú segir upp. Mér finnst þetta vera ljót þvingun til að afsala þér réttindum þínum. Talaðu við stéttarfélagið þitt.

PepsimaxDos | 3. nóv. '18, kl: 04:22:32 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta ljót tilraun til að losna við ig.

Án þess að ég þekki þínar aðstæður nógu vel & gef mér þínar forsendur eingöngu þá myndi ég ekki skrifa undir neitt.

Dæmi:
Ef þú skrifar undir samning og þú ert þvinguð síðar til að segja upp vegna samningsbresta þá ertu búin að afsala þér: launum á uppsagnarfrest, tekjutengdum atvinnuleyssbótum & færð 40-60 daga bið hjá vinnumálastofnun + færð biðtíma vegna ótekið orlof sem þú ert væntarlega búin að safna upp sl. 6 mánuði.
Þú gætr orðið tekjulaus í 3-4 mánuði og fengið aðeins borgaðar grunnatvinnuleysisbætur sem eru eithvað um 200.000kr eftir skatt.
þeir gefa sér líka 6 vikur að samþykkja atvinnuleysisbætur.

Ef ég væri þú þá mynd ég samþykkja að standa mig betur en ekki skrifa undir að þú látir að störfum af sjálfsdáðum ef þeim finnst þú ekki vera að gera það...Þetta væri bara túlkunaratriði, ef þeir gefa þér viðvörun og segja þér upp síðar þá þurfa þeir amk að borga þér uppsagnarfrestinn en þú fengir biðtíma hjá vinnumálastofnun þar sem þú ert búin að fá aðvörun.

Venja | 3. nóv. '18, kl: 07:37:01 | Svara | Er.is | 2

Ekki skrifa undir þetta. Segðu að þú ætlir að bæta þig alveg eins og í þessum samning, en ef þeim finnst þú ekki hafa gert það þá er það þeirra að segja þér upp.


Gangi þér bara sem best, ekki skemmtilega staða sem þú ert í!

stofuskapur | 3. nóv. '18, kl: 08:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held nefnilega að mér verði ekki gefin valmöguleikar með þetta...Þeir vija örugglega hafa þetta skriflegt svo þeir þurfi ekki að borga uppsagnarfrest.

Held að það besta í stöðunni sé að vera sagt upp vegna skipurlagsbreytinga eða fá skriflega viðvörun en ég mun pottþétt ekki skrifa undir neitt sem afsalar réttindum eða vera þvinguð til að segja upp sjálf.
Í versta falli ef þeir gefa mér aðvörun og segja mér síðan upp 1-2 mánuði síðar þá allavegana fæ ég laun á uppsagnarfresti en í staðin fæ ég ekki tekjutengdar atvinnuleysisbætur eða bætur fyrstu 2 mánuðina þannig maður verður bara að vona að maður fái vinnu fljótt.

xarax | 3. nóv. '18, kl: 18:50:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú hefur fengið skriflega áminningu og er sagt upp í kjölfarið máttu vinna uppsagnarfrestinn nema um annað sé samið. Ef þú vilt það ekki þurfa þeir ekki að borga þér neitt, ef þeir hins vegar neita þér um að vinna frestinn þurfa þeir að borga þér laun.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

ert | 3. nóv. '18, kl: 10:54:38 | Svara | Er.is | 1

Stéttarfélag. Ef þú ert í slíku þá gengurðu í það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 3. nóv. '18, kl: 16:58:42 | Svara | Er.is | 0

Hvernig fyrirtæki er þetta ?
Hafðu samband við stéttarfélagið þitt. 

fólin | 3. nóv. '18, kl: 19:16:12 | Svara | Er.is | 2

Ég mundi aldrei skrifa undir þetta, frekar mundi ég láta segja mér upp

darkstar | 3. nóv. '18, kl: 19:40:22 | Svara | Er.is | 1

aldrei að skrifa undir þetta, þetta er ólöglegt plagg.. ef fyrirtækinu finnst þú ekki standa þig í vinnu þá geta þeir veitt þér áminningu og frest til að bæta þig.. ef þú hefur ekki bætt þig á þessum umsamda tíma þá geta þeir sagt þér upp.. en að þú eigir að segja upp vinnu er ólöglegt og fyrirtæki getur aldrei sagt starfsmanni að segja upp störfum.

dvdrom | 7. nóv. '18, kl: 23:19:09 | Svara | Er.is | 4

Eitt skaltu venja þig strax á ef þér verður sagt upp að vinnumálastofnun er skítastofnun og viðmótið er alltaf vont.

T.M.O | 8. nóv. '18, kl: 01:33:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Tru dat. Eins og nokkrar aðrar stofnanir gengur allt út á að þú hljótirðu að vera að reyna að svindla

pepsitwist | 8. nóv. '18, kl: 12:09:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var atvinnulaus í tvö ár og get alveg vottað fyrir þetta...Það er ekkert sem heitir mannlegt.

Væri gaman að sjá tölfræði frá þem hvað stór hluti þeirra sem eru atvinnulausir lendi í skerðum á meðan þeir eru skjólstæðingar hjá þeim? Þá er ég að meina biðtíma...Ég er viss um að 90-95% fái einhverskonar biðtíma og allt gert til að koma höggi á atvinnulausa.

Ég fékk t.d. 2 mánaða bið út af því að ég áttaði mig ekki á að ég fékk greiddan úr verðbréfasjóð upp á heilar 50.000kr og tilkynnti ekki til þeirra...Kom engin tilkynning og þetta fór inn á bók sem ég vissi vart að ég ætti...Alveg sama hvað ég sagði og reyndi að útskýra en nei þetta voru svik og ég bara settur í 2 mánaða straff en þurfti samt að mæta í fullt af námskeiðum sem voru í gangi á meðan biðtíma stóð annars voru það bara 3 mánuðir í biðtíma í framhaldi af 2 mánaða biðtíma.

seljanlegt | 8. nóv. '18, kl: 20:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, var án atvinnu í rúmt ár eftir ljóta uppsögn. Það er langt frá því að verið sé að byggja fólk upp og efla það í atvinnuleit. Fúll á móti er viðhorfið og slagorðið “gerum lítið úr þessum aumingjum og brjótum þá niður. “ Ég óttast atvinnuleysið sem slíkt ekkert rosalega en fæ oft kvíðaköst af ótt við að þurfa að eiga aftur samskipti við starfsfólk stofnunarinnar.

Venja | 8. nóv. '18, kl: 14:12:12 | Svara | Er.is | 0

Hvernig fór þetta hjá þér, ef ég má spurja?

stofuskapur | 8. nóv. '18, kl: 23:59:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fundurinn er 19 Nóv.

Þeir ætla að hafa hann á kaffihúsi þannig það er nokk ljóst í hvað stefnir.

Talaði við stéttarfélagið og þeir bíða á hliðarlínunni...Hafa aldrei heyrt af öðrum eins þvingunaraðferðum.

Venja | 9. nóv. '18, kl: 06:25:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stattu fast á þínu og ekki skrifa undir neitt án þess að vera 100% viss um að það sé rétt og sanngjarnt og það sem þú vilt. Verða þeir margir á móti þér einum á þessum fundi? 

stofuskapur | 9. nóv. '18, kl: 08:28:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þeir verða pottþétt 2 (starfsmannastjóri & framkvæmdarstjóri)

Besta lausnin er uppsögn vegna skipurlagsbreytinga og allt gert upp fyrir mánaðarmót, stéttarfélagð nánast bannaði mér að skrifa undir annað.
Þá held ég líka réttindum mínum sem mest þegar ég sæki um atvinnuleysisbætur eftir mánaðarmót.

T.M.O | 9. nóv. '18, kl: 13:46:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvort sem þú segir upp eða þér er sagt upp vegna skipulagsbreytinga þá áttu alltaf inni uppsagnarfrest hvort sem þú vinnur hann eða þeir eru tilbúnir að borga þér hann án vinnuframlags. Ef þú segir upp þá geta þeir fyrir náð og miskunn leyft þér að hætta strax eða fyrr án þess að vinna uppsagnarfrest og án launa en ég get ekki ímyndað mér að það sé betra fyrir þig nema þú sért kominn með vinnu annars staðar.

stofuskapur | 9. nóv. '18, kl: 14:42:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stéttarfélagið einmitt sagði mér að taka mynd af uppsagnarbréfinu ef það stæði eithvað annað en skipurlagsbreytingar upp á réttindarmál & senda .þeim það...Ef þeir vilja ekki að eg vinni þá ber þeim að greiða allt orlof, 3 mánuði & ég get farið að sækja um aðrar vinnu samdægurs,

Þú getur neita að skrifa undir svona bréf á staðnum.

T.M.O | 9. nóv. '18, kl: 14:46:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig er farið að langa að vita hvaða fyrirtæki hagar sér svona. Spurning hvort þú getur tekið einhvern með þér á fundinn. Svona 2 á móti 1 er taktík til að þvinga þig til að gefa eftir.

ert | 9. nóv. '18, kl: 15:11:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Fundur á kaffihúsi í svona máli! Já maður er forvitin um hvaða fyrirtæki þetta er. Ekki þess virði að vinna þar - það er ljóst. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Gunnýkr | 12. nóv. '18, kl: 18:13:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú átt ekkert að þurfa að taka mynd af bre´finu. Þú átt alltaf að fá afrit af því.
Ekki skrifa undir neitt sem skerðir þín réttindi.

seljanlegt | 9. nóv. '18, kl: 18:15:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur þú ekki haft einhvern með þér td. Frá stéttafélaginu. Þetta hljómar eins og einhver skítseyðaháttur

Mrsbrunette | 8. nóv. '18, kl: 20:29:40 | Svara | Er.is | 0

Hefuru talað við stéttafélagið þitt?

Friðrik Fríkaði | 9. nóv. '18, kl: 00:44:10 | Svara | Er.is | 0

Ef þú skrifar undir þetta að þá ertu bara kjáni.

Óskettir konu með breytt bak húsmæði og sjálskirptan bíl áhugasamt kvenfólk hafa sanband í skilabot.

sakkinn
Venja | 9. nóv. '18, kl: 06:24:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þeir vilja losna við hann vegna lélegrar frammistöðu þá geta þeir sagt honum upp. Mér finnst eiginlega hans frammistaða ekki veri málið hérna heldur þessar fáránlegu þvingunaraðferðir fyrirtækisisns.

daggz | 9. nóv. '18, kl: 14:14:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega! Þetta er algjörlega fáránlegt.

--------------------------------

stofuskapur | 9. nóv. '18, kl: 14:37:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er góð spurning og á alveg rétt á sér....Mikið búin að spá hvort ég hafi klikkað eða gert eithvað sem veldur þessu en nei þetta er þvingunaraðgerð til að koma öðrum að sem vill hlýða

Fyrst og fremst þá eru fyrirtæki mjög hrædd við 425.000kr kröfur stéttarfélaga og það er mikið verið að skera niður á bakvið tjöldin til að countera þeim, það er verið t.d. mikið að segja fólki upp yfirvinnu á mörgum stöðum.

Málið er að fyrir nokkru þa vildu þeir fækka fólki mikið í þessari deild sem ég er með og auka vinnu á aðra, átti að segja upp 5 af 15...Ég neitaði að skera niður og segja upp fólki því ég ætla ekki að bæta á mig 2klst á dag án þess að fá það borgað & skikka annað fólk til að taka meira að sér og fá ekkert fyrir það...Það bara má ekki.
Núna hafa þeir einhvern í sigtinu sem vill gera þetta og þeir vilja helst losna við mig án þess að greiða mér krónu....Ef ég skrifa undir samningin og þeim finnst mér ekki vera að standa mig þá fyrirgef ég mér rétti á uppsagnarfresti, tekjutengdum atvinnnuleyibótum og fæ tveggja mánaða bið hjá vinnumálastofnun þannig það er glapræði að skrifa undir þetta samkomulag.

Þetta er prinsippp líka.

Venja | 9. nóv. '18, kl: 16:30:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað þetta er allt skítlegt! Mér sýnist þú vera að gera allt rétt í þessari leiðindastöðu, vonandi finnuru betri vinnustað!

askjaingva | 9. nóv. '18, kl: 17:04:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Passaðu þig á að fara fram á að fá afhent strax meðmælabréf, þú getur alltaf hótað að skrifa í Dv ef þeir samþykkja það ekki.

sakkinn | 9. nóv. '18, kl: 23:17:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hóta að fara í DV er bara engin lausn.... sér í lagi ef viðkomandi í stjórnunarstöðu. Það mun ENGIN heilvita maður ráða einhvern sem fer beint í DV ef það bjátar eitthvað á.

Oft er fólk boðið að segja upp sem kemur betur út á CV til lengri tíma litið. Er einhver möguleiki á því að fá að vinna þessa þrjá mánuði eða fá þá greidda en segja samt upp en móti fyrirgefa rétti á atvinnuleysisbótum???

askjaingva | 10. nóv. '18, kl: 17:24:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hún fær ekki góð meðmæli fær hún aldrei neina stöðu hvort sem er.

leonóra | 10. nóv. '18, kl: 08:16:43 | Svara | Er.is | 0

Ertu trúnaðarmaður á staðnum ?

jak 3 | 10. nóv. '18, kl: 14:38:56 | Svara | Er.is | 0

Hafa þetta á hreinu áður en þú ferð að eiga við þau? Ertu búin að ákveða að þú ætlir ekki að bæta þig?

Venja | 10. nóv. '18, kl: 18:40:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú lest restina af þræðinum sérðu að þetta virðist lítið snúast um að þau vilji að hann bæti sig, heldur að þau vilji losna við hann ókeypis

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 21.11.2023 22.11.2023 | 03:51
Matareitrun fishermansfriend 3.6.2007 21.11.2023 | 11:21
Nýr lýtalæknir skranprinsessan 20.11.2023
Pústviðgerðir Lilith 4.1.2012 20.11.2023 | 07:56
Hyundai stepwgn Kormákur Breki 20.11.2023
Flugvöllur í Hvassahrauni jaðraka 9.11.2023 19.11.2023 | 16:46
Screen Printing Kit set nörd2 18.11.2023
Sorphirða í Reykjavik jaðraka 20.10.2023 17.11.2023 | 09:39
Norskunámskeið??? alm1989 10.5.2012 15.11.2023 | 07:37
Júní 2024 bumbuhópur Herra hvutti 14.11.2023 15.11.2023 | 07:19
Ee sikorwawa 14.11.2023
Ee sikorwawa 14.11.2023
HJÁLP - LEIKRITSGREINING valurhvalur 13.11.2023
Versti Forsætisráðherra Íslands frá upphafi Hauksen 11.11.2023 13.11.2023 | 21:05
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 13.11.2023 | 04:35
Einhver game? juferta 13.8.2007 13.11.2023 | 04:34
"Gosinu" við Grindavík er lokið jaðraka 12.11.2023 12.11.2023 | 15:01
Sala á uppstoppuðum fugl FJ-101 2.11.2023 12.11.2023 | 08:52
Nýtt fangelsi??? amma Hulda 25.9.2023 9.11.2023 | 11:48
Hvar fæ ég mjóar og langar ljósaperur? olla2 4.11.2023 8.11.2023 | 07:42
Langalangafi eða -amma hillapilla 25.2.2013 8.11.2023 | 07:12
Dofi í höku og kinnum olla2 7.11.2023 8.11.2023 | 04:47
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 8.11.2023 | 04:44
Hverng væri að allir reportuðu þann sem er Mswave 4.11.2023
Reynsla af uppeldisráðgjöf eða foreldrafræðslu? dagbjortosp 1.11.2023
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 1.11.2023 | 13:31
Tjón, húseigendatrygging eða? adrenalín 31.10.2023
Sojalesitín Gallía 7.6.2011 31.10.2023 | 11:22
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Síða 6 af 47914 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie