Andlegt ofbeldi maka

espoir | 29. maí '16, kl: 20:00:42 | 1278 | Svara | Er.is | 0

Í dag sakaði maki minn mig um að leggja hann í andlegt ofbeldi. Slíkt var sjokkið að ég fór inn á wc og gubbaði. Hefur liðið eins og það liggi þungur steinn á brjóstkassanum og svo stór samfelldur hnútur í maganum að hann samtengist kökkinum í hálsinum.

Á föstudaginn var ég í saumaklúbb svo hann fékk að sjá um börnin 3, á laugardag var ég svo á æfingum útaf wow cyclothon svo hann var með börnin þar til síðdegis. Ég fór á fætur með börnin bæði lau morgun og sun morgun. Þegar ég spurði hann hvort hann vildi ekki segja takk fyrir að leyfa sér að sofa út (nokkuð sem ég myndi í öllum tilfellum gera) varð hann frekar þurr á manninn, sagðist eiga þetta inni eftir að hafa gert mér greiða og hugsað um börnin á meðan ég var að dandalast einhvers staðar annars staðar.

Ég var frekar pirruð yfir að hann væri svona móðgaður að ég vildi fá takk og að hann færi að telja klukkustundirnar, hvort væri búið að vera lengur með börnin þessa helgi. Og þá kom það - það að ég skyldi vera pirruð yfir þessu væri andlegt ofbeldi. Og hann endurtók það tvisvar. Svo við höfum ekki yrt á hvort annað síðan, í næstum 10 klst.

Andlegt ofbeldi.. Mér verður óglatt bara við að skrifa þetta. Ég hef sjálf verið í sambandi þar sem ég var þolandi, slapp blessunarlega úr því tiltölulega fljótt en fékk að kynnast ýmsu. Það að setja mig í sömu spor og þann einstakling er mesta móðgun og það allra versta sem nokkurn tíman hefur verið sagt við mig. Og það þurfti að vera hann sem sagði það, maki minn, minn ferðafélagi til 13 ára.

Ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu... :(

 

ert | 29. maí '16, kl: 20:09:25 | Svara | Er.is | 3

Mjög einfalt
1) búa við óbreytt ástand
2) dæmda honum
3) einhvers konar ráðgjöf,meðferð

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 29. maí '16, kl: 20:10:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

2) dömpa honum
Autokorekt leiðinlegt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

zakaria | 8. júl. '16, kl: 19:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Magnað hvað konurnar hér á bland eru alltaf reddý með þessi svör: dömpaðu honum! hættu með honum strax! labbaðu bara útaf heimilinu! o.s.fr. Eins og það sé alltaf langbesta lausnin.

zakaria | 8. júl. '16, kl: 19:58:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú komst samt með 3 valkosti, sem er gott ;)

gruffalo | 29. maí '16, kl: 20:19:37 | Svara | Er.is | 8

Andlegt ofbeldi er stórt hugtak og ef hann meinti það 100% þá þurfið þið væntanlega að fara í ráðgjöf.


Það má alveg deila um það hvort pirringurinn yfir takk-leysinu hafi verið réttlætanlegur (á mínu heimili er bara sjálfsagt að leyfa hvort öðru að sofa út ef annar aðilinn er mjög þreyttur en yfirleitt förum við öll á fætur saman svo þetta þekkist eiginlega ekki hérna) en það eitt og sér er ekki hægt að kalla andlegt ofbeldi.

espoir | 29. maí '16, kl: 21:29:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það má eflaust deila um það. En það voru fleiri þættir, getur séð þá í svarinu mínu til TheMadOne. Hann sagðist hafa orðið svona móðgaður því ég var augljóslega pirruð áður en ég sagði eitthvað (strax og hann vaknaði)

T.M.O | 29. maí '16, kl: 20:27:19 | Svara | Er.is | 19

fá þriðja hlutlausan aðila til að hlusta á báðar hliðar og hjálpa ykkur í gegnum þetta, sálfræðing eða ráðgjafa. Mér finnst kjánalegt að ætlast til að einhver segi takk fyrir að fá að sofa út, mér finnst líka kjánalegt að kalla það andlegt ofbeldi. Það er örugglega fullt að ósögðum hlutum bæði hérna og ykkar á milli sem þið þurfið bara að leggja vinnu í að koma upp á borðið.

espoir | 29. maí '16, kl: 21:11:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við eigum 3 börn undir 5 ára og það getur verið mjög erfitt að vera með þau einn. Við förum í 99% tilfella öll saman á fætur. Ef ég hefði fengið að sofa út myndi það fyrsta sem ég gerði vera að kyssa hann og segja takk fyrir að leyfa mér að sofa. Honum datt það ekki einu sinni til hugar. When someone does something nice for you, you thank them, finnst það bara svo basic.. svo var það líka það að hann fór að telja upp klukkustundirnar sem hann var með börnin. Eins og það væri einhver stimpilklukkuvinna. Og svo líka hvað hann varð reiður, bara við það að ég minntist á þetta. Ráðgjöf gæti verið eina vitið..

Cheddar | 29. maí '16, kl: 21:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

eru þessi  börn bara þitt mál? eingetin með öllu?

espoir | 29. maí '16, kl: 21:22:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þegar hann sagði "ég gerði þér greiða svo þú gætir ..." Þ.e. Var með börnin á meðan ég fór á æfingu. orðið GREIÐI truflaði mig mikið..

Cheddar | 29. maí '16, kl: 21:28:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég mundi ekki nenna að búa með manni sem hefði þetta viðhorf til okkar barna.

xlnt | 29. maí '16, kl: 23:04:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Var hann að "passa" fyrir þig?...annars þakka ég aldrei mínum manni fyrir að eyða tíma einn með börnunum okkar, eða hann mér. Við látum bara hvort annað vita ef við þurfum að fara eitthvað eða gera eitthvað annað en að vera heima með fjölskyldunni. Og reynum að plana það þannig að það skarist ekki. Það er gott, og í raun nauðsyn, að komast aðeins út og fá að sakna þeirra svolítið...

T.M.O | 30. maí '16, kl: 01:40:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú varst greinilega ekki að byrja að búa með honum núna, þið hafið augljóslega ekki sömu hugmyndir um hvernig maður "á að haga sér". Setningar sem byrja á "ef ég hefði verið í þínum sporum hefði ég..." hjálpa ekki neinum. Þið þurfið bæði að taka ákvörðun um hvort þið ætlið að finna milliveginn ykkar á milli eða gliðna í sundur. Þú verður ekki eins og hann vill og hann verður ekki eins og þú vilt.

assange | 29. maí '16, kl: 21:22:35 | Svara | Er.is | 0

Tessi gaur er ömurlegur.. To hann hefdi ekki ekki sagt tetta med andlega ofbeldid

trilla77 | 29. maí '16, kl: 21:42:04 | Svara | Er.is | 8

Það er mjög erfitt að dæma út frá þessu innleggi hvort að þetta sé andlegt ofbeldi.


Mér finnst reyndar vanta í þetta hvort að þú hafir þakkað honum fyrir að vera með börnin á föstudag og laugardag á meðan þú varst að sinna þínu, mér finnst í lagi að þú þakkir þá fyrir þig fyrst að þú ætlast til að fá þakkir fyrir þína vinnu með börnin

espoir | 29. maí '16, kl: 22:18:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jájá hann fékk stórt SMS-takk, marga kossa og innilegt Takk um leið og ég kom heim sem og nýbakað brauð og uppáhaldskökuna úr bakaríinu.
Ég var samt ekkert að taka það með inní myndina þegar ég pirraðist í morgun, eins og ég segi ofar finnst mér það svo sjálfsagt að segja takk við maka þinn og auðvitað bara alla

miramis | 30. maí '16, kl: 15:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 17

Mér finnst þetta rosalega, tjah hvað á ég að segja, ýktar þakkir fyrir að hann hafi sinnt krökkunum. Á mínum 13 ára foreldraferli og (lengra) hjónbandi förum við ekki svona all in í þakklæti fyrir eitthvað sem er bara hluti af daglegu lífi. 

Dafuq | 31. maí '16, kl: 16:13:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Akkúrat sama pæling hér, þetta, plús þessi ofsafengnu viðbrögð við ásökunum um andlegt ofbeldi, plús þessi passív-agressívu skrif, plús það að heimta þakkir.

Þetta er örugglega rétt hjá gæjanum, að hún sé að beita einhverju formi af andlegu ofbeldi

Zagara | 29. maí '16, kl: 21:57:05 | Svara | Er.is | 6

Hvað með að ræða við makann? Það hljómar eins og þarna sé augljóslega eitthvað vandamál til staðar og um að gera að finna út úr því hvað það er í stað þess að bæði haga ykkur eins og dramadrottningar.

espoir | 29. maí '16, kl: 22:21:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er auðvitað bara brotabrot. Við ræðum alveg saman, með misgóðum árangri. Og með þessi þrjú kríli er tími í einrúmi af skornum skammti - sérstaklega þegar það er mælt svo sterklega með því að tala ekki um mikilvæga/alvarlega hluti eftir kl 9. Það er oftast ég sem nálgast hann eftir að við eigum eitthvað ósætti, en eftir þetta skipti veit ég ekki einu sinni hvar ég á að byrja..

Petrís | 29. maí '16, kl: 22:10:36 | Svara | Er.is | 0

Þú færð aldeilis klapp á bakið, allir tilbúnir að trúa því að makinn þinn sé að ljuga og bara því að þú ert kona en hann karlmaður. 

espoir | 29. maí '16, kl: 22:21:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ljúga? Ljúga hverju?

Petrís | 29. maí '16, kl: 22:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Makinn þinn telur sig vera beittan andlegu ofbeldi af þinni hálfu, ef þessu væri öfugt farið væru viðbrögð hér öðru vísi. Árið er 2016 og við vitum að andlegt ofbeldi kvenkyns maka er jafn algengt og karlkyns samt eru allir tilbúnir að trúa því að þú sért fullkomlega saklaus og maki þinn sem kvartar yfir ofbeldi þínu sé að ljúga, það er kynjaslagsíða sem virðist ekkii fara batnandi.

espoir | 29. maí '16, kl: 22:48:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mig langar að trúa því að kynið segi ekkert um þær skoðanir sem fólk hefur á þessu heldur aðeins þær upplýsingar sem ég hef veitt í þessum þræði. Ég er ekki ofbeldismaður í einhverjum sjúkum leiðangri að fá samþykkt á minni hegðun á bland. Heldur sat ég heima hjá mér ráðalaus og engan sem mér fannst ég geta talað við. Oft getur verið gott að tjá sig um hlutina þó það sé svona á skriflegan hátt við fólk sem þekkir mann ekki.
Árið er vissulega 2016, en það er ekki jafnalgengt milli kynja eins og þú segir bara miðað við það sem kom fram í fréttum í kvöld, en kannski er það bara því að KK tilkynna það ekki eins eða eitthvað álíka. En almenn umræða um andlegt ofbeldi var ekki tilgangur þessa þráðs.

Petrís | 29. maí '16, kl: 23:04:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fæstir ofbeldismenn eða konur sjá sig sem slíka né sjá hegðun sína sem slíka, spurning hvort það er eitthvað sem þú ættir að hugsa um.

espoir | 29. maí '16, kl: 23:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þekki þetta af eigin hendi, þ.e var þolandi í slíku sambandi fyrir bráðum 16 árum síðan. Ég tel mig þekkja það nokkuð vel hvernig það er.

silly | 29. maí '16, kl: 23:24:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Andlegt ofbeldi hefur mörg birtingarform og án þess að gera lítið úr þinni fyrri reynslu þá er hún ekki þess valdandi að þú þekkir það út og inn.

Ég mæli með ráðgjöf hjá hlutlausum aðila ef það er vilji til að láta sambandið ganga áfram.

Gangi þér vel með framhaldið.

Savica | 30. maí '16, kl: 06:59:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég held að stærsta spurningin hérna sé ekki hvort þú hafir beitt hann andlegu ofbeldi eða ekki. Maðurinn þinn upplifir þetta sem slíkt og þá skiptir litlu máli hvort þér finnist það ekki andlegt ofbeldi. Eða hvort okkur hérna þykir það vera svo eða ekki. Hérna þarf að vinna út frá upplifun maka þíns og númer eitt, tvö og þrjú að ræða málin. Það mun ekki vera vænlegt til árangurs að sitja fýld eða sár í sitthvoru horninu.

bogi | 30. maí '16, kl: 09:01:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ef honum finnst það vera andlegt ofbeldi að þurfa að hugsa um börnin sín og vakna við pirraða konu þá held ég að hann þurfi einhverja góða meðferð...

Savica | 30. maí '16, kl: 09:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég er sammála að MÉR finnst það fullmikil dramatík að væna einhvern um andlegt ofbeldi fyrir þessar gjörðir sem gefnar eru upp. Ég er líka á því að MÉR finnst það fullmikil dramatík að ætlast til að fá takk fyrir sjálfsagðan (að mínu mati) hlut og hvað þá biðja um takk-ið. En það skiptir engu máli hvað mér finnst í þessu máli. Og það skiptir engu máli hvort þetta sé andlegt ofbeldi eða ekki varðandi það að það þýðir ekkert að fara í einhvern sandkassaleik varðandi það hvor hafi rétt fyrir sér varðandi málið. Þá mun málið bara stranda á einhverri valdabaráttu þar sem báðir aðilar ætla ekki að gefa sig fyrr en hinn er kominn á sömu skoðun.


Það er að mínu mati alltaf vænlegasti árangurinn við að leysa samskiptavandamál, að viðurkenna tilfinningar hvors annars í stöðunni, og ræða saman út frá því. Út frá því hvernig báðum aðilum líði með þetta og hitt. Og að vera tilbúinn til að koma til móts við hinn aðilann í staðinn fyrir að velta sér upp úr því hvor hafi rétt fyrir sér. 

bogi | 30. maí '16, kl: 13:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi nú seint fara að viðurkenna að ég beitti einhvern ofbeldi ef það væri ekki satt ...
En sammála með "takk" dæmið -

Savica | 30. maí '16, kl: 13:39:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

En hvernig veistu hvort það sé andlegt ofbeldi í gangi á þessu heimili eða ekki? Ég get ekki sagt af eða á með það þar sem ég bý ekki með þessu fólki. Við vitum bara það sem konan skrifaði um samskipti þeirra. Vitum ekkert annað um málið.


Bottom line-ið hérna er það að maðurinn hennar upplifir sig beittan andlegu ofbeldi. Hvort sem henni þykir það eða ekki. Honum líður (sennilega) jafn illa og öðrum sem upplifa sig sem þolendur andlegs ofbeldis. Það er að segja ef við göngum út frá því að honum hafi verið alvara með því að segja að honum finndist hún vera að beita sig andlegu ofbeldi. 


Ef maðurinn minn kæmi til mín og segði að honum finndist ég vera að beita hann andlegu ofbeldi þá færi ég aldrei í "nei, aldeilis ekki góði minn"-gírinn því ég teldi mig ekki vera að beita hann andlegu ofbeldi. Ég yrði sjokkeruð og myndi vilja setjast niður og kryfja þetta mál til mergjar. Myndi takmarkað laga ástandið ef ég færi inn á bland og ræddi þetta þar en myndi sleppa að yrða á manninn minn.

strákamamma | 30. maí '16, kl: 14:15:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

út frá því sem við lesum hér virðist andlega ofbeldið vera á báða bóga og felast í þagnarmeðferð...


Mér finnst það andlegt ofbeldi að hann sé að gera henni greiða með því að hafa börnin þeirra..  þýðir það að það er hún sem er ábyrg fyrir börnunum þeirra og fái að fara eitthvað annað ef hann er í skapi til að gera henni greiða og passa?


Nei bara pæling

strákamamman;)

T.M.O | 30. maí '16, kl: 02:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

í alvöru? ég held að þú ættir að taka niður vallestrargleraugun

svartasunna | 30. maí '16, kl: 07:12:19 | Svara | Er.is | 3

Æj leiðinlegt, þið spjallið bara saman er það ekki og farið í ráðgjöf ef þörf er á?

Annars er svolítið skrýtið að þurfa að þínu mati að segja takk fyrir "frí", þið eruð saman í liði. Það er eins og það sè orðin samkeppni um frítíma frá börnum. Gerist reyndar oft þegar börn eru ung en um að gera að ræða þetta.

______________________________________________________________________

fálkaorðan | 30. maí '16, kl: 08:42:51 | Svara | Er.is | 5

Ég mindi aldrei þakka manninum mínum fyrir að vera með börnin okkar nema hann hefði þurft að fórna einhverju stóru til þess að ég hefði ekki þurft að fórna einhverju stóru og ef hann færi að heimta að ég þakkaði honum fyrir að fá að sofa út þá myndi ég segja honum að troða því.


Ef að maki þinn er að upplifa þetta sem andlegtofbeldi þá er augljóslega eitthvað mikið stærra og meira að samskiptunum.


Legg til að þú farir í sjálfsskoðun, það er ekki eðlilegt að hníga niður og æla við svona fréttir, nema þá kannski vegna þess að þú veist upp á þig skömmina.


Ef að maðurinn minn segði mig beita sig andlegu ofbeldi þá væri það síðasta sem ég gerði að fara að leita að einhverri skuld hjá honum. Það væri alfarið á mína könnu með hans hjálp að sjá og skilja hvað í minni framkomu hefði þessi áhrif.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helgenberg | 30. maí '16, kl: 10:13:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

þessi partur :


"Andlegt ofbeldi.. Mér verður óglatt bara við að skrifa þetta. Ég hef sjálf verið í sambandi þar sem ég var þolandi, slapp blessunarlega úr því tiltölulega fljótt en fékk að kynnast ýmsu. Það að setja mig í sömu spor og þann einstakling er mesta móðgun og það allra versta sem nokkurn tíman hefur verið sagt við mig. Og það þurfti að vera hann sem sagði það, maki minn, minn ferðafélagi til 13 ára."




er væntanlega ástæða þess að hún ældi, hún er þolandi og þetta hefur verið massive trigger

choccoholic | 31. maí '16, kl: 14:35:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Mér finnst mjög líklegt ad maki til 13 ára viti af fyrra ofbeldissambandi og þá finnst mér þad enn sterkari vísbending um ad þad séi meira á bakvid þetta. Ef maki minn hefdi verid beittur andlegu ofbeldi ádur þá færi ég ekki ad segja svona hlut nema ad ég væri virkilega ad upplifa þad.

Þad ad þetta ord séi svona mikill trigger hátt í 2 áratugum og 3 börnum sídar er líka hrikalegt og ef þad er málid þá ætti hún ad setja þad í forgang ad vinna í því.

Þad ad einhver séi beittur ofbeldi á einum tímapunkti í lífinu þýdir ekki ad vidkomandi séi ófær um ad beita ofbeldi sjálfur sídar, og þad ad detta í drama yfir því ad fá ekki takk finnst mér bara langt í frá edlileg hegdun.

Relevant | 30. maí '16, kl: 15:31:50 | Svara | Er.is | 3

eruð þið ekki bara þreytt ? Greinilega mikið að gera hjá ykkur með 3 ung börn. Held að það geti verið ágætt að fara í sambandsráðgjöf og fá að ræða málin við hlutlausan aðila. Þetta hljómar eins og þið séuð farin að pikka og pota í hvort annað útaf litlu og verðið pirruð út hvort annað. Yfirleitt uppsöfnuð þreyta og lítill tími til að ræða málin saman. Þá getur verið erfitt að brjóta ísinn sjálfur og koma á góðum samræðum um hvað þarf að laga


gangi ykkur vel

sigmabeta | 30. maí '16, kl: 19:14:33 | Svara | Er.is | 3

Er ekki sjálfsagt að vera stundum heima með börnin meðan makinn bregður sér annað? Er ekki sjálfsagt að vakna stundum með börnunum á meðan makinn sefur út?

Mér finnst hvort tveggja allt í lagi stundum. Mér finnst ekki nauðsynlegt að rukka þakklæti frá makanum fyrir slíkt og hvað þá rukka um að hann reikni út tímafjölda.
Þessi samskipti ykkar á milli hljóma allavega ekki uppbyggilega.

Brandí | 8. júl. '16, kl: 14:21:17 | Svara | Er.is | 0

Hefði sjálfur orðið soldið pirraður ef þú myndir ætlast til að ég myndi segja takk.. Myndi ekki kalla það andlegt ofbeldi en finnast alveg hlægilegt að þú myndir æla yfir svona litlu xD

Bifferina | 8. júl. '16, kl: 18:42:08 | Svara | Er.is | 0

Sorry en bara það að þú heimtir TAKK fyrir að hafa leyft greyið kallinum að sofa út segir mér að hann hafi rétt fyrir sér.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47642 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, tinnzy123, Guddie