Andlegt ofbeldi

abcd12567 | 4. júl. '18, kl: 22:21:50 | 636 | Svara | Er.is | 0

Ég er algjörlega villt og veit ekkert hvert ég ætti að leita. Mig grunar að ég sé komin inn í ansi slæmt samband og einvhern vegin versnar staðan.
Á undanförnum mánuðum hef ég verið slegin þrisvar, og ljót orð látin falla. Nú í kvöld stóð hann öskrandi yfir mér "ég vildi aldrei eignast barn kuntan þín".

Mér finnst eins og allt sem hefur gerst sé mér að kenna. Eitt höggið kom eftir að ég var 5 min of sein heim.
Þetta hljómar eflaust hræðilega en maðurinn er samt svo yndislegur að mörgu leiti og hefur gengið syni mínum í fö'ðurstað. Við eignuðumst svo barn saman sem hann sýnir takmarkaða athygli. Það er svo mikil geðveiki í þessu öllu að ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja.

Ég get ekki hugsað mér að fara og standa aftur ein með lítið barn og eiga tvö börn með tveimur mönnum. En mér finsnt ég engan vegin getað boðið mér eða börnunum upp á þetta. Eitt högg er einu höggi of mikið.

Kveðja, ein sem veit engan vegin hvar leiðin út er.

 

ert | 4. júl. '18, kl: 22:24:33 | Svara | Er.is | 6

Talaðu við kvennaathverfið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 4. júl. '18, kl: 22:24:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvarfið

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

abcd12567 | 4. júl. '18, kl: 22:27:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil samt ekki gera úlfalda úr mýflugu eða gera of mikið úr hlutunum. Hann talar oft um það hversu viðkvæm ég sé og það megi ekkert segja við mig.

ofsa | 4. júl. '18, kl: 22:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Já, það er líka ofbeldis-taktík. Þú ert ekki of viðkvæm - þú vilt ekki láta koma svona fram við þig og þú vilt ekki ala börnin þín upp við það að þau horfi á það að mamma sé lamin.

Hér er líka hægt að fá ráðgjöf og stuðning: https://reykjavik.is/bjarkarhlid

ert | 4. júl. '18, kl: 22:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12


Já þú hefur bara verið slegin þrisvar. Hvað ætli sé eðlilegt að kona sem er ekki viðkvæm sé slegin oft? 10 sinnum? 50 sinnum?
Rétt svar er 0. Þetta svar er óháð viðkvæmni, kyni eða öðrum þáttum.
Það er eðlilegt að fólk í sambandi sé lamið 0 sinnum af sambandsaðilanum.
Kvartanir yfir því að vera lamin í sambandi eru aldrei tuð og aldrei ómerkilegar og koma viðkvæmni ekkert við.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fabia69 | 15. júl. '18, kl: 17:37:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá hann er að heilaþvo þig ,hlauptu hlauptu hlauptu og hættu ekki að hlaupa fyrr en þú ert komin langt í burtu frá þessu já skrýmlsi sem þessi maður þinn er 

T.M.O | 4. júl. '18, kl: 22:33:55 | Svara | Er.is | 6

ekki láta börnin þín alast upp við að horfa á mömmu sína niðurlægða, kúgaða og barða. Að eiga barn með tveimur mönnum og vera einstæð er bara ekkert mál miðað við að vera hrædd við að koma heim og vera hrædd við að einhver minniháttar mistök (og jafnvel ekki mistök) verði til þess að það sé öskrað á þig eins og þú hafir eytt öllum peningum heimilisins í föt í staðin fyrir að borga reikninga. 5 mínútur of sein og vera barin er eitt og sér alveg nóg til að forða börnunum úr þessum aðstæðum, maðurinn heldur áfram af því að hann getur gert það án afleiðinga, hann hættir þessu ekki án utanaðkomandi hjálpar og þú getur ekki hjálpað honum. Eins og ert sagði, kvennaathvarfið veit nákvæmlega við hvað þú ert að eiga, þú færð öruggt skjól og góða aðstoð.

lillion | 5. júl. '18, kl: 04:33:41 | Svara | Er.is | 4

Þú hefur því miður ekkert val. Í fyrsta lagi þú getur ekki boðið börnunum upp á þetta. Og í öðru lagi geturðu ekki boðið sjálfri þér þetta.

Ice12345 | 5. júl. '18, kl: 06:33:57 | Svara | Er.is | 1

Ég veit að það er erfitt að taka skrefið en þér verður hjálpað. Miðað við lýsingar þínar glímir maður þinn við andleg veikindi. Þú lýsir ekki bara andlegu ofbeldi heldur einnig líkamlegu ofbeldi. Þú mátt því samkvæmt lögum ekki bjóða börnunum upp á þetta. Þú getur kannski afsakað hvað hann gerir þér í hausnum á þér en samkvæmt lögum verður þú að hugsa um börnin. Hann á ekki að slá þig eða brjóta þig andlega niður. Þú verður að vera sterk fyrir þig og börnin.

Ice12345 | 5. júl. '18, kl: 06:39:00 | Svara | Er.is | 0

Skilgreiningar á heimilisofbeldi Notkun á hugtökunum heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum er nokkuð frjálsleg þar sem hvort tveggja er notað til skiptis í almennu tali og oft í víðu samhengi. Í þessari umfjöllun verður notast við orðið heimilisofbeldi. Ekki er munur á hugtökunum eins og þau eru skilgreind hér. Um er að ræða ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er honum nákominn, skyldur eða tengdur, eins og maki, barn, foreldri, barnsfaðir, systkini eða forráðamaður. „Maki“ getur verið núverandi eða fyrrverandi eiginmaður/eiginkona, kærasti/kærasta eða sambúðaraðili. Þolandi og gerandi þurfa hvorki að búa saman né vera gift til að ofbeldið flokkist sem heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi þarf heldur ekki að vera bundið við heimili geranda eða þolanda. Sérstaða heimilisofbeldis felst í því að gerandi og þolandi tengjast nánum böndum sem gerir ofbeldið enn sársaukafyllra en ella, auk þess að gera þolanda erfiðara um vik að slíta tengslum við ofbeldismanninn. Heimilisofbeldi er skilgreint sem kynbundið ofbeldi en það er þegar ofbeldi er beint gegn þolanda vegna kynferðis viðkomandi eða ofbeldi þar sem yfirgnæfandi meirihluti þolenda er af tilteknu kyni. Ólík form og birtingarmyndir heimilisofbeldis Heimilisofbeldi getur verið af margvíslegum toga og í hverju tilfelli er oft er um fleiri en eina tegund ofbeldis að ræða. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt og stafrænt auk ýmis konar hegðunar sem felur í sér ógn, hótun, stjórnun og/eða þvinganir. Formi og aðdraganda ofbeldisins má oft lýsa sem ákveðnum ofbeldishring, þar sem spennan í sambandinu magnast upp, endar með einhvers konar sprengingu, svo fellur allt í dúnalogn („hveitibrauðsdagarnir“) og allt er frábært. Svo byrjar spennan aftur að byggjast upp og hringurinn rúllar. Athugið að hér á eftir er einungis stiklað á stóru hvað varðar lýsingu, dæmi og afleiðingar ýmissa birtingarmynda ofbeldis. Samantektin er alls ekki tæmandi og er einungis til þess hugsuð að gefa hugmynd um tegundir ofbeldis og afleiðingar. Algengt er að form/birtingarmyndir ofbeldis skarist, til dæmis er líkamlegt ofbeldi einnig andlegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er jafnframt líkamlegt í flestum tilfellum, en getur verið t.d. að þvinga fólk til að horfa á klám, að vera með kynferðislegar aðdróttanir eða að tala á óviðeigandi kynferðislegan máta. Mikið fræðsluefni um heimilisofbeldi er aðgengilegt á netinu. Til dæmis eru til nokkrar rannsóknir á íslensku um heimilisofbeldi. 1. Líkamlegt ofbeldi Líkamlegt ofbeldi er þegar líkamlegu afli er beitt gegn öðrum einstaklingi, hvort sem líkamlegur skaði hlýst af eða ekki. Líkamlegt ofbeldi er líka þegar haldið er aftur af líkamlegum þörfum viðkomandi. Algengt er að líkamlegu ofbeldi sé beitt í kjölfar andlegs ofbeldis sem hefur verið til staðar um tíma. Dæmi um líkamlegt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn: Heldur þér í gíslingu.Kemur í veg fyrir að þú nærir þig.Kemur í veg fyrir að þú náir almennilegum svefni.Skaðar þig með t.d. hnífi, belti, byssu eða barefli.Kemur í veg fyrir að þú getir tekið nauðsynleg lyf.Sparkar/kýlir í hluti, hendir og/eða skemmir hluti.Kemur í veg fyrir að þú getir farið og/eða komið þegar þú vilt.Slær, kýlir, lemur, klórar, bítur, skallar, klípur, sparkar í, rífur í hár, hrindir, brennir, drekkir, kæfir, eða tekur þig kverkataki. Afleiðingar geta verið misjafnlega alvarlegar. Alvarlegasta afleiðing líkamlegs heimilisofbeldis er þegar annar aðilinn myrðir maka sinn. 2. Andlegt ofbeldi Andlegt ofbeldi getur verið í formi orðaskipta eða í formi líkamstjáningar. Samskiptin einkennast oft af niðurlægingu og er yfirleitt leið annars aðilans að ná stjórn á eða völdum yfir makanum. Dæmi um andlegt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn: Öskrar á þig.Uppnefnir þig.Gerir lítið úr þér.Hótar og/eða ógnar þér.Segir þig ruglaða/geðveika.Kennir þér um hegðun sína og líðan.Einangrar þig frá vinum og fjölskyldu.Treystir þér ekki til að taka ákvarðanir.Lætur þér líða eins og þú sért föst í sambandinu.Treystir þér ekki í kringum aðila af hinu kyninu.Fylgist með ferðum þínum – hefur eftirlit með þér.Kemur að tilfinningu hjá þér um yfirvofandi ofbeldi.Gagnrýnir þig og/eða gerir lítið úr afrekum þínum eða vinnu.Lætur þér líða þannig að þú þurfir virkilega á honum að halda.Er móðgandi/særandi þegar hann er undir áhrifum áfengis/fíkniefna.Notar áfengi/fíkniefni sem afsökun til að segja móðgandi/særandi hluti.Áreitir þig stanslaust t.d. með skilaboðum, símhringingum og/eða heimsóknum.Ætlar að „láta þér eitthvað að kenningu verða“ með því að t.d. banna þér að leita aðstoðar eftir rifrildi.Niðurlægir þig og gerir grín að þér, hvort sem er í fjölmenni, fyrir framan vini/fjölskyldu eða þegar þið eruð tvö. Afleiðingar andlegs ofbeldis sitja oft lengur í þolandanum, miðað við afleiðingar líkamlegs ofbeldis. Andlegt ofbeldi skilur ekki eftir sig sjáanlega áverka og því getur verið erfiðara að koma auga á það og meðhöndla. 3. Kynferðislegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi getur verið í formi óumbeðinnar innsetningar (um leggöng, endaþarm og/eða munn), eða snertingar (strjúka, kyssa, sleikja, sjúga eða nota hluti) á einhverjum hluta líkamans. Ofbeldið getur birst sem: Kynferðisleg árás; eins og að þvinga viðkomandi til að stunda með sér einhvers konar kynmök, hvort sem um er að ræða varin eða óvarin.Kynferðislegt áreiti; getur verið bæði andlegt og líkamlegt áreiti af kynferðislegum toga. Dæmi um kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn: Gerir þig út í vændi.Krefst kynlífsathafna sem þú kýst ekki.Lætur þig stunda kynlíf með (mörgum) öðrum.Notar líkamlegt afl, vald, samvisku eða neyð þína til að eiga við þig kynmök. Það telst kynferðislegt ofbeldi ef annar aðilinn ákveður að stunda kynmök með maka sínum ef makinn er drukkinn, undir áhrifum fíkniefna, sofandi, hræddur við að neita um þátttöku í kynlífi, of gamall, of ungur eða er háður þeim sem krefst kynmaka. Afleiðingar geta komið fram strax en líka síðar, og geta verið líkamlegar, andlegar og/eða félagslegar. Konur sem búa við kynferðislegt ofbeldi eru útsettari fyrir að smitast af kynsjúkdómum, eru líklegri til að vera með vandamál tengd kynfærasvæði og í móðurlífi (s.s. sýkingar, erting, verkir) og eru líklegri til að verða ófrískar gegn sínum vilja en konur sem ekki búa við slíkt ofbeldi. Þolendur kynferðisofbeldis eru enn fremur líklegri til að vera með einkenni áfallastreitu röskunar, kvíða og þunglyndis. Jafnframt eru þolendur líklegri til að finna fyrir skömm, sektarkennd, reiði, ótta, einangrun og hafa lélegri sjálfsmynd en þeir sem ekki hafa verið beittir kynferðisofbeldi. 4. Fjárhagslegt ofbeldi Fjárhagslegt ofbeldi er leið til að stjórna makanum í gegnum fjárhag. Dæmi um fjárhagslegt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn: Bannar þér að vinna.Tekur launin þín af þér.Skammtar þér peninga.Skráir skuldir á þig en eignir á sig.Kemur í veg fyrir að þú veljir þér starfsframa.Eyðileggur persónulega muni þína viljandi.Heldur upplýsingum um stöðu fjármála frá þér.Ráðstafar sameiginlegum fjármunum í óþarfa eins og áfengi/fíkniefni eða eigin áhugamál án þess að ráðfæra sig við þig. Afleiðingar geta verið þær að þolandi einangrast, missir sjálfstæði sitt og finnst hann eigi erfitt með að yfirgefa geranda þar sem þolandi er orðinn fjárhagslega háður honum. 5. Stafrænt ofbeldi Er þegar ofbeldi er beitt með notkun tækni, til dæmis senda skilaboð gegnum samfélagsmiðla, síma eða tölvupóst. Dæmi um stafrænt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn: Skráir sig inná samfélagsmiðla á þínu nafni.Stýrir því hver má vera vinur þinn t.d. á facebook og hver ekki.Er með upplýsingar um staðsetningu þína, t.d. í gegnum símann.Stýrir því hverja þú mátt tala við gegnum samfélagsmiðla eða í síma.Sendir þér og þrýstir á þig að senda sér skilaboð af kynferðislegum toga.Þrýstir á þig að senda sér nektar/kynlífsmyndir og/eða myndbönd af þér.Skoðar símann þinn reglulega, skoðar myndir, skilaboð og símtalasögu.Sendir þér nektar/kynlífs myndir og/eða myndbönd af sér, gegn þínum vilja.Sendir stanslaust skilaboð gegnum síma/samfélagsmiðla og/eða hringir stanslaust.Hótar að tala illa um þig eða bera út sögur í gegnum t.d. síma eða samskiptaforrit.Heimtar að fá lykilorð þín til að geta skráð sig inná samfélagsmiðla eða bankareikninga.Hótar að birta opinberlega nektar/kynlífsmyndir og/eða myndbönd af þér, eða senda til ættingja, vina eða vinnufélaga. Afleiðingar geta verið margvíslegar, fyrir utan stöðugt yfirvofandi áreiti upplifa þolendur oft ótta, reiði, kvíði, þunglyndi, ógn og að þeir séu ekki við stjórnina í sínu eigin lífi. Rannsóknir sýna einnig að þolendum finnst þeir ekki eiga neitt einkalíf, eru líklegri til að einangra sig, skammast sín fyrir stöðuna, finnst hún vera sér að kenna og upplifa sig hjálparlausa, miðað við þá sem ekki búa við þessa tegund ofbeldis. Samtök um kvennaathvarf kvennaathvarf@kvennaathvarf.is Skrifstofa: 561 3720 Vaktsími: 561 1205

leonóra | 5. júl. '18, kl: 08:55:48 | Svara | Er.is | 3

Hlauptu hratt og strax í burtu.  Mér finnst engar málamiðlanir til í þínu máli - ástandið er svo sjúkt.  Að geta ekki hugsað sér að vera aftur ein eða eiga börn með tveimur mönnum er leikur einn miðað við framtíðina sem blasir við þér með honum.   Þú talar um að vilja ekki gera úlfalda úr mýflugu - það segir mér hvað þú ert mikið veik.   Kvennaathvarfið er eina lausnin.

kaldbakur
T.M.O | 5. júl. '18, kl: 16:27:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú sást það, hún var 5 mínútum of sein, hver myndi ekki slá konuna sína þegar það gerist?

kaldbakur | 5. júl. '18, kl: 16:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað geta mínutur skift máli... en bara frásögn ... það er eflaust til önnur saga frá annari hlið. 
Konan segist vera beitt líkamlegu ofbeldi - lýsingin er þannig. 

En var hún ekki að tala um andlegt ofbeldi - þannig var a.m.k. fyrirsögnin ? 
Kannski er hún bara sjálf að beita andlegu ofbeldi og fær líkamlegt í staðinn  ? 

T.M.O | 5. júl. '18, kl: 16:50:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kannski er þetta líka nákvæmlega eins og hún sagði. Ef hún fær faglega aðstoð þá verður farið í saumana á þessu, það hjálpar ekkert að þykjast vita betur

kaldbakur | 5. júl. '18, kl: 16:54:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já best að fá faglega og hlutlausa aðstoð Er það kvennaathvarfið ? 

T.M.O | 5. júl. '18, kl: 17:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit alveg dæmi um að kvennaathvarfið hefur séð að vandamálið hefur verið allt annað en kona gaf upp þegar hún kom þar inn og mjög mildilega og vinsamlega hjálpað henni að leita á réttan stað.

Ellabirta | 5. júl. '18, kl: 19:09:11 | Svara | Er.is | 3

Ég vona að þú lesir þessi skilaboð, ég ætla ekki að endurtaka það sem ég er búin að sjá skrifað í hinum svörunum en kannski það væri fínt að heyra sjónarhorn eitthvers sem hefur verið barnið í svipaðri aðstöðu... Ef þú heldur að þú sért að gera börnunum greiða með því að tóra í eitruðu sambandi þá verð ég að segja þér að því miður er mun verra að vera með honum en að vera ein með þeim.... Það er fátt meira mannskemmandi en að alast upp í kringum svona hegðun... Það sem þú lýsir er tilfinningaleg manipulation tactics sem hann er að beita til að láta þér líða eins og þú sért að gera úlfalda úr mýflugu og hann er svo góður inná milli.. en af hverju er hann þá ekki alltaf góður? Ef hann ef hæfur um það? Ég vildi biðja þig að kíkja einfaldlega inná Youtube og horfa á nokkur auðveld vídeó frá Psych2go, þau útskýra hluti svo sem áhrifum sem þetta mun hafa á börnin, á þig og hvernig hann er að rífa þig niður þangað til að þér líði eins og þú getir ekki farið og elskan mín, ef það gerist þá versnar staðan... Verður reglulegra, meira public jafnvel eða ef hann er virkilega andstyggilegur þá passar hann að allir haldi að hann sé frábær maki svo þér líði eins og þú gætir ekki sagt neinum sameiginlegum vini/fjölskyldu meðlimi..... Ekki vera með honum deginum lengur en það tekur þig að gera þig tilbúna að fara, og vertu fljót.

neutralist | 5. júl. '18, kl: 19:51:23 | Svara | Er.is | 1

Venjulegir menn sem eru ekki ofbeldismenn slá ekki konurnar sínar. Það kemur því ekkert við hvort þú ert viðkvæm eða ekki.

Það er ekkert að því að eiga tvö börn með tveimur mönnum. Ég þekki konu sem á von á þriðja barninu með þriðja manninum, mjög flott og vel menntuð kona sem skammast sín ekki baun fyrir það að eiga fleiri en einn barnsföður, enda er ekkert að því.

Þú ert ekki að gera börnunum neinn greiða með því að láta þau alast upp við það að mamma þeirra sé lamin og að pabbi yngra barnsins veiti því litla athygli. Kvennaathvarfið var búið til fyrir konur eins og þig. Í guðanna bænum farðu, hvernig sem þú ferð að því.

Relevant | 5. júl. '18, kl: 20:10:55 | Svara | Er.is | 0

Getur líka leitað ráða hjá Bjarkarhlíð við Bústaðveginn

Gangi þér vel 

Eddý365 | 11. júl. '18, kl: 02:29:19 | Svara | Er.is | 0

Það gleymist stundum að nefna báðir makar stofna skuldir í sameiningu og greiða þær saman en annar makin svíkur borgar svo ekki og seigir alskonar bull þegar kemur að skuldadögum eignig kemur lítill sem engur peningur á heimilið,hús,matarkaup og fl, og þar að leiðandi makin sem borgar kemst ekkert getur ekki veitt sér né barni/börnum ,þá er eg að nefna allt álagið er á makanum sem er ekki á vanskilaskra og loforðin kemur frá makanum sem er á vanskila skrá
Sorglega er foreldrar með sameiginlegt forræði oftast .Margir eru voðalega blindir
Það er hellingur af svona dæmum til
Þetta er líka ofbeldi

Venja | 11. júl. '18, kl: 19:16:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ekki örugglega að svara vitlausum þræði?

Eddý365 | 13. júl. '18, kl: 03:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Venja
það má allveg vera rétt hjá þér ég hafi svarað á vitleisum stað miðað spurninguna þína

stjarnaogmani | 15. júl. '18, kl: 12:10:30 | Svara | Er.is | 0

Í guðana bænum finndu kjarkinn og farðu. Það gerir ekki börnunum gott að vera í kringum svona þöngulhaus. Það er lítið mál að standa einn með börnin miðað við það að hafa þetta yfir sér í framtiðinni. Talaðu við kvennaathvarfið strax. Þetta versnar bara með tímanum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47628 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Bland.is, Paul O'Brien, annarut123, Kristler, Guddie