Áreitni eða ekki?

atlaslevi99 | 31. ágú. '15, kl: 21:55:48 | 883 | Svara | Er.is | 0

Er kynferðisleg áreitni einhvað sem er augljóst, eða getur þú fundið fyrir óþæginlegri tilfinningu? Þetta er langt, en myndi þakka þúsund sinnum fyrir aðstoð.

Ég vinn á kassa í búð og grunar að yfirmaður minn sé með áreiti, sem ég upplifi sem kynferðislegt. Þar sem ég á ekki góða fortíð með kynferðislegt áreiti, finnst mér þetta mjög óþæginlegt.

Ég hef tekið eftir því að yfirmaður minn er alltaf að grínast í MÉR, engum örðum (eða ekki eins mikið) Hann er að bregða mér, kitla mig og allskonar. Um daginn hins vegar fannst mér hann ganga pínu langt. Ég kom í vinnuna og labba inn þar sem starfsfólk fer inná kaffistofu. Þar bíður hann inní kompu til að bregða mér. Allt í lagi með það, mér bregður hahaha voða gamaneinhvað… En svo skipti ég um föt (fer í vinnubol, stuttermabol) Og hann kemur aftan að mér, grípur um upphandleggina á mér og gerir bara svona ‘Hahaha *nafn*, þér brá svakalega áðan?’ og svo kreistir hann handleggina á mér, og ‘’nuddar’’ þá einhvað og segir ‘’Hva! Massinn!! Ertu að lyfta?’’ Og ég bara ha? um nei! Og hann tekur svo utna um mig (þétt uppað sér) og lyftir mér einhvað upp… Smá svona too far.

Tek ekki meira eftir því fyrr en daginn eftir, í vörutalningu. Allir koma til hans og segja ‘’Jo, er búin/n með þetta’’ Og hann bara jaaokey, fínt farðu og gerðu þetta (ekkert að spá í það mikið), en ég tek eftir því þegar ég kem og segist vera búin/n þá tekur hann í peysuna mína (létt reyndar í gríni) og ‘’hristir’’ mig og fer alveg uppað andlitinu mínu ‘’Af hverju ertu búin/n *nafn*’’ og brosir einhvað, segist vera að grínast og tekur um axlirnar mínar og röltir með mér einhvert.

Kvöld eitt var búið a’ loka og allir að ganga frá, meðal annars ég, en ég var einhvað að slugsast með vinkonu minni, og hann kemur ‘’*nafn vinkonu* Kláraðu!’’ einhvað pínu pirrpirr, en um leið og sér mig brosir hann, labbar fyrir aftan mig og slær í rassinn á mér í gríni með hanska og einhvað ‘’Jæja, klára klára, ekki satt?’’ og brosir til mín?

Einnig man ég eftir þegar ég ruglaðist á melónum og hann bauðst til að rölta með sér innæi kæli svo hann gæti sýnt mér muninn. (ekkert stórmál… en samt)

Hvað finnst ykkur. Mér finnst óþæginlegt að segja einhvað, til að vera ekki dónaleg. En þetta er nokk óþæginlegt, samt ekki.. Æji hjálp...

 

T.M.O | 31. ágú. '15, kl: 22:01:03 | Svara | Er.is | 10

ég myndi segja að þetta væri kynferðislegt áreiti, hann er að finna afsakanir til þess að koma við þig í tíma og ótíma. hann heldur kannski að hann sé að vera næs en það myndi ekki virka þannig á mig.

úlabrab | 31. ágú. '15, kl: 22:07:15 | Svara | Er.is | 3

vel langt yfir strikið!

Mistress Barbara | 31. ágú. '15, kl: 22:09:12 | Svara | Er.is | 1

Hvað er hann mikið eldri en þú? SS hvað eruð þið bæði gömul?

atlaslevi99 | 31. ágú. '15, kl: 22:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er 16 hann er svonaaaa 40 (held ég!)

T.M.O | 31. ágú. '15, kl: 23:05:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

ok þú þarft að tala við einhvern um þetta, byrjaðu á foreldrum þínum og svo spurningin að tala við verkalýðsfélagið ef það er enginn trúnaðarmaður á staðnum

Mistress Barbara | 1. sep. '15, kl: 01:39:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þá þarftu að tala við einhvern.. Það getur vel verið að hann viti ekki að þetta flokkist undir áreitni.. Það er bara óþægilegt að lesa þetta þegar aldursmunurinn er svona. Ég spurði um aldur vegna þess að þetta hljómar meira eins og hann sé eitthvað hrifinn af þér, en það er bara óviðeigandi.

fálkaorðan | 1. sep. '15, kl: 10:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. OJ.


Þín tilfinning er hárrétt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

FrostiOstur
T.M.O | 31. ágú. '15, kl: 22:22:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú ert greinilega með nikk sem passar við heilann á þér.. og já mitt passar við minn

FrostiOstur
T.M.O | 31. ágú. '15, kl: 22:24:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl

FrostiOstur | 31. ágú. '15, kl: 22:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HVER GAF MÉR BÓNUSPÚNKTA???

daggz | 31. ágú. '15, kl: 22:21:36 | Svara | Er.is | 0

Mér líður bara óþægilega við að lesa þetta. Það er ekki spurning, þetta er klárlega langt yfir strikið.

Er ekki trúnaðarmaður á vinnustaðnum?

--------------------------------

atlaslevi99 | 31. ágú. '15, kl: 22:51:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki svo að ég viti :/

daggz | 1. sep. '15, kl: 14:45:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Byrjaðu á að ræða þig við foreldra þína eða einhvern sem þú treystir til að styðja þig. Ég myndi athuga hvort það sé trúnaðarmaður á svæðinu, ef ekki þá myndi ég hafa samband við verkalýðsfélagið.

Þetta er bara alls ekki í lagi, ekki reyna að telja þér trú um það. Þetta er svo rangt á fleiri vegu en einn. Gangi þér vel.

--------------------------------

holyoke | 31. ágú. '15, kl: 22:34:05 | Svara | Er.is | 0

Ég hef hætt í starfi vegna svona yfirmanns. Hann hegðaði sér rosalega svipað og þinn gerir og ég myndi ræða við trúnaðarmann því þetta er langt yfir strikið. 

fálkaorðan | 31. ágú. '15, kl: 22:56:27 | Svara | Er.is | 0

Úff ég fekk alveg hroll við að lesa þetta.


Þetta er ekki í lagi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dalía 1979 | 31. ágú. '15, kl: 23:02:03 | Svara | Er.is | 0

Greinilega líður þér illa með þetta og það er ekkert skrítið myndi kvarta eða hætta gerir engum 16 ára gott að vinna við svona aðstæður ógeðis yfirmaður 

Tipzy | 31. ágú. '15, kl: 23:06:39 | Svara | Er.is | 4

Án efa er þetta kynferðisleg áreitni og þú ert ekki dónaleg að segja eitthvað, leitaðu til trúnaðarmanns eða stéttarfélags eða eitthvað....helst líka foreldra þarsem þú segist vera 16ára og þetta er fullorðinn maður.

...................................................................

amarslik | 1. sep. '15, kl: 00:04:08 | Svara | Er.is | 0

sjitt hvað þetta er mikill perri......Það er alveg fyndið einu sinni og einu sinni að bregða fólki......En þetta gengur út yfir öll velsæmismörk

l i t l a l j ó s | 1. sep. '15, kl: 09:57:34 | Svara | Er.is | 0

Vó! Laaaangt yfir strikið! Bara að slá á rassinn á þér er langt yfir strikið - og allt hitt líka. Talaðu um þetta við foreldra þína og svo við trúnaðarmann / verkalýðsfélagið og fáðu aðstoð.

nennskiggi | 1. sep. '15, kl: 15:31:27 | Svara | Er.is | 1

Tek undir það með öðrum hérna, hann er klárlega að reyna að finna sér afsakanir til þess að koma við þig í tíma og ótíma, þetta kallaðist laumukáf í mína tíð. Þú ert ekkert dónaleg þótt þú segir honum að þér finnist þetta óþægilegt og biðjir hann að virða þitt persónulega svæði. Ef hann tekur því ekki, þá er bara að fá aðstoð við að díla við þetta.

Lilith | 2. sep. '15, kl: 13:50:04 | Svara | Er.is | 0

Þetta er klárlega kynferðisleg áreitni. Hér eru  nokkur dæmi um hvað telst kynferðisleg áreitni, tekið úr bæklingi Vinnueftirlitsins:

Dónalegir brandarar og kynferðislegar athugasemdir
Óviðeigandi spurningar um kynferðisleg málefni.
Snerting sem ekki er óskað eftir. 
Endurteknar beiðnir um kynferðislegt samband
sem mæta áhugaleysi eða er hafnað.


Kynferðisleg áreitni einkennist oft af: 
Misnotkun á valdi eða stöðu.
Andlegri kúgun og að sjálfsvirðingu sé misboðið 
Framkomu sem ætlað er að knýja einstaklinga til
undirgefni og gera lítið úr þeim. 
Endurtekinni áreitni.
Niðurlægingu fyrir þann sem fyrir áreitninni verður og
hefur neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu
hans.

Einnig er tekið fram að upplifun starfsmannsins ræður eiginlega einna mestu um hvað telst kynferðisleg áreitni og hvað ekki. Það getur samt verið erfitt að átta sig á svona áreiti strax, því oft byrjar það kannski sem "saklausir" gullhamrar, en viðkomandi fer svo að færa sig upp á skaftið. Það er mjög mikilvægt að sá sem er með áreitnina fái skýr skilaboð um að þessi hegðun sé ekki í lagi og ekki óskað. Hann heldur kannski að hann sé bara rosa sniðugur og þú ægilega ánægð með þessi "hrós" frá honum. Sumir eru bara svona illa upplýstir og/eða kunna engan vegin að lesa í viðbrögð annarra. Það sem manni sjálfum finnst mjög svo kommon sens, er ekki endilega augljóst hjá sumum. 


Þetta er engan vegin viðeigandi hegðun á nokkurn hátt og auðvitað ætti fullorðinn maðurinn að vita það. En því miður er nú svo ekki alltaf og fyrsta skrefið er til að tækla þetta er að honum verði gerð grein fyrir að þú viljir ekki þessa athygli. Þú þarft ekkert sjálf að feisa hann, það finnst mér bara til allt of mikils mælst að ungt fórnarlamb eigi að bera ábyrgð á því, sérstaklega gagnvart eldri manni sem er í töluverðri valdastöðu gagnvart þér.

Þú skalt hiklaust ræða þetta við foreldra þína og ef ekki er trúnaðarmaður á staðnum, þá fara í verkalýðsfélagið. Vinnustaður á að vera með skýra stefnu um hvernig tekið er á einelti eða kynferðislegri áreitni og þar eiga að vera vinnureglur um hvernig eigi að bregðast við.

Ef hann síðan heldur áfram áreitinu eftir að hann er búinn að fá skýr skilaboð um að þessi hegðun sé ekki í lagi, þá er hægt að kæra hann.

Blah!

Lilith | 2. sep. '15, kl: 13:56:57 | Svara | Er.is | 1

Þú getur líka talað við Vinnueftirlitið og fengið upplýsingar og aðstoð þar um hvernig er best að snúa sér í þessu.

Blah!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Síða 1 af 47535 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, Kristler, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie