Art fyrsti tíminn

everything is doable | 6. ágú. '15, kl: 18:32:38 | 249 | Svara | Þungun | 0

Hæ mig langaði að forvitnast nú steig ég loksins fyrsta skrefið og panntaði blessaða tíman hjá art, bjóst alls ekki við því að fá tíma strax en hún bauð mér tíma strax eftir helgina sem ég reyndar varð að seinka um viku þar sem við erum ekki á landinu. En allavegana þá langaði mig að spyrja ykkur fróðu konur því ég veit að það er ætlast til þess að við mætum bæði í fyrsta tíman hvort það sé einhver séns að ég geti mætt ein í fyrsta tíman. 
Maðurinn minn er að vinna og að biðja um frí til að skjótast til læknis er eins og að biðja um 90% launahækkun svo eins og hann orðaði þetta: er fyrsti tíminn ekki aðalega skoða konuna og svo er hann sendur í sæðistékk?
Það væri náttúrulega best ef við gætum mætt bæði en mig langaði bara að forvitnast hvað er gert í fyrsta tímanum?


 

títluskott | 6. ágú. '15, kl: 19:00:33 | Svara | Þungun | 0

Ég fór bara ein og það var ekkert mál. Hann fær síðan bara beiðni í tékk. 

everything is doable | 6. ágú. '15, kl: 19:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

okay snilld gott að vita að það er hægt allavegana 

valdisg | 6. ágú. '15, kl: 23:51:03 | Svara | Þungun | 0

Held að þetta sé aðallega til að ræða um hvað hefur verið reynt og hversu lengi og svo hver næstu skref verða, auðvitað best að vera bæði í svona umræðutímum en sjálfsagt ekkert mál að vera ein ef maðurinn kemst ekki..
Ég tók þessa sömu ákvörðun í dag og fékk tíma í næstu viku, bjóst við miklu lengri bið :)

everything is doable | 7. ágú. '15, kl: 00:01:45 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

já ég var steinhissa á að fá tíma svona snemma, hann ætlar að reyna að fá frí svo við getum farið saman annars eins og hann orðaði það þá er ekki eins og hann sé með allt skráð og líklega yrði ég sú sem myndi svara öllu en alltaf betra að fara saman líka fyrir hann að skilja þetta allt betur (hann er ennþá svolítið á því að maður þurfi bara að sleppa vörnum og þá komi barn jafnvel 14 mánuðum eftir að við byrjuðum að reyna). 

nycfan | 7. ágú. '15, kl: 11:37:53 | Svara | Þungun | 0

Ég fékk einmitt tíma strax daginn eftir að ég hringdi í september, og þá var búið að segja mér að það væri 3-6 mánaða bið. En ég fór alveg á réttum tíma þar sem við vorum búin að reyna í meira en ár og það er það sem þeir vilja þarna. Þ.e.a.s ekki gera neitt fyrr en eftir ár nema eitthvað sé augljóslega að.
En það er rosa gott að fara bæði í tímann, þá nær karlmaðurinn að skilja þetta líka og verða meiri hluti af þessu. Því svo ef maður fer í tækniferlið þá er þeirra partur svo lítill, bara koma gaurunum sínum í glas en við þurfum að fara í skoðun annan 3-6 sinnum fyrir uppsetningu þar sem eggbúin eru skoðuð í sónar.
En það gengur alveg að fara ein, þeir hafa bara soldið gott af því að upplifa smá af þessu líka :)
Hjá hvaða lækni fékkstu tíma?

everything is doable | 8. ágú. '15, kl: 10:58:14 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég fékk tíma hjá Snorra =) já ég er að íhuga að fresta tímanum um 2 vikur svo hann komist með ég hugsaði einmitt að hann hefði gott af því að vera með og heyra allt en það er búið að senda hann í stæðistékk svo það er nokkuð víst að vandamálið er mín megin skilst mér. Ég einmitt fékk Femara eftir 10 mánuði í reyneríi en tók það fyrst núna eftir 14 mánuði og 2 fósturlát því ég var svo ákveðin í því að gera ekkert fyrren eftir ár. Ég vona innilega að við fáum einhver svör sem við getum unnið með fljótlega.  

california | 8. ágú. '15, kl: 23:15:57 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Vertu samt undirbúin undir hinn möguleikann. Við erum buin að vera að reyna i 2 og halft àr og það er nàkvæmlega ekkert að hja okkur. Hvorki mer ne honum eg fæ ekki einu sinni að profa egglos örvandi lyf þvi eg er með svo gott egglos. Og þetta er viðbjoðslega fúlt að hafa enga astæðu i höndunum
 

everything is doable | 9. ágú. '15, kl: 17:06:54 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég hef verið greind með óútskýrða ófrjósemi þegar við bjuggum úti og kvennsjúkdómalæknirinn hér vildi einmitt fyrst reyna femara því það virkar í hjá 30% þeirra sem eru í óútskýrða flokknum. Honum fanst samt líklegast þar sem ég hef 2x orðið ólétt að þeir geti fundið eitthvað sagði að hann myndi hafa meiri áhyggjur af okkur ef ég hefði aldrei orðið ófrísk (þó ég hafi missti í bæði skiptin). 
Er ekki hægt að prófa tækni eða glasa hjá ykkur til að gefa ykkur einhvern séns?

california | 10. ágú. '15, kl: 20:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ju ætluðum i tækni i april en þa stoppaði verkfallið bloðprufurnar. Þannig endurmat i oktober. Ætlum reyndar i pasu bara fram i januar hvíla salina aðeins 

Hedwig | 11. ágú. '15, kl: 20:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Við erum einmitt með óútskýrða ófrjósemi, allt í fullkomnu standi hjá okkur báðum en ekkert gerðist þrátt fyrir pergó, sæðisvæn sleipiefni, egglospróf og hvaðeina.  Fórum til þeirra eftir 5 ár og fengum að velja tækni eða glasa og völdum glasa sem heppnaðist í fyrsta. Fósturvísirinn virðist bara hafa þurft smá skutl niður í leg haha :P. 

everything is doable | 11. ágú. '15, kl: 21:12:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

æðislegt að heyra og innilega til hamingju ég er andlega búin að undirbúa mig undir það að við þurfum að fara þá leið og einmitt bæði sammála um að prófa strax glasa ef það er í boði en ætlum allavegana að taka 3 mánuði á femar áður en við tökum næsta skref (fyrsti mánuðurinn núna) en það er fínt að byrja á þessum skoðunum strax 

nycfan | 12. ágú. '15, kl: 09:37:03 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Vertu samt undirbúin undir það að þeir vilji fá þig í tækni fyrst. Glasa er venjulega ekki í boði strax nema það sé virkilega þörf á því eða eins og hjá Hedwig þegar fólk er búið að reyna sjálft í svona svakalega langan tíma. Minnir að ég hafi heyrt að það sé yfir 3 ár ca.
Þeir vilja líka oft allavega einn tæknihring til þess að finna út hvaða lyf henta þér og hvaða skammtar henta. Tækni er ódýrara og ef það eru engin vandamál sjáanleg þá eru alveg líkur á að það virki. Svo leiðinlegt að lenda í oförvun og veseni strax í glasa og þurfa mögulega að fresta meðferð.
Hjá mér þá vildi ég komast eins mikið hjá því og ég gat að fara í glasa því með PCOS getur maður oförvast auðveldlega og Snorri var sammála mér með að ég væri líkleg í þann pakka og systir mín lenti í slæmri oförvun sem ég vil alls ekki lenda í sjálf.
En þetta er auðvitað ykkar val og ef ykkur er boðið beint í glasa og þið viljið það þá auðvitað gerið þið það :) Ég var bara skíthrædd við það því ég framleiði nóg af eggjum og vildi sko ekki oförvast, allavega vita hvað ég þyrfti mikið fyrst :)

Hedwig | 12. ágú. '15, kl: 11:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já ég var einmitt á brúninni að oförvast. Í fyrstu skoðun voru komin slatta mörg eggbú og örvunarskammturinn minnkaður. Í næstu skoðun var sagt við mig að það væri oförvun og ég þyrfti að fara í eggheimtu en frysta þyrfti alla fósturvísa til að jafna kerfið út. Fannst það ömurleg tilhugsun eitthvað að geta ekki gert allt í einu og þurfa aftur að fara í gegnum lyfjavesen. En í eggheimtunni hefur svo komið í ljós að ofvörvunin var ekki slæm þannig að það var hægt að setja upp tveimur dögum síðar :D.  En var ansi aum í stóru eggjastokkunum lengi á eftir og sérstaklega örugglega þar sem fósturvísirinn hélt sér, sem sé pínu oförvun líklegast en miðað við sögur af slæmri oförvun skil ég svo vel að það sé passað upp á þetta enda er örugglega hrikalegt að lenda í því :O. 

everything is doable | 12. ágú. '15, kl: 20:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já ég hef það í huga, stefnan er vonandi tekin á það að lyfin geri eitthvað fyrir okkur sem lækninum fannst mjög líklegt þar sem ég hef orðið ófrísk sjálf bara ekki náð að viðhalda óléttunni. Ég fór einmitt með gögnin okkar að utan uppá Art á mánudaginn en Snorri hringdi í mig í gær (eða í fyrradag ég er orðin hirkaleg með þessa daga svona þegar sumarfríið er á enda) einmitt til að segja mér að hann væri mjög bjartsýnn miðað við það sem hann sá, vildi endilega fá okkur í smá spjall og létta skoðun en annars vildi hann að við myndum halda áfram á femara næstu 2 hirngi. 

everything is doable | 25. ágú. '15, kl: 10:39:15 | Svara | Þungun | 0

Jæja fyrsti tíminn búin var voðalega lítið um svör þar, en afþví að ég varð ólétt þegar við vorum búin að vera að reyna í ár þá teljumst við ekki vera með ófrjósemi. Fékk beðni í sæðisrannsókn fyrir kallin en ég hugsa að ég haldi mig bara hjá mínum lækni eitthvað áfram fanst þetta aðeins of klínískt og ekkert um svör. En afþví að við misstum í júní þá telja þeir þetta bara eins og við séum búin að vera að reyna í 2 mánuði þó það hafi tekið 13 manuði að verða ólétt 

einmjögringluð | 25. ágú. '15, kl: 20:25:57 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég fór einmitt í fyrsta tíman í dag til Snorra og fékk sömu svör missti í sumar þá búin að vera að reyna í 10 mánuði og þá teljast þeir mánuðir ekki með heldur erum við einmitt bara búin að vera að reyna í 2 mánuði :(

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4797 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Guddie