Asperger stelpur

LaRose | 29. mar. '16, kl: 08:06:49 | 897 | Svara | Er.is | 0

Ég á frábæra stelpu sem er 10 ára. Það hefur stundum hvarflað að mér að hún sé með Asperger því ýmislegt þar passar en annað ekki svo mér datt í hug að fá álit sérfróðra hérna inni í einhverfumálum.

Það sem slær mig er:

Hún er viðkvæm fyrir háum hljóðum (vill helst hafa slökkt á útvarpinu í bílnum, finnst of hátt hljóð á diskótekum) nema þegar hún horfir á sjónvarp, þá má hafa allt í botni.

Hún les mikið og er oft í eigin heimi með bækur og svo niðursokkin að ég þarf að segja nafnið hennar 5 sinnum áður en hún kveikir.

Hún er utan við sig og á oft erfitt með að flýta sér.

Hún hefur verið með aðskilnaðarkvíða en hann hefur batnað með árunum.

Hún er ekki týpísk stelpa sem á bestu bestu vinkonu sem hún greiðir hárið á (skiljið steríótýpuna). Hennar vináttur ganga mikið út á verkefni og áhugamál. Hún leikur við þær sem hafa áhuga á sömu hlutum og hún sem er mikið að vera úti á hjólaskautum, hjólabretti, skjóta af boga, hoppa á trampólíni. Hópur af börnum að spila tölvuspil og kjafta um allt og ekkert segir henni lítið og hún nennir ekki að eyða tíma í það.

Mjög klár, hæst í bekknum í flestu, var fljót að læra að lesa, spyr djúpra spurninga um líf og dauða.

Mikill idealisti; vill vera grænmetisæta, skilur ekki stríð, dýravinur.

Það sem mér finnst ekki passa:

Hefur alltaf fúnkerað vel félagslega og verið vinsæl meðal jafningja. Hún er vinsælli en hún veit sjálf finnst mér. Hún er blíð og tekur aldrei/sjaldan þátt í stríðni eða konfliktum. Vill bara leika góða leiki og er góð vinkona. Hún huggar vinkonur sem eru leiðar og vill hjálpa. Hún er með mikla samkennd.

Hún hefur áhuga á útlitinu og vill ganga í flottum fötum og þegar eitthvað stendur til vill hún oftast nota tíma í að taka sig til og gera hárið fínt. Talar mikið um að hana langi í make up stundum og háa hæla og hlakkar til að geta klætt sig flott sem unglingur.

Mjög sjálfstæð en mikill knúsari heima fyrir. Finnst ekki þægilegt að knúsa vinkonur þannig en knúsar foreldra, ömmur og afa og systkini mikið og vill allt fyrir þau gera.

Var auðvelt ungabarn og mjög auðvelt að hugga hana. Þurfti bara knús og kossa og hvísla einhverju fallegu í eyrað.

Talar alveg eðlilega og var frekar fljót til tals. Ekkert með röddina eða orðanotkun eða annað.


Er svona aðallega að hugsa þetta því hún er dálítið sérstök miðað við jafnaldra stundum; aðallega þetta að nenna ekki chit chatti, vera rosalega sjálfstæð og með hugmyndir og plön fyrir sjálfa sig langt fram í tímann og svo á hún erfitt með breytingar.


Ég er dálítið eins svo kannski maður sé bara á rófinu sjálfur. Hvað haldið þið?

 

solarorka | 29. mar. '16, kl: 08:46:43 | Svara | Er.is | 5

Hljómar sem mjög eðlileg og flott stelpa? Hvað er vandamálið?

LaRose | 29. mar. '16, kl: 08:50:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún virðist eiga erfiðara með breytingar en jafnaldrarnir stundum. Finnst alltaf erfitt að fara í skólann eftir frí til dæmis. Verður viðkvæm og stundum illt í maga. Henni finnst best að vita fyrirfram hvað gerist. Er ekki mikið fyrir diskótek (of mikil læti og of margir). Verður auðveldlega "overwhelmed" og þarf mikinn tíma til að hlaða (er mikill introvert). Eftir skóladag verður hún að taka klukkutíma inni í herbergi að lesa bók til að vera ein og hugsa og hlaða batteríin. Annars verður hún liggur við veik.

Hún er ekkert fyrir chit chat þannig. Vill oftast vera í verkefnum eða úti að leika. Nú eru krakkarnir í bekknum orðnir svona pre teen og margir hanga saman í stórum hópum og kjafta og spila á síma. Hún nennir ekki að leika við sumar vinkonurnar af því þær eru komnar í þennan pakka og er mest með 2 stelpum núna sem nenna að vera úti að leika og vera á hjólabretti. Dálítil strákaáhugamál stundum (hef lesið að það sé stundum tengt Asperger).

Finnst lífið vera henni dálítið erfitt stundum. Hún bæði er viðkvæm fyrir áreiti og hugsar mikið um alltof fullorðinslega hluti og gæti notað alla sína krafta í að berjast fyrir betri heimi.

Flugsvinn | 29. mar. '16, kl: 13:17:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gæti hún verið með kvíða? 

LaRose | 29. mar. '16, kl: 13:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, hún er viðkvæm og verður kvíðin auðveldlega. Við höfum unnið með kvíðann með sálfræðingi svo hann hamlar henni ekki mikið en hún finnur alltaf hnút í maga fyrir breytingar en hefur lært að það líður hjá og þarf ekki að stjórna henni.

Vidarsdottir1 | 13. okt. '17, kl: 02:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæl, svona óþol við áreiti og þurfa að hlaða batteríin er mjög einkennandi við manneskju sem hefur lent í áfalli eða slysi. Einnig er þetta vel þekkt í fólki sem þjáist af vefjagigt sem orsakast einmitt oft út frá áföllum/slysum. Introvert hegðun kemur í ljós þegar orkan er búin og líðan verður þyngri ef manneskjan nær ekki að vera í ró og næði til að hlaða batteríin. Kvíði og þunglyndi fylgir vefjagigtinni myndi láta athuga það, hafðu samband við Þraut.

Gulleggið | 14. okt. '17, kl: 03:43:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hljómar sem mjög flott stelpa sem þú mátt vera stolt af. Ef þú hefur áhyggjur endilega leita hjálpar sem fyrst - fyrir þig þá sérstaklega af því að þú hefur áhyggjur. Hljómar samt fyrir mér sem hún sé ofboðslega flott, ákveðin og sjálfstæð stelpa sem fer sínar leiðir - kýs frekar að vera heima að lesa bækur en vandræðast með jafnöldrum. Að mínu áliti er það mjög gott og ber merki um mikinn þroska.

musamamma | 29. mar. '16, kl: 23:26:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Asperger stelpur eru mjög eðlilegar og flottar stelpur.


musamamma

Mukarukaka | 29. mar. '16, kl: 08:49:57 | Svara | Er.is | 1

Já sammála solarorka, er hún ekki bara eðlileg? Það eru flestir með eitthvað svona "skrýtna" eiginleika.

_________________________________________

Lallieee | 29. mar. '16, kl: 08:51:02 | Svara | Er.is | 5

Þetta er draumabarn, ekki búa til vandamál þar sem ekkert er.

Louise Brooks | 29. mar. '16, kl: 08:51:09 | Svara | Er.is | 0

Þetta virkar allt voða aspalegt. Hefurðu íhugað að fara með hana í greiningu?


Ég er handviss um að ég hefði uppfyllt skilyrði til að greinast með asperger á barnsaldri en er ekki viss um að ég myndi ná greiningarviðmiðum í dag. Sonur minn er greindur með einhverfurófsröskun og adhd og er mjög mikið um einhverfurófsraskanir í báðum fjölskyldum, aðallega aspergera samt.

,,That which is ideal does not exist"

Lallieee | 29. mar. '16, kl: 08:52:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef þetta er allt saman aspalegt þá er ég 200% með Asperger, hún er að lýsa mér sem barni.

LaRose | 29. mar. '16, kl: 08:56:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, líka ég.

Ég er kannski bara að vera með óþarfa áhyggjur (væri ekki í fyrsta skipti) og finnst skipta mestu máli að hún sé glöð sem hún er nú oftast.

En maður hugsar svona þegar manni finnst barnið öðruvísi en margir aðrir á hennar aldri. Hún er líka óvenjulega klár á mörgum sviðum og óvenjulega listræn til dæmis. Leikur allt í höndunum á henni.

Hinsvegar er hún alls ekki klaufi eins og margir Aspar. Mjög góð að hjóla, renna, hjólabretti, kollhnísar á trampólíni.

safapressa | 29. mar. '16, kl: 09:09:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ekkert að þessu barni, hljómar eins og mjög flott stelpa. Fagnaðu því bara að hún er ekki eins og týpískur pre-teen og þorir að vera hún sjálf.

LaRose | 29. mar. '16, kl: 08:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mjög mismunandi svör :)

Ég hef ekki pælt í að fara með hana í greiningu nei. Hún var hjá sálfræðingi 3x út af kvíðatengdum málum en það lagaðist allt. Það voru mest áhyggjur af því að eitthvað slæmt gæti gerst, dauði, veikindi sem hélt fyrir henni vöku á kvöldin. Stundum hryðjuverk eða stríð. Var virkilega mikið á tímabili en svo óx hún upp úr því og við lærðum að tækla það á nýjan hátt.

Louise Brooks | 29. mar. '16, kl: 08:58:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hún virkar eins og mjög flott stelpa en af minni reynslu að dæma að þá borgar sig að fá greiningu til að það verði komið til móts við þarfir hennar þegar hún verður orðin unglingur því að það er mjög algengt að þá fyrst komi fram erfiðleikar. Þá meina ég þunglyndi og kvíði. Ég skildi t.d. ekki af hverju mér leið alltaf svona illa en skil það betur í dag. Þetta skiptir máli upp á að læra betur á sjálfan sig og finna aðferðir sem hjálpa manni að fúnkera og tækla lífið.

,,That which is ideal does not exist"

musamamma | 29. mar. '16, kl: 23:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Greining skiptir aðalmáli fyrir stelpuna sjálfa, ekki utanaðkomandi hjálp. Það skiptir máli að vita hver maður er.


musamamma

Louise Brooks | 29. mar. '16, kl: 23:41:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég kom þessu eitthvað illa frá mér. Ólíkt flestum öspum sem ég þekki þá er ég sérlega ritheft manneskja. 

,,That which is ideal does not exist"

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 29. mar. '16, kl: 18:08:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er nokkurn vegin ALVEG eins og ég sem barn. Ég mælist svo rosalega NT (ekki-einhverf) að það má segja að ég sé óvenjulega NT

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

ert | 29. mar. '16, kl: 09:03:28 | Svara | Er.is | 1

Ég sendi þér skiló

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 29. mar. '16, kl: 09:13:28 | Svara | Er.is | 3

Afhverju í ósköpunum telur þú að hún geti verið með asperger þó að henni gangi vel í skóla, sökkvi sér niður í bækur, sé idealisti og nenni ekki tölvuspilum?

Hún hljómar venjuleg í mínum eyrum.

LaRose | 29. mar. '16, kl: 09:23:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Aðallega út af þessari viðkvæmni fyrir hljóðum til dæmis og svo aðskilnaðarkvíða og þreytu eftir samveru með mörgu fólki.

Hún er mikill introvert (ég líka svo sem) en ég hef látið mér detta í hug það spili annað inn stundum....vonandi er það óþarfa pælingar.

Lallieee | 29. mar. '16, kl: 09:42:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er alveg ágætis hugmynd að fylgjast með andlegri heilsu hennar, en alls ekki fara að láta henni finnast hún vera eitthvað keis. Bara vera vakandi, sérstaklega þegar líða fer á unglingsaldurinn, nógu er það erfitt tímabil þótt maður sé ekki viðkvæmur, djúpþenkjandi ídealisti.


Hún á mögulega eftir að eignast "bestu vini" þegar hún eldist og kynnist fleiri krökkum sem eru í svipuðum pælingum og hún sjálf. Myndi aðallega vera opin fyri því að gefa henni möguleika á því að rækta sína hæfileika og áhugamál, það er mjög styrkjandi og gefur líka tækifæri á því að hitta fleiri sem eru á hennar leveli.


Ég er btw mjög þreytt eftir að hafa verið í hópi fólks, ég fúnkera best í litlum hópi eða maður á mann, og ég meika ekki hávaða nema á mínum forsendum. Þetta eru fyrir mér mjög eðlileg persónueinkenni sem há mér ekki í lífinu.

safapressa | 29. mar. '16, kl: 09:49:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún er sennilega bara með aðeins næmnari skynjun en flestir aðrir. Dóttir mín er svona, viðkvæm fyrir sumum áferðum á fatnaði og mat, hljóðum, hávaða, verður rosalega þreytt eftir áreiti.. 

Alpha❤ | 30. mar. '16, kl: 20:08:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er rosalega viðkvæm fyrir hljóðum og hávaða og pirrast svakalega við suma tónlist og verð þreytt eftir samveru með fólki og ég hef nýlega farið í einhverfupróf og er ekki með einhverfu. Sumt af þessu sem þú nefnir á svolítið við mig að vera utan við mig og heyra ekki ef ég er á kafi í einhverju og annað og ég er með adhd. 

musamamma | 29. mar. '16, kl: 23:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gengur einhverfum sjálfkrafa illa í skóla? Ég er kannski ekkert einhverf.


musamamma

tóin | 30. mar. '16, kl: 00:38:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ætlaðir þú að spyrja einhvern annan?  Ég sé ekki alveg hvernig spurningin þín tengist því sem ég skrifaði.

randomnafn | 29. mar. '16, kl: 13:22:17 | Svara | Er.is | 0

MöguleikI miðað við lýsingarnar á henni. Aspetger eða jafnvel ódæmigerð einhverfa.

Myndi klárlega athuga það sérstaklega sem fyrirbyggjandi fyrir mögulega erfiðleika í framtíðinni sef hún fær ekk7 viðeigandi stuðning.

noneofyourbusiness | 29. mar. '16, kl: 13:34:26 | Svara | Er.is | 1

Lýsingin á henni er mjög lík því sem ég var sem barn, nema ég eignaðist bestu vinkonu á tímabili, frá átta ára til sirka þrettán, en við uxum í sundur á gelgjunni þar sem ég var ekki eins mikil gelgja jafn snemma og hinar stelpurnar.

Er hún ekki bara greind og svolítið innhverf? Þarf alls ekki að vera asperger þó að hún sé ekki dæmigerð for-gelgja.

hjolandifiskur | 29. mar. '16, kl: 20:33:27 | Svara | Er.is | 0

Flott stelpa virðist vera.Er hún ekki bara eðlileg en hugsanlega "hypersensitive"?

hjolandifiskur | 29. mar. '16, kl: 20:42:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

meinti "highly sensitive" ..

Orgínal | 29. mar. '16, kl: 20:36:31 | Svara | Er.is | 1

Gáfuð og pínu intro.

Virkar mjög flott!

Brendan | 29. mar. '16, kl: 21:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

:) flott svar. Það eru ekki allir eins og þó svo að barn sé ekki alveg í kassanum þarf ekki að vera að það sé eitthvað taugatengt í gangi. 

GoGoYubari | 29. mar. '16, kl: 23:09:27 | Svara | Er.is | 5

Spes svörin hérna sum hver. Þú ert ekkert að "búa til vandamál", stelpan þín getur alveg verið klár, sjálfstæð, góð vinkona og allt það OG verið á rófinu!


Stelpur eru síður greindar en drengir, m.a. vegna þess að einkenni þeirra eru oft ekki jafn ýkt og greiningarviðmiðin eiga sum hver meira við um stráka, t.d. þráhyggjuleg áhugamál og fleira sem leitað er eftir. Stelpur eru líka oft betri í að herma eftir hegðun og ná þannig að betur að "spila sig NT", eru hljóðlátari og einhverfan birtist bara oft ekki eins og hjá strákunum svo ég myndi alveg skoða þetta nánar. 

HvuttiLitli | 29. mar. '16, kl: 23:31:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

musamamma | 29. mar. '16, kl: 23:25:42 | Svara | Er.is | 2

Hér er besti tékklisti fyrir einkenni einhverfu hjá konum sem ég hef lesið. 

 


musamamma

LaRose | 30. mar. '16, kl: 06:31:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ætli NT konur geti merkt við margt á listanum?

Ég gat alveg séð sjálfa mig í sumu þarna en alls ekki öllu.

Varðandi dóttur mína er það eins; innhverfugleikinn og viss viðkvæmni...en sama sem ekkert af hinu passaði.

musamamma | 30. mar. '16, kl: 17:58:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það ekki :)


musamamma

Lallieee | 30. mar. '16, kl: 09:20:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jæks, ég get merkt við hvert einasta atriði í langflestum köflunum. Myndi segja að 90% ætti við mig. Hélt ég væri tiltölulega normal haha.



musamamma | 29. mar. '16, kl: 23:30:25 | Svara | Er.is | 1

Laufey Gunnarsdóttir er mjög klár í að greina stúlkur. Kostar ekki mikið og gefur ykkur svör. 


musamamma

LaRose | 12. okt. '17, kl: 08:01:40 | Svara | Er.is | 3

Ég mundi allt í einu eftir því að hafa skrifað þennan post fyrir 1,5 ári.

Ég hefði átt að hlusta á móðurlega innsæið.

Núna 1,5 ári sienna er dóttirin fárveik, getur ekki verið í skóla og verið að greina hana á einhverfurófinu :(. Væntanlega Asperger en vantar smá niðurstöður til að sjá hvar við erum nákvæmlega á rófinu.

ert | 12. okt. '17, kl: 08:13:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú mátt alveg senda mér skiló eða setja meira inn hér. Ég er mjög forvitin um hvernig kerfið virkar úti og hvernig þeir taka á vanda þessara stúlkna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

LaRose | 12. okt. '17, kl: 08:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sendi skiló

ofsa | 12. okt. '17, kl: 08:57:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vildi bara senda ykkur mæðgum knús. Vonandi er þetta botninn núna og allt verður upp á við þegar bæði hún og skólinn hennar finna út úr því hvernig henni líður best <3 Hún á greinilega góða mömmu, sem skiptir miklu máli.

LaRose | 12. okt. '17, kl: 09:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

Mae West | 12. okt. '17, kl: 10:32:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gangi ykkur vel. Það er leitt að heyra að svona er komið. Vonandi er bjartara framundan þegar þú veist betur stöðuna og svona. 

LaRose | 12. okt. '17, kl: 10:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir umhyggjuna! Við erum bjartsýn á að við (og ekki minnst aðrir) sjái hana loksins eins og hún er og geti hjálpað í samræmi við það.

Ég vil bara henni líði vel; hún er alltaf sama stelpan fyrir mér. Svo getur maður kallað þetta gult, blátt eða rautt. Mér er alveg sama, bara hún fúnkeri.

ÓRÍ73 | 12. okt. '17, kl: 16:10:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er algjörlega sammála, mín 14 ára Aspergerstúlka er öll a uppleið eftir greiningu

alboa | 12. okt. '17, kl: 16:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki láta þér bregða þó að það komi greining "á einhverfurófi" eða einhver útgáfa af því (skammstöfun eða annað). Á mörgum stöðum er hætt að greina Aspeger sérstaklega. kv. alboa

LaRose | 12. okt. '17, kl: 17:56:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur t.d ADOS greint ca hvernig tegund einhverfu maður er með?

ert | 12. okt. '17, kl: 18:06:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ADOS mælir ekki áráttu kennda hegðun en ADI gerir það. Þannig er ADOS strangt tiltekið nóg fyrir greiningu á DSM-IV. Hvað er svo gert er svo annað. Svo skiptir þessi flokkun litlu máli en það eru margir sem finnst asperger fínna af því að þá þarf ekki að í hóp með fólki með þroskahömlun

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

musamamma | 12. okt. '17, kl: 22:40:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með hóp á Facebook sem er einhverfuvænn. Láttu mig vita ef þú vilt vera með. Helling af góðri fræðslu. 


musamamma

Hanahakk | 14. okt. '17, kl: 00:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi, ég var að sjá þetta núna D: Afsakaðu fyrri póst, ég sé að þið hafið alveg fundið fyrir unglingsárinum af fullri hörku. Þetta er mjög erfiður tími :/

Það er algerlega undir ykkur komið hvort þið viljið það, en mig langar allaveganna að bjóðast til að reyna að gefa henni innblástur til að halda áfram og koma út úr þessu sem sterkari manneskja. Ég er líka stelpa með Asperger og var í mjög svipaðri stöðu á unglingsárunum, en í dag er ég 24 ára fulliorðinn einstaklingur sem semur og flytur eigin tónlist og gengur ágætlega með það :) Mig langar svo mikið að Asperger stelpur fái sterkari fyrirmyndir í lífinu, allt sem ég hafði á hennar aldri var bókin hennar Temple Grandin sem var náttúrulega að díla við allt öðruvísi hluti.

Ef þið viljið þá eru skilaboðin mín opin, ég kann ekki alveg við að skilja eftir opnar persónuupplýsingar á bland :)

Gangi ykkur sem best, og bataóskir til hennar!

Hanahakk | 14. okt. '17, kl: 00:43:04 | Svara | Er.is | 1

Sem fullorðin asperger gella þá mæli ég með að fara með hana í greiningu fyrr en seinna af því það er oft auðveldara að greina því yngri sem maður er, auk þess sem það mun gagnast henni meira að fá greiningu snemma að aldri svo hún fái meiri skilning frá umhverfinu.

Þegar ég var á hennar aldri þá þorði ég ekki að segja mörgum frá greiningunni minni af því ég vissi ekki hvort fólk myndi stríða mér meira eða minna, en það hafði í för með sér að fólk setti út á ýmsa hluti í fari mínu sem hefðu verið mjög eðlilegir ef þau hefðu vitað af greiningunni minni, sem olli miklum sjálfsefasemdum og vandamálum langt fram í fullorðinsárin.

Btw ég er alls ekki að reyna að hræða þig, en ég mæli með að þið undirbúið ykkur vel undir unglingsárin því þá er veröldin almennt dómhörðust. Hafðu gott öryggisnet og úrræði í kring um hana, en það er mikilvægt að gera ekkert án hennar samþykkis og gefa henni tækifæri til að verða sjálfstæð og flott á sínum hraða og á sinn hátt :)

Gangi ykkur vel!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47644 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, paulobrien