Áttu uppskrift af rabbabaravíni

villa1 | 4. júl. '09, kl: 14:21:12 | 1108 | Svara | Er.is | 0

Þar sem ég á svo mikinn rabbabara langar mig að prófa að gera rabbabaravíni á einhver góða uppskrift af því.

 

Anteros | 4. júl. '09, kl: 14:22:23 | Svara | Er.is | 0

mr gúggle?

Oma | 4. júl. '09, kl: 15:24:26 | Svara | Er.is | 0

Ég á reyndar uppskrift...

villa1 | 4. júl. '09, kl: 16:03:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oma, viltu vera svo væn að deila henni með mér.

reyndar
reyndar | 5. júl. '09, kl: 15:36:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gaman að sjá hvað fólk heldur dauðahaldi í brennivínið maður fær bara mínus fyrir að benda á einfalda staðreynd...

gaui87 | 7. júl. '20, kl: 19:41:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ólöglegt að brugga vín til eigin nota

4rassálfar. | 5. júl. '09, kl: 16:26:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki nema hún sé að selja..það má gera vín til einkaneyslu

reyndar | 5. júl. '09, kl: 16:33:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það má ekki neitt...

4rassálfar. | 5. júl. '09, kl: 16:49:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú afhverju er þá verið að selja dót til að fólk geti búið sér til hvítvín og rauðvín og fleira..varla vegna þess að það sé ólöglegt..

reyndar | 5. júl. '09, kl: 17:02:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

II. kafli. Framleiðsla áfengis.
6. gr. Sækja skal um leyfi til framleiðslu áfengis til [lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu].1)
Með framleiðslu áfengis er átt við hvers konar bruggun, gerjun eða eimingu áfengra drykkja, sem og blöndun eða átöppun eins eða fleiri áfengra drykkja. Til framleiðslu í þessum skilningi telst þó ekki blöndun áfengra drykkja sem á sér stað samtímis og sem hluti af veitingu áfengis.

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 17:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bruggaði einu sinni rauðvín í gamni fyrir mörgum árum og á leiðbeiningunum stóð að skv uppskrift ætti að vera ákveðið magn af sykri en þar sem ólögmætt væri að nota þetta sykurmagn þar sem vínið yrði of áfengt við það þá væri mælt með einhverju x sykurmagni.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Oma | 4. júl. '09, kl: 21:58:51 | Svara | Er.is | 0

Sendi þér uppskrift fljótlega í skilaboðum. Finnst ég ætti að fá smá rabbarbara fyrir...

Oma | 5. júl. '09, kl: 15:11:25 | Svara | Er.is | 0

Búin að senda þér Rp. í skb.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 15:12:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu því ekki að setja hana á vefinn?

Oma | 5. júl. '09, kl: 15:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Forðast að búa til fleiri lögbrjóta...

Anteros | 5. júl. '09, kl: 15:14:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða hvaða

Oma | 5. júl. '09, kl: 15:15:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skíthrædd, gæti verið kærð af úlfunum hér inni...

Anteros | 5. júl. '09, kl: 15:16:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú meinar. Annars efast ég um það, þetta er ekki löghlýðnasti vefur nema þegar kemur að hundum.

Oma | 5. júl. '09, kl: 15:17:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo allt annað mál. Sumir eru bara skelfilega kæruglaðið, hafa ekkert annað að gera...

Anteros | 5. júl. '09, kl: 15:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm þetta er gósenland.

reyndar | 5. júl. '09, kl: 15:35:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sendu mér hana í skiló ég skal setja hana inn.

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 15:36:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bíð spennt.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

steingerdi | 5. júl. '09, kl: 16:35:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rabbabaravinir !!!
http://www.rhubarbinfo.com/recipe-wine.html#TOC64
Þarna eru amk 15 uppskriftir

Síðan eru rabbarbara uppskriftir og endalausar upplýsingar á:
www.rhubarbinfo.com

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 17:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla fyrst að prófa að gera rabarbaragraut. Hef ekki grænan grun um hvernig hann er gerður. Víngerðin bíður betri tíma en ég á örugglega eftir að prófa hana.
Merki umræðuna og takk.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 15:30:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur skrifað sykurmagnið en þar sem það sé ólöglegt þá eigi að nota 50g.
Allt í lagi að prufa að búa til svona mjöð.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 15:33:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta ætti nú bara að falla undir heimiliiðnað.

glmom | 5. júl. '09, kl: 16:24:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er ekkert ólöglegt að brugga, það er bara ólöglegt að selja brugg

reyndar | 5. júl. '09, kl: 16:34:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er víst ólöglegt að brugga, tjah nema kanski ef að prósentan er 2.25% eða undir...

glmom | 5. júl. '09, kl: 17:08:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nóbb,, maður má brugga til eigin nota .. afhverju helduru að þú geti keypt græjur og efnin i þetta i búðum

reyndar | 5. júl. '09, kl: 17:09:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

II. kafli. Framleiðsla áfengis.
6. gr. Sækja skal um leyfi til framleiðslu áfengis til [lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu].1)
Með framleiðslu áfengis er átt við hvers konar bruggun, gerjun eða eimingu áfengra drykkja, sem og blöndun eða átöppun eins eða fleiri áfengra drykkja. Til framleiðslu í þessum skilningi telst þó ekki blöndun áfengra drykkja sem á sér stað samtímis og sem hluti af veitingu áfengis.

steingerdi | 5. júl. '09, kl: 16:27:46 | Svara | Er.is | 1

Takk fyrir að vekja mig - ég hef ekki hirt nema lítinn hluta af mínum rabbarbara síðustu árin

Endalausar upplýsingar um rabbarbara eru á þessum link:
www.rhubarbinfo.com og á:
http://www.rhubarbinfo.com/recipe-wine.html#TOC64
Eru 15+ uppskriftir af rabbabarastavini !!!

Núna ætla ég að fara og sækja minn - Ætla ekki að segja ykkur hvað annað en sulta og grautur verður gert úr honum.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 16:35:52 | Svara | Er.is | 0

Ég á ekki uppskrift af rabarbaravíni en hér eru nokkrar aðrar.

Reyniberjavín

Hráefni:
hreinsuð reyniber
vodki

Aðferð:
Berin kramin örlítið og sett í flösku.
Vodkanum helt í flöskurnar svo yfir fljóti.
Látið standa í 3-4 vikur.
Síið berin frá.

Vínberjavín

Hráefni:
Vel þroskuð svört vínber
brennivín

Aðferð:
Berin sett í flösku.
Víninu helt yfir.
Látið standa í u.þ.b. 1 viku
Hellið vökvanum á hreinar flöskur og látið standa í nokkra mánuði.
Síað og þynnið með nýju brennivíni eftir þörfum.

Appelsínulíkjör

Hráefni:
5 appelsínur
5 dl koníak eða brennivín
6 dl flórsykur
Aðferð:
Appelsínurnar afhýddar og börkurinn skorinn í mjóar lengjur.
Blandið saman áfengi og sykri og hrærið þar til sykurin er uppleystur.
Látið börkinn í lítraflöskur og hellið í hana áfengisblöndunni.
Lokið flöskunni og látið standa í u.þ.b. 3 vikur.
Síið og hellið á flöskur og best að láta standa eitthvað áfram áður en hann er drukkinn

Hrútaberjalíkjör

Hráefni:
1/4 l hrútaber
10 cl brennivín
Sykurlögur
6 cl sykur
2.5 cl vatn
Aðferð:
Hreinsið berin og setjið í krukkur eða flöskur.
Hellið brennivíninu á og geymið á björtum stað í 3-4 vikur.
Hristið nokkrum sinnum á meðan stendur.
Síð berin og þynnið vökvann með ylvolgum sykurlegi.
Hellið á flösku og lokið.
Látið standa og þroskast í 3 mánuði.

Ribsberjalíkjör

Hráefni:
1 l ribsber eða krækiber
1 flaska (75 cl) brennivín

Sykurlögur:
2 dl vatn
6 dl vatn
Aðferð:
Berin sett í flösku eða krukku og hellið víninu yfir.
Látið standa í 3 vikur og hristið annað slagið.
Síð og mælið brennivínið.
Sjóðið sykurlöginn og látið kólna.
Blandið honum síðan við berjavínið og hellið á flöskur.
Látið þroskast áður en hann er drukkinn.

Jarðberjalíkjör

Hráefni:
jarðaber
sykur
brennivín

Aðferð:
Fyllið flösku til hálfs með jarðaberjum og afganginn með sykri.
Látið standa á björtum stað þar til sykurinn hefur bráðnað.
Hellið áfenginu í og geymið á dimmum stað í 1 mánuð.
Síið berin frá og hellið yfir á hreinar flöskur.

reyndar | 5. júl. '09, kl: 16:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er dýrt vín í öllu þessu, er ekki pointið að spara...

Anteros | 5. júl. '09, kl: 16:38:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

steingerdi | 5. júl. '09, kl: 16:48:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við förum ekki - förum ekk-í Ríkið -.....
Efnin sem nefnd eru hafa m.a. fengist á Háteigsvegi 1

Flott komment í einni uppskriftinni: Warning:
"This wine may have you giving back things that you never stole. "

Svo er varað við því að blöð og rætur rabbarbara séu eitruð:
Rhubarb leaves are deadly poison and so are the roots. They have been used as poison throughout Europe and Asia for centuries. Be sure to use only the stalks for wine making or eating.

Rhubarb, no matter how it is made, makes an acid wine and requires sweetening to tone down the acid taste. Best way to do this is to make your rhubarb wine, then after it is finished, add artificial sweeteners to sweeten it somewhat.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 16:50:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er að vara við því?
Helmingur íslendinga og vel það ætti að vera dauður samkvæmt þessu.
Rótin hefur verið notuð sem eftirréttur.

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 17:36:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef lesið ýmislegt vafasamt um rabarbarann sjálfan: Oxalic acid content inhibits calcium and iron absorption./ May aggravate joint problems in those with arthritis og gout./ May promote development of kidney stones in som people.

Værum samt trúlega dauð ef allt er rétt sem kemur fram um það sem við nærumst á en við hefðum kannske orðið eilíf ef við borðuðum ekki það sem við borðum.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 17:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski.

steingerdi | 5. júl. '09, kl: 16:50:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skiljið mig líklega ekki nema lesa alla þræði
Uppskriftin sem ég vísaði í er á þessum link :

http://www.rhubarbinfo.com/recipe-wine.html#TOC64

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 17:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að eiga flösku af brennivíni í nokkur ár sem enginn lítur við, eðlilega kannske Anteros. Er þetta krækiberjastandi með brennivíni eitthvað sem þú hefur prófað? Viðbjóðsbragðið af brennivíni, minnkar það eða hverfur með berjunum?

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 17:33:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég hef ekki prófað með brennivíni, en í þínum sporum myndi ég gera tilraun. Berjabragðið og sykur vinnur á móti bragðinu af brennivíninu.

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 17:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vínið vonda er betur geymt hjá krækiberjunum en uppí skáp. Það er rétt. Ég reyni þetta þegar berjatíminn kemur. Takk Anteros.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 17:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú sérð í uppskriftinni af rifsberjalíkjörnum að rifsberjunum má skipta út með krækiberjum og í hrútaberjalíkjörnum er gert ráð fyrir brennivíni.

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 17:50:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var einmitt það sem ég var að satsa á. Á gæsaber, sólber,rifsber, krækiber og bláber þegar uppskerutíminn kemur og prófa kannske einhverja blöndu í brennivínsuppskriftina þína.
Verður mjög spennandi. Sérstaklega að sjá svipinn á gestunum sem fá að prófa.
Síðan á ég fullt jú af reyniberjum en er ekki að deyja úr spenningi að prófa þau.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 17:51:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvar býrð þú eiginlega?

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 22:12:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heima hjá mér auðvitað Anteros.
Hvernig líst þér á að blanda einhverju af þessum berjum saman í brennivínið en nota samt brennivínsuppskriftina?

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 17:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér líst vel á þig Anteros. Það verður ekki sála silfruð í nágrenni við mig eftir nokkra mánuði.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 17:28:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Endilega prófaðu þetta allt saman.

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 17:42:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú kannske heldur svæsið. Veit ekki hvað fjölskyldan segir ef heimilið verður að vínvígstöðvum. Verð að hafa einhvern hemil á tilraunagleðinni.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 17:46:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahhaha
Það er hægt að gera þetta yfir lengri tíma.

mýflugan | 5. júl. '09, kl: 17:51:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rétt. Byrja á brennivínsuppskriftinni.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Oma | 5. júl. '09, kl: 18:30:49 | Svara | Er.is | 0

Búin að senda Rp. út um víðan völl en er ekki viss um að ég hafi sent öllum sem báðu um það.
Endilega sendið mér skb. hafi ég svikið einhvern-óvart.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 18:31:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

%&&/()K#"
Ég fékk ekki.

hugmyndalaus | 5. júl. '09, kl: 18:32:21 | Svara | Er.is | 0

ein vodka
einn rabbarbari

taka tappann af vodkaflöskunni
troða rabbarbaranum oní
tappann á flöskuna
hrista
tilbúið.

Anteros | 5. júl. '09, kl: 18:33:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jakk

villa1 | 5. júl. '09, kl: 22:09:26 | Svara | Er.is | 0

bara til að leiðrétta allan miskilnig þá er þetta ekki framleiðsla.
heldur langaði mig að prufa að gera nokkrar flöskur til einkanota, sem er leyfilegt síðast þegar ég vissi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Svefn unglinga happhapp 7.8.2020 13.8.2020 | 00:04
Innanhússkór fyrir þykkan fót kittyblóm 12.8.2020 12.8.2020 | 22:46
Sést í brjóstið Kristínja 11.8.2020 12.8.2020 | 21:55
Rauði dregillinn - ca árið 1990-1992? Man einhver? Bragðlaukur 12.8.2020
Slæving/æðahnútaaðgerð leigan 12.8.2020
hvað er að gerast hér eiginlega Twitters 11.8.2020
Vantar gódan lögfræding jolabarn07 11.8.2020 11.8.2020 | 22:43
Open Border - Corona virus velcome. Svarthetta 11.8.2020 11.8.2020 | 19:40
Réttindi Kirkjunnar. Kristland 9.8.2020 11.8.2020 | 19:06
Umhverfisvænir bílar ! Flactuz 10.8.2020 11.8.2020 | 18:18
Bálstofa dýranna hrlitill 9.8.2020 11.8.2020 | 15:36
Að búa til könnun á facebook jak 3 11.8.2020
Nudd RelaxingMassage 11.8.2020
Prjónasjúklingar annaicy 2.8.2020 11.8.2020 | 09:48
Koma fyrir tíðarbikar Frú lukkutröll 10.8.2020 10.8.2020 | 22:42
IPSjónvarp 54 8.8.2020 10.8.2020 | 20:59
Atvinna sem hægt er að hlaupa í og fá greitt strax að verki loknu eða fljótlega? Baldur Jó 7.8.2020 10.8.2020 | 18:50
B3 blóðtýpa SantanaSmythe 2.8.2020 10.8.2020 | 17:18
Hinsegin stjórnmálamaður. Flactuz 7.8.2020 9.8.2020 | 13:03
Finnst þér að jörðin sé flöt ? Flactuz 6.8.2020 8.8.2020 | 10:07
Edinborg - hvar er best að gista ? hagamus 24.7.2020 8.8.2020 | 10:05
Af gefnu tilefni kaldbakur/jaðrakan/svarthetta og allir hinir TheMadOne 6.8.2020 8.8.2020 | 09:37
"Ferðaþjónustan sem lokar ekki þrátt fyrir Covid. Vegabréf óþörf" Svarthetta 7.8.2020 8.8.2020 | 07:49
Lofunarhringir... á hvorri hönd??? KollaCoco 7.8.2020 7.8.2020 | 22:47
Veit.staðir með keto rétti ? Janef 7.8.2020
Íbúðarkaup blendinaragg 6.8.2020 6.8.2020 | 21:24
Fyrst jákvætt þungunarpróf, síðan neikvætt Maria012 6.8.2020 6.8.2020 | 21:23
Posar hagstæðir Sossa17 29.7.2020 6.8.2020 | 20:52
Meðgönguhópar Bumbi2021 3.8.2020 6.8.2020 | 14:57
Fæðingarorlof og atvinnuleysi - HJÁLP Lepre 30.7.2020 6.8.2020 | 14:56
Bezta vinkona Semu Erlu ? Flactuz 4.8.2020 6.8.2020 | 14:39
Islamic area ? Kristland 6.8.2020 6.8.2020 | 12:25
Hvar get ég leigt jeppa í 2 daga? auto27 6.8.2020
Rio Tinto er að stórum hluta í eigu Kínverja Svarthetta 29.7.2020 6.8.2020 | 11:20
Pöntun frá Asos kamelis 2.8.2020 5.8.2020 | 22:48
Kettlingur og hrár kjúklingur? Bella2397 5.8.2020 5.8.2020 | 18:33
Björgum öðrum, en ekki okkur. Flactuz 5.8.2020 5.8.2020 | 14:48
Kringlubazar , eh prófað ? túss 5.8.2020
Kringlubazar , eh prófað ? túss 5.8.2020
Snælandskóli vs Kópavogsskóli daman87 31.7.2020 5.8.2020 | 00:07
töskuþrif KonradEleven 3.8.2020 4.8.2020 | 23:16
VINSAMLEGAST HORFIÐ Á ÞETTA!: garfield45 1.8.2020 4.8.2020 | 22:29
Þið sem eigið 11 ára stelpur eða stelpur sem eru eldri enn 11 ára... KollaCoco 30.7.2020 4.8.2020 | 19:38
Örbylgjur ? Flactuz 31.7.2020 3.8.2020 | 20:58
Covid 19 og atlandshafs þorskur VValsd 3.8.2020 3.8.2020 | 20:31
Febrúar Bumbuhópur 2021 viktoriaa95 4.6.2020 3.8.2020 | 19:58
Andlitsgrímuvandi strætó að leysast. Svarthetta 31.7.2020 2.8.2020 | 18:40
Auglýsingar hafa áhrif á augu fólks VValsd 2.8.2020
Mætir í ræktina í sótthví VValsd 31.7.2020 2.8.2020 | 14:09
Eru einhverjar (fata)búðir opnar í dag? godan dag 2.8.2020
Síða 1 af 29253 síðum
 

Umræðustjórar: TheMadOne, joga80, Coco LaDiva, vkg, rockybland, superman2, flippkisi, Gabríella S, Krani8, anon, MagnaAron, ingig, tinnzy123, krulla27, aronbj, Bland.is, mentonised