Atvinnuóvissa - hjálp!

Nornaveisla | 13. mar. '15, kl: 10:44:02 | 959 | Svara | Er.is | 0
Hvort starfið myndir þú velja?
Niðurstöður
 Útlönd 54
 Ísland 32
 Annað, hvað? 1
Samtals atkvæði 87
 

Leita til ykkar af því ég er algjörlega lost hvað ég á að
gera!


Bý erlendis og á mann hér úti og heimili. Er að vinna hérna í starfi sem er ekki
beint innan þess sviðs sem ég lærði en þó innan geira sem ég hef mikinn áhuga á
og ég tel líklegt að með tímanum og mína menntun nái ég að vinna mig upp. Ég flutti
algjörlega sjálfviljug út, kynntist manninum mínum eftir að ég flutti út og hef
lítinn sem engan áhuga á að flytja aftur til Íslands.

Var hins vegar að fá atvinnutilboð frá Íslandi sem fær mig til
að hugsa tvisvar um. Það starf er innan sama geira og starfið sem ég fékk hérna
úti nema bara mun hærri staða en þó hjá mun minna fyrirtæki en það sem ég vinn
hjá hérna úti. Semsagt enginn möguleiki að vinna sig upp, ég væri komin á
toppinn. Starfið á Íslandi er þess eðlis að ég þarf bara að vera tæpan helming
ársins staðsett á Íslandi en hinn helminginn get ég verið hérna úti. Er þó að
vinna allt árið og fæ greitt allt árið. Auk þess vill nýja fyrirtækið gera við
mig langtímasamning og jafnframt styðja mig fjárhagslega til mjög kostnaðarsams
framhaldsnáms.


Þetta er rosalega gott tilboð frá fyrirtæki sem ég hef unnið fyrir áður og kann
ágætlega vel við og ég fæ sennilega aldrei framar jafn gott boð og þetta en ég
er samt á báðum áttum. Mitt líf er hérna úti núna og mér þykir erfitt að rífa
það upp með rótum og binda mig við svona flakk. Vera í burtu frá manninum mínum
og mínu lífi hérna úti sirka þriðjung úr ári hvert ár og vera þá í raun ekki
með nein tengsl við landið hérna þar sem ég verð að vinna á Íslandi og svo
framvegis. Er hrædd um að mér myndi endalaust líða eins og gesti eða túrista hérna úti af því öll mín tengsl væru enn á Íslandi.

Hvað mynduð þið gera? Og endilega rökstyðjið af hverju eða
komið með einhverja punkta. Þarf svo mikið á því að halda að sjá þetta frá öðru
sjónarhorni til þess að geta tekið ákvörðun.

 

willywanka | 13. mar. '15, kl: 10:50:54 | Svara | Er.is | 2

Hvort er þér mikilvægara að eiga góðan mann og rækta sambandið við hann eða eitthvað fancy starf? Hugsaðu þér að þú ert 95 ára og ert að hugsa tilbaka á lífið þitt... hvað er þá það mikilvægasta sem þú hafðir gert... eða ekki gert.
Hvaða gildi eru þér mikilvægust?

Nornaveisla | 13. mar. '15, kl: 10:58:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er rosalega góður punktur. En það er ekki svo mikið eingöngu maðurinn minn sem stoppar mig í að taka þetta starf á Íslandi heldur líka það að ég vildi fara burt. Fannst ég vera komin á endastöð á Íslandi, langaði í ný ævintýri, nýjar áskoranir í rauninni nýtt líf. 

En þetta atvinnutilboð opnar dyr heima sem voru ekki til staðar þegar ég fór. Langar samt ekki að flytja heim, enda myndi þetta starf ekki krefjast þess. En samt...

Er rosalega metnaðargjörn manneskja og venjulega myndi það ráða ákvörðun minni en núna er bara svo margt annað sem spilar inn í að ég er alveg týnd.

willywanka | 13. mar. '15, kl: 11:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi bara kosta þetta framhaldsnám sjálf... og vinna við þetta í því landi sem þú vilt búa í. Win Win. :)

Sodapop | 13. mar. '15, kl: 11:01:19 | Svara | Er.is | 0

Held að þú ættir frekar að ræða þetta við manninn þinn. Er hann tilbúinn að flytja til Íslands? Hvar eruð þið stödd í sambandinu (kemur ekki fram hvort þið séuð nýbúin að kynnast, eða hvort þið séuð gift)?
Mér sýnist þetta vera spurning um að fórna manninum fyrir vinnuna, eða vinnunni fyrir manninn, eins og þú setur það upp...

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Nornaveisla | 13. mar. '15, kl: 11:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er sko búið að ræða þetta fram og til baka og nei ekki spurning um að fórna einu fyrir annað. Hann segir að auðvitað þyki honum það leiðinlegt og erfitt ef ég verð staðsett á íslandi helming ársins en í rauninni sé þetta auðvitað mín ákvörðun. Hann styður mig í því sem ég vil gera. Sem er jákvætt. Og nei erum ekki gift en það er á dagskrá.

Og það er ekki fræðilegur möguleiki um að hann vilji flytja til Íslands enda er það ekki spurningin, ég vil það ekki heldur :) 

Funk_Shway | 13. mar. '15, kl: 11:12:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu á Íslandi í 6 mánuði í einu? Sjóarar eru margir út á sjó í hálft ár en ekki í einu og það virðist virka líka hjá þeim sem eiga konu og börn.

Nornaveisla | 13. mar. '15, kl: 11:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm í einu...

Funk_Shway | 13. mar. '15, kl: 11:14:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ó það er kannski ekki eins spennandi.... Vinkona mín er með manni sem býr í Hollandi og hún á Íslandi, þau ferðast alltaf á milli landa við hvert tækifæri en þau viðurkenna bæði að það sé mjög erfitt fyrir sambandið... Ég er ekki viss um að ég myndi vilja svona fyrirkomulag hvorki fyrir mig né manninn minn.

Nornaveisla | 13. mar. '15, kl: 11:18:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei nákvæmlega. Ég er samt rosalega mikil ÉG týpa, ótrúlega sjálfstæð og þarf sko ekki á neinum manni að halda og allt það haha.

Vil þess vegna alls ekki fórna starfinu fyrir hann. EN þetta er líka allra fyrsti maðurinn sem ég vil heldur ekki fórna fyrir starf. Þetta er algjörlega fyrsta sambandið sem ég er í þar sem ég hef löngun til þess að fórna hlutum fyrir makann. Ekki að þetta sé beint fyrir hann en þú skilur vonandi hvað ég meina...

Ekki heldur að þetta starf skemmi sjálfkrafa sambandið, en það er möguleiki með svona rosalega mikið fjarsamband.

Funk_Shway | 13. mar. '15, kl: 11:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég var svona líka, en að vera með manni er líka fyrir þig ;) þú ert ekkert endilega að fórna starfinu fyrir hann heldur að fórna starfinu fyrir það sem þú gætir átt með honum. Hvað gerir þig hamingjusama? Ég myndi allavega ekki líta á það þannig að þú sért að fórna neinu fyrir makann heldur ertu að því fyrir sjálfa þig því það að vera í sambandi með manni sem gerir þig ánægða er algjörlega kostur fyrir þig. :)

josepha | 16. mar. '15, kl: 21:51:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega :) 

miramis | 16. mar. '15, kl: 18:34:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er langt að ferðast "heim" til mannsins þíns?

Nornaveisla | 18. mar. '15, kl: 18:59:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það tæki svona 6-10 tíma. Fer eftir heppni með flug / lestir og slíkt.

Ruðrugis | 16. mar. '15, kl: 21:08:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Snúðu þessu við og hugsaðu hvað maðurinn þinn myndi gera?

Funk_Shway | 13. mar. '15, kl: 11:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Svo ég bæti við, þá býðst þér að vinna þig upp þar sem þú ert núna, kannski geturu samið við þau um að kosta þig viðbótanámið? Fyrst þú hefur það tækifæri þá myndi ég ekkert vera að stressa mig á því að taka við starfinu á Íslandi bara af því þú getur fengið stöðuna fljótara, þetta er eins og að taka lán vs. að safna fyrir einhverju ;) Það er alltaf betra að safna.

dumbo87 | 13. mar. '15, kl: 12:18:10 | Svara | Er.is | 8

ef ég væri í þinni stöðu þá myndi ég vera úti og það eru nokkrar ástæður fyrir því.


1) eins og þú sagðir sjálf þá er starfið hér heima endastöð en starfið úti geturu unnið þig upp. Það eru margar rannsóknir sem benda til þess að fólk sé ánægðara í starfi ef það hefur möguleikann á að vinna sig upp í starfi. Það hafi meiri metnað fyrir starfinu og líður ekki eins og það sé staðnað.


2) maðurinn sem þú elskar er úti. Þó þú sért rosalega sjálfstæð þá er það ómetanlegt að elska og vera elskaður. Einhvern tíma viljið þið kannski líka stofna fjölskyldu og þá er ekki hentugt að vera á svona miklu flakki.


3) þér líður vel í því landi sem þú ert. Eins segiru að þú viljir ekki búa á Íslandi og sjáir ekki framtíð hérna.


4) Það að vera kostaður til framhaldsnáms er mjög gott tilboð en hefur líka sína galla. T.d. hvar er framhaldsnámið, er það á Íslandi eða úti? getur sinnt því vel á svona flakki? Eða myndi framhaldsnámið þýða að það bitni annað hvort á starfinu eða tíma þínum með manninum þínum.


5) Persónulega finnst mér þetta tilboð hljóma of gott til að vera satt og að það sé eitthvað sem er ekki að koma fram. Átta mig ekki á því en mér finnst þetta tilboð iffy. En það er bara ég.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

kauphéðinn | 13. mar. '15, kl: 13:12:05 | Svara | Er.is | 5

Ég myndi ekki hika við að taka þessu nýja starfsboði, þarna færðu reynslu sem getur komið sér vel, framhaldsnámið sem mun líka koma sér vel í framtíðinni og enginn að segja að þetta þurfi að vera til framtíðar.  Þetta nýja starf gæti opnað fyrir þig starfsvettvang alþjóðlega sem er núna lokaður. Ekki fórna einhverju svona fyrir samband.  Hvað eF upp úr slitnar í sambandi ykkar eftir 2 ár t.d. ertu þá ekki búin að fórna ansi stórum hlut.  Getur hann t.d. ekki komið til móts við þig í þessu. Hvernig er hans starf? 

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Humdinger | 14. mar. '15, kl: 10:11:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef hún tekur starfinu og svo slitnar upp úr sambandinu í framhaldinu vegna mikillar fjarveru þá er hún líka búin að fórna ansi stórum hlut (þ.e. góðu sambandi).


Það er hægt að sjá þetta sem mikla fórn á báða vegu. Hún þarf að vega og meta hvort er henni mikilvægara og það er ekkert eitt rétt svar.

kauphéðinn | 16. mar. '15, kl: 16:25:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sambönd koma og fara, hrikalegt að fórna góðum starfsframa og framtíðarmöguleikum fyrir það

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Humdinger | 16. mar. '15, kl: 17:40:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég held að margir taki sín sambönd alvarlegar en svo að hugsa "Meh, þetta kemur og fer hvort-eð-er!". 

Grjona | 16. mar. '15, kl: 22:00:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég vona það. Mér finnst þetta hrikalegur hugsunarháttur en mér finnst ég sjá þetta oft hérna, makar koma og fara. Ekki skrýtið þó það sé mikið um skilnaði og allt sem þeim fylgir.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Humdinger | 16. mar. '15, kl: 22:13:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, mér finnst þetta frekar undarlegur hugsunarháttur. Ef maður vill á annað borð vera í góðu og sterku sambandi sem endist þá þarf maður að setja vinnu í það og setja það í 1. sæti af og til, ekki bara taka allt annað fram yfir það. 

Grjona | 16. mar. '15, kl: 22:18:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög undarlegur. Það er eins og fólk fari inn í sambönd eða hjónabönd með það fyrir augum að þau séu eitthvað sem muni ekki endast.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Halliwell | 19. mar. '15, kl: 10:18:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvað er að því? Ég trúi því ekki að maðurinn sé einkvænis-dýr, mér finnst mjög eðlilegt að skilja eftir X ár. Ekki að það eigi að vera eitthvað til að stefna að eða neitt en mér finnst bara raunhæft að hugsa þetta svona

Felis | 19. mar. '15, kl: 12:32:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mér finnst gáfulegra að skilja en að eyða endalausum tíma og orku í að vinna í einhverju sem lagast kannski ekkert (eða bara tímabundið)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 20. mar. '15, kl: 22:52:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara allt. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Halliwell | 20. mar. '15, kl: 23:36:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara allt?

kauphéðinn | 16. mar. '15, kl: 22:18:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Er það virkilega þannig að konan á að fórna rándýrri framhaldsmenntun sem hún mun að öllum kíkindum ekki fá öðruvísi og starfsframa vegna karls.  Hvers vegna er fórnin hennar megin, hvers vegna segir hann ekki upp vinnunni sinni og fer með henni svo hún geti tekið þessu einstaka tækifæri.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Humdinger | 17. mar. '15, kl: 10:39:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir mér ætti algjörlega að skoða það hvort hann hefði tök á að fara með henni. En ég veit ekki stöðu karlsins.

Nornaveisla | 18. mar. '15, kl: 19:00:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er náttúrulega aldrei spurning um það. Ég vil það ekki einu sinni sjálf. Hann er ekki heldur í neinni stöðu til að vinna hálft ár í einu landi og hálft ár í því næsta. Og að flytja alfarið til Íslands er eitthvað sem ég hef engan áhuga á :)

Ruðrugis | 19. mar. '15, kl: 18:52:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og það er 2015 sko! Hvar erum við stödd í jafnrétti hérna? Ef þetta væri maðurinn í þessari stöðu þá væri þetta aldrei spurning og fjölskyldan myndi líklega bara fylgja með og konan vera heimavinnandi á tveimur stöðum.

Ruðrugis | 16. mar. '15, kl: 21:11:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Algjörlega sammála. Ef það er alvara í þessu sambandi við karlinn þá mun það halda og endast, það er bara þannig.

Ég myndi taka þessu atvinnutilboði, fá rándýra framhaldsmenntun greidda af þeim og mun hærri laun fyrir vikið. Samála Kauphéðinn um að þetta opnar margar dyr í framtíðinni og styrkir þig bæði á vinnumarkaði og sem manneskju.

Það að tala um endastöð er kjánalegt þegar þú ert að tala um toppinn í fyrirtækjunum, það lítur engin svo á að hann sé komin á endastöð þegar hann/hún er orðinn forstjóri fyrirtækis t.d. og fólk tekur það miklu frekar heldur en að vinna í láglaunuðu starfi til þess eins og geta unnið sig upp einhvern tímann.... kannski!

Humdinger | 16. mar. '15, kl: 22:15:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sambönd halda ekki og endast af sjálfu sér, það er bara fantasía.

Felis | 19. mar. '15, kl: 08:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það eru samt fullt af fjarsamböndum sem haldast og endast, ég þekki nokkur sterk sambönd í kringum mig sem hafa þolað ansi mikla fjarlægð. Þarna er þetta meira að segja bara fjarsamband hálft árið. 


Þetta er sennilega bara svipað og að vera í sambandi með sjómanni. 


Hún þarf líka ekki að stefna á að vera í íslenska starfinu að eilífu, hún getur unnið þarna í nokkur ár og fengið framhaldsnámið og allt þetta og svo getur hún alveg fundið sér starf í nýja landinu. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Humdinger | 19. mar. '15, kl: 09:38:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jájá, allt gott og blessað með það, ég vil ekki endilega meina að hún eigi að neita starfinu, bara að þetta þurfi að skoða allar hliðar á og vel.


Sumt fólk þolir fjarsambönd líka illa. Þó þau séu til sem haldast og endast þá er ekki víst að það mundi henta þessu fólk. Eins held ég að þetta sé verra en að vera með sjómanni, þeir fara í styttri túra en hálft ár? Töluvert styttri myndi ég halda.

Felis | 19. mar. '15, kl: 10:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit ekki hvað ég myndi velja, ef ég væri hún, en ég var td. í sambandi í mörg ár sem ég taldi að væri gott samband og vel þess virði að leggja mikið á sig til að rækta það. Ég hefði aldrei einu sinni íhugað það að taka svona vinnu og hugsa um sjálfa mig fram yfir sambandið. 


Svo lauk sambandinu og þegar ég hætti að vera svona blind, svona meðvirk og vitlaus, þá fór ég að sjá hvað þetta var í raun slæmt samband og hvað mér leið í raun illa. Þetta eru hlutir sem ég sá ekki þegar ég var í sambandinu en atriði sem voru að í þessu sambandi voru pottþétt atriði sem hefðu unnið gegn því að ég hefði íhugað að taka svona vinnu. 


Það sem ég hef lært síðan þarna er að það skiptir mjög miklu máli að maður geri það sem er best fyrir mann sjálfan, að ef maður er í góðu sambandi þá er það sem er best fyrir mann sjálfan líka það sem er best fyrir sambandið. 


Það fyndna er að ef ég set mig í hennar spor þá hefði ég einmitt alveg hrikalega mikið langað í fancy starfið á Íslandi þegar ég var í slæma sambandinu, en ég hefði örugglega fórnað því til að vinna í sambandinu og gera manninum til geðs. En núna hefði ég hinsvegar lítinn áhuga á svona fyrirkomulagi, myndi frekar vilja bara kósíheit manninum mínum - ekki vegna þess að sambandið sé svo mikil vinna, það er það alls ekki, heldur því að mér líður vel með honum og atvinnuframi skiptir mig minna máli en stöðugleiki. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Humdinger | 19. mar. '15, kl: 11:58:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Valid point að sumir fatta ekki að þeir séu í slæmum samböndum og eru blindir fyrir því, en sumir eru líka í góðum samböndum og vert að taka það fram yfir annað stundum.


Annars er ég bara hjartanlega sammála því síðasta sem þú sagðir og þess vegna myndi ég sennilega velja kósíheit með manninum mínum líka.

gorbatöff | 13. mar. '15, kl: 19:01:26 | Svara | Er.is | 2

mér finnst frekar krúsjalt að þú getir ekki unnið þig upp. Þess vegna valdi ég útlönd. Meiri möguleikar fyrir þig atvinnulega séð erlendis. Einnig virðist ekki vera sem þú saknir landsins (fjölskyldu/vina) það mikið, þar sem að þú nefnir það ekki sérstaklega.

sigmabeta | 14. mar. '15, kl: 10:01:20 | Svara | Er.is | 1

Ég held að ég myndi skella mér á djobbið á Íslandi.

AyoTech | 14. mar. '15, kl: 10:12:34 | Svara | Er.is | 0

Vera úti í því sem þú ert að gera, þú gætir unnið þig upp í þá stöðu sem er verið að bjóða þér hérna heima í framtíðinni og þá ertu með manninn þinn og starfið þitt þar. Það tæki bara lengri tíma en þá ertu að fá allann draumapakkann. Þú gætir líka skoðað skóla í því landi sem þú ert og athugað með framhaldsnám þar meðfram vinnu til að styrkja stöðu þína þarna úti.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

kammath | 14. mar. '15, kl: 11:11:17 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi taka starfinu ef ég væri barnlaus, env plana hvernig þú gætir hitt manninn mánaðarlega (helgarferð í báðar áttir, páskar, jól, smá frí saman) - hljómar eins og þú hefðir efni á því.

choccoholic | 16. mar. '15, kl: 18:27:13 | Svara | Er.is | 1

Ef ég væri barnlaus þá myndi ég ekki þurfa að hugsa mig um tvisvar - ég myndi taka starfinu á Íslandi og pendla á milli. Það að taka starfinu á Íslandi gefur þér ofboðslega góða reynslu í hárri stöðu og lítur vel út á ferilskránni. Þá gætirðu svo eftir einhvern tíma í starfi sótt um betri stöðu í landinu sem þú býrð í ef það verður enn það sem þú vilt að einhverjum tíma liðnum auk þess sem þú værir búin með framhaldsnámið - SKULDLAUST.

Ég myndi frekar velja starfið sem býður uppá toppstöðuna heldur en starfið sem ég þyrfti að vinna mig upp í. Það að halda því fram að þú verðir ánægðari í starfi við það að hafa þann möguleika að geta unnið þig upp er alls ekkert algilt. Maður getur orðið pirraður og leiður ef það gengur ekki nógu hratt fyrir sig að vinna sig upp, og fyrir mér er það enginn "dauði" að geta ekki unnið mig upp af þeirri ástæðu að ég er í topp-stöðu. Ég er þá í topp stöðu! Who cares þó að það sé ekki til starf fyrir ofan það, það er nóg af challanges innan þess að gegna topp stöðunni til að halda manni við efnið og ánægðum í starfi (að því gefnu að þú séir að vinna hjá góðu fyrirtæki).

En auðvitað fer þetta algerlega eftir því hversu framasækin þú ert. Sumir velja alltaf frítímann sinn, fjölskylduna, vinina osfrv frekar en vinnuna og það er allt í lagi. Við þurfum ekkert öll að vera eins. Ég aftur á móti er metnaðarfullur framapotari (samkvæmt manninum mínum) og læt fátt stoppa mig þegar ég ákveð hvað ég vil. Ég hef flutt á milli landa, verið í endalausri fjarbúð, lagt á mig og fjölskylduna mína mikið álag útaf námi og vinnu osfrv,  en það hefur líka skilað miklu á móti þó auðvitað hafi það verið mjög erfitt á köflum. Það eru ekkert allir sem geta það og enn síður allir sem vilja það. Hver er forgangsröðunin hjá þér? Hvernig framtíð viltu?

Hversu lengi eruð þið búin að vera saman? Býrðu í landi sem er langt frá Íslandi? Væri ekki möguleiki að þið gætuð hisst í fríum og þessháttar á þessum 6 mánuðum sem þú værir á Íslandi?

Ruðrugis | 16. mar. '15, kl: 21:13:46 | Svara | Er.is | 5

Sorrý en ég á ekki til orð yfir húsmæðragenunum sem eru að blússa hérna upp.
Taktu starfið hugsaðu um framtíðina, ef þið hafið trú á þessu sambandi þá mun það halda. Ekki vakna upp sextug, bitur og sjá eftir öllu því þú fékkst ekki tækifæri á að vaxa í starfi erlendis.

Ruðrugis | 16. mar. '15, kl: 21:19:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

....og eitt enn, ef kærastinn þinn elskar þig þá ætti hann að gefa þér tækifæri á að taka þessu og prófa að flytja til Íslands svo þið getið verið saman.
Afhverju er það alltaf talið svo eðlilegt þegar karlmaður fær starf erlendis eða úti á landi að þá flytur öll fjölskyldan með og eltir en þegar konan á í hlut er þetta allt í einu orðið miklu erfiðara!!!

Nornaveisla | 18. mar. '15, kl: 19:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skrifa til þín það sama og fyrir ofan:

Þetta er náttúrulega aldrei spurning um það. Ég vil það ekki einu sinni sjálf. Hann er ekki heldur í neinni stöðu til að vinna hálft ár í einu landi og hálft ár í því sem við búum í núna. Og að flytja alfarið til Íslands er eitthvað sem ég hef engan áhuga á :) 

josepha | 16. mar. '15, kl: 21:58:00 | Svara | Er.is | 0

Hmm. Ég var í sömu stöðu fyrir svona ári síðan. Valdi að fara ekki.  Ég sé satt best að segja ekki eftir því. Mér líður ótrúlega vel, það eru til allskonar störf en bara eitt eintak af honum. Ég veit ekki hvernig hlutirnir hefðu þróast ef ég hefði farið á flakk, en allavega þá er ég hamingjusöm með ákvörðunina. 

Fokk | 16. mar. '15, kl: 22:27:02 | Svara | Er.is | 0

Er það alveg klárt mál að maðurinn geti ekki farið með þér þessa mánuði sem þú værir á Íslandi? Mér þætti það allavega þess virði að ræða það..

Nornaveisla | 18. mar. '15, kl: 19:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já alveg klárt mál. Hann verður að vera á staðnum til að vinna sína vinnu. 

krikrikro | 17. mar. '15, kl: 01:05:07 | Svara | Er.is | 1

Gæti ekki neitað góðu boði um framhaldsnám og góða stöðu, hvað þarft þú að binda þig lengi til að fá námið frítt? Er maðurinn þinn í þannig vinnu að hann hefur sveigjanleika til að koma í heimsókn svo þið getið skipst á að ferðast á milli? Og hvað myndi hann gera í sömu stöðu, taka starfið eða sleppa því? Ef hann tæki því, færir þú með út?

MadKiwi | 19. mar. '15, kl: 03:54:54 | Svara | Er.is | 1

Myndi henta mér frábærlega að vinna bæði á Íslandi og erlendis, til að halda kontaktinn við fólkið mitt heima. Ég myndi taka starfið heima, hugsa um það einsog tímabundið 1-3 ár og eftir þá reynslu fá ggeggjaða stöðu erlendis. Finst þetta ótrúlega flott tækifæri, ef að maðurinn minn myndi ekki skilja það og styðja þá ættum við ekki samleið. Gott samband þolir 6 mánaða fjarveru, þó það varir í nokkur ar.

Rökin sem sumir segja að betra að fara í vinnu sem er á uppleið frekar en að fa vinnu á toppnum er ég ekki að skilja. Svipað og "betra að ströggla fyrir fullkomna stöðu frekar en að vera kominn í fullkomna stöðuna", ekki að staðan sé fullkomin, heldur sé ég ekkert slæmt við að fá toppstoðu. Getur samt fært þig ofar í metorðum, hjá öðru fyrirtæki, sem þú gætir ekki eins ef þú værir stödd í stiganum að klifra upp.

Ekkert smá heppin með þetta tækifæri, hefur eflaust unnið þér það inn.

EvaMist | 19. mar. '15, kl: 10:26:16 | Svara | Er.is | 0

Ég er voða efins með þetta hjá þér. Hugsa samt að ég myndi leggja á mig nokkurra ára pendl ef ég þekkti fyrirtækið og væri spennt fyrir vinnunni. Eeeeeen svo er hin hliðin að ef þú ert ánægð í vinnu núna og í góðu sambandi við manninn að þá missir þú ansi mikinn tíma með honum. En á móti kemur að ef þú vinnur bara hálft árið þá ertu hálft árið heima.

Hvernig gengur það samt upp að vera samfellt hálft ár í burtu? Er það ekki frekar mikil bjartsýni að það gangi upp vinnulega séð?

Svo set ég spurningamerki við að vinna í landi sem þig langar ekkert að búa í. Það hljómar einhvernvegin ekki eins og það gangi upp til lengri tíma.

Eftir að hafa spáð í þetta smá meira hallast ég að því að ég myndi sleppa þessu. Það er ómetanlegt að eiga þennan sérstaka félaga og að vinna í landi sem mig langar ekki að búa í væri það sem myndi gera útslagið. Enda er svo ótrúlega leiðinlegt allt á Íslandi núna. Pólitíkin er að drepa hér allt og ég verð hreinlega geðvond að lesa um alla spillinguna á hverjum degi. Þetta breytist ekki á næstu árum því miður.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
Síða 9 af 47862 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien