Auglýsingin frá Nova - Allir naktir

Júlí 78 | 8. nóv. '20, kl: 22:08:48 | 512 | Svara | Er.is | 1

Hvað finnst ykkur um þessa auglýsingu frá Nova þar sem allir eru naktir? Ekki bara naktir heldur er öllu saman skellt í nærmynd? Mér ofbýður alveg og hélt þó að ég væri engin tepra. Mér finnst bara þetta þvílíkur dónaskapur að blammera þessu svona fyrir framan landsmenn! Má setja allt í sjónvarp allra landsmanna? Ég hélt annars að auglýsing ætti að segja nánar hvað væri að auglýsa. Ég fattaði ekkert út á hvað þetta gekk. Kannski var ég að lesa það í þessari frétt: " Þá vitnaði The Sun einnig í Nova og segir hvert markmið auglýsingarinnar er. Textinn sem The Sun birti rímar við það sem Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri Nova, sendi DV um auglýsinguna í gær. Þar segir að Nova vilji vekja athygli á mikilvægi geðræktar, þá sérstaklega í sambandi við samfélagsmiðla sem sýni ekki alltaf hlutina í réttu ljósi. Herferðin snúist því um að sleppa glansmyndinni sem birtist á samfélagsmiðlum og velta líkamsvirðingu fyrir sér." 
Sko, ég er ekkert að skammast mín fyrir nekt. Auðvitað mega allir vera naktir til dæmis þegar þeir fara að þvo sér áður en þeir fara í sundlaugina...En ég þoli ekki að hér virðist allt mega, frjálsræðið alveg út í öfgar. Einn daginn voru allir að blasta brjóstunum og setja á samfélagsmiðla, athyglissýki segi ég. Meira að segja fór svo hópur kvenna minnir mig og blastaði brjóstunum fyrir framan Alþingishúsið! Hvað næst? Verður það kannski hópur af karlmönnum að blasta sínu typpi hér og þar? Jú komið í sjónvarpið í þessari auglýsingu en verður kannski typpasýning bráðum líka við Alþingishúsið líka? Það væri svo sem ágætt að hafa bara húmor fyrir þessu....En aðrar þjóðir hafa það greinilega ekki: " The Sun vitnar í ummæli um auglýsinguna á Twitter. „Var kærastinn minn að senda mér símaauglýsingu með nöktu íslensku fólki? Ég vildi ekki sjá þetta,“ skrifaði einn. „Það er ekki séns að þetta yrði sýnt í bresku sjónvarpi,“ sagði annar."

 

_Svartbakur | 8. nóv. '20, kl: 23:18:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú jú örugglega fyrir neðan belti sko.

ert | 8. nóv. '20, kl: 23:07:02 | Svara | Er.is | 0

og hvað viltu gera í þessu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 9. nóv. '20, kl: 00:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég vil að auglýsingin fái ekki að birtast. 

_Svartbakur | 9. nóv. '20, kl: 09:15:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já svoldið merkilegt að þetta hafi farið í gegn.
Það vilja eflaust einhverjir reyna að gera og "toppa Þetta" ?

ert | 9. nóv. '20, kl: 11:01:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver á að banna þessa auglýsingu og birtingu á henni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Anna Lilja Arnarsdóttir | 8. nóv. '20, kl: 23:27:31 | Svara | Er.is | 3

Ég skil ekki hvaðan þessir fordómar eru, þar sem ég er sjálf í þessari auglýsingu og finnst hún hafa dregið að sér mikla athygli sem að hún átti ávalt að gera.

Júlí 78 | 9. nóv. '20, kl: 00:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru engir fordómar og snýst ekkert um hvernig fólk lítur út. En ef það væri allt í lagi að fólk væri á almannafæri naktir þá væri fólk nakið í sundlaugunum en ekki bara í búningsklefum eða í sturtunni þar. Já og væri kannski nakið ef það væri mjög heitt úti við. Ég t.d. var alveg að kafna úr hita eitt sinn þegar ég var erlendis, átti ég þá bara að fækka fötum og ganga um nakin? Nei, líklega kæmi þá löggan og tæki mig og henti mér í steininn eða vippaði mér upp á geðdeild! 


En já, auglýsingin hefur dregið að sér athygli, það er einmitt tilgangurinn hjá Nova að koma með eitthvað svona nógu mikið eitthvað geggjað (eins og að sýna fólk nakið í nærmynd) til að draga athyglina að fyrirtækinu Nova. Þetta snýst alveg örugglega ekkert að líkamsvirðingu eins og þeir tala eitthvað um. Ef svo væri þá kæmi ekkert fram að auglýsingin væri frá Nova. 

6767 | 10. nóv. '20, kl: 08:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

fín augysing, ekkert að henni veit ekki hver þú ert en örugglega eins flott og allir hinir

Hr85 | 9. nóv. '20, kl: 01:50:12 | Svara | Er.is | 0

Ef það hefði verið meira af svona týpísku "fallegu fólki" sem er í formi þá hefði fólk öskrað klám(væðing) og eitthvað álíka en vegna þess að þau eru með "venjulegt" útlit eins og það er oft kallað þá þykir þetta bara sjálfsagt og "valdeflandi" eða eitthvað álíka. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg svona aktívisma.

Það eru líka smá þversagnir í þessu. Að segja "fallega fólkinu" að það sé ekki venjulegt og að nekt þess sé alltaf klám ólíkt "venjulega" fólkinu eru ekkert endilega eitthvað falleg skilaboð. Það virðist mega skjóta á fólk en bara í aðra áttina.  
 

Yggdrasil91 | 9. nóv. '20, kl: 10:11:10 | Svara | Er.is | 1

Þetta er bara líkami í klæðunum sem við fæddumst í. Hvað nákvæmlega er ógeðslegt við það? Þetta stuðar fólk því það er ekki vant þessu. Ég hef aldrei skilið af hverju nekt er taboo og af hverju fólk yfir höfuð vill að hún sé taboo. Við erum bara fædd svona og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það, líkamar okkar eru ekki ógeðslegir.

Júlí 78 | 9. nóv. '20, kl: 10:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já við fæðumst nakin og ekkert ógeðslegt við það. Sumir gagnrýna það þegar fólk hleður á sig aukakílóum en finnst fallegt að vera með "réttu línurnar" eins og það kallar það. Sjálfri finnst mér samt fólk vera passlegt í holdum þegar það er svona ca. 10 kílóum yfir það sem læknar og heilbrigðisstarfsmenn kalla "kjörþyngd". Læknir hefur nú sagt að það sé í lagi að vera í þeirri þyngd en segir jafnframt að það ógni heilsu fólks að vera þyngri en það. Svo það er greinilega óæskilegt að þyngjast mjög mikið. En ekki dettur mér í hug að spá öllum stundum yfir holdafari fólks og finnst eiginlega að fólk á að fá að vera eins og það vill. Sumir í yfirþyngd eru jafnvel hraustari en einhverjir sem er mjög grannir svo það er ekkert hægt að sjá nákvæmlega utan á fólki hversu hraust það er. Hvernig var með manninn sem synti til Vestmannaeyjar í köldum sjónum og gekk langar leiðir í brunagaddi? Það kom nú í ljós að hann var alveg ótrúlega hraustur maður! Myndi nú samt teljast í yfirþyngd ef það ætti að fara eftir þessari töflu um hvað sé normal þyngd og svo yfirþyngd. 


En ég verð að segja að mér finnst þetta skrýtið hér á Íslandi, allt virðist mega. Sumum útlendingum finnst það ekki einu sinni í lagi að vera nakin/n í sturtu (í sundlaugunum) fyrir framan aðra. Mér finnst það auðvitað sjálfsagt að fólk þrífi sig áður en það fer í laugina en hvað á að gera í þessu? Hafa sér sturtur fyrir útlendingana, einkasturtur lokaðar af? Það myndu allir íslendingar segja að það sé fáránlegt og ekki framkvæmalegt. En það þykir ekkert fáránlegt (þó mér þyki það nú) að hafa salernin fyrir bæði kynin en ekki karla og kvenna salerni eins og verið hefur. Svo þykir það svo sjálfsagt að minnsta kosti hjá Reykjavíkurborg að mála götur hér og þar í regnbogalitum. Ég hef nú ekkert á móti samkynhneigðum en þetta kalla ég að fara yfir strikið. Reykvíkingar og aðrir landsmenn voru ekkert spurðir hvað þeim fyndist um þetta, þessu bara skellt á göturnar. Samt þykir það nú sjálfsagt að vernda einhver gömul hús en hvernig líta þau út með þennan regnboga fyrir framan húsin? Úff.!

Yggdrasil91 | 9. nóv. '20, kl: 11:12:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Voðalega er fólk upptekið af því hvernig aðrir líta út. Ekki furða að fólk sé svo obsessed á þyngdina og útlitið sitt að það veldur því að sumir meira að segja þora ekki í sund af ótta við álit annarra. Verum bara fokking stolt af okkur sjálfum nákvæmlega eins og við erum og hættum að fokking segja öðrum hvernig það á að líta út, og já, óumbeðin comment á holdarfar er þar með talið!

Júlí 78 | 9. nóv. '20, kl: 11:59:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alls ekki upptekin af því hvernig aðrir líta út. En einhver hér á Bland var mjög upptekinn af því, man nú ekki nikkið hans í augnablikinu, hann talaði varla um annað. Sumir vilja ekki fara í sturtu í sundlaug eins og einhverjir útlendingar af því að þeir eru ekki vanir að bera sig framan aðra í sturtu, eru kannski ekki vanir því í heimalandinu eða þá það tengist eitthvað trú þeirra. Og fólk getur alveg verið stolt af sjálfu sér þó það vilji ekki vera kannski nakið í einhverri auglýsingu eða vera að blasta brjóstunum í heitu pottunum í sundlaugunum! Meira að segja útlendingarnir sem vilja ekki vera naktir í sturtu fyrir framan aðra geta alveg verið mjög stoltir af sjálfum sér. Svo eru það læknar og heilbrigðisstarfsmenn sem segja fólki hver sé æskileg þyngd á fólki. Alveg óþarfi að vera eitthvað viðkvæm/ur ef það er eitthvað þyngri en það. Læknar segja meira að segja að 10 kíló framyfir "kjörþyngd" sé í lagi. Það eina sem ég get sagt um þetta að það sé rétt að hlusta eitthvað á ráðleggingar lækna. 

Yggdrasil91 | 9. nóv. '20, kl: 12:24:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er engin galdratala til um það hvað er heilbrigt og hvað ekki, heilbrigði er ekki svona einfalt. Fitufordómar eru allsráðandi í heilbrigðiskerfinu því miður og bitnar verulega á heilbrigðisþjónustu feitra. Til dæmis er stundum gert ráð fyrir að feitur einstaklingur geti ekki orðið veikur nema það sé fitunni að kenna. Sem veldur því að hann er sendur heim með megrunarráð (Tvö orð yfir það: GJÖRSAMLEGA GALIÐ), þegar að veikindin orsakast af einhverju allt allt öðru. Við erum misheilbrigð í mismunandi þyngd, það er það sem t.d. BMI staðallinn gerir ekki ráð fyrir nema í mjög þröngum mæli. Enda er stór ástæða fyrir öllum þeim fjölda átraskana um allan heim, fólk er að reyna að troða sér inn í þennan þröngsýna kassa samfélagsins sem vill ekki viðurkenna að fólk er fjölbreytt og getur alveg verið yfir 30 í BMI án þess að vera óheilbrigt, en svo veldur það óheilbrigðu sambandi við mat þegar fólk er farið að reyna meðvitað að grenna sig, sem hefur í gegnum síðustu 30 árin verið aðferð sem virkar ekki til langs tíma nema hjá pínulítilli prósentu fólks.

Fólk á bara að fá frelsi til að vera það sjálft, það er alveg ótrúlegt hvað samfélagið reynir endalaust að segja öllum hvað þau eiga að vera og hvernig þau eiga að líta út. Það skuldar enginn öðrum að vera X kíló. Allir eiga skilið virðingu óháð holdarfari og heilbrigði. Feitu fólki um allan heim er úthýst og það hjálpar þeim ekki neitt. Þeim er reynt að selja vörur út á það að líkaminn þeirra sé "óásættanlegur" sem hefur gríðarlega neikvæð áhrif á þeirra líkamsmynd og þar með þeirra heilsu. Vörurnar sem verið er að selja eru meira að segja stundum skaðlegar, jafnvel þó þær megri einstaklinginn.

Heilbrigði er miklu miklu miklu meira en þyngd.

Júlí 78 | 9. nóv. '20, kl: 13:14:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held þú hafir rétt fyrir þér að einhverju leyti varðandi það að sumir læknar skrifi allt mögulegt heilsuvandamál fyrirfram á það að einstaklingurinn er eitthvað í ofþyngd. Og einstaklingurinn þá jafnvel fær ekki eins mikla rannsókn eins og einhver annar sem telst í normal þyngd. En læknar eru misjafnir eins og annað fólk, ekki hægt að alhæfa svona um alla lækna. Örugglega margir líka sem gera alltaf sitt besta og setji fólk í almennilega rannsókn ef ástæða þykir til alveg óháð því í hvaða þyngd einstaklingurin er. Ég held svo að það sé yfirleitt ekki verið að ráðleggja fólki að vera á einhverjum sérstökum megrunarkúr. Alveg hægt að fá allar upplýsingar um heilbrigt og gott mataræði inn á landlaeknir.is. Miklu betra að lesa sér til um hlutina þar heldur en að fara eftir einhverjum auglýsingum um "vörur". Mér finnst annars alveg sjálfsagt að lesa sér til um hlutina. Inn á krabb.is segir: 
" Þeir sem viðhalda hæfilegri líkamsþyngd eru taldir ólíklegri en aðrir til þess að þróa með sér ákveðna sjúkdóma svo sem krabbamein og hjartasjúkdóma.

Sterkar vísbendingar eru um að draga megi úr hættu á krabbameini með því að taka upp hollar venjur hvað varðar mataræði og hreyfingu."

En þarna segir líka: "Erfitt er að skilgreina nákvæmlega kjörþyngd einstaklings þar sem nauðsynlegt væri að vita vöðvamagnið í líkama hans en slíkt er aðeins hægt að mæla á rannsóknarstofum. Sérfræðingar hafa því þróað mælikvarða um heilsusamleg mörk til að meta líkamsþyngd en um leið gefa nokkurn sveigjanleika. Aukin fitusöfnun leiðir til þess að fólk þyngist og því er hægt að fá vísbendingar um hversu feitur einstaklingur er með því að mæla líkamsþyngd hans."  

https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/heilsan-min-mitt-lif/12-leidir/heilsusamleg-likamsthyngd/

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/R%C3%A1%C3%B0leggingar%20um%20matar%C3%A6%C3%B0i%20LR_20.01.2015.pdf

Yggdrasil91 | 9. nóv. '20, kl: 13:37:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var ekki ætlunin að alhæfa um lækna, enda talaði ég um heilbrigðiskerfið í heild sinni, ekki alla lækna, þeir eru misjafnir og ef þú kíkir t.d. á Dr. Joshua Wolrich á Instagram þá finnurðu t.d. einn lækni sem talar mikið gegn þessu weight stigma í öllu samfélagi heimsins.

En þarna kemur lykilatriðið "Sterkar vísbendingar eru um að draga megi úr hættu á krabbameini með því að taka upp hollar venjur hvað varðar mataræði og hreyfingu."
- Í þessari setningu er hvergi minnst á kílóafjölda eða að hann eigi að vera mælikvarðinn á hvað eru hollar venjur. Þetta er lykillinn. Hollar venjur, sama hvað vigtin segir við þig. Fólk gjarnan ruglar þessu útaf því að samfélagið er búið að rugla í þeim að hollar venjur séu mældar á vigtinni.

"Þeir sem viðhalda hæfilegri líkamsþyngd eru taldir ólíklegri en aðrir til þess að þróa með sér ákveðna sjúkdóma"
- Ok, rannsóknir hafa sýnt þetta, gott og vel, en hér á eftir að útskýra af hverju þetta myndast. Getur verið að það hafi ekkert með þyngdina sjálfa að gera? T.d. verri heilbrigðisþjónusta, auknir fordómar í garð feitra, sem veldur aukinni streitu og aukin streita hefur áhrif á sjúkdómalíkur. Sögur af megrunartilraunum, en rannsóknir hafa líka sýnt að síendurteknar megrunartilraunir valda meira álagi á líkaman heldur en sama yfirþyngdin sem er viðhaldin í mörg ár og hefur sýnt að er líka einn áhrifaþáttur til ákveðinna sjúkdóma. Rannsóknir hafa líka bent til þess að þeir sem eru feitir en duglegir að hreyfa sig og halda sér í formi séu ekki í meiri áhættu á sjúkdómum heldur en kjörþyngdarfólk.

Að lokum hafa fitufordómar líka áhrif á kjörþyngdarhópinn. Við vitum um fullt af dæmum þar sem fólk hefur engar áhyggjur af heilsunni sinni þó það tileinki sér ekki hollar venjur, bara af því vigtin sagði það. Hreyfir sig ekki, borðar ekkert sérstaklega hollan mat, en af því að vigtin segir þeim ekkert, þá halda þau að allt sé í góðu.

Lykilatriði að vita að vigtin er ekki mælikvarði á hversu hollt mataræðið þitt er. Hlusta frekar á líkaman, hvernig líður mér í eigin skinni, er ég að næra mig nóg til að halda orkustiginu góðu út daginn og hafa þrekið í að klára daginn eins og hann leggur sig.

Hr85 | 9. nóv. '20, kl: 21:04:17 | Svara | Er.is | 0

Það þarf eiginlega að skerpa á lögunum um þetta. Nekt á almannafæri er ekki bönnuð með beinum hætti en hinsvegar eru lög sem banna að "særa blygðunarkennd" eins og það er orðað, auðvitað mjög loðið og hægt að túlka eftir hentisemi. Svo breytist menningin og því ekki gott að vera með þetta svona óskýrt ég meina sem dæmi konur á brjóstunum það hefði líklega frekar verið hægt að beita þessum lögum gegn því fyrir einhverjum árum síðan en í dag þó lögin sjálf hafi ekkert breyst (bara viðhorf). En yfirleitt mætir löggan þegar hún fær tilkynningu um nekt á almannafæri en ég veit ekki hvort slík dæmi hafi farið eitthvað lengra en bara smá tiltal.


En já svo munurinn með nekt í afþreyingarefni og nekt í persónu. Öll nekt er ekki skilgreind sem klám en sjónvarpsþættir og bíómyndir með svona mikið af nekt eru örugglega bönnuð börnum sem er aðeins annað dæmi en auglýsingar sem eiga að vera leyfðar öllum aldurshópum.

Spurning hvort upptakan á þessari auglýsingu standist svo lög (þessi með blygðunarkenndina) þó efnið sjálft geri það sem sjónvarpsefni. Ég meina atriðin sem eru tekin upp utandyra það getur hver sem gengið inn á þetta. Ef módel og leikarar geta verið utandyra nakin fyrir framan myndavél þá hlýt ég að geta gert slíkt hið sama þó engin sé myndavélin, eða hvað?

Það þarf allavega að skerpa á lögunum alveg óháð því hvort það felist í sér meira frjálslyndi eða ekki.

ert | 10. nóv. '20, kl: 10:00:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eiga auglýsingar að vera leyfðar öllum aldurshópum? Kynlífsleikföng, áfengi, sígarettur og orkudrykkir eru allt auglýst á einn eða annan hátt. Af hverju er það í lagi fyrir börn en nekt eins og þau sjá í sundi á að vera bönnuð? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 10. nóv. '20, kl: 13:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég fer í sund þá mæti ég jú fullt af kvenfólki í búningsklefunum að fækka fötum og fara svo í sturtu nakið. En enginn kvenmaðurinn er með einhverja sýniþörf þarna í búningsklefanum, hoppandi og skoppandi upp við mann. Bara allt eðlilegt. Og ég sé engan nakta karlmann í sturtunni hvað þá hoppandi þannig að döngullinn sé á uppleið ;) Þér finnst það kannski í lagi ef einn kallinn kæmi svona skyndilega hoppandi allsnakinn í búingsklefann með djásnið sitt út og suður og upp og niður? Já þér fannst kannski líka í lagi þarna í áramótaskaupinu um árið þar sem eitt málverkið var sett upp og sýnt í návígi þar sem döngullinn eða sköndullinn eða hvað sem þú vilt kalla það var í hárri reisn? Já mjög viðeigandi þar sem börn eru að horfa á sjónvarpið? Sorry, mér finnst þetta ekkert viðeigandi, það ætti ekki að leyfa allt í auglýsingum eða í áramótaskaupum. Ég hafði nú ekki einu sinni húmor fyrir því að Sveppi og kannski var það Auddi líka sem fóru berrassaðir niður Laugaveginn í einhverjum grínþætti. Horfi þó alveg á gamanmyndir. Auglýsingar er bara auglýsingar og maður á að geta horft á þær án þess að það sé verið að blasta þessu svona fyrir framan mann og það meira að segja aftur og aftur. Bara dónaskapur og ekkert annað. Nova, þið eruð dónar!

ert | 10. nóv. '20, kl: 20:20:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get alveg lent í því að transkona sé með döngul/djásn eða hvað þú vilt kalla typpi.
Ég sé ekki sýniþörfina í þessari auglýsingu - er einhver að sýna á sér píkuna? Fól alveg fram hjá mér. Bara fólk að gera eðlilega hluti á eðlilegan hátt en nakið. Ekkert skot þannig að ég sjái píkuna eða typpið vel.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 11. nóv. '20, kl: 02:37:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fáðu þér gleraugu ;) 

ert | 11. nóv. '20, kl: 09:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu voru skot tekin frá þannig að maður sá sníp og altt - æði! Ég fékk bara ritskoðaða útgáfu þannig að maður sá fólk eins og maður sér það í sundi ekki eins og klámmyndum. Frábært!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 11. nóv. '20, kl: 09:19:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

neðan frá

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 11. nóv. '20, kl: 11:12:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert svoldið rugluð, nenni ekki svona leikjum við þig. Þú veist alveg hvað sást í þessari auglýsingu og hvað ekki.

ert | 11. nóv. '20, kl: 11:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

typpi á körlum, brjóst á konum og kynfærahár - engar píkur.
Eru kynfærahár svona svakalega hræðileg að það jafnast bara á við sjá píku?
Af hverju gerirðu ekki mun á kynfærahárum og píkum? Eru karlar þá með píkur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 11. nóv. '20, kl: 12:14:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá sáust þarna kynfæri og það í nærmynd, það þarf ekkert nánari skilgreiningu á því. Já og brjóstin sáust líka. Ég býst nú við að þú vitir alveg hvað þú sérð þegar þú sérð þegar einhver er einhvern nakin/n. Það er ekkert hræðilegt við nekt en það er óviðeigandi að blasta henni í auglýsingum og í áramótaskaupum. Ef þér finnst það ekkert óviðeigandi þá er það bara þitt mál eða þín skoðun. Við megum svo sem hafa mismunandi skoðanir.

ert | 11. nóv. '20, kl: 12:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sá engar píkur í nærmynd

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 11. nóv. '20, kl: 12:51:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sá engar píkur í nærmynd

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 10. nóv. '20, kl: 01:47:22 | Svara | Er.is | 0

Nova eru aumingjar. Hefðu átt að láta allar þessar bollur fara í sultuslag til að fagna fjölbreytileikanum. Mæli með að einhver komi þessu áleiðis.

bfsig | 10. nóv. '20, kl: 01:58:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

(ps, sjálfur bolla, þannig émáetta)

Yggdrasil91 | 10. nóv. '20, kl: 09:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það gefur þér ekki meiri rétt en öðrum til að skjóta niður feita þó þú sért sjálfur feitur.

bfsig | 11. nóv. '20, kl: 16:58:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu nú mig, vertu ekkert að þagga niður í skoðunum feitra, við erum fólk líka ! Þarna spengilega langleggjaða draumadós !

Yggdrasil91 | 11. nóv. '20, kl: 17:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kemur málinu ekkert við hvort þú ert feitur eða ekki, maður rakkar ekki niður annað fólk, hvort sem maður tilheyrir sama hóp og þeir eða ekki :)

bfsig | 11. nóv. '20, kl: 17:57:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu nú mig. Þetta er bara vel vitað meðal allra grínista að þú mátt alltaf skjóta á hópin ef þú tilheyrir honum. Renndu bara yfir youtube, endalaust af góðu uppistandi. Ef þú tekur það í bossan þá máttu hiklaust hrauna yfir hómósexjúalana. Ef þú ert kvenmaður þá eru karlrembudjókar í lagi osfrv. Ég er ennþá að bíða eftir einhverri sem fer alla leið með þetta. Svört, með indíána forfeður, yfirþyngd, feministi og svona eitthvað random, eins og latt auga.... Hún myndi brjóta internetið.

bfsig | 11. nóv. '20, kl: 17:59:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo verð ég að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvar ég skaut á feitabollur.... Sultuslagur er bara skemmtilegur... Hefði verið betra ef ég hefði sagt "Þar sem þau hlaupa út í náttúrunni, þar sem allt hristist í takt við tónlistina" (Var vídeóið annars ekki sirka þannig ?)

Yggdrasil91 | 11. nóv. '20, kl: 19:50:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gafst það í skyn að þú værir að skjóta á þá með því að segja "sjálfur bolla, eg má þetta", þannig sá ég hvað var á bakvið commentið þitt.

bfsig | 12. nóv. '20, kl: 00:55:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski meinti ég eitthvað annað. Frekar miklir fordómar hjá þér gagnvart okkur íturvaxna fólkinu...

Yggdrasil91 | 12. nóv. '20, kl: 04:48:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, hvað meintirðu þá? Ein birtingamynd fitufordóma eru þeir að feitir halda að þeir megi rakka niður aðra feita bara af því þeir eru sjálfir feitir.

Þú mátt halda það mín vegna að ég sé haldinn fitufordómum ef þú getur rökstutt það.

bfsig | 12. nóv. '20, kl: 14:59:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert svona eins og hvít manneskja að rökræða við svarta manneskju að hún meigi ekki nota N orðið. Þetta er sko aldeilis ekki í lagi yggdrasil, draumadós.

Yggdrasil91 | 12. nóv. '20, kl: 20:38:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahah, enda eiga þeir ekkert að nota N orðið ef þeir ætla að banna öðrum það.

bfsig | 13. nóv. '20, kl: 08:05:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Guð minn eini. Þú ert greinilega ekki partur af góða fólkinu. Pönkast út í feitabollur og segir svörtum hvernig þau eiga að hegða sér :(

Yggdrasil91 | 13. nóv. '20, kl: 10:44:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol. Þú ert augljóslega troll. Þýðir greinilega 0 að ræða við þig.

bfsig | 16. nóv. '20, kl: 15:11:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hitti í hjartastað. Er ég bara afskrifaður ?

Yggdrasil91 | 17. nóv. '20, kl: 18:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já.

leonóra | 10. nóv. '20, kl: 07:10:52 | Svara | Er.is | 0

Það sem sat eftir áhorfið hjá mér var eiginlega bara hvað allir voru fallegir og brosandi.  Tók varla eftir nektinni - sá þetta sem heild - enda er nekt eðlileg  þegar hún er sett fram svona eðlilega - finnst mér.

0987 | 10. nóv. '20, kl: 13:34:25 | Svara | Er.is | 1

Æ þessi auglýsing truflar mig og ég vil ekki að 8 ára barnið mitt horfi á þetta sama með Eurogarðurinn sem var auglýst sem fjölskylduþáttir. Mig langar að spyrja leikarana í þessum þáttum viljið þig að börnin ykkar horfi á þetta?

Yggdrasil91 | 10. nóv. '20, kl: 21:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ættu þeir ekki að vilja að börnin þeirra horfi á þetta? Viltu að börn skammist sín fyrir líkaman sinn? Af hverju þarf nekt að vera svona ofboðslega mikið taboo?

Júlí 78 | 11. nóv. '20, kl: 12:46:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var ekki eins og þetta fólk í auglýsingunni væri að labba um í rólegheitunum nakið. Nei, voru mjög tilgerðarleg og hoppandi og skoppandi um nakin. Mjög eðlilegt fyrir framan alla landsmenn kannski klukkan 8 að kvöldi þegar börnin eru ekki einu sinni sofnuð? Og er kannski maðurinn þinn spásserandi um í stofunni dinglandi með typpið út og suður fyrir framan börnin þín? Er það viðeigandi? Svona þér að segja þá veit ég um unga konu (en fullorðin) sem þarf að fara til sálfræðings reglulega því hún á erfitt með að komast yfir svoleiðis eða minninguna um það, pabbi hennar var ekkert að taka tillit til annarra og bara labbaði um alla íbúð nakinn ef honum datt það í hug.

Yggdrasil91 | 11. nóv. '20, kl: 13:51:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, en hver er munurinn á því að þú hoppir og skoppir nakinn eða í fötum? Munurinn er fötin, ekkert annað. Ég sé ekki ennþá hvers vegna okkur tókst að gera nekt að svona rosalega miklu taboo að við þolum ekki einu sinni að sjá kynfæri hvers annars, eins eðlileg og náttúruleg og þau eru. Þetta er bara líkaminn okkar, hvað er svona rosalega ógeðslegt við hann?

Maðurinn minn er ekki að þessu sem þú lýsir, nei, enda er ég gagnkynhneigður einhleypur barnlaus karlmaður. Á meðan að það er ekki verið að kynferðislega áreita, þá er mér alveg sama þó fólk sé nakið. Það mætti vera nakið í Kringlunni mín vegna, kemur mér ekki við hvernig fötum annað fólk kýs að klæðast eða klæðast ekki, það er hvernig þú hagar þér sem skiptir máli.

Júlí 78 | 11. nóv. '20, kl: 15:52:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara greinilegt að auglýsingin er til þess ætluð að vekja mikla athygli, allt fyrir Nova en ekki út af því að það sé eitthvað verið að pæla í einhverri líkamsvirðingu. Ef svo væri þá hefði fólkið þarna labbað þarna um á venjulegan hátt, skrýtið ef þú sérð ekki hvað það er eitthvað tilgerðarlegt við göngulagið hjá fólkinu og tilgerðarlegt þegar fólk er hoppandi um nakið fyrir framan alþjóð. Ég er annars búin að segja í þessari umræðu að það er ekkert hræðilegt eða ógeðslegt (annað orð) við nekt. Ekki bregður mér við að sjá fólk nakið í búningsklefa sundlaugarinnar og þó ég myndi villast óvart inn í karla búningsklefa sundlauganna og sjá einhverja nakta þar þá myndi mér ekkert bregða, myndi bara finnast það fyndið að vera að villast svona í vitlausan klefa! ;)  En ég segi það aftur, það er ekki viðeigandi að hafa fólk nakið í auglýsingum og í áramótaskaupinu. Það er varla að ástæðulausu að settur var inn þessi texti einhvers staðar eða lög um það að ekki má særa blygðunarkennd fólks. Það kæmi nú í fréttum og kannski fyrsta frétt ef að 20 eða 30 manns myndu mæta í Kringluna nakið. Sjónvarpsstöðvarnar fengju kvartanir, það máttu bóka ef fólkið yrði sýnt svoleiðis í fréttatímanum. Annars þetta snýst ekkert allt um þig og þó þér finnist allt í lagi að allir séu naktir allsstaðar. Ef það væri í lagi að spássera svona nakin/n alls staðar þá væru allir naktir t.d. á ströndinni í Nauthólsvík á góðum sumardegi. 

ert | 11. nóv. '20, kl: 17:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta innlegg þitt særir blygðunarkennd mína er það ólöglegt og má banna það?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 11. nóv. '20, kl: 17:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta innlegg þitt særir blygðunarkennd mína er það ólöglegt og má banna það?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 11. nóv. '20, kl: 17:59:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er stór spurning. Hvenær gilda lög um blygðunarsemi ? Eru það ekki bara einhver "múgæsings lög" í raun ? Þ.e.a.s ef nógu margir verða brjál...

Júlí 78 | 11. nóv. '20, kl: 23:10:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki bara á Íslandi sem það þykir ekki sjálfsagt að vera að sperra sig nakin/n þannig að allir sjái og börn líka. En sumir myndu kannski segja að blessuð konan hafi engar svalir og hún verði nú að fá að sóla sig almennilega. En er þetta viðeigandi? Ef ég myndi sjá svona hér þá myndi ég halda að konan væri með lausa skrúfu...


"Af hverju ratar þetta í fréttirnar? Jú, kannski af því að þessi kona fer út fyrir skynsemismörk til að fá sér smá brúnku! Konu nokkuri í rússnesku borginni Novosibirsk hefur tekist að fá nágranna sína upp á háa c-ið vegna tilrauna hennar til sólbaðs.  Konan sem er ónafngreind býr í Kropotkin stræti í Novosibirsk. Hún nær sér í smá sól með því að hengja fætur og rass út fyrir gluggann frá 10 um morguninn til kl 13 eftir hádegi. Nágrannarnir eru uggandi því þeir hafa haft áhyggjur og hafa margoft kvartað til lögreglu. Þeir segja lögreglunni að það sé furðuleg sjón fyrir krakka á leikvelli að horfa upp á þetta.  Til að fá konuna til að hætta áhættuatriðum í von um brúnku hafa íbúar í nágrenninu skrifað undir undirskriftarlista til að færa lögreglunni. Það reyndist þó ekki áhrifaríkt svo þessi sólardýrkandi hefur frelsi til að sýna á sér bakhlutann – út um gluggann- eins og hún vill.  Myndir sem áhorfendur hafa tekið hafa farið villt og galið um Netið en flestir hafa tjáð áhyggjur sínar um að hún detti út um gluggann frekar en að börn í nágrenninu verði fyrir óbærilegum skaða vegna þess að hafa barið hana augum. Þessi ágæta kona hefur þó sést í sólbaði ekki bara með neðri hlutann huldan heldur einnig efri hlutann."
https://www.sykur.is/2016/22373/russnesk-kona-i-solbadi-en-hvad-er-ad/

ert | 11. nóv. '20, kl: 23:30:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu aðeins - hvernig geturðu fullyrt að það sé almenn skoðun hér á landi að þessi auglýsing særi blygðunarsemi fólks? Almenningur er sem sagt miður sín en lætur ekki í sér heyra þrátt fyrir að vera helsærður og gersamlega miður sín. Fullt af fólki mun ekki bíða þess bætur að hafa séð typpi og brjóst. 
Þú ert í minnihluta. Eða viltu í alvörunni halda því fram að ef blygðunarsemi örfárra er storkað þá eigi að banna það sem storkar henni. Þú gætir ekki tjáð þig á vefnum ef svo væri - því þú gengur fram af mér reglulega.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 12. nóv. '20, kl: 00:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski er fólk bara smeykt við að vera kallað fasistar, rasistar, andfeministar eða fávitar. Það er jú herskár hópur fólks sem fer froðufellandi um internetið (helst feministar).

Júlí 78 | 12. nóv. '20, kl: 02:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu sjálf við ert. Var ég eitthvað að fullyrða að það sé "almenn skoðun hér á landi að þessi auglýsing særi blygðurnarsemi fólks"? Hvernig væri að sleppa því að fullyrða eitthvað sem er tóm vitleysa? Ég sagði: " Það er varla að ástæðulausu að settur var inn þessi texti einhvers staðar eða lög um það að ekki má særa blygðunarkennd fólks." Merkilegt hér á Bland að sumir snúa út úr orðum fólks bara svona eins og því hentar.

Ég er ekkert viðkvæm fyrir því að sjá fólk nakið en mér finnst það ekki viðeigandi á almannafæri eða í auglýsingum eða í áramótaskaupinu. Við vitum ekkert hver sé skoðun fólks varðandi málið almennt eða veistu til þess að einhver könnun hafi verið gerð?, eða kannanir um þetta? En þetta "frjálslynda fólk" sem finnst að allt megi það gjammar auðvitað hæst. Já eins og fólkið sem fannst svo sjálfsagt að veifa brjóstunum út og suður og meðal annars fyrir framan Alþingishúsið. 

ert | 12. nóv. '20, kl: 08:23:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú viðurkennir að þetta sé minnihluta skoðun en það eigi að banna birtingu á efni grundvelli skoðunar minnihlutans. Það eru sárafáir að kvarta yfir þessu og þeir sárafáir sem gera það eiga í vandræðum með nútímann. Hvað þarf marga til að það eigi að banna efni? Nægir skoðun mín á því að innlegg þín séu særandi viðbjóður til að ég geti fengið þau bönnuð?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 12. nóv. '20, kl: 09:02:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég talaði hvergi um minnihluta skoðun eða meirihluta skoðun einhverra. Svo get ég sagt þér að þó fólk vilji ekki að fólk sé berrassað hér og þar eða nakið út og suður og allsstaðar þá er ekkert samasemmerki við það og að fólk sé eitthvað í vandræðum með nútímann. Ef að þér finnst innlegg mín "særandi viðbjóður" eins og þú nefnir þá myndi ég ráðleggja þér að leita til sálfræðings því allir sjá eða a.m.k. flestir að þetta er sárasaklaus umræða. Sjónvarpsstöðvar eiga ekki að sýna hvað sem er og það snemma að kvöldi til þegar börn eru að horfa á sjónvarpið. Það er kannski ekki hægt að banna sjónvarpsstöðvum hvað þau sýna en þetta er bara eins og með útvarpið, það er nú varla sagt hvað sem er í útvarpi allra landsmanna. Ég sjálf geri ekki hvað sem er, ber meiri virðingu fyrir sjálfri mér en svo. Ég ber líka þá virðingu fyrir öðru fólki að vera ekkert að stuða annað fólk með einhverju heimskulegu uppátæki.

ert | 12. nóv. '20, kl: 09:14:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér finnst eðlilegt að þessi auglýsing sé bönnuð óháð fjölda þeirra sem hafa særst hjartasári við sjá þennan viðbjóð.
Þú vilt taka upp ritskoðun byggt á þínum eigin skoðunum og vilt ekki taka tillit til skoðanna annarra.
Þða er viðbjóður og ofbeldi!!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 12. nóv. '20, kl: 12:41:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú talar eins og allt sem ég segi hér sé mín skoðun. Jú ég kæri mig ekkert um að sjá nakið fólk á almannafæri eða í sjónvarpi snemma kvölds eða á matartíma eða að sjá nakið fólk í áramótaskaupinu. Það er mín skoðun. En þetta með orðalagið "særa blygðunarkennd" það finnst mér eiginlega fyndið orðalag og ég nefndi það bara hér því einhver fór að ræða það. Ég hef sagt það hér áður að nekt er ekki til að skammast sín fyrir, ekki skammast ég mín fyrir mína nekt eða er að hneykslast á nekt þeirra sem eru í búningsklefum sundstaða. En það er bara ekkert sjálfsagt að allt megi, veifa nektinn hér og þar og alls staðar. Ég er alls ekkert ein um það og skrýtið ef þú fattar það ekki ert. Það getur svo líka alveg eins verið að einhverjum þarna úti og jafnvel mjög mörgum gæti þótt það tillitsleysi við annað fólk og ofbeldi að blasta nektinni hér og þar og alls staðar. 

ert | 12. nóv. '20, kl: 14:01:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók þannig að það er ekki skoðun þín að þessi nekt í þessari auglýsingu sé óviðeigandi eða særandi. Það bara skoðun einhverra annarra. Sjálf ertu sátt við auglýsinguna. Af hverju sagirðu það ekki strax?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 12. nóv. '20, kl: 16:15:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist alveg hvað ég er ósátt við, ef þú ert ekki farin að fatta það eftir alla þessa umræðu þá gæti kannski hugsunin orðið skýrari ef þú tekur lyfin þín.

ert | 12. nóv. '20, kl: 16:44:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK þannig að þú er ósátt við nektina og það skiptir engu máli hvað almenningi finnst. Það á einfaldlega að fara eftir því sem þér finnst og hvort þú særist frekar en að fara eftir því hvort fólk almennt særist. Heimurinn á að snúast um þig, ekki aðra.
OK.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 12. nóv. '20, kl: 02:44:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En jú ég sagði: " Það er ekki bara á Íslandi sem það þykir ekki sjálfsagt að vera að sperra sig nakin/n þannig að allir sjái og börn líka."...   Ég las: " Hins vegar er í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga að finna ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir." Ef svona texti er settur í lögreglusamþykkt þá getur það varla verið sjálfsagt að vera nakin/n á almannafæri.
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4859

ert | 12. nóv. '20, kl: 16:21:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að ef almenningi finnst í lagi að vera nakinn í ákveðnum aðstæðum þá særist almenningur samt og því er um brot á blygðunarsemi að ræða. Almenningi finnst í lagi að lítil börn sé nakin á sumrin. Samt særist almenningur og því er nekt ungra barna bönnuð. Nei veistu ég næ þessu ekki

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Yggdrasil91 | 11. nóv. '20, kl: 17:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju er það ekki viðeigandi að hafa fólk nakið í auglýsingum? Hvað er það nákvæmlega sem særir fólk við nekt, hvort sem það er í sjónvarpi eða annarsstaðar? Ég næ því ekki.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Laseraðgerð á augum Ardiles 29.7.2021 30.7.2021 | 23:52
Má ekki ? Flactuz 29.7.2021 30.7.2021 | 23:39
Eru til einhverjir fundir fyrir klam fikla a hofuborga svœdinu? Throwaway87774 26.7.2021 30.7.2021 | 22:26
Hundagæsla fyrir Sheffer tík í 2-3 vikur. Mjallhvít og dvergarnir 5 30.7.2021
Símastaurar Hjalti Gudmundsson 29.7.2021 30.7.2021 | 16:26
Lativia Riga kdm 30.7.2021
Covid faraldurinn - staða Íslands og staðan á heimsvísu. _Svartbakur 24.7.2021 29.7.2021 | 12:32
Skòstærđ catsdogs 27.7.2021 29.7.2021 | 00:02
Ferðasr til DK smbmtm 28.7.2021 28.7.2021 | 22:22
Greiðslukort Hypnotizehut0813 28.7.2021
Skòstærđ catsdogs 27.7.2021
Brúðkaupsleikur bkbhg 18.7.2014 27.7.2021 | 19:41
góð ljósmóðir bambi27 26.7.2021 27.7.2021 | 13:20
Sósíalistar - við viljum gleðigöngur druslugöngur og lokun fyrirtækja _Svartbakur 25.7.2021 27.7.2021 | 00:11
Delta talin meir smitandi VValsd 23.7.2021 26.7.2021 | 14:37
USB-C Herra Lampi 25.7.2021 26.7.2021 | 08:23
Bland-appið? sjommli 21.7.2021 25.7.2021 | 22:51
Vantar smá hjálp á sölusíðunni. adrenalín 23.7.2021 25.7.2021 | 22:48
hvar i grafaholti er féló með húsnæði? *Sverige* 8.10.2013 25.7.2021 | 19:28
No7 snyrtivörurnar - hvar fást þær? Fridlynd 25.7.2021
Hvað ef.. Flactuz 23.7.2021 25.7.2021 | 12:17
Er nauðgunarmenning á Íslandi? AriHex 20.7.2021 25.7.2021 | 01:51
Bólusetningarvottorðið? Hr85 24.7.2021 25.7.2021 | 00:25
Covid Sóttvarnar teymið - Kára vantar í hópinn. _Svartbakur 21.7.2021 24.7.2021 | 18:50
Atvinnuleysisbætur fyrir fyrirtækjaeigendur dreamspy 21.7.2021 24.7.2021 | 12:02
Flugferðirnar nauðsynlegar? VValsd 23.7.2021 24.7.2021 | 10:00
Meðal laun smiða Soluadili 1.7.2021 23.7.2021 | 17:27
Covid Hundar VValsd 22.7.2021 23.7.2021 | 14:54
Framhjáhald Gúnda 14.6.2021 23.7.2021 | 02:02
Húfa með pífu- plís einhver!!! Bdur 24.1.2010 23.7.2021 | 00:43
Ray cup VValsd 22.7.2021
Hjálp , flug til Alicante um helgina Helga31 22.7.2021
Laun hjúkrunarfræðinga lime16 15.7.2021 22.7.2021 | 16:37
Laun fyrir vélamaður Uillas 21.7.2021 22.7.2021 | 06:28
Gott að sjá. Flactuz 21.7.2021
Starcraft fellihýsi reynsla? mercury 17.5.2010 21.7.2021 | 14:03
Reynslan kennir okkur VValsd 19.7.2021 21.7.2021 | 13:59
Hundaganga melmel096 6.10.2020 21.7.2021 | 09:57
Eliza Reid forsetafrú vá góð VValsd 20.7.2021 21.7.2021 | 00:56
Minna fólk á Ferðagjöfin VValsd 21.7.2021
Hvar kaupi ég leður. jondahl 28.4.2010 20.7.2021 | 23:59
Þórarinn sóttvarnarlæknir að hugsa sitt ráð. _Svartbakur 14.7.2021 20.7.2021 | 16:38
Kosningar, fátækt útrýmt strax á næsta ári? Júlí 78 14.7.2021 20.7.2021 | 08:38
Þriðja sprautan við Covid. _Svartbakur 16.7.2021 19.7.2021 | 12:20
Fiskveiðiauðlindin - Laxeldi í sjókvíum í eigu Norðmanna ? _Svartbakur 19.7.2021 19.7.2021 | 11:45
Má setja hvað sem er í auglýsingar? Hvar finn ég lögin? AriHex 16.7.2021 18.7.2021 | 22:37
Mótorhjól og læti Twitters 16.7.2021 17.7.2021 | 20:50
Cleaning of tombstones African Bliss 17.7.2021
Kombucha, Kefír African Bliss 17.7.2021
Konungsdæmið Ísland - Hreppur í norður Noregi ? jaðraka 17.7.2021 17.7.2021 | 18:00
Síða 1 af 51668 síðum
 

Umræðustjórar: joga80, aronbj, rockybland, Atli Bergthor, vkg, tinnzy123, krulla27, superman2, karenfridriks, Bland.is, Gabríella S, mentonised, Krani8, MagnaAron, ingig, Coco LaDiva, flippkisi, anon, barker19404