Bananaflugu infested heimilið mitt

oftast | 31. ágú. '10, kl: 18:56:43 | 3421 | Svara | Er.is | 1

Hjálp krakkar, ég er að deyja úr ógeði hérna. Hvernig kemst ég að því hvaðan þær koma? Er þetta dósakassinn undir eldhúsborðinu? Ávextirnir (sem eru allir mjög ferskir en þær halda sig aðallega á þeim) í ávaxtaskálinni ofan á eldhúsborðinu? Kryddjurtirnar í gluggakistunni (sem er alveg 2 metrum frá staðnum þar sem þær halda sig allar)?

Og hvernig á ég að losna við þær? Þær eru svo viðbjóðslegar og mér líður eins og það sé þúsund sinnum skítugra hérna en það raunverulega er (og þá er töluvert mikið sagt). Ekki segja mér að henda kryddjurtunum mínum (sem eru chili, paprika og basil ef það skyldi skipta máli) og EKKI segja mér að róta í moldinni eftir lirfum því þá þarf ég að deyja.

 

nr12 | 31. ágú. '10, kl: 19:03:12 | Svara | Er.is | 3

Giska á dósirnar. Sumir kalla þetta bjórflugur.

Lunez | 31. ágú. '10, kl: 19:03:28 | Svara | Er.is | 0

Ugh....myndi kveikja í kofanum:/

KilgoreTrout | 31. ágú. '10, kl: 19:04:31 | Svara | Er.is | 0

Það stakk einhver upp á því um daginn að þetta gæti verið vegna rotnandi matvæla í eldhúsvaskslögninni..

Kannski fá eiginmanninn til að skrúfa þetta í sundur og hreinsa.. ?

Annars hvarf þetta hjá mér þegar ég henti öllu lifandi úr eldhúsinu, fór með plönturnar í pössun og fór sjálf í ferðalag í viku..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

oftast | 31. ágú. '10, kl: 19:06:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og fengu plönturnar svo að koma aftur?

KilgoreTrout | 31. ágú. '10, kl: 19:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jább.. þessi vibbi virðist deyja ef það er ekkert lifandi í kringum þær.. þmt. plönturnar.. þó að flugurnar virðist ekki verpa í þær..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

oftast | 31. ágú. '10, kl: 19:06:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

helvítið er sko ekki heima og ég meika ekki að elda. þær eru þrjátíu.

asdis | 31. ágú. '10, kl: 19:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru þetta pínulitlar flugur? Ef þær eru litlar svartar eru miklar líkur á því að þetta komi úr basilinu.

musamamma | 31. ágú. '10, kl: 20:55:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta er svona fljúgandi kusk þá fara þær ef þú geymir alla ávexti í ísskáp og hendir banönum um leið og þeir verða dökkir (geymir þá líka í kæli eða lokuðu íláti). Þetta virkaði allavega fyrir mig í vor


musamamma

Simbad | 31. ágú. '10, kl: 19:12:08 | Svara | Er.is | 1

Þetta fylgir banönunum sem þú kaupir, sama hversu ferskir þeir eru og ég veit ekki hvernig maður losnar við þetta. Þetta fer í vetur vonandi þegar það verður kaldara.

----------------------------------------------------------------------
Túlkun og tjáning fremur en rökvís skilaboð.
Gift og frjóvguð

choccoholic | 31. ágú. '10, kl: 19:13:57 | Svara | Er.is | 0

Ég á í sama vandamáli í augnablikinu. Þær virðast koma aftur og aftur hjá mér. Hverfa í nokkra daga og koma svo aftur. Er að verða brjáluð á þessu. Og tek það fram að ég er ekki með neinar plöntur. Bara ávexti og grænmeti sem ég kaupi ferskt í búðinni eða á grænmetismarkaðnum ca annan hvern dag.

Colorkids | 31. ágú. '10, kl: 19:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig líta þessi óféti út????

oftast | 31. ágú. '10, kl: 19:18:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær eru pííínulitlar, svartar og þekkjast á fluginu. Svolítið eins og þær hangi bara í loftinu.

shiva | 31. ágú. '10, kl: 19:38:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og finnst best að hanga í andlitinu á manni!

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

LitlaSkvís | 31. ágú. '10, kl: 19:19:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær eru eins og dordinglar, nema flugur.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

passoa | 31. ágú. '10, kl: 19:19:50 | Svara | Er.is | 0

Ætli þetta séu þær sömu og eru endalsut að pirra mig líka?? Er ekki með neinar plöntur, en var farin að ýminda mér þær kæmu úr niðurföllunum eða álíka! Svona litlar flugur hálfrauðleitar?

Arriba | 31. ágú. '10, kl: 19:22:21 | Svara | Er.is | 0

Ég hef engin ráð, aldrei orðið vör við svona en hvað ertu að tala um að róta í moldinni eftir lifrum - ertu með mold inni í eldhúsi?

~~~~~~
Common sense is not so common

oftast | 31. ágú. '10, kl: 19:26:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

í kryddjurtunum einstein

Arriba | 31. ágú. '10, kl: 19:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aaaaaa, döh - silly mí.

~~~~~~
Common sense is not so common

oftast | 31. ágú. '10, kl: 19:28:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

goofy | 31. ágú. '10, kl: 19:33:08 | Svara | Er.is | 0

Ég er hokin af reynslu og ég losnaði við mínar æðislegu flugur á 2-3 dögum og það sem ég gerði var eftirfarandi.

1. út með allt rusl jafnóðum nánast ( ekki standa yfir nótt eða neitt lengi )
2. burt með ÖLL matvæli ofan af borðum og í ískáp, dalla eða skúffur og skápa
3. stíflueyði í ræsið

oooog þær fóru :) núna er ég nokkuð vakandi yfir þessum hlutum með að vera ekki með ávexti ofl uppivið, losa rusl oftar og þríf vaskinn ( as in ekki setja matarafganga í niðurfallið )

Gangi þér vel þetta er ógeð

ölvun | 31. ágú. '10, kl: 19:34:49 | Svara | Er.is | 0

dósir, við vorum að losa okkur við dósirnar í vinnunni minni í morgun,opnuðum vel út og þær hurfu allar með þeim.

hannasig27 | 8. okt. '15, kl: 17:32:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er að verða vitlaus á þessum flugum. Erbúin að hreinsa allt út og öll niðurföll. Núna eru þær færri en ég er komin með þráhyggju og paranoyu út af flugunum.

shiva | 31. ágú. '10, kl: 19:37:51 | Svara | Er.is | 0

Ég veðja á ávextina eða dósirnar.

Ég myndi byrja á því að covera ávextina og prófa að sápuþvo dósirnar.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

mi80 | 31. ágú. '10, kl: 19:39:00 | Svara | Er.is | 0

Ég fór eftir ráðum einhvers hér og hellti eitri í niðurfallið á vaskinum. Þær hurfu.

bammbamm | 31. ágú. '10, kl: 19:39:46 | Svara | Er.is | 0

Þetta eru svokallaðar ávaxtaflugur.
Allt matarkyns inn í ísskáp.
Settu svo smá eplaedik í botninn á glasi, búðu til trekt úr pappír og settu hana ofan í glasið þannig að hún fylli út í glasið og þær komist ekki meðfram. Þær leita ofan í glasið í gegnum trektina en rata ekki aftur upp úr. Fljótlega ertu komin með fullt ofan í og getur losað þig við þær.
Helltu líka klór niður í niðurfallið á eldhúsvaskinum til vonar og vara.

piscine | 31. ágú. '10, kl: 19:42:41 | Svara | Er.is | 0

Ég hef engin ráð handa þér, en ég tel okkur hafa lent saman í geitungaævintýri í dag :)

oftast | 31. ágú. '10, kl: 19:51:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahah! hvar sastu?

piscine | 31. ágú. '10, kl: 19:53:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fremstu röð við gluggann :)
Er búin að hlæja að þessu í allan dag... "Er enginn karlmaður hérna?"

oftast | 31. ágú. '10, kl: 20:15:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

NÁKVÆMLEGA! Þetta var ótrúleg sena.

piscine | 31. ágú. '10, kl: 20:20:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb... ég vil skriflega viðvörun ef einhverjir geitungar plana næst :)

piscine | 31. ágú. '10, kl: 20:21:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*að mæta*

Sunshine | 31. ágú. '10, kl: 19:58:11 | Svara | Er.is | 0

Þær fylgja gjarnan bönunum á þessum árstíma. Ég nota rafstuðspaðann grimmt á kvikindin og steiki þær.

oftast | 31. ágú. '10, kl: 20:51:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætti ég kannski að hætta að eiga banana næsta hálfa mánuðinn?

LadyGaGa | 8. okt. '15, kl: 19:56:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru nánast alltaf til bananar hér og ég kannast ekki við þessar flugur.

GeorgJensen | 31. ágú. '10, kl: 20:57:14 | Svara | Er.is | 0

kemur úr mintunni hjá mér í eldhúsglugganaum.. svo sækja þær í áfengi.. ertu með opið áfengi þarna í kring!

----------------------------------------------------------------------------
Sjúddírallirei

oftast | 31. ágú. '10, kl: 21:08:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með rauðvínsflösku sem þær setjast allar á. Og kassa með tómum drykkjarumbúðum.

ert | 31. ágú. '10, kl: 21:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Prófaðu að losa þig við þetta og sjá hvort þú veldur hungursneyð.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 31. ágú. '10, kl: 21:02:41 | Svara | Er.is | 0

eina dæmið sem ég þekki af svona voru rotnandi kartöflur
þegar þeim var hent sultu milljón flugur í hel

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BlerWitch | 31. ágú. '10, kl: 21:14:27 | Svara | Er.is | 0

Ég nenni ekki að lesa allan þráðinn en svona gerirðu bananaflugugildru:

Tekur litla skál og setur slurk af ediki í hana. Strekkir plastfilmu yfir og stingur slatta af litlum götum á hana. Flugurnar þefa uppi edikið (þær elska edik) og lokast inni í skálinni.

Passa svo að vera ekki með nein umbúðalaus matvæli uppi við.

einkadóttir | 31. ágú. '10, kl: 21:17:22 | Svara | Er.is | 0

ohh þetta er svo pirrandi, nýbúið að vera heima hjá mér ! þetta er svoo ógeðslegt ... við fundum samt sökudólginn, það var rotnandi epli í ruslafötu litla bróður míns

hérna notuðum svo mikið flugnaeitur eftir að við vorum búin að finna pokann, ég leitaði samt á netinu að þessu þegar þetta kom og las þessi ráð hér:

http://www.wikihow.com/Get-Rid-of-Fruit-Flies

Lady81 | 8. okt. '15, kl: 19:23:19 | Svara | Er.is | 0

Edik og uppþvottalög í glas/skál virkar mjög vel sérð þær í tugatali í botninum ??

hillapilla | 8. okt. '15, kl: 20:03:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er vonandi laus við flugurnar fimm árum síðar!

confused11 | 9. okt. '15, kl: 06:41:25 | Svara | Er.is | 0

Sjóða vatn og hella í öll niðurföll, þar eru eggin. Setja ávexti uppí skáp (eða lokaðan stað svona á meðan það er verið að losna við flugurnar). Mundi gera þetta svona annan hvern dag í viku þá líka inná baði. Èg þekki þetta vel, bý í Svíþjóð og það er einmitt mikið af bananaflugum hér. Þetta er það eina sem hefur virkað.

-----------------
"Science: it works...bitches" Richard Dawkins.

buin | 9. okt. '15, kl: 06:57:07 | Svara | Er.is | 0

Ef þú ert með blóm eða annað sem þarf að vökva gætu þær komið þaðan. Prófaðu að vökva minna og þá ekki í moldina heldur í bakkan sem potturinn er á

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 2 af 47929 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Guddie