Barn sem verður að ráða öllu.

buxnarass | 26. apr. '15, kl: 16:02:10 | 765 | Svara | Er.is | 0

Ég á einn 7 ára sem er hrikalegur í umgengni við aðra varðandi stjórnsemi. Hann reynir alla daga heima en ég áttaði mig ekki á vandamálinu fyrr en núna um daginn bara þegar hann fór að koma heim með vini sína svona mikið, hann stjórnar þeim í leik segir þeim hvar þau eiga að standa og hvernig og segir þeim jafnvel hvenær þeir eiga að segja/skjóta/gera og hvað þeir eiga að segja.
Einstaka sinnum reynir einhver strákurinn að gera uppreisn en þá fer allt í bál og brand. Hvernig dílar maður við svona ofsalega stjórnunarsýki hjá barni?
Tek fram að hann kemst ekki upp með svona hegðun við okkur foreldrana en okkur vantar ráð til að útrýma þessu.

 

- Ef þú sendir mér skilaboð, endilega láttu mig vita til vonar og vara. Virðist ekki fá neinar tilkynningar.

Dalía 1979 | 26. apr. '15, kl: 16:07:05 | Svara | Er.is | 1

Gæti þetta verið lærð hegðun eru þið foreldrarnir svona 

alboa | 26. apr. '15, kl: 16:11:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín lærði þetta ekki af okkur foreldrunum. Hún er með röskun sem gerir henni í raun ókleift að skilja félagsleg samskipti nema með mikilli aðstoð og útskýringum. Fyrir henni eru félagsleg samskipti algjörlega óskiljanleg oft á tíðum.


kv. alboa

buxnarass | 26. apr. '15, kl: 16:14:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ágætis spurning,
En ég held allavega að við högum okkur alls ekki svona. Væri þá frekar ég heldur en pabbi hans.
En er búin að velta þessu fyrir mér og ég er ekki að haga mér svona við annað fólk að ég sjái, en annars er ég oft mjög óþolinmóð við alla í kringum mig og vill að hlutir gerist strax.
Hinsvegar hef ég reynt að aðstoða son minn að svara fyrir sig, sagt honum hvað hann geti sagt í ákveðnum astæðum í staðinn fyrir að gráta. Kannski að það sé ekkert að hjálpa neitt. Hefur alveg virkað en stundum alls ekki.

- Ef þú sendir mér skilaboð, endilega láttu mig vita til vonar og vara. Virðist ekki fá neinar tilkynningar.

alboa | 26. apr. '15, kl: 16:10:50 | Svara | Er.is | 2

Kennir honum að leika við önnur börn. Mín var svona og á það til að detta í þetta ennþá. Bæði tek ég stjórnina stundum í leik (hlusta eftir því hvernig gengur inni og ef ég heyri hvert stefnir þá fer ég og minni á að skiptast á o.s.frv) og hún hefur fengið öfluga þjálfun. Vinir hennar eru þá líka búin að læra það að þau geta komið til mín ef hún er mjög ósanngjörn og fengið aðstoð í stað þess að allt fari í brjál og brand. Mín hefur einnig lært félagsfærni í gamla skólanum sínum og hjá sálfræðingi. Það hefur mjög markvisst verið unnið með að kenna henni félagsfærni, þetta er hluti af því.


kv .alboa

buxnarass | 26. apr. '15, kl: 16:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig kenni ég honum að leika sér með þeim? En já góður punktur að fara reglulega og minna á að leika fallega og skiptast á.
Stundum hafa krakkar komið og klagað og allir brjálaðir þá fer minn gutti oft að gráta og finnst allir vera að ljúga uppá sig og að ég sé að vera ósanngjörn að halda með hinum krökkunum.
Oft heyri ég hvað gengur á inni og ég reyni að vera hlutlaus þó ég viti að hann á sökina, en stundum er það erfitt þegar allt er komið á hvolf. Er bara hrædd um að hann endi algerlega vinalaus einn daginn. Hann vill ekki leyfa þeim að snerta hitt og þetta því þau gætu skemmt það, ýmindaðir leikir eru með hans reglum og hann á mjög erfitt með að viðurkenna mistök, bullar frekar nýjar reglur því hann kann og veit betur hvernig hans leikur er eða er að gera öðruvísi.

Honum leiðist rosalega mikið og er alltaf svangur, hugsa að hann borði þegar honum leiðist. Er að reyna nota klukkuna á matinn, vill ekki að hann þrói með sér óheilbrigt samband við mat.

Hann fer oft í fýlu, stappar niður fæti og talar alltof oft með vælutón. Hugsa að ég hafi samband við skólann og sálfræðing eins og mér var bent á hérna. Þegar ég skrifa þetta svona niður þá er þetta miklu meira en ég gerði mér grein fyrir og samt hellingur sem er óskrifaður.

- Ef þú sendir mér skilaboð, endilega láttu mig vita til vonar og vara. Virðist ekki fá neinar tilkynningar.

alboa | 26. apr. '15, kl: 16:42:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín þarf hreinlega að fá útskýringar á því hvernig maður leikur sér. Að maður eigi að skiptast á að ráða, að leika með dót etc. Þetta sem manni finnst í raun sjálfsagt að börn "viti", mín fattar þetta ekki. Það þýðir ekkert að segja við hana að vera góð. Fyrir alla þessa þjálfun sem hún er búin að fá áttaði hún sig ekki á hvað hún væri að gera. Oft þarf að fara staf fyrir staf yfir atburði með henni og fara í gegnum hvað það var sem klikkaði til að hún fatti að það er enginn að ljúga og það er enginn að vera vondur við hana. Hún var einmitt að missa alla sína vini út af hegðun. Mín er greind með röskun og félagsleg samskipti eru henni að miklu leyti óskiljanleg. Þetta er endalaus þjálfun eftir því sem samskiptin breytast með aldrinum.


En annars staðar var hún oftast eins og ljós (og er oft enn). Ég hins vegar gat lent í því að hlaupa á eftir henni og halda henni líkamlega fastri svo hún hlypi ekki út á götu eða týndist. Reyndar gekk fyrsti skólinn hræðilega því kennarinn var fífl og sumar reglurnar þar eru hreinlega ólöglegar! Er samt í þeim skóla aftur í dag að eigin ósk og líður vel. 


kv. alboa

strákamamma | 28. apr. '15, kl: 06:29:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einn minna er svona líka, en það er vegna þess að hann er einhverfur.   Hann skilur hreinlega ekki hvað er að "vera góður"  maður þarf að útskýra það nákvæmlega.


sonur vinafólks okkar var bara frekja....vegna þess að foreldrar hans áttuðu sig hreinlega ekki á því að hann fékk í rauninni að stjórna öllu átakalaust á heimilinu

strákamamman;)

alboa | 26. apr. '15, kl: 16:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og margt af því sem þú lýsir á við mína líka (vælutónninn, alltaf svöng og fleira). Einnig þetta með að breyta reglum svo það henti henni. Hún er rosalega snögg í fýlu út af engu og það getur verið nánast ómögulegt að ná henni úr fýlunni aftur. En ég er venjulega frekar hörð á móti við hana og minni hana á hvernig samskipti ganga fyrir sig (og leikir). Það þýðir ekki að breyta reglum til að láta þær henta sér til dæmis.


kv. alboa

buxnarass | 26. apr. '15, kl: 17:14:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok þá er fyrsta skrefið að skrifa niður fyrir sjálfa mig nokkur stikkorð svo við getum farið eftir þeim, næsta skref að ræða við hann um þessa hluti af alvöru og þriðja skrefið að athuga með utanaðkomandi aðstoð. Hef reyndar ætlað að gera það líka í smátíma vegna vanlíðan hjá honum.
Finnst oft eins og honum líði illa nálægt mér, fæ oft að heyra að ég sé ömurlegasta mamma í heimi ,hann hati mig og segir reglulega að ég sé alltaf að særa hann og stundum að ég meiði hann. Veit fyrir víst að þetta seinasta er bull því ég hef aldrei lagt á hann hendur og myndi aldrei nokkurntímann gera það, var sjálf beitt miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi í minni æsku svo þessi orð stinga svolítið.

Er sjálf í ójafnvægi andlega svo ég spyr inná milli fólk í kringum mig hvort ég sé raunverulega að vera svona vond við hann. Sem er víst ekki þó mér líði stundum þannig. Hef áður reynt að finna sálfræðihjálp fyrir hann en hvert sem ég leita er mér alltaf bent á næsta aðila þangað til að ég er komin í hring. Þá gafst ég upp en er núna aftur komin á skrið.

Takk fyrir svörin :)

- Ef þú sendir mér skilaboð, endilega láttu mig vita til vonar og vara. Virðist ekki fá neinar tilkynningar.

alboa | 26. apr. '15, kl: 17:59:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín tilkynnti í skólanum að ég hefði skellt sér utan í vegg!  Þegar ég ræddi þetta við hana rifjuðum við upp saman að það sem gerðist var að ég var að stoppa hana frá því að ráðast á mig og hélt henni því frá mér. Hún hins vegar datt aftur fyrir sig í öllum látunum og datt því vissulega á vegginn. En ég skellti henni ekki upp við vegginn. Eftir þessar samræður sættumst við á að segja söguna eins og hún gerðist, ekki bara 10% af henni ;)  Já og ég sagði henni að ef sá dagur kæmi að ég myndi raunverulega skella henni utan í vegg þá ætti hún að hringja í 112 og biðja um barnaverndarnefnd.


Ég hef þurft að ræða við hana mjög kalt og á mjög svart/hvítt nótum um það sem hún er að segja og snúa nánast öllu upp á hana. (Myndir þú vilja að ég myndi segja þetta við þig?) Hún skilur ekki og nær ekki abstract út skýringum. Það þarf eiginlega allt að koma frá hennar sjónarhorni. Hefurðu sagt það við hann að hann sé að særa þig? Spurt hann hvort hann vilji heyra að hann sé ömurlegur? Það var eina leiðin til að fá mína til að hætta að tala svona. Þannig skildi hún fyrst hversu særandi orðin voru.


kv. alboa

buxnarass | 26. apr. '15, kl: 19:42:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ég hef reyndar ekki sagt það við hann. Hann réðist einu sinni alltaf á mig og ég var alveg hætt að taka eftir því og fólk nákomið okkur var farið að skamma hann fyrir það. Þá áttaði ég mig á því að ég væri bara alls ekki búin að díla við ofbeldishegðunina heldur bara loka á það. Svo ég tók mig til og þvertók alveg fyrir slíka hegðun, voru afleiðingar. Einu sinni spurði ég hann hvernig honum myndi líða ef ég slegi hann og hvort ég ætti að slá hann bara afþví að ég yrði reið.
Hann fór að gráta og lét eins og hann héldi að ég væri að hóta honum og talaði um að foreldrar mega ekki gera það og ég veit ekki hvað. Við ræddum þetta alveg út og þegar ég hugsa út í það að þá minnkaði það mjög mikið, ídag er hann alveg hættur að slá mig en á það til að slá í loftið eða stappa.

Hann hefur áður beðið mig afsökunar á að segjast hata mig og svona alveg á fyrrabragði, kannski ég ætti að byrja á því líka að ræða orðavalið hans og útskýra einmitt að þetta særir.

Takk, það er rosalega gott að tala við einhvern um þetta og fá ráð þangað til að ég kem honum að einhverstaðar. Hef verið svo ráðalaus svo lengi.

- Ef þú sendir mér skilaboð, endilega láttu mig vita til vonar og vara. Virðist ekki fá neinar tilkynningar.

presto | 27. apr. '15, kl: 17:21:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Prófaðu að halda fjölskyldufund og ræða þessi mál (án ásakana frá ykkur foreldrunum) leyfa barninu að tjá sig um sínar umkvartanir, spyrja bara opinna spurninga, ekki reyna að svara endalaust fyrir þig heldur spyrja meira- t.d. hvers vegna heldur þú að ég neiti þér um kex... Heldur þú að ég elski þig ekki ef þú færð ekki kex þegar þú vilt (eða annað viðeigandi)
HVernig vilt þú láta tala við þig, hvað ertu hræddur við, hvenær líður þér best osfrv. 
Mínu börnum þykir gaman að fá að ráða einhverju sem við familían gerum saman í t.d. 30 min eða 60 mín (velja tölvuleik, borðspil osfrv. svo geta foreldrarnir valið líka)

presto | 27. apr. '15, kl: 17:13:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góð hugmynd, gott að þú ert ekki blind á þetta. 
Gott að fá hjálp við að efla félagslega færni áður en barnið málar sig of langt út í horn.
Því miður eru foreldrar misblindir á svona, þekki t.d. aðeins eldra barn þar sem mamman dásamaði félagsfærni hans mikið- en því miður sé ég bara upprennandi hrekkjusvín og mín börn alveg hissa á orðbragðinu, framkomunni og endalausum hrekkjahugmyndunum hjá barninu (gagnvart öðrum, þau eru ekki að verða fyrir barðinu á krakkanum)

*vonin* | 27. apr. '15, kl: 12:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar er hægt að fá svona þjálfun og aðstoð með svona? Dóttir mín er hrikalega stjórnsöm en hún er einmitt að díla við kvíða. Ég er endalaust að leita eftir hjálp fyrir hana en illa gengur. Svakalegt stundum að hlusta þegar hún er að leika við vini sína og stjórna

Kveðja, *vonin*

alboa | 27. apr. '15, kl: 13:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mesta þjáflunin hefur farið fram hér heima af mér. Ég hef mest megnis bara tekið þetta að mér svo hún endi ekki eins og ég gerði (var mikið til eins og hún sem barn). Hún fór svo til sálfræðings og gamli skólinn hennar sá um heilmikið. Hann var með öfluga félagsfærniþjálfun á öllum börnunum. Eina sem var að þar sem hentaði minni ekki var að sögurnar voru allt of abstract og tengdust hennar veruleika ekkert. Hún tengdi því ekkert við þær sögur. En þau unnu heilmikið með hana og gerðu henni kleift að fúnkera í skóla.


Hún átti svo að fara á félagsfærninámskeið en þegar henni loksins bauðst það var það eiginlega bara orðið of seint. Ég sá ekki tilgang með því að taka barnið út úr vinahópnum sínum þessa fáu daga sem hún gat leikið við þau vegna anna í tómstundum til að fara á þetta námskeið. Biðin var bara allt of löng og búið að vinna með hana svo mikið á meðan að þörfin var farin.


Það sem hefur skipt mestu máli varðandi vinina er að ég hlusta ekki bara. Ég fer og skipti mér af. Ég fer og segi að nú sé kominn tími til að skiptast á og svoleiðis. Jafnvel tek hana út úr aðstæðunum í 1-2 mínútur og spjalla við hana um framkomu, samskipti og hvernig eigi að leika við vinina, á meðan þeir eru ennþá þarna. Þá get ég notað aðstæðurnar til að hjálpa henni en ekki bara talað um allt í þátíð eða út frá ímynduðum aðstæðum.


kv. alboa

musamamma | 26. apr. '15, kl: 16:18:22 | Svara | Er.is | 5

Ég lék mér svona og stelpan mín líka. Við erum báðar einhverfar. Ég ætlaði alltaf að verða einræðisherra. Hjá okkur tengist þetta að vita hvað er að gerast, óöryggi fylgir óvissu.


musamamma

buxnarass | 26. apr. '15, kl: 16:28:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur verið svona eiginlega alltaf, en þegar hann var í leikskóla að þá spurði ég oft um þessa hluti en það var aldrei neitt að. Alltaf sagt að hann væri félagslega sterkur og opinn, þyrði að segja sínar skoðanir og ætti næga vini og ætti bara eftir að plumma sig vel.
Sama sagði kennarinn hans þegar ég ræddi þessa hegðun um daginn. Heyrði samt kennara spurja hann hvort þau væru ekki búin að ræða um svolítið, þegar hann byrjaði að væla og stappa niður fótum.
Getur virkilega verið að hann hagi sér bara svona heima?

- Ef þú sendir mér skilaboð, endilega láttu mig vita til vonar og vara. Virðist ekki fá neinar tilkynningar.

buxnarass | 26. apr. '15, kl: 16:30:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur aldrei getað leikið með krökkum af viti fyrr en núna nýlega þar sem við fluttum loksins. En hann fékk annað slagið að fara heim með vinum úr leikskólanum, ekki oft. En þegar ég spurði hvering hafi gengið var alltaf sagt eins og í sögu. Ef ég spurði nánar um hegðun þá var ekkert svoleiðis í gangi.

- Ef þú sendir mér skilaboð, endilega láttu mig vita til vonar og vara. Virðist ekki fá neinar tilkynningar.

musamamma | 26. apr. '15, kl: 17:36:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg var eins og ljós i grunnskola.


musamamma

strákamamma | 28. apr. '15, kl: 06:35:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

bróðir minn var lika einstaklega gott og hjlótt barn....  þar til hann varð unglingur.


stjúpsonur minn skiptir varla skapi nema þegar hann einstaka sinnum brotnar algerlega niður....annars brosir hann bara og segir  "já auðvitað"    því hann er búin að fatta að þá hættir fólk að tala við hann

strákamamman;)

Charmed | 26. apr. '15, kl: 21:22:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Haha nú hló ég. Mín elsta segir reglulega að hún ætli að verða einræðisherra og ráða öllum heiminum en hennar greining er ADHD, mótþróaþrjóskuröskum og asperger.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

musamamma | 26. apr. '15, kl: 21:25:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Allir hinir krakkarnir ætluðu að verða læknar, flugfreyjur og þess háttar. Ég ætlaði bara að stjórna öllu ;)


musamamma

QI | 28. apr. '15, kl: 06:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég treysti þér betur til að stjórna öllu en þessum silfurdrengjum sem reyna að stýra öllu að sínum hagsmunum.

Þeir hafa ekki svör við því sem er í gangi,, sama tuðið allt er betra...  ,,,,   mæðrastyrksnefnd er sennilega ekki sammála fá venjulega 400 í heimsókn,, en fengu víst yfir 600 í síðustu viku.

.........................................................

strákamamma | 28. apr. '15, kl: 06:33:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vá hvað þú setur þetta vel í orð.


Bróðir minn sem daðrar aðeins við rófið en nær þó ekki alveg inná það útskyrði einmitt fyrir okkur að þetta með að nenna ekki að leika við aðra var fyrir honum í gamla daga bara vegna þess að leikurinn hans var eins og hann átti að vera...þar til aðrir komu og trufluðu eða skemmdu leikinn hans.   þá var bara betra að leika einn heldur en með þessu fólki sem ekkert skildi....eða hann skildi ekki fólkið.   


frábært að fá svona útskýringar þegar maur er að reyna að hjálpa barninu sínu með svona atrði sem erfitt er að tengja við sem óeinhverfur einstaklingur, takk fyrir þetta :) 

strákamamman;)

stjörnuþoka123 | 26. apr. '15, kl: 17:00:30 | Svara | Er.is | 0

Vá, ég gæti hafa skrifað þetta. Minn er reyndar með kvíða en mér finnst það ekki útskýra alla hans hegðun.

presto | 27. apr. '15, kl: 17:27:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kvíði og stjórnsemi tengjast mjög skýrt (ekki endilega í öllum tilvikum samt) með því að hafa fullkomna stjórn- þ.e. fækka óvissuþáttum eru færri óvissuþættir til að kvíða fyrir. Þegar allt er skv. áætlun og fyrirsjáanlegt þarf ekki að kvíða neinu. Kvíði er oft skortur á getunni til að díla við óvæntar aðstæður. (ER líklega ekki að segja þér neitt nýtt)

tjúa | 26. apr. '15, kl: 18:58:32 | Svara | Er.is | 0

ég kannast alveg rosalega við þetta, nema hjá mínum þá er hann ljúfur sem lamb og það gerist ekkert ef hann ekki fær að ráða. Hann er bara með eilífðar afskiptasemi og telur sig vera að hjálpa með því að koma með ábendingar um hvernig betra væri að gera hlutina. Við erum að reyna að kenna honum að mistök séu eðlileg, að ekki sé alltaf til bara ein leið og að allt sé í lagi með að fikra sig áfram í hlutum, en hann ræður ekki alltaf við þetta. Hann er kvíðinn og frekar óöruggur og ég held að þetta veiti honum öryggi. Hann er líka frekar einrænn og kemur sjaldan með vini heim, en kennarinn segir að hann standi bara vel félagslega innan bekkjarins. Ég held að ég hafi töluverðar meiri áhyggjur af þessu en hann. 

presto | 27. apr. '15, kl: 17:08:10 | Svara | Er.is | 0

Mér þykir undarlegt að þú hafir ekki áttað þig á þessu fyrr en nýlega- hefur hann komist upp með svona hegðun gagnvart ykkur?
HVað með leikskólann og leikskólavini? Komu ekki oft vinir í heimsókn á leikskólaaldri?
Hvernig hefur hann höndlað reglur, boð og bönn hingað til?
Hvernig hefur geta hans til að sýna samúð, tillitssemi, þakklæti, umburðarlyndi, umhyggju oþh. verið fram að þessu?


Þú nefnir grát í erfiðum aðstæðum, á barnið sérstaklega erfitt með fjölbreyttar félagslegar aðstæður (ss. þegar umhverfið er ekki skv. hans óskum)- hefur hann farið í gegnum eitthvað greiningarferli- eða þótt einhver átstæða til þessþ


Eða er þetta eitthvað nýtilkomið hjá barninu- breyting á hegðun og framkomu?

strákamamma | 28. apr. '15, kl: 06:26:44 | Svara | Er.is | 0

Er hann einkabarn?


Vinafólk okkar á dreng sem er einkabarn og dílar við það sama og það var hreinlega vegna þess að hann þurfti ekki að "semja" dagsdaglega heima, þessvegna lærði hann það aldrei.


Hann td þurdti aldrei að hrofa á mynd sem hann nennti ekki því að litli/stóri bróðir hans vildi horfa á, heldur fékk alltaf að horfa á það sem hann vill því hann var eina barnið...  sama með leiki og þannig, hann þurfti aldrei að semja um neitt því það var engin annar með annarskoanr óskir til þess að taka tillit til.


Það sem þau gerðu var að vera dugleg að fá börn vinafólks lánuð...og lána drenginn sinn til vinafólks sem á fleiri en eitt barn...leyfa honum honum að læra þetta í gegnum reynslu og auðvitað voru margir árekstrar til að byrja með en hann varð bara að læra að tapa....og sjá að þó að aðrir fái sínu stundum framgengt á kostnað hans þá þýðir það ekki að veröldin hrynji eða að dagurinn sé ónýtur....

strákamamman;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47613 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, Guddie