Barn sem vill ekki í skólann og mamma sem grenjar!!!

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 18:04:19 | 977 | Svara | Er.is | 0

Hæ hó!
Nú er svo komið að strákurinn minn, 9 ára, er hættur að vilja fara í skólann og er farinn að gera sér upp veikindi (sem við foreldrarnir sjáum auðvitað alveg í gegnum) til að þurfa ekki að fara. Hann er í 4. bekk og búinn að vera í sama skóla síðan í 2. bekk og hefur gengið vel. Núna í haust var skipt um kennara fyrir árganginn (mikil samkennsla í gangi og ekki beint skipt í fasta bekki heldur hópa sem geta verið smá breytilegir) og mér finnst allt einhvern veginn hafa farið niður á við hjá honum síðan, bæði námslega og félagslega.


 Kennarinn sem hann er mest hjá sinnir svörun og upplýsingagjöf sem við sækjumst eftir, illa og foreldraviðtalið í október var mjög undarlegt. Kennarinn sagði m.a. að hann myndi ekki hvernig stráknum gengi námslega vegna þess að hann var búinn að tala við svo marga yfir daginn. Strákurinn er farinn að missa vini og fékk hörmulega útkomu úr samræmdu prófunum þrátt fyrir sérúrræði sem hefði átt að nýtast honum þannig að hann gæti vel sýnt getu sína. Samt hefur aldrei verið nefnt við okkur að hann eigi í erfiðleikum með námið.


Það er búið að benda mér á að tala við skólastjóra og auðvitað ætla ég að gera það ef ekkert gerist (erum að bíða eftir að fá fund með kennaranum sem hefur reynst þrautinni þyngri því þessi kennari er greinilega of upptekinn við eitthvað annað en að funda með foreldrum), og ég vona að öll mál komist í betri farveg sem fyrst.


 En þangað til þarf ég að koma stráknum mínum í skólann gegn vilja hans og mér finnst það drulluerfitt því ég veit upp á hár hvernig það er að þurfa að fara endurtekið í aðstæður sem manni líður ekki vel í (var lögð í slæmt einelti í 6 ár).
 Einnig virðist allt þetta hafa langverstu áhrifin á mig af öllum og ég velti því fyrir mér hvort einelti geti valdið áfallastreituröskun á fullorðinsárum því ég bara grenja og finnst heimurinn vera að hrynja. Vantar smá móralskan stuðning...

 

Alli Nuke | 1. des. '15, kl: 18:09:32 | Svara | Er.is | 6

BIddu skólastjóra eða umsjónarkennara um að panta sálfræðimat, skv. lögum eiga öll börn rétt á því og skólinn getur ekki neitað þér um það. Þó ekki nema til þess rétt að opna augu þeirra og sjá að það er ekki allt í lagi.

Þetta er virðist vera voða eitthvað íslensk aðferð að sópa vandamálum undir teppið og horfa í hina áttina.

Trolololol :)

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 18:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er gert í svona sálfræðimati, til hvers væri það???

presto | 1. des. '15, kl: 23:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Meta þarfir barnsins- styrkleika og veikleika, líðan...

Zagara | 1. des. '15, kl: 19:03:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er nú eins og að draga blóð úr steini að fá einhvers konar sálfræðiaðstoð fyrir börn í gegnum grunnskólann/þjónustumiðstöð nema að eitthvað stórkostlegt er í gangi.

haustsala | 2. des. '15, kl: 11:40:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki alltaf þannig. Veit um barn sem komst til sálfræðings með litlum fyrirvara í fyrra í gegnum skóla og það var ekki mjög alvarlegt.

===================================================

ts | 1. des. '15, kl: 18:09:56 | Svara | Er.is | 16

man ekki hvernig honum gengur námslega !!! er manneskjunni alvara?? jahérna... þegar ég hef farið í foreldraviðtöl, þá hafa allir þeir kennarar sem hafa kennt mínum strákum verið með möppur með gögnum í sem þeir fletta svo upp í fyrir hvern nemanda.. farið yfir einkunnir, verkefnaskil og "allt hitt"


ég mundi ekkert vera bíða eftir fundi með kennara fyrst það gengur svona, heldur tala beint við skólastjóra..

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 18:21:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég var einmitt orðlaus í foreldraviðtalinu þegar kennarinn sagði þetta. Fyrst hélt ég að þetta væri grín en svo kom ekkert meira. Ekkert flett í neinu eða reynt að segja mér neitt. Því miður er þetta eina foreldraviðtalið sem ég hef farið í ein, barnsfaðir minn var erlendis, þannig að ég hef engin vitni. En já, þetta var fáránlegt.

T.M.O | 1. des. '15, kl: 20:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þetta eru hrikaleg svör í foreldraviðtali. Mér finnst alveg augljóst að stráknum líður mjög illa í skólanum og það þurfi að taka það alvarlega. Ég hef bara reynslu af því þegar marg ítrekaðar beiðnir um skólasálfræðing og algjöra hunsun skólastjóra (sem hrökk svo við þegar við mættum henni í andyrinu á BUGLinu, hún greinilega að koma af mjög skemmtilegum fundi, að hún gat ekki heilsað) að ég get bara sagt, gerðu stórmál úr þessu og gerðu það strax. Þetta er stórmál. Ég hugsa að ef ég hefði tök á því í þínum sporum ef skólinn fer ekki að bregðast við að halda honum heima, alls ekki að verðlauna heldur læra bara heima og gera sambærilega hluti og eru gerðir í skólanum, og láta vita bæði í skólanum og á skólaskrifstofu að þú farir fram á að það verði brugðist við.

Gale | 1. des. '15, kl: 22:50:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er einmitt það sem ég myndi líka gera.

svarta kisa | 2. des. '15, kl: 00:41:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann var "veikur" á föstudaginn og fór ekki í skólann. Var hjá pabba sínum þá. Í gær var hann líka "veikur", hjá mér, og í dag var mjög hentugt að veðrið var svona slæmt svo hann bara gat ekki farið í skólann. Litli kallinn er ennþá vakandi núna 00:40 og getur ekki sofnað. Talar bara um að hann vilji ekki fara í skólann á morgun og að hann viti að það muni eitthvað gerast. Hvað hann meinar veit ég ekki. Ég held svei mér þá að ég hafi hann bara heima fram að fundinum á föstudaginn.

T.M.O | 2. des. '15, kl: 01:23:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þú verður að skrapa saman allri skynsemi sem þú átt til að gera greinarmun á hvort strákurinn er með leikaraskap eða hvort honum líður það illa að það sé ástæða til að láta hann hreinlega ekki fara í skólann og þú verður bara að kafa í eigið innsæi og gera það sem þér þykir rétt. Það er litið á það alvarlegum augum ef börn fara ekki í skólann svo ef þú tekur þá ákvörðun þarft þú að árétta að þú vitir hversu alvarlegt þetta sé og að þú teljir heilsu hans vera ógnað með því að fara í skólann í þessu ástandi. Mér finnst framkoma kennarans vera mjög stórt aðvörunarmerki að það sé eitthvað furðulegt í gangi, ef kennarinn er að hunsa eða gera lítið úr honum þá er það orðin viðurkennd framkoma í bekknum. 


Ég myndi athuga þetta sem var verið að segja þér með Sjónarhól, ég myndi líka athuga á heilsugæslustöðinni hvort það sé hægt að fá sálfræðiviðtal fyrir strákinn þar. Það getur verið erfitt fyrir hann að koma í orð hvað er að trufla hann og um að gera að fá hjálp við að finna útúr því. Krakkar vita vel að það veldur foreldrunum sársauka að heyra erfiða hluti og þau trúa því yfirleitt að það sem sé að sé eitthvað sem þau eigi bara að díla við sjálf, hvort sem það snýr að kennaranum (yfirvaldinu) eða krökkunum (samfélaginu)


Þegar þú síðan ferð á fundi í tengslum við þetta, passaðu að hafa alltaf einhvern með þér, bæði þá er hrikalegt að vera á svona fundi einn á móti jafnvel tveimur, kennara, skólastjóra, námsráðgjafa osfrv. og það er erfiðara að gera lítið úr því sem þú segir. Ekki láta skjóta niður það sem þú segir með því að gera lítið úr því, (þú bara misskildir svona kennarann á fundinum, allir krakkar ganga í gegnum að vilja bara vera helst heima yariyari) og ekki láta kokka upp einhverja kenningu að eitthvað sem er að gerast hjá þér valdi þessu. Málið er að honum líður ekki vel í skólanum og það eru fleiri einkenni sem styðja við þá staðhæfingu

ert | 2. des. '15, kl: 10:48:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ég vil bara ítreka það sem brjálæðingurinn hér að ofan segir ", passaðu að hafa alltaf einhvern með þér, bæði þá er hrikalegt að vera á svona fundi einn á móti jafnvel tveimur, kennara, skólastjóra, námsráðgjafa osfrv. og það er erfiðara að gera lítið úr því sem þú segir."

Maður fer bara einn á fund með skóla ef það 100% traust á milli aðila og skólinn er búinn að sanna að honum sé umhugað um velferð barns og foreldris. Það er ekki það traust á milli þín og kennarans. Það er best að hafa sérfræðing (salfræðing, lækni eða álíka) eða Sjónarhól.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 2. des. '15, kl: 10:54:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þessu.  Það þarf að ríkja 100% traust.


Það er líka rosalega gott að vera búinn að vinna heimavinnuna sína, lesa aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla (man ekki hvort),  Muna að hrósa fyrir það sem vel er gert, fara fram á fund með öllum aðilum og þá skólastjóra, umsjónarkennara, sérkennara (ef einhverjir eru) og svo skólasálfræðingur.  Vera svo með á hreinu hvað við erum að fara fram á og af hverju.


Það munar alveg ofboðslega miklu að vera með aðalnámskránna á hreinu og hverju barnið á rétt á samkvæmt þeim, og nr. 1 er barnið með einstaklingsnámskrá, fara fram á að fá að sjá hana.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

svarta kisa | 2. des. '15, kl: 16:20:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk stelpur, það er ekkert smá gott að fá þessi ráð frá ykkur. Mér finnst ég ekki næstum því eins ein og dramatísk núna. Pabbi stráksins kemur líka á fundinn, við gerum aldrei neitt svona öðruvísi en saman ef við mögulega getum. Þetta foreldraviðtal sem ég fór í í október, ein, er algjör undantekning. Ég ætla í það núna að lesa aðalnámsskránna og undirbúa mig efnislega. Ef þið vitið um fleira efni til að lesa megið þið endilega láta mig vita.

Steina67 | 2. des. '15, kl: 16:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ÉG lagði mikið á mig til að nálgast þennan bækling á sínum tíma.  Hann hjálpaði mér gífurlega mikið að fá ákveðna aðila innan skólans til að skilja hvað þetta skiptir  miklu máli fyrir börnin.


http://www.tourette.is/files/documents/Pakkinn_skolastofan.pdf 



Einnig las ég bókina Tígurinn taminn í bak og fyrir.


Vertu bara með á hreinu hverju drengurinn þinn á rétt á.  Nú bara man ég ekki hvort hann er með einhverja greiningu?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

svarta kisa | 5. des. '15, kl: 01:40:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég á allar þessar bækur en hef ekki komist í að lesa þær. En við erum bæði með Tourette, ADHD og OCD og ég þekki þetta aðeins of vel að mínu mati :)

Steina67 | 5. des. '15, kl: 12:25:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er alveg solid fyrir þig að lista þetta upp fyrir skólann hvað þarf að gera. Ég setti upp leikskólakennaragleraugun og tók það út úr jöfnunnu ad þetta væri mitt barn og setti upp plan hvað hann þyrfti, hvernig best væri að taka á ákveðnum málum og hvað væri fyrirbyggjandi til að minnka líkurnar á að barnið snappaði. Ég prentaði út bæklinga, greinar, lögin og námsskránna, gulaði og merkti við. Allir á fundinum fengu eintak og svo fór ég yfir þetta með manninum mínum. Skólasálfræðingurinn stoppaði deildarstjóra sem sá um agamálin ítrekeð og spurði af hverju ekki væri hlustað á foreldrana við að taka á málum, og sagði svo deildarstjóranum að þegja hreinlega á meðan við fluttum okkar mál, var reyndar með kennara barnsins með mér í liði því hann var duglegur að spyrja mig hvað ég gerði og las alla bæklinga í drasl sem ég sendi honum.

Það er skemmst frá því að segja að nokkrum dögum seinna var komið plan, deildarstjórinn hafði ekkert með hann að segja lengur. Upp frá þessu fór allt uppá við hjá krakkanum, hann fór úr mætingar og ástundunareinkunn 2 og upp í 7 á nokkrum mánuðum. Og árið eftir var hann tekinn úr náttúrufráði og settur í smíði í staðinn, var í námsveri í stærðfræði og Íslensku. Var með einstaklins námsskrá og það svínvirkaði. Kennarinn hans sendi hann í "pásu" þegar hann sá í hvað stefndi (krakkinn æstur og stefndi í kast) og krakkinn fór fram og sagði góðan daginn við ritarann (riddarann eins og hann kallaði hana) eða andaði að sér fersku lofti og fór svo inn aftur og allt í gúddí. Hann fór svo að læra á sjálfan sig um hvenær hann þyrfti að fara út úr aðstæðunum sjálfur og þeir voru farnir að hafa orðlaus samskipti hann og kennarinn. Krakkinn hætti að ráðast á aðra sem komu óvart við hann í t.d fótbolta og hann hætti að kasta borðum, bókum og stólum í reiðikasti.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

svarta kisa | 2. des. '15, kl: 16:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk stelpur, það er ekkert smá gott að fá þessi ráð frá ykkur. Mér finnst ég ekki næstum því eins ein og dramatísk núna. Pabbi stráksins kemur líka á fundinn, við gerum aldrei neitt svona öðruvísi en saman ef við mögulega getum. Þetta foreldraviðtal sem ég fór í í október, ein, er algjör undantekning. Ég ætla í það núna að lesa aðalnámsskránna og undirbúa mig efnislega. Ef þið vitið um fleira efni til að lesa megið þið endilega láta mig vita.

svarta kisa | 2. des. '15, kl: 16:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk stelpur, það er ekkert smá gott að fá þessi ráð frá ykkur. Mér finnst ég ekki næstum því eins ein og dramatísk núna. Pabbi stráksins kemur líka á fundinn, við gerum aldrei neitt svona öðruvísi en saman ef við mögulega getum. Þetta foreldraviðtal sem ég fór í í október, ein, er algjör undantekning. Ég ætla í það núna að lesa aðalnámsskránna og undirbúa mig efnislega. Ef þið vitið um fleira efni til að lesa megið þið endilega láta mig vita.

T.M.O | 2. des. '15, kl: 21:07:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gangi þér vel :)

presto | 1. des. '15, kl: 23:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við höfum verið með hræðilegan kennara, báðum ma. Um annan starfsmann með í foreldraviðtali því samskiptin voru svo undarleg. Talaði eins og barnið væri ekki viðstatt og beint fyrir framan kennarann, veit að sami kennari talaði niðrandi um annað barn í bekknum í foreldraviðtali og gæti haldið áfram...

ert | 1. des. '15, kl: 18:20:34 | Svara | Er.is | 4

Talaðu við Sjónarhól sjonarholl.net til að fá stuðning

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

júbb | 1. des. '15, kl: 18:24:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 18:37:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað geta þeir gert?

ert | 1. des. '15, kl: 18:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þær geta

1) Talað við þig um aðstæður í skólanum og hvað barnið á rétt á. Þið getið mótað plan til að eiga við skólann. Þær geta sýnt þér skilning.

2) Komið með þér á fundi.

3) Þær eru ókeypis og þú færð tíma eins og skot.

Auðvitað geturðu farið til sálfræðings líka en ég mynda byrja þarna. Það er merkilegt hvað raunverulegur skilningur getur skipt máli.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 19:17:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir þetta, ég kíkti á síðuna þeirra og sendi hana á barnsföður minn. þetta er eitthvað sem við munum algjörlega reyna að nýta okkur. Shit hvað maður er eitthvað ótengdur við umhverfið, hahahaha. Fyrir 25-30 árum þegar ég var að kljást við þetta var lítið í boði til hjálpar og öll upplýsingaöflun erfið. Ég virðist ennþá vera svolítið föst þarna og fatta ekki alla hjálpina sem hægt er að fá í dag...

sf175 | 1. des. '15, kl: 19:38:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jább. Sjónarhóll er málið! :) 

kv. SF

fálkaorðan | 1. des. '15, kl: 18:29:13 | Svara | Er.is | 4

úff ég veit ekkert með skólann, er ekki komin svo langt í því að vera foreldri.


En já elsku ljúfa, áfallastreitan þín getur tekið heljarstökk við þetta. Passaðu líka upp á að fá hjálp fyrir þig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 18:36:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Takk fyrir, ég held einmitt að ég þyrfti að kíkja til sála eða eitthvað í sambandi við þetta. Ég hélt einlæglega að ég væri búin að tækla þessar tilfinningar en svo þegar ég hef drenginn minn í fanginu, grátandi yfir að hafa engan að leika við þá bara byrjar kvíðahnúturinn að myndast í maganum á mér og bara stækkar og stækkar og mér líður ömurlega. Óþolandi hvernig hlutir geta laumast aftan að manni alveg óvænt :(

fálkaorðan | 1. des. '15, kl: 18:45:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, þetta er bagalegt.


En mundu líka að ekki hundsa það sem er í gangi með strákinn, þú veist alveg að hann er ekkert að búa þetta til. Þó hann sé barn og börn segja ekki alltaf það sem fullorðnum finnst rökrétt og satt þá er hann að upplifa raunverulegar tilfinnigar. Þú þarft kannski helst að muna þetta til að minna hina á en ekki þig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

sf175 | 1. des. '15, kl: 19:39:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mín er í félagslegum erfiðleikum í skólanum og er með lágt sjálfsálit. Ég grenja stundum meira en hún og þetta stingur mig alveg jafn mikið í hjartað því mér leið svona þegar ég var á hennar aldri. 

kv. SF

Dreifbýlistúttan | 1. des. '15, kl: 18:56:24 | Svara | Er.is | 2

Þetta hljómar óskaplega mikið eins og kvíði. Það þarf að skima eftir því hjá honum.
Er skólasálfræðingur þarna?

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 19:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já æi, litli kallinn. Hann er með nokkrar greiningar, ADHD, Tourette og OCD og við erum í sambandi við Pétur Lúðvígs taugasérfræðing barna. Við erum að prófa lyf númer tvö við kvíðanum en það sem er kannski erfiðast fyrir hann félagslega eru reiðiköstin sem hann fær ef honum verður illt í OCD-inu sínu, so to speak. Félagsfærnin er ekki alveg jafnmikil hjá honum eins og hægt er að ætlast til af 9 ára barni en hann er samt ekkert alveg út úr kú með það og hefur hingað til verið ágætlega vinsæll, allavega alltaf átt vini að leika við. Það er bara búið að ganga nokkuð vel hjá honum hingað til og ég var alveg komin á þá skoðun að þessar greiningar yrðu ekki eins erfiðar fyrir hann eins og þær voru fyrir mig á þessum aldri og hélt í rauninni að við værum nokkurn veginn "sloppin" við mestu leiðindin. Ég var ekki á varðbergi :(

Dreifbýlistúttan | 1. des. '15, kl: 19:21:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ok það er mikið í gangi hjá unga manninum ykkar. Hafið þið/þú foreldrarnir sjálf fengið stuðning og foreldrakennslu til að takast á við allt þetta?
Ég er ekki hissa á að þú sért viðkvæm og finnist þetta erfitt og það vissulega hefur líka áhrif á barnið.

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 19:32:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eina kennslan sem við foreldrarnir höfum fengið er hvernig ég hefði sjálf viljað að hefði verið tekið á málunum hjá mér þegar ég var lítil (hann erfði greiningarnar frá mér og þegar ég var barn var þetta ekkert þekkt, ég var bara óþekk og frek). Þannig að ég er bara rosalega meðvirk með þessu öllu og veit í rauninni ekkert hvað ég er að gera. Nota bara brjóstvitið, sem er ekki endilega það besta í stöðunni. Mér finnst ég eitthvað svo ein í heiminum með þessa vanlíðan. Tek samt fram að ég á frábæran barnsföður sem vill allt gera til að syni okkar líði vel, sinnir syninum mjög vel og ég er engan veginn ein með uppeldið. Stundum er það eiginlega öfugt. Fólk áttar sig líka ekki á því að það að vera með ADHD og reyna að ala upp barn er mun flóknara en margir halda. Það er oft svo mikið kaós í hausnum á mér að ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara.

presto | 1. des. '15, kl: 23:47:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pétur er fínn, en eruð þið nokkuð að hitta hann nema á margra mánaða fresti? Hefur hann ekki mælt með reglulegri viðtalsmeðferð/meðhöndlun.

svarta kisa | 2. des. '15, kl: 00:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, hann mælti með umbunarkerfi sem ég á rosalega erfitt með að halda mig við sökum míns eigins ADHD. Hann svona velti því upp hvað svona lítill krakki ætti að ræða hjá sálfræðingi. En núna er ég búin að panta tíma í barnasálfræðingi og hann fer þangað seinna í þessum mánuði.

presto | 2. des. '15, kl: 01:20:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skilab.

Safari7 | 4. des. '15, kl: 05:52:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvort það sé hægt að fá pantaðan tíma hjá Pétri Lúðvíkssyni og tekur hann að sér að greina OCD. Er með einn ungling í svipaðri stöðu.

svarta kisa | 5. des. '15, kl: 01:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það sé alveg hægt að komast að hjá honum. Hvort hann sinni bara OCD greiningum veit ég ekki en finnst það nú alveg líklegt þar sem þetta er allt á sama svæðinu í heila- og taugakerfinu. Ég var hjá honum sjálf frá því ég var 11 -21 en þá rak hann mig og sagði að ég þyrfti að finna mér fullorðinstaugasérfræðing, hahahahahaha :)

Gunnýkr | 1. des. '15, kl: 19:20:09 | Svara | Er.is | 3

Foreldrar sem hafa erfiða grunnskolagöngu að baki eiga mjög oft erfitt með að höndla svona. Það er þvi ekkert skritið að þu eigir erfitt með þettA.
Faðu endilega aðstoð ef þer finnst þetta of mikið fyrir þig.

raudmagi | 1. des. '15, kl: 19:25:01 | Svara | Er.is | 6

Að kennarinn muni ekki hvernið drengnum gengur í námi, svari ekki póstum og geti ekki bókað auka viðtal finnst mér benda til þess að þessi kennari sé ekki að sinna starfinu nógu vel. Mætir óundirbúin í foreldraviðtal!!! Ég myndi ekki byrja á sálfræðiaðstoð fyrir barnið þegar svona upplýsingar liggja fyrir. Hafðu strax samband við skólastjórann og útskýrðu þetta fyrir honum. Ég myndi ekki vera að bíða lengur eftir að kennarinn hafi tíma til að tala við ykkur.

Zagara | 1. des. '15, kl: 19:35:17 | Svara | Er.is | 4

Hefurðu prófað að segja við kennarann að barnið sé farið að gera sér upp veikindi og að þið viljið fá fund sem fyrst til þess að reyna að átta ykkur á hvað er í gangi? Ef þið getið mæli ég svo líka með því að þið foreldrarnir mætið bæði á fundi. Jafnvel að fá pabbann til að óska eftir fundinum, eins leiðinlegt og mér finnst að segja það þá virðist oft vera tekið mun meira mark á manninum mínum þó að við séum oftast að segja nákvæmlega sömu hluti.


Svo er eitt sem ég hef lært eftir að eiga börn sem eiga erfitt uppdráttar í skólakerfi er að maður verður að vera mjög ákveðinn í að berjast fyrir þau. 

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 20:00:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Barnsfaðir minn sér alfarið um samskipti við skóla því hann er bæði uppteknari og ábyrgari en ég, hahahaha. Hann vill bara alltaf reyna að gera allt í góðu sem er ágætt út af fyrir sig, en þegar það var ekki að ganga sendi mín harðorðan póst til kennarans sem hefur síðan verið fremur leiðinlegur og þurr á manninn í öllum svörum. Það er búið að boða okkur á fund á föstudaginn og við vonum bara að það haldist. Það var líka búið að setja niður fund síðasta fimmtudag sem var svo aflýst af kennaranum samdægurs. Ef þessi fundur stenst ekki og/eða fer illa eða ég verð ósátt þá fer ég í skólastjórnendur með það sama, það er alveg á hreinu. Það er meira að segja farið að fjúka í barnsföður minn, og hann er yfirleitt ljúfmenni sem höndlar ekki conflicta.

ert | 1. des. '15, kl: 21:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hringdu í Sjónarhól í fyrramálið og sjáðu hvort þú getur fengið einhverja þaðan í þetta viðtal eða talað við þær fyrir þetta viðtölum. Stundum er gott að orða hugsun sína áður en maður fer á fund

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Svala Sjana | 1. des. '15, kl: 19:44:43 | Svara | Er.is | 2

Ef þú vilt fá fund með kennaranum sendu þá mail með cc á skólastjóra og námsráðgjafa og biddu um fund. 
'Utskýrðu að þú viljir fá þær upplýsingar sem ekki fengust í foreldraviðtalinu og gefðu upp 2-3 daga sem koma til greina.
kv

Kv Svala

presto | 1. des. '15, kl: 23:40:30 | Svara | Er.is | 1

Þetta er algjörlega óásættanlegt ástand og þolir ekki bið! Kennarinn er ekki að laga þetta einn og sér, pantaðu strax fund með skólastjóra (og þeim sem væru viðeigandi) og heimtaðu áætlun til að bæta úr þessu. Barni á ekki að líða svona illa í skólanum. Ef skólinn tekst ekki á við málið er skólamálaskrifstofa/fulltrúi sveitarfélagsins næst. Muna líka eftir að ræða við foreldraráð, nemendavarnarráð oþh. Batterí.

Steina67 | 2. des. '15, kl: 09:15:41 | Svara | Er.is | 0

Án þess að vera búin að lesa allt sem komið er í þráðinn (var búin að lesa hluta) að þá mæli ég með því sem Ert ráðleggur þér.  Það er ömurlegt að eiga við þetta, þekki þetta alltof vel, búin að ganga í gegnum þetta með 2 börn og þetta verður að vitahring sem erfitt er að komast út úr.


Fyrst og fremst þarftu að tala við skólastjórann um þennan umsjónakennara.  Mér sýnist umsjónakennarinn ekki vera að fara að gera eitt eða neitt sem þú ræðir við hana, né gefa sér tíma til að ræða við þig.  Talaðu beint við skólastjórann.   Ef það gengur ekki þá er Sjónarhóll málið og þær ganga með þér í málið.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

fjolubla | 2. des. '15, kl: 09:51:53 | Svara | Er.is | 0

Ég neitaði að mæta í skólann þegar ég var í 5. bekk, einmitt eftir að hafa fengið nýjan kennara sem var ekki starfi sínu vaxinn. Mamma tók þá stefnu að neita að senda mig grátandi í skólann, skólayfirvöld voru ekki ánægð með það. Ég fór til tveggja mismunandi sálfræðinga, annar þeirra gerði fullt fyrir mig en ég var samt ekki móttækileg fyrir því að ég væri með kvíða og vildi þessvegna ekki fara í skólann. Í mínum augum var vandamálið að það var alltaf allt í hers höndum í skólanum og ég vildi læra að höndla það. Sambland af báðu hefði sennilega verið gott.

Eftir veturinn fluttum við í annað skólahverfi, ekki út af þessu samt, og þar leið mér betur.

Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég lenti í þessari stöðu með mitt barn.

Safari7 | 4. des. '15, kl: 05:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ótrúlegt hvað margir kennarar eru ekki starfi sínu vaxnir. Í þeim tilfellum sem ég hef kynnst hafa þetta verið miðaldra birtar kellingar sem ættu nú bara að taka sér frí frá störfum.

Safari7 | 4. des. '15, kl: 05:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bitrar átti þetta nú að vera:)

fjolubla | 4. des. '15, kl: 11:01:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var reyndar ekki menntaður kennari heldur 20 ára leiðbeinandi. Hún var öll af vilja gerð en í aðstæðum sem voru henni algjörlega ofviða og fékk lítinn stuðning frá skólayfirvöldum, fannst mér.

bdi | 2. des. '15, kl: 09:55:37 | Svara | Er.is | 0

Hafðu bara strax samband við skólastjóra, þó ekki nema væri til að koma á hel... fundinum með kennarann. 

LaRose | 2. des. '15, kl: 11:15:13 | Svara | Er.is | 2

Mín tvö sent eru að það virkar oft vel að senda pósta með copy á fólk hærra í híerkíinu.

Kannski nennir kennarinn ekki að tala við þig, en það losnar kannski um málbeinið ef kvörtunin er send til hans, skólastjórans og fræðsluskrifstofunnar. Ótrúlegt hvað þögulasta fólk getur kjaftað þegar það er farið að hitna undir því ;)

Asthildur_2 | 4. des. '15, kl: 08:31:32 | Svara | Er.is | 0

strákurinn þinn er gölluð stelpa, hann hlýðir ekki eins vel, situr ekki nægilega kyrr, er ekki alveg nógu góður að lesa, læti í honum og það er bara vesen að hafa hann í skólastofunni.

en engar áhyggjur þegar hann er kominn í gegnum kerfið sem er hannað með stelpur í huga þá bíða honum fjórfaldar líkur á sjálfsmorðstíðni miðað við stelpur og vinnan sem hann fær er líklegri til að vera lífshættuleg, seinna um æfina eru meiri líkur á að hann verði fyrir ofbeldi og svo deyr hann á undan konunni sinni ef hann er giftir sig. en þetta er allt saman í lagi því helv feðraveldið.

en svona í alvörunni, fáðu sálfræðimat og leggðu fram kvörtun til skólastjóra útaf þessum foreldrafundi og sjáðu hvernig það er brugðist við.

kv Asthildur Geirs
Guð veri með ykkur í öllu sem þið gerið, alla daga alltaf.

ps. ég er með typpi

svarta kisa | 5. des. '15, kl: 01:45:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er allt frekar satt sem þú segir :( En við verðum að vera bjartsýn og vona það besta :)

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 4. des. '15, kl: 09:04:00 | Svara | Er.is | 0

Gæti verið að hann þyrfti fastari skorður, vera í bekk þar sem hann rammast meira inn.? Ekki öll börn fúnkera inní frjálsu kerfi með random krökkum frá degi til dags.. og það að kennari muni ekki eftir barni, finnst mér hljóma eins og álag sé mikið og heldni um hópinn ekki sú besta.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Sigggan | 4. des. '15, kl: 10:18:00 | Svara | Er.is | 0

Ég er í nákvæmlega sömu sporum með mitt barn sem er í 3.bekk. Hef reynslu af Sjónarhól, fékk aðstoð frá þeim þegar barnið var í 1.bekk og var að hringja í morgun aftur og fá aðstoð og ráð hjá þeim. Mæli svo mikið með þeim. Færð stuðning, hjálp, ráð og finnur að þeim er ekki sama og vilja hjálpa þér og barninu þínu. Þær koma með þér á fundi með skólanum og það munar svo miklu. Ég hef líka haft félagsráðgjafann minn með mér á fund, hérna áður. Það var magnað og þá fyrst fékk ég það í gegn að almennileg aðstoð fór að berast barnninu í skólanum.
Gangi þér vel og vona að stráknum líði betur

þreytta | 4. des. '15, kl: 11:43:44 | Svara | Er.is | 0

Ég mundi senda tölvupóst á kennarann og skólastjórann og jafnvel náms- og starfsráðgjafann (ef það er slíkur í skólanum), senda öllum sama póstinn og segja frá áhyggjum þínum af stráknum, en láttu það vera að gagnrýna kennarann, en getur sagt það að þú viljir endilega gott samstarf við skólann til þess að drengum líði betur í skólanum. 

svartasunna | 5. des. '15, kl: 00:57:21 | Svara | Er.is | 0

Sjónarhóll eins og ert og fl. ráðlögðu. Good luck.:)

______________________________________________________________________

Fíbbla | 5. des. '15, kl: 01:04:05 | Svara | Er.is | 0

Ljúfan mín. Eftir samtalið um daginn og eftir þessi ráð öll að ofan vil ég bara senda moral support. Og voðalega vildi ég að það væri bara gott og gilt að segja kennara sem lætur svona að fokka sér og fá sér annað starf. Hefur verið hugsað til þín síðustu daga og bara: innilegt faðmlag.

svarta kisa | 5. des. '15, kl: 01:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kelli mín, þetta var gott samtal um daginn. Nú er bara að finna tíma fyrir framhald :D En fundurinn í dag gekk ágætlega og vonandi dugar það sem var ákveðið að gera á fundinum. Ég er allavega ekki eins ósátt eftir fundinn, sem hlýtur að vera gott :D

Fíbbla | 5. des. '15, kl: 02:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært! Heimilið mitt stendur þér alltaf opið, þú veist af því.
Já hvernig væri að fá þig í kaffi við tækifæri?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Síða 1 af 47458 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Hr Tölva, annarut123