Barnaafmæli - 500 kr eða 1000 kr í peningagjöf

korny | 8. okt. '18, kl: 09:40:52 | 227 | Svara | Er.is | 0

Sælir

Þessi umræða kemur alltaf upp árlega í okkar bekk. Ég hef verið að gefa 1000 kr s.l. árin, bæði út á því að við höfum efni á því + 500 kr var upphæðin líka fyrir 15 árum siðan þegar elsti barnið mitt var í þessu.

Mér finnst samt bæði upphæðir vera flottar upphæðir, og mér finnst ekkert að að barnið mitt fær stundum 500 kr í umslag og stundum 1000 kr í umslag. En ég fæ samt smá gagnrýni fyrir að vilja gefa 1000 kr (sem mér finnst vera eðlileg upphæð), er það ég sem er frek?

Hvað er venjan hjá ykkur? Barnið mitt er í 6. bekk.

 

túss | 8. okt. '18, kl: 09:51:35 | Svara | Er.is | 1

Við ræddum þetta á foreldra fundum. 500 kr. Sem er bara fínt, Eftir 8 bekk fór það í 1000

Gengar | 8. okt. '18, kl: 10:33:51 | Svara | Er.is | 2

500kr er varla neitt. 1000kr er fínt

Mukarukaka | 8. okt. '18, kl: 10:35:02 | Svara | Er.is | 0

Á barn er í 3. bekk og þar er upphæðin 500kr. Það hafa laumast 1000kr seðlar með og finnst það alveg ok en fæ þá samviskubit yfir því að vera að gefa "bara" 500kr.

_________________________________________

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 03:31:11 | Svara | Er.is | 0

Ullarsokkar og föt eru miklu gagnlegri gjafir. :) Kannski teiknimyndasögur eða eitthvað sem börnin hafa áhuga á. Peninga gjöf segir alltaf; "Ég þekki þig bara ekki nægilega vel til að gefa þér eitthvað". Gjafir eiga að vera persónulegar. Látið börnin velja eitthvað handa vinum sínum. Ekki kenna krökkunum að afmæli séu einhverskonar kvöð eða peningasöfnun. Afmæli eiga að vera fögnuður og skemmtun.

Zagara | 10. okt. '18, kl: 17:48:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Föt sem gjöf í bekkjarafmæli er ekkert sem ég myndi óska eftir sem foreldri. Eða börnin mín.


Peningagjöf er líklega það besta því í stað þess að fá eða gefa drasl þá geta börnin safnað eða valið sér eitthvað sæmilegt í afmælisgjöf.


Oft þegar kemur að bekkjarafmælum þá er einmitt málið að þetta eru bekkjarfélagar en ekki nánir vinir. Ég ætlast ekki til að börnin mín geti valið mjög persónulegar gjafir til aðila sem það leikur aldrei við utan skólatíma. 

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 18:16:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL ROFL! Eru bekkja afmæli s.s. orðin peningasöfnun. Ég man nú þegar ég fermdist, þá var umræðan sú að það væri slæmt að gefa fermingarbörnum peninga. Afþví að peningar gerðu börnin oft frek.

Takk kærlega fyrir þetta innlegg. Ég skil núna íslendinga betur.

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 18:32:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En, núna er ég forvitinn. Eru þau sem eru fædd á sumrin ennþá undanskilin? Afþví að þá er enginn skóli.

Ziha | 11. okt. '18, kl: 19:29:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börnin sem eiga afmæli á sumrin eru oft annað hvort að halda bekkjarafmælin rétt fyrir sumarfrí eða þegar skólinn byrjar aftur.   Minn afhendir afmælisboðskortin á síðasta degi skólans.... hann á afmæli rétt eftir að skólinn endar á vorin, við höldum svo upp á afmælið um viku eftir skólalok, nokkrum dögum fyrir afmælið þar sem við erum sjálf oftast farin í ferðalag þegar hann á afmæli... :)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

fólin | 10. okt. '18, kl: 09:45:03 | Svara | Er.is | 0

Finnst bara 500 fínt, fyrir suma þá er kannski erfitt að missa pening í svona afmæli því fjárhagurinn á erfitt með það en mér finnst ekkert aðþví að þið gefið 1000 kr en mér finnst samt ekki hægt að ætlast til að allir gefi sömu upphæð. 

korny | 10. okt. '18, kl: 09:51:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, nákvæmlega. Þegar ég átti heima í Noregi og var með börn bæði í leikskóla og skóla var þetta aldrei rætt. Og þar var gefið frá svona 1.000-2.000 kr í gjöf, og þetta er fyrir nokkrum árum siðan. En það er eins og þetta sé eitthvað svaka issue hér að allir gefa nkl eins upphæð - mér finnst einmitt fint að hafa t.d. á bílinu 500-1000 kr. :)

Ziha | 11. okt. '18, kl: 19:31:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála... mér (og börnunum) finnst ekkert að þvi að gefa/taka á móti 500 kr, en þar sem ég hef efni á því gef ég 1000 kr...... en 500 kr ef samt alveg vel gilt lika... og jafnvel ekkert, það kemur alveg fyrir að eitt og eitt barn tekur ekkert með sér af ýmsum ástæðum og það er ekkert verið að velta sér upp úr því heldur... :)  Aðalástæðan er nefnilega bara að hittast og skemmta sér!-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lágmarkslaun - þeir sem tóku upp á því að setja skatt á þau. Júlí 78 21.10.2018 21.10.2018 | 18:39
Styrkir fyrir konur í nám DramaQueen 17.10.2018 21.10.2018 | 18:37
er að fá símhringingar frá Rússlandi... omaha 21.10.2018 21.10.2018 | 18:29
Dreddar Ice Poland 15.10.2018 21.10.2018 | 17:03
Inni eða útikisa? AG1980 19.10.2018 21.10.2018 | 16:49
Þorsteinn Bergmann verslun Boze 21.10.2018 21.10.2018 | 16:32
Breytingarskeiðið ahh10 21.10.2018
Ofbeldishegðun kvenna Liarliar 17.10.2018 21.10.2018 | 14:29
Er heilbrigðiskerfið okkar á Íslandi gott ? kaldbakur 11.10.2018 21.10.2018 | 13:38
Ecco - hverjir selja? majasig 21.10.2018 21.10.2018 | 11:15
Einkaþjálfun í Reebok yatzeeh 21.10.2018
Hvaða afstöðu tækir þú? vigfusd 1.10.2018 21.10.2018 | 08:57
Eikkver ein hérna laus? 2flottir 20.10.2018 21.10.2018 | 06:57
Bárður Jónsson 68 hundurogkottur 23.3.2013 21.10.2018 | 02:44
Blóðflokkar Auja123 15.10.2018 21.10.2018 | 02:21
meðgöngueitrun - aftur Guttina 20.10.2018 20.10.2018 | 22:51
Læknaritari - laun theisi 17.10.2018 20.10.2018 | 20:37
Ligne Roset - Hjálp óskast gormurx 20.10.2018 20.10.2018 | 20:10
Kaffihús jontor 20.10.2018 20.10.2018 | 18:35
Borgarstjórinn alltaf stkkfrí kaldbakur 16.10.2018 19.10.2018 | 20:46
Vantar álit ein kona er alltaf ad senda manni minum skilab.. sólogsæla 17.9.2018 19.10.2018 | 18:29
Hvert er ódýrast að fara í augnháralengingu? Gunna stöng 19.10.2018
Huc Karamin 19.10.2018
Ps4 lyklaborð og mús breytir Larusorriclausen 19.10.2018
Ætla launþegar að láta verkalýðsforingja eyðileggja eignamyndun síðustu ára ? kaldbakur 3.10.2018 19.10.2018 | 13:01
Opiner stjórnsýsla i HI Stormur í vatnsglasi 19.10.2018
hvar fær kona síða úlpu í lx-llx? ny1 16.10.2018 19.10.2018 | 11:34
Konur sem ljúga um nauðganir Kerti1 18.10.2018 19.10.2018 | 10:03
Reykjavíkurgborg telur að eftir því sem starfsmenn vinni meira verði ávinningurinn meiri ! kaldbakur 17.10.2018 19.10.2018 | 08:35
Má rotna Sessaja 17.10.2018 19.10.2018 | 00:09
Matarhjálp sr72 16.10.2018 18.10.2018 | 22:02
Leikfanga dagatal fyrir fullorðna Dollan 18.10.2018
Dyrapossun cambel 18.10.2018
Flugfreyjan - viðtal númer 2 Interrail 15.10.2018 18.10.2018 | 16:32
Fjarnám í lögfræði umraeda 10.10.2018 18.10.2018 | 13:02
Cerazette og tíðarhringur amigos 18.10.2018
Bestu byggingaverktakar - orðspor Listi1 17.10.2018 18.10.2018 | 11:41
Konur sem horfa eingöngu á klám með konum og leyna því? Folk8 25.7.2018 18.10.2018 | 01:16
Er femínisminn að gera útaf við röksemi? Grrrr 16.10.2018 17.10.2018 | 09:56
Andarungarnir Sessaja 17.10.2018
Gabapentin, við verkjum? túss 15.10.2018 17.10.2018 | 00:43
íbúðar skipti innan Félagsbústaða leea 12.9.2018 17.10.2018 | 00:02
Fyrirvaraverkir Laubba 09 16.10.2018 16.10.2018 | 22:39
peaceful muslim. Dehli 11.10.2018 16.10.2018 | 21:01
Júníbumbur 2019 Facebook Junibumbur19 16.10.2018
Íbúðir Sessaja 16.10.2018
Vélar til að búa til franskar? Splattenburgers 10.10.2018 16.10.2018 | 10:33
Náladofi í fætinum vogin01 15.10.2018 16.10.2018 | 08:31
Lestrarhjálp Ulefoss 15.10.2018 16.10.2018 | 07:04
Féló íbúðir Húllahúbb 15.10.2018 16.10.2018 | 02:46
Síða 1 af 19672 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron