Barneignir

sigurlas | 24. nóv. '15, kl: 22:06:57 | 941 | Svara | Er.is | 1

Hvað segið þið um þessar ungu ákveðnu stúlkur.

http://www.dv.is/frettir/2015/11/24/lenskar-konur-vilja-ekki-eignast-born-myndi-frekar-fostureydingu/

Haldið þið að það muni ekki renna upp fyrir þeim þegar þær eru orðnar 50+ hversu gríðarleg mistök þær hafi gert? Allt fyrir framann, þú ert kannski allt lífið að puða fyrir eitthvað fyrirtæki. Allt til að reyna að komast aðeins hærra upp metorðastigann. Og eigandinn kannski einhver moldríkur api sem hangir í Karíbahafinu og baðar sig í seðlum.

Auk þess finnst mér eins og allt fólk sem hefur búið til einhvern career sé fólk sem á 3+ börn..

 

GoGoYubari | 24. nóv. '15, kl: 22:10:08 | Svara | Er.is | 9

Nei

sigurlas | 24. nóv. '15, kl: 22:10:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hvað ?

GoGoYubari | 24. nóv. '15, kl: 22:14:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haldið þið að það muni ekki renna upp fyrir þeim þegar þær eru orðnar 50+ hversu gríðarleg mistök þær hafi gert? 

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 22:11:38 | Svara | Er.is | 0

Það eru ekkert allir sem kæra sig um að eignast börn

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 12:43:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já en það eiga víst ALLIR að vilja þau, þau eru svo þroskandi

fólin | 24. nóv. '15, kl: 22:12:13 | Svara | Er.is | 0

Nei það vilja ekki allir börn.

lofthæna | 24. nóv. '15, kl: 22:12:19 | Svara | Er.is | 8

Þeirra líf - þeirra val. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að vita betur en þær?

presto | 24. nóv. '15, kl: 22:17:56 | Svara | Er.is | 22

Hvað heldur þú að margar konur sjái eftir því hvað þær hafa fórnað miklu fyrir fjölskylduna og barneignir?

Louise Brooks | 25. nóv. '15, kl: 00:41:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega!

,,That which is ideal does not exist"

Funk_Shway | 25. nóv. '15, kl: 16:59:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo hafa margar líka látið sig hverfa og skilið barn og kall eftir, það er alveg líka til.

T.M.O | 24. nóv. '15, kl: 22:29:11 | Svara | Er.is | 14

ég þekki 50+ sem tóku þessa ákvörðun og hafa ekki séð eftir því eitt augnarblik. Hvílík staðalímynd að konur geti ekki lifa fullu lífi öðruvísi en að hafa verið útungunarvélar einhverntímann á æfinni. Þetta er eins og að halda því fram að staður konunnar sé að hugsa um heimilið og vinna í umönnunarstörfum.

Ruðrugis | 25. nóv. '15, kl: 02:22:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er algjörlega sammála þér en ég þekki samt eina sem er orðin 64 ára og er barnlaus. Hún sá aldrei eftir þessari ákvörðun fyrr en um 55 ára aldurinn allt eftir það, því þá voru vinkonur hennar að fá barnabörn og nú vill hún "fá" barnabörn líka. 
Nú er hún farin að sjá eftir þessu sem sagt þegar hún sér vinafólk sitt með börn og barnabörn og "allir" komnir með stórfjölskylduna sína og hún er ein. Auk þess er hún einbirni og foreldrar hennar farnir.

T.M.O | 25. nóv. '15, kl: 02:32:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þetta ekki bara svona "ef ég hefði..." eitthvað? þá er ekki bara málið að maður hefði eignast sjálfur börn heldur er krafan að börnin hefðu gert það sama? Finnst það hljóma soldið eins og að sjá það í rósrauðum bjarma og vilt í raun bara sparihlutverkið sem fylgir að vera amma.

sigurlas | 25. nóv. '15, kl: 09:52:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

enda fær maður bara sparihlutverkið þegar maður er amma. Getur dekrað börnin eins og þú vilt og orðið vinsæll í hugum þeirra. Og þarft ekki að sjá um leiðinlegu hlutina eins og mæta í foreldraviðtöl, fara með til læknis, hlusta á kvart og kvein, skutla í tómstundir o.s.frv.

Ruðrugis | 25. nóv. '15, kl: 22:40:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú algjörlega. Það er akkúrat þannig.
Ég vann með þessari konu og það sem hún gat nuddað manni upp úr því (eða reyndi það) að hún gæti alltaf sofið út og gert það sem hana langaði til á með á meðan maður sjálfur mætti með ungbarna ælu á öxlinni og í ósamstæðum sokkum ;)

T.M.O | 25. nóv. '15, kl: 22:44:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona týpa sem er ekkert að marka hvað segir af því að það er alltaf eitthvað á bak við það.

presto | 25. nóv. '15, kl: 11:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún getur alveg náð sér í varnabörn með því aðmynda tengsl viðunga fjölskyldu sem á fáa að. Við hjónin höfum engar ömmur og afa nærri en hefðum svo gjarnan viljað það. Mig grunar samt að hún hafi ekki mikinnáhuga á aðleggja í vinnuna núna heldur ss. Skutla barnabörnunum á æfingar, í þjálfun, passa þau lasin eða um kvöld/ helgar, bjóða í mat osfrv. En ef hún hefur áhugann er þetta slveg hægt.

alboa | 26. nóv. '15, kl: 17:39:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Dóttir mín átti frábæra ömmu sem hún tengist ótrúlega mikið en hún gerði samt ekkert af þessu sem þú telur upp. Þær eyddu bara tíma saman í það sem þeim langaði en amman var ekki notuð sem pössunarpía né skutlþjónusta.


Mikið finnst mér leiðinlegt að sjá viðhorfið til ömmu og afa í dag. Að þau eigi í raun að taka við hluta af starfi foreldra svo þeir geti unnið og sinnt sínu félagslífi.


kv. alboa

bogi | 26. nóv. '15, kl: 19:16:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af því að það hefur ekki verið þannig í gegnum tíðina?

presto | 27. nóv. '15, kl: 03:29:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að halda því fram en tel það tækifæri til að tengjast NÝRRI fjölskyldu. Hvernig myndaði dóttir þín (þú/þið) tengsl við þessa ótengdu/ókunnugu konu þannig aðhún yrði amma dóttur þinnar? Með hverju ávann hún traust ykkar?

Zagara | 24. nóv. '15, kl: 22:32:48 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst nú hálf hallærislegt að fara að hafa áhyggjur af því að fullorðið fólk sem hefur notið lífsins til 50+ geti á einhverjum tímapunkti séð eftir einhverju. 


Af hverju að hafa áhyggjur af einhverju sem gæti kannski mögulega skeð eftir einhverja áratugi? Fyrir hönd annara í þokkabót?

A Powerful Noise | 24. nóv. '15, kl: 22:34:08 | Svara | Er.is | 0

Þetta er ekkert allt fyrir framan, þetta er líka um að mennta sig, ferðast og þroskast. 
Kannski finnst þeim þær ekki tilbúnar fyrir börn. Ég veit að ég var það ekki og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun þá væri ég ekki í þeirri stöðu sem ég er í dag. 

__________________________
Pay no attention to the faults of others,
things done or left undone by others.
Consider only what by oneself is done or left undone.

sigurlas | 25. nóv. '15, kl: 09:53:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

bíddu er ekki hægt að mennta sig, ferðast og þroskast með börn? Maður þroskast einmitt mest á því að verða foreldri.

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 10:01:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það flækir samt hlutina

Catalyst | 25. nóv. '15, kl: 10:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hægt en er bæði öðruvísi og erfiðara, allavega í mínu tilviki.
Ef ég ætla að ferðast þarf mun meiri pening til að kaupa ferð ef ég ætla með börnin, ef ég ætla ein þá er það samviskubit yfir að taka þau ekki með auk þess vesen að reyna að finna pössun.
Annað að ég er í námi og þó mér finnist það bara fínt þó ég eigi tvö börn þá hef ég oft hugsað hversu mikill lúxus og hve mörgum vandræðum ég hefði komist hjá ef ég hefði verið barnlaus í náminu. Td engir leikskólalokanir sem koma í veg fyrir að ég geti mætt, eða veikindi, veikindi þegar eru stór verkefnaskil osfrv.

Svo ég skil vel þá sem langar að mennta sig fyrst og bara virkilega njóta námsins.

bogi | 25. nóv. '15, kl: 10:42:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka eitt að mennta sig fyrst og annað að ætla bara alls ekkert að eignast börn.

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 10:59:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

og bæði er bara algjörlega val viðkomandi :)

Catalyst | 25. nóv. '15, kl: 11:09:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

enda sagði ég ekkert um það að fólk mætti ekki vera barnlaust ef það vildi. Það var verið að tala um að stundum vildi fólk mennta sig fyrst og ferðast og sigurlas sagði og er að ekki hægt með börn.. var að svara því :)
Mér finnst bara alveg eðlilegt að sumir vilji ekki börn, skil það bara vel þó það eigi ekki við mig

bogi | 25. nóv. '15, kl: 10:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og ps. ég á þrjú börn og fer oft til útlanda án þeirra. Veit ekki afhverju ég ætti að vera með samviskubit yfir því. Hef líka farið í ferðalög innanlands án barna. Er eitthvað óeðlilegt við það?

Catalyst | 25. nóv. '15, kl: 11:12:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei alls ekki :) ég er bara að lýsa hvernig ég er. Ég hef líka farið ein hér innanlands, og einu sinni erlendis. Ferðast lítið og því finnst mér erfitt að vera ekki að íhuga fjölskylduferð því mig langar í þannig ferð líka og þarf svoldið að velja hvort ég geri, hef ekki efni á bæði.

sigurlas | 25. nóv. '15, kl: 12:09:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sammála þér. Ég fæ ekkert samviskubit, en konan mín fær það.

Neita því heldur ekkert að það væri skemmtilegra að hafa börnin með, en einhvers staðar þarna liggja mörkin í mínum huga, þ.e. hverju á að fórna í lífinu, hvað á að leyfa sér o.s.frv.

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 10:57:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

ok þannig að þeir sem eiga börn er þroskaðri en þeir sem eiga ekki börn?

smusmu | 25. nóv. '15, kl: 11:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Auðvitað! Þeir sem eiga ekki börn vita ekki hvað sönn ást er og allt það krapp!!! *gubb*

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 11:16:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

já hvernig læt ég og þroskinn hlýtur að aukast með hverju barni, rosalega er tíu barna mamman sem var í sjónvarpinu um daginn ábyggilega ógeðslega þroskuð, jafnvel þroskaðasti einstaklingurinn hér á landi

miramis | 25. nóv. '15, kl: 17:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kommon, maður þroskast ekkert mest á því að vera foreldri. Maður tekur (vonandi) út ákveðinn þroska með því en sem betur fer þá þroskast maður á ýmsu öðru líka. 

bogi | 25. nóv. '15, kl: 10:41:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef líka menntað mig og ferðast, ég hef líka þroskast. Samt á ég börn.

En ég held að það sé samt best að mennta sig áður en farið er út í barneignir -

HvuttiLitli | 24. nóv. '15, kl: 22:34:49 | Svara | Er.is | 3

Þú hefur greinilega ekki heyrt um fólk sem vill ekki eignast börn

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Alpha❤ | 24. nóv. '15, kl: 22:39:29 | Svara | Er.is | 0

nei held það myni ekki renna fyrir þeim enda ekki fyrir þær

Kristabech | 24. nóv. '15, kl: 23:31:01 | Svara | Er.is | 1

Það vilja ekkert allir börn, og nákvæmlega ekkert að því að langa ekki í börn.

Sumir vilja bara ferðast um heiminn og skapa sér minningar þannig, sumir hafa brennandi ástríðu fyrir starfinu sínu sem krefst tíma og vinnu og vilja eyða lífinu sínu í það sem það hefur áhuga á, og ef það er eitthvað allt annað en að ala upp börn þá er það bara í góðu lagi! :)

staðalfrávik | 24. nóv. '15, kl: 23:53:56 | Svara | Er.is | 3

Ég skil þær ekki að vilja ekki börn. En ég þarf þess heldur ekkert og bara gott hjá þeim að gera það sem hentar þeim best. Held það væri ekkert vit í því að eignast barn þegar mann langar ekkert í það og hugsa kannski la-la um það. Það barn yrði ekkert endilega hoppandi happý með að vera í sambandi við foreldri sitt þegar það nálgaðist 50.

.

Alpha❤ | 25. nóv. '15, kl: 00:20:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil heldur ekki fólk sem vill eiga börn. Bara get engan veginn skilið hvernig manneskju geti langað það :/

staðalfrávik | 25. nóv. '15, kl: 00:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

.

Vasadiskó | 26. nóv. '15, kl: 13:46:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, veistu, ég þekki manneskju sem ólst upp hjá foreldrum sem vildu barnið ekki og voru ekkert að vanda sig við að fela það fyrir barninu, af einhverjum mjög svo undarlegum ástæðum eru lítil samskipti milli barnsins og foreldranna nú þegar barnið er vaxið úr grasi...

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 24. nóv. '15, kl: 23:56:12 | Svara | Er.is | 6

Þær eru allar yngri en 30 ára og yngstu eru svo ungar að mér finnst bara fáránlegt að barneignir hafi yfir höfuð verið ræddar við þær


Hver veit nema þær skipti um skoðun samt, þessar yngstu hafa 25 ár til þess


Og nei, ég held að þeir sem ætla ekki að eiga börn líti ekkert á það sem mistök

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Alpha❤ | 25. nóv. '15, kl: 00:20:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er sammála að mér finnst svolítið skemma þetta þegar rætt er við stelpur í kringum tvítugt. Finnst þær hefðu allar átt að vera í kringum 30 eða eldri.


Ég er nú samt 26 ára og hef alltaf sagst ekki vilja börn því ég þoli þau ekki og er enn á sömu skoðun. Gæti heldur ekki hugsað mér að vera stjúpmóðir. 

leigubílstjóri dauðans | 25. nóv. '15, kl: 00:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Mér finnst þetta viðtal nánast hlægilegt einmitt vegna þess að þær eru alveg kornungar. 

-----

Louise Brooks | 25. nóv. '15, kl: 00:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nákvæmlega! 


Ég á vinkonu sem að langaði alls ekki í börn í fjöldamörg ár. En svo svona upp úr 37 ára aldri þá breyttist eitthvað hjá henni því að hún ákvað að hún væri opin fyrir því að reyna. Svo þegar hún var alveg að verða fertug þá eignaðist hún barn og er bara virkilega að njóta sín í móðurhlutverkinu. 


Það er ekki allra að eignast börn en ef fólk gerir það þá á það að sjálfsögðu að vera á þeirra eigin forsendum en ekki annara. Finnst vera meira vit í að ræða þetta við 30+ konur.

,,That which is ideal does not exist"

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 10:03:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æi ok það hefði alveg mátt vera ein eldri þarna en þú getur alveg mótað þér skoðun á unga aldri og haldið þig við hana allt þitt líf.

Vasadiskó | 26. nóv. '15, kl: 13:51:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefði a.m.k. ekki skemmt fyrir að hafa breiðara aldursbil. 

daffyduck | 25. nóv. '15, kl: 00:51:53 | Svara | Er.is | 2

Erfitt að segja fólk er svo ólíkt. Eflaust einhverjar þeirra en örugglega ekki allar.
Ég vissi ekki að mig langaði í barn, fyrr en èg eignaðist það fyrsta allt í einu fyrir slysni.
Mig langaði bara að ferðast meira og halda áfram að sofa hjá hinni og þessari án þess að binda mig neinni þeirra.
En frá því að ég leit barnið mitt fyrst augum elskaði ég það meira en allt. Ég vissi ekki að hvað svona ást væri. Ég skildi ekki hvað það var elska einhvern meira en sjálfan mig og ég vissi ekki að ég gæti það.
Í dag á ég 3 börn og er giftur barnsmóðir minni. Það er ekkert sem hræðir mig meira en tilhugsunin um að missa þau. Ég veit það að ef það myndi gerast þá myndi ég líklega bara koðna niður og ef ég myndi ekki bara hreinlega deyja úr sorg, þá myndi ég örugglega (ljótt að segja kannski) bara gefast upp og drepa mig. Ég get bara ekki ímyndað mér lífið án þeirra lengur.

sigurlas | 25. nóv. '15, kl: 09:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já þetta er góður punktur.

Yfirleitt verður fólk alveg vitstola af sorg þegar einhver deyr og farið er í jarðarför, en hvað ef viðkomandi hefði aldrei fæðst, af því að móður þess barns langaði ekki í barn?

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 10:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

vá, hvað ertu að spá með þessu? ,,en hvað ef viðkomandi hefði aldrei fæðst af því að móður þessa barns langaði ekki í barn,,???? þá var ekkert barn

tjúa | 25. nóv. '15, kl: 10:08:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl - hvaða tilfinningar hefur manneskja sem aldrei hefur verið til? 

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 10:11:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já var ekki alveg að fatta þessa pælingu

anitaosk123 | 25. nóv. '15, kl: 03:11:47 | Svara | Er.is | 0

Gubb

lalía | 25. nóv. '15, kl: 07:17:16 | Svara | Er.is | 13

Þær eru ungar, kannski eiga einhverjar þeirra eftir að skipta um skoðun, kannski ekki og það er bara alveg í lagi á hvorn veginn sem er. Það er dásamlegt að hafa val og það er ofboðslega gott þegar maður fattar að þetta er val, en ekki eitthvað sem er óhjákvæmilegt. Mig kveið í alvörunni fyrir því langt fram eftir þrítugsaldrinum að 'þurfa' að eignast börn en ég skildi ekki alveg þessa tilfinningu af því að það var aldrei talað um barnleysi sem val. Barnleysi var alltaf afgreitt sem 'grey fólkið sem reyndi og reyndi að eignast börn en gat það ekki'. Sem 36 ára gömul kona sem ætlar ekki að eignast börn, fagna ég þessari umræðu. Ég er ekki skrítin, það vantar ekkert í líf mitt og ég er ekkert minni 'kona', hvað sem það nú þýðir, bara fyrir það eitt að ég mun aldrei ganga með barn. 
Og ef ég kem einhvern tíma til með að sjá eftir þeirri ákvörðun, þá verð ég bara að eiga það við sjálfa mig.

Kung Fu Candy | 26. nóv. '15, kl: 16:12:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég einmitt hugsa sama og þú. Frekar vil ég sjá eftir því að eignast ekki börn, heldur en að sjá eftir því að eiga þau.

Alpha❤ | 26. nóv. '15, kl: 17:29:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já sama hér. 

lalía | 26. nóv. '15, kl: 18:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega!

LaRose | 25. nóv. '15, kl: 08:34:25 | Svara | Er.is | 1

Eg a 2 barnlausar vinkonur yfir 35 sem eru enn hardakvednar i thvi ad vilja ekki born og thar sem eg hef thekkt thær i um og yfir 20 ar veit eg ad thær hafa verid a thessari skodun sidan a unglingsarunum.

A lika goda samstarfskonu sem er um 42 kannski og hun vildi aldrei born og sagdi mer hun hefdi ordid svo fegin eftir fertugsafmælid sitt ad folk hætti ad spyrja hana hvort hun ætladi ekki ad fara ad koma med barn...eins og thar væri dregin einhver lina.

Eg styd folk sem ekki vill eignast born 100% i ad gera thad ekki. Oll born eiga skilda foreldra sem vilja thau!

bogi | 25. nóv. '15, kl: 08:39:04 | Svara | Er.is | 3

Þó að ég skilji það kannski ekki þá eru auðvitað til konur og menn þarna úti sem vilja bara alls ekki eignast börn. Það ber að virða.
Hins vegar finnst mér þessi viðtöl hálf kjánaleg að því leitinu til að þetta eru allt mjög ungar stelpur og þær virðast hafa mjög lítinn skilning á því hvað það er að eiga barn. Telja upp einhverja klisjukennda hluti þarna, en allt í lagi.

Síðan má velta því upp, og sú staða er vissulega komin upp í mörgum löndum. Hvað gerist ef of margir vilja ekki eignast börn? Hvað verður um samfélagið þá?

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 10:10:07 | Svara | Er.is | 2

loksins loksins umræða um þetta, þoli ekki hvað maður er talinn óeðlilegur fyrir að vilja ekki börn, þó þær séu ungar og kannski skipta einhverjar um skoðun en kannski ekki og þá er það bara fínt og sjálfsagt mál, þoli ekki þessa endalausu forvitni og afskiptasemi um barneignir eða ekki barneignir annarra, fólki kemur það ekki við, tala nú ekki um þegar er verið að bögga barnlaust fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn

Lallieee | 25. nóv. '15, kl: 10:24:56 | Svara | Er.is | 3

Mér finnst frábært að konur hafi möguleikann á því að taka þessa ákvörðun, best væri að samfélagið yrði "vanara" þessu því þá yrði enn auðveldara fyrir konu að taka þessa ákvörðun án utanaðkomandi pressu.


Að því sögðu þá dettur mér alltaf í hug kona sem ég þekki, komin yfir fimmtugt, á glæsinlegan feril og bara mjög með sitt á hreinu.. en hún er sjálfstæð og barnlaus. Ég held að venjulega myndi fólk segja að hún sæi ekki eftir því að hafa ekki átt börn vegna þess að hún talar almennt ekki um það. Hins vegar fór ég einu sinni á trúnó með henni á kojufyllerí og þá kom eftirsjáin upp á yfirborðið, sem er greinilega alla jafna grafin djúpt, djúpt niðri. Vegna þess að hún veit að hún getur ekki breytt þessu núna þá er hún ekki að velta sér upp úr þessu og nýtur lífsins, en í hennar tilfelli er ákveðin sorg djúpt falin.


Þannig að ég held að þetta sé ekki einhlítt, en það er vel hægt að taka þessa ákvörðun og sætta sig við það að finna stundum fyrir eftirsjá. Það þarf ekki að rústa lífinu, það hafa allir eitthvað sem þeir sjá eftir og vildu að þeir hefðu gert öðruvísi. Aðalmálið er að sætta sig við ákvarðanirnar og láta ekki það "sem maður gerði ekki" hafa áhrif á allt annað sem maður gerir í lífinu.


Því svo ég komi með aðra anekdótu þá þekki ég aðra konu, ívið eldri sem hefði verið fullkomin í ákveðið starf, og hennar hugur stóð alltaf til að læra til þess. Hún hins vegar gifti sig og átti barnafjöld, allt gott og blessað með það nema að hún býr líka yfir sorg og eftirsjá vegna þess að hún gat ekki öðlast þessa tilteknu menntun og starfað við þetta. Í rauninni er hægt að segja að hún díli "verr" við eftirsjána sína vegna þess að hún hefur meira haft áhrif á hennar líf. Eftirsjáin hennar hefur meira umbreyst í beiskju í stað þess að hún hafi sætt sig við orðinn hlut, þrátt fyrir að hún sé náttúrulega ánægð með börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin!



sigurlas | 25. nóv. '15, kl: 10:41:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo er auðvitað annar handleggur á þessu. Hversu margir eru að eignast börn bara með einhverjum dúddum, án þess að fá mikla ánægju útúr þeim samversustundum, en langar bara í börnin?

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 11:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ég er ekki að skilja þig, ertu að meina konur sem hafa ekki ánægju út úr samverustundum með dúddunum eða með börnunum, semsagt langar að eignast börn bara til að eignast börn en vilja það samt ekki?

sigurlas | 25. nóv. '15, kl: 12:10:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

langar í börn en ekki að vera með makanum (dúddanum), en eru bara með honum til að búa til börnin...

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 12:38:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef það er þeirra ásetningur að reyna að verða óléttir í skyndikynnum án ,,samþykkis,, karlana finnst mér það evil en á endanum bera karlarnir ábyrgð á sínum gjörðum

presto | 26. nóv. '15, kl: 02:09:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Erfitt að segja, ég var mjög veik fyrir léttklikkuðum adrenalínfíklum hérna í "denn" en hafði alls ekki áhuga á að bindast þeim og stofna til barneigna með þeim. Datt ekki í hug að vera svo óraunhæf að ætlast til að þeir yrðu fyrirmyndarfjölskyldufeður. (Sumir urðu það vonandi seinna, en sumir dóu af slysförum eða hafa farið marga hringi (skilnaðir við barnsmæður, meðferðir v. Áfengis ofl) Góður fjölskyldufaðir er ekki endilega það sama og heitasti gæinn á svæðinu. Stórt egó er heppilegri maki í barnlausu sambandi.

miramis | 25. nóv. '15, kl: 17:34:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég held maður geti einmitt fundið fyrir eftirsjá yfir allskonar hlutum í lífinu, af hverju hætti ég með Sigga, af hverju fluttum við ekki á Akureyri 1993, af hverju söðlaði ég aldrei um eins og ég ætlaði að gera, hvað ef, hvað ef... E-n vegin á samt alltaf að taka barneignir út fyrir sviga og láta eins og það sé ekki hægt að lifa með því ef maður eignast ekki börn. 

Abba hin | 25. nóv. '15, kl: 17:49:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

<3

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

hanastél | 25. nóv. '15, kl: 11:13:55 | Svara | Er.is | 1

Ég hef jafn miklar áhyggjur af því að þær sjái eftir þessu og af fólki sem fær sér tattoo = engar. Þeirra líkami, þeirra líf, þeirra val. 


Og ég skil að þær séu pirraðar yfir afskiptaseminni og aðfinnslunni, hún er á báða (alla!) bóga. "á ekki að fara að koma með eitt lítið?" - "á ekki að fara að koma með annað?" - "er ekki komið nóg af börnum?"

--------------------------
Let them eat cake.

Silaqui | 25. nóv. '15, kl: 12:23:32 | Svara | Er.is | 3

Mér finnst bara jákvætt að konur innan við 25 langi ekki að eiga börn. Þessi barnalöngun hefur nú komið margri ungri konunni í koll.
Hvort þessum konum muni snúast hugur er náttúrulega ómögulegt að segja, en vonandi verða þær bara trúar sjálfum sér hvað sem svo gerist. Ég held að það sé nánast jafn slæmt að fólk sem vill ekki eignast börn eignist þau, og fólk sem vill eignast börn fái ekki tækifæri til þess. 
En það eru vissulega til rannsóknir um að fólk sem svona 2-3 börn sé það sem sé í mestri sókn þegar kemur að starfsframa. Það er kannski drifnara en einbúarnir? 

gulli81 | 25. nóv. '15, kl: 12:43:17 | Svara | Er.is | 1

Ég held við getum verið ánægð á meðan flestir hugsa ekki eins og þær því ef flestir gerðu það þá værum við í mikilli útrýmingarhættu.

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 13:35:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég held að útrýmingarhætta verði ekki vandamál og það mættu sko bara alveg fleiri hugsa svona

nefnilega | 25. nóv. '15, kl: 13:29:42 | Svara | Er.is | 5

Gríðarleg mistök? Tilvera marga snýst um annað (og oft meira) en að ala af sér afkvæmi.


En hey, það er víst partur af feðraveldinu að finnast konur vera til þess eins að ganga með börn og koma þeim til manns.

Raw1 | 25. nóv. '15, kl: 16:12:56 | Svara | Er.is | 5

Ég vil frekar sjá eftir því að eignast ekki barn, heldur en að sjá eftir því að eignast barn.

Allegro | 25. nóv. '15, kl: 17:17:09 | Svara | Er.is | 1

Nei ég held að þær séu ekkert sérlega líklegar til að finnast þær hafa gert gríðarleg mistök með því að hafa tekið þessa ákvörðun. Ég held að þetta sé á ákvörðun sem fólk tekur mjög ígrundað og oftast hefur það mörg ár til að endurskoða þessa ákvörðun. Því tel ég að það séu ekki miklar líkur á að það hellist einhver svaka barna löngun yfir þau þegar þau eru konin á sextugs aldurinn eða sjötugs. 


Þó ég geti ekki hugsað mér lífið án barnanna minna þá get ég vel séð fyrir mér gott og innihaldsríkt líf án barna. 


Sé enga ástæðu til að draga í efa að þessar konur séu að taka rétta ákvörðun fyrir sig. 

miramis | 25. nóv. '15, kl: 17:38:42 | Svara | Er.is | 3

Mér finnst nú bara ekkert um það að fólk eigi ekki börn. Aftur á móti fannst mér þessir viðmælendur of ungir almennt talað, ekki að ég haldi að þær eigi endilega eftir að skipta um skoðun en það breytist bara oft svo margt á 20 árum - ég ætlaði mér t.d. ekki að verða það sem ég er í dag árið 1995 en þannig fór það nú samt. Af þeim vinkonum mínum sem sögðust ekki ætla að eiga barn er bara ein sem ekki á barn í dag, t.d. 


Ég hefði haft meiri áhuga á að talað væri við eldri konur sem hafa tekið þessa ákvörðun. 

trilla77 | 25. nóv. '15, kl: 22:18:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, mér finnst ekki alveg útséð um það að kona sem er 21 árs geti ekki hugsanlega skipt um skoðun á svona máli þó að í dag finnist henni námið skipta mestu


Svo finnst mér súrrealískt að þessar 4 konur sem eru allar um eða undir 25 ára aldurinn segist verða fyrir miklum þrýstingi að fara að byrja á barneignum... hvaða fólk er að spyrja konur á þessum aldri svona?!?!

Brindisi | 26. nóv. '15, kl: 12:38:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vegna þess að fólk er obsessed á barneignum annarra, ef þú ert tvítug og búin að eiga kærasta í korter ertu spurð hvort það eigi ekki að fara koma með eitt lítið, ef þú ert einhleyp 25 ára spyr fólk hvort eigi ekkert að fara að ná sér í mann svo það sé hægt að koma með eitt lítið barnlaus hjón um þrítugt fá ekki frið fyrir þessum spurningum og svo fólk sem á börn í sitthvoru lagi og tekur saman fær ekki frið fyrir spurningunni, ætliði ekkert að koma með eitt saman

ÓÞOLANDI

nefnilega | 26. nóv. '15, kl: 16:37:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ef kona á eitt barn "hvenær kemurðu með annað?" Og ef kona á tvö "á ekki að skella í þriðja?"

Anímóna | 26. nóv. '15, kl: 18:15:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef kona á þrjú „þið ætlið að hætta núna, er það ekki?“

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 26. nóv. '15, kl: 18:18:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nema það séu þrír drengir og föðuramman á bara syni: ''hvenær á svo að koma með litla prinsessu, þarf ekki amman að fá eina litla prinsessu svona fyrir sig, til að kaupa á hana kjóla og greiða henni og svona?''

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Brindisi | 26. nóv. '15, kl: 18:27:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ef ef kona á fjögur er bara horft skringilega á hana :)

Abba hin | 27. nóv. '15, kl: 09:28:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 

 

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

josepha | 26. nóv. '15, kl: 18:34:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega. Skil ekki hvers vegna fólki er ekki bara sama, þetta er svo innilega ekki neitt sem kemur öðru fólki við.  Fyrir utan hvað það er óviðeigandi að spurja þessara spurninga. 

bogi | 26. nóv. '15, kl: 08:25:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held það einmitt - ég veit allaveganna að ég breyti sjálf oft um skoðanir í stórum málum.

Það er auðvitað rosalega pirrandi að heyra fólk segja þetta við mann, "þú átt eftir að breyta um skoðun" - réttara væri kannski að segja að fólk þroskast og breytist með árunum, og það sem þér finnst mikilvægt í dag finnst þér kannski ómerkilegt á morgun osfr.

Síðan finnst mér skrítið að 21 árs stelpa hafi verið látin heyra þetta í 10 ár - hver er að ræða barneignir við 11 ára barn að fyrra bragði? Ég varð amk. ólétt 22 ára og þá var enginn búinn að vera að hvetja mig út í barneignir.

mars | 25. nóv. '15, kl: 21:17:29 | Svara | Er.is | 0

Ég held að það sé bara jafn misjafnt og konurnar eru margar. Vafalaust eiga einhverjar eftir að sjá eftir því en aðrar vera mjög sáttar við sína ákvörðun.
Það vilja ekkert allir eignast börn, þótt ég persónulega gæti ekki hugsað mér líf án barna þá get ég alveg sett mig inn í það að ekki hugsi allir eins og ég.
Og hefði verið talað við unga karlmenn þarna þá held ég að enginn væri að pæla í þessu.
Það er oft eins og karlmönnum leyfist að langa eða ekki langa í börn en þegar kemur að konum þá eigi að vera eitthvað náttúrulögmál að þær langi í börn, þannig er það bara ekki.

passoa | 26. nóv. '15, kl: 13:09:22 | Svara | Er.is | 1

Ég ber virðingu fyrir þeirra ákvörðun og myndi aldrei reyna að segja neitt á móti henni, en það þarf ekki að þýða að ég skilji hana eða geti ýmyndað mér hvernig einhver vilji ekki eignast barn, fyrir mér er það það sem ég lifi fyrir :) En sem betur fer erum við ekki öll eins :)

rosalinda1972 | 26. nóv. '15, kl: 18:30:24 | Svara | Er.is | 0

fólk ræður því algerlega sjálft hvort það vilji egnast börn eða ekki...þá að gera ráðstafanir en ekki nota fóstureyðingar sem getnaðaervörn...það finnst þer ljótt

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
Síða 1 af 47580 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, tinnzy123, Bland.is