Barnsmóðir og maki

Margret45 | 17. nóv. '19, kl: 11:16:13 | 607 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ, mig langaði að fá ykkar álit.
Ég er í nýju sambandi, og ég hef svo sterka tilfinningu að kærasti minn og barnsmóðir séu ekki over. Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér samt.

En ég fann ástarbréf í símanum hans sem hann skrifaði og vildi fá hana til baka, (það var skrifað 2 mán fyrir okkar samband).
Ekki fyrir svo löngu er ég inní herbergi og hann frammi að fá sér í glas með félaga sínum, og hún er í símanum drukkin. Það er kvöld og eru þau að ræða allt annað en barnið heldur þau sjálf og það var klárlega ennþá biturleiki í henni og hún ætlaði sko ekki að virða okkar samband. En hann ítrekaði að hann væri komin í nýtt samband og hvort hún gæti virt það. En svo sagði hún að hann hefði sagt við hana að hann elskaði hana ennþá (þá áttum við að hafa verið saman) en hann neitar því og þykist ekkert vita hvað hún var að tala um.

Síðan þá hefur verið allskonar drama í gangi þangað til ég fékk nóg og hafði samband við hana til að settla málin og við ræddum og allt er í góðu. (eða þannig ég finn ennþá fyrir sterkum tilfinningum að þetta sé ekki buið hja þeim)
En þau tala saman á hverjum degi á snapchat, mér finnst það pínu óþæginlegt, eru að senda myndir og video og ég sé aldrei samtölin þvi þau eyðast. Ég hef líka beðið hann að opna snapchat fyrir framan mig og þá er hún að senda video af sjalfum sér tala með filter, en um barnið. Hann vill aldrei opna snapchat fyrir framan mig eða neitt sem tengist henni fyrir framan mig, því ég bregst svona og svona við. En ég hef útskyrt fyrir honum að hann sé að gera þveröfugt, þvi þetta líti út eins og hann hafi eitthvað að fela. Hann segir að ég eigi bara að treysta sér og þetta sé bara um barnið.

Ég komst að því bara núna, að þau eru buin að vera hittast alveg áður en við byrjum saman, fara í bio saman og eins og þau hafi verið að reyna aftur, áður en ég kom inn í myndina.

Hann tekur yfirleitt alltaf hennar hlið þegar við þrætum, ég þarf bara að lúta höfði og sætta mig vita hlutina eins og þeir eru og þeir munu ekkert breytast því hún er barnsmóðir hans. Sem ég virði, en finnast samskiptin svo mikil og kannski tek ég því illa vegna það sem á undan hefur gengið, sem hefur ekki verið eðlilegt. Hlutirnir væru kannski öðruvisi og ég ekki svona paranojuð ef t.d þetta símtal hefði ekki att sér stað.

Hvað finnst ykkur, er ég bara ein paranoja og þarf aðeins að slaka á ?

 

saedis88 | 17. nóv. '19, kl: 11:37:12 | Svara | Er.is | 4

Það tekur tima að koma jafnvægi a eftir samband. Mundi sjalf ekki nenna þessu. Kanski getið þið reynt aftur þegar lægir

musamamma | 19. nóv. '19, kl: 22:47:45 | Svara | Er.is | 1

Þetta hljómar ekki góð byrjun á sambandi, ég myndi hugsa mig um tvisvar áður en þú dembir þér í þetta af öllum hug. Drama byggir ekki upp traust. Vonandi eru þau bara að halda vinasambandi (sem er jú besta útkoman fyrst þau eiga barn saman) en það hljómar flóknara en svo. Ég myndi bakka aðeins, það getur samt enginn sagt þér hvað þú átt að gera. Ég myndi ekki reyna að stoppa samskiptin þeirra á milli, láttu krakkann ganga fyrir. Annað á alltaf eftir að snúast gegn þér. Gangi þér vel.


musamamma

cambel | 25. nóv. '19, kl: 18:51:04 | Svara | Er.is | 0

Nei mér finnst þú ekki paranoja. Þetta er ömurleg og leiðinlega staða. Líklegast eru einhverjar leifar eftir hjá þeim en það bitnar á þér og örugglega á barninu því börn eru næm. Hvað þú ættir að gera er ekki svo gott að ráðleggja. Hvað vilt þú ? Ertu ástfangin ?
Ertu tilbúin að stíga til hliðar og segja honum að þú gefir honum breik svo hann geti ákveðið sig ? er hann ástfanginn af þér ?
Þú getur líka látið þetta yfir þig ganga og vona að þetta hætti smán saman.

Júlí 78 | 26. nóv. '19, kl: 07:57:57 | Svara | Er.is | 0

Best er að fara eftir eigin innsæi varðandi fólk, hvort sem um ræðir kærasta/vin eða vinkonu eða aðra. Svo ég segi að ef þér finnst sjálfri innst inni þetta ekki vera í lagi þessi samskipti þeirra þá eru þau ekki í lagi! Mér sýnist annars vera einhver feluleikur í gangi og sú fyrrverandi greinilega ekki sátt við að hann er kominn í nýtt samband. Ég myndi alls ekki nenna að vera eins og 3ja hjólið í vagninum en ég veit ekki alveg hvað þú ert tilbúin að sætta þið við. Það er samt jákvætt ef að fyrrverandi kærustupör geti verið vinir áfram a.m.k. ef þau eiga barn/börn saman. En samtöl þar sem þau tvö þurfa alltaf að tala ein saman þegar nýr maki er komin í spilið, hvað er það? Það virkar sem rauð flögg á mig..og sem að ekki alltaf sé bara talað um barnið. 

klínk | 3. des. '19, kl: 00:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er engan veginn í lagi, og ef hann er að fela eitthvað fyrir þér frá henni ,þá veistu að það er eitthvað gruggugt.

fólin | 3. des. '19, kl: 10:25:10 | Svara | Er.is | 0

Hlustaðu á innsæið þitt, það er mjög skrítið ef snapchat samtölin séu svona rosalega mikið leyndarmál að engin megi sjá þau, ég mundi ekki nenna þessu 

Splæs | 3. des. '19, kl: 10:47:03 | Svara | Er.is | 0

Þessi maður er ekki tilbúinn í nýtt samband. Forðaðu þér.

Mjóna | 3. des. '19, kl: 20:41:48 | Svara | Er.is | 0

Myndi ekki nenna þessu, það er nóg til af mönnum sem eru í alvöru tilbúnir í samband.

Kveðjur
Mjóna

vediamo | 3. des. '19, kl: 23:40:10 | Svara | Er.is | 0

Ertu búin að ræða þetta við hann og spyrja hann sjálfan út í þetta og hvernig þér líður? Þá á ég við án drama og reiði, heldur undir tvö augu? Spyrja hann beint út, og fá hann að horfa í augu n á þér. Ég myndi sjálf ekki líða að kærastinn minn færi í bíó með fyrrverandi, og setja stolinn fyrir dyrnar

Það er gaman að vera saman

Walkin | 4. des. '19, kl: 20:52:46 | Svara | Er.is | 0

Hljómar eins og fyrrverandi sé afbrýðissöm og vilji fá hann aftur. En að byrja í nýju sambandi eftir 2 mánuði er ekki skynsamlegt. Það tekur tíma að vinna úr því gamla ..

jak 3 | 6. des. '19, kl: 16:54:19 | Svara | Er.is | 0

því miður þá held ég að hann sé ekki tilbúinn í annað samband, þar sem að þau eru greinilega ekki búin að gera upp sitt samband. Ég persónulega myndi ekki láta bjóða mér upp á þetta.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Aðeins um þetta betlarahyski (þjófahyski) sem er á landinu. spikkblue 21.1.2020 22.1.2020 | 12:34
Plata og skrúfur eftir beinbrot fanneyrut 17.1.2020 22.1.2020 | 12:30
Er einhver hérna sem kaus VG í síðustu kosningum? spikkblue 21.1.2020 22.1.2020 | 09:57
fá leyfi fyrir garðhúsi eða gám begzi 21.1.2020 22.1.2020 | 02:31
uppskrift af lakkríssósu (með lambi) eins og á tapas karamellusósa 5.11.2014 22.1.2020 | 02:11
Varðandi leigutekjur af íbúð hjóna V J 21.1.2020 21.1.2020 | 08:41
Uppgefinn á sálinni get ekki meira Vestarinn 4.1.2020 20.1.2020 | 22:10
Að vinna í gegnum netið/síma JD 19.1.2020 20.1.2020 | 21:04
Handbolti markmaðurinn? Blómabeð 19.1.2020 20.1.2020 | 19:48
Smurning Kimura 16.1.2020 20.1.2020 | 19:17
skattskil notandi50 20.1.2020 20.1.2020 | 16:41
síberískur kettir á Íslandi olga1986 5.10.2014 20.1.2020 | 16:14
Hvernig þvæ ég þórsmörk úlpu Notandi1122 20.1.2020 20.1.2020 | 15:27
Hvar finn ég dýrasíðu til að kaupa hund Natalía Ósk 15.1.2006 20.1.2020 | 12:48
TAXI sankalpa 18.1.2020 20.1.2020 | 06:58
Fögnum fóstrinu. Flactuz 8.1.2020 19.1.2020 | 22:09
Vantar mann í lið? treiszi95 19.1.2020
Utlendinga stofnun. yo542 17.1.2020 19.1.2020 | 18:00
Aðstaða fyrir smáviðgerðir Buka 19.1.2020 19.1.2020 | 16:15
Öryrkjar og íþróttastyrkir alv 14.1.2020 19.1.2020 | 15:30
"vina"skuld patrekuris 12.1.2020 19.1.2020 | 14:50
Bachelor Peter Weber. Stella9 18.1.2020 19.1.2020 | 08:55
Sölumyndir á FB hdfatboy 18.1.2020
Myndband sent Alltaf40 18.1.2020 18.1.2020 | 22:28
Hraunvallarskóli vs. Skarðshlíðarskóli ardandk 16.1.2020 18.1.2020 | 22:07
Laugardagur Twitters 18.1.2020
bílaskipti kalli1999 15.1.2020 18.1.2020 | 21:08
Ég þarf einkalán upp á 650.000 vobis3 18.1.2020
Stutt skoðunarkönnun varðandi djúpslökun og hugleiðslu, aðeins 2 spurningar !!! Ljónsi 18.1.2020
Baráttukona á bak við tjöldin Júlí 78 18.1.2020 18.1.2020 | 13:55
Lán ibam looking posaibility to take lan vobis3 15.1.2020 18.1.2020 | 13:30
Led ljós undir bíl... mikaelvidar 17.1.2020 18.1.2020 | 00:14
Septemberbumbur 2020 tisulingur 15.1.2020 17.1.2020 | 17:34
Panta kynlífsleikföng í pósti. Spyrpost 17.1.2020 17.1.2020 | 16:23
Retro Gamers clanki 13.1.2020 17.1.2020 | 07:37
Er einhver banki á Íslandi skárri en aðrir? Burnirót 16.1.2020 17.1.2020 | 03:44
Kírópraktor egillgests 11.1.2020 16.1.2020 | 22:18
Mannasiðir Kingsgard 15.1.2020 16.1.2020 | 18:10
Kulnun, kvíði - sálfræðingur blendinaragg 4.1.2020 16.1.2020 | 15:40
hvað fæ eg goða uppskrift af brauði fyrir sykursjuka kolmar 16.1.2020 16.1.2020 | 12:07
Hjálpumst að á Flateyri RaggiHS 15.1.2020
Varað við nýjum veirufaraldri - engar áhyggjur Svandís er með lausnina spikkblue 14.1.2020 15.1.2020 | 12:44
Stærðfræðikennsla í boði lara1123 15.1.2020
Samband - Hvað á að gera? agustkrili2016 14.1.2020 15.1.2020 | 10:31
Munum eftir smáfuglunum, isbjarnaamma 14.1.2020 15.1.2020 | 00:08
Samskipti - Rannsókn - Endilega takið þátt! palmarr 14.1.2020
víkingahúfa með íslands fánanum hvellur 14.1.2020 14.1.2020 | 12:10
Andlegur miski minstrels 13.1.2020 14.1.2020 | 11:00
Gleðilegan föstudag Twitters 10.1.2020 13.1.2020 | 23:10
Salur fyrir athöfn og gott partý :) redvine 12.1.2020 12.1.2020 | 18:34
Síða 1 af 19718 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron