Bið eftir lyfjum í apótekum

Skólastíka | 23. apr. '19, kl: 15:20:14 | 221 | Svara | Er.is | 0

Af hverju þarf maður alltaf að bíða í margar mínútur, jafnvel tugi mínútna, eftir að fá afgreidd lyf með lyfseðli í íslenskum apótekum? Það skiptir engu máli hvort það sé lítið eða mikið að gera, alltaf er maður látinn bíða. (Ég hef raunar einu sinni þurft að bíða mjög stutt en það var þegar ég kom inn í apótekið rétt fyrir lokun. Þá var merkilegt nokk hægt að afgreiða þetta snögglega.)

Ég hef einu sinni fengið lyf afgreidd í Skandinavíu og þá fór manneskjan sem afgreiddi mig bara strax á bak við og kom til baka með lyfin. En hérna á Íslandi þarf að gera þetta í mörgum stigum og passa að þetta taki sem lengstan tíma.

Hafið þið ekki tekið eftir þessu? Veit einhver hvað í ósköpunum veldur þessu? Vitið þið um einhver apótek á höfuðborgarsvæðinu þar sem þetta er ekki svona?

 

T.M.O | 23. apr. '19, kl: 15:38:16 | Svara | Er.is | 1

Númer eitt, það eru alltaf tveir sem fara yfir afgreiðsluna á lyfseðli til að minnka hættuna á mistökum og númer tvö þá getur starfsfólkið verið að gera fleira en að bíða eftir næsta lyfseðli svo það tekur aðeins lengri tíma. Lögin eru þau sömu alls staðar.

Skólastíka | 23. apr. '19, kl: 23:25:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri ráð fyrir að þú sért að vísa til 35. greinar reglugerðar um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu þar sem segir: "Lyfjafræðingur skal hafa vakandi auga á misritun og öðrum villum, er fyrir kunna að koma á lyfseðli og að lyfseðillinn sé að öðru leyti ritaður í samræmi við gildandi fyrirmæli. Þegar lyfið er tilbúið til afhendingar, skal lyfjafræðingur gæta þess sérstaklega, að rétt sé afgreitt og að lyf sé rétt áritað með því að bera áritun saman við lyfseðil. Skal hann árita merkimiða lyfs og lyfseðilinn fangamarki sínu til staðfestingar, en sá, sem afhendir sjúklingi lyfið, áritar bakhlið lyfseðilsins fangamarki sínu." Það líður nú oftast skammur tími frá því að lyfjapokinn er settur fram og þar til sá sem afgreiðir afhendir hann sjúklingi, þannig að þetta er greinilega ekki það sem veldur töfinni. Það væri áhugavert að vita hvað fleira starfsfólkið er að gera sem gerir það að verkum að ómögulegt sé að forgangsraða þannig að viðskiptavinir á staðnum (sem oft eru sjúklingar) fái afgreiðslu á skikkanlegum tíma.

T.M.O | 24. apr. '19, kl: 01:53:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu svo að biðin er eftir að manneskjunni í afgreiðslunni þóknast að afgreiða lyfið? Er þá afgreiðslumaðurinn og sá sem er að bíða einir í apótekinu og afgreiðslumaðurinn horfir bara út í loftið og gerir ekkert?

Sessaja | 23. apr. '19, kl: 17:07:41 | Svara | Er.is | 0

Hringdu á undan þér það ætti kannski flýta fyrir.

elsabjorkeinars | 28. apr. '19, kl: 11:29:15 | Svara | Er.is | 0

Oft líða bara örfáar mínútur, sérstaklega ef enginn er á undan með lyfseðil og lítið að gera í apótekinu. Einnig skiptir máli hvort þú sért bara með 1 lyfseðil eða fleiri. Sumir eru með t.d. 7 lyfseðla og þá tekur þetta tíma. Ef lyfin eru eftirritunarskyld þá tekur þetta enn lengri tíma.

1. Lyfsalinn þarf að skoða lyfseðilinn (stundum er eitthvað skrýtið við hann og lyfsali þarf að hafa samband við lækninn sem skrifaði lyfseðilinn). Svo er lyfseðillinn prentaður út. Rétta lyfið fundið í "lyfjaskránni" í tölvunni og prentaður út miði til að setja utan á lyfjakassann/boxið og miði til að líma á lyfseðilinn og verðmiði til að setja utan á pokann sem lyfið fer ofan í.

2. Lyfsali finnur til rétta lyfið. Þarf að passa að rétt númer sé á miðanum sem límist á lyfjakassann/boxið - að númerið passi við númerið á lyfjakasanum. Svo þarf lyfsali að kvitta á þessa litlu límmiða og einnig á lyfseðilinn.

3. Ef lyfið er eftirritunarskylt þá þarf lyfsali að skrá ýmsar upplýsingar niður, nafn og kennitölu þess sem fær lyfið, heiti lyfs, styrkleikur o.s.fr. Þetta er algjör skylda og Lyfjastofnun fylgist að sjálfsögðu með þessu öllu.

4. Annar starfsmaður gerir nákvæmlega það sama... fer yfir hvort allt sé rétt. Kvittar á lyfseðilinn, límir verðmiðann á pokann og setur lyfið í poka.

elsabjorkeinars | 28. apr. '19, kl: 11:30:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og Sassaja skrifar þá er hægt að hringja líka á undan sér og þá er lyfið tilbúið uppí hillu þegar þú kemur að ná í það.

Geiri85 | 28. apr. '19, kl: 13:42:14 | Svara | Er.is | 0

Og svo þarf maður núna að kvitta og sýna skilríki fyrir hver einustu lyf bara til að gera þetta ferli ennþá skemmtilegra :) 

Sessaja | 28. apr. '19, kl: 20:12:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf alltaf einhverjir að svindla og skemma allt fyrir öðrum sem eru heiðarlegum leik.

Geiri85 | 28. apr. '19, kl: 21:08:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efast um að það sé algengt að fólk reyni að svíkja út lyf eins og Zoloft. Ég skil alveg að þetta sé gert með lyf sem eru misnotuð af fíklum en þetta er fulllangt gengið finnst mér. 

Sessaja | 28. apr. '19, kl: 21:36:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er verið að misnota zoloft

Geiri85 | 28. apr. '19, kl: 21:48:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol í alvörunni? Hvernig þá? 

Sessaja | 28. apr. '19, kl: 22:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja éta mikið magn og svo fast í vítahringnum éta meira til að finna áhrifin.

Geiri85 | 28. apr. '19, kl: 23:32:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spes ég hef verið á því í mörg ár og hef aldrei fundið fyrir vímuáhrifum, ekki einu sinni þegar ég tók fyrstu pilluna. Kvíðalyf eins og Sobril allt önnur saga hinsvegar :)

Sessaja | 29. apr. '19, kl: 02:28:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu búin éta mikið magn í einu?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 18.12.2023 | 05:15
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
Síða 4 af 46382 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie