Biðraðir úti til að fara í Covid test

Júlí 78 | 28. okt. '20, kl: 07:56:55 | 266 | Svara | Er.is | 0

Ósköp er þetta nú furðulegt hér. Fólk sem þarf að fara í Covid test þarf að standa úti í biðröð núna þegar það er orðið kalt úti og veðrið fer sjálfsagt versnandi. Fólk er ekki að fara í svona test út af því að geti bara staðið úti í hvaða veðri sem er. Nei, það er með einhver einkenni, kannski flensueinkenni og sumir jafnvel með hita og þyrfti því að vera inni! Áður mátti sjá að tekið var test af fólki þar sem það sat í bílnum en svo var því hætt, já starfsfólkið gat ekki staðið svona úti þegar veður fór kólnandi. En allt í lagi þó að sjúklingarnir stæðu úti því þessu var breytt, fólk þurfti að standa úti, jafnvel í langri biðröð. Í frétt í gær í sjónvarpinu sá ég að það var verið að taka svona test af fólki erlendis þar sem það sat í bílum sínum. Hvernig eru þessu háttað í Bandaríkjunum? Jú þar keyrir fólk inn í svona hús sem er ætlað fyrir skoðun bíla og þar eru testin tekin. A.m.k. er það þannig á einum staðnum þar, fékk að heyra það hjá einni sem býr þar. Já og svo má nú ætla að einhverjir af þeim sem fara í svona test hérna tilheyrir "viðkvæmum hópum" og alltaf er verið að tönnlast á því að það þarf að hugsa vel um þann hóp. En ef fólk þarf að fara í svona test og þó það tilheyrir viðkvæmum hópi þá má það bara gjöra svo vel að standa úti í biðröð í kulda og trekki. Ísland best í heimi? Glætan, nei.

 

ert | 28. okt. '20, kl: 10:03:43 | Svara | Er.is | 0

Getur þú stungið upp á stað þar sem er hægt að hafa 100-150 bíla í röð?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. okt. '20, kl: 10:51:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já gat nú verið að þú fyndir út einhvern "ómöguleika" í þessu. Heyrði ég ekki síðast þetta orð hjá Bjarna Ben? Ef það er svo einhver ómöguleiki í því að hafa þessa sýnatöku á einum stað á höfuðborgarsvæðinu er þá ekki bara að hafa þetta á fleiri stöðum þar? 

ert | 28. okt. '20, kl: 11:15:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá þarf fleira heilbrigðisstarfsfólk. Það er skortur á heilbrigðu heilbrigðisstarfsfólk sem er ekki í sóttkví.
Þess vegna er þessi bakvarðasveit. Það var skortur á heilbrigðisstörfum fyrir covid -covid lagaði ekki þann skort.


Annars er þetta ekki ómöguleiki. Ef þú veist um stað þar sem væri hægtað hafa svona marga bíl í bið þá er ég viss um að Landlæknir myndi þiggja þær upplýsingar með þökkum. Ég veit ekki af slíkum stað en ef þú ert búin að leysa þetta þá er það æði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. okt. '20, kl: 12:18:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert nú að segja mér fréttir, það er sem sagt þessi bakvarðasveit sem sér um sýnatökuna, gott að vita. Kannski hjúkrunarfræðingar, fólk sem vinnur ekki á spítölunum og er farið í önnur störf t.d. vegna þess að launin þurfa að vera betri fyrir starf hjúkrunarfræðinga og kannski líka vegna þess að álagið á spítölunum er of mikið? En kemur svo til starfa við þetta verkefni því annars væri ekki hægt að taka sýni? Já það sýnir þá bara að fólk sem hefur tekið þessa menntun er gott fólk sem vill þjóð sinni vel. En sýnir þetta þá ekki líka að það þurfi að hækka laun hjúkrunarfræðinga til að fá fleiri til starfa? Og þá væri nóg af hjúkrunarfæðingum og ekkert ofurálag á spítölunum? ....Annars þá fyndist mér eðlilegra að það væri sýnataka á fleiri stöðum hér á höfuðborgarsvæðinu en ekki verið að þvæla öllum á Suðurlandsbrautina. Það er a.m.k. alveg öruggt að ekki er verið að hugsa um sjúklingana að hafa þetta sem þægilegast fyrir þá alla. Já sjúklinga sem eru kannski með hita og beinverki og hvaðeina, þeir eiga að þvælast jafnvel langar leiðir til að komast í þessa sýnatöku.

ert | 28. okt. '20, kl: 12:37:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK, en þú vilt hafa sýnatöku og en það er ekki til mikið fleira starfsfólk í hana. 
Hvða græðum við á því að tkaa starsmennina og dreifa þeim? Hvernig aukum við afköst með slíku?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. okt. '20, kl: 13:55:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki með neinar tölur yfir fólk sem fæst í þetta starf eða hvaða húsnæði er hægt að fá í þetta verkefni. Ert þú með allar upplýsingar? Vinnurðu kannski hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins? Kemur ekki fleira fólk til starfa ef launin eru hækkuð? Þetta las ég úr skýrslu frá 2017: "Launamunur á hjúkrunarfræðingum og
öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera er um 20%. Þegar dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga og lækna eru borin saman er launamunurinn um 98%.
Ljóst er að fjölda hjúkrunarfræðinga vantar tilstarfa á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Til að tryggja næga
mönnun í hjúkrun og þar með öryggi sjúklinga og að draga úr dánarlíkum þeirra er nauðsynlegt að gripið
verði til aðgerða hjá hinu opinbera og öðrum heilbrigðisstofnunum. Samkvæmt mannfjöldaspá mun íbúum
60 ára og eldri fjölga umtalsvert á komandi árum og eykur það enn frekar eftirspurn eftir heilbrigðisstarfsfólki.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur því til að brugðist verði við skorti á hjúkrunarfræðingum með
því að veita meira fé til menntunar hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra til samræmis við aðra opinbera
starfmenn. Þá þarf að leita leiða til að draga úr vinnuálagi og bæta starfsumhverfi til þess að sporna gegn
skertu starfshlutfalli hjúkrunarfræðinga sem má rekja til starfsumhverfis, vinnufyrirkomulags, vinnutíma
og álags í starfi."


Þetta vita yfirvöld en gera lítið í málunum. Við sitjum svo uppi með laskað heilbrigðiskerfi.
https://www.hjukrun.is/library/Skrar-NeW/utgefid-efni/Skyrslur/Vinnumarkadur_hjukrunarfraedinga.pdf

ert | 28. okt. '20, kl: 14:31:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Við hækkum grunnlaun hjúkrunarfræðinga í 2 milljónir á mánuði. Hvað verða til margir hjúkrunarfræðingar við það? 0 - nada - enginn. Það útskrifast ekkert fleiri þann mánuðinn. Það vaxa ekki nýjir hjúkrunarfræðingar á trjám við þessa hækkun.
Við getum fengið hjúkrunarfræðinga sem starfa við annað en hafa ekki treyst í bakvarðasveitina vegna þess að þeir hafa verið svo lengi úr vinnu en þá þarf að þjálfa þá aftur. Hvar á að fá mannskap til að þjálfa þá í sýnatöku?
Það er verið að reyna að fjölga hjúkrunarfræðingum en það þarf að mennta fólk. Það tekur tíma. Við getum ekki bara útskrifað snöggvast alla hjúkrufræðinema á landinu og gefið þeim starfsleyfi óháð menntun. Það er verið að opna á leiðir til auðvelda fólki að fara í þetta nám en það þarf að læra hjúkrunarfræði áður en við getum getið því starfsleyfi. Það tekur nokkur ár þar til fjölgunin í náminu kemur fram.
--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. okt. '20, kl: 15:03:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú búin að fá þær upplýsingar að eingöngu hjúkrunarfræðingar séu í þessum að taka sýni? Geta það ekki alveg eins verið einhverjir aðrir heilbrigðisstarfsmenn? Það er annars fullt af hjúkrunarfræðingum í öðrum störfum en hjúkkustörfum, það veistu. En þú ert auðvitað að grínast heyri ég, þjálfa aftur, er ekki í lagi?

ert | 28. okt. '20, kl: 16:05:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha, ha, LSH hefur boðið hjúkrunarfræðingum sem hafa hætt störfum upp á vinnu og þjálfun. haha haha djöfull er LSH vitlaus! hahaha.
Ef maður hefur 20 ára hjúkrunarleyfi þá kann maður öll hjúkkustörf. Það breytist ekkert í hjúkrun á 20 árum. Þannig getur einstaklingur sem er með 20 ára starfsleyfi en hefur ekki ekkert unnið eftir námið alveg séð um nýjustu önduvélarnar á gjörgæslunni. Þær eru nefnilega fótstignar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. okt. '20, kl: 16:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú sagðir: " Hvar á að fá mannskap til að þjálfa þá í sýnatöku?" Ég býst ekki við að það þurfi sérstaka þjálfun við það að taka þessi sýni.

ert | 28. okt. '20, kl: 16:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú annars væri hægt að ráða atvinnulausa til að taka þau.
Bæði þarf að fara nógu langt og svo þarf að meðhöndla sýnatökutækin rétt og sýnið rétt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 28. okt. '20, kl: 16:56:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og svo þarf náttúrulega að kunna að fara í og úr hlífðarbúnaði án þess að eiga á hættu að smitast.
Það er mikil þjálfun og gleymist ef fólk er ekki vant. Þess vegna er slíkt æft þegar svona faraldrar koma upp. Þetta var æft vegna ebólu eða svínaflensu hér um árið og svo aftur núna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. okt. '20, kl: 16:39:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég býst samt við að það sé heilbrigðismenntað fólk í þessari sýnatöku, kannski hjúkrunarfræðingar og aðrir með aðra heilbrigðismenntun.

ert | 28. okt. '20, kl: 16:54:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi halda að hjúkrunarfræðingar, lífeindafræðingar og læknar geti tekið sýni fá þeir kennslu og þjálfun til þess. Ef það þyrfti enga þjálfun til að gera þetta þá væri hægt að ráða þig í þetta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. okt. '20, kl: 17:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat þar erum við alveg sammála. En ef hjúkrunarfræðingur sem hefur verið einhver X ár í öðru starfi en býður sig svo fram í það að taka sýni í þessu Covid testi, já ef sá hjúkrunarfræðingur þarf ekstra þjálfun í það að taka þessi sýni þá held ég að viðkomandi ætti alls ekki að bjóða sig fram í þessa sýnatöku.

ert | 28. okt. '20, kl: 19:08:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk er ekki sett í störf sem það ræður ekki við. Það er ekki þannig að fólk bjóði sig fram í að sinna fólki í öndunarvélum og sé bara samþykkt í slík störf

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. okt. '20, kl: 21:03:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var heldur ekkert að tala um það að fólk væri sett í störf sem það ræður ekki við. En það hefur verið kallað eftir fólki til að vera í svokallaðri bakvarðasveit. Hjúkrunarfræðingar sem eru jafnvel komnir í önnur störf hafa þá hlýtt kallinu og boðið sig fram í þessa bakvarðasveit. Einhverjir hafa t.d. farið þarna vestur á firði til að sinna störfum hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimili og aðrir hafa til dæmis þá farið í þessar sýnatökur bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar úti á landi.

ert | 28. okt. '20, kl: 21:41:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki án þess að fá þjálfun ef það hefur verið talið nauðsynlegt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

VValsd | 2. nóv. '20, kl: 19:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á ekki að hringja í heilsugæsluna ef grunar smit og þarf skimun? Hélt það væri haldið betur utan um einmitt svo að ekki myndist svaka folksfjöldi. Er ekki bannað núna t.d yfir 10manns

Júlí 78 | 3. nóv. '20, kl: 06:57:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eftir því sem mér skilst þá á maður að fara í sýnatöku ef maður er með einkenni. Inn á heilusvera.is : "Einkenni

Sjúkdómurinn getur haft ólíka byrjun hjá fólki. Helstu einkenni Covid-19 sjúkdómsins eru:

  • Hósti
  • Hiti
  • Bein- og vöðvaverkir
  • Þreyta og slappleiki

Í sumum tilvikum hverfur bragð- og lyktarskyn skyndilega og einnig eru dæmu um einkenni frá meltingarvegi eins og niðurgangur."

Einnig hægt að vera í netspjalli inn á heilsuvera.is (blár hnappur neðst til hægri) en þau þar segja fólki að fara í sýnatöku ef fólk er með einkenni.

Sýnatökuna er hægt að panta inn á covid.is  (undir: Panta sýnatöku). En ef þú pantar tíma þá færðu bara tíma en hefur ekkert val um hvaða tíma þú færð og þú sérð ekkert hvort það eru margir með pantaðan tíma á svipuðum tíma og þú ert með tíma. Gæti þess vegna verið löng röð þegar þú mætir í tímann, já og jafnvel gæti verið komið frost úti eða ömurlegt veður. Það finnst mér skrýtið, að sjúklingar sem eru jafnvel með hita og beinverki séu látnir standa úti í röð, jafnvel langri röð.

https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/covid-19/

https://www.covid.is/hafa-samband

VValsd | 3. nóv. '20, kl: 23:01:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er þetta eitthvað sem þarf að reyna betrum bæta.. Ætti nú að vera hægt að gefa fólk tíma. komdu milli 14- 15 ef seinn þá panta tíma aftur. Ef þetta yrði svona þá strax minnkar röðin.

VValsd | 3. nóv. '20, kl: 23:14:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ikea er lokað Hægt að leggja þar á meðan.

VValsd | 2. nóv. '20, kl: 19:39:25 | Svara | Er.is | 0

Þegar maður fer í bankann þá tekur maður númer. Það er alveg hægt að hanna app sem hringir í símann eða sendir Sms þegar númerið þitt kemur upp. Þá er líka minni smithætta meðan fólk bíður í bílum.

ert | 2. nóv. '20, kl: 20:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá þarf bílastæði að degi til og það eru tafir frá því að SMS-ið er sent og þar til þú kemst á staðinn. Fólk labbar ekki eða keyrir í bílalúgu á ljóshraða.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

VValsd | 3. nóv. '20, kl: 03:26:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veitingastaðir eru með t.d svona tæki sem þú færð meðan þú bíður og titrar þegar matur er tilbúin. Það virkar! Svona væri t.d hægt að not með app sem mun láta símana titra eða skilaboð birtast.

ert | 3. nóv. '20, kl: 09:17:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég veit það virkar en það tekur tíma að koma sér á staðinn. Það dýrt að hafa heilbrigðisstarsmenn í vinnu við að bíða.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

VValsd | 2. nóv. '20, kl: 19:52:44 | Svara | Er.is | 0

Ekkert mál að setja tvo Gáma með bil á milli sem bílar geta stoppað hjá meðan fólk hoppar inn í skimun.

VValsd | 2. nóv. '20, kl: 19:56:14 | Svara | Er.is | 0

Hægt að finna bíla geymslu eins og smáralind að kvöldi til.

ert | 2. nóv. '20, kl: 20:04:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æði, en leiðist fólkinu ekki að bíða til morguns?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

VValsd | 3. nóv. '20, kl: 03:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju bíða til morguns? Er skimun ekki opin til 16 á daginn?

ert | 3. nóv. '20, kl: 09:18:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú ert að tala um að nota bílastæðinn á kvöldinn. Segjum að þau verði opin klukkan 18:00 og svo kemur heilbrigðisstarfsfólkið að vinna klukkan 8:00. Það er löng bið - jafnvel laung

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvernig mundir þú skrifa framburð á nafninu Hallgrímur fyrir enskan einstakling? Ásdís10 1.12.2020 2.12.2020 | 04:28
Framhjáhald eða ekki? arnars75 1.12.2020 2.12.2020 | 00:29
Gluggaskipti í fjölbýli? hjolandifiskur 1.12.2020
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 1.12.2020 | 23:41
Kötturinn minn kom inn með fugl hannoghun1 29.11.2020 1.12.2020 | 23:26
Einelti i fjölskyldum bakkynjur 1.12.2020 1.12.2020 | 20:09
Vantar grófan brandara Syra 24.6.2011 1.12.2020 | 13:55
Látum borgina móta borgarlínuna, en ekki borgarlínuna borgina _Svartbakur 30.11.2020 1.12.2020 | 13:31
EFG BIOeffect -húðdropar husfru 4.6.2010 1.12.2020 | 11:53
Fellahverfið skratti satans 22.3.2010 1.12.2020 | 11:29
friends komaso 20.8.2008 1.12.2020 | 11:29
Óska eftir stórum blendingshvolp helst tík Elskadýr99 21.11.2020 1.12.2020 | 11:27
Mer langar að verða smiður Kisumamma97 11.11.2020 1.12.2020 | 11:24
Ertu einmanna um jólin? KollaCoco 16.11.2020 1.12.2020 | 11:22
70 mínútur Sigurjon01 18.11.2020 1.12.2020 | 07:15
Söluhagnaður vegna íbúðar rokkari 19.11.2020 30.11.2020 | 23:18
Áfengi og kolvetnasnautt mataræði Teralee 30.11.2020 30.11.2020 | 22:04
Kári ekki sáttur við forgangsröðun við bóluseetningu við Covid. _Svartbakur 29.11.2020 30.11.2020 | 21:57
Húsgagnaviðgerðir Sunnalitla 30.11.2020
Brotið postulín Sunnalitla 30.11.2020
Eru Íslenskir karlmenn orðnir að nokkurskonar Niðursuðuvöru ? _Svartbakur 30.11.2020 30.11.2020 | 20:07
Black Friday bylgjan ? _Svartbakur 27.11.2020 30.11.2020 | 19:56
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 30.11.2020 | 19:48
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 30.11.2020 | 19:47
Laufabrauðs steikingar hjálp skorogfatnadur 30.11.2020 30.11.2020 | 18:04
Grunnteikning 1 Viðskiptavinur 29.11.2020 30.11.2020 | 13:24
Á einhver skothelt ráð við blöðrubólgu ? hagamus 22.11.2020 30.11.2020 | 13:22
kvennsjúkdómalæknir nokia04 30.11.2020
Ágústbumbur 2021 gitarstelpa 29.11.2020
Júlíbumbur 2021 Tvisturinn2021 19.11.2020 29.11.2020 | 05:43
PCOS/fjölblöðru eggjastokkar Auja123 29.11.2020
Ad missa barm. karlg79 28.11.2020 29.11.2020 | 02:29
ástandskoðun söluskoðun bíla rubiks 28.11.2020
Gamlir þræðir og comment NIB 29.10.2012 28.11.2020 | 19:12
Einhver að selja Hrukkustraujárn? elskum dýrin 28.11.2020
Einhver að selja Hrukkustraujárn? elskum dýrin 28.11.2020
Hvort skemmtileg i Berlin eða I Paris Frakkland ? Stella9 28.11.2020
Ísland að ná bestum árangri gegn Covid19 _Svartbakur 22.11.2020 28.11.2020 | 11:19
Ýsa Ýsa henningj 28.11.2020
Tilboð í íbúð Teralee 27.11.2020 28.11.2020 | 09:03
Júlíbumbuhópur leyndarmál89 4.11.2020 26.11.2020 | 21:43
Passið ykkur á tilboðum "Svartur föstudagur" _Svartbakur 24.11.2020 26.11.2020 | 21:30
Þvo í Reykjavík Boxi 30.5.2011 26.11.2020 | 19:08
Samningur í húsgagnasmíði bark 6.11.2020 26.11.2020 | 16:32
Dagur B þakkar sér góðan árangur í baráttu við Covid. _Svartbakur 25.11.2020 26.11.2020 | 15:16
Hvernig á að þrífa fitu af sturtugleri Gleðileg jól 2020 25.11.2020 25.11.2020 | 23:30
Utanlegsfóstur leyndarmál89 25.11.2020 25.11.2020 | 19:33
Uppruni táknmálsins :) Halakarta34 24.11.2020
Könnun fyrir Háskóla Íslands HaftorK 24.11.2020
Þrífa þurrkara? lovelove2 19.11.2020 23.11.2020 | 22:36
Síða 1 af 36430 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, joga80, Bland.is, mentonised, ingig, krulla27, MagnaAron, vkg, tinnzy123, superman2, flippkisi, Gabríella S, aronbj, rockybland, Krani8, anon