Bílavandamál - hljóð og einkenni.

Dabbitjell | 13. júl. '16, kl: 13:42:52 | 399 | Svara | Er.is | 0

Góðan dag. Nú vonast eg til að einhver snillingur geti aðstoðað.
Ég á Ford fusion 2005 og hafa þægindi i akstri versnað.
Finnst sem eg finni fyrir öllu í akstri jafnvel merkingingar á götu skila ser uppi bílinn með titring og tilheyrandi. Svo er stýrið stíft og þá sérstaklega á litlum hraða í beygjum og fylgir oft suð og smá titringur með þegar ég beygi hvasst en hægt.
Kemur fyrir að eg heyri sma kling hljóð að framan hægra megin.
Þetta skilar leiðinlegum akstri með titring og hljóðum og virðist hann ekki jafn stöðugur á miklum hraða.

Endilega ef einhver veit eitthvað.

 

minx | 13. júl. '16, kl: 15:32:11 | Svara | Er.is | 0

Hvað er langt síðan hann var hjólastilltur?

Hjólastilling og stýrisendar gætu komið við sögu...

Dabbitjell | 13. júl. '16, kl: 16:39:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nýlega hjolastilltur eða í mars þegar eg keypti ný dekk. Kannski þetta með stýrisendana. Gæti það skýrt óstöðuleikann, titringinn i stýri við beygjur(asamt væli og stifleika) og hvers vegna allur akstur er svona harkalegur?

Tomas1948 | 13. júl. '16, kl: 16:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Væl og stífleiki bendir oft til slakrar reimar á stýrisdælu.

vild | 13. júl. '16, kl: 20:10:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gæti líka vantað á stýrisdæluna vökva

Tomas1948 | 13. júl. '16, kl: 21:07:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yfirleitt vælir ekki þó vanti vökva, gott samt að tékka á því, kannske búið.

orkustöng | 13. júl. '16, kl: 15:34:28 | Svara | Er.is | 0

veit lítið , datt í hug dempari fastur ef það erhægt, gerist á reiðhjolum amk

Haffibesti | 13. júl. '16, kl: 21:28:38 | Svara | Er.is | 0

Jafnvægisstöng.

geispi | 13. júl. '16, kl: 21:38:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jafnvægisstöng hefur auðvitað ekkert með þetta að gera en ég myndi giska á að það vanti vökva á stýrisdæluna eða slök reim. Getur tjékkað á því með því að leggja á bílinn þegar hann er kyrr og ef þetta kemur upp í stýrið þá er þetta vandamálið. Ath að það er sjálfskiptiolía á vökvastýrisforðabúri. Og já demparalegur geta verið fastar líka. Hefur þú ath loftþrýsing ? Er venjulega um 30 til 32 psi.

Haffibesti | 13. júl. '16, kl: 22:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum er settur vökvastýrisvökvi á vökvastýri. Jafnvægisstöng getur haft mikið meira að segja en maður gæti haldið. Verið með læti og látið bílinn hegða sér illa í almennum akstri.

Dabbitjell | 14. júl. '16, kl: 15:15:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það einmitt er verst þegar hann er alveg kyrr. Frekar erfitt að snúa stýri (ekkert rosalega þó hef keyrt bil þar sem vökvastýringin var óvirk og ólíkt því)og titrar það smá þegar ég sný því og er vælið meira eins og suð.

geispi | 15. júl. '16, kl: 21:10:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkurat. liklega vantar vökva á forðabúrið eða reym slök. er buið að tjékka ?

Dabbitjell | 17. júl. '16, kl: 13:35:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skoðaði myndband á youtube og þar einmitt fékk ég að sjá og heyra vandamálið og hljómaði það mjög líkt mínu svo væntanlega vantar bara vökvann eða einsog þú segir nýja reym(kostar svoleiðis mikið?)
Annars hitt með hve næmur hann er fyrir öllum ójöfnum í veginum(þá öllum sama hve litlum) gæti það verið fjöðrunin? því ég er nokkuð viss um að dempararnir virki vel bara einsog hann sé ekki nógu stöðugur líka.

Haffibesti | 17. júl. '16, kl: 20:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Prófaðu að fara með "drusluna" á verkstæði. Það er líklegt til árangurs frekar en að spurja og spurja en gera ekki neitt og lenda í að skemma bílinn ennþá meira.

Dabbitjell | 20. júl. '16, kl: 23:55:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

How bitter. Reddaði þessu sjálfur utfrá svörunum hér. Það kemur fyrir að verkstæðin ýkji vandamál og láti gera viðhluti sem eru i lagi. Þess vegna spurði ég.

Haffibesti | 22. júl. '16, kl: 23:32:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað var vandamálið?

Dabbitjell | 16. ágú. '16, kl: 15:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vantaði vökva á stýrið og greinilega jafnvægisstilla dekkin aftur sem kom mér á óvart enda nánast nýsett undir.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Síða 2 af 47934 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien