Borga 3 meðlög og lifa á íslandi

supermariobros3 | 19. júl. '16, kl: 07:56:01 | 1794 | Svara | Er.is | 0



Þekkið þið einhvern sem er að borga með 3-4 börnum og getið lifað eðlilegu lífi á Íslandi? Ég sé á meðlag.is að það er nærri 30 þúsund krónur á barn. É

Það er óþarfi að vera með skítkast eða eitthvað annað.

 

Felis | 19. júl. '16, kl: 09:08:01 | Svara | Er.is | 13

Ætli það sé ekki svipaðar og að sjá fyrir 3 börnun og lifa á Íslandi. Mögulega aðeins auðveldara þar sem meðlag dekkar sjaldnast hálfan framfærslukostnað barns. Sá sem borgar meðlag hefur líka oft (ekki alltaf) meiri og betri tækifæri til að hýfa tekjurnar upp en sá sem þiggur meðlag.

En annars er held ég hægt að fá að borga bara 2 meðlög og geyma seinasta meðlagið. Kannski er það rugl í mér.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 09:44:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

nei kommon það kostar ekki venjulega 180 þúsund að reka 3 börn á mánuði

Felis | 19. júl. '16, kl: 09:54:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Nú jæja.
Ég myndi halda að margir 3 barna foreldrar væru ósammála þér.

Ég svosem á ekki 3 börn en ef ég miða bara við elsta barnið mitt þá er 60þús á mánuði stundum nóg en stundum alltof lítið. Samt lifum við oftast mjög spart.

Eins ef barn er hjá dagmömmu þá er kosnaðurinn við það eitt 60þús eða meira, þá er eftir annar kostnaður varðandi barnið. Vissulega lækkar svo daggæslukosnaðurinn þegar barnið eldist. Vinkona mín sparaði 100þús á mánuði þegar tvíburarnir hennar hættu hjá dagmömmu og byrjuði á leikskóla.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 09:59:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já já sumir mánuðir og tímabil eru dýrari en önnur en samt stend ég 100% á því að meðaltalskostnaðurinn þurfi ekki að fara yfir 180 þúsund á mánuði, sem betur fer á ég ekki 3 börn samt, á einn ungling og það koma alveg mjög dýrir mánuðir, miklu dýrara að eiga ungling en lítinn krakka í mínu tilviki allavega

Felis | 19. júl. '16, kl: 10:02:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held nefnilega að stóri minn sé núna að ganga í gegnum ódýrsta tímabil lífs síns og ég hugsa að 60 þús að meðaltali á mánuði sé ansi nærri lagi. Miðað við að önnur tímabil eru dýrari....

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dreifbýlistúttan | 19. júl. '16, kl: 14:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef maður spáir bara í dagmömmu- eða leikskólakostnaði, fatnaði og mat, þá er 60.000 tæplega nóg, nema það séu núðlur og hafragrautur í matinn.


Aukakostnaður eins og lyf og tómstundir getur verið drjúgur hjá sumum.

Dreifbýlistúttan | 19. júl. '16, kl: 14:31:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta: "reka börn á mánuði" er svo skelfilega illa til orða tekið.


Það vísar í grunnþarfir eins og mat, fatnað, lyf og ekki neitt meira.


Þá er ótalið allt annað eins og tómstundaiðja og ferðakostnaður.

ert | 19. júl. '16, kl: 16:29:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ha - ég setti inn 2 börn á skólaaldri í mat og frístund, 1 á leikskóla hjá 1 einum fullorðnum á höfuðborgarsvæðinu í reiknivél velferðaráðuneytisis og fékk út kostnað upp á 450 þús en kostnaðurinn við 1 fullorðin er 223. Munurinn er 227 þús sem er vel yfir 180 þús. Ég prófaði líka að hafa börnin í skóla, ekki í frístund og ekki í mat. Kostnaðurinn er þá 396 sem gerir kostnað við börnin 173 sem er déskoti nálægt 180 þús. Þannig að velferðaráðuneytið virðist halda að þetta sé kostnaðurinn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 18:28:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

reiknivél velferðarráðuneytisins er nú kannski ekki alltaf í takt við raunveruleikann, ég væri reyndar alveg til í þannig laun að maður gæti borgað þennan áætlaða kostnað en miðað við reiknivélina þá veit ég ekki hvernig ég er á lífi :) 

Máni | 19. júl. '16, kl: 18:53:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta er ekki áætlaður kostnaður heldur meðaltal úr rannsóknum sem eru gerðar reglulega. Að því sögðu væri ég til í að geta eytt mínu viðmiði.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 18:56:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afsakið, meina neysluviðmið ekki áætlaðan kostnað, finnst sumar tölur þarna svo fáránlegar að ég bara get ekki hætt að hrista hausinn

ert | 19. júl. '16, kl: 18:57:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eins og Máni segir þetta er raunverulegt meðaltal.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 19. júl. '16, kl: 19:09:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei, þetta eru m.a. miðgildi "Fyrir reglubundin útgjöld er miðgildi útgjalda skilgreint sem dæmigert viðmið, en í flokkum þar sem útgjöld eru óregluleg er jafnframt stuðst við önnur gögn".

Miðgildi og meðaltal eru gerólíkir hlutir.

"Neysluviðmiðin eru hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris. Tilgangurinn með smíði þeirra er að veita heimilum í landinu aðgang að viðmiðum sem hafa má til hliðsjónar við áætlun eigin útgjalda."

ert | 19. júl. '16, kl: 19:33:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

fyrirgefðu - en reyndar er réttara að nota miðgildi þarna og þeir gera það

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Máni | 19. júl. '16, kl: 20:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah rétt. Takk fyrir að leiðrétta.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 19:14:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en það eru svo fáránlegar tölur þarna, er meðaltalið fengið með því t.d í samgöngu/bíla viðmiðinu að reikna það út frá fólki sem á ekki bíl og fólki sem skuldar 9 mills í bílalán, þetta eru fáránlegar tölur að mínu mati


viðurkenni samt alveg að ég er dottin út úr leikskólakostnaði og þannig sem betur fer en mér finnst krakkinn minn ekki hafa farið að kosta neitt þannig fyrr en nú á unglingsárum með tómstundaiðkun, merkjavöru og þannig, átti aldrei jafnmikinn pening og þegar ég var í fæðingarorlofi og þá var það samt bara 75 þ. á mánuði :)

ert | 19. júl. '16, kl: 19:36:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kostar krakkinn ekki neitt? Það þarf að gefa honum að borða. Kannski lifið þið á núðlum en fólk gerir það ekki almennt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 19:44:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sagði kosta neitt þannig=mjög lítið, þetta voru nokkrir þúsundkallar í bleyjur og þannig og ungbörn borða nú ekki mikið, geri mér alveg grein fyrir að hlutir hafa hækkað mikið í verði síðan þá en neita að trúa að það fari meira en 60 þúsund í barn á hverjum mánuði


því miður eru margir sem lifa ábyggilega á núðlum, ekki við samt, núðlur eru leiðinlegar :) og samt erum við með skíta skítalaun og miðað við þetta viðmið ættum við ekki að geta lifað

ert | 19. júl. '16, kl: 19:47:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Þetta er miðgildi kostnaðar hjá fjölskyldum. Finnst þér að meðlagi eigi að taka viðmið af framfærslukostnaði annarrar fjölskyldunnar? Þannig að ef þú ættir barnsföður með 2 millur á mánuði þá ætti hann að borga minna til þín en maður með sömu tekjur ætti að borga til mín bara af því að ég eyði meiru?
Þetta eru rauntölur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 19:50:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það hef ég aldrei sagt og finnst ekki

ert | 19. júl. '16, kl: 19:56:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Reyndar er meðlag ekki miðað við þessar tölur en þarna sést að það er ekki undir miðgildi framfærslu. Þannig að það er varla hægt að tala um að það sé of hátt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi
ert | 19. júl. '16, kl: 20:00:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er líka hægt að eyða tugum milljóna ára í kerfi sem gerði ráð fyrir aldurtengdum kostnaði en væri að meðaltali það sama og núna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tennisolnbogi | 21. júl. '16, kl: 11:10:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meðlag í Noregi hækkar með aldri barns.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 19:23:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo skil ég engan veginn afhverju tómstundakostnaður er 63 þúsund fyrir 2 fullorðna og 1 barn en 58 þúsund fyrir 1 fullorðinn með 3 börn, er þá bara verið vinna úr tölum sem segja að einstæður foreldri eyði að meðaltali 5 þúsund kr minna á mánuði? er barar ekki að skilja hvernig hægt er að setja fram þessar tölur

ert | 19. júl. '16, kl: 19:37:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er bara það tölurnar segja okkur um hvernig eyðlan er. Þær segja okkur ekki af hverju eyðsla er eins og hún er.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 19:48:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

finnst bara tölurnar svo fáránlegar sem eitthvað viðmið (fæ ekki nóg af því að segja þetta). 

ert | 19. júl. '16, kl: 19:49:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig við hvað finnst þér að eigi að miða. Lámarksframfærslu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 19:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei nei finnst bara alveg eins hægt að sleppa því að setja þetta fram, what is the point? 

Toothwipes | 19. júl. '16, kl: 19:56:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Skiluru ekki af hverju neysluviðmið eru til?

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 20:04:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki þegar mér finnst tölurnar svona ógeðslega fáránlegar

Toothwipes | 19. júl. '16, kl: 20:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eru þær fáránlegar af því að þær henta ekki þínum neysluviðmiðum?
Það eru til meðaltalsviðmið og lágmarksviðmið. Meðaltalið er akkúrat það, það sem Íslendingar eyða í þennan hlut að meðaltali. Hitt viðmiðið ætti kannski að henta þér betur, lágmarksviðmiðið, ef þú vilt tölur sem passa betur við þitt reikningsdæmi.

ert | 19. júl. '16, kl: 19:58:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sleppa því að setja fram tölur um hvað fólk er raunverulega að eyða í uppihald? Af hverju á það vera leyndó? svo fólk viti ekki að það er að eyða minna en aðrir og verði þá ekki óánægt með laun sín?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 20:02:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ekkert leyndó, again.....finnst þessar tölur bara svo fáránlegar, svona eins og ef við færum að reikna út meðallaun í Dubai, þar sem eru 100 manns með skrilljónir og svo allir verkamennirnir með 100 kall á dag og já þetta eru ekki staðfestar tölur :)

ert | 19. júl. '16, kl: 20:08:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Þetta er miðgildi - þannig að þeim sem 50 þús og 50 millur er sleppt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 19. júl. '16, kl: 20:10:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Miðgildi af 0, 10.000, 50.000, 50.000, 10 millur og 100 millum er 50 þús.
Það er mjög erfitt að ætla að útskýra miðgildi á samskiptavef þegar maður er veikur en þetta er rétt aðferð í þessu tilfelli.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 20:20:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú þarft ekki að útskýra miðgildi fyrir mér hvort sem þú trúir því eða ekki ;) ætla bara að segja að mér finnst þessar tölur fáranlegar.....í tólfta skipti mér til gamans. Alveg eins og mér fannst fáránlegt að Portúgalar unnuFrakka á EM en þeir gerðu það samt. Fatta bara ekki tilganginn með því að setja þetta neysluviðmið upp, er það til að fátækt fólk hugsi: yes ég er að rústa þessu með því að eyða minna en þetta og ríkir að hugsa múhahaha ég eyði miklu meira en þetta múhahhaa


varðandi meðlagið eins og ég hef líka sagt áður þá væri ég alveg til í að það væri hærra en mér finnst bara svo ótrúlegt að það kosti meira en 60 þúsund alla mánuði frá 0 mánaða til 18 ára aldurs

ert | 19. júl. '16, kl: 20:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda hefur engin haldið því fram að ´nýfætt barn kosti 60 þús á mánuði en tölur sýna að meðalag er ekki yfir miðgildis kostnaði við barn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

krilamamma | 22. júl. '16, kl: 13:37:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er svakalegt.. ég er með þriðja á leiðinni, eldri að byrja í grunnskóla sem kostar 20.000 á mánuði og yngri á leikskóla og er ekki að eyða yfir 250.000 á mánuði með öllu meðtöldu (leiga, reikningar, matur, föt, bensín, bílviðgerðir á blikkdósinni...)

Ég hlýt að vera að gera eitthvað kolvitlaust miðað við þessa reiknivél ;)

ert | 22. júl. '16, kl: 18:08:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ertu að gera eitthvað vitlaust? Þú ert bara undir miðgildi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 00:34:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kommentið um að ég sé að gera eitthvað er nú bara djók ;)

neutralist | 22. júl. '16, kl: 18:46:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað grunnskóli kostar 20 þúsund á mánuði? Á Íslandi?

alboa | 22. júl. '16, kl: 18:49:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur verið í einkaskóla eða krilamamma er að tala um frístund eftir skóla plús mat í hádeginu sem kostar um 20 þús á mánuði samtals.


kv. alboa

neutralist | 22. júl. '16, kl: 18:49:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einkaskólarnir sem ég þekki til kosta minna en þetta í skólagjöld, en já frístundaheimilið kostar sitt og maturinn í hádeginu líka.

alboa | 22. júl. '16, kl: 18:51:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einkaskólinn sem mín var í kostaði 21 þús á mánuði.


kv. alboa

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 00:34:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

waldorf, með matargjaldi (og innifalið lengd viðvera) :)

ert | 22. júl. '16, kl: 19:03:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að þér tekst að leggja fyrir peninga? Af því að þú færð væntanlega 60 þús í meðlag og svo barnabætur þannig að ef ég dreg það frá 250.000 þá ertu á mjög lágum launum eða þú ert að leggja fyrir. Þetta er langt undir því sem öryrki fær frá TR með meðlagi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 22. júl. '16, kl: 22:34:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða forsendur settirðu inn í reiknivélina? - 75% öryrki frá TR fær ekki bara meðlag frá meðlagsgreiðanda, hann/hún fær það líka frá TR.  Ég henti inn upplýsingum, tvö börn, einhleyp(ur), öryrki frá 20 (það skiptir máli, veit að  sjálfsögðu ekkert um nikkið, þar með talið ekkert um hvort viðkomandi er öryrki) - miðað við þær forsendur fær viðkomandi tæp 329 þúsund í bætur á mánuði eftir skatt og þá á eftir að reikna barnabætur inn sem geta verið um 40.000 á mánuði - samtals um 370.000 krónur eftir skatt.

Það er ekki slæmur grunnur til að lifa af.

Kannski er þetta eitthvað bögglað hjá mér - ég veit að sjálfsögðu ekki hvað þú lagðir til grundvallar.

ert | 22. júl. '16, kl: 22:35:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já og 250.000-60.000=190.000
190.000 eru langt undir 370.000.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 22. júl. '16, kl: 22:36:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


250.000 eru líka langt undir 370.000.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 22. júl. '16, kl: 22:48:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eins og ég las innleggið frá nikkinu þá sagðist viðkomandi ekki vera að eyða yfir x krónum á mánuði - ekki að hún/hann hefði bara x krónur á mánuði.

Tveir ólíkir vinklar :)

ert | 22. júl. '16, kl: 22:50:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þá er hún að leggja fyrir peninga sjá spurningu mína "Þannig að þér tekst að leggja fyrir peninga?"
Ef hún er að fá hærri upphæð en hún eyðir þá leggur hún fyrir.
*jísús*

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 22. júl. '16, kl: 22:59:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jebb og amen

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 00:38:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei, ekkert væntanlegt að maður fái meðlag nema maður kjósi að gera það og ég hef ekki áhuga á því þar sem það væri pínu kjánalegt í okkar aðstöðu, en barnabæturnar fara í leikskólagjöld og er svo skipt á milli foreldra þegar þess þarf en annars situr það á sér reikning.

Og nei ég er ekki að leggja fyrir, þetta eru launin sem fylgja 80% næturvinnu (sem verður vonandi bráðum 100% þar sem það gengur illa að finna aðra íbúð án þess að hækka greiðslumöguleikann á leigu)

ert | 23. júl. '16, kl: 00:40:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Það er ekki kjánalegt nema ef hann er með börnin 50/50 og þið skiptið kostnaði við það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 23. júl. '16, kl: 00:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


við þau.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 00:44:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessvegna segji ég "í okkar aðstöðu" :)
Erum með viku og viku og skiptum öllum kostnaði eins vel og hægt er (ef annað okkar þarf aukahjálp eða getur hjálpað aukalega er það aldrei neitt vandamál)

ert | 23. júl. '16, kl: 00:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Og þá ertu með minni kostnað en miðgildis einstætt foreldri eyðir. Miðgildis einstæða foreldri fær meðlag og greiðir hluta af því sem barnsfaðir þinn er að greiða. Þar með er það með meiri kostnað en þú.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 00:52:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok, samtals fyrir utan leigu og reikninga er verið að borga ca 80.000 í heildina í börnin, af báðum heimilum þá saman (illa reiknað en close enough) þá reiknað með því að bæði voru enn á leikskóla og með systkinaafslátt, fer kannski upp í 100.000 þegar annað er á leikskóla og hitt í waldorf skólanum með mat (21.500 á mánuði) :)

ert | 23. júl. '16, kl: 00:56:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


já tvöfalt meðlag með 2 börnum er 120 þús. Þessi börn eru á ódýra aldrinum þannig að það er ekkert óeðlilegt.
Talaðu við mig þegar þú ert komin með 2 í grunnskóla með æfingagjöld í íþróttum og sumarnámskeið og væl um síma og merkjavöru.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 00:59:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verður allavega ekki væl um merkavörur á mínu heimili :)
En já, 4 og 6 er kannski "ódýri aldurinn" þó ég sjái ekki fram á breytingar næstu árin.. leikskólagjald breytist í skólagjald og launin verða hærri þegar það kemur að símaaldri ;)

ert | 23. júl. '16, kl: 01:01:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Passaðu þig Pokemon go hefur lækkað símaaldur

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 01:02:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki á mínu heimili .. hér er bara fullorðið fólk sem tekur þátt í svoleiðis vitleysu ;) ;)

ert | 23. júl. '16, kl: 01:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6


Ó hvað lífið á eftir að koma þér á óvart ;)
kveðja, unglingsmóðir

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 00:40:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það væri alveg óskandi að leggja fyrir, það mun verða möguleiki seinna .. :)

Emmellí | 19. júl. '16, kl: 21:33:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Á 3 börn (dagmömmubarn, leikskóla, skólabarn) og bara vistunargjöld og
matur er í kingum 100 þús + á mánuði. Þá á eftir að fæða og klæða, kaupa
lyf, tómstundir og allt annað sem tilheyrir.

Kostar örugglega meira en 180 þúsund að reka 3 börn !

Blandpía | 20. júl. '16, kl: 09:03:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jemin hvað ég er alltaf ánægðari og ánægðari að eiga ekki börn, þó á ég fyrverandi fósturbörn sem ég á mikið í og eru í dag ekki á mína ábyrgð

Brindisi | 20. júl. '16, kl: 09:09:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha skil þig, ég er svo ánægð að mín eina er að verða 16 ára :)

Blandpía | 20. júl. '16, kl: 09:17:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En þarna komum við að því að lögheimilforeldri leggur út sinn 90 þús og hitt foreldrið leggur út 90 þús húsaleigubætur með 3 börn eru upp allt að 80 þús og svo þessar upphæðir sem koma fram hér fyrir neðan í barnabætur, meðan hitt foreldrið hefur engan rétt á sömu húsaleigubótum eða fær barnabætur sem er helvíti fúlt ef hann/hún vill hafa aðstöðu fyrir börnin heima hjá sér/þeim.

fálkaorðan | 20. júl. '16, kl: 21:15:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta með húsaleigubæturnar breitist um áramót.

En mér finnst ekki að barnabætur eigi að koma fyrir það eitt að greiða meðlag. Það verður amk að vera einhver annar kostnaður af börnunum fyrir foreldrið. IMO

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Snobbhænan | 21. júl. '16, kl: 15:09:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það fá ekki allir húsaleigu eða vaxtabætur. fullt af lögheimilisforeldrum sem fá ekki slikt.

tóin | 21. júl. '16, kl: 15:57:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er að sjálfsögðu tekju- og eignatengt.

Þetta er hins vegar dæmi um muninn á lögheimilisforeldri og meðlagsgreiðanda 3 barna sem bæði eiga 0 eignir og bæði hafa 5.000.000 í árstekjur og borga 180.000 í leigu:

Húsaleigubætur lögheimilisforeldri: 33.585 kr.

Húsaleigubætur meðlagsgreiðanda: 5.585 kr.

Eini munurinn milli þessara tveggja í dæminu er fólginn í lögheimilisskráningu barnanna.


Það hafa hins vegar samþykkt ný lög um húsnæðisbætur sem taka gildi frá og með næstu áramótum.  Vaxtabæturnar eru óbreyttar.

neutralist | 22. júl. '16, kl: 18:48:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mjög góð breyting. Auðvitað ætti foreldri sem er með barn en ekki með lögheimiil að fá vaxtabætur sem einstætt foreldri líka. Ef umgengni er einhver þarf að skaffa húsnæði fyrir barnið og það kostar jafn mikið hvort sem barnið er þar fjóra daga í mánuði eða 15.

alboa | 22. júl. '16, kl: 18:49:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ætti það foreldri að fá sjálfkrafa vaxtabætur sem einstætt foreldri? En ef viðkomandi er ekki einstætt foreldri?


kv. alboa

neutralist | 22. júl. '16, kl: 18:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Illa orðað hjá mér, ég átti auðvitað við ef viðkomandi foreldri væri einhleypt, en ekki ef umgengnisforeldrið er gift auðvitað.

tóin | 22. júl. '16, kl: 22:40:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eitt af stóru vandamálunum í þessu bótadæmi öllu saman er viðmiðið við einhleyp(ur) eða í sambúð/hjúskap.

Það er frekar erfitt að skilgreina sambúð - ef hún er ekki skráð - og því er þetta misnotað beint og óbeint (óbeint, þannig að fólk er að bögglast með hvenær það er kærustupar og tannburstinn bara geymdur og hvenær tannburstinn er fluttur inn - svo gerist eitthvað og allt í einu skiptir þetta öllu máli og of seint að gera eitthvað í því).

og svo hinn anginn - afhverju á að skilgreina fólk út frá sambúðarformi þeirra  - þetta tengist tekjujöfnun að sjálfsögðu og sumir flytja inn á milljónera bladíblabla - en á "hið opinbera" að velta fyrir sér sambúðarformi fólks og blanda mökum inn í persónubundna aðstoð, eða bara horfa fram hjá slíkum flækjufót og horfa bara á einstaklinginn.  Ég hallast að því síðarnefnda.

Gunnýkr | 20. júl. '16, kl: 12:11:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef að foreldrar eru að borga 30-50 þúsund fyrir gæslu eftir því hvort það er leikskóli eða dagmamma þá er 10-30 þúsund eftir fyrir öllu öðru. Er það óraunhæft?

Brindisi | 20. júl. '16, kl: 12:16:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvar þarf maður að borga 50 þúsund í gæslu? en eníhú, kemur ekki systkinaafsláttur strax á krakka númer 2, svo eru nottla baddnabæturnar

Gunnýkr | 20. júl. '16, kl: 12:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vinkona mín er að borga 50 þúsund hjá dagmömmu... Hún er reyndar ekki einstæð.. en maðurinn hennar er ekki barnsfaðir hennar. Hún greiðir því ekki sem einstæð en fær meðlag. 

fálkaorðan | 20. júl. '16, kl: 21:16:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að borga 65, plús svo 15þ fyrir eldri á leikskóla.

Svo eignaðist ég eitt barn enn og var með 2 hjá dagmömmu á sama tíma.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Brindisi | 20. júl. '16, kl: 21:44:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fylgdu demantar með?

fálkaorðan | 20. júl. '16, kl: 22:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er bara normal verð á dagmömmu í reykjavík, eflaust eitthvað hærra í dag.

Þær eru samt alvarlega undirborgaðar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Brindisi | 20. júl. '16, kl: 22:26:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég borgaði 7000 kr fyrir dagmömmu 2001 eða 2002 fyrir hálfan daginn þannig að ég er kannski pínu offf

Felis | 20. júl. '16, kl: 22:39:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Á þeim tíma voru dagmömmur rosalega mikið niðurgreiddar á Akureyri. Þetta var nefnilega einu sinni fjölskylduvænn bær.
Fyrir utan almennar breytingar á verðlagi.

Ég geri ráð fyrir að þurfa að borga 50-60þús fyrir krílið sem er á leiðinni þegar það fer til dagmömmu. Litlinn, sem er fæddur, kemst sennilega beint inn á leikskóla - það er miklu ódýrara.

Akureyri er líka með dýrustu frístund landsins (eða var það fyrir 2-3 árum).

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Brindisi | 20. júl. '16, kl: 22:43:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ég er sem betur fer laus úr þessu :)

Toothwipes | 24. júl. '16, kl: 11:49:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á sama tíma var ég að borga um 35 þúsund í Reykjavík fyrir allan daginn.

neutralist | 22. júl. '16, kl: 18:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dagmamma kostar oft 50 þúsund, líka hjá einstæðum.

neutralist | 22. júl. '16, kl: 18:41:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig kostar það minna en 60 þúsund?

Leikskóli kostar kannski 30 þúsund, akstur á leikskóla eða skóla kostar eitthvað, matur ofan í barnið kostar eitthvað, föt kosta eitthvað, tómstundir kosta eitthvað, sér herbergi fyrir barnið kostar um 20 þúsund á mánuði ef við erum að tala um leigu eða hærri húsnæðislán og svo framvegis.

Ef barnið er ekki á leikskóla þá kostar frístundaheimili um 10 þúsund, tómstundir verða dýrari eftir því sem það verður eldri og matur og föt líka.

alboa | 22. júl. '16, kl: 18:50:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frístundaheimili eru misdýr og það sem mín var á kostaði meira en 10 þús.


kv. alboa

neutralist | 22. júl. '16, kl: 18:52:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þess heldur. Ég er að rökstyðja það að það kosti ekki minna en 60 þús.

Mín reynsla er 50+ í dagmömmu, 30 í leikskóla og svo framvegis. Fólk verður líka að reikna með kostnaði við akstur í skóla og allt þetta. Safnast þegar saman kemur.

tóin | 19. júl. '16, kl: 10:01:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Lögheimilisforeldri með lágar tekjur fær barnabætur og það er tekið tillit til þess í vaxta og húsaleigubótum

Meðlagsforeldri með lágar tekjur fær engar bætur þrátt fyrir að vera foreldri.

Þetta er ekki endilega "svipað" dæmi.

Felis | 19. júl. '16, kl: 10:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það þarf ekki að vera með háar tekjur til að allar þessar bætur skerðist rosalega. T.d. eru barnabætur strax farnar að skerðast verulega ef fólk er með lágmarkslaun.

Lögheimilisforeldrar eru ekki að græða fjárhagslega á því að vera með börnin. Þeir græða oft mikið samt, sérstaklega ef þeir fá að vera mikið með börnin sín. En þeir græða engan pening á því og taka alla ábyrgðina.

That being said þá finnst mér að allir foreldrar (amk allir forræðisforeldrar) ættu að vera foreldrar í opinberum kerfum t.d. með tilliti til húsaleigu-, barna- og vaxtabóta.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tóin | 19. júl. '16, kl: 22:31:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lögheimilisforeldri með 5.000.000 í árstekjur fær 50.000 í barnabætur á mánuði miðað við þrjú börn, eitt undir sjö ára.

Skerðingin er þó ekki meira en það,  þátt fyrir að vera með um 400.000 krónur í tekjur á mánuði.


Brindisi | 19. júl. '16, kl: 22:39:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu ekki að meina á 3. mánaða fresti?

tóin | 19. júl. '16, kl: 22:50:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, samtals rúm 205 þúsund ársfjórðungslega miðað við reiknivél barnabóta. Rúm 820 þúsund á ári.

Brindisi | 20. júl. '16, kl: 08:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá það finnst mér mikið

Petrís | 20. júl. '16, kl: 21:28:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá það er engin smáupphæð

Felis | 20. júl. '16, kl: 22:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

400þús fyrir skatt btw.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tóin | 20. júl. '16, kl: 22:53:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já - 400.000 í laun - lögheimilisforeldri fær barnabætur með þessar tekjur, meðlagsgreiðendur, sem greiða sín meðlög af þeim peningum sem eru til staðar eftir skatt rétt eins og lögheimilisforeldri notar þá peninga sem sitja eftir þegar skattur hefur verið greiddur í framfærslu - fær engar barnabætur. 

ert | 20. júl. '16, kl: 23:03:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en meðlagsgreiðandi getur sloppið með meðlag og engan húsnæðiskostnað en það gerir lögheimilsforeldri ekki.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 20. júl. '16, kl: 23:21:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

tja ég þekki nú alveg foreldra sem búa frítt heima hjá sínum foreldrum eða öðru skyldfólki. Ekki viss um að í þeim hópi séu frekar meðlagsgreiðendur en aðrar týpur af foreldrum. 
En þú ert væntanlega að g.r.f. því að lögheimilisforeldrar séu bundnari af því en meðlagsgreiðendur að velja sér húsnæði í samræmi við barnafjölda. Ég sé samt alveg fyrir mér að það sé upp og ofan í dag. Margir meðlagsgreiðendur eru með bornin sín alveg til jafns á við hitt foreldrið og engin sérstök ástæða til að ætla að þeir vilji síður en lögheimilisforeldrar bjóða börnunum sínum upp á þokkalegt húsnæði. 

ert | 20. júl. '16, kl: 23:24:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6


OK. Þannig að þér þætti í lagi forsjárlaust foreldri sem hefði aldrei skipt sér af 3 börnum sínum og aldrei tekið þau fengi jafn miklar barnabætur og hitt foreldrið sem væri alltaf með þau - það er gefið að foreldrarnir séu jafn tekjuháir?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 20. júl. '16, kl: 23:46:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

heyrðu já, ég sé það núna að það er akkúrat sem ég meinti. Eða þú veist, það sem mig langaði til að segja en vissi bara ekki fyrr en þú komst og hjálpaðir mér. 

tóin | 20. júl. '16, kl: 23:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

meðlagsgreiðendur sofa náttúrulega bara allir kósí saman í hljómskálagarðinum - þak yfir höfuðið er bara pjatt.

það að lögheimili barns sé skráð á einhverja tiltekna adressu hefur ekkert að gera með hversu miklum tíma barnið ver á því heimili og hversu miklum tíma það ver annars staðar - það er ekki nokkurt eftirlit haft með því eða tillit tekið til þess við útreikning barnabóta eða húsnæðisbóta (þetta með húsnæðisbæturnar gæti breyst um áramótin.

ert | 20. júl. '16, kl: 23:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er að tala um að feður sem aldrei sinna börnum sínum á neinn hátt eigi að fá barnabætur á jafns við hitt foreldrið. Þetta á jú að ganga yfir alla meðlagsgreiðendur alveg óháð því hvort þeir eru eitthvað að sinna börnunum. Það jafnar nefnilega aðstöðumun foreldrisins sem er aldrei með börnin og þess sem er alltaf með þau. Það er nefnilega svo óréttlátt að sleppa með 180 þús fyrir 3 börn í 18-20 ár og þurfa ekkert annað að leggja fram. Það er bara réttlæti að fólk geti fengið barnabætur fyrir peningana sína.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 20. júl. '16, kl: 23:44:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Meðlag með þremur börnum er um 90.000 á mánuði - á meðan þau eru öll a meðlagsskyldualdri.

Það eru ekki bara feður sem eru meðlagsgreiðendur og það eru reyndar ekki bara feður sem ekki vilja eða ekki fá að sinna börnunum sínum umfram það að borga meðlag með þeim.

Það er jafnréttismál að barnabætur séu miðaðar við tekjustofn allra foreldra ekki bara helming þeirra.

ert | 20. júl. '16, kl: 23:48:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að þér finnst í rauninni rétt að
Ráðstöfnunartekjur A eftir framfærslu barna: Tekjur + barnabætur - húsnæðiskostnaður fyrir sig og 3 börn - auka kostnaður við að vera alltaf með börnin
Ráðstöfunartekjur B  eftir framfærslu barna: Tekjur + barnabætur


Það á ekki að taka tillt til þess við greiðslu barnabót hvort börnin fari yfirhöfuð til foreldrisins.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tennisolnbogi | 21. júl. '16, kl: 11:20:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Á alltaf að reikna með því að umgengnisforeldrar sinni aldrei börnum sínum og borgi bara meðlag? Er rétt að miða öll lög við það? Er ósanngjarnt að það sé gert ráð fyrie opinberri aðstoð við venjulega umgengnisforeldra vegna skussanna sem virða ekki rétt barna sinna? Er það ekki svolítið eins og að það geti enginn fengið atvinnuleysisbætur því sumir vinna svart?

ert | 21. júl. '16, kl: 12:42:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Nei það hef ég aldrei sagt. En fólk hér hefur verið að segja að barnabætur eigi að miða við tekjur og að greiða fyrir framfærslu barns óháð því hvort um einhverja umgengni við barnið er að ræða. Þannig eiga allir þessir fjórir foreldrar rétt á sömu barnabótum
Ráðstöfnunartekjur A eftir framfærslu barna: Tekjur + barnabætur - húsnæðiskostnaður fyrir sig og 3 börn - auka kostnaður við að vera alltaf með börnin
Ráðstöfunartekjur B  eftir framfærslu barna: Tekjur + barnabætur 
Ráðstöfunartekjur C eftir framfærslu barna: Tekjur + barnabætur - húsnæðiskostnaður fyrir sig og 3 börn - auka kostnaður við að vera 50% með börnin  (mínus að C greiðir hinu foreldrinu meðlag þrátt fyrir að vera með 50% með börnin)
Ráðstöfunartekjur D eftir framfærslu barna: Tekjur + barnabætur - húsnæðiskostnaður fyrir sig og 3 börn - auka kostnaður við að vera með börnin 2 daga í viku  og 4 vikur á sumri.


Allir þessir aðila eiga að fá jafn miklar barnabætur ef þeir eru með sömu tekjur.
Samt greiðir C mest vegna barna, því næst A, svo D en B minnst.
En það er réttlátt að allir fái jafnt af því að allir greiða fyrir framfærslu barna sinna - sumir að vísu meira en aðrir.


Ef fólki finnst að foreldrar sem eru aldrei með börn sín eigi rétt á því sama og foreldrar sem sinna börnum sínum af hverju er þá fólk ekki að mótmæla húsaleigulögunum. þar stendur "enda dvelji barnið hjá foreldrinu eða forsjáraðilanum í að lágmarki 30 daga á ári samkvæmt samningi um umgengni sem sýslumaður hefur staðfest, sbr. 5. mgr. 46. gr. barnalaga, úrskurði sýslumanns um umgengni skv. 47. eða 47. gr. a sömu laga, dómi eða dómsátt. Telst barnið þá sem heimilismaður hjá báðum foreldrum sínum eða forsjáraðilum til 18 ára aldurs." Þetta þýðir að foreldrar verða að hafa það skriflegt að barnið eigi að dvelja hjá þeim í 30 daga annars fái þeir ekki húsaleigubætur. Þetta er náttúrulega óréttlátt. Auðvitað eiga menn að geta húsaleigubætur fyrir það eitt að vera skráðir meðlagsgreiðendur

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 21. júl. '16, kl: 15:29:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Og kemur upp annað vandamál ef það foreldri sem greiðir meðlag á að fá jafn háar barnabætur og foreldrið sem býr með barninu.
Foreldrar A og B eiga tvö börn og foreldrar C og D eiga líka tvö börn. Öll eru þau með sömu tekjur og enginn í sambandi.
Foreldri A greiðir bara meðlag og er  með börnin aðra hverja helgi. Foreldri B er annars með börnin. Báðir foreldrar eiga að fá barnabætur sem einstæðir foreldrar með tveimur börnum.
Foreldri C er með 1 barn og greiðir því ekkert meðlag. Foreldri D er með eitt barn og greiðir því ekki meðlag. Hvorugt foreldri greiðir meðlag og því fá þau ekki barnabætur nema með einu barni af því að barnabætur eiga að byggja á tekjum og því að vera með skráð lögheimili barns eða greiða meðlag.
Þarna verður til mismunun þar sem A og B fá hærri barnabætur en C og D.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

safapressa | 21. júl. '16, kl: 18:47:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

meðlagsgreiðandi hefur oftast svigrúm til að vinna töluvert meira og hafa meiri tekjur en foreldrið sem börnin búa með. 

pikkanikka | 21. júl. '16, kl: 19:09:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hver eru rökin fyrir því þegar um jafna umgengni er að ræða?

safapressa | 21. júl. '16, kl: 19:10:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var ekki að tala um þegar um jafna umgengni er að ræða.. 

pikkanikka | 21. júl. '16, kl: 19:10:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ok, þú segir samt bara að meðlagsgreiðandi hafi oftast svigrúm til að vinna meira ;)

safapressa | 21. júl. '16, kl: 19:29:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, heldur en foreldrið sem börnin búa hjá sagði ég líka... :)

tóin | 22. júl. '16, kl: 22:44:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er bara allur gangur á því - fullt af meðlagsgreiðendum hafa enga löngun til að vera fjarverandi börnum sínum og fullt af lögheimilisforeldrum sinna mikilli vinnu. Svo eru meira að segja mörg dæmi þess að meðlagsþiggendur eru á hærri launum en meðlagsgreiðendur - þó þeir vinni skemri vinnutíma.

safapressa | 22. júl. '16, kl: 22:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jájá, ég var að tala um umgengisforeldri sem tekur barnið/börnin sín t.d. aðra hverja helgi. Þetta á auðvitað ekki við þegar um jafna umgengi er um að ræða.

tóin | 22. júl. '16, kl: 23:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jafnvel þó einungis sé um hálfsmánaðar helgarheimsóknir að ræða (sem er furðu hallærislegt, að mínu mati á 21. öldinni) - þá breytir það því ekki að meðlagsgreiðandi þarf ekki að vera á hærri launum en meðlagsþiggjandi, þó að meðlagsgreiðandi vinni einhverja yfirvinnu.

Ég er á þeirri skoðun á bætur, sama hvaða nafni þær nefnast, eigi að miða við einstakling, óháð sambúðarformi (mér finnst til dæmis að það að núverandi barnabætur taki mið af maka sem er óskyldur viðkomandi börnum algert bull)

Mér finnst líka að allir eigi að eiga tilkall til barnabóta sem á annað borð eiga börn - skertar bætur miðað við tekjur að sjálfsögðu - ég er nufninlega hlynnt tekjutengingu.

og nú er ég farin að tala um aðra hluti en þú komst inn á - sorrý :)

safapressa | 22. júl. '16, kl: 23:16:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað allur gangur á þessu eins og öllu öðru, var bara að benda á þennan vinkil 

alboa | 19. júl. '16, kl: 10:55:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Samkvæmt nýjum lögum um húsnæðisbætur þá fá umgengnisforeldrar hærri húsnæðisbætur ef þeir eru með börnin í 30 daga á ári eða meira.


Ef ég pæli í kostnaðinum á mínum krakka yfir árið þá er það vel yfir 60 þús á mánuði. Samt er hann ekki í dýrum tómstundum eða tónlistarnámi. Það er dýrt að kaupa föt á krakka sem stækkar endalaust og er kominn upp úr barnafataverslunum. Það er dýrt að endurnýja útiföt tvisvar á ári. Svo er ótrúlegur kostnaður sem bætist við og telur á endanum.




kv. alboa

tóin | 19. júl. '16, kl: 13:19:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þau lög taka gildi 1. janúar 2017

alboa | 19. júl. '16, kl: 17:36:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda ekki hægt að hrófla við bótum á jafn afdrifaríkan hátt á miðju ári, allavega ekki ef þér þykir vænt um starfsfólkið sem vinnur á stofnunum.


En ég vildi nú annars bara benda á að það er verið að gera eitthvað til að reyna jafna stöðu foreldra, hvort sem þeir eru með lögheimili barnanna eða ekki.


kv. alboa

Mae West | 19. júl. '16, kl: 14:57:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvenær byrjaði þetta? Ég er með mitt barn miklu meira en þetta to say the least og hef aldrei heyrt á þetta minnst einu sinni. 

alboa | 19. júl. '16, kl: 17:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nýsamþykkt lög sem eins og tóin bendir á taka gildi um næstu áramót. Einn liður í að jafna stöðu heimila.


kv. alboa

Blandpía | 20. júl. '16, kl: 09:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem er briliant, komin tími til :)

svarta kisa | 19. júl. '16, kl: 19:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þú segir húsnæðisbætur, ertu þá að tala um húsaleigubætur og vaxtabætur?

alboa | 19. júl. '16, kl: 19:52:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er verið að vinna að því að sameina þessar bætur.

kv. alboa

svarta kisa | 19. júl. '16, kl: 21:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk :)

tóin | 21. júl. '16, kl: 11:37:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lögin sem búið er að samþykkja og taka gildi um næstu áramót ná einungis til húsaleigubóta - ekki vaxtabóta

Blandpía | 20. júl. '16, kl: 09:20:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nkl minn fyrverandi og hans fyrverandi eru/voru með viku og viku fyrirkomulag hann borgar jafn ef ekki meira til barnana, hann fær ekkert frá neinum nema borgar meðlag til hennar meðan hún fær öll réttindi a.k.a húsaleigubætur, barnabætur og meðlag því hún er með foræði.

tóin | 20. júl. '16, kl: 09:24:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af því að hún er með lögheimili - forræði snertir þetta ekkert, þó þau væru með sameiginlegt forræði þá væri skiptingin þessi.

frá og með 1. janúar 2017 breytist rétturinn til húsnæðisbóta á grundvelli umgengnissamnings hjá sýslumanni (verði lögin enn við lýði þá)

Blandpía | 20. júl. '16, kl: 09:28:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er reyndar í Danmörku en lögin svipuð og hérna, nema nýu lögin eru ekki að taka gildi þarna, hún þarf að samþykkja það að breyta um lögheimili og það er það sem hann er að kljást við núna að reyna það er eins og lepja dauðan úr skel. . . . þar sem hann er núna með börnin alfarið.

tóin | 20. júl. '16, kl: 09:34:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sú staða hefur reyndar líka komið upp hér á landi - að börnin séu að mestu hjá því foreldri sem ekki hefur lögheimili þeirra skráð hjá sér og hefur því ekki rétt til barnabóta

og í þeim tilfellum þar sem börnin dvelja viku og viku - þá er samt bara annar aðilinn með rétt til barnabóta (eða annarra bóta, þar til ný lög taka gildi)

Lögheimilisbindingin skekkir þessa hluti verulega þegar kemur að foreldrum barna.

tennisolnbogi | 21. júl. '16, kl: 11:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef fólk er að borga helming alls kostnaðar (þmt leikskóla/frístund oþh) þá ætti meðlagsinnheimta að falla niður (enda meðlag greitt án milligöngu). Ef ekki gengur að fella niður meðlagsinnheimtu, getur umgengnisforeldi hætt að greiða helming vistunarkostnaðar t.d. Lögheimilisforeldri verður þá að greiða það. Þess vegna eru lögin svona (ekki gallalaus), lögheimilisforeldri ber alltaf lokaábyrgð á kostnaði og getur því farið fram á meðlag ef helmingurinn er ekki greiddur af hinu foreldrinu. Eins getur það foreldri hætt að greiða annað en umgengniskostnað ef það greiðir meðlag. Ef þetta virkar ekki þá eru það foreldrarnir sem eru með bögg, ekki lögin.

Snobbhænan | 21. júl. '16, kl: 15:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

af hverju borgar hann meðlag ef það er vika/vika?

pikkanikka | 21. júl. '16, kl: 15:55:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vegna þess að lögheimilisforeldri þarf að samþykkja að ekki sé greitt meðlag og það er það sem umgengnisforeldrar eru að berjast fyrir að verði breytt. Það halda mjög margir að meðlag falli sjálfkrafa niður ef um viku og viku umgengni er að ræða en svo er ekki.

Snobbhænan | 21. júl. '16, kl: 15:57:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég á nú bara við sanngirnina í þessu, ef maðurinn er með 50% umgengni og borgar allt jafnt til móts við móður þá sé ég ekki að þurfi meðlag.  

pikkanikka | 21. júl. '16, kl: 16:00:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nákvæmlega, mjög ósanngjarnt en mörg svona tilfelli sem ég þekki og bara af því að lögheimilisforeldri neitar að fella niður meðlög :/

Dalía 1979 | 20. júl. '16, kl: 23:36:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er nú verið að breyta þessu á bara eftir að ýta á takkann svo þetta fari í gegn á þingi

ert | 20. júl. '16, kl: 23:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu með link á frumvarpið?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 20. júl. '16, kl: 23:47:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er orðið að lögum - þau taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1.1.2017

http://www.althingi.is/altext/145/s/1468.html

ert | 20. júl. '16, kl: 23:51:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekkert um barnabætur þarna. Samsung er að segja að meðlag greiðslu og barnabætur séu að fara breytast bara alveg á næstunni þannig tekið verði tillit til búsetu barna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 20. júl. '16, kl: 23:54:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er satt - ég fattaði ekki að viðkomandi væri að visa til breytinga á barnabótum - hef ekki heyrt af því

ert | 20. júl. '16, kl: 23:59:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru engar slíkar breytingar fyrirhugaðar á næstunni mér vitanlega en það er vissulega þörf á þeim og athugaðu að engar breytingar hafa verið gerðar á vaxtabótakerfinu. Þetta er allt flóknara í framkvæmd en húsnæðisbætur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 20. júl. '16, kl: 23:45:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er búið að samþykkja lögin - þau taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. janúar 2017.

tóin | 20. júl. '16, kl: 23:49:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sorrý - ég hélt þú værir að tala um húsnæðisbótalögin - hef ekki heyrt af neinu sem snýr að barnabótum

Myken | 19. júl. '16, kl: 23:14:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minnir að það er að borga með 3 og geymir það 4..4. hvert frítt eða þannig 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

tóin | 19. júl. '16, kl: 23:23:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér vitanlega er ekkert frítt í þessu - geymslan þýðir bara að þú borgar það til ríkisins síðar

Myken | 19. júl. '16, kl: 23:35:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit þessvegna skrifaði ég "eða þannig"

hef heyrt þessa setningu alla æfi þó það sé í raun og verru ekki rétt að halda þessu fram þar sem það er í raun alltaf borgað með öllum börnum en sa sem þarf að greiða greiðir bara 3x meðlag í einu en þarf að borga þar til búrið er að borga alla skuldina upp tíl ríkinsisn

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

bluejean | 19. júl. '16, kl: 09:24:20 | Svara | Er.is | 5

Þú ættir að fá viðtal við félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustunni í þínu hverfi.  Þetta er erfið aðstaða sem þú ert í og mikilvægt að þú fáir réttar upplýsingar um úrræði.  Ég hef mikla reynslu sem einstætt foreldri og veit líka að oft var þröngt í búi hjá föður barnanna minna sem borgaði þrjú meðlög.  Síðan en ekki síst er spurningin hvað finnst þér vera eðlilegt líf og hvar ertu á nægjusemisskalanum.  Mundu að þetta snýst um einhver ár í lífi þínu …ekki alla æfina.  Að koma börnum til manns snýst ekki síst um að kenna/reyna að innræta  þeim verðmætamat og hjálpa þeim að fara vel með…hvort sem það eru föt, peningar eða tilfinningar en ekki að kaffæra þau velmegun.   

Máni | 19. júl. '16, kl: 09:47:15 | Svara | Er.is | 0

bróðir minn lifði bara fínu lífi. núna borgar hann bara með tveimur því eldri tvö eru fullorðin.

Bakasana
T.M.O | 19. júl. '16, kl: 12:18:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég væri alveg til í að sjá einhverjar lagfæringar á kerfinu fyrir meðlagsgreiðendur en að kalla meðlagið blóðtöku finnst mér eiginlega frekar mikið

Bakasana | 19. júl. '16, kl: 13:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið hvað? Þetta orðalag hefur ekkert með stöðu meðlagsgreiðenda v/stöðu annarra að gera. Ég er einfaldlega að benda á að 90.000 kall á mánuði fyrir einstakling sem hefur 250.000 kall í ráðstöfunartekjur er stærri biti(blóðtaka) en 90.000 kall fyrir einstakling með 600.000 í ráðstöfunartekjur. Þess vegna er fullt af meðlagsgreiðendum sem geta auðveldlega lifað venjulegu lífi þótt þeir greiði meðlag og meira með 3 börnum. 

T.M.O | 19. júl. '16, kl: 15:07:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þá blóðtaka að eiga börn?

Bakasana | 19. júl. '16, kl: 18:10:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stórir kostnaðarliðir eru blóðtaka. Skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn, húsnæði, nám eða viðhald á húsnæði. Það er nú allt og sumt sem þessi blóðtaka stóð fyrir. 

T.M.O | 19. júl. '16, kl: 18:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mér finnst þetta furðulegt orðalag. Nei ég er ekki tilbúin að kalla kostnað við að eiga barn blóðtöku. Ef ég ætti að nota það orðalag þá væri hægt að segja að húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu væri blóðtaka en ekki uppihald á barni.

Blandpía | 20. júl. '16, kl: 09:08:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ekkert smá, andlega, starfslega, frelsislega og fjárhagslega en á móti tilfinningalega gefandi. Personulega finnst það ekki góður díll

Brindisi | 20. júl. '16, kl: 09:10:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

voðalega er ég eitthvað sammála þér hérna í morgunsárið :)

alboa | 19. júl. '16, kl: 17:37:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En ef lögheimilisforeldrið er alveg jafn tekjulágt? Hvaðan á það að taka peningana til að borga allt sem þú taldir upp?


kv. alboa

Snobbhænan | 19. júl. '16, kl: 17:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nú, þarf eitthvað að spá í það?  

alboa | 19. júl. '16, kl: 18:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei líklega ekki. Það foreldri reddar þessu bara.

kv. alboa

Felis | 19. júl. '16, kl: 18:24:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er það sem lögheimilisforeldrið gerir. Reddar hlutunum alveg sama hversu sanngjarnar eða þægilegar aðstæður eru

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Bakasana | 19. júl. '16, kl: 18:27:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef báðir eru með þannig tekjur að 90.000 kall á haus sé hámarksupphæð sem hægt er að eyða í börnin á mánuði þá verður augljóslega að haga vali á tómstundum, daggæslu (ef það er hægt)  og fatnaði miðað við þá staðreynd  það er veruleiki sem allirtekjulágir foreldrar með mörg börn á framfæri lifa við. Hvað annað er í boði? Við erum þá alla vega að tala um 180.000 kall í framfærslu 3ja barna á mánuði. Lögheimilsforeldri með lágar tekjur og 3 börn á daggæslualdri ætti reyndar að fá þokkalega upphæð í barnabætur líka. 

tóin | 19. júl. '16, kl: 18:27:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lögheimilisforeldri fær barnabætur

tóin | 19. júl. '16, kl: 18:31:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og til að bæta við - lögheimilisforeldri með 3 börn, þar af eitt undir 7 ára, með 5.000.000 í árstekjur fær rúmar 50.000 krónur á mánuði í barnabætur.

Bara sem dæmi.

veg | 19. júl. '16, kl: 23:21:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einstætt lögheimilisforeldri

tóin | 19. júl. '16, kl: 23:31:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fálkaorðan | 20. júl. '16, kl: 00:26:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er 17þ á barn.

Finnst þér það mikið eða á einhvern hátt eitthvað sem ætti að lækka meðlög?

Skil ekki þennan punkt þinn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tóin | 20. júl. '16, kl: 07:34:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðað við að meðlag með barni er tæp 30.000 - þá borgar annað foreldrið 30.000 og hitt foreldrið (í þessu tiilbúna dæmi) 13.000.

ert | 20. júl. '16, kl: 08:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Húsnæðiskostnaður er ekki inn í framfærslu tölum. Nú má alveg halda því fram að foreldrar sem hafa börn sín hjá sér að einhverju leyti beri af því húsNæðiskostnað en það er vafasamt að halda því fram að allir meðlagsgreiðendur beri slíkan kostnað.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 20. júl. '16, kl: 08:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað hefur húsnæðiskostnaður með meðlag og barnabætur að gera?

Barnabætur eru ekki á neinn hátt tengdar húsnæðiskostnaði - eini grundvöllurinn fyrir útreikningi þeirra er tekjustofn foreldris og sambúðarform (jafn sérstakt og það nú er).

Meðlag tengist hvorki tekjustofni eða sambúðarformi meðlagsgreiðanda (og að því gefnu að hugmyndin sé að lögheimilisforeldri leggi jafnmikið til) né lögheimilisforeldris.  Annað foreldrið fær bætur frá ríkinu, ekki hitt.

ert | 20. júl. '16, kl: 09:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnabætur eru reyndar ekki tengdar neinum kostnaði við börn heldur aðeins tekjum foreldra. Það er almennt talið tekjujöfnunar tæki. samt ert þú að tala um hvað foreldrar leggi til framfærslu barna sinna. Það kemur barnabótum ekki við enda er ekki dýrara fyrir fátæka að framfæra börn sín en þá ríkari.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 20. júl. '16, kl: 09:18:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki þessa athugasemd - ég er búin að margsegja að barnabætur tengjast eingöngu tekjustofni lögheimilisforeldris og sambúðarformi.  Þær tengjast hins vegar ekki tekjum beggja foreldra og eru því tekjujöfnunartæki fyrir annað foreldrið - ekki bæði. 

ert | 20. júl. '16, kl: 09:26:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að þær eru framfærslu barna óviðkomandi og tengjast henni ekki.
Samt dregurðu barnabæturnar frá framfærslu í "Miðað við að meðlag með barni er tæp 30.000 - þá borgar annað foreldrið 30.000 og hitt foreldrið (í þessu tiilbúna dæmi) 13.000.". Þú getur alveg eins dregið þær frá öðru viðkomandi eins og samgöngukostnaði eða húsnæðiskostnaði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 20. júl. '16, kl: 09:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

annar aðilinn fær styrk - hinn ekki - þó bæði séu í sama tekjuhóp

ert | 20. júl. '16, kl: 09:33:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er framfærslu barna óviðkomandi - ef ég fæ styrk fyrir X en þú færð ekki ekki styrk fyrir X á þá sjálfkrafa að draga það af framfærslu barna okkar og reikna út að framfærslu kostnaður minn við mitt barn er minni en þinn?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 20. júl. '16, kl: 09:41:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ef þú færð styrk sem tengdur er því að þú ert foreldri barns undir x aldri og að þú ert með minna en x í tekjur - þá er eðlilegt að slíkur styrkur sé einnig fyrir hitt foreldrið hafi það minna en x í tekjur.

þetta snýst um jöfnuð beggja foreldra til sama styrktarformsins á sömu forsendum - barn og tekjustofn

ert | 20. júl. '16, kl: 09:47:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já en það er þá bundið því að foreldrar hafi sömu tekjur.




Barnabætur byggja ekki á framfærslu barna.
Það er hins vegar óeðlilegt að reikna húsnæðiskostnað við þau út frá barnabótum af því að barnabætur byggja ekki á húsnæðiskostnaði.
Það er samt eðlilegt að reikna framfærslu þeirra út frá barnabótum þrátt fyrir að barnabætur byggi ekki á framfærslu.
Barnabætur byggja ekki á kostnaði við börn á neinn hátt. Samt er eðlilegt að draga þær frá sumum kostnaði foreldra við börn sín þegar verið að bera saman aðstæður foreldra en ekki öðrum. Meikar ekki alveg sens.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 20. júl. '16, kl: 09:56:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég skil ekki þetta rant í þér

barnabætur minnka því hærri sem tekjustofninn er - duh

Barnabætur verða því ekki sama talan til beggja foreldra - nema báðir foreldrar hafi sama tekjustofn, annars verða þær mismunandi að teknu tilliti til tekjustofnsins (og hjúskaparstöðu). Forsendurnar til að fá þær yrðu hins vegar þær sömu. Það er ekki þannig í dag.

Barnabætur eru ekki verðlaun fyrir að geta af sér barn - þá fengju allir sömu upphæðina, óháð tekjum og óháð því hvort foreldrar væru saman eða í sundur.

ert | 20. júl. '16, kl: 10:02:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þú gerðir athugasemd við að ég benti á að húsnæðiskostnaður væri ekki inn í framfærslutölum þínum. Röksemd þín er að þar sem húsnæðiskostnaður sé barnabótum óviðkomandi en framfærsla er líka barnabótum óviðkomandi.
Þú segir að þessi formúla sé rétt:
Foreldri A fær barnbætur (sömu tekjur og B): leggur til barnsins meðlag - barnabætur
Foreldri B er aldrei með barnið, fær ekki barnabætur: leggur til barnsins meðlag
og að þessi sé röng:

Foreldri A fær barnbætur (sömu tekjur og B): leggur til barnsins meðlag - barnabætur + húsnæðiskostnaður
Foreldri B er aldrei með barnið, fær ekki barnabætur: leggur til barnsins meðlag

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 20. júl. '16, kl: 10:05:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég og maðurinn minn (ekki líffræðilegur faðir) fáum sömu barnabætur þó hann sé með hærri laun. er það þá í rauninni bara upphæðin sem ég fengi ef ég væri ein?

alboa | 20. júl. '16, kl: 11:16:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, það er upphæðin sem þið eigið rétt á út frá launum ykkar beggja. Laun hans telja inn í tekjustofninn líka.


kv. alboa

Blandpía | 20. júl. '16, kl: 09:24:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þeir meðlagsgreiðendur vilja búa börnum sínum uppá svipað heimili (stærð og herbergisfjöldi) og lögheimilisforeldrar búa yfir þá eru þeir í vondum málum gefandi mér það að þeir séu ekki hálaunaðir.

fálkaorðan | 20. júl. '16, kl: 21:17:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börn kosta mikið meira en 60þ á mánuði að meðaltali svo að foreldrið er að meðaltali að borga meira með krakkanum þó það komi til lúsarbarnabætur.

Þessi umræða er svo fáránleg að það hálfa væri nóg.

Djöfulli væri ég til í meðlag og barnabætur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 20. júl. '16, kl: 08:03:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvaða máli skiptir það?
Finnst þér að meðlag eigi að ákvarðast út frá launum og fjölskylduaðstæðum lögheimilisforeldris?

Það væri reyndar eðlilegt að allir foreldrar fengju barnabætur miðað við sínar fjölskylduaðstæður en barnabætur eru algerlega ótengdar meðlagi.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tóin | 20. júl. '16, kl: 08:13:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst óeðlilegt að barnabætur miðist eingöngu við aðstæður annars foreldrisins.

Umræðan snérist (allavegana á einhverjum tímapunkti) m.a. um tekjulága foreldra - í slíku tilfelli fær annað foreldrið aðstoð ekki hitt.

Ég hef hvergi sagt að barnabætur tengdust meðlagi. 

Felis | 20. júl. '16, kl: 08:38:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnabætur (á Íslandi) tengjast heimilum en ekki börnum (þau veita rétt til barnabóta en ekkert meir). Þannig tengjast barnabætur míns heimilis enganvegin aðstæðum heimilis fyrri barnföðurs míns.
Ef barnabætur væru þannig að hann fengi líka barnabætur miðað við sínar aðstæður þá væri það bara fínt en það væri líka ótengt mínu heimili.

Ef barnabætur væru eyrnamerktar börnum þá væri fáránlegt að tengja þær við tekjur foreldra eða hjúskaparstöðu (hvort heldur sem það væri miðað við lögheimili eða heimili beggja foreldra) en mögulega væri hægt að tengja það meðlagi.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tóin | 20. júl. '16, kl: 09:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnabætur tengjast tekjum lögheimilisforeldris og sambúðarformi, engu öðru.

Þær eru ekki á neinn hátt tengdar eignastöðu lögheimilisforeldris (t.d. skiptir engu hvort þú ert í eigin húsnæði eða leigir, hvort þú eigir húsnæðið 100% eða skuldar 100%), eða raunfjölda heimilismanna til dæmis - annarra en fjölda barna viðkomandi foreldris með lögheimili á sama stað.

Hjúskaparstaða þegar kemur að barnabótum er út úr kú - það letur fólk ef eitthvað er til að skrá sig í sambúð (sem aftur rýrir ýmsan rétt ef eitthvað kemur upp á).  Það er líka út úr kú að mínu mati að barnabætur séu eingöngu greiddar öðru foreldrinu (og vegna þessarar sambúðarformstengingar, öðru foreldrinu og maka þess).

Felis | 20. júl. '16, kl: 10:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hversu vitlaust sem barnabótakerfið er þá er það algerlega ótengt meðlagi og framfærslu barna.

Það er því heimskulegt að tala um að barnabætur lækki framfærsluhluta lögheimilisforeldris.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tóin | 20. júl. '16, kl: 11:27:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er tekjuuppbót til lögheimilisforeldris vegna barns sem byggir ekki á neinu öðru en aldri barns og tekjum foreldris (og sambúðarstöðu).

Foreldri sama barns sem ekki er með lögheimili barnsins fær enga tekjuuppbót.

Ekki veit ég hvað þú telur að barnabæturnar séu annað en framlag ríkisins vegna framfærslu barns hjá tekjulágu foreldri - þetta er ekki bónusgreiðsla.

krilamamma | 22. júl. '16, kl: 13:53:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

er það bara fast þannig?

er með 2 úr fyrra sambandi og eitt á leiðinni með núverandi maka og finnst það mjög óréttlátt að ég fái allar barnabæturnar..
erum með vikur og viku og borgum frekar jafnt (hjálpum hvort öðru þegar það þarf) en það væri þægilegra að skipta barnabótunum svo allir fái "sinn part" til að sjá um börnin

alboa | 22. júl. '16, kl: 14:00:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og er færð þú barnabæturnar en maki þinn (þegar þið verðið samsköttuð) mun fá helming á móti þér. En barnsfaðir þinn fær ekkert. Þú getur náttúrulega deilt bótunum með honum ef þú vilt. Eða bara látið þær ganga upp í kostnaðinn við börninn og skipt svo restinni á milli ykkar. Það er margt hægt að gera til að gera þetta sanngjarnara með góðum samskiptum. En kerfið býður ekki upp á það eins og er.



kv. alboa

krilamamma | 22. júl. '16, kl: 14:19:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, eins og er fara þær allar inn á sér reikning og sjá um að borga leikskólann og svo aukakostnað sem bætist við (td þegar barnsfaðir minn fékk sér bíl aftur var auðveldara að fá nýja stóla fyrir hann en að færa þá á milli á viku fresti)

En mér finnst eiginlega verst að þetta komi allt í einni greiðslu, ef það væri sér greiðsla fyrir hvert barn væri auðveldara að skipta á milli við fyrrverandi þegar þörf er á því, peningurinn er jú fyrir börnin og heimilisreksturinn en ekki bara lögheimilisforeldri :)

Samskiptin okkar eru sem betur fer "fullkomin" eða eins nálægt því og hægt er þannig það er ekkert vesen en mér findist það mun þægilegra að fá ekki allt bara til mín þar sem ég á ekki ein börnin og finnst það frekar óréttlátt að vera eina sem fær inn eitthvað aukalega..

daggz | 22. júl. '16, kl: 14:22:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hafið þið spáð í því að skipta lögheimilinu? Þ.e. að eitt barn hafi lögheimili hjá þér og hitt hjá honum. Þá fáið þið bæði barnabætur.

--------------------------------

krilamamma | 22. júl. '16, kl: 14:25:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hmmm nei, datt það eiginlega bara ekki í hug :O

Hljómar sniðugt, ræði það við hann þegar hann hringir næst til að spjalla, takk fyrir hugmyndina :)

daggz | 22. júl. '16, kl: 14:27:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kannski sniðugt að gera það upp á það að nú ertu að koma með annað barn og þar sem þú og maki þinn eruð að fá samsköttunarrétt þá fær hann barnabætur með öllum börnunum þínum. Þá er kannski flókið að reikna út hver upphæðin er á hvert barn. Fyrir utan það að þá reiknast barnabæturnar við tekjur ykkar beggja og það skerðir þær töluvert, sér í lagi ef hann er tekjuhár.

--------------------------------

krilamamma | 22. júl. '16, kl: 14:45:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt

Skiptist það með makanum þó maður velji að vera ekki samskattaður? :) (best að skoða allar hliðar vel)
Hann er reyndar ekki tekjuhár, en hærri en ég þar sem ég er í námi ;)

En aftur, takk, ekki viss um að mér hefði dottið þetta í hug sjálf, þetta er æðisleg hugmynd :)

daggz | 22. júl. '16, kl: 15:41:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er bara rétturinn til samsköttunar sem gildir.


Ekkert mál :)

--------------------------------

alboa | 22. júl. '16, kl: 18:02:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Passaðu að það gengur í raun bara upp ef þið búið í sama bæjarfélagi. Ef þið búið ekki í sama bæjarfélagi getið þið lent í veseni varðandi frístundastyrki á milli sveitarfélaga, skólagöngu og fleira ef ætlunin er að börnin gangi í sama skóla. Þetta er rosalega sniðugt þegar báðir aðilar búa í sama sveitarfélagi, en verður flókið þegar það er ekki.


kv. alboa

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 00:41:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

Snobbhænan | 22. júl. '16, kl: 17:25:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefði þinn fyrrverandi rétt á barnabótum mv tekjur?

krilamamma | 23. júl. '16, kl: 00:42:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann er með lágmarkslaun þannig ég býst við því, athuga hvort það komi betur út að ég fái allt og skipti því sjálf eða hvort hann fái fyrir annað barnið sjálfur, takk :)

jak 3 | 19. júl. '16, kl: 11:06:59 | Svara | Er.is | 1

Borgar aldrei nema með 3 í einu, við tökum ákvarðanir um að eignast börn það kostar sitt . pláss á leikskóla er um 35 þúsun á mánuði, börn í skóla sem þurfa mataráskrift og vera í gæslu eftir skóla kostar vel yfir 20 þúsund og svo þarf að kaupa föt, skó og gefa þessum börnum að borða og ef að maður er með 3 börn að þá þarf maður stærra húsnæði, þessi kostnaður er fljótur að koma upp og aðilinn sem er með börnin er ábyggilega að borga meira en  30 á barn á máuði.

ZgunnZ | 19. júl. '16, kl: 16:27:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bull að maður borgi aldrei nema 3. Ég er að borga 4. Gæti samið að borga 3 og geyma 1 þangað til elsti verður 18 en verð að fara og semja um það.

Mae West | 19. júl. '16, kl: 14:55:53 | Svara | Er.is | 1

Það er ekkert mál að semja um meðlög á Íslandi, ef þú ræður ekki við þrefalt þá bara semuru og sýnir með launaseðlum eða öðru framá hvað þú ræður við.

Ég er meðlagsgreiðandi og hef jafnvel fengið að sleppa við að greiða í nokkra mánuði í einu og borga svo meira bara aðra mánuði. Þau eru mjög sveigjanleg. 

sakkinn | 19. júl. '16, kl: 15:24:45 | Svara | Er.is | 0

Held það séu tengsl milli þess að borga meðlag með fjölda barna og menntunar og launa. Þannig að þeir aðilar sem eru að borga há meðlög eru einmitt þeir sem eru í lægri tekjuflokki. Á þó ekki alltaf við.

Snobbhænan | 19. júl. '16, kl: 17:20:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mv fjölda skilnaða - i öllum tekjuhópum - þá efast ég um að það eigi við. 


En kannski hjá þeim meðlagsgreiðendum sem hafa alla tíð greitt meðlag en aldrei búið hjá barninu/börnunum?

Emmellí | 19. júl. '16, kl: 21:32:04 | Svara | Er.is | 0

Örugglega bara mjög vel sloppið.

minx | 19. júl. '16, kl: 21:38:00 | Svara | Er.is | 2

Ég og Xið mitt eigum saman tæplega 11 ára dreng. Við leggjum hvort um sig 40 þús á mánuði í "meðlag" = 80. Það dugar fyrir skólatengdu, tónlistarskóla og íþróttum. Engin föt eru greidd af reikningnum, nema einhverjar örfáar undantekningar svo meðlag finnst mér lág tala. Mikið að borga en lítið að fá...

Blandpía | 20. júl. '16, kl: 09:30:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minnsta kosti frábært að þar sem það er orðið svona algengt að foreldrar séu með börnin sín jafnt að núna sé búið að samþykkja það að hitt foreldri fái líka húsaleigubætur í takt við barnafjölda, þó það, annars hef ég ekki stúterað þetta meira en að vita það.

minx | 20. júl. '16, kl: 09:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það væri óskandi að það væri hægt að hafa tvö lögheimili líka, því það er óþolandi að geta hvergi skráð krakkann sinn í tómstundir því hann er ekki með lögheimili hjá mér... og alls staðar lítur það út eins og ég eigi ekkert barn.

alboa | 20. júl. '16, kl: 11:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinarðu að þú getir hvergi skráð krakkann í tómstundir?


kv. alboa

minx | 20. júl. '16, kl: 11:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Allsstaðar þar sem skráningin fer í gegnum þjóðskrá, þá á ég ekkert barn. (Felix kerfið / Rafræn Reykjavík o.s.frv.)

alboa | 20. júl. '16, kl: 11:25:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Ég hef svo sjaldan skráð barnið í gegnum þau kerfi. Hef venjulega gert það beint í gegnum viðeigandi íþróttafélag eða fyrirtæki. En vissulega er það fáránlegt að umgengnisforeldrar séu ekki skráðir foreldrar barna í kerfinu.


kv. alboa

minx | 20. júl. '16, kl: 11:27:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er eins á skattskýrslunni... 1+0+0... no babies. En maður getur auðvitað skráð með því að hringja, en þegar allir eru að reyna að fá skráningar í gegnum vefinn er hálf kjánalegt að ég þurfi að hringja í pabba hans og biðja hann að græja þetta.

alboa | 20. júl. '16, kl: 11:30:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg sammála þér. Við höfum bara ekki lent í vandræðum þar sem félögin/fyrirtækin sem við höfum verið í samskiptum við hafa verið annað hvort ansi sveigjanleg með þetta eða ekki með þessar netskráningar í gegnum Þjóðskrá. 


En þetta með skattaskýrsluna er svo fáránlegt að ég næ því engan veginn. Þrátt fyrir að ég sé lögheimilisforeldrið :þ


kv. alboa

minx | 20. júl. '16, kl: 11:31:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við höfum skipst á að vera með lögheimilið svo stundum fæ ég að vera 1+1 ;)

ert | 20. júl. '16, kl: 11:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta lagast vonandi með nýju þjóðskrárkerfi. Málið er að það eru engar upplýsingar um forsjá barna í núverandi kerfi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 20. júl. '16, kl: 11:54:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En er maður bara foreldri ef maður er með forsjá? 


kv. alboa

ert | 20. júl. '16, kl: 11:55:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Um væntanlegar skilgreiningar í nýrri þjóðskrár á því veit ég ekki.
Eins og er foreldri ekki skilgreint á neinn hátt í þjóðskrá.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 20. júl. '16, kl: 11:57:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit. Þó tókst bara sérstaklega fram að það væri engar upplýsingar um forsjá í þjóðskrá. Þess vegna spurði ég hvort maður væri bara foreldri ef maður er með forsjá.


Spurning hvort það væri ekki betra að skilgreina foreldra eftir því hvort þeir eru skráðir sem foreldrar á fæðingarvottorð barna. Þjóðskrá hefur nú aðgang að þeim upplýsingum.


kv. alboa

ert | 20. júl. '16, kl: 12:03:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei, upplýsingar eru ekki skráð í þjóðskrárkerfið. Það getur enginn kallað rafrænt í þjóðskrá og fengi upp foreldra.
Slík uppfletting væri gagnlaus þar sem þegar einhver er með kennitölu ættleidd barns og vill senda reikning á það foreldri sem er með forsjá eða elsta foreldri ef báðir eru með forsjá þá myndi kerfið gefa upp kennitölu fæðingarforeldra, aðila sem bera enga fjárhagslega ábyrgð á barninu.
Forsjá er sem sagt mikilvæg í þjóðskrákerfinu vegna þess að sá aðili ber fjárhagslega ábyrgð og helsta notkun þjóðskrárkerfisins er við stofnun krafna.
Einnig eru aðgangsmál í tölvukerfum þ.e.a.s. að foreldrar geti haft aðgang að ýmsum tölvukerfum og geti skráð barn sitt í og hin og þessu en það er flóknara mál.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 20. júl. '16, kl: 12:08:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði að Þjóðskrá (stofnunin) hefði aðgang að þeim upplýsingum, ekki að þær væru skráðar í kerfið. En með ættleidd börn skapast vissulega vandamál ef fara ætti eftir fæðingarvottorðum. Alveg eins og ef fara á eftir forsjárskráningu þá eru fullt af foreldrum sem enn verða ekki foreldrar barna sinna í kerfinu. 


Þjóðskrá fer núna eftir fjölskyldunúmerum og þá fá til dæmis aðilar sem eru hvorki með forsjá né framfærsluskyldu á börnunum bréf og reikninga á sitt nafn. Það eru gallar og kostir við hvaða kerfi sem þú ákveður að nota. Það þarf að finna lausnir við göllunum og velja það kerfi sem hefur þá fæsta.


Kannski er það að fara eftir forsjá, kannski eftir fæðingarvottorðum, kannski eitthvað allt annað.


kv. alboa

ert | 20. júl. '16, kl: 12:14:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég er að ræða tölvukerfið. Það er það sem takmarkar getuna til að veita upplýsingar. Vissulega væri hægt að hafa tölvukerfið þannig að í hvert skipti sem fyrirspurn um kennitölu greiðanda fyrir barn kæmi inn til þjóðskrá þá fletti einhver því upp handvirkt og gæfi til baka en það myndi þýði tugi manna á vakt alla sólarhringinn og mjög hægvirka svörun. Núna minnir mig að lögheimili barns sé notað, fjölskyldunúmer fundið ut frá því og elsta aðila þar skilað. Þetta er talið ófullnægjandi þar sem ekki öll börn búa hjá forsjáraðila.
Þetta mun væntanlega breytast í nýju þjóðskrárkerfi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 20. júl. '16, kl: 12:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég er að benda á að stofnunin hefur aðgang að upplýsingunum til að setja inn í tölvukerfið.


kv. alboa

ert | 20. júl. '16, kl: 12:25:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


En núvernandi tölvukerfi getur ekki tekið við þeim og ekki heldur skilað þeim.
Það þarf nýtt tölvukerfi og svo þurfa fyrirtæki og stofnanir að breyta þjóðskrárköllum í samræmi.
En augljóslega eru upplýsingarnar til fyrir nýja tölvukerfið en fyrst þarf að hanna það svo smíða það og svo þarf að setja upplýsingarnar inn og þá þarf að breyta köllum hjá fyrirtækjum og stofnunum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 20. júl. '16, kl: 12:12:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og fyrir flesta foreldra sem eru ekki skráðir foreldrar í dag snýst þetta fyrst og fremst um að vera viðurkennd/ur sem foreldri barnsins í kerfinu.


kv. alboa

ert | 20. júl. '16, kl: 12:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og það stendur til að breyta tölvukerfinu eins og ég var að segja.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

hillapilla | 20. júl. '16, kl: 22:19:10 | Svara | Er.is | 2

Ég á þrjú börn og borga allt í þau og á og lifi eðlilegu lífi...

Dalía 1979 | 20. júl. '16, kl: 23:33:21 | Svara | Er.is | 0

Hefurðu ekki tök á að taka börninn viku og viku eða eitthvað af þeim það er verið að breita reglum i sambandi við meðlög barnabætur og bara allar bætur ef börn eru svipað hja foreldrum

ert | 20. júl. '16, kl: 23:37:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ertu með drög að þessum breytingum og hvenær þessar breytingar eiga að taka gildi?
Ég veit að menn vilja breyta kerfinu en ég vissi ekki að það væri verið að vinna í því. Hvernig ætlar RSK að tékka búsetu barna vélrænt í skattálagningu sinni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dalía 1979 | 20. júl. '16, kl: 23:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reyna að finna þetta ef þú hefur fylgst með fréttum á síðustu 3 mánuðum þá ættirðu að vita eitthvað um þetta mál ..þetta er næst á dagskrá hjá þinginu að breyta þessu

ert | 20. júl. '16, kl: 23:43:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef fylgst með fréttum - húsaleigubótum var breytt og það var þarft skref. Ég hef ekki frétt af neinum stórvægilegum og flóknum breytingum á barnabótum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Mae West | 21. júl. '16, kl: 01:02:02 | Svara | Er.is | 0

Nú hef ég bæði margra ára reynslu af því að vera einstætt foreldri og svo eins reyndar styttri af því að vera meðlagsgreiðandi. 
Ég viðurkenni alveg án umhugsunar að það er miklu ódýrara að vera meðlagsgreiðandi en forræðisforeldri allavega hvað mig varðar. 

Það eru allskonar litlir hlutir sem ég eyði engu að síður peningum í..... En bara þetta að elda sérstaklega og kaupa inn sem foreldri fyrir börn/barn.... Er spurning um tugi ef ekki yfir hundrað þúsund á mánuði... Bara þetta að passa uppá mataræði og halda utan um strætókort og ferðalög, og allskonar ... Ég meira segja er mikið í fatakaupum og svona en þetta er samt rosalegur munur peningalega... Mér finnst meðlag alls ekki vera mikil byrði og græt aldrei þessa peninga þó þeir í mínu tilfelli fari ekki einu sinni á réttan umönnunaraðila þegar kemur að þessum kostnaði. Honum er mætt og ég má prísa mig sæla að þurfa ekki að punga fyrir öllu sem kemur upp. Það munar um minna. 

Ég reyndar lifi allt öðruvísi án forræðis en ég gerði með forræði og miklu sparlegar. Ég get ímyndað mér að margir séu að eyða meiru og komi verr út. 

Þegar unglingurinn sem ég er ekki með forræði yfir hefur verið hjá mér mánuðum saman þá hef ég getað þegar sú staða kom upp getað fengið að geyma meðlagsgreiðslur tímabundið. Þetta hefur ekki verið neitt mál og þau hafa ekki þurft að fá neitt því til staðfestingar nema það sem ekkert mál er að sýna fram á... 

Ég vil bara ítreka að það borgar sig að vera í sambandi við sýslumenn með þetta og vera heiðarlegur. Þau eru öll af vilja gerð að koma á móts við fólk. En maður verður auðvitað að sýna og taka ábyrgð á börnunum sínum. Þau hvorki fæða sig né klæða sjálf. 

Ef það er einhver hvati fyrir einhvern þá langar mig líka að segja að fyrir foreldri sem kannski stendur í ósætti við hitt foreldrið þá er það að skulda ekki meðlag mjög sterkt uppá það að allavega slökkva á þeim handlegg baknags úr þeirri áttinni. 


guess | 21. júl. '16, kl: 09:43:30 | Svara | Er.is | 0

Ég er með 2 börn á leikskólaaldri og það kostar okkur hjónin klárlega meira en 120.00 á mánuði. Held það væri nær þvi að vera tvöföld sú upphæð þegar allt er tekið með í reikninginn til dæmis dagvistun, ferðalög, afmælisveislur, lækniskostnaður og stærra húsnæði o.s.frv. Geri mér þó grein fyrir að það er mjög mismunandi hvað fólk er að eyða í börnin sín en það er a.m.k. ekki minn raunveruleiki að það kosti einhverja fimmþúsund kalla á mánuði að eiga barn Inni í þessu er ég heldur ekki að reikna með óbeinum kostnaði eins og breytingar á vinnutíma og starfshlutfalli vegna barneigna eða tekjulækkunar vegna fæðingarorlofstöku.

tennisolnbogi | 21. júl. '16, kl: 12:22:54 | Svara | Er.is | 0

Við borgum amk 3 meðlög með tveimur börnum (eitt íslenskt ásamt mikilli umgengni ofl. og eitt útlenskt sem er um tvö-þrefalt hærra eftir gengi, umgengni og tekjum foreldra í okkar tilfelli) og erum svo með lögheimili með einu barni. Gengur ágætlega þegar annað hvort okkar er ekki í fæðingarorlofi... Ég græt meira þessa 340 daga á ári sem við fáum ekki að hitta útlenska barnið.

hjartabursti | 22. júl. '16, kl: 13:58:44 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki svarið við upphafsspurningu en ég er með eina pælingu. Ég hef heyrt að fólk sem greiðir meðlag þurfi "bara" að greiða með 3 börnum, það sé eitthvað hámark. Er það rétt? Þannig að ef einhver á 4 börn þá bara greyið fjórða barnið...???

alboa | 22. júl. '16, kl: 14:02:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er ekki rétt. Það er hins vegar hægt að semja um ýmislegt. Til dæmis að greiða bara með 3 börnum í einu og geyma greiðslur fyrir 4 barnið þangað til eitt verður 18 ára. Þá bara lengist í greiðslunum og tímanum sem viðkomandi greiðir meðlag. En loka upphæðin verður alltaf sú sama.


kv. alboa

hjartabursti | 22. júl. '16, kl: 14:04:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk :)

neutralist | 22. júl. '16, kl: 18:38:02 | Svara | Er.is | 0

Já, ég þekki einn sem borgar þrjú meðlög og lifir eðlilegu lífi. Hann er ekki háskólamenntaður en hefur verið í sölumennsku og verið með ágætis tekjur á köflum alla vega. Níutíu þúsund er slatti, en það er líka dýrt að reka barn.

Mér finnst að það mætti gera miklu meira fyrir foreldra sem eru meðlagsgreiðendur, til dæmis að gera meðlagsgreiðslur frádráttarbærar frá skatti, og einnig að foreldrar sem eru með umgengni fái húsaleigubætur eða vaxtabætur sem einstæðir foreldrar og barnabætur í hlutfalli við umgengni, þar sem þeir þurfa að vera með húsnæði og mat fyrir börnin.

Ég held að það hafi skaðað málstað meðlagsgreiðenda og tafið fyrir umbótum að málsvarar forsjárlausra foreldra og meðlagsgreiðenda hafa einblínt á tvöfalt lögheimili sem einu lausnina og ekki leitað annarra, einfaldari lausna sem hefði verið auðveldara að koma með sem lagabreytingar.

tóin | 22. júl. '16, kl: 23:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski ætti bara að hætta að horfa á hluti eins og sambúðarform fólks þegar litið er til bóta frá ríkinu og jafnframt að hætta að horfa til þess hvort þú ert lögheimilisforeldi eða meðlagsgreiðandi þegar horft er til þess hvort þú fáir bætur með barni.

Það er ekkert ofur langt síðan það kom í fréttum að foreldri langveiks barns, sem var meðlagsgreiðandi (foreldrið) og ekki með forræði (þetta er fyrir breytingu á barnalögum) var ekki með rétt til að innrétta íbúð sína í ljósi barnsins sem foreldrið þó umgengst - rétturinn til nauðsynlegrar aðstoðar (hvort sem það er aðstoð vegna hjólastólalyftu eða eitthvað annað sértengt fötlun barns) var bara aðgengileg fyrir eitt heimili - og barnið átti tvö.

Sumt í okkar  kerfi hangir eins og hundur á roði á sambúðarformi og skilyrðum sem horfa alls ekki til núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Toothwipes | 24. júl. '16, kl: 11:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér fyndist ekki sanngjarnt ef annað foreldrið tæki engan þátt í uppeldi en fengi samt bætur. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Síða 2 af 47591 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien