Borgaraleg ferming

Lilith | 28. jún. '15, kl: 15:03:37 | 598 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hér sem á ungling sem hefur fermst borgaralega? H vernig fannst ykkur og hvernig fannst unglingnum? Ég er með einn sem verður 14 ára á næsta ári og ferming í kirkju kemur ekki til greina, en held að honum gæti litist vel á borgaralega fermingu. Ég held líka bara sjálf að hann hefði rosa gott af því að fara á svona námskeið með öðrum krökkum.

 

Blah!

She is | 28. jún. '15, kl: 15:10:20 | Svara | Er.is | 4

ég hef bara heyrt foreldra láta vel af þessum námskeiðum hjá siðmennt, þekki nokkra sem eiga börn sem hafa verið þar.

Lilith | 28. jún. '15, kl: 15:32:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært. Ég hef einmitt líka heyrt vel af þessu.

Blah!

gunnarda | 28. jún. '15, kl: 15:10:20 | Svara | Er.is | 3

Mæli 100% með.

Lilith | 28. jún. '15, kl: 15:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hafið þið sjálf reynslu af þessu?

Blah!

Blandpía | 28. jún. '15, kl: 15:11:32 | Svara | Er.is | 0

Af hverju kemur ferming í kirkju ekki til greina? eða eruð þið að banna það aka taka fyrir það?

Lilith | 28. jún. '15, kl: 15:24:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hann bara myndi aldrei taka það í mál, frekar myndi hann ekki fermast. Við mæðginin erum svo innilega trúlaus. Eldri systir hans fermdist hins vegar í kirkju, hennar val.

Blah!

þórðurþ | 28. jún. '15, kl: 15:56:07 | Svara | Er.is | 3

því ekki bara að sleppa fermingunni þetta er jú fyrst og fremst kirkjuathöfn.

Lilith | 28. jún. '15, kl: 16:01:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Ég er ósammála því. Finnst bara mjög sniðugt að bjóða á eitthvað annað val og leyfa þeim krökkum sem eru ekki trúaðir að fá líka smá "manndómsvígslu" og hátíðardag. Fín námskeið sem boðið er upp á hjá siðmennt sýnist mér.

Blah!

Mae West | 28. jún. '15, kl: 16:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Sumir krakkar vilja fermast borgaralega, sumri í kirkju og sumir ekki. Endalaust hvað fólk út í bæ þarf alltaf að hafa rosalegar skoðanir á svona. Það er enginn neyddur til að mæta í fermingar eða fermingarveislur ef hann/hún vill það ekki. 

Sjálf á ég eitt barn sem fermdist bara alls ekkert og hitt borgaralega. Þeirra val. Ekki mitt og ekki einhvers ókunnugs fólk út í bæ. 

Grjona | 28. jún. '15, kl: 16:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sumir krakkar vita heldur ekkert hvað þeir vilja, aðrir gera eins og þeim er sagt. Mér finnst allt í lagi að hafa skoðun á því að börn séu hálfpartinn þvinguð til að gera eitthvað sem þau hafa engan áhuga á (fermast - þá sérstaklega í kirkju) eða gera eitthvað vegna þess að það gera það allir hinir (trúlaust barn sem fermist í kirkju). Mér þykir nefnilega mikilvægt að 'afnorma' fermingar.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Felis | 28. jún. '15, kl: 16:54:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég er eiginlega komin á þá skoðun að ef sonurinn vill trúarlega fermingu þá geti hann beðið með hana þar til hann verður 18 ára.
Borgaraleg ferming verður hinsvegar í boði 13 ára.

Ég er reyndar nokkuð viss um að pabbinn er með töluvert aðrar skoðanir á málinu (kirkjuleg ferming eða fýla) en hann getur étið það sem úti frís.
Þess má geta (en er samt pínu irrelevant að mínu mati) að barnið er gjörsamlega trúlaust.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 28. jún. '15, kl: 17:04:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Stóra grjónið sagði miður sín eftir heimsókn frá ömmu og afa í vetur að það vildi ekkert fermast (þau hafa eitthvað sagt). Ég sagði bara þú ræður því og mér þætti allavega yfirmáta óeðlilegt að rjúka í kirkjufermingu, hundheiðið sem grjónið er. Það róaði krakkann.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Felis | 28. jún. '15, kl: 18:49:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef rætt þetta við pjakkinn, sérstaklega í kjölfarið á fermingu systursonar míns fyrir nokkru (borgaraleg ferming) og strákurinn veit alveg hvað er í boði og hvað fylgir hverju.

En svo eftir þá umræðu er ég eiginlega komin á þá skoðun að börn eigi að vera utan trúfélaga og það tekur kristna fermingu af borðinu. En æi ef hann yrði mjög trúaður þá myndi ég kannski beygja mig - sé það bara ekki gerast.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 28. jún. '15, kl: 21:31:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Tipzy | 28. jún. '15, kl: 22:26:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er einmitt eitt af því sem ég er svo hrifin af við Siðmennt, þeir svosem leyfa skráningu barna í félagið en mæla ekki með því og nafngjafaathöfn og ferming er ekki sjálfkrafa skráning og að foreldrarnir séu í félaginu er heldur ekki sjálfkrafa skráning eins og með kirkjuna og þegar barnið nær 16 ára aldri fær það bréf frá þeim um að það sé skráð  þar sem vakin er athygli þeirra á því að mikilvægt sé fyrir þau að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvort að þau haldi áfram veru sinni í félaginu eða ekki. Því meir sem ég kynni mér þetta félag því betur líkar mig við það. Allt þetta hvað er lagt mikið upp úr trúfrelsi og að einstaklingur á að kjósa fyrir sjálfan sig hver hans lífskoðun hans er er algjörlega að heilla mig.

...................................................................

Tipzy | 28. jún. '15, kl: 17:08:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Við vorum einmitt að ræða sama um daginn skírn eða ekki skírn á væntanlegu barni, og vorum sammála að ef barnið vill skírast þá getur það gert það þegar það er orðið fullorðið. Þannig það er eiginlega 100% öruggt að það verður ekki skírt, eina sem við höfum ekki ákveðið er hvort við gerum svona..


http://sidmennt.is/veraldlegar-athafnir/nafngjof/almennt-um-nafngjof/ 

...................................................................

Grjona | 28. jún. '15, kl: 17:14:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi einmitt ekki láta skíra núna. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Tipzy | 28. jún. '15, kl: 17:34:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var eiginlega hissa á að hann kaþólikkinn hefði þessa skoðun. En hann er svosem ekkert strangtrúaður, bara svona svipað og islendingar almennt. Meiri ávani og hefð en eitthvað annað, hann fer varla í kirkju á páskum og jólum...amk ekki á íslandi. Eina skiptið sem ég hef séð eitthvað trúarlegt hjá honum er þegar hann þakkaði Fatimu þegar hann vaknaði á gjörgæslu og krossaði sig.

...................................................................

Felis | 28. jún. '15, kl: 18:43:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mitt kríli verður ekki skírt og þó að maðurinn minn sé skráður í trúfélag þá verður barnið utan trúfélaga til 18 ára aldurs (amk).

Sonur minn er hinsvegar skírður og í þjóðkirkjunni því að ég spáði ekki í þessu f. 10 árum og pabbi hans neitar að skrá hann úr kirkjunni, hann nefndi það einmitt að ef strákurinn vildi fara úr kirkjunni eftir fermingu þá myndi hann skrifa undir.
Þannig að fermingarumræða verður "spennandi" þegar þar að kemur :-/

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Tipzy | 28. jún. '15, kl: 18:45:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefði einmitt haldið það þyrfti að ákveða með þetta FYRIR fermingu, þarsem kirkjuferming er einmitt staðfesting á að barnið vilji vera þar.

...................................................................

Felis | 28. jún. '15, kl: 19:00:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því er ég algerlega sammála.
En ég er nokkuð viss um að minn fyrrverandi vill fermingu því að það á að ferma börn og fjölskylda hans býst við (stórri) fermingaveislu. Honum er alveg sama um trú en honum er ekki sama um það hvernig hlutirnir "eiga" að vera.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Tipzy | 28. jún. '15, kl: 19:09:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ahhh got yah.

...................................................................

Raw1 | 28. jún. '15, kl: 19:13:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jöbb, ég var ein af þeim sem gerði það sem mér var sagt að gera. Enginn sagði við mig að ferming væri val...

Felis | 28. jún. '15, kl: 19:23:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mae West | 28. jún. '15, kl: 16:03:01 | Svara | Er.is | 2

Dóttir mín fermdist borgaralega og bara mjög fínt, athöfnin var mjög smekkleg og hittingarnir fram að fermingunni allskonar fræðsla bara og svoleiðis  og hún mjög sátt bara stelpan. Krakkar sem spila á hljóðfæri og svona fá tækifæri til að vera með atriði í fermingunni sjálfri. Það var svolítið gaman að því. 

Lilith | 28. jún. '15, kl: 16:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir þetta. Já, líst alltaf betur og betur á þetta :)

Blah!

Ólipétur | 28. jún. '15, kl: 18:41:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er kynningarfundur í Háskólabíói í haust - mjög gott fyrir aðstandendur og fermingarbarnið sjálft að mæta þar.

Silaqui | 28. jún. '15, kl: 16:33:26 | Svara | Er.is | 3

Sonur minn fermdist borgaralega og það var bara rosalega fínt. Námskeiðið sem þau fara í gegnum fyrst er svakalega gott og uppbyggjandi og athöfnin var svaka góð.
Mæli innilega með þessu.

Lilith | 28. jún. '15, kl: 16:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært. Hef einmitt ekki heyrt neinn vera óánægðan.

Blah!

saedis88 | 28. jún. '15, kl: 18:42:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvmæleg,a ég var að skoða fermingarmyndir af sjálfri mér í kirkjunni, ég (og fleiri) bara með þvílíkan leiðindar og eirðarlausra svip allan tímann :')

Ólipétur | 28. jún. '15, kl: 18:43:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörleg sammála. Sonur minn kom heim eftir fíkniefnafræðsluna alveg stútfullur af upplýsingum sem ég hefði ekki haft rænu á að veita honum. Svo fannst mér svo sniðugt að þau voru ekki látin læra heima ... heldur meira spilað eftir því hvernig dagurinn þróaðist. Þau voru svo ófeimin og full af hugmyndum sem var gaman af.

Tipzy | 28. jún. '15, kl: 18:47:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl þegar við fórum á foreldrafundinn í enda fræðslunnar þá var okkur einmitt sagt að það spunnust oft miklar umræður og hann sem var með fræðslunni var ekkert að stoppa þau til að fara eftir dagskránni þegar þau opnuðu sig svona og vildu ræða hlutina.

...................................................................

Tipzy | 28. jún. '15, kl: 16:39:13 | Svara | Er.is | 3

Við vorum að ferma þannig í vor og vorum 110% hæstánægð með allt. Fræðsluna, og athöfnina og bara allt. Svo ánægð að við munum sennilega ekki skíra næsta barn en halda svona nafnaathöfn mögulega gegnum Siðmennt, og ég er bara alveg við það að skrá mig í Siðmennt er svo rosalega ánægð með allt hjá þeim og þeirra svona lífsskoðun. 

...................................................................

Lilith | 28. jún. '15, kl: 16:45:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æði :)

Blah!

ingei | 28. jún. '15, kl: 17:33:28 | Svara | Er.is | 3

Mín 4 börn fermdust öll borgaralega og voru þau öll jafn ánægð með fræðsluna, þeim fannst hún skemmtileg, fræðandi og mjög gagnlegur undirbúningur fyrir fullorðinsárin. Svo ég mæli hikstarlaust með borgaralegri fermingu.

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

Kattarskott | 28. jún. '15, kl: 18:21:37 | Svara | Er.is | 2

Af mínum 3 eru 2 fermd borgaralega og hæst ánægð bæði.  Seinna barnið er fermt núna í vor og var svo ánægt með námskeiðin sem voru á undan fermingunni að hún var hálf leið yfir að þau væru búin hefði helst viljað hafa námskeiðið lengra því það var svo áhugavert og skemmtilegt.

kaffisvolgrari | 28. jún. '15, kl: 18:26:40 | Svara | Er.is | 1

Búin að ferma tvö borgarlega og hef verið mjög ánægð með námskeiðin, athöfnina og bara allt í kringum ferminguna.

Ólipétur | 28. jún. '15, kl: 18:39:27 | Svara | Er.is | 2

Á einn sem fermdist borgaralega í vor. Hann tók þessa ákvörðun sjálfur og var mjög sáttur með undirbúninginn og daginn sjálfann. Námskeiðið var hreint út sagt frábært og athöfnin sem fór fram í Salnum í Kópavogi mjög falleg. Ræðurnar léttar og skemmtilegar og krakkarnir sjálfir tóku þátt með því að spila á hljóðfæri, syngja, lesa ljóð og fleira.

PönkTerTa
Ólipétur | 28. jún. '15, kl: 22:00:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil ekki svona komment...

PönkTerTa
Silaqui | 28. jún. '15, kl: 22:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tattú er allavega 4 árum of snemmt.

PönkTerTa | 28. jún. '15, kl: 22:19:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei er í lagi með leyfi frá foreldrum.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

Silaqui | 28. jún. '15, kl: 22:23:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

13-14 er einfaldlega of ungt fyrir tattú. Svo er bara allt í lagi að biða með eitthvað þannig, sem á hvort sem er að endast æfina, þangað til að einstaklingurinn er sjálfráða og þarf ekki að fá uppáskrifað hjá foreldrum.

SantanaSmythe | 28. jún. '15, kl: 22:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað tengist það þessu?

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

PönkTerTa
Grjona | 28. jún. '15, kl: 22:21:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Okkur langar samt að vita það. Lilith langar það örugglega líka.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

PönkTerTa | 28. jún. '15, kl: 22:45:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá verðið þið bara að bíða.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

Lilith | 29. jún. '15, kl: 03:36:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha, mér fannst þetta nú svo bjánalegt innlegg að ég nennti ekki einu sinni að svara því. Fyrir utan það að drengurinn hefur aldrei sýnt nokkurn áhuga á að fá sér tattú ??

Blah!

SantanaSmythe | 28. jún. '15, kl: 22:29:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ertu gömul ég bara spyr? Og svo er tatoo stofur sem gera ekki tatoo á börn sama hvort þau hafa leyfi eða ekki

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

PönkTerTa | 28. jún. '15, kl: 22:46:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki vera svona fúl yfir því að ég hafi ekki verið að svara þér og sýna smá þolinmæði.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

SantanaSmythe | 28. jún. '15, kl: 23:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ekki fúl, hinsvegar ert þú mjög dónaleg

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

PönkTerTa | 28. jún. '15, kl: 23:47:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig þá?

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

SantanaSmythe | 29. jún. '15, kl: 00:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig þiþú svarar

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

PönkTerTa | 29. jún. '15, kl: 00:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú ég hafði bara ekkert að segja við þig, var ekki að kommenta á þig en þú hamast í mér samt.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

SantanaSmythe | 29. jún. '15, kl: 03:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, greinilegt að þú skilur ekkert hvernig þessi vefur virkar

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

PönkTerTa | 29. jún. '15, kl: 13:11:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Halló þú getur ekki neytt einhvern til að ræða við þig um eitthvað.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

SantanaSmythe | 29. jún. '15, kl: 13:26:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ég að því?

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

PönkTerTa | 29. jún. '15, kl: 15:21:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

PönkTerTa | 29. jún. '15, kl: 15:22:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert bara eineltispési.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

SantanaSmythe | 29. jún. '15, kl: 17:28:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá veit eg það, takk fyrir að upplýsa mig tröll

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

Tipzy | 29. jún. '15, kl: 00:57:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta komment myndi eiga mikið betur við ef hún ÆTLAÐi að láta ferma í kirkju, svona þarsem kirkjuferming er lífstíðarákvörðun svona rétt eins og tattú.

...................................................................

Bragðlaukur | 28. jún. '15, kl: 23:08:51 | Svara | Er.is | 2

Minn vildi ekki sjá það að fermast í kirkju. Honumf fannst það svo yfirborðslegt og fáránlegt allt saman sem þar fór fram. Við spurðum hann hvort hann nú samt ekki vildi vera með. Að flestir í hans bekk myndu fermast kirkjulega. En nei! Hann ætlaði ekki að fermast. En svo kynnti ég fyrir honum annan möguleika sem er borgaraleg ferming og sýndi honum dæmi á youtube um hvernig slíkt athöfn fer fram. Honum leist mjög vel á þann möguleika. 
Hann fermdist svo þannig og var með atriði. Þetta fór svo vel fram og námseiðin sem hann sótti á undan líkaði honum líka mjög vel. Hann var mjög ánægður!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
Síða 8 af 47644 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, paulobrien