Borgarlínan - nýja strætisvagnakerfið

_Svartbakur | 30. okt. '20, kl: 06:14:18 | 247 | Svara | Er.is | 0

Mikið hefur verið rætt um Borgarlínu sem er nýtt nafn á strætisvagnakerfi sem boðað hefur verið að
komi til að uppfylla þær væntingar sem áður höfðu verið gerðar til strætó og rættust aldrei.
Strætó varð áfram jafn óvinsæll og áður þó milljörðum hafi verið varið árlega af skttfé til rekstursins.
Strætó var fyrir áratug talinn anna um 4% af farþega flutningum á höfuðborgarsvæðinu en er í dag talinn anna um 3% af flutningunum, þannig að þrátt fyrir fjárausturinn í reksturinn hefur frekar miðað afturábak en áfrm. En áfram skal haldið vitleysunni og nú á Borgarlínan að bjarga öllu.

Nýlega kom út skýrsla um Borgarlínu og þar var talið að fyrirbærið myndi skila gífurlegum þjóðhagslegum hagnaði. En þeir sem reiknuðu út hagnaðinn gáfu sér að fólk myndi breyta mjög ferðavenjum sínum og hætta að nota fólksbílinn og einnig minnka gönguferðir og hjólreiðar, allir myndu hópast í Strætó.
Hversu líklegt er nú að svona bjartsýni rætist ?

Nokkrir sérfræðingar í hagfræði og umferðarmálum hafa gert miklar athugasmdir við þessa útreikinga sérfræðinga Borgarlínu og skýrslu sem sýna á hagkvæmni Borgarlínu.

Þessar athugasemdir eru eftir Ragnar Árnason fv. profssor í hagfræði (Mbl 29. okt) og Þröst Ólafsson skipulagsfræðing (Mbl 30. okt).

Hér er brot úr athugasmdum Árna:
"Ráð Reykjavíkurborgar við þessum mikla
vanda er svokölluð borgarlína sem er endurbætt strætisvagnakerfi með forgangi í
umferðinni. Samkvæmt opinberum skýrslum mun kerfi þetta flýta för strætisvagna en valda enn frekari töfum fyrir einkabifreiðar. Nálægt 4% ferða á höfuðborgarsvæðinu munu nú farnar með
strætisvögnum og er það kerfi rekið með gríðarlegum halla. Hugmyndafræðingar Borgarlínunnar gera sér vonir um að allt að 12% ferða muni fara með almenningsvögnum þegar borgarlínan er fullgerð. Hugmyndin er m.ö.o. sú að leggja auknar tafir á 88-96% borgarbúa til að flýta för 4-12%
þeirra. Þar að auki verða þessi 88-96% borgarbúa sem verða
fyrir auknum töfum í umferðinni að borga þorrann af fjárfestingunni í Borgarlínunni
sem nemur tugum milljarða sem og rekstrartapið af strætisvögnunum. "

"Þessi skýrsla hefur verið kynnt þannig að hún sýni að borgarlínan sé þjóðhagslega
hagkvæm (hafi jákvætt félagshagfræðilegt núvirði). Þetta er hins vegar ekki rétt túlkun
á efni skýrslunnar. Til þess að fá þá niðurstöðu að þessi framkvæmd hafi jákvætt
núvirði hefur reynst nauðsynlegt að reikna sem ábata ýmsa þætti sem eru alls ekki félagslegur ábati eins og greidd fargjöld og eitthvert metið hrakvirði framkvæmdarinnar í miðjum klíðum eins og hið opinbera geti þá selt fjárfestinguna til útlanda fyrir reiðufé. Aðeins þessir liðir og aðrir af svipuðu tagi nægja til að gera núvirði framkvæmdarinnar neikvætt miðað við aðrar forsendur skýrslunnar.
Við þetta bætast óraunsæjar forsendur um notkun borgarlínunnar og þjóðhagslegt
tímavirði þeirra sem nota hana. Séu þær óraunsæju forsendur færðar í raunsæisátt
kemur í ljós að framkvæmdin hefur verulega neikvætt núvirði."

Þröstur Ólafsson skrifar:

"Að reikna sig ráðalaus -
Nýleg skýrsla verkfræðifyrirtækjanna
COWI og Mannvits um áhrif fyrirhugaðrar Borgarlínu
snýst nær einvörðungu um efnahagshliðina, en ekkert um fjölmargar aðrar
afleiðingar þessarar framkvæmdar sem geta verið mjög neikvæðar"

"Reykjavík er ekki með einn þéttan miðbæ eins og margar gamlar borgir á meginlandi Evrópu heldur er
svokölluð miðbæjarstarfsemi dreifð um mikinn hluta borgarlandsins og
reyndar um höfuðborgarsvæðið allt. Í núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur, 2010-2030, þekur landnotkunin Miðborg/Miðsvæði líka mikinn hluta Reykjavíkur auk þess sem eitt
stærsta verslunarhverfi landsins hefur risið í Örfirisey þar sem landnotkun á að vera Hafnir. Líklegt
verður því að telja að ferðaóskum núverandi og komandi kynslóða
verði betur þjónað með samgönguneti, sem auðveldar ferðir í allar áttir, en línulegum lausnum. "

 

ert | 30. okt. '20, kl: 09:02:07 | Svara | Er.is | 0

Þannig að þú ert ósáttur við Borgarlínu af því að hún er línuleg en af því að þú hatar strætó. OK.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 30. okt. '20, kl: 09:55:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef nokkrar ástæður til að hafa þessa skoðun:
1. Ég tel að illa sé farið með skattfé okkar með akstri tómra almenningsvagna hvort sem heitir Strætó eða Borgarlína.
2. Það er rangt að tefja umferð akandi vegfarenda eins og gert er í dag til að réttlæta rekstur Strætó.
3. Leiðinlegt að horfa uppá blekkingar eins og gert er með skýrslu COWI og Mannvits um Borgarlínu.
4. Sorglegt að sjá samborgara sína leiðast í sífellt verri heimatilbúnum umferðarteppum.
5. Ég sé ekki að þessi "línulega" Borgarlína hjálpi nokkuð til ef meiningin er að gera þægilegra kerfi fyrir notendur Strætó en er í dag.

ert | 30. okt. '20, kl: 10:29:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1 . Sammála - ef vagnarnir væru tómir þá væri illa farið með fé en þeir eru bara ekki tómir. Þú ert með sömu þráhyggju og kaldbakur var með. Hann hefur ekki sést hér í nokkurn tíma. Mér var sagt að hann hefði þurft að leggjast inn á geðdeild út af miklum þráhyggjum
2. Núverandi umferðatafir eru ekki vegna strætó. Ég veit að það eru margar sniðugar leiðir til að minnka umferðatafir .t.d að fólk mæti á mismunaid tímum í vinnu. Þannig væri mæting barna og kennara í grunnskólum gerð sveigjanleg og nemendur kennarar mæta þegar hentar þeim. Sum börn gætu þá mætt klukkan 6 og beðið eftir kennaranum sem sér hag í í því að mæta klukkan 10. Það er upphaf grunnskóla sme stjórnar mestu umferð því flestir vinnustaðir sme geta það hafa tekið upp sveigjanlega vinnutíma. En mikilsérfræðingur sem hét kaldbakur stak upp á að fólk fengi að mæta til vinnu þegar því hentar. Ég styð það. Hvða getur farið úrskeið þegar 6 ára börn mæta á undan fullorðna fólkinu?
3. Hvað sönnun hefurðu á því að þar sé um blekkingar að ræða, frekar en mismunandi aðferðafræði? Ertu með skjöl eða upptökur sem sanna blekkingu?
4. Alveg sammála - en fólk getur bara tekið strætó og gert eitthvað gagnlegt á leiðinni í vinnuna
5. AUkin tíðni ferða mun hjálpa strætófarþegum mikið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 30. okt. '20, kl: 13:26:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skemmtileg breyting á þér hvað þú ert orðin málefnalegri en áður var :)

ert | 30. okt. '20, kl: 13:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við höfum nú ekki spjallað saman fyrr en nýlega. Þú ert bara búinn að vera rúman mánuð á vefnum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 30. okt. '20, kl: 16:02:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég kann betur við þetta viðhorf þitt.

_Svartbakur | 31. okt. '20, kl: 13:14:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er fróðlegt að lesa grein Ragnars Árnasonar þar sem hann segir m.a.
það á að greiða fyrir ferðum 4% - 12% farþega strætó og borgarlínu með því að setja þá umferð
í forgang á kostnað um 80% akandi vegfarenda á heimilisbíl.
Það er því vrið að tefja fyrir umferð alls þorra fólks og snillingarnir áætla að þetta gefi ábata uppá 94 þúsund milljónir á 30 árum.
Hverskonar skrípaleik eru þessir reikningshausar borgarlinu að leika ?
Hér er tilvitnun í borgarlinan.is:
"
Virkar samgöngur spara tíma og pening
Borgarlínan felur í sér stóraukna þjónustu við almenning með styttri ferða-og biðtíma, færri skiptingar og betra aðgengi að biðstöðvum. Tímasparnaðurinn sem í þessu felst skiptir farþega miklu því samkvæmt greiningunni er búist við að ábati þessi svari til 94 milljarða króna að núvirði á þrjátíu ára tímabili. Þessar umbætur munu jafnframt leiða til verulegrr fjölgunar farþega almenningssamgangna Strætó og Borgarlínu. Samhliða uppbyggingu Borgarlínunnar verða innviðir fyrir hjólreiðafólk og gangandi stórbættir. Þessi innviðauppbygging mun stytta ferðatíma hjólreiðafólks verulega og skilar samfélagslegum ábata upp á 1,2 milljarða króna "

í Mbl í dag 31.0kt er þssu lýst ágætlega:
"
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði, ritaði í vikunni afar athyglisverða grein um
borgarlínuna svokölluðu. Hann benti á að miðað við markmiðin
með borgarlínunni um að 12% ferða fari með almenningsvögnum í stað
þeirra 4% sem nota þá nú sé hugmyndin með borglínunni „sú að leggja auknar tafir
á 88-96% borgarbúa til að flýta för 4-12% þeirra. Þar að auki
verða þessi 88-96% borgarbúa sem verða fyrir auknum töfum í umferðinni að borga þorrann af
fjárfestingunni í borgarlínunni sem nemur tugum milljarða sem og rekstrartapið af strætisvögnunum“.

Þetta eru auðvitað vafasöm áform, en batna ekki þegar Ragnar hefur útskýrt að útreikningar sem nýlega voru kynntir um
þjóðhagslegt gildi borgarlínunnar og forsendur þeirra ganga ekki upp. Ragnar bendir á að það sé
ekki rétt sem haldið var fram þegar skýrsla um meinta hagkvæmni var kynnt að borgarlínan
sé þjóðhagslega hagkvæm.

Þetta útskýrir hann á skýran hátt og segir jafnframt að þegar útreikningar hafa verið
lagfærðir og forsendur færðar í raunsæisátt þá komi í ljós „að framkvæmdin hefur verulega neikvætt núvirði“.

Loks bendir Ragnar á að opinber gögn bendi til þess að
að á höfuðborgarsvæðinu séu allmargar framkvæmdir í samgöngumálum sem hafi verulega
jákvætt núvirði og muni nýtast öllum. Hvers vegna er ekki ráðist í þær fremur en óhagkvæma og
ofurdýra borgarlínuna?
"

_Svartbakur | 31. okt. '20, kl: 12:07:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skipulagsfræðingurinn Gestur Ólafsson bendir á ýmislegt sem skiptir verulegu máli varðandi brytingar á umhverfi verði Borgarlína að veruleika. Hann bendir auðvitað á að ekkert rými er fyrir tvær akreinar Borgarlínu í gegnum Reykjavík eins og t.d. Hverfisgötu og Lækjargötu gegnum miðbæ Reykjavæikur. Það verður að loka Hverfisgötu fyrir annari umferð ef Borgarlína á að fara um þá götu.
Hvert á sú umferð að fara og nú er búið að loka Laugavegi fyrir akandi umfrð ?
Eins er með Kársnesbraut í Kópavogi lítið pláss eftir ef Borgarlína með tvær akreinar og gangstétt á að koma þar.
Þröstur sýnir fram á að gert er ráð fyririr 35 m breidd á götu fyrir borgarlínu. Það svæði er ekki til staðar á Hverfisgötu og Lækjargötu ef önnur umferð á að fara þar um.
Hversvegna eru svona augljós og veigamikil atriði ekki kynnt ?
Hræðast menn að segja frá þessu ?

Þröstur skrifar:

"Gert er ráð fyrir að fyrsta lota
Borgarlínu, í samræmi við nýsamþykktan Samgöngusáttmála, muni
liggja um mörg mjög viðkvæm svæði
á höfuðborgarsvæðinu þar sem
hugsanlegt er að hún geti valdið
miklum, neikvæðum og óafturkræfum umhverfisáhrifum. Hér er
um að ræða tengingu yfir Elliðaárnar, eftir Laugardalnum
og niður á Hlemm, eftir Hverfisgötu og niður á
Lækjartorg, eftir Lækjargötu og Fríkirkjuvegi, yfir Tjörnina á Skothúsvegi, upp
að Landspítala og síðan yfir Fossvog, yfir á Kársnes og eftir því
endilöngu að Hamraborg. Gert er ráð fyrir að Borgarlínan yfirtaki
sumar af þessum götum algerlega þannig að önnur ökutæki þurfa þá að leita eitthvað annað, með auknu álagi á þær
götur. Kynning á Borgarlínunni hefur að undanförnu verið með þeim hætti að nær ógerlegt hefur verið fyrir venjulegt fólk að átta sig á því hvað þarna er á ferðinni, en þó er hlutlaus kynning þeirra sérfræðinga sem þarna
eiga hlut að máli og taka á því faglega ábyrgð samt forsenda fyrir því
að fólk geti myndað sér skoðanir á skynsamlegum grundvelli og sett
fram raunhæfar ábendingar/athugasemdir. Hér á ekki að vera að reyna að selja eina ákveðna hugmynd og
þetta gildir jafnt um almenning, stjórnmálamenn og aðra sérfræðinga."

ert | 31. okt. '20, kl: 12:35:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þér alveg sama um umferðartafir á einkabílum og það að gatnakerfið ber ekki umferðina á álagstímum. þú hefur áhyggjur af umhverfinu. Þú vilt ekkert stækka umferðarmannvirki á Íslandi út af umvherfisáhrifum þess. Þú vilt óbreytt ástand nema þú vilt strætóvagna í burtu og þá fleiri bíla á göturnar og meiri umferðatafir.
OK.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 31. okt. '20, kl: 13:42:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist alveg eins vel og ég að sætanýting og þar með notkun strætó er sáralítil og fer sífellt minnkandi.
Að meðaltali eru 0 - 2 farþegar í vögnunum.
Undantekningar á 4-5 leiðum í úthverfum á þeim tímum sem fólk fer í og kemur frá vinnu.
Það er allt gert til að tefja fyrir umferð einkabílsins, vegagrðin hefur í mörg ár bent á leiðir til úrbóta en "talibanarnir" í borgarstjórn Reykjavíkur hata einkabílinn svo mikið að ekkert má gera til að greiða för hanns.

En það er bara gaman að tína þetta saman hér , gleður mig bara að þetta skuli fara í taugarnar á þér, þú sem ert
svo mikill aðdáandi strætó. Ég veit þá að ég er að réttri leið.
En ennþá mikilvægara er þó að sjá að borgarstjórn Reykjavíkur er komin á endastö því nú eru til ninir peningar lengur til að eyða í allskonar vitleysu. Borgarsjóður er ekki sjálfbær, framundan er mikið hallæri og borgin fer nú með betlistaf í hendi til ríkissjóðs.
Augljóst að þessi vitleysisáform með borgarlínu og heftun umferðar fyrir meira en 80% umferðar er að taka enda.

ert | 31. okt. '20, kl: 17:35:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit heilmikið um nýtingu á strætó af því að ég nota strætó. Hvenær fórst þú inn í strætó?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 31. okt. '20, kl: 13:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert mín ég hélt einu sinni að þú værir kona sem vildi hlusta á rök og taka þannig málefnalega á málum.
Nú hafa fjölmargir virtir einstaklingar, hagfræðingar, skipulagsfræðingar og ýmsir aðrir bent á miklar brotalamir í rökstuðningi fyrir borgarlínu.
Ég birti hér nýjar greinar eftir Ragnar Árnason fv. professor og Þröst Ólafsson virtan skipulagsfræðing þar sem þeir benda
á augljósa ágalla á greiningum á hagkvæmni verksins hvort heldur efnahagslega eða vistfræðilega séð.

Þú kýst að forast að ræða um þeirra viðhorf sem ég er að bera hér fram og vitna til.
Villt heldur eins og vanalega ræða eitthvað allt annað - hálfgert skítkast og aukaatriði grípa hug þinn allann.
Forðast að ræða þetta á vitrænan hátt.
Mér finnst þetta svoldið sorglegt þín vegna.
Ég hélt að það væri meira spunnið í þig en þetta sýnir.

ert | 31. okt. '20, kl: 17:36:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk er ósammála. Þú ert þráhyggju eins og kaldbakur. Mér er sagt að hann hafi þurft slatta af lyfjum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 31. okt. '20, kl: 22:19:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Merkilegt að einstaklingur eins og þú sem ert vel gefin, að þú skulir ekki treysta þér til að svara þessari gagnrýni frá þessum mönnum þó sérfræðingar séu.
Það bendir til einhverra frávika í þroska litrófi. Hefði eflaust verið auðvelt að leiðrétta ef tekið á tímanlega, en
kannski ekki vonlaust ennþá.

ert | 1. nóv. '20, kl: 10:50:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka þér fyrir að telja mig verkfræðing með fræðilega þekkingu á útreikningi á þjóhagslegri hagkvæmni Borgarlínu og vinna við það á Landspítalanum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 1. nóv. '20, kl: 16:10:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka einn af mörgum kostum þínum hvað þú getur verið hógvær og lítillát en kannski of sjaldan þó ?
Etv bara leyndur kvenlegur eiginleiki sem hefur ekki verið flaggað svo mikið.
En verkefnið stendur eftir óhreyft og óleyst.

ert | 1. nóv. '20, kl: 16:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að gera mikið úr mér að telja mig vera umferðaverkfræðing í vinnu fyrir LSH. Að ég sé svo klár umferðaverkfræðingur að spítali hafi ráðið mig í vinnu sem slíkan!
Ég er bara raunsæ um mína getu og kann ekki nóg til að skilja og geta greint mistök þessum útreikningum. Ég er negnilega ekki verkfræðingur og vinn ekki hjá LSH þrátt fyrir að þú trúir því en þú trúir hvaða bulli sem er.
Reyndu svo að leita þér aðstoðar vegna minnimáttarkenndar þinnar yfir því að vera bara með grunnskólapróf.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 1. nóv. '20, kl: 17:22:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja svo þú ert ekki að vinna fyrir LSH.
Jú sennilega sagðir þú okkur það að værir í vinnu þar á bæ.
Þetta skiptir mig reyndar engu máli
En ég vona bara að þér líði vel

ert | 1. nóv. '20, kl: 17:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei sagst vera þar í vinnu.
Þetta er eitthvað sem þið skálduðu upp á sínum tíma af því að ég útskýrði eitthvað varðandi LSH og tók fram að ég hefði það eftir yfirmanni þar.
En nú er ég greinilega hætt að vinna þar og er orðinn umferðaverkingur.
Hvað ætli ég verði á morgun? Bakari?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 9. nóv. '20, kl: 12:33:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er hluti af greein Ragnars Árnasonar í mbl í dag 9. nóv 2020
"Í grein minni í Morgunblaðinu 29. október sl ræddi ég
þann mikla kostnað sem óþarfa
umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu leggja á íbúana.
Vegna plássleysis nefndi ég
þar ekki að þessar umferðartafir rýra einnig skilvirkni
atvinnulífsins á svæðinu og
leggja þar með enn frekari
byrðar á samfélagið.
Þessar umferðartafir eru
óþarfar vegna þess að fyrir
hendi eru og hafa lengi verið margir tiltölulega ódýrir kostir til að bæta umferðarflæðið í Reykjavík svo um munar. Hagfræðilegt mat á þessum kostum bendir til að
þjóðhagsleg arðsemi margra þeirra sé mjög
mikil og miklu meiri en borgarlínunnar, sem
virðist raunar hafa neikvætt núvirði eins og
ég benti á í greininni.
Borgarlínan er fyrir fáa
Í stað þess að framkvæma hagkvæmustu
valkostina til að draga úr umferðartöfum og
bæta með því hag allra borgarbúa hafa
borgaryfirvöld í Reykjavík kosið að einblína
á borgarlínuna. Samkvæmt nýlegri skýrslu
Cowi og Mannvits er fyrsti áfangi borgarlínunnar talinn munu stytta ferðatíma þeirra
u.þ.b. 4% sem nú ferðast með strætisvögnum en lengja ferðatíma þeirra sem fara
um á venjulegum bifreiðum. Hugmyndin er
með öðrum orðum sú að tefja enn frekar för
þorra borgarbúa en flýta för lítils minnihluta. Tæpast þarf að taka það fram að sá
mikli meirihluti sem á að þola enn frekari
umferðartafir vegna borgarlínunnar á einnig að borga kostnaðinn af henni."

Merkilgt ef einhver heldur að þetta Borgarlínu brölt muni borga sig :)

ert | 9. nóv. '20, kl: 12:55:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en hvað lausn er hann með til að minnka að umferðar vandinn aukist? Banna innflutning bíla? Banna fólksfjölgun? Það er eitt að vera á móti lausn, annað að koma með betri lausn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 9. nóv. '20, kl: 13:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ragnar Arnason er að benda á að það sé álit t.d. Vegagerðarinnar og ýmissa verkfræðinga að umferðarvandann megi lysa með tiltölulega auðvldum og ódýrum hætti ef vilji væri fyrir hendi hjá borgarstjórn Reykjavíkur. Viljann skortir til að leysa vanda fólksbíla - einkabílsins.
Allt er gert til að auka vandann og greiða götu almenningsvagna á kostnað einkabílsins.
Þetta sjá nú allir. Ragnar er að benda á að mestur hagnaður fæst með að greiða leið einkabíla og vöruflutningabíla. Ódýrarara og þjóðhagslega hagkæmasta leiðin.

ert | 9. nóv. '20, kl: 13:37:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók þannig að það skiptir engu máli hversu margir bílar verða á götunni það verður alltaf auðleysanlegt? Hver er þessi töfralausn og af hverju er þá umferðartafir í öðrum löndum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 9. nóv. '20, kl: 13:38:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru ekki umferðartafir í Singapore - við ættum kannski að taka upp kerfið hjá þeim?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 9. nóv. '20, kl: 14:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nokkurskonar veldisvöxtur á umferðarvanda borga eftir íbúafjölda.
Stórar borgir eins og t.d. New York, Beking og London eru með þúsundfalt erfiðara vandamál en við höfum í Reykjavík, ef allt væri eðlilegt.

Hraðlest eins og Borgarlína á að vera og hefur flutningsgetu uppá yfir 200 farþega og á að ganga með 3-4 mínútna fresti upp og niður Hverfisgötu í gegnum Lækjartorg og yfir í Kópavog hefur því miður bara alltof fáa farþega. Í Strætó á þessum leiðum eru bara
0 - 2 farþegar í dag. Þótt þú stækkir vagnana úr sætum fyrir 50 farþega uppí 200 sæti og aukir ferðatíðni tvöfalt þá mun niðurstaðan bara verða langtum meira tap.
Farþegum mun ekki fjölga að neinu ráði.
Þetta er það sem öllu máli skiptir.
Ef þú værir að reka svona batterí á eigin reikning þá væri þetta auðvitað forsendan fyrir rkstrinum. Og við erum að reka þetta á eigin reikning sem skattgreiðendur.

Sjáðu til ERT það munu verða framkvæmdir sem búa til nýar leiðir eins og núna er búið að gera fyrir Strætó með rauðu malbiki og Strætó, leigubílar og sjúkarflutningar nota.
Það er í raun sjálfsagt og mun í framtíðinni þjóna einnig rafknúnum bílum með tvo eða fleiri farþega. Stóru miðlægu akstursbrautirnar fyrir Borgarlínu og 200 farþega liðvagnar munu aldrei verða að veruleika hérlendis.
Þannig að þú þarft í raun ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu.

 
ert | 9. nóv. '20, kl: 14:44:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er að meðaltali -2 í hverjum vagni í dag

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 9. nóv. '20, kl: 14:47:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju gengur umferðin upp í Singapore?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 9. nóv. '20, kl: 15:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú átt að svara því !

ert | 9. nóv. '20, kl: 16:06:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Út af því að það eru takmörkuð leyfi til að eiga bíl. Við gætum komið upp sllíku á höfuðborgarsvæðinu. Segjum uppboð á leyfum fyrir 50 þús bíla. Seljum svo dagpassa fyrir bíla utan af landi fyrir 20 þús á dag. Málið leyst

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 9. nóv. '20, kl: 18:59:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe gaman að þessu. Svo keyrir Stræt+o á forgangsakreinum tómur alla daga hehe

ert | 9. nóv. '20, kl: 21:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, hann er ekki tómur. Hvenær varst þú síðast í strætó á forgangsakrein?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 10. nóv. '20, kl: 01:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fer aldrei í Strætó. Ég tel farþega ef ég mæti þessum vögnum eða keyri framhjá.
Mér sýnist að þetta hafi versnað mikið vagnarnir eru langtum oftar tómir en t.d. í fyrra.
Gæti vel trúuða að hlutdeild strætó í akstri með farþga sé dottin niðurfyrir 2% af heildar fjölda.

ert | 10. nóv. '20, kl: 02:55:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru færri í vögnunum en í fyrra? Hætta með strætó. Alveg eins með alla þjónustu ef það er færri í bankaútibúum í núna en í fyrra þá sýnir það að bankaútibúinn er óþörf. Sama með verslanir opinberar stofnanir og bara allt. Ef það er minna af fólki en á sama tíma en í fyrra þá það óþarfa þjónusta og við leggjum hana bara niður. Það er t.d. mikið færri mjaðmaliðaaðgerðir núna en í fyrra sem sýnir fram á að slíkar aðgerðir eru algerlega óþarfar og eru bara kostnaður fyrir samfélagið. Drekkum meira, hugsum minna

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 10. nóv. '20, kl: 11:58:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já góður punktur hjá þér.
Mestallt flug í skemmtifrðir hefur lagst af og já strætó ferðir lika.
Það sama á reyndar við t.d. vinnuferðir opinberra starfsmanna
og í gær var altt fullt af frægu fólki í Hörpu en samt var þar engin engin sála !
Mætti kamnski bara nota fjarfundarbúnað sýndarveruleika og aðra tækni í þessu öllu til frambúðar.
Op persónulega er engin nauðsyn fyrir þig að reka þitt langa nef "physicist" ofan í potta og polla erlendis,
hægt að ná sömu upplifun fyrir þig með sýndarveruleika og margmiðlunartækni ?
Öll breyting er til bóta fyrir þig. því þú lifir jú í dag í hálf skrítnum heimi hér í fábreytninni og covid vesininu ég sé að það er farið að hafa áhrif +s geð þitt og kannski fleira ?

Þannig gætir þú jafnvel ferðast "virtualt" með troðfullum strætó og upplifað þetta allt eins og strætó var fyrir 60
árum þegar enginn hafði efni á einkabíl og já alveg rétt ferðast á 150 km hraða með Borgarlínu - allt í einskonar draumi - þarft ekki einu sinni að taka sýru til að upplifa þetta.
Sparsr þarna heilmikið og gætir keypt þér aðra aukaíbúð og orðið alvöru milli eða næstum því.

ert | 10. nóv. '20, kl: 12:21:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og valkvæðar aðgerir eru óþarfar. það er líka óþarfi að koma láglauna fólki til vinnu á spítalann.
Lokum bara spítalanum. Þá þarf ekkert þessar covid-aðgerðir.
 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 10. nóv. '20, kl: 14:27:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já þú ert að komast á Trump línuna.
Ertu ekki heldur of sein ?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
70 mínútur Sigurjon01 18.11.2020 26.11.2020 | 01:53
Á einhver skothelt ráð við blöðrubólgu ? hagamus 22.11.2020 26.11.2020 | 00:07
Hvernig á að þrífa fitu af sturtugleri elias7 25.11.2020 25.11.2020 | 23:30
Utanlegsfóstur leyndarmál89 25.11.2020 25.11.2020 | 19:33
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 25.11.2020 | 19:13
Júlíbumbuhópur leyndarmál89 4.11.2020 25.11.2020 | 19:12
Júlíbumbur 2021 Tvisturinn2021 19.11.2020 25.11.2020 | 19:11
Dagur B þakkar sér góðan árangur í baráttu við Covid. _Svartbakur 25.11.2020
Passið ykkur á tilboðum "Svartur föstudagur" _Svartbakur 24.11.2020 25.11.2020 | 12:39
Ertu einmanna um jólin? KollaCoco 16.11.2020 25.11.2020 | 12:36
Uppruni táknmálsins :) Halakarta34 24.11.2020
Könnun fyrir Háskóla Íslands HaftorK 24.11.2020
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 24.11.2020 | 10:20
Þrífa þurrkara? lovelove2 19.11.2020 23.11.2020 | 22:36
Ísland að ná bestum árangri gegn Covid19 _Svartbakur 22.11.2020 23.11.2020 | 21:52
Sotware Of Life - mRNA - Gleðifregnir _Svartbakur 17.11.2020 23.11.2020 | 20:30
Hæ, ég var að fá skilaboð en get ekki svarað Andý 22.11.2020 23.11.2020 | 16:58
Kippir!! Hjálp glóbangsi 19.11.2020 23.11.2020 | 15:19
Ekkert grunsamlegt ? Kristland 15.11.2020 22.11.2020 | 21:04
Mer langar að verða smiður Kisumamma97 11.11.2020 22.11.2020 | 21:03
Star Wars eða Star Trek? YulBrynner 18.9.2012 22.11.2020 | 20:21
Óska eftir stórum blendingshvolp helst tík Elskadýr99 21.11.2020 22.11.2020 | 18:26
Bjór Gudrun1971 22.11.2020 22.11.2020 | 16:36
Bjóða í notaðan bíl (á bílasölu) rokkari 7.11.2020 22.11.2020 | 15:33
Jólasveinar silkibudda 22.11.2020
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 22.11.2020 | 14:12
Einhver sem getur aðstoðað? Focus20112012 16.11.2020 22.11.2020 | 12:58
Konur segja satt ! Kristland 22.11.2020
ólöglegur hundur í blokk og stjórn bregst ekki við Hjödda171 10.11.2020 22.11.2020 | 10:55
Líður okkur vel ? Opin umræða. _Svartbakur 20.11.2020 22.11.2020 | 02:41
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 21.11.2020 | 22:11
er BRITA vatnsíur eða eitthvað sambærilegt til á íslandi? bjartursg 11.11.2020 21.11.2020 | 22:09
Síminn minn njósnar um mig. Get ég sett hann í steypuklump og drekkt honum - dugar það ? _Svartbakur 12.11.2020 21.11.2020 | 22:07
Nespresso 0206 13.11.2020 21.11.2020 | 22:01
Gat í naflann? mialitla82 14.11.2020 21.11.2020 | 21:59
Köttur í stræto Kisumamma97 21.11.2020 21.11.2020 | 21:55
Atkvæði úr andaheimum ? Kristland 21.11.2020
Nice Frakkland eða Rom Italia.. Stella9 20.11.2020 21.11.2020 | 13:11
Paypal og gjaldeyrir lakkgrísinn 11.11.2020 21.11.2020 | 02:01
Jólabakstur Sörur2020 20.11.2020
Sleppa mús svartasunna 20.11.2020 20.11.2020 | 18:37
Hvar fær maður stjörnuþoku náttljós? lolwhat 18.11.2020 20.11.2020 | 18:05
Sykurlaus marzipan Davidlo 19.11.2020 20.11.2020 | 16:56
GG lagnir esj 23.10.2020 20.11.2020 | 00:59
Trygging og ráđgjöf Nessihressi 20.11.2020
Hjálp! Get ekki skrifað ý í word gja123 19.11.2020 19.11.2020 | 22:26
Vantar öll íslensku disney prinsessu nöfninn Elskadýr99 19.11.2020
Stærðfræði, hjálp, tölfræði, Ýmir Örn2 22.11.2017 19.11.2020 | 18:36
Söluhagnaður vegna íbúðar rokkari 19.11.2020 19.11.2020 | 14:21
3 þúsund kallinn sem Eyþór vill gefa borgarbúum Júlí 78 18.11.2020 18.11.2020 | 16:21
Síða 1 af 36086 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, krulla27, aronbj, Bland.is, Gabríella S, MagnaAron, Coco LaDiva, rockybland, Krani8, anon, vkg, joga80, flippkisi, mentonised, ingig, superman2