Börn - fargjaldskostnaður milli landshluta!! :(

pumans | 21. apr. '15, kl: 18:13:30 | 504 | Svara | Er.is | 0

Það er tiltölulega stutt síðan ég varð stjúpmóðir... Kærastinn minn flutti til mín austur á land þar sem vinnan mín er stabíl, íbúðin góð og hann er á milli verkefna.

Við erum að reyna að finna góða leið til að fá börnin hans til okkar en þar sem strákurinn er 4ra ára þá má hann ekki vera einn, með systir sinni í flugvélinni (hún er 6 ára og má vera ein í fylgd með flugfreyju).

Lausn flugfélagsins er að annað okkar fljúgi með vélinni suður, fái börnin upp í, og fljúgi til baka og endurtaki svo leikinn eftir helgi. Viið erum búin að reikna út að kostnaðurinn við svoleiðis helgi fer um og yfir 50 þúsund krónur.

Við viljum ekki senda svona ung börn með "Samferða" á facebook, en þessi kostnaður setur samt strik í reikninginn :/

Veit einhver um einhverjar aðrar leiðir? Ég er búin að reyna að skoða hvort Ernir gengi upp, en þeir lenda ekki alls staðar og eru ekkert ódýrari hehe....

Allar reynslusögur vel þegnar :)

 

Máni | 21. apr. '15, kl: 18:23:09 | Svara | Er.is | 1

Mín börn fljúga mánaðarlega í langa helgi.

Þau eru orðin eldri. ég myndi aldrei senda börn með ókunnugum en mögulega kannist þið við fólk sem fer á milli og getur fylgt þeim.

fálkaorðan | 21. apr. '15, kl: 18:47:05 | Svara | Er.is | 0

Hvað er langt í að strákurinn verði 5?


Ég hef ekki gert það sjálf en einusinni íhugað það og oft séð austfyrska vini mína auglýsa eftir samferðafólki á FB. Það er þá ekki einhver ókunnugur þó viðkomandi sé barninu ókunnugur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

pumans | 21. apr. '15, kl: 19:58:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann verður nefnilega 5 á næsta ári :/
Við getum tekið systir hans auðvitað reglulega, en okkur þætti það bara svo hrikalega ósanngjarnt gagnvart honum,
en þetta er bara eitthvað svo snúið... :/

Ég hef frekar velt því fyrir mér hvort að maður gæti spurt annan einstakling sem fer í sömu flugvél (það eru nú alveg flugfreyjur um borð sem myndu sjá ef eitthvað stór undarlegt væri í gangi) og fullorðni einstaklingurinn gæti bara setið við hliðin á honum með dót.

Samt finnst mér hálf undarlegt að prófa að spyrja fólk að svona sem fer í sama flug .....

fálkaorðan | 21. apr. '15, kl: 21:20:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég mindi ekki spyrja einhvern sem ég þekkti ekki.


En já þetta er annsi langt þangað til.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

flal | 21. apr. '15, kl: 18:50:50 | Svara | Er.is | 0

Er þetta mjög löng akstursleið?

pumans | 21. apr. '15, kl: 19:59:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

10 klukkutímar í akstri við góð skilyrði. :/

Leiga111 | 21. apr. '15, kl: 21:26:22 | Svara | Er.is | 0

mín var tveggja þegar hún fór fyrst ein í flug til pabba síns og gerir það enþá málið er bara að finna fyrir hana fylgd og þar sem hún elskar að fljúga þá er aldrei neitt mál að finna eitthvern til að sytja þessar tuttugu mínotur með henni í vélinni

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Gunnýkr | 22. apr. '15, kl: 07:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er hægt að panta fyrir barn undir 5 ára í flug ef maður bókar ekki fullorðin með?

Leiga111 | 22. apr. '15, kl: 13:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

við höfum alltaf geta það með flugfélaginu Ernir 

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Ragga81 | 21. apr. '15, kl: 22:32:19 | Svara | Er.is | 1

Margir hérna í Eyjum gera þetta.  Þeas að finna einhvern á flugvellinum til að líta til með barni og svo foreldrið sem er í Reykjavík finnur einhvern á flugvellinum þar sem er til að fylgja barninu.  Auðvitað er þetta oftar en ekki fólk sem foreldrarnir kannast við þar sem þetta er ekki svo stórt samfélag hérna.

Jebb verð ein heima um jólin með dýrunum og finnst það æði

Gunnýkr | 22. apr. '15, kl: 07:23:23 | Svara | Er.is | 0

hvað með að taka bara eina langa helgi eða pabbinn fari til þeirra. 

normal | 22. apr. '15, kl: 08:13:30 | Svara | Er.is | 1

kæmi örugglega bestu út að hann færi eða þið reglulega í bæinn og vera með börnin þar þangað til yngri verður 5 ára

Lilith | 22. apr. '15, kl: 11:56:24 | Svara | Er.is | 0

Mér sýnist reglurnar segja að það sé hægt að panta fylgdarmann fyrir barn yngra en 5 ára. Þá eru borgað fullt fargjald fyrir fylgdarmanninn aðra leiðina, en bara skattar til baka.

Blah!

pumans | 22. apr. '15, kl: 13:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en fylgdarmaðurinn verður að vera einhver á okkar vegum, og þetta er möguleikinn sem ég nefndi að við yrðum að fara að sækja strákinn. :)
En það kemur út í endann 50þ eða meira á helgi !! heheheh

heklak | 22. apr. '15, kl: 12:18:40 | Svara | Er.is | 2

Er ekki ódýrara fyrir hann að fljúga til barnanna um pabbahelgar. Það flækir klárlega málin og eykur kostnað að flytja svona langt í burtu frá börnunum sínum svona ungum.

***

pumans | 22. apr. '15, kl: 13:46:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flug fyrir hann fram og til baka kostar um 30 þúsund.
Bensín er 25 þúsund fram og til baka. Hann hefur engan aðstandanda í Reykjavík til að gista hjá, nema hann langi að gista einn hjá pabba mínum :) heheh
Og ef mig langar að fara með og nýta ferðina, þá þurfum við að bæta tveimur hundum með í breytuna. Kannski erfitt að flytja reglulega inn á pabba sinn með hunda og allt hafurtaskið. :)
En við erum búin að gera það tvisvar samt seinustu 3 mánuði, langaði bara að velta þessu upp og sjá hvort að einhverjir hefðu meiri reynslu í þessu. :)

daggz | 22. apr. '15, kl: 13:09:45 | Svara | Er.is | 2

Ég veit um marga sem leita eftir aðilum til að taka ábyrgð á barninu í flugvélinni t.d. á facebook eða svona til sölu/óska eftir mörkuðum í þeirra landshluta.

Svo tekur fólk bara ákvörðun um hvort það taki boðinu hjá fólki. Oftast er þetta fólk sem er ekki algjörlega ókunnugt. En ég myndi halda að það færi algjörlega eftir barninu hvort ég myndi gera þetta. En mér finnst samt ekkert að þessu ef maður treystir barninu í svona og í öllum þeim flugferðum sem ég hef farið í og foreldrar hafi valið þessa leið þá hefur allt gengið mjög vel.

Það er nefnilega oft svo margt fólk sem maður kannast við sem er að flakka á milli þó maður viti ekki af því. Þess vegna sakar ekkert að allavega spyrjast fyrir.

--------------------------------

pumans | 22. apr. '15, kl: 13:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svarið ... :)
Ég akkurat gæti sjálf hugsað mér þessa leið sem möguleika, það eru flugfreyjur og starfsfólk alls staðar á flugvöllunum og í vélinni sem sjá alveg ef eitthvað skrýtið er í gangi, sem ég tel minnka líkurnar á að eitthvað fari aflaga... En auðvitað getur maður bara hætt við ef manni líst ekki á blikuna.

daggz | 22. apr. '15, kl: 14:51:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já æi, ég sé ekki fyrir mér að barnið sé í neinni hættu við þetta fyrirkomulag. Og ég myndi auðvitað ekki senda barnið með einstaklingi sem mér litist illa á. En allavega finnst mér þetta mjög algengt og ég hef aldrei orðið vitni eða heyrt af neinu slæmu tengdu svona reddingum. Allavega eru þessir foreldrar að gera þetta aftur og aftur :)

--------------------------------

bdi | 22. apr. '15, kl: 13:17:42 | Svara | Er.is | 1

Við gerðum þetta á sínum tíma þannig að við leituðum í vina og kunningjahóp að fólki sem var til í að taka stelpuna mína með, stundum  fórum við snemma á flugvöllinn og fundum einhvern sem var til í að sitja með henni, oft einhver sem við þekktum en stundum líka ókunnugt fólk, þetta var aldrei neitt mál en kannski gerir maður ekki svona lengur. Þetta var fyrir 20 árum síðan. 

Bella C | 22. apr. '15, kl: 13:50:33 | Svara | Er.is | 1

Ég þekki nokkra sem auglýsa á facebook eftir einhverjum sem er að fara í flug, þá þekkja foreldrarnir aðilann sem fer með barninu. En svo veit ég líka um pabba sem flýgur fram og til baka að sækja barnið aðra hverja helgi

neutralist | 22. apr. '15, kl: 13:53:39 | Svara | Er.is | 0

Ég hef setið hjá ókunnugu barni í flugi út á land, var beðinn um það á flugvellinum. Fólk gerir annað eins og þar sem þau eru tvö saman, er það varla stórhættulegt.

Þið búið þarna á krummaskuði og þekkið kannski einhvern sem er að fara í hvert skipti.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47831 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, annarut123