börn í tónlistarnámi þar sem gpreldrar spila ekki a hljóðfæri

ny1 | 3. okt. '15, kl: 12:14:54 | 297 | Svara | Er.is | 0

Hvernig höndlið þið það? Spila þau heima? Hver hjálpar þeim?

 

nefnilega | 3. okt. '15, kl: 12:17:12 | Svara | Er.is | 1

Ég lærði á hljóðfæri í mörg ár og hvorugt foreldra minna spilar á hljóðfæri. Ég æfði mig bara sjálf heima. Var aldrei neitt vandamál og mér gekk mjög vel.

Máni | 3. okt. '15, kl: 12:20:47 | Svara | Er.is | 0

Ekkert mál

cithara | 3. okt. '15, kl: 14:14:53 | Svara | Er.is | 1

Ég var í tónlistarnámi árum saman og foreldrar mínir spiluðu aldrei á hljóðfæri (mamma fór reynar á gamals aldri í tónlistarskóla og er núna að læra á saxafón sem mér finnst geðveikt kúl). Ég spilaði alltaf heima og foreldrar mínir hjálpuðu mér. Þau studdu mig, hlustuð á mig, minntu mig á að æfa mig, mættu á alla tónleika og viðburði þar sem ég kom fram, geymdu prógrömmin, hrósuðu mér o.s.frv


alveg eins og ég get sýnt dóttur minni ómældan stuðning í körfubolta- og fótboltaiðkun hennar þó að ég sjálf myndi hvorugt gera fyrir mitt litla líf...

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

ny1 | 3. okt. '15, kl: 16:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja það sem eg var að spá er að hun getur ekki spilað sjalf ennþá... er 6 ara og ný byrjuð..

cithara | 3. okt. '15, kl: 17:01:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er bara að einmitt passa uppá að hún geri æfingarnar, minna hana á það á hverjum degi og hlusta á hana. 

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

isora | 3. okt. '15, kl: 22:26:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

6 ára börn eru í Suzukihljóðfæranámi sem krefst virkrar þátttöku foreldra. Þið verðið að geta æft barnið heima. Þið þurfið að læra líka á hljóðfærið. Margir Suzukikennarar taka foreldrana líka í hljoðfæratíma fyrstu vikurnar. Ræddu um þetta við kennarann. Barnið er ekki nógu gamalt til að bera ábyrgð á þessu/ muna hvað það á að æfa eða hvernig það fer að því. Þið þurfið að fara í hljoðfæratíma.

ny1 | 4. okt. '15, kl: 10:41:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei hún er ekki í Suzukinámi.. enda var hugsunin hjá okkur frekar að örva hjá henni hlustun, samhæfingu og aga heldur en að hún endilega lærði að spila á hljóðfærið strax (er á gráu svæði hvað varðar kvíðaröskun, einhverfu og ADHD + alvarlega málþroskaröskun) .. Vildi óska að ég gæti farið með henni í tímana en ég mun ekki geta það fyrr en eftir áramót (þegar ég fer sjálf íbarnaeignafrí).
En svo var ég bara að pæla í því hvernig við foreldrarnir gætum mögulega stutt við hana..

isora | 4. okt. '15, kl: 10:53:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svarið mitt (bæði sem foreldri 6 ára barns í Suzukinámi og sem tónlistarkennari) er samt eiginlega það sama. Þú þarft að komast að því hvað er gert í tímum svo þú getir gert það með henni. Þú þarft líka að læra það sem hún lærir (læra á hljóðfærið). Talaðu við kennarann hennar. Þú þarft að komast í tíma hjá kennaranum til að geta stutt almennilega við hana. Þú lærir hvort eð er ekkert á hljóðfærið þannig í tímunum henar. En flott hjá ykkur að leyfa barninu að læra á hljóðfæri. Ég hugsa það muni gera henni mjög gott :-)


Hver fer með henni í tímana? Er hægt að taka tímana upp á vídjó?

ny1 | 4. okt. '15, kl: 11:10:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

pabbi hennar var í tónlistarnámi þegar hann var barn og mér skildist á honum að hann ætlaði nú að aðstoða hana með heimanámið en eitthvað er það að vefjast fyrir honum.. þessari elsku.. getur pikkað upp lög ef hann heyrir þau en kann augljóslega ekki að lesa úr nótum (veit það nuna hehe)
hún fer ein í tímana (eru a skólatíma í skólanum hennar) en það er spurning hvort það sé hægt að taka þá upp..

evitadogg | 4. okt. '15, kl: 13:26:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er að vefjast fyrir þér? Nöfnin á nótunum? Hvaða lög hún er að spila? Er einhver samskiptabók sem fer á milli þín og tónlistarkennarans?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 4. okt. '15, kl: 14:53:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mörg 6 ára börn eru í hljóðfæranámi sem er ekki Suzukinám

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 3. okt. '15, kl: 15:34:29 | Svara | Er.is | 0

Ef þau spila ekki heima er lítill tilgangur með náminu


Forleldrar geta farið með í fyrstu tímana til að sjá hvernig þessi basikk atriði fara fram, svo fer barnið að geta æft sig sjálf


Auðvitað gott að hafa foreldri nálægt til að passa upp á að öll lögin séu æfð og það sé engu sleppt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ruðrugis | 3. okt. '15, kl: 22:02:28 | Svara | Er.is | 0

Foreldrarnir minna þau á að æfa heima á hverjum degi, annars æfa þau sig bara sjálf.

Grjona | 4. okt. '15, kl: 13:44:52 | Svara | Er.is | 1

Ég sé bara um að barnið æfi sig, lítið annað sem ég get eða þarf að gera. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

josepha | 4. okt. '15, kl: 13:57:27 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í tónlistarnám að eigin ósk sem barn og æfði mig bara sjálf heima. Foreldrar mínir voru ekkert í tónlist. Hafði mikinn áhuga þannig að foreldrarnir komu ekki nálægt þessu að neinu leiti nema þau borguðu auðvitað námið framan af og höfðu hönd í bagga með að ég gæti eignast sæmilegt hljóðfæri.  

Kammó | 4. okt. '15, kl: 14:30:53 | Svara | Er.is | 1

Ég á einn 13 ára sem lærir á gítar og einn 11 ára sem lærir á þverflautu, við foreldrarnir kunnum ekkert en þetta gengur samt glimrandi vel.
Ef það er einhver nóta sem þeir muna eða kunna ekki spyrja þeir kennarann í næsta tíma.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 21.11.2023 22.11.2023 | 03:51
Matareitrun fishermansfriend 3.6.2007 21.11.2023 | 11:21
Nýr lýtalæknir skranprinsessan 20.11.2023
Pústviðgerðir Lilith 4.1.2012 20.11.2023 | 07:56
Hyundai stepwgn Kormákur Breki 20.11.2023
Flugvöllur í Hvassahrauni jaðraka 9.11.2023 19.11.2023 | 16:46
Screen Printing Kit set nörd2 18.11.2023
Sorphirða í Reykjavik jaðraka 20.10.2023 17.11.2023 | 09:39
Game stöðin cheap 23.11.2009 16.11.2023 | 02:01
Norskunámskeið??? alm1989 10.5.2012 15.11.2023 | 07:37
Júní 2024 bumbuhópur Herra hvutti 14.11.2023 15.11.2023 | 07:19
Ee sikorwawa 14.11.2023
Ee sikorwawa 14.11.2023
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 14.11.2023 | 10:12
HJÁLP - LEIKRITSGREINING valurhvalur 13.11.2023
Versti Forsætisráðherra Íslands frá upphafi Hauksen 11.11.2023 13.11.2023 | 21:05
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 13.11.2023 | 04:35
Einhver game? juferta 13.8.2007 13.11.2023 | 04:34
"Gosinu" við Grindavík er lokið jaðraka 12.11.2023 12.11.2023 | 15:01
Sala á uppstoppuðum fugl FJ-101 2.11.2023 12.11.2023 | 08:52
Nýtt fangelsi??? amma Hulda 25.9.2023 9.11.2023 | 11:48
Hvar fæ ég mjóar og langar ljósaperur? olla2 4.11.2023 8.11.2023 | 07:42
Langalangafi eða -amma hillapilla 25.2.2013 8.11.2023 | 07:12
Dofi í höku og kinnum olla2 7.11.2023 8.11.2023 | 04:47
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 8.11.2023 | 04:44
Hverng væri að allir reportuðu þann sem er Mswave 4.11.2023
Reynsla af uppeldisráðgjöf eða foreldrafræðslu? dagbjortosp 1.11.2023
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 1.11.2023 | 13:31
Tjón, húseigendatrygging eða? adrenalín 31.10.2023
Sojalesitín Gallía 7.6.2011 31.10.2023 | 11:22
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Síða 5 af 46349 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie, Bland.is, tinnzy123, annarut123, Kristler, paulobrien