börn og óþekkt

unghusfru | 25. jan. '16, kl: 21:05:21 | 824 | Svara | Er.is | 0

Jæja nú er 5 ára prinsinn minn alveg að ræna mig geðheilsunni með óþekkt og óhlýðni.
Hann hlustar ekki á neitt sem ég segi honum og óþekktin alveg að fara með okkur foreldrana.

Því langar okkur að biðja um reynslusögur eða ráð frá sjóuðum foreldrum eða vandamönnum um hvernig þið hafið tæklað óþekktarormatímabil :)

Öll ráð vel þeginn, við gerum okkur grein fyrir að við séum að tækla vandan á rangan máta og viljum endilega gera betur við prinsinn.

 

nefnilega | 25. jan. '16, kl: 21:07:35 | Svara | Er.is | 1

Óþekkt og óþekkt er nú ekki það sama. Hvernig lýsir þetta sér?

unghusfru | 25. jan. '16, kl: 21:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svolítið eins og Gutti í Guttavísum, hann aldrei gegnir neinu, grettir sig og bara hlær. Ég t.d. bað hann áðan um að fara að hátta sig og hann hlustaði ekki á mig, svo sagði ég honum : Farðu að hátta og hann gretti sig framan í mig, endurtók það sem ég sagði með gömlu kellingarrödd og faldi sig svo undir sófa. Við fengum hvolp í heimsókn í dag og báðum hann um að fara varlega að honum því hundurinn var ekki vanur börnum og hann viljandi hljóp í áttina að hvolpinum ítrekað til að reyna að bregða honum og hræða hann. Hann varð reiður út í pabba sinn um daginn og sparkaði í hann. Ef hann fær ekki það sem hann vill strax á hann það ti að fara bara strax að öskra og gráta. Hann neitar að taka til í herberginu sínu, ef honum líst illa á matinn minn opnar hann bara ískápinn og nær sér í eitthvað sem honum líst betur á.

Um daginn þegar vinur okkar var í heimsókn tók hann sig til og prumpaði framan í hann, gerði það svo nánast samdægurs við mig. Ég gæti talið áfram, þetta er bara það sem er mér efst í

ÓRÍ73 | 25. jan. '16, kl: 21:22:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvað gerir þú t.d. þegar þú ert búin að biðja hann um að hátta og hann hlýðir ekki? Hver eru viðurlögin? 

unghusfru | 26. jan. '16, kl: 20:16:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Viðurlögin voru að hann fær ekki sögu fyrir háttinn (sem hann elskar) en núna erum við búin að skipta yfir í að hann fær að heimsækja afa sinn (sem hann elskar í drasl) um helgar ef hann er safnar sér "góðum dögum". Það hefur aðeins virkað því afi hans dekrar hann í drasl :)
Við vorum með time-out þar sem hann þurfti að sitja á stól í nokkrar mínútur en núna situr hann ekkert á stólnum og mig eiginlega líkar ekki við það að þurfa að sitja undir honum og halda honum á meðan hann berst um og öskrar, ég bara hef það ekki í mér, reyndi það einu sinni og hjartað mitt brotnaði

strákamamma | 27. jan. '16, kl: 13:37:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

held ég myndi til að byrja  með biðja hann bara um hluti sem þið urfið að biðja hann um...og ekki spyrja um hluti sem eru ekki val.


td. "viltu fara í náttfötin"   er ekki gott.  "nú skaltu fara í náttfötin" er betra og ef hann gerir það ekki þá þarf að taka hann, með festu og ákveðni en ekki reiði, og "hjálpa" honum...as in "láta" hann fara í náttfötin.   Þetta þarf að gera þar til hann veit að í hvert skipti sem þið segið að hann eigi að fara í náttfötin, þá annaðhvort fer hann sja´lfur í náttfötin, eða hann er tekin og hann er settur í náttfötin.


ég held ég myndi bara byrja á þessu eina atriði.   og láta það verða gott...með fullt af hrósum þegar han er komin í náttfötin og fullt af "æ kallgreyið mitt, nú ertu alveg að ruglast vinur" knusum þegar hann strækar á ykkur.  


ekki segja honum að koma og borða ef hann þarf þess ekki, prófið bara jafnvel að leggja bara á borð fyrir ykkur tvö og láta hann í friði á matmálstímanum...ekki gera mat að fætingi fyrr en þið eruð komin með hitt í góðar skorður.   


Þegar hann sér að ykkur er alvara með náttfötin td, þá áttar hann sig fljótt á að það er af sem áður var og að núna meinið þið það sem þið segið. .ið gætuð þurft að stoppa hann í að vaða í ískápinn nokkrum sinnum...hann má þá velja að vera svangur frekar en að sitja með ykkur tl borðs, en um að gera það bara rólega og ekki með neinum látum.

strákamamman;)

Gulrót | 27. jan. '16, kl: 15:08:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líka gott að gefa þeim val (sem er í raun val sem hentar ykkur) t.d. viltu fara sjálfur í náttfötin eða viltu að ég klæði þig í þau. Segja þetta með sama tón í röddinni, ekki reið heldur glöð.

ploff | 25. jan. '16, kl: 21:26:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nota setningar eins og ,,eru eyrun opin" ,, nú ertu að ruglast mannstu" ,,notaðu orðin þín" nota 1,2,3,4 regluna. í þínu tilfelli. Klæddu þig í náttfötin.... 1....2......3....á ég að segja 4?... og svo 4. Ef hann gerir það ekki þá klæðir þú hann í með góðu eða illu. (Þetta virkar hjá okkur). Með hundinn þá hefði líklega þurft að útskýra af hverju þarf að fara varlega að honum og afleiðingar þess EF hann gerði það EKKI.
minna hann stöðugt á, börn á þessum aldri eru fljót að gleyma. Regla nr 1,2og 3 hjá okkur (sem virkar) er að nei þýðir alltaf nei og já þýðir alltaf já. Ekki nota kanski, sjáum til o.s.frv. Standa við það sem sagt er t.d. ef þú ert ekki góður að borða matinn þá les ég ekki bók fyrir þig í kvöld.. Ekki hóta og standa svo ekki við það sem er sagt. Ef mín 3 ára vill ekki taka til í herberginu sínu þá fer ég með poka inn í herbergi og segji jæja það sem þú tekur ekki til fer í pokann og fer út í skúr. (Það er staðið við það !!) Hún er oftast snögg að taka til því hún VEIT að ég stend við það.
Ef hún fer illa með eitthvað dót þá er það fjarlægt í smá tíma. Hún þarf svo að vera góð í x tíma til að fá það til baka.
Varðandi skap ofsaköst þá er MIKILVÆGT að vera róleg. útskýra allt vel og svara öllum ,,akkuru" spurningunum.
Nota setningar eins og ,, myndir þú vilja að ég gerði þetta við þig" ég nota það stundum á stelpuna mína ef hún togar í hárið á mér þá geri ég það við hana þannig að hún finni að það sé vont og að svona eigi maður ekki að gera Þá er hún fljót að biðjast afsökunar og ég hana að sjálfsögðu. Ég er ekki að segja að þið eigið að sparka í hann heldur spurja, ,,myndur þú vilja að ég sparki í þig".. ,,veistu hvað þetta er vont" Þau læra ekki nema af mistökunum. ,,learning by doing" -- John Dewey.

Ég er ekki fullkomin en ég er í námi tengt uppeldi barna og það hefur svo sannarlega reynst mér vel. Gangi þér vel :)
Lestu þessa grein:
http://www.fyrstuarin.is/skapofsakoumlst-barna.html

LaRose | 26. jan. '16, kl: 07:48:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 25

Ég verð að vera sammála byrjuninni á næstsíðustu setningunni að þú ert ekki fullkomin....

Ég er með hökuna í gólfinu hérna að þú látir 3 ára barn taka til í herberginu sínu ella setjir þú leikföngin út í skúr og hún þurfi að haga sér í X langan tíma til að fá þau. Hún er 3 ára! Hvað með að taka til með henni og tala um hvað það verði nú fínt í herberginu og hafa það kósý með henni á eftir í fínu herbergi í staðinn fyrir að stjórna henni með hótunum?

Svo togarðu í hárið á barninu? Hvar lærðir þú um uppeldi barna? Í hjólhýsahverfinu á Laugarvatni?

Sorry hörkuna en ég á ekki orð.

Ziha | 26. jan. '16, kl: 09:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Verð að Vera sammàla....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

LaRose | 26. jan. '16, kl: 10:19:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Já, takk...mér finnst þessi póstur lýsa samblandi af heimsku og illsku skrifara sem er banvæn blanda þegar kemur að börnum.

Fæ í magann við að hugsa um þessa litlu 3 ára sem situr undir þessu...

Steina67 | 26. jan. '16, kl: 15:18:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Algjörlega sammála. Svo er bara svo oft skelfilega mikið dót í herbergjum barnanna að þau ráða ekkert við allt þetta ðót og velja á milli. Miklu betra að hafa bara tvennt í gangi í einu og skipta reglulega um.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

gruffalo | 26. jan. '16, kl: 17:09:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Uuuuu mín er fjögurra ára og mér finnst sjálfri oft oft yfirþyrmandi að taka til þarna inni... Færi aldrei að láta hana einar um það

Steina67 | 26. jan. '16, kl: 19:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Maður LÆTUR ekki svona ung börn taka ein til, maður gerir það með þeim. En auðvitað er hollr fyrir þau að læra að ganga frá eftir sig með aðstoð.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

gruffalo | 26. jan. '16, kl: 10:28:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Er eitthvað að hjá þér? Aumingja barnið... Þetta finnst mér ljótt.

LaRose | 26. jan. '16, kl: 10:37:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

það er eitthvað issue þarna, það er ljóst. Ég held það sé eitthvað vitsmunalegt sem virkar ekki alveg eins og það á að gera.

Snjókornastelpa | 26. jan. '16, kl: 15:10:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ertu að láta 3 ára barn laga til ein inn í herberginu sínu og ef hún gerir það ekki þá ferðu með dótið hennar inn í skúr hún er 3 ára !!!

unghusfru | 26. jan. '16, kl: 20:16:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef reyndar prufað það, tek playmo kastalann og set upp á hillu og hann þarf að haga sér í smá tíma til að fá dótið til baka. Hann á bara svo mikið dót að hann finnur sér eitthvað annað að leika með þannig það var ekki alveg að virka

strákamamma | 27. jan. '16, kl: 13:39:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

æ svona litlir geta ekkert svona að haga sér ákveðið lengi fyrir einhver verðlaun...


þeir þurfa bara eftirfylgni.  Ef þú segir eitthvað , stattu þá við það alltaf...  ef þú ert ekki tilbúin til þess að stoppa hann í að ganga í ískápinn, ekki þá gera það bannað. 

strákamamman;)

Rauði steininn | 26. jan. '16, kl: 21:02:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég ét nokkuð viss um að Dewey hafi ekki alveg verið að meina þetta svon...

evitadogg | 25. jan. '16, kl: 22:46:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað gerirðu þegar hann sækir mat inn í ísskáp?

strákamamma | 25. jan. '16, kl: 23:02:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar hann nær sér í eitthvað í ískápinn í stað þess að borða kvöldmat, hvað gerið þið þá?

strákamamman;)

Orgínal | 25. jan. '16, kl: 23:20:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skýr fyrirmæli, umbunarkerfi og time out. 


Ákveða fyrir hvað á að umbuna og hvað leiðir til time out, útskýra það fyrir stráknum og halda síðan áætlun.


Passa síðan upp á reglulegar gæðastundir með drengnum þar sem hann fær jákvæða athygli.

unghusfru | 26. jan. '16, kl: 20:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við reynum það mikið. Grípum hann góðan föðmum hann og segjum honum að hann sé svo duglegur að leika sér svona stilltur. Við einmitt hugsuðum fyrst að hann væri að óþekktast til að fá athygli.

nefnilega | 26. jan. '16, kl: 12:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hefur hann verið svona lengi eða er þetta ný hegðun? Getur hann verið að kalla eftir athygli? Nánd og hlýju? Er hann lítið með foreldrum sínum? Lætur hann frekar svona þegar hann er þreyttur? 


Ég er nú enginn sérfræðingur í 5 ára börnum. En þegar minn 3ja ára tekur óþekktarköst er það nær alltaf vegna þess að hann eða við foreldrarnir erum þreytt, höfum lítið verið saman eða erum í einhverju stressástandi heima (eins og getur skapast t.d. þegar von er á gestum, þarf að svæfa með hraði, taka til á stuttum tíma, etc..). Við náum okkur út úr þessum vítahring með knúsi, gæðastundum og gefum skít í húsverkin, hollan mat og klukkuna.


En svo þarf auðvitað að útiloka að eitthvað líkamlegt sé að hrjá hann, svo sem ofnæmi, óþol, njálgur, hægðatregða, eyrnabólga...ýmislegt sem getur valdið vanlíðan hjá börnum.

unghusfru | 26. jan. '16, kl: 20:20:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við eyðum miklum tíma með honum, en höfum vissulega íhugað þetta með að hann þurfi athygli og reynum að gefa honum hana í massavís og þegar við erum bæði mikið upptekin reynum við frekar að setja hann í pössun eða fá fyrir hann playdate svo honum finnist hann ekki vera hunsaður. Kannski þarf hann bara extra athygli ? Geta þau tekið þannig tímabil? og já þetta er nefnilega mjög nýtt af nálinni, kannski svona seinustu 2 mán sem þetta hefur verið að ágerast.

Steina67 | 26. jan. '16, kl: 20:26:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er fyrsta gelgjustigið af þremur. Börn eru líka alltaf að testa foreldra sína til að sjá hvað þau komast langt og þá reynir á að vera sammála hjónin um hvernig á að taka á málunum og samkvæmur sjálfum sér.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nefnilega | 26. jan. '16, kl: 20:55:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já getur verið tímabil, meira að segja þroskastökk. Og þið öll komin í einhvern vítahring "óþekkt-skammir-meiri óþekkt-allir brjál". 


Kannski finnst honum hann hunsaður þegar hann er settur í pössun í stað þess að vera með ykkur.

Splæs | 26. jan. '16, kl: 00:36:41 | Svara | Er.is | 1

Gagnlegt grein.  

Magga Pála: Ósammála í uppeldinu? - Fréttatíminn
 

presto | 26. jan. '16, kl: 00:41:00 | Svara | Er.is | 0

Er þetta skyndileg breyting á barninu?
Hvaða aðferðir hafið þið notað hingað til, til þess að setja honum mörk og hvað gerið þið þegar hann hlýðir ekki?
Hefur eitthvað gerst sem eykur þessa hegðun?

unghusfru | 26. jan. '16, kl: 20:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko við höfum verið með umbunarkerfi, verið með time out. En það er bara ekki að duga núna eins og það gerði áður. Vitum ekki alveg afhverju.

Já frekar mikil breyting seinustu mánuði. Leikskólinn hefur íjað að ofvirkni við okkur, eitthvað sem hefur aldrei verið gefið til kynna áður.

presto | 27. jan. '16, kl: 00:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndi leita að orsök vanlíðunar hjá hinum og vinna í henni, gangi ykkur vel.

daffyduck | 26. jan. '16, kl: 00:43:25 | Svara | Er.is | 1

Spurðu þig
Er hann að fá minni athygli enn vanalega að undanförnu ?
Hrósarðu honum þegar hann er góður ?
Er einhver spenna á heimilinu td milli þín og maka sem hann er taka eftir ?

Notaðu
1 2 3 með aðvörun áður en þú segir 3. Ef hann hlýðir ekki settu hann þá
í hlé í 5 mínútur. Ef þetta gengur ekki þá myndi ég refsa honum með því
að taka frá honum uppáhaldsdótið hans í 1 dag. Varaðu hann samt
náttúrulega við því áður en þú gerir það.

Ef þetta er ekki að
virka og hegðunin ekkert að lagast eftir 3-4 vikur af þessu. Þá er
kannski spurning um að leita aðstoðar fagaðila.

Hvað sem þú gerir ekki garga og skammast.

Mundu líka að börn eru börn og ekki er hægt að ætlast til þess af þeim að þau séu alltaf fullkomnir litlir englabossar.

Dalía 1979 | 26. jan. '16, kl: 09:25:34 | Svara | Er.is | 0

Vantar honum kanski alhygli minn lætur öllum illum látum þegar honum vantar athygli 

Ziha | 26. jan. '16, kl: 09:52:37 | Svara | Er.is | 0

Er buid að útiloka eyrnarbólgu og njalg? Ofnæmi? Minn þoldi t.d. illa haframjöl og verður greinilega skapverri þegar hann fær þad...

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

veg | 26. jan. '16, kl: 09:56:06 | Svara | Er.is | 1

Hafa fáar reglur en skýrar, aldrei að hóta einhverju sem þið eruð ekki til í að framfylgja, og ekki gera of miklar kröfur. Flest 5 ára börn endast illa í að taka ein til í herberginu sínu til dæmis.

unghusfru | 26. jan. '16, kl: 20:26:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við hjálpum honum nú með herbergið þegar það er mikið drasl. En þegar við tökum saman til þá geri ég þá kröfu að hann gangi frá eftir leik dagsins í lok þess dags (þá yfirleit bara hlutir sem hann hefur verið að meðhöndla síðan við tókum til) þetta gerðum við því við tókum til með honum (meira reyndar svona fyrir hann á meðan hann lék sér) og hann byrjaði á því að sturta úr öllum kössum aftur. Eftir að hann þurfti að bera svolítið ábyrgð á þessu sjálfur skánaði umgengnin mikið.

Steina67 | 26. jan. '16, kl: 20:29:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hafa færri leikföng í gangi í einu og skipta þeim út oftar og þá er eins og jólin komi og þau hafi fengið nýtt dót

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Snjókornastelpa | 26. jan. '16, kl: 15:14:12 | Svara | Er.is | 0

Minn 5 ára fær alltaf einn sleikjó ef hann er t.d búin að vera duglegur að borða matinn sinn og laga til i herberginu og duglegur að fara að hátta en hann fær ekki a hverjum deigi kannski setja viku,og ef hann var duglegur i vikunni að gera allt þetta fær hann slækjó minn er allgjörlega sáttur með það:)

Tíbrá Dögun | 26. jan. '16, kl: 20:40:24 | Svara | Er.is | 0

1-2-3 reglan,
Timeout ef þú ert ekki á móti því. Misjafn smekkur.

Taka frá uppáhaldsleikfang/hlut ef barnið hegðar sér svona. Hafa umbúðarkerfi með verðlaunum, fær td broskall á það fyrir hvern dag sem hann er stilltur, og eftir 10 broskalla fær hann að gera e-ð skemmtilegt með ykkur.

unghusfru | 3. feb. '16, kl: 19:56:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

timeout - eða sitja á stól reglan er reyndar eitthvað sem okkur var kennt á foreldranámskeiði hjá þjónustumiðstöðinni okkar, þannig ég held að það sé viðurkennd aðferð, allavega notuð líka á leikskólanum hans.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Síða 7 af 47939 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Kristler