Bráðamóttaka LSH og ríkisstjórnin

Júlí 78 | 8. sep. '19, kl: 09:42:12 | 143 | Svara | Er.is | 0

Nú heyrðist í fréttum í gær að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur aldrei verið verra en nú á þessum árstíma. Ekki hafi tekist að opna yfir 10 pláss á legudeildum spítalans eftir sumarleyfi og þetta bitni helst á sjúklingum með elliglöp. Alveg yfir 30 manns bíða eftir innlögn á legudeildir og um 20-30 klst. bið er eftir innlögn á deild. Svo stóð til að afnema svokölluðum vaktaálagsauka líklega vegna sparnaðar en því hefur verið frestað um 3 mánuði vegna ástandsins skilst mér. Talað var um í fréttinni að það þyrfti að koma til betri kjarasamningar hjá starfsfólki. 


Þetta er ekkert nýtt ástand. Fyrir einu og hálfu ári kom frétt á Rúv (12.03.2018): " Þegar staðan var hvað verst, þrettánda febrúar síðastliðinn, voru 63 sjúklingar á bráðamóttökunni, en þar eru aðeins rúm fyrir 32 sjúklinga. Við þessar aðstæður var bið eftir lækni allt að sex klukkustundir sem er að mati sjúkrahússins of langur tími til að ábyrgjast megi öryggi allra sjúklinga. Dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að biða í allt að fimm sólarhringa á bráðamóttöku eftir viðeigandi legurými á almennri deild við þessar aðstæður. 

Þá hefur þurft að loka á fjórða tug rýma á spítalanum vegna skorts á hjúkurunarfræðingum, og nýlega þurfti að loka tveimur gjörgæslurýmum af sömu ástæðum."

Samt er alltaf krafa frá ríkisstjórninni um sparnað á LSH jafnvel þó vitað sé að með auknum ferðamannastraumi þá verða slysin fleiri og veikindin líka. Forstjórinn lokaði svo  hjartadeild við Hringbraut á sínum tíma líklega vegna sparnaðar en hvert fara sjúklingar sem hafa verk fyrir brjósti til dæmis, jú líklega á slysadeildina í Fossvogi! Svo ætlaði forstjórinn núna að afnema þennan vaktaálagsauka til að spara en sér fram á að það er ekkert hægt eins og málin standa a.m.k. ekki eins og er. Forstjórinn í klemmu út af öllu saman. Af hverju, líklega af því það þarf aukið fjármagn á spítalann t.d. í launakostnað svo fólk vilji vinna þarna eða hrökklist ekki frá vinnu vegna álags og síþreytu! 

Hvað gerir svo ríkisstjórnin, jú hún þykist vera voðalega góð fyrir lægst launaða, skattalækkun þar en reyndar fer sú skattalækkun ekkert að fullu í gegn fyrr en árið 2021. Aldraðir og öryrkjar fá einhverjar yfir 3% hækkun á þeirra bætur ef ég tók rétt eftir en hvað fengu aftur alþingismenn og ráðherrar á sínum tíma? Var það ekki kringum 44%? Það er víst ekki sama Jón og séra Jón eins og sagt er. Svo á að hækka virðisaukaskattinn ...eitthvað segir mér að það sem kemur hjá þessu fólki hverfur aftur, að þeirra staða verði lítið sem ekkert betri eftirá.

Síðan á að hækka skatta hjá millitekjuhópum.....jú auðvitað....því það er t.d. ekkert hægt að standa við gerða samninga nema að láta aðra borga og þá eru það millitekjuhóparnir sem fá að borga. En fá þeir ríkustu að borga til dæmis í alls konar innviði? Nei það stendur sko ekki til að hækka skatta á þá! Þeir eru stikkfríir! Skiptir engu þó að allt sé á haus þarna á Landspítalanum og sjúklingar líða fyrir ástandið og aðstandendur kvarti yfir öllu saman.

Ísland best í heimi eða þannig! (not). Eitthvað stendur jú til að auka fjármagn til vegamála en ég spyr mig, er nóg að gert í þeim málum? Mörg bílslysin verða jú á vegum landsins og þá eykst álagið á spítalann þegar þau verða...

 

Júlí 78 | 8. sep. '19, kl: 10:46:58 | Svara | Er.is | 0

Ég vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna forstjóra Landspítalans, hann er í erfiðri stöðu en ég gagnrýni ríkisstjórnina. Stundin í janúar á þessu ári: " Í slendingar búa við lægstu fjármagnstekjuskatta og fyrirtækjaskatta á Norðurlöndunum. Þá greiða hátekjuhópar hérlendis mun lægri skatta af hæstu tekjum sínum heldur en tekjuháir á hinum Norðurlöndunum."
https://stundin.is/grein/8201/

Júlí 78 | 8. sep. '19, kl: 11:18:29 | Svara | Er.is | 0

Jú þeir ríkustu borga sannarlega skatta eins og aðrir en þeir fá ekki hækkun á sína skatta eins og millitekjuhópar samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra, er ég nokkuð að misskilja með það? Og af hverju ættu fjármagstekjuskattar að vera miklu lægri hér en annars staðar á Norðurlöndum? Getur einhver útskýrt það? Af hverju eru þessi mál ekki sambærileg við það sem gerist þar? Vantar ekki meira fjármagn í ríkissjóð svo hægt sé að sinna þeim verkefnum sem eru nauðsynleg? Fólk ætti að lesa þessa grein/frétt (27. ágúst 2019):
Þar segir meðal annars:
"2. Auðmenn hafa vel efni á því að greiða meira til samfélagsins. 0,1% ríkustu Íslendinganna eru með 3 milljónir í tekjur á viku (á viku!). Um 1% ríkustu landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna (sem þú, kæri lesandi líklega tilheyrir). Ríkustu 5%-in á næstum jafnmikið og það sem restin af landsmönnum (95%-in) eiga. Ekki er langt síðan einn útgerðarmaður gekk út með 22 þúsund milljónir króna í vasanum vegna nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Ef auðmenn greiða ekki aðeins hærri skatta þá mun einhver annar gera það (þín fjölskylda) eða að hin opinbera velferð (sem við öll njótum góðs af) verður minni eða veikari."

https://www.hringbraut.is/frettir/agust-niu-astaedur-fyrir-thvi-ad-haekka-skatta-a-audmenn-hafa-vel-efni-a-thvi


Júlí 78 | 8. sep. '19, kl: 11:37:22 | Svara | Er.is | 0

Svo segir þarna líka:
"3. Fjármagnstekjuskattur er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Takið eftir að auðmenn á Íslandi hagnast fyrst og fremst á fjármagnstekjum. Til viðbótar stefnir þessi ríkisstjórn enn á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti með því leyfa þeim að draga verðbólguna frá skattstofni sínum."

kaldbakur | 8. sep. '19, kl: 12:42:35 | Svara | Er.is | 1

Ástandi' á Bráðadeild Landsspítalans er hræðilegt, það get ég vottað af eigin reynslu.
Starfsfólk er flest frábært samhent og kraftmikið ungt fólk.
Bið eftir þjónustu er alltof löng og engin lausn í boði fyrir marga sjúklinga eins og t.d. vegna liðskipta.
Bið eftir sérfræðingi á LSH er sagt vera 6-8 mánuðir og þá tekur önnur eins bið við ef sjúklingur þarf t.d. að fara í liðskipti.
Klínikin +Arm+ula gæti leyst heilmikinn vanda en heilbrigðisráðherra má ekki heyra á það minnst að sjálfstætt starfandi læknar leysi málin jafnvel það sé ódýrara en að senda sjúkling erlendis sem sjúklingar eiga rétt á eftir langan biðtíma.

Þessu þarf öllu að breyta. LHS Landspítala þarf að skipta upp í sjálfstæðar einingar - spítalinn er ekki hagkvæmur eins og hann er rekinn í dag.
Bjóða þarf út ýmsa þjónustu undir eftirliti LHS þannig að einingar eins og Klínikin og aðrar sjálfstæðar sjúkrastofnanir verði valkostur jafn á við deildir LSH.

Júlí 78 | 9. sep. '19, kl: 13:42:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já í góðu lagi að Klíníkkin og aðrar einkareknar sjúkrastofnanir verði valkostur jafnt á við deildir LSH. En það má ekki verða þannig að aðeins þeir ríku eða efnuðu geti keypt sér aðgerð á einkarekinni sjúkrastofnun. Þarna getur ríkið samið við svona stofnanir - það er ekkert lögmál að þjónusta á einkarekinni sjúkrastofnun þurfi að vera dýrari fyrir sjúklinga heldur að þjónusta á LSH (sem er ríkisrekið).


Einnig þarf örugglega fleiri hjúkrunarheimili, það gengur ekki til lengdar að það sé fullt af sjúklingum sem hafa fengið nauðsynlega þjónustu á LSH séu inniliggjandi á spítalanum bara af því það sé ekki pláss á hjúkrunarheimili. Það er líka dýrara fyrir ríkið skilst mér að hafa fólk á spítala heldur en á hjúkrunarheimilum. Fólk sem þarf ekki lengur þjónustu á spítala ætti ekki að þurfa að vera þar. Það á að geta þá annaðhvort farið heim til sín eða ef heilsan er þannig að það sé ekki hægt að þá geti það farið á hjúkrunarheimili.

kaldbakur | 9. sep. '19, kl: 13:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég er alveg sammála þér Júlí !
Það þarf að stokka ´rlega upp í rekstri LHS - breyta rekstrinum og leyfa framsæknu fólki að njóta sín við heilsugæslu.
Þetta er ekkert svo ólíkt því sem var fyrir nærri 50 árum einkaréttur ríkisins á símum og útvarpstækjum.
Engir aðrir en ríkið mátti selja og þjónusta síma og útvarpstæki ! Spítalar og læknar, hjúkkur og annað fólk á spítölum eru gott fólk.
En rekstur ríkisins gengur bara ekki upp.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Landsspítalinn kaldbakur 23.10.2019
Gera nafnið á manninum opinbert spikkblue 24.9.2019 23.10.2019 | 18:08
Erfðafjárskýrsla athorste 21.10.2019 23.10.2019 | 17:54
Skólamál í Grafarvogi Júlí 78 22.10.2019 23.10.2019 | 15:55
Af gefnu tilefni - vinstri akgrein Bragðlaukur 22.10.2019 23.10.2019 | 00:25
Undarleg þöggun ? Dehli 22.10.2019 22.10.2019 | 21:51
Er ekki tímabært að vísa Tyrkjum úr NATO ? kaldbakur 20.10.2019 22.10.2019 | 18:27
Ódýr heimasíðugerð Ljónsi 16.10.2019 22.10.2019 | 18:23
Laglína : Haustið, haustið komið er babybelle 28.9.2011 22.10.2019 | 16:33
Leiguíbúð - ónýtt parket Pswd 19.10.2019 22.10.2019 | 13:36
Trít sem endurnærir þig? Babygirl 21.10.2019 22.10.2019 | 11:15
Skipta um banka... Hvaða banki? hobbymouse 22.10.2019
Ælupestin sem er í gangi núna Mrsbrunette 21.10.2019 21.10.2019 | 23:09
Plöntur frá útlöndum. Bergrós 21.10.2019 21.10.2019 | 23:03
Lyfið Wellbutrin retard utumgluggann 2.4.2019 21.10.2019 | 22:28
Þarf sennilega róandi lyf. Dehli 4.10.2019 21.10.2019 | 16:02
Dagforeldrar í Kópavogi Booollla 21.10.2019
Ófrjósemisaðgerð karla - meðmæli seo 21.10.2019
Finnst ykkur þetta nokkuð rottulegt af mér?? RandomBlandSkessa 20.10.2019 21.10.2019 | 11:34
Nerf Slingfire Kimura 21.10.2019 21.10.2019 | 09:23
Nerf Slingfire Kimura 21.10.2019
Nerf Slingfire Kimura 21.10.2019
Hvað Ef zingilingi 20.10.2019
Af endurhæfingu á örorku timabilid 18.10.2019 20.10.2019 | 21:28
Draumur catsdogs 19.10.2019 20.10.2019 | 19:52
meðfærileg barnakerra á góðum dekkjum? dagny06 18.10.2019 20.10.2019 | 19:30
Veit einhver ??. Kimura 20.10.2019 20.10.2019 | 15:24
Trausti Valsson kaldbakur 20.10.2019
Ódýrasta gisting á Íslandi mialitla82 20.10.2019 20.10.2019 | 13:07
90's stórslysamyndir Twitters 19.10.2019 19.10.2019 | 23:26
leitin af kynlífsdagatal ;) mialitla82 15.10.2019 19.10.2019 | 22:53
að búa í mið evrópu (munchen) siggaheid 19.10.2019
2 mögulegir feður? Alisabet 4.10.2019 19.10.2019 | 18:42
Sólarlönd yfir jólin? Bifferina 17.10.2019 19.10.2019 | 17:35
Góður augnlæknir booh 29.9.2014 18.10.2019 | 18:41
Góður nuddari - hausverkur og vöðvabólga uppsala123 17.10.2019 18.10.2019 | 03:42
Gamlir IRCarar?? ('95-'97) :) Spermie 20.12.2004 18.10.2019 | 02:19
Transfólk Hr85 16.10.2019 18.10.2019 | 02:16
Gullgrafar. Hata svona típur. Einkamál.is karlg79 12.10.2019 18.10.2019 | 01:47
Auglýsing frá heimkaup Lundarbrekka2 17.10.2019 17.10.2019 | 23:17
viðgerð á þvottavél Jósafat 9.11.2009 17.10.2019 | 17:31
Vantar góðar viðskiptahugmyndir sjúbídú 17.10.2019 17.10.2019 | 17:05
„Stór dagur í sögu borgarinnar og sögu alls höfuð­borgar­svæðisins“ kaldbakur 16.10.2019 17.10.2019 | 15:16
Aftur nýtt mikkan 9.10.2019 17.10.2019 | 03:34
Erfðafjárskattur Júlí 78 15.10.2019 16.10.2019 | 19:09
Artic Sircle - Hringborð Norðurslóða kaldbakur 14.10.2019 16.10.2019 | 16:17
Lyf á hjúkrunarheimilum ELLA MIST 15.10.2019 16.10.2019 | 14:01
Hvar er beinasti og lengsti vegur landsins? mikaelvidar 12.10.2019 15.10.2019 | 21:08
“Ofnæmisfrír” hundur TBBT 13.10.2019 15.10.2019 | 16:19
Júníbumbur 2020 skvisan93 13.10.2019 15.10.2019 | 13:21
Síða 1 af 19712 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron