Brjóst

Lobbalitla | 27. mar. '15, kl: 23:00:28 | 1235 | Svara | Er.is | 8

Ég get ekki orða bundist. Umræðan um "free the nipple" er ótrúlega einhliða hér. en þið sem eigið stelpur undir lögaldri eruð þið sáttar við það það að stelpurnar ykkar myndu pósta brjóstamyndum af sér á netinu? Ég er alveg sammála málefninu en ekki því hvernig að þessu er staðið. Myndbirting á netinu af brjóstum er ekki alveg það sem ég vil.

 

zibra | 27. mar. '15, kl: 23:50:08 | Svara | Er.is | 13

Er verra að dóttir þín pósti mynd af sér ber að ofn en strákurinn þinn?

UngaDaman | 28. mar. '15, kl: 00:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, en er samfélagið orðið þannig í dag eftir þessa "herferð"? Nei.


Þetta mun taka lengri tíma en við myndum vilja, einhversstaðar þarf að byrja en þolinmæði er okkar sterkasta vörn í þessu máli líka.

LadyGaGa | 28. mar. '15, kl: 00:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 26

Það tók bara daginn í gær fyrir mig að átta mig á hversu heimskulegt þetta hefur verið.  Ég hef hneykslast á slæðum hjá múslimakonum og öllu sem því tengist, ég meina þær eru bara að fela hár.  En í þeirra huga snýst þetta um það sama og brjóstin hjá okkur, við erum bara vön þessu.  Ég held að það sé ekkert á kvenlíkamanum sem karlmenn geta ekki heillast/laðast að svo það er bara ekki málið.   Ég hugsaði um allt fólkið sem er bara á skýlunni, bæði konur og karlar. Fólk sem býr í Afríku, Ástralíu held ég og mörgum fleiri löndum.  Af hverju er þetta ekkert issjú hjá þeim?  Ég las allskyns ummæli frá fullorðnu fólki sem vildi ekki að þessar ungu stúlkur væru að bera sig, þetta sama fólk er líklega að hneykslast á slæðum múslimakvenna og stúlkna.  Ég skammast mín pínu á að hafa hneykslast á slæðumenningunni eða hvað á að kalla þetta en fattaði svo í gær að ég var alveg eins með brjóstin, ég meina þetta eru bara brjóst.  

strákamamma | 28. mar. '15, kl: 17:16:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég ekkert hneyksluð á þessum stelpum, hef heldur engar áhyggjur af því að þetta verði notað gegn þeim þó svo að það verði líklega gert.


mér finnst aðalmálið vera að þetta er ekki vænlegt til ávinnings.   í dk eru brjóst frjáls...  brjóstahaldari er ekki möst...fólk berar sig í sólinni....þú veist...þar sem það á við, ekki í skólanum.


það eina sem hefur fengist utúr því er að auglýsendur nota núna ber sílikonbrjóst og setja á strætóa með orðunum "fjónn verður fallegri"   td  (hægt að bera saman við ef að strætó myndi setja risamyndir af sílikonbrjóstum á alla vagna með slagorðinu "reykjavík verður fallegri"  


Þetta er norm.....  


það hafa ALDREI fleiri börn hringt í "börnetelefonen" vegna sjúklegra komplexa um eigið útlit...og þa´sérstaklega eigin brjóst og eftir að þessar auglýsingar fóru að vera útum allt.   þetta er í lagi því brjóst eru ekki kynfæri.






ég er sammála þvía ð brjóst séu ekki kynfæri, en ég held samt sem áður að á meðan við búum í algerlega klámvæddu samfélagi...að þá sé svona gjörningur í besta falli til þess fallinn að ýta undir þá klámvæðingu.    Það þarf að byrja á öðrum stað en þessum.

strákamamman;)

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 20:30:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Klámvæðingin bíður skarðan hlut frá borði þegar stelpur sýna þennan eðlilega líkamspart á eigin forsendum en ekki á forsendum kapítalista sem selja myndefni þar sem sílíkonbrjóst koma við sögu.

strákamamma | 28. mar. '15, kl: 20:46:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei...  ég veit að það er boðskapurinn...og óskin....og husjónin....en það er ekki þannig í alvöru.


hefur ekki verið þannig í öðrum löndum...mun ekki gerast allt í einu á íslandi ...   


það var tekið fram að brjóstin á strætóunum og metróinu voru ekki í raun sílikonbrjóst....og það stóð hvergi "fáðu þér sílikon"   


en skialboðin voru þau að bærin, borgin þín verður fallegri ef konur fá sér falleg brjóst....og svo nafn á þekktri lýtalæknastofu undir...  allt hægt vegna þess að brjóst eru ekki kynfæri.  Þú kemst ekki með krakkann þinn í leikskólann án þess að sjá ber brjóst vegna þess að þau eru á þessum auglýsingum útum allt.


ég hlakkaði voða mikið til þess að sleppa undan þessari voðalegu brjóstamenningu hér þegar ég kem heim í frí í sumar....en það verður ss ekki hægt því íslendingar verða að prófa sjálfir í stað þess að læra af reynslu annarra, við verðum að gá sja´lf hvort þetta virki ekki þrátt fyrir að aðrir hafi prófað það á undan okkur og það ekki virkað.


Stundum eru íslendingar svo heimskir.   Mér finnst alveg glatað ef það þetta ætlar að verða eitthvað voða langvinnt hæp...það getur skemmt svo ótrúlega mikið :(  


Klámvæðinginn í DK hefur aukist meira og meira með hverju ári....samt sýna stelpur og konur á sér brjóstin á eigin forsendum....  þeirra forsendur eyða bara ekki kapítalistunum...þeir hætta ekkert að vera til þrátt fyrir þetta, heldur styrkjast þeir enn frekar og nota argúment kvenna fyrir frelsi til þess að kúga enn frekar. 


sorgleg staðreynd en staðreynd er það samt.  Þessvegna þarf að ráðast á þetta vandamál frá öðru sjónarhorni en því að hvetja skólastelpur til þess að pósta myndum af sér á netið og marsera um bæinn berbrjósta.   

strákamamman;)

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 21:13:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Talaðu fyrir sjálfa þig þegar þú segir Íslendinga heimska.

Danmörk er ekki fyrirmyndarríki frekar en mörg önnur. En þú getur verið bölsýn í garð þessa uppátækið ef þú vilt. Það er hins vegar akkúrat ekkert sjálfgefið að geirvörtur kvenna séu meiri dónastaðir á að líta en geirvörtur karla og klámbransanum er ENGINN greiði gerður með að þær verði hversdagslegri sjón.

Hver var annars að tala um að eitthvað eigi að gerast allt í einu? Þetta framtak hefur einmitt dregið fram í dagsljósið íhaldssamar hugmyndir eins og þínar sem vitað er að breytast ekki á einni nóttu.

strákamamma | 28. mar. '15, kl: 21:41:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er ekkert að tala um að geirvörtur séu dónastaðir...


ég er heldur ekkert að tala gegn nekt...heldur bara ða benda á hversu heimskulegt það er að halda í þá hugsjón að þetta uppátæki muni breyta einhverju um kúgun, klámvæðingu eða jafnrétti.




en þú mátt svosel túlka það sem ég skrifa eins og það hentar þínum málflutningi...og horft framhjá þeirri staðreynd í leiðinni að við sem þjóð erum ekki góð í að læra af mistökum nágrannalanda okkar...og verðum því að stíga í sama drullupollinn líka og verða svaka hissa á því að verða svo blaut og skítug.

strákamamman;)

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 21:47:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það sem er heimskulegt er að túlka þetta framtak sem eitthvað sem eigi að breyta einhverju í einu bretti. Og það er líka heimskulegt að skilja ekki samhengið sem það er sprottið úr, sem er kynslóð ungra kvenna sem hafa mátt þola kúganir, hrelliklám, tvöfalt siðgæði og yfirgang í hinum stafræna heimi. Þar eru Danir ekki komnir neitt á undan okkur í neinu.

bogi | 30. mar. '15, kl: 14:12:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú gleymir því samt að Danir eru komnir miklu styttra í jafnréttismálum en við - sorgleg staðreynd.

En sem sagt hvernig ýta venjuleg brjóst undir klámvæðingu?

Dalía 1979 | 28. mar. '15, kl: 00:25:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu klikkuð auðvitað er mikill munur á þvi 

þórðurþ | 28. mar. '15, kl: 02:03:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ef dótturin er undir lögaldri þá eru allar myndir af henni berri að ofan flokaðar sem barnaklám hvort sem hún hefur sent þær sjálf eða ekki og þeir sem hýsa þær fá dóm eftir þeim lögum og það gæti verið feður og frændur sem hún vildi fá stuðning frá .

Triangle | 30. mar. '15, kl: 11:22:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þannig að myndin af mér 11 ára í stuttbuxum á strönd í Svíþjóð, labbandi með stelpu á svipuðum aldri sem var líka klædd þannig... er barnaklám?

Dem. Ég ætti líklega að segja mömmu það, og búa hana undir Hraunið.

lillion | 31. mar. '15, kl: 23:31:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir myndu allavegana líklega ekkert fúlsa við henni á barnaklámssíðunum.
Svarar það spurningu þinni ?

Dalía 1979 | 28. mar. '15, kl: 00:23:53 | Svara | Er.is | 0

Eg er nú svo hneiksluð á þessum blessuðu berbrjosta stelpum enn veit að karlmenn eru rosalega hrifnir af þessu enda síðann hvenar fá ekki karlmenn í lillann við að sjá ber brjóst

Bella C | 28. mar. '15, kl: 00:30:56 | Svara | Er.is | 0

Eg veit um móðir sem deildi mynd af dóttir sinni sem er undir lögaldri eftir að hún beraði á sér brjóstin og var stolt

LeahRos | 28. mar. '15, kl: 00:33:03 | Svara | Er.is | 0

kærastinn minn var allveg með í þessu, nei nei það skiptir engu þó svo að konur séu berar að ofan þær meiga það allveg eins og við og öll strollan kom á eftir, ég spurði hann bara hvort hann yrði sáttur að ég færi í sturtu á meðan vinir hans væru í heimsókn og myndi svo bara skella mér í buxur og koma að joina þá ber að ofan, honum leist nú ekkert á það því hann einn má sjá mín brjóst, honum snérist þá við hugur...

LadyGaGa | 28. mar. '15, kl: 17:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Er það ekki sami hugsunarháttur og hjá múslimum með slæðurnar?  Ég sé ekki mun á því.  Bara eiginmenn og kærastar mega sjá hluta af konunni.

LeahRos | 28. mar. '15, kl: 18:35:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æjjh mér finnst það nú ekki vera sama hlutur, vera grítt til dauða afþví fólk sér í andlitið á mér eða að hann vill helst að vinir hans séu að gápa á brjóstin á mér? haha finnst það vera ótrúlega svart og hvítt

abbalabbalú | 28. mar. '15, kl: 19:40:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Svart hvítt...? Segir manneskjan sem lætur eins og það sé normið að konur sem aðhyllist múslimatrú séu grýttar ef þær ganga ekki með slæðu.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

LeahRos | 28. mar. '15, kl: 19:47:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha það telst nú vera normal þarna úti þó svo að mér finninst það vera viðbjóður og ætti alldrei að vera gert, ótrúlega fyndið hvað fólk túlkar fáránlega hluti útúr því sem maður segir, hey! snúum öllu bara við! þú hlýtur að finnast það bara allt í lagi afþví þú sagðir að þetta væri gert ...common

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 20:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvar úti?

Ég veit um tilfelli þar sem konur hafa verið grýttir til dauða fyrir hjúskaparbrot og kynlíf fyrir giftingu, en ekki fyrir að það sjáist í andlitið á þeim. Hvaða land ertu að tala um þegar þú segir: "úti"?

abbalabbalú | 29. mar. '15, kl: 11:11:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Veistu hvar múslima má finna í heiminum? Veistu hvað ólík þau lönd eru? Þú ert að tala um fjórðung mannkyns sko...

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

muu123 | 29. mar. '15, kl: 12:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru alls ekki allar konur i muslimalöndum sem hylja a ser harið hvað þa allt andlitið.. Og það er alls ekkert normið að allar seu grýttar fyrir að gera það ekki

Abbagirl | 29. mar. '15, kl: 21:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar er þarna úti?

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

musamamma | 28. mar. '15, kl: 18:09:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú átt þinn líkama og ræður sjálf hver sér hann. Kærastinn þinn a þig ekki.


musamamma

LeahRos | 28. mar. '15, kl: 18:36:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æjj já sagði þetta bara svona, auðvitað á ég þau og ég stjórna því allveg hver sér þau, ég er hlynnt því að það sé bara karlinn minn, en þegar ég gef börnunum okkar að drekka þá skiptir það mig eingu máli hver er að horfa :)

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 20:36:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

mættu vinkonur þínar sjá hann beran að ofan?

fálkaorðan | 28. mar. '15, kl: 00:41:13 | Svara | Er.is | 11

Jább á stelpu undir lögaldri. Gæfi henni hæ fæv ef hún vildi pósta brjóstamynd af sér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

lillion | 28. mar. '15, kl: 01:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Wtf

Ananus | 28. mar. '15, kl: 01:45:24 | Svara | Er.is | 13

Mér finnst þessi umræða fyndin. Hvernig er heimurinn verri eftir að hárlausir apar ákveða að sveipa efri hluta sinn ekki með vefnaði?

Abba hin | 28. mar. '15, kl: 10:29:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

KARLMENN GÆTU ÖRVAST ÞAÐ ER HRÆÐILEGT HALLÓ VERTU SMÁ SAMBANDI!!!111

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Fuzknes | 28. mar. '15, kl: 02:01:55 | Svara | Er.is | 3

Veit einhver afhverju þær halda að þær þurfi berjast fyrir leyfi til að vera berar?

(jújú einhver kona í sundlauginni í Hveragerði var beðin að hylja sig 2007 - en kommonn)

gruffalo | 28. mar. '15, kl: 13:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

berjast fyrir því að brjóstin okkar eru annað en kynferðislegur hlutur fyrir karlmenn. að konur megi vera berar að ofan án þess að það sé tiltökumál. Það er það ekki. Snýst ekki um hvort einhverjar sundlaugar banna konur á brjóstunum (sem þær gera reyndar ekki) eða eitthvað slíkt.

Fuzknes | 28. mar. '15, kl: 20:53:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þetta er undarleg hugmynd sem 14 ára piltar fá í kollinn af einhverjum orsökum.

Þarf etv að berjast gegn þessu strax í grunnskóla? Fara bara í skólana og halda brjóstakynningu fyrir strákana..leyfa þeim að þukla og klípa til að þeir fatti að þetta er bara fituvefur og kirtill...

strákamamma | 28. mar. '15, kl: 21:05:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af einhverjum orsökum?  þeim er kennt þetta frá dagmömmualdri...ALLAR myndir, myndbönd, tónlist, talsmáti, menning, þættir ALLT... miðast út frá þvía ð körlum þyki brjóst kynferðislega æasandi...vegna þess að körlum þykja brjóst kynferðislega æsandi...


ekkert að því og hefur aldrei verið...  en að láta eins og maður hafi ekki hugmynd um það hversvegna 14 ára drengjum þyki þrjóst spennó er aðeins glatað.


Karlar laðast líka að mjöðmum kvenna...síðu hári....fínni beinabyggingu...ALLT sem við höfum  sem þeir hafa ekki laðast þeir að, það er eins á hinn vegin og það er eðilegt...  við eigum að laðast hvort að öðru, annars myndum við deyja út.    

strákamamman;)

Fuzknes | 28. mar. '15, kl: 21:23:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ertu semsagt að hafna því að flestum 14 ára strákum þyki brjóst yfirgengilega áhugaverð af innri ástæðu, sem er hvernig heilinn í þeim er skapaður?

strákamamma | 28. mar. '15, kl: 21:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alls ekki.....hafna því alls ekki, þessvegna er hluti tvö af innleggi mínu hér að ofan helgaður því argúmenti að karlar laðist að því í fari kvenna sem skilur okkur frá þeim.... td brjóst.


það a brjóst séu séð sem kynferðislega æsandi og að það sé aðalhlutverk þeirra er frekar skapað af menningu, frekar en að aðalhlutverk þeirra sé það að brjóstfæða börn  OG eru kynferðislega æsandi

strákamamman;)

Fuzknes | 28. mar. '15, kl: 22:01:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

fyrir flesta 14 ára stráka eru kvennbrjóst bara mjög spennandi - það hefur alltaf verið þannig, og það er ekki vegna þess að þeir eru að fá einhver skilaboð frá einhverri menningu. og þeir eru ekkert að spá í að smábörn fá næringu úr þeim þótt þeir viti það - svona er þetta bara - þetta er nátturan -

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 22:25:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gildir þetta líka í þeim samfélögum í Afríku þar sem alvanalegt er að konur gangi um berbrjósta?

Edalmedal | 28. mar. '15, kl: 22:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þar ganga allir 14 ára drengir um með bóner allan daginn. Segir sig sjálft!

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 22:53:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gægist hann fram úr strápilsunum kannski?

Edalmedal | 28. mar. '15, kl: 23:06:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Jább!! Og auðvitað á fullorðnum líka, þar labba bara allir karlmenn um með bóner allan daginn alla daga því það er innbyggt í karlmenn að örvast kynferðislega við brjóst. 

Fosfat | 30. mar. '15, kl: 10:59:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

14 ára piltar þurfa að læra að þó þeim finnist eitthvað sexí (og kommon, 14 ára strákar eru svo uppfullir af hormónum að húsgögn eru pínulítið sexí í þeirra augum) þá þýðir það ekki að annað fólk þurfi á einhvern hátt að bregðast við eða bera ábyrgð á þeirri upplifun. Ég er tvíkynhneigð og finnst brjóst mjög sexí, en ég get samt farið í kvennaklefann í sundi án þess að glápa á annarra kvenna brjóst eða áreita beru konurnar á nokkurn hátt. Það að líkamar eða líkamshlutar geti verið kyngerðir (þ.e.a.s. sexí í augum einhvers) þýðir ekki að það sé eina hlutverk þeirra. 

GoGoYubari | 28. mar. '15, kl: 07:41:29 | Svara | Er.is | 4

ég sé engan mun á ungum brjóstum eða þroskuðum brjóstum... bara brjóst


svo veit ég ekki til þess að margar i grunnskóla hafi tekið þátt í þessu svo ég veit ekki hvaðan sú umræða kemur

Silaqui | 28. mar. '15, kl: 11:41:23 | Svara | Er.is | 9

Það sem mér finnst klikkað er það þegar fólk fer að agnúast út í að litlar stelpur séu berar að ofan.
Það er mikið mikið klikkaðra viðhorf en að finnast það vera í fínu lagi að bera bringuna, óháð kyni.
En hvað veit ég? Ég á bara strák sem má taka mynd af sér á lendaskýlu þess vegna og pósta út um allt net, og engum finnst það neitt ögrandi.

musamamma | 28. mar. '15, kl: 18:06:09 | Svara | Er.is | 6

Brjóst er líkamspartur alveg eins og olnbogi og nef. Þau gegna frábæru hlutverki við að næra börn og sumum finnst gott að láta gæla við þau, öðrum finnst gott að láta klípa þau. Eg á aldrei eftir að skilja hvers vegna þau eru svona mikið feimnismál.


musamamma

Fuzknes | 28. mar. '15, kl: 21:07:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hafa konur ekki viljað hafa brjóst prívat, til að þau geti virkað sem trít fyrir þann útvalda?

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 21:17:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hnésbæturnar mínar eru prívat trít fyrir útvalda. Verst er að enginn kippir sér upp við að sjá hnésbæturnar mínar og karlinum mínum finnst þær ekkert trít fyrir hann, enda almennt ekki álitnir leyndardómsfullur dónastaðir.

Ég get hins vegar ekki ætlast til að aðrar konur hylji sínar hnésbætur til að gera mínar meira spennandi.

Fuzknes | 28. mar. '15, kl: 21:27:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en hvað finnst kallinum þínum um brjóstin þín?

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 21:34:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er sáttur við þau eins og restina af skrokknum

Fuzknes | 28. mar. '15, kl: 21:38:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

myndi hann gera athugasemd ef þau væru ber þegar vinir hans koma í heimsókn?

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 21:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Gera athugasemd?? Það veit ég ekki en hvaða máli skiptir það? Það væri ekkert hans ákvörðun að taka.

Fuzknes | 28. mar. '15, kl: 22:54:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg óumdeilt að það er þín ákvörðun.

musamamma | 28. mar. '15, kl: 21:39:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hef aldrei falið líkama minn neitt sérstaklega. Labba um nakin heilu dagana og kvöldin hér heima með allt dregið frá. Fatta sjaldan að það gæti talist óviðeigandi.


musamamma

KolbeinnUngi
strákamamma | 28. mar. '15, kl: 20:47:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er búin að hlakka til þess í 3 ár að fara í sund þegar ég kem heim til íslands....nú er það ekki hægt, þetta brjóstahæp að skemma það ef því verður haldið til streitu.   fokk glatað

strákamamman;)

Bella C | 28. mar. '15, kl: 20:56:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Eeinskær forvitni, hversvegna viltu ekki fara í sund ef þeinhver kona er þar á brjóstunum?

strákamamma | 28. mar. '15, kl: 21:02:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

því ég vill sjálf hafa valið um hvenær ég þarf að vera vitni að nekt annarra, ég vill ekki láta þvinga það uppá mig að vera á nektarströnd td,. ég vill geta valið sjálf að fara þangað ef ég vill. 


Þessvegna td hef ég ekki vanið komur mínar í laugardalslaugina á sólríkum laugardögum um helgar, vegna þess að konur liggja þar berar.  ég hef haft valið fram að þessu og met það mikils.   


Ég hef samt ekkert á móti nekt, mér finnst þessi "bylting" hlægileg og sorgleg og veit að hún mun ekkert ahfa uppá sig annað en að gera hlutina verri ef eitthvað er eins og raunin hefur verið annars staðar...  en ég kann ekki við að valið sé tekið af fólki með þessum hætti. 

strákamamman;)

Bella C | 28. mar. '15, kl: 21:10:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Ég get reyndar ekki séð hvernig er verið að þvinga nekt upp á aðra með því að vera á brjóstunum í sundi ekki nema aðilinn kæmi og nuddaði brjóstunum uppvið mig. En ég persónulega sé ekki mað kona sé nakinn þegar hun er i sundskýlu

strákamamma | 28. mar. '15, kl: 21:35:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég persónuelga....og restin af hinum venstræna heimi sér það þannig.   menningin okkar hefur sagt okkur í mörg þúsund ár að nekt sé skilgreind út frá því sem skilur okkur frá hinu kyninu.


fyrir karla er þetta typpi og pungur, fyrir konur er þetta píka og brjóst.     Það að birta nokkrar myndir á twitter og vera með PC óskhyggju á bland á íslandi mun ekki breyta því, né klámvæðingunni, né hlutgerfingu kvenna á nokkurn hátt.


Það sem verra er að þetta í rauninni dregur athygli og orku frá þvís em raunverulega gæti haft áhrif

strákamamman;)

strákamamma | 28. mar. '15, kl: 21:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er þvinguð til þess að sjá þína nekt...ef þú velur að vera nakin á almannafæri....hvort sem þú nuddar þér upp við mig eða ekki.


þó svo að þú persónulega hafir alist upp í tómarúmi þar sem engin menning hafði áhrif á þig, þá á það ekki við um restina af heiminum....

strákamamman;)

Bella C | 28. mar. '15, kl: 21:45:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Svona eins og samkynhneigð er þvinguð upp a Gylfa Ægis og kó..

Grjona | 28. mar. '15, kl: 21:51:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Hvar ætlarðu eiginlega að setja mörkin? Eigum við ekki að banna karlmönnum að hafa buxnastrenginn neðan við pung, stutt pils, bera leggi, tær og skalla? Og hver á að ákveða hvernig við megum klæðast og hvernig ekki?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Bella C | 28. mar. '15, kl: 21:57:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ástæðan fyrir því að þetta skiptir mig máli er einmitt vegna þess að ég olst upp í samfélagi sem bannaði mér að sýna brjóstin mín. Ég hef alla tíð verið mjög óörugg með brjóstin á mér enda passa þau ekki í þetta klámvædda form. En þegar ég fór inn á twitter og sá allskonar brjóst og konur tilbúnar að sýna þau leið mér satt að segja betur með mín brjóst! Og nú er markmiðið að hætta alfarið að bera mín brjóst við þessi sem samfélagið hefur stimplað sem normið

dekkið | 28. mar. '15, kl: 22:07:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Sama hér. Mér fannst æði að sjá brjóst sem voru ekki þessi týpisku sem maður sér á internetinu eða kvikmyndum heldur í öllum stærðum og gerðum. Fór í sturtu í morgun og ætlaði að vefja handklæðið utan um mig alla, semsagt brjóstin líka og stoppaði og hugsaði bíddu afhverju? Setti það um mittið og rölti svo inn í herbergi. Brjóstin mín eru þung og sigin og ég einhvern vegin varð miklu sáttari við mín þegar ég fór að sjá venjuleg brjóst...Hversu fallegt er að gamla ég, 3 barna móðir gat lært af þessum ungu stúlkum :)

Abbagirl | 29. mar. '15, kl: 21:26:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður getur nú orðið fyrir þessu á ströndinni, ólíðandi.









_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Grjona | 28. mar. '15, kl: 21:27:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Djöfull ertu rugluð.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

strákamamma | 28. mar. '15, kl: 21:36:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

tja...ég get allavega fært rök fyrir máli mínu án þess að kalla fólk ruglað.  


að sitja og halda fast í að brjóst kvenna og karla séu eins gæti allt eins verið talið ruglað.   enda eru þau ekki eins.   


Eins og ég segi þá hef ég ekkert á móti nekt, én ég vill sjálf fá að velja hvenær ég þarf að sjá hana....     

strákamamman;)

Grjona | 28. mar. '15, kl: 21:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Mér finnst skeggjaðir karlmenn afskaplega óspennandi, mér dettur ekki í hug að gera þá kröfu að þeir hylji á sér andlitið samt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 22:54:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

viltu líka fá að velja hvar og hvenær þú sérð berar karlmannsbringur?

palmatre | 29. mar. '15, kl: 15:24:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ferdu ekki í sturtu ádur en þú ferd ofan í laugina? fullt af brjóstum í búningsklefanum og sturtunum. Er þad ekki sama nektin þó hún sé færd nokkrum skrefum út úr búningsklefanum og ofan í laugina?

Silaqui | 29. mar. '15, kl: 15:30:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Þarna...
Hvernig í ósköpunum hefur þú farið í sund á Íslandi hingað til?
Ferðu ekki í sturtu eins og á að gera?
Einn allra stærsti kostur íslenskra sundstaða er einmitt sá að þar kemst kona (eða karl) ekki hjá því að sjá annað fólk nakið. Bara allskonar fólk (þó af sama kyni), misfagurt, og það minnir okkur á hvernig eðlilegar manneskjur líta út. Ekki einhverjar fótósjoppaðar kvikmyndastjörnur.
Til þess að minnka þá upplifun er vissulega hægt að hátta sig út í horni og sleppa sturtunni, en þá ertu að brjóta reglur um heilbrigði, og missa af alveg gullnu tækifæri til þess að rétta af líkamsmeðvitunarkompásinn í leiðinni.
Ef þú hefur fram að þessu farið eðlilega í sund, miðað við Íslending, sé ég ekki hvað það breyti fyrir þig að sjá brjóstin sem þú hafðir fyrir framan augun á þér í sturtunni, í sólbaði korteri seinna.
Ég vona bara að þú sért að tröllast eitthvað núna.

gruffalo | 30. mar. '15, kl: 11:42:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Vá hvað þetta viðhorf frá þér kemur mér á óvart. Að kona geti ekki horft á brjóst án þess að blygðast sín er magnað!

Grjona | 30. mar. '15, kl: 11:52:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru greinilega engin takmörk fyrir því hversu forpokaður hægt er að vera.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

visindaundur | 30. mar. '15, kl: 12:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég bara skil engan vegin hvernig þú nærð að forðast að sjá kvenmannsbrjóst í skiptiklefunum í sundi ef þú ert sjálf kvenkyns og af hverju þér finnst verra að sjá þau í sundlauginni heldur en í kvennaklefanum ?????????
Please útskýrðu þetta fyrir mér.

Sigurrós A | 31. mar. '15, kl: 09:20:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þegar þú ferð í sund þá ferðu í sturtu með öðrum konum. Er eitthvað verra að þær klæði sig ekki í bikinítopp áður en haldið er út í laug?

bogi | 29. mar. '15, kl: 12:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Haha - einmitt. Erum við þá ekki bara fegin að vera laus við svona kellingar eins og þig úr sundlaugum landsins ...

Ég vona að þú áttir þig á því að þú ert hér að nota sömu rök og þeir sem eru á móti brjóstagjöf á almannafæri. Þetta er bara til þess gert að láta konum líða illa með sjálfa sig, þær eiga að hylja sig svo þér líði ekki illa. Djöfull er það klikkað.

Lobbalitla | 28. mar. '15, kl: 20:25:15 | Svara | Er.is | 5

Vil nú bara bæta við einu, þarf þá ekki að breyta skólafræðslunni um einkastaði? Svo til ykkar sem hafið að vera að gagnrýna mig, finnst ykkur í alvöru að 13-17 ára stelpur eigi að pósta brjóstamyndum af sér á netinu? Ég hef alltaf getað verið berbrjósta þar sem mig langar . en ég vil ekki sjá brjóstamyndir af dóttur minni 14 ára á netinu! Til þín Fálkaorða, bíddu þangað til dóttir þín verður á þessum aldri. Hefur ekkert með frelsi eða jafnrétti að gera.

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 20:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

auðvitað finnst engum að neinn EIGI að pósta myndum af sér!

Abba hin | 29. mar. '15, kl: 11:43:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Jú, það þarf einmitt að breyta skólafræðslunni um einkastaði. Það þarf alveg OFSALEGA mikið að breyta henni.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

gruffalo | 30. mar. '15, kl: 11:44:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það Á enginn að posta neinum myndum af sér á netið, berbrjósta eða ekki, þetta snýst ekki um að eiga að gera eitthvað heldur að mega það án þess að það sé tiltökumál.

dekkið | 28. mar. '15, kl: 21:18:42 | Svara | Er.is | 1

Ef dóttir mín hefði aldur til og hefði gert þetta í gær hefði ég verið henni til stuðnings. En þar sem hún er of ung þá tók ég slaginn fyrir hana og birti mynd af mínum. Því ég virkilega vona að eftir áratug þegar hún er komin sjálf með brjóst að hún geti í alvöru farið í sund eða á ströndina með ber brjóst ef húnvill og það sé ekkert öðruvísi en með bræður hennar. 

Örvera | 28. mar. '15, kl: 21:56:48 | Svara | Er.is | 1

Ég er á báðum áttum. Flott hugsjón á bakvið þetta en gæti orðið vont fyrir þessar stelpur síðar. Það er hægt að klippa þessar myndir úr samhengi og hvað gerist ef mannauðsráðgjafinn sem er að spá í að ráða þig eftir 5-10 ár ákveður að gúggla þig? En ég dáist að fólki sem stígur fram og berst fyrir málefni sem það trúir á. Ég vona að þetta hafi ekki verið múgæsingur hjá sumum með eftirsjá síðar meir.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

sigmabeta | 28. mar. '15, kl: 22:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég myndi mikið vilja fá að vita meira um téðan mannauðsráðgjafa.

dekkið | 28. mar. '15, kl: 22:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er hægt að fótosjoppa allar myndir. Líka þær sem fólk er ekki ber að ofan. 

Boudicca | 28. mar. '15, kl: 23:33:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Af hverju ætti mannauðsráðgjafanum að finnast margra ára gamlar myndir eitthvað issjú? Getur brjóstamynd vegið þyngra en menntun, reynsla og hæfileikar í eitthvað tiltekið starf?

Örvera | 29. mar. '15, kl: 13:14:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Boudicca | 29. mar. '15, kl: 15:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig þá?

Örvera | 30. mar. '15, kl: 20:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heimurinn er ekkert fullkominn. 


Ef valið stendur á milli stelpunnar sem gúgglast vel og kemur ekki upp á brjóstunum og þeirrar sem kemur upp á brjóstunum, þá er ég nokkuð viss um að þessi 'siðprúða' fær jobbið. 

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Boudicca | 30. mar. '15, kl: 20:32:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er reyndar ekki mannauðsráðgjafi en ég kem samt að mannaráðningum á mínum vinnustað, er hluti af teymi. Mér persónulega væri slétt sama um siðprýði umsækjenda á yngri árum enda er hún sennilega að mjög litlu leyti gúgglanleg.  Hins vegar eru starfsmennirnr sem við ráðum frekar sérhæfðir og oft hefur eitthvert okkar kynnst honum/henni persónulega gegnum nám eða önnur störf. Það orðspor getur hjálpað umsækjendum eða unnið gegn þeim.


Þess utan eru örugglega nokkrir mannauðsráðgjafar framtíðarinnar að taka þátt í freethenipple einmitt núna :-)

visindaundur | 30. mar. '15, kl: 12:47:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

En íslenski strákurinn sem keppti í nakta hlaupinu á Hróarskeldu um daginn og vann og kom í fréttunum á typpinu.  Haldið þið að hann fái ekki vinnu út af þessu, að hann sjái gífurlega eftir þessu, að pabbi hans sé alveg í rusli yfir þessu uppátæki sonarins ?????????

Örvera | 30. mar. '15, kl: 20:14:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst kyn ekkert koma þessu við. Ef það er hægt að gúggla drenginn á typpinu þá getur hann alveg lent í sama stigma og stelpan á brjóstunum, gagnvart mannauðsráðgjafanum ;) Þannig já, hann gæti hugsanlega orðið af vinnu útaf þessu.


Ég hef ekki hugmynd um það hvort hann sjái eftir þessu. Getur vel verið. Ég les ekki hugsanir.


Og ekki skal ég giska á hvernig pabba hans líður útaf uppátækinu. Ég hef hvergi nefnt feður eða mæður í þessu samhengi, einungis það að það örlar á hræðslu hjá mér um að uppátækið hafi verið múgæsingur hjá sumum. 

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

veg | 29. mar. '15, kl: 11:38:07 | Svara | Er.is | 1

það var greinilega komin tími á þessa aðgerð! 
á mínum menntaskóla árum var algengt að í fjölmiðlum birtust myndir af fólki berbrjósta í sólbaði í sundi eða í unglingavinnunni á góðviðrisdögum og þótti ekkert tiltökumál.

Sherminator
Dorfl | 29. mar. '15, kl: 17:02:37 | Svara | Er.is | 1

Nú er þetta bara þannig að þegar gaurar kalla eftir stelpum "show us your tits" þá eru þeir bara að hjálpa þeim að frelsast undan oki föðurveldisins.


Eða?

---------------------------------------------------------------------------------------------
Fantasy is a nice vacation but reality is where you live your life.

" ég hef hvergi talið þér trú um annað í þessari umræðu en það að mér þyki þú alveg meiga missa þín í henni og annarstaðar. " -fálkaorðan.

"Do unto others before others do unto you." -Om.

"Mér finnst allt í lagi að gagnrýna skoðanir sem mér finnst galnar og fólkið sem hefur þ

áeá | 29. mar. '15, kl: 20:48:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og svo kemur frelsum kynfærin frjálsar ástir.

alix | 29. mar. '15, kl: 20:54:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Seriously?


Nú eru berir fótleggir alveg samfélagslega viðurkenndir en ef einhverjir gaurar garga á eftir stelpu "Show us your legs", þá eru þeir samt að áreita hana. Eða ertu ósammála því?

alix | 29. mar. '15, kl: 20:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Seriously?


Nú eru berir fótleggir alveg samfélagslega viðurkenndir en ef einhverjir gaurar garga á eftir stelpu "Show us your legs", þá eru þeir samt að áreita hana. Eða ertu ósammála því?

áeá | 29. mar. '15, kl: 21:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei fór aðeins framúr mér,er ekki viss um að allar hafi gert þannan gjörning án pressu frá bekkjarfélögum sjá kannski eftir því??????

Fosfat | 30. mar. '15, kl: 11:21:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei. Lykilorðin hérna eru "show us". Skítt með hvað þú vilt eða hvernig þér líður best, stelpa, VIÐ viljum sjá á þér brjóstin. Sýndu okkur þau. Sú hugmynd að líkamshluti sem er sýnilegur sé til sýnis er eitthvað sem þarf að eyða.

piscine | 29. mar. '15, kl: 21:02:15 | Svara | Er.is | 3

Ef ég á að vera alveg hreinskilin hefði mér fundist erfitt ef dóttir mín hefði ákveðið að vera með í þessu. En það eru mín höft og mitt sálarlíf - ég hefði stutt hana þrátt fyrir það. 

Grjona | 30. mar. '15, kl: 11:54:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst aldurinn skipta miklu máli. Ég gerði undantekningu á mbl-banninu mínu og opnaði þessa grein hér og fannst þetta góð lesning. En þarna er annars vegar um að ræða 13-14 ára og svo aftur 18 ára og það er stór munur þar á.
 

Frelsaði geirvörtuna og sjálfa sig um leið
 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

piscine | 31. mar. '15, kl: 19:17:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála. Mín dóttir er 16 og það er það sem þvælist fyrir mér - ef hún væri 18 hefði ég litið á þetta sem 100% hennar ákvörðun, en af því að hún er ekki lögráða fannst mér þetta erfitt.

grannmeti | 31. mar. '15, kl: 08:46:41 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst allt í lagi med ber brjóst svona almennt. Man eftir póst um hvernig brjóst og píkur líta út. Sett serstaklega fram til ad fræda folk.
En eg myndi ekki vilja ad barnid mitt yrdi frætt um tessi mal oviljugt gegnum twitter eda youtube. Eg vil geta skrufad fra tessum upplysingum eins og vatni ur krana tegar tess tarf.
En tad er törf a tessari umrædu vonandi leidir tetta til einhvers gods

------------------------------------------------------------------
Eignaðist dóttur 5 Júlí '08:D 13 merkur og 50 sentimetrar og sætust í heimi!
------------------------------------------------------------------

rosa91 | 1. apr. '15, kl: 00:01:08 | Svara | Er.is | 0

brjóst eru ekki kynfæri

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47633 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Kristler