Brúðkaupsleikur

bkbhg | 18. júl. '14, kl: 16:47:38 | 791 | Svara | Er.is | 1

Komið sæl.
Ég var í brúðkaupi í vor þar sem það var pakki sem gekk á milli gesta og á meðan var farið með vísu þangað til að pakkinn endaði hjá brúðinni. All við mikla kátínu gestanna.

Er einhver ykkar sem er svo góð/ur að þekkja leikinn sem um er rætt?

meðal erinda er í þessari vísu er "kalla með skalla" "flott bindi" "fegurstu leggi" og "kagga".
allt þetta passaði saman og var mjög skemmtilegt.

 

bkbhg | 18. júl. '14, kl: 23:16:57 | Svara | Er.is | 0

.

bkbhg | 19. júl. '14, kl: 12:59:11 | Svara | Er.is | 1

Er engin hérna sem þekkir þennan leik og getur bjargað mér í dag ? :)

apríl2012 | 12. ágú. '14, kl: 09:15:35 | Svara | Er.is | 0

Sæl, ekki fékkstu upplýsingar um þennan leik?
Er einmitt að leita að þessu líka fyrir brúðkaup og finn bara ekki textann :/

bkbhg | 13. ágú. '14, kl: 13:49:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei því miður. Hefði svo gjarnan viljað það.
Ef þú finnur leikinn, þá máttu skella þessu á mig.

joshbaker | 1. feb. '20, kl: 08:38:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Breytið sem sagt bara nöfnunum.
..........................................................
https://run3freegame.com

ninaolafs | 12. ágú. '14, kl: 23:30:11 | Svara | Er.is | 0

var a arshàtìð og þa var þessi leikur. veislustjòri var hùn Anna Begga sem er i leikhòpnum lottu þù gætir mögulega sent a hana línu og spurt hana hvernig textinn er :)

bkbhg | 13. ágú. '14, kl: 13:49:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, gott að vita af því.

Ice1986 | 13. ágú. '14, kl: 14:25:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú finnur textann - mætti ég nokkuð biðja þig um að senda mér hann? Er veislustjóri í brúðkaupi eftir nokkrar vikur sjálf

olgerdi | 13. ágú. '14, kl: 20:22:05 | Svara | Er.is | 1

Eg á til þennan leik, er þetta sá sami sem þið eruð að leita af ?

Guðmundur taktu eftir hér,
pakka þennan færi ég þér.
Hann stoppar ekki lengi þér hjá,
því miður þarftu að gef’ann þér frá.


Þú skalt finna karlinn þann
sem besta matinn elda kann.
Kræsingum mokar hann á disk með ausu,
skyldi þessi maður vera á lausu?


Þú skalt finna dömuna hér
sem í flegnasta bolnum er.
Færa henni pakkann þú mátt
og kyssa hana á kinnina þú átt.


Já, fleginn þinn bolur er,
svei mér það sést bara allt hjá þér!
Nú þarft þú á þessari stundu
að finna mann með fína bumbu.


Hmmmm...stór er á þér maginn,
borðarðu allan liðlangan daginn?
Komdu þér nú í gott skjól
og finndu konu í flottum kjól.


Váá...sætur er kjóllinn þinn,
sexý og flottur er liturinn
en áður en þú ferð annað að bralla,
finndu þá mann með fallegan skalla.


Vaxinn ertu uppúr hári,
stækkarðu enn á hverju ári?
Þværðu höfuðið með hráu eggi?
Finndu nú fegurstu stúlkuleggi.


Kálfar þínir eru öfundsverðir,
ferðu reglulega í gönguferðir?
Þú ert kona með frábæran stíl
finndu mann sem á flottan bíl.


Já vissulega áttu flotta græju,
þú ættir að veiða á hana svaka pæju.
Finndu nú konu með vanga rjóða,
hverjum skyldi hún pakkann bjóða?


Fallegur er þinn rjóði vangi
að kyssa hann held ég að hvern mann langi.
Karlinn, sá er starir þig á,
láttu hann brosandi pakkann fá.


Vissi ég ekki karlinn minn,
við erum sammála um smekkinn þinn.
Fallegar konur eru hér að sönnu,
finndu eina er skartar mitti grönnu.


Grannt er þitt mitti, þær öfunda þig allar,
stundaglasvöxt þinn elska allir kallar
en áður en uppúr sjóða fer,
finndu herrann með fallegasta bindið hér.


Hálstau þitt ótrúlega fallegt er
og glæsilegur maðurinn sem það ber.
Færðu nú pakkann henni Elínu okkar,
fagrir eru hennar ljósu lokkar.Þvílík veisla fyrir ykkur hjón

Og hlustið því á okkar bón

Að farsæl þið lifið í ást og sátt

Fyrir ykkur, hrópum fjórfalt húrra hátt!!

olgerdi | 13. ágú. '14, kl: 20:24:52 | Svara | Er.is | 0

Breytið sem sagt bara nöfnunum

apríl2012 | 14. ágú. '14, kl: 09:27:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ó takk!!!!! :)

gloey | 14. ágú. '14, kl: 13:38:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig fer leikurinn fram? Er pakkinn látinn byrja einhversstaðar í salnum og veislustjórinn fer með vísuna og pakkinn látinn ganga alla leið til brúðarinnar?
Og hvað er yfirleitt í pakkanum?

tennisolnbogi | 14. ágú. '14, kl: 15:08:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi giska á að Guðmundur væri brúðguminn :) Byrja þar og enda á Elínu, sem er væntanlega nýgift Guðmundi!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Er komin apríl? Sessaja 20.3.2020 21.3.2020 | 18:09
útgöngubann í dk? Blandpía 21.3.2020
100manns í verslun er ekki nóg Sessaja 19.3.2020 21.3.2020 | 13:00
Bóluefni COVID19 Sessaja 20.3.2020 20.3.2020 | 22:27
Loksins komu einhverjar góðar fréttir: Eurovision aflýst :) kaldbakur 18.3.2020 20.3.2020 | 19:39
Loksins gerir stjórnin hið rétta Sessaja 20.3.2020 20.3.2020 | 17:01
Eingreiðsla gud27 17.3.2020 20.3.2020 | 15:29
Heiða Þórðar Ernana 31.7.2012 20.3.2020 | 10:45
Sæðisgjafa Mussimuss99 3.6.2019 20.3.2020 | 06:00
Friðrik Ómar kaldur Sessaja 18.3.2020 20.3.2020 | 02:04
D0nsk/íalensk króna. Blandpía 20.3.2020 20.3.2020 | 02:03
Vantar upplýsingar með netverslun Sessaja 20.3.2020
Fólk sem er einkennalaust, en er smitandi - hvernig smitar það? Covid þráður :) spikkblue 18.3.2020 20.3.2020 | 00:08
evrópusambandið=fasistasamtök Hauksen 19.3.2020 19.3.2020 | 17:12
Nýr vinkill á uppruna COVID - 19 Kingsgard 14.3.2020 19.3.2020 | 11:30
Að byggja hus?? olth 18.3.2020 18.3.2020 | 19:32
Kári er ekki að skilja Daninn Sessaja 15.3.2020 18.3.2020 | 16:07
Vantar flínkan teiknara Grassi18 8.3.2020 17.3.2020 | 22:58
Leghálsspeglun hugo99 17.3.2020 17.3.2020 | 19:55
Samkomubann hlaðborð lonelybee 17.3.2020 17.3.2020 | 11:58
Púsla saman vinnu og skola/leikskóla Helga31 17.3.2020 17.3.2020 | 11:09
hvar kaupi ég silki, í dag! gudlauganna 11.5.2011 17.3.2020 | 09:02
Merkileg grein hjá Ágústi Ólafi Ágústssyni í DV kaldbakur 16.3.2020 17.3.2020 | 01:05
Veitingastaðir sem senda mat í fyrirtæki í hádeginu Asta1234 23.11.2016 16.3.2020 | 20:51
Á tímum sem þessum Hr85 16.3.2020
2metrar frá fólki er ekki að gera sig Sessaja 16.3.2020 16.3.2020 | 18:32
Aldan er risin ! kaldbakur 11.3.2020 16.3.2020 | 17:34
Að vinna hjá Reykjavíkurborg blendinaragg 15.3.2020 16.3.2020 | 16:11
ísland búddapest lokuð danmörk Blandpía 16.3.2020 16.3.2020 | 15:54
stelpur að selja sig Bifferina 26.2.2009 16.3.2020 | 15:09
Siðblind rikisstjórn eða heimskt pakk Sessaja 16.3.2020 16.3.2020 | 10:38
Alltaf verið að bæta í Drama Sessaja 16.3.2020
Af hverju eru Íslendingar svona illa gefnir og heimskir? spikkblue 6.3.2020 15.3.2020 | 19:28
ekki kjúklingaborgari? minstrels 15.3.2020 15.3.2020 | 13:10
Sjálfstæður bókari bokbok2 7.3.2020 15.3.2020 | 12:10
Hvað kostar að fara til augnlækni. terrorist 10.3.2020 15.3.2020 | 12:09
Gleðilegan föstudag Twitters 13.3.2020
Hátarlar festingar á loft tlaicegutti 13.3.2020
Skattur dong 13.3.2020 13.3.2020 | 22:44
liðskiptaaðgerð á hné hoppaskoppa 10.3.2020 13.3.2020 | 21:55
Þið sem eruð að missa ykkur í matvöruverslunum landsins Hr85 13.3.2020 13.3.2020 | 21:52
Hvert fer maður í skoðun fyrir Covid-19 hallicool55 13.3.2020 13.3.2020 | 21:11
Smávægileg verktakalaun rokkari 13.3.2020 13.3.2020 | 18:05
Af hverju eru verð á flugi ekki að lækka vegna Corona veirunnar? karma14 13.3.2020 13.3.2020 | 16:53
Ávinningur af verkföllunum er núll eða minna ! kaldbakur 13.3.2020
Noodle station núðlusúpa uppskrift? ergud 23.1.2011 13.3.2020 | 16:20
Sveigjanleg vinna hobbymouse 13.3.2020
Samkomubann komið í gildi Herra Lampi 13.3.2020
Er Donald Trump með ATHD ? kaldbakur 12.3.2020 13.3.2020 | 05:59
Að fara aftur út á vinnumarkaðinn rósanda 5.3.2020 12.3.2020 | 20:45
Síða 3 af 21336 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, rockybland, flippkisi, anon, TheMadOne, krulla27, MagnaAron, vkg, Gabríella S, mentonised, Krani8, ingig, superman2, aronbj, joga80, tinnzy123, Bland.is