Búa í blokk

Misop | 10. jan. '21, kl: 10:20:39 | 547 | Svara | Er.is | 0

Ef nágranninn fyrir ofan ykkur vekur ykkur alla sunnudagsmorgna þegar hann ryksugar með tilheyrandi tilfærslum á drasli og þ.a.l. látum, mynduði segja eitthvað við hann? Ég skil ekki hvernig fólki dettur í hug að setja þetta á verkefnalistann kl 9.30 á sunnudagsmorgni. Vissulega ekki neitt rosalega snemmt en það er pirrandi að vakna við þetta alla sunnudaga ??

 

adaptor | 10. jan. '21, kl: 12:12:58 | Svara | Er.is | 0

það hefur eithvað klikkað í undirlagi undir gólfefnin hjá viðkomandi eða blokkin er bara svona hræðilega illa byggð það ætti ekki að vera hávaði milli íbúða við almenn þrif

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

capablanca | 10. jan. '21, kl: 17:37:10 | Svara | Er.is | 0

Lítið hægt að gera í þessu...Helst að ef það eru húsreglur sem banna hávaða a milli ákveðna tíma og ef þau eru ekki að fara eftir því þa geturu kvartað við húsfélagið og þeim ber skylda að fara í málið. En þér að segja þá bý ég í 3 hæða fjölbýli byggt um 1970 og fólkið fyrir ofan mig gerir þetta líka. Ég nennti ekki að standa í því að vera í deilum við þau þannig ég spíla bara rólega tónlist upp úr 10 á morgnana til að dempa þetta niður.

icegirl73 | 11. jan. '21, kl: 09:51:55 | Svara | Er.is | 0

Hvernig væri að að banka bara upp á hjá þessum góða granna og ræða málin? 

Strákamamma á Norðurlandi

leonóra | 11. jan. '21, kl: 10:50:44 | Svara | Er.is | 0

Gæti ekki lifað án eyrnatappa.  Stundum verð ég ofurnæm á umhverfishljóð.   Heyri í veðrinu og umferðinni og allan umgang ýkt meðan öðrum stundum ég get sofið í hávaða.  Er löngu hætt að reyna að breyta eða skilja þetta og lifi bara af með því að vernda mig og  nota eyrnatappa.  Þeir eru stór hluti af staðalbúnaði minum í lífinu. Svo er líka gott að hlusta með headphones á eitthvað til að yfirgnæfa pirringshávaðann.  

leonóra | 15. jan. '21, kl: 09:40:04 | Svara | Er.is | 6

Ég tengi svo við nágranna þinn. Eiginlega fæ ég flashback.  Árum saman  vaknaði maður með börnunum um helgar, gaf þeim morgunmat og kom þeim fyrir framan sjónvarið, dró fram ryksuguna og þreif heimilið því ekki gerði maður það virku dagana, komandi heim þreyttur og aðrir hlutir biðu manns.  Ég valdi morgnana um helgar til að þrífa svo við gætum átt daginn til skemmtilegri hluta.  Ég endurtek, keyptu eyrnatappa eða hlustaðu með headphones á eitthvað sem svæfir þig.  

Misop | 16. jan. '21, kl: 12:21:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er vakin með þessum látum, á sunnudagsmorgnum. Ég sofna einmitt við hljóð sem slekkur á sér eftir x tíma, algjörlega lifesaver í mínu tilfelli þar sem það róar kvíðann. Eyrnatappar passa því ekki inn í myndina. Af hverju er ekki hægt að taka tillit og vera pínu hljóðlátur til ca 11 á sunnudögum? Skil ekki. Það var ekkert mál þegar ég var með börnin mín lítil.

Kristland | 16. jan. '21, kl: 16:24:25 | Svara | Er.is | 0

það þarf ekki að búa í blokk til að fá nóg af eigingirni annara og ó tillitssemi. Ég hef upplifað: Fólk með öflugar sláttuvélar kl:07:45 á laugar og sunnudagsmorgnum í næsta húsi - Öfluga sportbíla að taka af stað kl: 23:30 aðeins 250 metra frá verustað mínum - Fólk/unglinga að sprengja tertur örfáa metra frá svefnherbergisglugganum seint á kvöldin jan til mars - Menn að bora fyrir myndum og skipta um lagnir í næstu íbúð á furðulegum tímum.
Á sumum vinnustöðum hefur maður rekist á fólk sem hefur of hátt í útvarpi og lætur hávaðasamar vélar ganga þó að engin sé þörf á því.
En meðan hver hugsar bara um sig er þetta ekki að lagast, því miður.

Dalía 1979 | 19. jan. '21, kl: 08:28:02 | Svara | Er.is | 0

Margir sem nota helgarnar íþrif

Misop | 20. jan. '21, kl: 22:34:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú það er svoleiðis.....

b82 | 23. jan. '21, kl: 13:58:34 | Svara | Er.is | 1

Kaupa einbýli/ráðhús utan utan rvk á sama verði og íbúð í blokk kostar hér á höfuðborgarsvæðinu er lausnin sem ég er að skoða allavega. Þetta er algerlega óþolandi hvað fólk getur verið tillitslaust og hefur ekki batnað í þessu árferði sem við lifum við í dag.

litlajonsdottir | 29. jan. '21, kl: 23:09:21 | Svara | Er.is | 0

myndi bara tala við hann allavega þá eru sumir sem vakna við krakkana sína klukkan 6 fatta kannski ekki að aðrir geta sofið lengur ;)

Chandler litli | 5. feb. '21, kl: 13:09:30 | Svara | Er.is | 0

í hvaða blokk býrð þú? í hvaða hverfi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Síða 3 af 47923 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, paulobrien