Sameiginlegur inngangur, stæði í bílageymslu, þvottahús innan íbúðar, er með stóran pall (upp eina hæð að framan, jarðhæð að aftan) og skemmtilega granna :)
Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11
Júlí 78 | Ég hef búið bæði í einbýli og fjölbýli. Einbýlið er langbest :) Myndi halda...
Ég hef búið bæði í einbýli og fjölbýli. Einbýlið er langbest :) Myndi halda að raðhús væri næst best. Minna fjölbýli þar á eftir með sérinngang ef nágrannar eru ágætir. Var eitt sinn tímabundið í stærra fjölbýli tímabundið með sameiginlegum inngangi (fékk lánaða íbúð einn vetur). Ég heyrði sögur af því að það væri eintómt ósamkomulag í þeirri blokk á húsfundum en auðvitað geta verið góðir nágrannar þó það sé stærri blokk. En þarna heilsaði varla nokkur maður neinum. Hef aldrei haft sameiginlegt þvottahús, myndi aldrei fíla það.
Aquapower |
já það er svona
http://www.dv.is/frettir/2018/4/16/gudrun-lysir-blokk...
Fer eftir því hversu margir hálfvitar búa í blokkinni. Yfirleitt betra að vera í minni blokk en stórri, það gengur oft betur að tækla mál í þeim minni. Er sjálfur á jarðhæð í 3.hæða blokk og með sérinngang. Það er yfirleitt fínt en var pínu pirrandi á tímabili þegar ótillitssamt fólk bjó í íbúðinni beint fyrir ofan mig.
Ekki fara í Fellahverfið eða Hraunbæ. Mikið af óreglufólki.
starvi9 | Ég þoli ekki fjölbýli af öllu hjarta,fyrst bjó ég fyrir ofan stelpunni sem v...
Ég þoli ekki fjölbýli af öllu hjarta,fyrst bjó ég fyrir ofan stelpunni sem var stanslaust með tónlist á fullu fajnvel um nóttina,þegar hún flutti út,þa fékk ég eldri borgara sem heyrði illa,þannig að var að hlusta á Ruv frá henni á hverjum degi gegnum veggir..Núna ég er í minna blokki og er með eldri par fyrir neðan sem er að rífast á hverjum degi og já,það heyrðist jafnvel hvernig þau eru að kalla hvort annan.Stundum langar mig að fara niður og bjóða þeim helvitis skilnað.Bæði blokk sem ég bjó voru 3-4 ára og að mínu mati því nýrra því verra,af því núna það er byggt fljótt,mikið og ekkert gæði af efni notað til að byggja íbúð.Systir mín býr í 4 hæða fjölbýli sem var byggt í kringum 1975 og shit maður hvað er mikið munur,það heyrist varla á milli íbuðana.
nixixi | Sameiginlegur inngangur, sameiginlegt þvottahús í kjallara en samt eru tengi...
Sameiginlegur inngangur, sameiginlegt þvottahús í kjallara en samt eru tengi fyrir þvottavélar í öllum íbúðum þannig að ekki margir nota sameiginlegu þvottaaðstöðuna. Góður mórall en það er alltaf svolítið happa glappa hvort maður lendi á góðum grönnum eða ekki en ég er mjög heppinn, hér bankar fólk hjá nágrönnum eins og í gamla daga til að fá lánað egg í baksturinn svona sem dæmi, voða huggulegt :-) þetta er stórt fjölbýli
247259 | Það getur verið mjög fínt að búa í fjölbýli og það getur verið horbjóður. He...
Það getur verið mjög fínt að búa í fjölbýli og það getur verið horbjóður. Hef lent í bæði.
Þar sem ég er núna (tímabundið) heyri ég t.d. frekar mikið á milli íbúða og það er mikill umgangur úti sem ég heyri inn um gluggan. Þar sem við vorum heyrum við ekkert mjög mikið á milli (aðallega bara þegar fólk kanski ákveður að hafa tónlistina ALVEG Í BOTNI og einhver fér að lemja á píanóið).
Þar sem við erum er sameginlegt þvottahús í kjallara en það er þvottahús í íbúðinni okkar líka og við með þvottavél og þurrkara þannig að við notum það. Þar sem við vorum var sameginlegt þvottahús sem sumir, þar á meðal við, nota og bara allt í góðu þar.
Á báðum stöðum er sameign.
Vorum með merkt bílastæði þar sem við vorum, það er ekki hér og ég skal alveg viðurkenna að ég sakna þess svoldið að hafa ekki öruggt stæði þegar ég er að koma heim seint á kvöldin.
247259 | Þetta er bara svona það nýjasta. Á báðum stöðum er mórallinn flottur og fólk...
Þetta er bara svona það nýjasta. Á báðum stöðum er mórallinn flottur og fólk voða vinalegt. Þar sem við vorum eru færri í stigaganginum þannig að maður þekkir frekar hver er hvar og þekkir fólkið almennt betur. Hérna eru frekar margir og maður þekkir fólk almennt lítið.
leonóra | Hef reynt allt frá einbýlishúsi til stórrar blokkar. Það hentar mér langbe...
Hef reynt allt frá einbýlishúsi til stórrar blokkar. Það hentar mér langbest að búa í stórri blokk. Mín reynsla er að eftir því sem fjölbýlið er minna er erfiðara að búa þar. Stór blokk virkar eins og einbýli þegar best lætur.