Búa í sumarbústað

askjaingva | 30. apr. '19, kl: 21:06:39 | 395 | Svara | Er.is | 0

Býr einhver hér í bústaðnum sínum eða þekkir einhvern sem gerir það. Mig langar svo að flytja úr þéttbýlinu og búa í bústaðnum.
Hann er 65 fermetrar sem er alveg nægilegt fyrir okkur. Ég veit að það er ekki ennþá hægt að færa lögheimili sitt í sumarbústað en það er hægt að vera óstaðsettur í hús í því sveitarfélagi sem maður kýs.

Ruslið yrði ég að losa mig við sjálf sem er í lagi því það er ekki mikið. Það er alltaf hægt að fá sér pósthólf. Spurningin er aðallega hvernig það kemur út að búa í sumarhúsabyggð?
Eru fleiri spurningar sem ég ætti að velta fyrir mér í sambandi við þetta sem mér koma ekki í hug?

 

T.M.O | 30. apr. '19, kl: 21:35:48 | Svara | Er.is | 2

Engin börn sem þurfa skóla eða leikskóla? Get ekki ímyndað mér að þetta sé neitt mál ef það er ekki

askjaingva | 30. apr. '19, kl: 21:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei engin börn

alboa | 30. apr. '19, kl: 21:46:04 | Svara | Er.is | 1

Samþykkir sveitarfélagið fasta búsetu í sumarhúsabyggðinni? Ef það snjóar mikið og ekki er gert ráð fyrir búsetu, hvernig ætlarðu að komast um? Fá aðstoð ef eitthvað kemur fyrir (bruni, slys etc)? Ef þið verðið þar áfram og farið að eldast, hvaðan ætlið þið að fá þjónustu? kv. alboa

askjaingva | 30. apr. '19, kl: 21:55:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góðar spurningar. Getur sveitarfélagið haft eitthvað um það að segja hve miklum tíma ég eyði í eigin bústað, 10 dagar á ári, 100 dagar eða 365. Við eigum stóran jeppa og þetta er á snjóléttum stað. Hægt að skilja bílinn eftir á ákveðnum punkti og ganga ef illa spáir til langframa. Stutt frá Reykjavík og stutt frá byggð, sama bið eftir slökkviliðinu og sveitabæir í kring. Við eigum allnokkurn tíma í að þurfa aðstoð vegna aldurs en auðvitað veit maður aldrei.

pepsitwist | 30. apr. '19, kl: 22:39:04 | Svara | Er.is | 0

Foreldrar mínr eiga bústað í rétt hja Laugarvatni, Það eru 2 þar með búsetu í hverfinu þeirra og þeir láta bara vel af þessu...Það er engin sem skiptr sér af þeim og annað fólk í hverinu einmitt ánægt að hafa einhverja á svæðinu.

Ég veit meira að segja að annar þeirra er að þrífa airbnb bústaði svart til að fá aukatekjur þannig ef það er mikið að þannig bústöðum í hverfinu þínu/nálægt þér þá er það hugmynd fyrir þig líka.

askjaingva | 30. apr. '19, kl: 22:44:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir þetta, þetta eru líka góðir punktar. Er sveitarfélagið eitthvað ósátt?

pepsitwist | 30. apr. '19, kl: 22:59:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það spair engin í þessu.

Þeir eru með engar kröfur á sveitafélagið með þjónustu og sveitafélagið spáir ekkert í hvort einhver sé þar til lengri eða styttri tíma.

Annað fólk í hverfinu er bara mjög anægt með það...Einhver sem fylgist með.

askjaingva | 30. apr. '19, kl: 23:03:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt

capablanca | 30. apr. '19, kl: 23:51:13 | Svara | Er.is | 3

Ekkert vera auglýsa það serstaklega að þú ætlir að hafa fulla búsetu þá er örugglega engin að spá í þessu, Slökkvilið & bæjarfélög hefur örugglega mun meiri ahyggjur af iðnaðarbúsetum á höfuðborgarsvæðinu en þeim sem búa í sumarbústaðnum sínum,

Ef þú ert í bústaðarhverfi þá er sniðugt kannski að setja póst á facebook grúppuna (ef hverfið ykkar er með svoleiðis) að þið ætlið að vera til "lengri tíma"...Þá getið þið eins og einhver sagði fengið aukatekjur í þrif & viðhaldi á bústuðum ef það hentar.

Alls ekki vera með kröfur á bæjarfélagið með mokstur eða þjónusutu...Þá fara þeir að athuga með ykkur & beita sektaákvæðum ef þeir geta.
Lifa "under the radar"

Hérna eru kannski nokkur atriði:

Netmál?
Taka 4g router frá Nova/vodafone/símanum (ef það er 4g merki a svæðinu)

Matarinnkaup?

Lögheimili?
Ekki færa lögheimili, pantið ykkur frekar biðpóstþjónustu hjá póstinum.

Kynding?
er rafmagnshiti eða gas/eldstæði? Ef rafmagnshiti hvað myndi kostnaður hækka mikið? Ef eldstæði/miðstöð reyna að kaupa timbur/eldivið af þeim sem eru að framleiða fyrir bensínstöðvar. Helgastaðir við Laugarvatn.
Er sólríkt? er hægt að nýta sólar-rafhlöðu?

Rusl?
Safna og fara með sjálf.

Öryggismal:
Ertu örugglega ekki með öryggisnúmer ef eithvað kemur fyrir? https://www.sumarhus.is/oryggisnumer-a-oll-sumarhus-a-islandi/
Reykskynjarar? Gas-skynjarar? Sjúkrakassi? Kanntu skyndihjálp? Tengja brunaskynjara inn á síma hjá ættingja í bænum ef eithvað kemur fyrir.

Afþreying?
2 aðiliar saman í litlu húsnæði langt frá byggð...Það verður að vera hægt að gera meira en að vera á facebook á kvöldin.

Getur líka googlað....living off the grid

Margir punktar þar.

Fullt af fólki sem

capablanca | 30. apr. '19, kl: 23:53:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

...býr til lengri tíma í bústöðum sínum. örugglega frábær lífsreynsla..
(ýtti á enter of snemma)

askjaingva | 1. maí '19, kl: 00:01:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Margar góðar hugmyndir þarna, takk fyrir

stormtro0per | 1. maí '19, kl: 01:06:49 | Svara | Er.is | 2

Þegar ég var nýbúin að kaupa mér íbúð þá setti ég hana í góða langtímaleigu og keypti 40fm bústað við Þingvallavatn (lundahverfi) árin 2012 - 2013, flutti reyndar heim til foreldra minna yfir jólin og út Janúar því þá er mesta veðravítið þarna og myrkur.

Ég gat unnið í gegnum fartölvu og þurfti ekki mikið að vera fara í bæinn, fór kannski til Rvk tvisvar í viku yfir sumarið en einu sinni yfir veturinn.
Það var líka stutt í búðina á Laugarvatni og þurrvara alls ekki dýr matur (kröfur um lúxus hverfur þegar þú býrð lengi í bústað...Treystu mér :)

Það eru margir góðir punktar búnir að koma þarna að ofan en það má bæta þessu þrennu við:

1. Er stutt frá aðalvegi og út í bústað?
Bústaðurinn sem ég átti var ofarlega í hverfinu, bústaðarvegurinn sjálfur frá aðalveginum og í sumarbústaðinn minn var ekki ruddur þannig þú þarf að leggja bílnum við aðalveginnn yfir háveturinn svo þú lendir ekki í að vera föst einn góðan veðurdag, muna að hafa litla skóflu og sandpoka í bínum yfir veturinn.
Ef það skall á stórhríð skyndilega þá gat ég labbað frá bíl og út í bústað tiltölulega auðveldlega...ekki séns ef hann hefði verið í miðju hverfi eða við vatnið...Maður hefði getað orðið úti á no time.
Það er nátturlega misjafnt eftir svæðum ná en óveður inn til landsins getur skollið á með engum fyrirvara...Ég lærði að hafa aukaföt alltaf í bílnum þegar ég var að koma "heim" + vasarljós, hlaðinn síma & mannbrodda...Það er engin sem getur hjálpað þér...Læra á veðrið

2.Hvernig er mokstursáætlun hjá vegagerðinni?
Hljómar asnarlega en vertu búin að kynna þér hvort vegagerðin mokar aðalveginn við bústaðarhverfið daglega og klukkan hvað mokstur og hálkuvarnir fara fram.
T.d. þar sem ég var bjó þá mokaði vegagerðin veg 36 sunnan miðfells einu sinni á dag á milli 9-10 á morgnana þannig ef það var spáð óveðri eftir hádegi með úrkomu þá var ég örugglega ekki að fara í bæinn þann daginn...Þvi vegurinn hefði verið kolófær þegar ég væri að koma heim

3. Þurrmatur / wc pappír / frostlögur / eldiviður - stock it up
Þriggja vikna birgðir á þurrmat yfir veturinn.,.Pasta & þurrsúpur verður uppáhaldsmatur þinn yfir háveturinn.
I eitt skipti komst ég ekki í bæinn í 10 daga rétt fyrir aðventuna útaf veðri, pasta með x-tra pastasósu er matur sem ég lifði á þá dagana :)

Í sambandi við að taka að sér airbnb þrif þá gerði ég það í fyrir tvo bústaði + að aðstoða fólk sem var að koma (taka við/afhenda hliðlykla + bústaðarlykla), en siðan var mikið um eldra fólk sem átti bústaði í hverfinu sem bað mig um að fara í bústaði sína og hækka í ofnum kannski degi áður en það kom á veturna, þá var ég með aukalykla hjá þeim og fékk kannski 2000kr-3000kr fyrir skiptið...Airbnb þrifin voru kannski 10.000-12.000kr per skipti. (2012/2013)
Láttu vita á facebook síður hverfisins að þið eruð þarna & sérstaklega yfir veturinn, getur leitt til aukatekna.

Þetta er lífreynsla sem ég tek enþá með mér í lífið í dag. Flestr héldu að ég væri klikkaður en þar sem ég gat þetta mt. til atvinnu & hafa kjarkinn til að að láta slag standa þá er þetta frabær reynsla en ég myndi segja að algjört max sé 2 ár.

stormtro0per | 1. maí '19, kl: 01:18:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eitt en.

Með hitamál þá eru varmadælur orðnar miklu ódýrari en þær voru fyrir 6-10árum, ég myndi láta setja svoleiðis í bústaðinn...Ég notaði aðalega kabyssu og 1-2 ofna en samt var ég að borga svimandi háan rafmagnsreikning

Hef heyrt að rafmagnsreikningar hafi lækkað "töluvert mikið" þegar fólk setur upp varmadælur hjá sér.

waxwork | 1. maí '19, kl: 14:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég má spyrja hvernig vinnu varstu að vinna frá bústaðinum?

stormtro0per | 1. maí '19, kl: 15:13:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var i námi aðalega en ég var með "tæknilega astoð" vaktir hjá tölvufyrirtæki sem þjónustar matvöruverslanir & bensínstöðvar.

T.d. ef þú keyptir bensínkort og það virkaði ekki þá svaraði ég neyðarnúmerinu.

leonóra | 1. maí '19, kl: 07:43:35 | Svara | Er.is | 0

Þarft að vera á góðum bíl - helst jeppa.  Þekki fólk sem bjó í bústað í nokkur ár.  Man aðallega eftir sögunum um að komast til og frá vinnu en þau unnu i næsta bæjarfélagi.

kaldbakur | 1. maí '19, kl: 10:26:26 | Svara | Er.is | 1

Ég  sé að það er vaxandi fjöldi fólks sem býr í sumrhúsi (heilsárshús)  í því hverfi sem ég á hús. 
Þarna er hitaveita, rafmagn, kalt vatn og gott netsamband. Frekar stutt um 10-15 km. til Selfoss.
Ég hef rætt við þetta fólk og lætur það vel af dvölinni. Það getur að vísu verið kaldara þarna á veturna en í bænum og heitara á sumrin. 
Flest skipulögð sumarhúsahverfi eru með snjómokstur og svo er stutt útá þjóðveg sem er ruddur skipulega  að vetri. 
Manni sýnist þetta ekki vera meira vandamál en að búa rétt fyrir utan Reykjavík, Mosfellssveit eða Hveragerði. 
Auðvitað þarf öll venjuleg þægindi, nóg frystirými, þvottavél og sæmilega góðan bíl.
Sveitarfélagið gerir varla neitt fyrir íbúa í svona byggðum annað en að rukka fasteignagjöld. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Síða 4 af 47640 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien