Bugun :(

notandi19 | 14. júl. '15, kl: 21:43:56 | 387 | Svara | Þungun | 0

Ég þarf bara smá að pústa... Við byrjuðum að reyna í desember, ég varð ólétt í febrúar en missti í maí. Byrjuðum aftur að reyna um leið og það mátti. Ég er orðinn svo buguð á þessari bið, langar svo að eitthvað fari að ganga. Fullt af væntanlegum krílum og nýfæddum í kringum mig og ég fæ hálfgert samviskubit, en ég á svo erfitt með að samgleðjast frásögnum um hvað allt er frábært - hvað þá endalausum snaptjöttum af nýburum. Kannast einhver við þetta? :(

 

barn2016 | 14. júl. '15, kl: 21:47:17 | Svara | Þungun | 1

Jamm. Malið er bara að "spendýrið" mannkynið er ekkert voðalega frjosamt miðað við önnur dyr eins og kvennsinn minn orðaði það. Það getur tekið upp i 1- 1&halft ar að koma með krakka. Það tok okkur 2 ar fyrst og missti og siðan önnur 1&halft ar aður en eg varð aftur olett. Þegar maður þrair eitthvað heitt þa vill maður það strax svo eg skil þig rosalega. Gangi þer rosa vel :)

notandi19 | 14. júl. '15, kl: 22:08:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Æj, takk fyrir svarið. Mér líður smá eins og gallagrip - finnst þetta ganga svo vel hjá öllum í kringum mig. :(

nycfan | 14. júl. '15, kl: 23:34:47 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Það gæti komið þér á óvart ef þú myndir heyra sögurnar á bakvið óléttu annarra. Mér fannst ekki ganga illa með barn nr 1 hjá mér en það tók 9 mánuði og miðað við það er eðlilegt að þetta taki allt að 1 ár.
Svo núna með barn nr 2 bjóst ég við að þetta tæki styttri tíma en það tók 2 ár, eggloslyf, 5 tæknisæðingar og einn missi til þess að komast þangað sem ég er í dag, 7vikur og 3dagar loksins.
Það versta sem þú getur gert er að svekkja þig strax, það hjálpar ekkert. Njóttu tímans með manninum þínum og ekki láta allt snúast um þetta, það er erfitt ég veit en það hjálpar ekkert. Það góða er að þú getur augljóslega orðið ólétt og missirinn mjög nýlegur svo gefðu þessu tíma.

everything is doable | 14. júl. '15, kl: 23:53:33 | Svara | Þungun | 0

úff hvað ég skil þig vel, við byrjuðum að reyna í byrjun júlí í fyrra, hef 2x orðið ólétt fyrst í janúar og missti komin bara mjög stutt og svo aftur í seinasta mánuði þá komst ég reyndar uppí 5+6 áður en ég missti =( 
Maðurinn minn á bróður og ég veit að þau eru eitthvað að íhuga að byrja að reyna, ég fæ alveg hnút í magan í hvert sinn sem við hittum þau því ég varla höndla tilhugsunina við það að þau segi okkur að þau eigi von á barni sem er ástæðan fyrir massíva samviskubitinu mínu. Seinasta mánuð er ég bara búin að labba um með voðalega gervilegt bros á vör í von um að engin fatti að þetta er að éta mig að innan. 
Svo ég skil þig rosalega vel með að eiga erfit með að samgleðjast, ég á eina rosalega góða vinkonu sem er einmitt ófrísk núna komin 5 mánuði og ég get engan vegin samglaðst henni þó svo að ég að sjálfsögðu reyni mitt allra besta í kringum hana. 

everything is doable | 14. júl. '15, kl: 23:55:00 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Við erum núna á seinasta hring sem við munum reyna sjálf á, tökum Femara í næsta hring :/ það er alveg merkilegt hvað þessi þörf mans er sterk mig til dæmis dreymir bara um að eignast barn eða að eiga barn eða þá að vera ófrísk á nótturni svo það er svakalegt hvað það vegur þungt á manni að þetta takist ekki. 

notandi19 | 15. júl. '15, kl: 14:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Úff, tengi svo vel við allt sem þú skrifar! :(

everything is doable | 19. júl. '15, kl: 09:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þetta verður því miður ekkert auðveldara, önnur vinkona mín var að senda mér email og segja mér að hún væri komin 3 mánuði á leið og hjartað mitt sökk, það helltist yfir mig vonleysit og vantrúin á því að ég muni nokkurntíman verða ólétt sjálf :( 
Þetta er hrikalegt og ótrúlegt hvað maður getur fengið yfir sig mikið af tilfinningum á sama tíma (og þar af margar sem maður kærir sig ekkert um). Ég vona innilega að þetta komi fljótt hjá þér eins en það gerir missin ekkert auðveldari eins og er 


notandi19 | 19. júl. '15, kl: 14:39:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ji, ég finn til með þér! Það er svo vont að geta ekki samglaðst en samt að leika leikrit eins og maður sé í skýjunum fyrir hönd viðkomandi. Úfff...

Vonandi fer röðin að koma að okkur í þessu þungunarlottói.

Degustelpa | 21. júl. '15, kl: 11:22:07 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

veit þessi vinkona þín af reyniríinu ykkar?
Ef þú treystir henni þá myndi ég amk tala við hana og segja henni hvernig er komið hjá ykkur og hvernig þér líður. Ef ég væri vinkona þín þá myndi ég vilja vita til að skilja ef ég myndi fá blendar tilfinnigar frá þér

everything is doable | 23. júl. '15, kl: 08:38:48 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já hún veit af því og ég held nú alveg að hún skilji þetta það er bara svo ótrúlega óþæginlegt að vera svona ég get ekkert gert að því að mér líði svona og ég reyni eins og ég veit ekki hvað að samgleðjast og vera innilega hamingjusöm fyrir hennar hönd. 

ilmbjörk | 15. júl. '15, kl: 06:07:23 | Svara | Þungun | 1

Fókusaðu á eitt.. þú byrjaðir að reyna í desember og varðst ólétt í febrúar! Það eru bara 2-3 mánuðir :) Það þýðir að þú átt ekki í erfiðleikum með að verða ólétt og það er gott. Þú misstir svo, og það er bara leið líkamans að segja að eitthvað hafi verið að.. það getur alltaf gerst, hjá öllum! Eftir missi getur það tekið líkamann nokkra mánuði að jafna sig og verða aftur tilbúinn fyrir meðgöngu, þannig að ekki gefast upp og umfram allt ekki bugast! Ég veit að þetta er erfitt en þetta mun takast hjá þér á endanum :) Ég byrjaði að reyna í janúar, lenti svo í kemískri þungun í apríl og varð ólét í hringnum þar á eftir, s.s. á ekkert sérstaklega erfitt með að verða ólétt.  

Ég skal segja þér hvað ég gerði í þessum síðasta hring sem varð til þess að ég varð ólétt: Ég notaði egglospróf til að fylgjast með egglosi. Það varð reyndar aldrei alveg jákvætt, en ég gat amk fylgst með því þegar það varð sem dekkst. Ég tók slímlosandi hóstasaft frá því að blæðingar kláruðust og fram yfir egglos. Kemísk þungum verður þegar eggið frjóvgast en nær ekki að festa sig, og aukið slím í símhimnum veldur því að eggið á auðveldara með að festa sig. S.s. tússól 3 á dag frá blæðingum og fram yfir egglos. Við notuðum líka pre-seed sleipiefni til að gefa sundköllunum smá forskot :) Og síðan bara höfðum við gaman af þessu, stunduðum kynlíf þegar okkur langaði og vorum í stuði til þess. Og þetta skilaði sér í þungun :)


Ég er ekki að segja að þetta virki fyrir alla, en þetta virkaði svo sannarlega fyrir mig (var sko líka að taka tússól þegar ég varð ólétt af fyrra barninu mínu). EKKI efast upp, ég veit að þetta er erfitt og maður er með þetta á heilanum dag og nótt :)

notandi19 | 15. júl. '15, kl: 14:18:56 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Æj, takk fyrir hvatninguna. Ég ætla að reyna að notfæra mér ráðin þín. :-)

california | 15. júl. '15, kl: 09:54:44 | Svara | Þungun | 2

Æi hvað eg skil þig við vel við höfum reynt i tvö og halft ar misstum nuna i juni og juli. Svo daginn eftir að það byrjaði að blæða tilkynnti mer mjog nakomin manneskja að þau ættu von a barni numer 2 a þeim tima sem við hofum verið að reyna.. Þetta er fult erfitt svekkjandi og þreytandi

notandi19 | 15. júl. '15, kl: 14:19:09 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þetta er svo sárt! :(

efima | 20. júl. '15, kl: 17:42:10 | Svara | Þungun | 0

Hjartanlega sammála, við erum búin að vera að reyna síðan í janúar og ekkert að gerast. Ég er 25 ára svo að mjög margir í kringum mig eru að eignast eða að fara eignast sín fyrstu börn núna. Það kemur án djóks einhver með sónarmynd eða fyrstu bumbumyndina liggur við daglega á Facebookinu hjá mér og ég verð bara leiðari því fleiri sem ég sé.
Frjósemiskveðjur :)

Hedwig | 20. júl. '15, kl: 22:27:06 | Svara | Þungun | 2

Þetta er svakalega erfitt ferli og maður fattar það ekki fyrr en maður lendir í þessu sjálf. Við byrjuðum að reyna í janúar 2010, fyrst vorum við alls ekki að stressa okkur á þessu og ég hætti bara á pillunni og þetta átti bara að gerast. Eftir rúmlega hálft ár prófaði ég egglospróf og fékk þau jákvæð en ekkert gerðist. Í desember 2010 fengum við jákvætt óléttupróf en hefur verið kemísk þungun þar sem það byrjaði að blæða um kvöldið. Mér fannst það hrikalega erfitt og við vorum í smá fýlu út í allt í nokkra mánuði á eftir. 


Eftir að við höfðum jafnað okkur á þessu fórum við á fullt með egglospróf, sæðisvæn sleipiefni og pergó en ekkert hafði fundist að hjá okkur í skoðun (hvorki með sónar, hormóna eða sæðistékk). Eftir 5 tvöfalda pergóhringi bað ég um kviðarholsspeglun sem ég fékk í gegn og var allt í fullkomnu lagi hjá mér. Reyndum í nokkra mánuði í viðbót og vorum búin að setja okkur það að ef þetta myndi ekki takast fyrir ákveðinn tíma fengjum við okkur kött. Þetta tókst ekki og við fengum okkur kött (eftir 2 ára reynerí) sem bjargaði svoleiðis geðheilsunni okkar sem var komin ansi langt niður og við orðin hálf þunglynd á endalausu reyneríi sem bar engan árangur. Annar köttur bættist svo við nokkrum mánuðum síðar. 


Eftir að við fengum kettina varð reyneríið ekki jafn markvisst, sem sé vorum ekki á fullu með egglospróf og vesen heldur höfðum bara gaman og gerðum ýmislegt saman sem við hefðum ekki getað gert ef ég hefði verið ófrísk og fengum góðan tíma bara við tvö. Þetta var samt orðið þannig að hann var búinn að sætta sig við barnlaust líf bara þar sem ekkert gerðist en ég vildi ekki afskrifa þetta alveg strax. 


Skelltum okkur svo til Art medica þegar óléttutilkynningar voru alveg að drepa okkur og smá af fyrstu geðveikinni að koma aftur í okkur, okkur langaði í barn helst sem fyrst. Fengum þau svör að besta í stöðunni væri glasa eftir svona langt reynerí, eða fengum að velja tæknisæðingu eða glasa og völdum glasa. Fórum svo í það strax eftir áramót og okkur til mikillar furðu eiginlega tókst það í fyrsta. Vorum ekki að trúa þungunarprófinu þar sem eftir 100 neikvæð var ótrúlega skrítið að sjá eitt jákvætt. Meðgangan hefur gengið vel og ég komin 25v. Kallinn sem hafði sætt sig við barnleysið getur ekki beðið eftir litlu stelpunni okkar og við gætum ekki verið ánægðari. 


Rosalega löng saga en það kemur að okkur öllum (allavega langflestum sem betur fer) að lokum og maður má bara ekki gefast upp og mikilvægt að reyna að gleyma sér aðeins í þessu og hugsa ekki stanslaust um reyneríið þar sem það gerir mann svo dapran. Veit að það er sjúklega erfitt og við gátum það ekki nema með hjálp yndislegu kisanna okkar sem hafa verið litlu börnin okkar síðustu ár og gert dagana skemmtilegri.  Fengum okkar skerf af óléttutilkynningum og ein í nánustu fjölskyldu eignuðust 3 börn meðan við vorum að reyna, maður knúsaði bara kisurnar og hugsaði að það kæmi að okkur einhvern tíman en maður brotnaði líka saman stundum og bara grét (en reyndi að halda andliti og óska til hamingju fyrir framan fólkið) og það er líka í fínu lagi :). 

notandi19 | 23. júl. '15, kl: 11:25:55 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já, auðvitað er ég að reyna að leyfa þessum hugsunum ekki að taka yfir allt hjá mér, það er bara rosalega erfitt. Svo er það alveg rétt hjá þér að það er best að dreifa huganum, t.d. með köttum eða einhverju sem maður hefur áhuga á.

Samt sem áður er svo erfitt að huga "það kemur einhvern tímann að okkur" meðan á þessu stendur þó maður hugsi sjálfsagt eftir á að þessu bið hafi öll verið þess virði.

Hedwig | 23. júl. '15, kl: 23:51:17 | Svara | Þungun | 0

Já það er hrikalega erfitt að vera jákvæður oft og okkur fannst lífið ógeðslega ósanngjarnt og ömurlegt á tímabilum. Meðan fólk hrúgaði niður börnum tókst ekkert hjá okkur.

Eðlilegt er að þetta taki ár án þess að nokkuð þurfi að vera að þannig að þú ert í ágætum málum ennþá og sérstaklega þar sem eitthvað hefur gerst þannig að þetta getur heppnast hjá ykkur :) myndi allavega reyna þetta ár án þess að stress þig of mikið á þessu þó ég viti mjög vel að það er sjúklega erfitt.

Hipp | 24. júl. '15, kl: 13:43:20 | Svara | Þungun | 0

Skil þig :(
Varstu búin að prófa svona http://frjosemi.is/is/frjosemismaelar/156-frjosemismaelir-20-egglos-og-4-ungunarstimlar.html
Ég á þetta til og búin að taka það úr pakkanum en hefur ekki verið notað.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4859 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, paulobrien, Bland.is, tinnzy123, Paul O'Brien, annarut123, Guddie