Búin að reyna í 7 mánuði.

donnasumm | 18. jan. '16, kl: 10:05:36 | 435 | Svara | Þungun | 0

Hæ hæ,

Ég og kærasti minn erum búin að reyna í 7 mánuði að verða ólétt, er þetta eililegur tími tekur þetta svona langan tíma? eða þarf ég að hafa áhyggjur? hvað reynduð þið lengi?

 

fólin | 18. jan. '16, kl: 10:14:24 | Svara | Þungun | 0

Það tók okkur 13 mánuði, ég lét kíkja á okkur bæði þegar við vorum búin að reyna í næstum ár bara til að vera viss um að allt væri OK sem það var svo fljótlega verð ég ólétt.

ladykiller | 24. apr. '16, kl: 21:51:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

sorry heimskuleg spurning hvert á maður að leita í byrjun til að athuga okkur. er að lenda í sama pakka :(

Hedwig | 25. apr. '16, kl: 22:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Kíkir til kvensjukdomalæknis :)

nycfan | 18. jan. '16, kl: 10:56:23 | Svara | Þungun | 0

Það er eðlilegt að þetta geti tekið ár eftir að hætt er á getnaðarvörn.
Með fyrsta reyndum við í 9 mánuði en með nr 2 tók það 2 ár, 12 skammta af pergotime, 5 tæknisæðingar og einn missi til að búa til krílið sem á að koma eftir 5 vikur.

thorabj89 | 29. mar. '16, kl: 14:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

vá þetta gaf mér von... til hamingju með þig <3

ladykiller | 29. apr. '16, kl: 21:53:59 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

er pergotime lyfseðilsskilt

Hedwig | 29. apr. '16, kl: 22:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er lyfseðilsskylt og þarft að fara í tékk hjá kvensjúkdómalækni til að athuga hormón og annað og kallinn helst í sæðistékk áður en þetta lyf er tekið enda tilgangslaust ef að kallinn er með lélegt sæði eða álíka :). 

skellibjalla7 | 18. jan. '16, kl: 11:21:21 | Svara | Þungun | 0

Það tók okkur 2 ár að verða ólétt, létum athuga okkur eftir ár og allt kom vel út, tók bara lengri tíma fyrir okkur

donnasumm | 18. jan. '16, kl: 11:23:47 | Svara | Þungun | 0

Takk fyrir svörin, já þetta tekur víst einhvern tíma ég verð bara vera þolinmóð, þótt það sé ekkert auðvelt sko. :S

LaRose | 18. jan. '16, kl: 11:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Búin að prófa egglospróf?


donnasumm | 18. jan. '16, kl: 12:21:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Nei ég ætla að fara kaupa mér svoleiðis vona að það hjálpi.

Catalyst | 5. feb. '16, kl: 10:00:01 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Mamma mín segir að hún fái ekki egglos í hverjum hring, hún finnur þegar það er egglos. Það og það að hún er gift sjómanni varð til þess að það tók hana nokkur ár að verða ófrísk af barni nr tvö og svo aftur barni nr 3.
Svo ég mæli með egglosprófi :) ég notaði í 5 hring árið 2008 og varð ólétt :)

Rockthor | 18. jan. '16, kl: 15:50:34 | Svara | Þungun | 0

3 mánuði með fyrsta, 14 mánuði með annað ??

california | 23. jan. '16, kl: 14:03:09 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Eg a eitt oops barn svo eigum við eitt sem kom strax undir en nuna eru komin 3ár og ekkert ennþa tekur mislangan tíma

everything is doable | 23. jan. '16, kl: 21:15:55 | Svara | Þungun | 0

Við erum að detta í 2 árin, 1-1.5 ár er víst alveg eðlilegt en við fórum og léttum tékka á okkur báðum eftir rúmt ár og förum svo í frekar meðferð ef ekkert gengur núna næstu mánuðina

ninamagga | 2. feb. '16, kl: 22:24:43 | Svara | Þungun | 0

Tók ár hjá okkur, fékk jákvætt fyrir nokkrum dögum.

Nanny82 | 4. feb. '16, kl: 09:15:25 | Svara | Þungun | 0

ég varð ólétt á 1-4 mánuðum af drengjunum mínum þremur, varð svo ófrísk stuttu eftir að yngsti fæddist og missti á 11. viku, búin að reyna í 3 ár síðan og á leiðinni í glasa, fékk utanlegs fóstur núna um jólin, engin skýring. Svo þetta getur verið alla vega :/

hka2 | 4. feb. '16, kl: 22:30:50 | Svara | Þungun | 0

er búið að greina endo hjá þér eða pcos eða eitthvað annað sem gæti haft áhrif?
Það er ekkert að því til að róa taugarnar að fara til kvennsa og fá álit.

Catalyst | 5. feb. '16, kl: 09:58:44 | Svara | Þungun | 0

Já þetta er eðlilegt. Hef heyrt að læknar tali um að það sé eðlilegt að það geti tekið allt upp í ár að verða ólétt. Mæla ekki með að fólk fari í skoðun fyrr en eftir árs reynerí.
Hjá mér tók það 5 mán og svo 1 tilraun, en ég á vinkonur sem þetta hefur tekið lengri tíma. Ein var 18 mán með fyrra barn að verða ófrísk og varð svo bomm strax með næsta og önnur tók rúmt ár og einmitt líka bomm fljótt með næsta. Sú seinni fór í tékk og fékk slæmar niðurstöður úr því en viku síðar stóð hún með jákvætt próf í höndunum og á núna 4 ára gamalt barn og annað í viðbót.
Svo það er allur gangur á þessu.

agustkrili2016 | 1. jún. '16, kl: 00:23:58 | Svara | Þungun | 0

Mæli með að fara strax til kvennsa hjá IVF klinik. Ég gerði það strax þegar planið var að vera ólétt því mig grunaði að eitthvað væri að - og ég var greind með PCOS :) Hefði aldrei fengið egglos ef það hefði ekki verið fyrir pergotime! En ég var 5 mánuði á femar og varð síðan ólétt á öðrum pergo hring og er komin 29 vikur núna með litla gaur :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4854 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Guddie