Byrja ferli hjá Art

valdisg | 23. júl. '15, kl: 16:39:22 | 149 | Svara | Þungun | 0

Ég var svona að velta fyrir mér hvernig maður byrjar ferlið hjá Art?
Þarf maður ekki að byrja á því að panta tíma í almenna skoðun? eða hvernig byrjar maður?
Við erum búin að reyna í rúmt ár og er farið að langa að fara í tékk..

 

nycfan | 23. júl. '15, kl: 18:44:33 | Svara | Þungun | 1

Þú pantar bara tíma hjá lækni þar sem sendir ykkur í blóðprufur og sæðistékk og það sem þeim finnst þurfa að skoða. Svo bara rúllar þetta. Allir læknarnir þarna yndislegir en það er auðveldast að fá tíma hjá Snorra eða Ingunni, þau eru bæði frábær en ég valdi Snorra og er rosalega ánægð með hann.

valdisg | 23. júl. '15, kl: 19:48:37 | Svara | Þungun | 0

Þannig ég hringi bara (eftir verslunarmannahelgi) og segi að ég vilji panta tíma hjá lækni?
Mætum við svo ekki bæði í þennan tíma?

everything is doable | 23. júl. '15, kl: 22:12:06 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég er einmitt í nákvæmlega sömu sporum og þú, tók loksins á skarið eftir árs reynerí og fékk mig til að hringja núna á mánudaginn (fannst einhvernvegin vera rosa stórt skref bara að pannta tíma), að sjálfsögðu var lokað þegar ég hringdi :P en ég spurði einmitt kvennsjúkdómalækninn minn útí þetta fyrir nokkru og hann sagði að vanalega er 2-6 vikna bið hjá þeim (líklega smá bið svona strax eftir sumarfrí) og maður þarf ekki beðni bara pannta tíma og við þurfum bæði að mæta og þar verður þetta allt lagt fram í fyrsta tímanum =) Gangi þér vel!

valdisg | 23. júl. '15, kl: 23:51:14 | Svara | Þungun | 0

Æji takk sömuleiðis!!
Maður verður samt svo óþolinmóður í fyrsta lagi að bíða eftir því að sumarfríið sé búið hjá þeim og svo finnst mér 6-10 vikna bið rosalega löng haha! Sem er samt í raun enginn tími miðað við að vera búin að reyna í rúmt ár.. Maður er svo geðbilaður eitthvað :D

nycfan | 24. júl. '15, kl: 12:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Kvennsinn minn talaði um 6 mánaða bið svo ég hringdi strax og fékk tíma daginn eftir. Þetta var í september.
Það er venjulega lengri bið eftir læknunum sem hafa verið lengur þarna en er þú biður um tíma hjá Ingunni eða Snorra þá ættiru að fá tíma nokkuð fljótt, og þau eru yndisleg og rosa klár :) Þið mætið bæði og það er farið yfir allt sem gæti mögulega verið að valda vandræðum og þið getið spurt að öllu sem þið viljið. Þið fáið svo beiðnir í blóðprufur og sæðisrannsókn og þú er líklega skoðuð, þ.e.a.s legið og eggjastokkar skoðaðir með leggangasónar.

Hedwig | 23. júl. '15, kl: 23:54:53 | Svara | Þungun | 1

Ekki endilega svona löng bið eftir fyrsta viðtali. Fór í þannig í október og pantaði tíma sem ég fékk daginn eftir. Hafði áður pantað svona viðtal fyrir nokkrum árum en var ekki tilbúin þá en þá var alveg 6 vikna bið. Núna finnst mér vera lítil sem engin bið í flest hjá þeim. Hefði t.d getað byrjað á glasaferlinu stuttu eftir fyrsta viðtalið ef ég hefði viljað.

valdisg | 24. júl. '15, kl: 00:12:14 | Svara | Þungun | 0

Frábært að heyra, vona að það sé engin brjáluð bið :)

Hipp | 24. júl. '15, kl: 13:41:39 | Svara | Þungun | 0

Varstu búin að prófa svona http://frjosemi.is/is/frjosemismaelar/156-frjosemismaelir-20-egglos-og-4-ungunarstimlar.html
Ég á þetta til og búin að taka það úr pakkanum en hefur ekki verið notað - fæst á 10 þús

valdisg | 24. júl. '15, kl: 14:18:27 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hef ekki prufað akkúrat þetta en ég hef verið að mæla fyrir egglosi alveg frá byrjun.. :/

littlelove | 24. júl. '15, kl: 23:22:41 | Svara | Þungun | 0

Hæhæ, þegar ég fór fyrst til art minnir mig að ég hafi fengið tíma eftir viku frá því ég hringdi. Var í janúar og er hjá snorra. Bað ekki um neinn en snorri er mjög fínn. Fór reyndar ein í fyrsta tíman því maðurinn minn komst ekki en hann skoðaði mig og sendi í blóðprufur og sæðistékk fyrir kallinn. Sendi mig líka í röntgen á eggjaleiðurum og fór svo í leghálsskoðun sem hann framkvæmdi.
Hann er mjög góður að útskýra og hjálpa og ekki hika við að spyrja að hverju sem er. Var mjög stressuð fyrst þegar við fórum og gleymdi öllu sem ég ætlaði að spyrja og veit ekki hvað ég hef hringt oft til að spyrja að einhverju sem ég gleymdi en hann er súper nice.

Mjög mikill léttir að fara og tékka almennilega á öllu. Við erum enn með óútskýrða ófrjósemi þar sem ekkert finnst að en vonumst til að fara í tækisæðingu þegar það opnar eftir frí. Mæli eindreið með því að heyra í þeim strax eftir frí þar sem öll test og allt tekur tíma (byrjuðum í janúar og erum nú fyrst að taka ákvörðun um meðferð) og að ákveða og átta sig á öllu þessu og ræða saman tekur líka tíma.

Gangi ykkur sem best.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4883 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie