Covid Sóttvarnar teymið - Kára vantar í hópinn.

_Svartbakur | 21. júl. '21, kl: 14:37:18 | 193 | Svara | Er.is | 0

Það þarf að fá Kára með Þórólfi, Ölmu og Víði í Covid sóttvarnarteymið.
Núna fer að líða að því að Covid veiran hafi náð því að angra okkur í 20 mánuði.
Það er við búið að við verðum að glíma við veiruna út þetta ár og jafnvel allt næsta ár.
Við höfum verið heppin með þríeykið, Ölmu, Þórólf og Viði ásamt heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur.
En því miður þá er þessi veiru fjandi enn að angra okkur og allan umheiminn.
Við höfum átt þess kost að njóta liðsinnis Kára Stefánssonar og Íslenskrar Erfðagreiningar.
En best væri að Kári væri hluti af teyminu og væri þáttakandi í ákvaðanatöku.
Það væri happafengur að fá hann í teymið.

 

Júlí 78 | 21. júl. '21, kl: 15:31:10 | Svara | Er.is | 0

Já það væri fínt að fá Kára í hópinn, hann talar alltaf skynsamlega um þetta allt saman. Þórólfur veit líka allt um þetta en mér hefur fundist hann vera undir pressu frá ríkisstjórninni og aðallega vegna ferðamanna. Það er eins og það hafi átt að gera allt fyrir sumarið til að þóknast þeim. Skil þó vel að það fer aukinn peningur í ríkiskassann með því að þeir komi aftur í einhverjum mæli. En það hlýtur samt að vera að það verði að miða þetta allt út frá smithættu. Og varla nauðsynlegt að hafa opna vínveitingastaði alla nóttina. Er það svo satt sem ég var að lesa að í Póllandi sé hægt að kaupa fölsuð bólusetningarvottorð? Hér er a.m.k. fullt af pólverjum sem eru alveg örugglega að fara til Póllands (eða búnir að því) og koma svo aftur til Íslands.

jaðraka | 21. júl. '21, kl: 16:25:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Þórólfur er undir mikilli pressu.
Kári Setfánsson er mikilvirtur og ég held að hann hafi náð að temja sig, var oft of "aggressivur"
hann er að ég held "hóptækur" núna.
En málið með Kára hann hefur skynsemina sín megin og þorir og getur útskýrt og er þungavigtarmaður.

_Svartbakur | 21. júl. '21, kl: 17:18:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að Kári Stefánsson gefi ekki kost á sér í einhverja nefnd eða skipaðan hóp.
Hann þarf ekkert að vera skipaður í einhvern hóp með t.d. ráðherra yfir sér.
Þannig skipulag hentar Kára engan veginn.
Það sem þarf að gera er að gera þríeykið ábyrgt fyrir sínum tillögum.
Ráðherra þarf að vera eitthvað meira en stimpilpúði.
Ráðherra þarf að skoða tillögur þríeykisins og velta upp valkostum.
Ráðherra þarf að upplýsa okkur kjósendur og bóluefnadýr um hvað við erum að gera og hvað við fáum í staðinn.
Ráðherra þarf að hafa einhverja sýn um framtíðina

ert | 22. júl. '21, kl: 11:27:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gera þríeykið ábyrgt? Ef ábyrgð á sóttvarnaraðgerðum á að liggja á þríeykinu en ekki á ráðherra þá þarf að breyta stjórnarskrá.
Ráðherrar eru æðstu aðilar framkvæmdarvalds. Því verður ekki breytt nema með því að breyta stjórnarskrá.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 21. júl. '21, kl: 17:38:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kári hentar kannski ekkert í svona hóp
En hópurinn þarf að rökstyða sín sjónarmið - ekki bara sjónarmið Þórólf.
Það væri uppbyggjandi að spyrja Þóólf og þríeykið um niðurstöður.
Þórólfur og félagar hafa oft tekið hæpnar ákvarðanir.
Hversvegna ekki að ræða þær opinberlega ?

Júlí 78 | 22. júl. '21, kl: 07:39:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur líka verið pressa á Þórólf úti í samfélaginu held ég t.d. frá ýmsum rekstraraðilum. 

_Svartbakur | 23. júl. '21, kl: 02:41:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verður að fresta útihátíðum.
Það gæti farið yfir 1000 smit á dag og síðan jafnvel 10 þús á dag.

Júlí 78 | 22. júl. '21, kl: 11:42:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var bara ekkert talað um að slá af (hætta við) þessar útihátíðir um verslunarmannahelgina á þessum fundi með Þórólfi og Víði áðan. Mjög furðulegt því mér heyrðist nú á einum lækni á bráðamóttöku vera að vara við að halda þær.

Júlí 78 | 22. júl. '21, kl: 11:54:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En var að lesa núna þetta sem er skrifað í gær 21. júlí svo kannski heyrir maður eitthvað meira á morgun? : "Þ ór­ólf­ur Guðn­a­son sótt­varn­a­lækn­ir vill ekki segj­a hvort hann vilj­i að Þjóð­há­tíð í Vest­mann­a­eyj­um verð­i af­lýst. Muni hann gera það verð­i það í minn­is­blað­i til ráð­herr­a.

„Ef að menn vilj­a gríp­a til ein­hverr­a eff­ekt­ífr­a að­gerð­a, þá hef­ur það ekki geng­ið nema að það séu sett­a á regl­u­gerð um tak­mark­an­ir. Það er ekki kom­ið fram enn­þá þann­ig ég er svo sem ekki að tjá mig sterkt um hvað menn eigi að gera og eiga ekki að gera, ég yrði þá að koma með á­kveðn­ar til­lög­ur til ráð­herr­a þar að lút­and­i hvað­a tak­mark­an­ir það ættu að vera. Það er ekki kom­ið frá mér enn,“ seg­ir Þór­ólf­ur."

https://www.frettabladid.is/frettir/thorolfur-thogull-um-thjodhatid/

_Svartbakur | 22. júl. '21, kl: 18:02:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi staða á Covid í hinum vesrtræna heimi er ekki hægt að kalla einhverja bylgju 2 3 eða 4.
Staðan er komin á allt annað stig.
Evrópa, N-Amerika, Rússland, Áustralia, Kína og ýmis lönd Asíu eins og Japan eru í allt annari stööu
en stór hluti heimsins í Afríku, S-Ameríku og víðar.
Í okkar vestræna heimshluta stöndum við á krossgötum.
Það er engin meiri ógn sem að okkur sækir en Covid veiran.
Það er búið að bólusetja stóran hluta þessa heimshluta.
Bólusetningin virkar að vissu marki en Covid veiran hefur hefur breytt sér og ógnar okkur áfram með öðrum einkennum sem bóluefnin þekkja ekki eins vel.
Hin hliðin á málinu er sú að stór hluti heimsins er ekki að ná að bólusetja sig.
Við getum ekki skaffað öllum heiminum nytt bóluefni og gefum því fátækum löndum afgans bólufni.
Eldra bóluefni verður að nægja hinum fátækari hluta heimsin um ókomin ár.
Nytt bóluefni sem virkar gegn nýjum afbrigðum Covid veirunnar verður að dreifa sem fyrst og þar
hljóta bóluefnin að koma fyrst til þeirra sm geta borgað kostnaðinn.

jaðraka | 22. júl. '21, kl: 18:57:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sennilega fáum við langtum fleiri smitaða núna en nokkurn tíma áður
Það er ekki hægt annað en a' banna útihátíðir.
Svo þarf að lagfæra opnunartíma skemmtistaða.
Þetta stefnir allt á ástand sem var fyrir noorum mánuðum.
Ef við gerum ekkert þá fer verulega illa fyrir mörgum.
Þannig eru nú málin.

Hr85 | 23. júl. '21, kl: 03:35:17 | Svara | Er.is | 0

Covid verður mallandi í samfélögum næstu árin. Það er ekki raunhæft markmið að losna alveg við veiruna.


Það getur ekki verið markmiðið að vera með smit alveg niðri í 0 og ekki einu sinni að vera með 0 alvarleg veikindi eða dauðsföll.

Bólusetningin kemur í veg fyrir verstu veikindin og það hefur breytt stöðunni á þann veg að ekki er lengur hægt að tala um samskonar hættuástand og var hér fyrst þegar veiran kom og fórnarkostnaðurinn er orðinn ásættanlegur til að halda áfram með opið samfélag.

Ég endurtek að covid er komið til að vera næstu árin. Ég veit ekki með ykkur en ég er ekki til í að það verði eitthvað nýtt norm að búa í samfélagi samkomutakmarkana til langtíma. Núna er tíminn til að endurheimta frelsið og ef það kostar einhver nokkur mannslíf then so be it. 

_Svartbakur | 23. júl. '21, kl: 10:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vel vera að Covid verði á sveimi næstu árin.
Það er einnig rétt að Covid bólusetningar draga verulega úr hættu á alvarlegum veikindum fyrir bólusetta.
En staðan er samt sú að þó um 75% fullorðinna séu bólusettir þá eru enn yfir 30 - 40 þús manns óbólusettir og
eru þeir í verulegri hættu á erfiðum veikindum.

Það er alveg eins með Covid veiruna og aðra hættulega smitsjúkdóma eins og berkla, mislinga, httusót, holdsveiki og annað. Þó að við höfum unnið bug á þessum sjúkdómum þá viljum við þá ekki inní landið.
Öflugar sóttvarnir eru þessvegna nauðsynlegar þegar svo margir smitaðir koma inní landið.

ert | 23. júl. '21, kl: 10:40:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Smá ábending: það er ekki verið að skima ferðamenn fyrir berklum, mislingum, hettusótt eða holdsveiki og stendur ekki til

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 23. júl. '21, kl: 11:21:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en berklum, holdsveiki og ýmsum barnaveikissóttum var útrýmt með bestu aðferðum þess tíma.
Sóttvarnir og bólusetningar. Þannig er það bara með þessa skæðu veiru það er verið að
loka löndum, borgum og fólk fær vart að fara úr húsi víða.

ert | 23. júl. '21, kl: 13:00:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það greinist fólk hér á landi með berkla á hverju ári. Holdsveiki er enn þá til heiminum sem og mislingar og hettusótt. 2019 voru 13 berklatilfelli á landinu og 9 með mislinga.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 23. júl. '21, kl: 16:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei alveg rétt við skimum ekki fyrir berklum, misslingum og þeim sjúkdómum sem yfirleitt er búið að útrýma hér og í Evrópu. Ef berklar eða misslingar væru grasserandi í Evrópu þá v´ri sennilega mikil gát höfð við landamærin varðandi þessa sjúkdóma.

ert | 23. júl. '21, kl: 17:25:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grassera kannski ekki en
In 2018, 52 862 cases of tuberculosis TB were reported in 30 European Union and European Economic Area (EU/EEA) countries (Latvia did not report any case-based data), resulting in a notification rate of 10.2 per 100 000 population in the EU/EEA. The overall notification rate and the rates in most countries have been decreasing over the last five years.

og fólk deyr
Of all 55 337 TB cases notified in 2017 with a treatment outcome reported in 2018, 67.6% were treated successfully and 6.9% died. Of 1 182 MDR TB cases notified in 2016 with a treatment outcome reported in 2018, 49.9% were treated successfully and 15.7% died.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hr85 | 23. júl. '21, kl: 10:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aðgerðir á landamærunum er allt annað dæmi en aðgerðir innanlands.

Þú talar um óbólusetta en núna ætti að vera búið að fullbólusetja alla þá sem eru í sérstakri áhættu.

Þeir sem afþökkuðu bólusetningu ætti ekki einu sinni að minnast á. Þeir höfðu val. 

En jú jú skimun á landamærunum er dæmi um staðbundnar aðgerðir sem maður getur samþykkt til langtíma. Frelsisskerðingar í daglegu lífi fólks til fleiri ára kemur hinsvegar ekki til greina. Þetta er orðið gott. 

Hr85 | 23. júl. '21, kl: 10:47:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæti við þetta að flestir óbólusettir eru börn sem eru ólíkleg til að veikjast alvarlega. 

Júlí 78 | 23. júl. '21, kl: 12:06:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta furðuleg orð hjá þér Hr85 : " Núna er tíminn til að endurheimta frelsið og ef það kostar einhver nokkur mannslíf then so be it." Það er nú eins og þér sé bara alveg sama um náungann. Það mætti halda að þú hugsaðir málin þannig : Aflétta öllu hvað sem það kostar! Sem betur fer þá höfum við sóttvarnarlækni hér og lækna sem hlusta ekki á svona viðhorf.


En ég var að lesa þetta í frétt núna, vonandi verður hlustað á sóttvarnarlækninn: " Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Á fundinum verður rætt um minnisblað sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær.

Að loknum fundi er gert ráð fyrir að ráðherrar kynni nýjar sóttvarnatakmarkanir í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi." 

Hr85 | 23. júl. '21, kl: 13:06:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Punkturinn með fullri virðingu fyrir hinum óheppnu er sá að nokkur mannslíf, jafnvel tugir mannslífa, er ekki nóg til þess að flokkast sem hamfaraástand. Við höfum verið hér með ár þar sem tugir hafa látið lífið á ári í hefðbundnum inflúensufaraldri í verri kantinum og án þess að frelsi borgaranna sé skert með þvingandi aðgerðum. 

Þú ert annars með frekar þröngt sjónarhorn þegar kemur að samkennd. Hvað með alla þjáninguna og lífsgæðaskerðingu sem skrifast á aðgerðirnar sjálfar en ekki veiruna? Þetta er nefnilega tvíeggja sverð þessi tól sem eru notuð í baráttunni.

Þér finnst það af hinu góða að skerða lífsgæði heillrar þjóðar til fleiri ára til þess að bjarga nokkrum gamalmennum. Ok það er sjónarhorn. Ég er ósammála. 

Júlí 78 | 23. júl. '21, kl: 15:39:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir: " Þér finnst það af hinu góða að skerða lífsgæði heillrar þjóðar til fleiri ára til þess að bjarga nokkrum gamalmennum. Þessi orð þín segja mér að þú hafir einhverja fordóma gagnvart gömlu eða eldra fólki eða a.m.k. að þér finnist líf þeirra eldri vera minna virði en þeirra yngri. Ok, það er sjónarhorn ef það er viðhorfið. Ég er ósammála. En endilega lestu þessa frétt...

Kjarninn 26. mars 2021:

"Yngri aldurshópar eru í auknum mæli að verða alvarlega veikir vegna breska afbrigðis veirunnar. Þótt fjöldi látinna í mörgum löndum jafnist á við hrap farþegaflugvélar daglega eru dánartölurnar hættar að hreyfa við fólki."


"Benjamin Clouzeau, gjörgæslulæknir á Bordeaux-háskólasjúkrahúsinu í suðvesturhluta Frakklands, segir að 90 prósent allra þeirra sem leggjast þar inn með COVID-19 séu sýktir af hinu breska afbrigði. Hann segir sjúklingahópinn umtalsvert yngri en í fyrri bylgjum faraldursins, flestir á aldrinum 30-65 ára. Að hans sögn eru flestir þeirra ekki í sérstökum skilgreindum áhættuhópi. Einhverjir þeirra eru með sykursýki og aðrir í ofþyngd en það eigi aðeins við um mikinn minnihluta sjúklinganna.

Svo ungir eru þessir sjúklingar að áður en þeir leggjast inn hafa þeir ekki hitt lækni vegna veikinda sinna, að sögn Clouzeau, þar sem þetta sé upp til hópa ungt og hraust fólk sem hafi ætlað að hrista veikindin af sér heima, „en svo örmagnast algjörlega“.

https://kjarninn.is/frettir/eins-og-farthegaflugvel-hrapi-daglega/

Júlí 78 | 23. júl. '21, kl: 15:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú kannski ert að tala um 30 ára og yngri, er það hópurinn sem telst yngri í þínum augum Hr85 en allir þeir sem eru eldri en þrítugir að þeir séu "gamalmenni"?

Hr85 | 23. júl. '21, kl: 16:37:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér raunverulega hætta þrátt fyrir hátt bólusetningahlutfall að hundruðir séu að fara að láta lífið án samkomutakmarkana? Í mínum huga þarf nefnilega hættan að vera sú til að réttlæta þvingandi aðgerðir og frelsisskerðingar á daglegu lífi. En sumir eru náttúrulega móttækilegri fyrir alræðishyggjustefnum en aðrir. Merkilegt nokkuð ennþá á 21.öldinni til fólk sem skilgreinir sig sem kommúnista og nasista og blotnar yfir því að yfirvöld stjórni sem mestu hegðun fólks í daglegu lífi. Ég er meira á þeim stað að vilja búa í nokkuð frjálsu samfélagi.

Júlí 78 | 24. júl. '21, kl: 07:59:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér telst ekki vera nein einræðisstjórn eins og hjá Adolf Hitler, svo er nú nokkur munur á því þegar verið er að drepa fólk eða bjarga fólki. Hér ekki heldur verið að draga menn út úr íbúðum sínum með valdi af því þeir eru með Covid og þeim þröngvað á sjúkrahús eins og ég sá að var í einhverju landi, kannski Kína eða Norður Kóreu. Nei, bara nokkuð mikið frjálsræði hér miðað við sum lönd. En það er nauðsynlegt að fara eftir tillögum sóttvarnarlæknis a.m.k. í aðalatriðum. Hann hefur menntunina varðandi þessa veiru, ekki ég og þú eða einhver dúddi út í bæ.

Hr85 | 24. júl. '21, kl: 10:38:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert ekki að átta þig á því hvernig samfélög geta breyst smátt og smátt með tímanum. Það er mikilvægt að fólk ýti aðeins á móti þegar ráða- og embættismenn vilja taka sér aukin völd og minnka frelsi borgaranna. Ef allir segja bara já Amen þá verður það ekki mikið mál fyrir framtíðar stjórnvöld að taka sér alræðisvöld. Athugaðu svo að það hefur alltaf verið notfært sér einhverskonar neyðarástand (bæði raunveruleg og skálduð) þegar menn hafa tekið til sín slík völd.

Ekki halda að það sé eitthvað sérstakt við Íslendinga eða íslenskt samfélag sem útilokar þetta. 

En hvað varðar Þórólf og sóttvarnirnar þá hefur hann sjálfur sagt að það þurfi að fá fleiri sjónarhorn að borðinu en bara sóttvarnar sem hann talar fyrir. Það þarf að horfa heildstætt á þetta því þessi tól sem við notum í baráttunni eru tvíeggja sverð sem hafa ýmis neikvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu en sóttvarnir. 

Júlí 78 | 24. júl. '21, kl: 12:59:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar verið er að vitna í orð einhvers þá er best þegar orðin skipta miklu máli að skrifa nákvæmlega það sem sagt er. Þórólfur 4. ágúst 2020 :  „Ég hef stungið upp á því við stjórnvöld að settur verði á laggirnar samstarfsvettvangur um hvernig við ætlum að hafa þetta næstu mánuði og ár,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Núna er þetta meira en bara sóttvarnamál. Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu og það þarf að taka tillit til ýmissa sjónarmiða. Mín sjónarmið eru fyrst og fremst sóttvarnasjónarmið og ég áfram halda þeim á lofti en þetta er pólitískt mál, þetta er efnahagslegt mál og alls konar viðhorf.“


Já þannig að hans sjónarmið er fyrst og fremst sóttvarnarsjónarmið. Ég sagði líka: " En það er nauðsynlegt að fara eftir tillögum sóttvarnarlæknis a.m.k. í aðalatriðum." Ekki svo gleyma, við fáum ekki alltaf að vita hverjar voru tillögur Þórólfs eða hverju ríkisstjórnin breytti frá hans tillögum. 


https://kjarninn.is/frettir/2020-08-04-thorolfur-ekki-lengur-adeins-sottvarnamal/


_Svartbakur | 24. júl. '21, kl: 14:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Manni sýnist Þórólfur orðinn frekar svartsýnn.
Hann segir bóluefnin hafa brugðist.
Björn Rúnar Lúðvíksson dr. í ónæmisfráðum við LSH og prófessor er bjartsýnni finnst mér.

Björn telur bóluefnin t.f. Fizer, Moderna og Astra Zenica alvg frábæra vörn gegn Covid veikindum og dauða (90%+-) en menn geti aftur á móti orðið smitaðir og smitað aðra.
Flensusprautur segir hann yfirleitt langtum lakari en þessi nýju bóluefni.
Hann telur stutt í endurbætur á bóluefnum vegna Delta afbrigðis. Flensusprautur þarf að bryta árlega vegna nýrra afbrigða svipað sé með þessi afbrigði Corona veiru.
Við þurfum bara að stilla okkur inná þessa nýju stöðu.

Hr85 | 24. júl. '21, kl: 18:50:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þórólfur er bara orðinn smámunasamur og horfir allt of þröng á fjölda smita. Það sem skiptir máli er fjöldi alvarlegra veikinda. Eðlilegt að horfa frekar á þær tölur hjá bólusettri þjóð. 

_Svartbakur | 24. júl. '21, kl: 14:40:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grein Bjórns Rúnars 23.07.21

https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/210723.pdf

"Yfirlæknir á ónæmisfræðideild
Landspítalans segir nýja rann- sókn sýna að vernd bóluefna
gagnvart Delta-afbrigðinu sé
mun betri en í fyrstu var talið.
Hann segir að aukin þekking
á mótefnasvari líkamans
gegn Covid-19 geti nýst til að
breyta bóluefnum með litlum
fyrirvara eins og gert er með
flensusprautu ár hvert."

Hr85 | 23. júl. '21, kl: 19:19:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Talsvert mildari aðgerðir núna sem þau eru að bóka. Ef þetta helst þannig og að allar aðgerðir verða alldar hófsamari með tímanum þá er það ásættanlegt. Mikilvægast finnst mér að vera laus við grímuna verandi í starfi þar sem ég þurfti að ganga með hana allan daginn. 

Júlí 78 | 24. júl. '21, kl: 14:17:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru nýjustu fréttir um hvar á að nota grímu:

Í reglu­gerð heil­brigðisráðherra er sagt að and­lits­grím­ur skuli nota þar sem hús­næði er illa loftræst eða ekki er unnt að tryggja ná­lægðarmörk. 

Þetta á til dæm­is við í/?á:

 • Al­menn­ings­sam­göng­um
 • Versl­un­um 
 • Leigu­bíl­um
 • Hóp­bif­reiðum 
 • Hár­greiðslu-, snyrti-, nudd- og húðflúr­stof­um 
 • Heil­brigðisþjón­ustu
 • Söfn­um
 • Inn­an­lands­flugi 
 • Verk­legu öku­námi og flugnámi 
 • Hundasnyrti­stof­um 
 • Sólbaðsstof­um
 • Ann­arri sam­bæri­legri starf­semi

Hér má lesa reglu­gerð heil­brigðisráðherra. Hún tek­ur gildi á miðnætti og gild­ir til og með 13. ág­úst. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/07/24/hvar_a_ad_bera_grimu/

_Svartbakur | 23. júl. '21, kl: 16:21:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru skiptar skoðanir varandi lokanir og ýmsar takmarkanir. En sprittnotkun sem víðast í verslunum og þeim stöðum sem margt fólk kmur saman og jafnvel grímuskylda og fjarlægðar mörk um 2 metra eru tiltölulega vægar aðgerðir en þó árangusríkar.
Þessar reglur t.d. 2 mtr fjarlægðarmörk í verslunum og spritt og grímur er auðvelt að láta ganga
á meðan veiran er á sveimi hér og í okkar heimshluta.
Algjör vitleysa að afnema þannig reglur sem eru tiltölulega vægar og truflar fólk ekki mikið.

Júlí 78 | 23. júl. '21, kl: 12:19:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gat nú verið að þetta sé viðhorf hjá einhverjum þarna í Sjálfstæðisflokknum : " Innan Sjálfstæðisflokks er mikil óánægja með þá stefnu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að fara í einu og öllu að tilmælum Þórólfs." 
https://www.visir.is/g/20212136029d/buist-vid-miklum-hasar-a-fundi-rikisstjornar

Hr85 | 23. júl. '21, kl: 19:10:49 | Svara | Er.is | 0

Jæja horfi á björti hliðarnar það verður ekki almenn grímuskylda sem betur fer. Við erum vonandi endanlega laus við það. 

neutralist | 23. júl. '21, kl: 21:01:33 | Svara | Er.is | 1

Kári er menntaður taugalæknir í grunninn. Hann er ekki sérmenntaður í smitsjúkdómum eins og Þórólfur, hann er ekki landlæknir eins og Alma og hann er ekki ráðherra. Þó að Kári hafi gaman af því að láta á sér bera og hafi skoðanir á flestu, hefur hann ekkert að gera í sóttvarnateymi.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvað á ég að fá mer að eta? Anonymous123 7.9.2021 8.9.2021 | 09:59
Condensed milk Sonjagard 6.9.2021 8.9.2021 | 00:39
Hvaða tryggingafélag er best? andi 24.9.2004 7.9.2021 | 07:15
Facebook nýskráning blazer 10.1.2009 6.9.2021 | 19:39
Slysabætur vegna bílslys blendinaragg 2.9.2021 5.9.2021 | 22:05
Svört weber ábreiða í Hafnarfirði? Bragðlaukur 5.9.2021
Veit einhver hvort það sé enþá greitt fyrir ábendingu um frétt? ZgunnZ 5.9.2021 5.9.2021 | 20:21
Fjölgun á framandi fólki með einkennilegan bakrunn ? Kristland 5.9.2021
Sokkar fyrir herra asgeirtj 5.9.2021
Hlýtur að styrkja VG ef satt að séu á móti "nýrri stjórnarsrá" Stjórnlaganefndar _Svartbakur 30.8.2021 5.9.2021 | 09:58
Tímaflakkari truflar Jesú ! Kristland 27.8.2021 4.9.2021 | 23:35
Háreyðing Sara3008 2.9.2021 4.9.2021 | 19:26
Laxahrogn á íslandi Robbi1990 1.9.2021 4.9.2021 | 14:32
Draugagangur á Íslandi Lyndon 10.12.2009 3.9.2021 | 23:55
Hvernig bíl þarf ég til að draga Colmann 12 feta fellihýsi??? asta76 28.8.2021 3.9.2021 | 23:35
KSÍ Andý 29.8.2021 3.9.2021 | 10:02
hvernig sjónvarp á ég að kaupa í hjólhýsið teings 2.9.2021
Sameiginlegt forræði Ingamamma 2.9.2021 2.9.2021 | 14:10
Eru konur ekki líka menn ? _Svartbakur 1.9.2021 1.9.2021 | 22:10
Þið eruð flest þrælar. AriHex 1.9.2021
Meðmælabréf fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt evitadogg 18.9.2012 31.8.2021 | 10:32
Hackd fasebook snjoka0 29.8.2021 31.8.2021 | 02:29
Geta konur ekki verið perrar? Hr85 26.8.2021 30.8.2021 | 22:53
Talibanar gengur vel að leynast _Svartbakur 29.8.2021 30.8.2021 | 07:39
Komið með saltið Kóvingjar. AriHex 28.8.2021
Þessi maður er djínius ! Kristland 26.8.2021 27.8.2021 | 13:22
Berjamó í nágrenni RVK - bláber og krækiber ssiiggggaa 9.8.2010 27.8.2021 | 11:10
Úti-blómapottar ! ódýrir, hvar ?? bláberjate 20.6.2013 26.8.2021 | 18:03
Kosningar á næsta leyti, hvar er umræðan? Júlí 78 20.8.2021 26.8.2021 | 10:52
Skólamál í Fossvogi - til fyrirmyndar? Júlí 78 19.8.2021 26.8.2021 | 09:13
Getur einhver aðstoðað mig með matarinnkaup? tryggvirafn1983 24.8.2021 25.8.2021 | 15:26
Ísland er að taka við langtum fleiri flóttamönnum en mörg önnur lönd Evrópu _Svartbakur 25.8.2021
Einhver hérna með virkt Covid-smit? Hr85 21.8.2021 25.8.2021 | 09:21
Hjálpræðisherinn hleypur undir bagga fyrir Reykjavikurborg _Svartbakur 23.8.2021 25.8.2021 | 09:15
Er þórólfur landlæknir hæfur? VValsd 11.8.2021 25.8.2021 | 01:12
Persnenskur köttur arna321 24.8.2021
Er VG kvenrembuflokkur? Hr85 18.8.2021 23.8.2021 | 22:39
Ekkert sigti á þvottavélinni. fjola77 18.8.2021 23.8.2021 | 19:17
Sixpensari fyrir börn Salvelinus 4.5.2016 23.8.2021 | 15:33
Vantar 4 manna íbúð í 4 nætur í Rvík 11-15 ágúst Focuz 16.7.2020 22.8.2021 | 20:00
Fullur maður Dehli 20.5.2019 22.8.2021 | 19:36
Eru til umræðuþræðir sem eru ekki ritskoðaðir ? Kristland 22.8.2021
IBC Tankar 1000 ltr Buka 13.8.2021 22.8.2021 | 17:36
Heila og taugaskurðlæknar baranikk 20.8.2021 22.8.2021 | 11:05
Öll heilbrigðisþjónusta á einum stað. _Svartbakur 19.8.2021 21.8.2021 | 01:17
Mjög alvarlegt VValsd 18.8.2021 20.8.2021 | 07:54
Biden er verr en Trump VValsd 17.8.2021 20.8.2021 | 03:45
Hvar fæ ég gerviblóm ? hum1 25.7.2012 19.8.2021 | 19:15
Álver á Íslandi er meiri umhverfisvernd en tugi milljarða framlag Íslands til umhverfidverndar _Svartbakur 14.8.2021 19.8.2021 | 15:28
Bólusett fyrir flug VValsd 17.8.2021 17.8.2021 | 18:30
Síða 6 af 59355 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, krulla27, karenfridriks, flippkisi, Gabríella S, Krani8, Atli Bergthor, MagnaAron, vkg, aronbj, barker19404, ingig, joga80, anon, tinnzy123, superman2, rockybland, Bland.is, mentonised