Cravings!!!

HollyMolly | 13. nóv. '15, kl: 16:06:33 | 218 | Svara | Meðganga | 0

Mig dreymir um alls konar sjávarrétti sem ég er alls ekki vön að borða! Mig bara langar í humar, krabba, djúpsteiktar rækjur (sem ég hef aldrei smakkað) og lax löðrandi í smjöri..... Ég er skoðandi matseðla og slefandi yfir fiskiréttum hahaha :D

Eg var algjör pepsi max fíkill, núna finnst mér skrítið bragð af því og er hætt að drekka það, finnst kók í vél himneskt! Mér fannst Langi Jón geðveikt góður en núna finn ég bara steinoliubragð af kreminu sem er inn í... Ég eeeeelska lyktina af rúðupissi og kúgast yfir lyktinni af handsápunni og sjampóinu sem ég er með heima... Mig langar svo í eitthvað krem eða sápu eða eitthvað sem er með sítrónulykt!

Eruð þið svona skrítnar eins og ég?

 

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

Mia81 | 13. nóv. '15, kl: 17:55:03 | Svara | Meðganga | 0

Þetta er aðeins byrjað hjá mér. Ég er allt í einu frekar sjúk í sykur en borða annars eiginlega aldrei nammi. Er farin að háma súkkulaði og ís. Svo er ég þambandi djús og elska gulrætur og blómkál - langar í blómkál með öllu. Er venjulega frekar mikil pastaæta en það er alveg úti núna :)

smusmu | 13. nóv. '15, kl: 18:20:57 | Svara | Meðganga | 0

Eg get aldrei drukkið pepsi max á vissu tímabili á meðgöngunni. Ég drekk of mikið pepsi max venjulega en ég fæ bara viðbjóð en svo lagast það :Þ Hef aldrei fengið nein önnur spes cravings þannig séð nema bara fundist ferskt grænmeti og ávextir óvenju gott

HollyMolly | 13. nóv. '15, kl: 22:50:51 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Mér finnst ávextir, sérstaklega safaríkir, mjög góðir núna, og gúrka. Á síðustu meðgöngu fékk ég engin spes cravings eða eitthvað eins og að ÞURFA að þefa af einhverju! Ég er núna með cravings í sítrónulykt..

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

skellibjalla7 | 14. nóv. '15, kl: 02:17:17 | Svara | Meðganga | 0

Ég er búin að vera með svo mikla ógleði að þurrt kex og vatn hefur farið best niður. En mig langar endalaust í djúsí ávexti og grænmeti og boost...og ís :D

Georgina Chaos | 14. nóv. '15, kl: 04:38:31 | Svara | Meðganga | 0

Ferskir ávextir, sérstaklega jarðarber, epli og perur. Mér finnst jarðarber bragðast öðruvísi og betur en áður. Sterkur matur, sérstaklega sterkt karrý. Það er líka farinn að vera skuggalega mikill svartur pipar á öllu sem ég set hann á.
Þegar kemur að sætindum hef ég alltaf verið mest fyrir ís, fæ mér langoftast frekar ís en annað nammi. Núna finnst mér ís bara svona ágætur en má ekki sjá mynd af köku á facebook eða einhvern að borða köku í sjónvarpinu án þess að líða eins og ég hafi verið sett á þessa jörð til að borða kökur.

rótari | 15. nóv. '15, kl: 12:44:19 | Svara | Meðganga | 0

saltaðir bananar og saltaðar gúrkur :P og smá svona óvenjulegt en ég elska lyktina af MOLD og þrái ekkert heitar en að borða hana þótt ég hafi ekki látið það eftir mér :P

HollyMolly | 16. nóv. '15, kl: 14:44:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ojj hahaha :D

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

rótari | 16. nóv. '15, kl: 22:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hahaha já ekki beint smekklegt :P

fflowers | 16. nóv. '15, kl: 15:27:01 | Svara | Meðganga | 0

Fyrst á meðgöngunni var ég bara fegin ef ég gat borðað eitthvað. Þá var mikið um tekex og kannski ristað brauð hehe :) Maulaði endalaust með sólarhringsógleði. Svo kom tímabil þar sem ég var ekki beint með cravings í neitt, mig langaði bara ekki í margt og borðaði bara það sem var á "í lagi" listanum, sem voru kolvetni (brauð og kex o.s.frv.), ávextir og ávaxtasafi, svo nammi og súkkulaði og kökur og ís og það allt. Ekki craving í neitt ákveðið, en þegar þú tekur út allt kjöt og egg og fleira, þá lúkkar það eins og þú sért alltaf að borða það sama ;)

Núna hins vegar þegar fór að síga á annan þriðjung, þá bara er ég búin að vera með svo mikla matarlyst og þegar ég er spurð um cravings, segi ég bara allur matur og mikið af honum :P Svo langar mig reyndar alltaf í súkkulaði. Ég myndi segja að ég borði miklu hollari mat núna en á fyrri helming meðgöngunnar, en djísus kræst þvílíkt og annað eins magn! Hef aldrei getað borðað svona mikið í einu áður, og alltaf pláss. Enda stækka ég mun hraðar núna heldur en fyrri part meðgöngu ;) Er langt yfir 300 auka kaloríum á dag.

hákonía | 20. des. '15, kl: 20:14:12 | Svara | Meðganga | 0

eina sem mig langar í allann daginn alla daga er grilluð samloka með ost og skinku og hálfa túbu af kokteilsósu til að dýfa brauðinu í, og auðvitað himneskt pepsi til að skola þessu niður. ég get varla borðað neitt kjöt og fæ klígju við umhugsunina að borða fisk eins mikið og ég elska fisk venjulega

æðislegur þessi tími haha, 18v með annað barn hjá mér

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
hormónabumba? baunamóðir 14.5.2016 21.5.2016 | 10:03
Snemmsónar, mynd? bumba3 18.5.2016 18.5.2016 | 20:54
einhver lent í seinu/engu jákvæðu óléttuprófi? Jona714 14.5.2016 15.5.2016 | 20:09
Brjóstaspenna... marel84 11.5.2016 13.5.2016 | 22:15
Stingur í byrjun meðgöngu holyoke 5.5.2016 7.5.2016 | 21:16
Lækkun á hcg escape 5.5.2016 7.5.2016 | 17:05
Septemberbumbur 2016 Sarabía 6.5.2016
ógleði? baunamóðir 3.5.2016 5.5.2016 | 22:15
Að festa base fyrir bílstól mirja 3.5.2016 3.5.2016 | 21:52
Herpes á 13viku Saynomore 29.4.2016 3.5.2016 | 17:09
Reyna aftur eftir missi adifirebird 1.5.2016 2.5.2016 | 10:28
Missir pukka 8.10.2015 30.4.2016 | 11:57
Tækni og óléttupróf? escape 27.4.2016 29.4.2016 | 20:12
Skipta um vinnu á meðgöngu? air2016 27.4.2016 29.4.2016 | 17:24
Að segja frá MommyToBe 28.4.2016 29.4.2016 | 14:27
Óglatt ALLTAF!!! marel84 27.4.2016 28.4.2016 | 22:44
ólétt í fyrsta skiptið í tækni en... sevenup77 6.3.2016 27.4.2016 | 22:48
39 vikur og endalaust svöng efima 27.4.2016 27.4.2016 | 22:45
Fæðingadeild Akranesi - Spurningar. anitaosk123 5.4.2016 26.4.2016 | 11:44
Október bumbur.. Sveskja mamma 7.3.2009 25.4.2016 | 22:53
Hvenær eru þið að segja frá. t.d. vinnunni. sveitastelpa22 24.4.2016 25.4.2016 | 22:52
Októberbumbur 2016 evus86 21.4.2016 25.4.2016 | 10:43
Sitjandi fæðing vs keisari helena123456 23.4.2016 24.4.2016 | 20:50
Ljáðu mér eyra músalingur 30.3.2016 22.4.2016 | 23:30
verkir magga mús dyraland 4.4.2016 22.4.2016 | 22:22
Hvar fæst doppler? villimey123 14.3.2016 22.4.2016 | 20:47
Ólétt :D :D sveitastelpa22 22.4.2016 22.4.2016 | 19:33
12 vikna sónar verð krilamamma 5.4.2016 20.4.2016 | 19:44
Ný fæðingarsögubók! 50fæðingarsögur 19.4.2016
brúnt í útferð á 6+ viku adifirebird 18.4.2016 18.4.2016 | 09:09
leita að bumbuhóp janúar07 16.4.2016 17.4.2016 | 22:33
Lítið legvatn í 20v sónar zaqwsx 19.3.2016 17.4.2016 | 17:04
Heitir pottar og meðganga !!!! utiljos 19.3.2016 13.4.2016 | 12:39
Stingir á 13 viku? Curly27 3.4.2016 7.4.2016 | 16:12
Heimafæðingar í september ... FireStorm 4.4.2016 4.4.2016 | 21:37
Júníbumbur-facebook hópur spæta123 24.2.2016 4.4.2016 | 16:13
Tavegyl á meðgöngu Jólabumba2016 2.4.2016 2.4.2016 | 19:19
hiti og sýking í fæðingu mb123 2.4.2016
Septemberbumbur hópur 25 ára og yngri anitaosk123 28.1.2016 2.4.2016 | 14:10
Miklir fyrirvaraverkir 35 vikur? efima 29.3.2016 1.4.2016 | 20:41
Þvagfærasýking á meðgöngu Rósý83 25.2.2016 1.4.2016 | 17:36
Hvað virkar best við hægðatregðu? talía 4.2.2016 1.4.2016 | 17:28
Doopler 4keisaramamma 8.3.2016 31.3.2016 | 18:32
hvert fer ég (fyrsta skoðun) ? krilamamma 29.3.2016 30.3.2016 | 17:32
Hefur einhver hérna fengið óléttu hita? Leynóbumba 27.2.2016 29.3.2016 | 12:12
Slímtappi og samdrættir Annie88 11.12.2010 28.3.2016 | 21:58
Óglatt allan sólarhringinn bumba16 5.2.2016 28.3.2016 | 20:58
Septemberbumbur 35+ Feykirofa 28.3.2016 28.3.2016 | 20:57
Einhver purfað þessi egglosapróf eb84 26.3.2016 27.3.2016 | 13:21
Öðruvísi lykt og áferð úr leggöngum talía 23.3.2016 26.3.2016 | 18:15
Síða 9 af 7464 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123