Dæmigerður Dagur Mataræði

stínastud | 17. nóv. '15, kl: 19:28:29 | 689 | Svara | Er.is | 0

Hvernig lítur hinn dæmigerði dagur út hjá ykkur matarlega? Borðið þið morgunmat og þá hvað? Eruð þið að borða tvær heitar máltíðir á dag? Millimál og kvöldsnakk?

 

Raw1 | 17. nóv. '15, kl: 19:36:47 | Svara | Er.is | 1

Svo rosalega misjafnt.

Dagurinn minn i dag var svona:
Morgunm. Kornflakes og cheerios í bland
Millimál. 1 Finncrisp lengja með túnfisksalati
Hádegism. Kjötsúpa
Millim. 2 hrökkbrauð með salami
Kvöldm. Óhollt úr ikea! Kjúllanaggar.

Fæ mer oftast boost, hafragraut eða morgunkorn i morgunmat.
Millimal; hrökkbrauð með kotasælu og gurku, salami, kotasælu og tunfiski, hummus og papriku, osti og tomati. Söl, hnetumix, avextir.

Hadegismat: heitur heimilismatur

stínastud | 17. nóv. '15, kl: 19:43:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er örugglega að borða of fáar máltíðir á daginn því ég er sísvöng á kvöldin. Ætla að taka þig til fyrirmyndar og bæta við millimáltíðum ;)

Rauði steininn | 17. nóv. '15, kl: 21:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Stundum ruglar maður saman svengd og þorsta. Sérstaklega a kvöldin.

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 00:59:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki borðað mikið fyrri part dags og alls ekki morgunmat.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 09:18:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það hentar ekki öllum að borða margar máltíðir á dag, ef þú ert sísvöng á kvöldin, fáðu þér kolsýrt vatn og einhvern smá bita

Splæs | 17. nóv. '15, kl: 19:38:46 | Svara | Er.is | 1

Morgunmatur á hverjum degi, ein ristuð brauðsneið með osti. Allta hádegismatur, ekki heitur, misjafnt, stundum afgangar inni í samloku, stundum síld og egg með rúgbrauði, stundum ferskt salat með. Fæ mér aukabita með síðdegiskaffinu, misjafnt hvað, oft önnur ristuð. Alltaf heitur matur eldaður frá grunni á kvöldin. brauðsneið með osti. Kvöldsnakk hefur verið eitt kex eftir matinn en er að venja mig af því.

Splæs | 17. nóv. '15, kl: 22:19:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úpps, ofaukið - "brauðsneið með osti" er ekki eftir kvöldmat

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 11:00:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff ég fékk leið á ristuðu brauði bara við að lesa þetta :) ert þú ekkert komin með leið á því?

Splæs | 18. nóv. '15, kl: 18:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ekki af því að borða eina á dag og stundum tvær. Stundum fer spægipylsusneið á líka eða marmeðlaði. Stundum hnetusmjör og banani. Stundum rista ég brauðið áður en ég bý til samloku. En í morgunmat langar mig aldrei í neitt annað en ristað brauð með osti.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 18:43:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á vinnustaðnum mínum fá allir sér annaðhvort hafragraut á morgnana ALLTAF eða tvær ristaðar brauðsneiðar með smjöri osti og marmelaði og er bara sjálfsagt mál en þegar ég grillaði mér samloku í morgunmat með osti  skinku og smá tómatsósu voru bara tekin andköf......my point er að sumir eru svo fastir í hvað má borða í morgunmat en gott ef þú ert ánægð með þína ristuðu brauðsneið :)

Splæs | 18. nóv. '15, kl: 19:22:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:-)

Panda Bacon | 17. nóv. '15, kl: 19:58:05 | Svara | Er.is | 2

fæ mér hámark á leiðinni í skólann í morgunmat
skyrdolla
grænt boost
hrökkbrauð með osti/létt smurosti/hummus
kvöldmaturinn er oftast eitthvað simple tröllahafrar með kjúkling,eggi og spínati (og grænmeti sem ég á til) ,kjúklinga salat, gufusoðinn fiskur og meðlæti eða hafragrautur (er öll fyrir einfaldleikann haha)
snarl og millimál eru oftast bitafiskur, protein stangir, naan með hummus eða hnetur

Er ekki með neina spes tíma, borða bara þegar ég finn fyrir svengd og þá borða ég mikið minna yfir daginn heldur en þegar ég set mér einhverja fasta "matartíma" á það samt til að borða frekar of lítið ef eitthvað er svo ég þarf stundum að minna mig á að fá mér eitthvað

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 09:09:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ert þú í einhverju voða aðhaldi, þetta er rosalega óspennandi......sorrý

Medister | 18. nóv. '15, kl: 18:23:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Óspennandi? Ég bara varð vansæl við þennan lestur....

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 18:25:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þegar þú segir það

Brindisi | 19. nóv. '15, kl: 12:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún ætti eiginlega að vera svipt þessu notendanafni

Panda Bacon | 20. nóv. '15, kl: 18:20:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ekki í aðhaldi bara löt og hef engann áhuga á mat lengur... hjálpar auðvitað að ég er búin að léttast helling en stundum er lífið bara svona

Panda Bacon | 20. nóv. '15, kl: 18:21:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ét alveg eins og villidýr þegar ég kemst í góðann mat. Er bara nýskilin og ein og nenni ekki að elda haha

Brindisi | 20. nóv. '15, kl: 20:14:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú verður að fá mataráhugann aftur en þangað til verðuru að taka bacon úr notaandanafninu :)
en þykir leiðinlegt að þú sért að ganga í gegnum skilnað og ves.......beikon gæti látið þér líða betur

helgagests | 17. nóv. '15, kl: 21:58:13 | Svara | Er.is | 0

Í dag borðaði ég 
Skyrdrykk í hádeginu + smá plokkfisk
Rauðrófusúpu og súrdeigsbrauðsneið í kvöldmat


Í gær borðaði ég
Seríós í morgunmat
Pasta með kjúkling og sveppum í kvöldmat


Og um leið og ég pikka þetta inn fatta ég hversvegna ég er þreytt og orkulaus. Ég borða vanalega meira, en núna er ég undir álagi og þá er maturinn það fyrsta sem gleymist.


Vanalega borða ég morgunmat, hádegismat (heitan eða kaldan), ávöxt eða grænt búst í síðdegissnarl og svo léttan kvöldverð ef ég borðaði heitan hádegismat eða heitan ef hádegismaturinn var léttur. Borða aldrei tvær heitar máltíðir yfir daginn. Borða ekki eftir kvöldmat.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

stínastud | 17. nóv. '15, kl: 22:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já vá þetta er hrikalega lítið sem þú hefur borðað síðastliðna daga. Hinsvegar get ég heldur ekki borðað undir álagi og skil þig því vel en reyni alltaf að koma inn góðum morgunverði.
Ég vona að þú náir að slaka á næstu daga svo þú fáir orku í kroppinn.

evitadogg | 17. nóv. '15, kl: 22:38:20 | Svara | Er.is | 0

Ógeðslega mismunandi og matarræðið núna ekki til fyrirmyndar enda er ég í verkefnatörn í skólanum og anda bara einhverju að mér. 


Dagurinn í dag:
morgunmatur: 2x ristaðbrauð með pestói og 2 kaffibollar
Millimál: banani og kaffi
Hádegismatur: samloka, flapjack og kaffi
millimál: orkudrykkur
kvöldmatur: jógúrt, popp, 2 mandarínur, 2 ristuð brauð með pestói. 


Dagurinn í dag var hrikalegur. 


Gærdagurinn: 
morgunmatur: 2x ristað brauð með skinku, kaffi og banani
millimál: kaffi
Millimál/fyrri hádegismatur: hafragrautur 
Seinni hádegismatur: pad thai
Kaffitími: kaffi
kvöldmatur: tortellini með geitaosti og pestói

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 01:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alveg hægt að sleppa matnum en ekki kaffinu ó nei.

Alli Nuke | 18. nóv. '15, kl: 13:02:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega ósammála. Matur fyrst, síðan kaffi. Það versta sem ég get gert er að drekka kaffi á fastandi maga.

But to each his own. Þekki strák sem drakk alltaf kók í morgunmat, kók og smók.

Trolololol :)

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 14:44:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég get ekki neitt annað í morgunmat en 2 bollar af kaffi annars fæ ég í magan og oft bara æli ég.

Þjóðarblómið | 18. nóv. '15, kl: 21:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ahh kók í morgunmat er best í heimi! Ég sleppi samt smóknum... og eiginlega kókinu líka en kók var morgunmaturinn minn í mörg ár.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Anímóna | 18. nóv. '15, kl: 21:58:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég kemst nú ekki fram úr rúminu án þess að drekka kaffi.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 11:01:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

6 BRAUÐSNEIÐAR Á EINUM DEGI!!!!!

evitadogg | 18. nóv. '15, kl: 11:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hell yeah! Og ég er hvorki dauð né feit. Pældu í því!

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 11:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ótrúlegt, ég fékk kolvetnaeitrun bara við að lesa þetta en ætla fá mér aftur smá ritzkex

evitadogg | 18. nóv. '15, kl: 11:42:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe. Sko ég ætlaði að fá mér hamborgara í hádeginu í gær en það var ekki búið að opna fyrir hádegismat þegar ég fór.. Annars er ég alveg að fara hamförum í matarræðinu núna, fæ ég mér venjulega afganga frá deginum áður, salat eða kúskús með grænmeti eða harðsoðið egg og gulrætur með hummuslinsubaunaídýfu í hádeginu. Núna opna ég bara munninn og borða það sem hendi er næst.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 11:44:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst afgangar svo leiðinlegir, ég hinsvegar elda/græja morgunmatinn og hádegismatinn oftast kvöldinu áður en fer með það í vinnuna og er búin að mastera hvernig ég get látið hann smakkast eins og nýjan, jafnvel hamborgara, pasta og ALLT

Alli Nuke | 18. nóv. '15, kl: 13:04:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það mikið? Venjulega fæ ég mér 4-5 brauðsneiðar ef ég nota brauð sem hluta af morgunverði.

Trolololol :)

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 13:11:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var nú bara að djóka sko, ég reyndar get bara borðað eina brauðsneið í einu og verð þá södd, get klárað einstaka samloku

evitadogg | 18. nóv. '15, kl: 13:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eina??? Það er nú bara dropi í hafið sko.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 13:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað er þá hinn hlutinn af morgunverðinum?

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 14:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svakalegt

Anímóna | 17. nóv. '15, kl: 22:53:00 | Svara | Er.is | 0

Ég drekk kaffi þegar ég vakna, borða svo seríos með haframjólk í seinni morgunmat, borða svo mismunandi yfir daginn, yfirleitt banana, epli, flatbrauð, chia graut eða ristað brauð með olíu. Og svo heitan kvöldmat.

Anímóna | 17. nóv. '15, kl: 22:54:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og dæmi um þetta er dagurinn í dag:
Kl. 7: Kaffi
Kl. 8: Meira kaffi og nokkrar piparkökur
Kl. 11: Cheerios og kaffi
Kl. 13: chia skvísa, epli og 1 þurr flatbrauðsneið
Kl. 16: Ristað brauð með olíu og kaffi
Kl. 19: Grjónagrautur

Þjóðarblómið | 18. nóv. '15, kl: 21:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með olíu? Hvernig olíu?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Anímóna | 18. nóv. '15, kl: 22:00:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

extra virgin ólífuolíu (og smá salti)

Þjóðarblómið | 19. nóv. '15, kl: 00:45:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, þá bara eins og smjör? 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Anímóna | 19. nóv. '15, kl: 12:50:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jamm

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 00:57:06 | Svara | Er.is | 0

Dagurinn hjá mér var svona:

Morgunmatur voru 2 kaffibollar
1 lítið epli rúmum 2klst síðar. 1,5klst síðar var pastasalat úr Bakarameistaranum án sósu og brauðs. 3 klst seinna var 350g af findus kjuklingarétti. Örlítið af ostum og 1/3 krósant og 1/2 vínarbrauð. Smá sukkulaðirúsínur og 2 flatbrauð með kæfa og ekkert 3 klst fyrir svefn.

Þetta er frekar mikið og yfirleitt borða ég ekki svona kruðerí á virkum dögum.

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 01:08:22 | Svara | Er.is | 1

Leyfi mér stundum Gló,Serranó,sushi og Culiacan en annan skyndibita er ég hættur að borða. KFC,pantaðar pizzur,kínverskur og þess háttar er bara dóp og mér líður yfirleitt mjög illa eftir á og meltingin í drasli.

Kolkrabbi | 18. nóv. '15, kl: 03:38:36 | Svara | Er.is | 0

Borða alltaf morgunmat, hádegismat og kvöldmat og oftast smá snarl um miðjan dag.
Í dag:
Morgunmatur: 1 bolli korn flakes úr heilsubúð, 100 gr jógúrt, hálf appelsína
Hádegismatur: Sneið af tacofléttu (afgangur frá kvöldinu áður), 2/3 af disknum var grænmeti og ávextir
Miðdegissnarl: Heimatilbúið orkustykki
Kvöldmatur: Chili sin carne með sýrðum rjóma, guacamole og nachos flögum

LaRose | 18. nóv. '15, kl: 07:43:10 | Svara | Er.is | 0

Hmm...typiskur dagur hja mer thessa dagana:

Morgunmatur: Half rugbraudssneid (donsk, ekki sætt islenskt rugbraud) med laxi eda osti. Kaffibolli.

Millimaltid: 1-2 mandarinur, 5000 litrar af kaffi ;)

Hadegismatur: Thad sem er ad borda i vinnunni. Eitthvad protin (kjot, fiskur), kartoflur, salat. Svona medalskammtur.

14:30: Vinnan bydur upp a snarl. I gær var runnstykki, i fyrradag var litil skal af jardarberjajogurt med musli.

16:30 ca. Oft ordin svong aftur og fæ mer halfa rugbraudssneid eda hafrafrasskal.

18:00 Kvoldmatur, fiskur, kjot, pasta og alltaf grænmeti.....hollur heimilismatur i 90% tilfella.

Eftir kvoldmat: Kaffi eda vatn.


Hætti ad borda eftir kvoldmat fyrir nokkrum viku og kiloin hrynja af mer thratt fyrir ad eg bordi allt og engan chia graut eda goji ber ;)

littleboots | 18. nóv. '15, kl: 08:55:37 | Svara | Er.is | 0

Morgunmatur: Hafragrautur og te
Hádegismatur: Rúgbrauð með roastbeef, remúlaði og steiktum lauk eða eggjabrauð yfirleitt
Kvöldmatur: Kjúklinga/hakkréttir, pizza, súpa
Millimál yfir daginn: Ávextir, brauð með smjöri og osti
1-2 bollar kaffi

littleboots | 18. nóv. '15, kl: 08:56:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já, reglulega pasta líka í kvöldmat. Kvöldmaturinn er náttúrulega mjög mismunandi.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 09:15:48 | Svara | Er.is | 0

reyni nú að hafa það eins fjölbreytt og hægt er en síðustu tvo morgna hef ég fengið mér egg, beikon, bakaðar baunir og hálf rúnstykki, japlað svo á ritzkexi með osti og chilisultu, borða svo hádegismat kl ca 15, það var hamborgari í gær og í fyrradag var það kjúlli og grænmeti í ostrusósu, algengur morgunmatur hjá mér er líka tortillavefja með eggi,skinku og grænmeti og sósu offkors. Í dag er ég búin með 2 ritz, ætla að borða pasta í morgunmat og hakk í hádeginu

já og svo borða ég oftast ekkert meir, 2-3 máltíðir henta mér fínt

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 09:17:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já og mér finnst fátt leiðinlegra og óspennandi eins og hrökkbrauð, hafragrautur, grænt boozt og kotasæla....gubb og æl :)

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 14:52:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mmm elska þetta

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 14:55:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já en já en.....þetta er svo óspennandi, ekkert djúsí við þetta

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 14:59:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu tilbúin að deila hæð og þyngd ? ég er 173 og 85kg en hef mest árin 2010-2011 verið 66kg og 7% fita.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 15:04:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

161,5 cm (má ekki sleppa þæessum hálfa ) og 63 kg...........ætlarðu að gera eitthvað við þær upplýsingar?

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 17:00:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok þá hlýtur þetta að vera í hófi hjá þér :)

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 18:17:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

snýst um skammtastærðir og ég borða ekki bara beikon, ég borða helling af grænmeti, er fín í kólestróli og meir að segja hærra HDL heldur en viðmiðunarmörkin eru :)

kóríanderr | 18. nóv. '15, kl: 17:44:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það hentar samt ekki öllum að borða það sem þeim sýnist. Mér sýnist á öllu að þú sért með hraða brennslu eða eithvað fyrst þú ert í kjörþyngd með þessu mataræði. Ég þarf að borga hreint og hollt ef ég ætlaði að halda mér í svipuðu bmi og þú ert í.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 18:24:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held ég sé ekkert með hraða brennslu og  ég væri alveg til í að missa 2-3 kg en ég nenni ekki einhverju hrökkbrauðsrugli :) skammtastærðir og skammtastærðir, hreyfi mig líka frekar mikið, engin rækt en mikið af labbi. Mér finnst bara fólk oft gera pínu mistök með því að ætla að sniðganga allt óhollt og jafnvel vera svo étandi skyrdrykki sem eru fullir af sykri og étur svo of mikið af hnetum og hollustunammi og þar telja kaloríurnar......sem er ekkert hollara en venjulegt nammi, þekki of mörg svona dæmi, hver man ekki eftir better choice kexinu sem allir átu í hollustutilgangi.....skoðaði einhver innihaldslýsinguna? ég er t.d mjög meðvituð um innihaldslýsingar og þannig en ef ég ætti meiri pening myndi ég borða oftar skyndibita :)

Brindisi | 19. nóv. '15, kl: 09:22:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

verð bara að leiðrétta mig þar sem ég var að stíga á vigtina :) 62 kg slétt í skóm :) áfram beikon

Bakasana | 20. nóv. '15, kl: 20:34:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við erum greinilega alveg sitthvor tegundin. Beikon, bakaðar baunir, skinka, hamborgari.... Allt matur sem ég þurfti að vera alveg svakalega svöng til að geta hugsað mér að stinga upp í mig:) Hrökkbrauð, hafragrautur og kotasæla, mmm the good stuff. 

Brindisi | 20. nóv. '15, kl: 20:41:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok þannig að við erum ekki að fara út að borða saman á næstunni :)

Bakasana | 20. nóv. '15, kl: 20:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þó! Við myndum alla vega ekki stelast í matinn hjá hvor annarri

Brindisi | 20. nóv. '15, kl: 21:09:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er reyndar góður punktur en gætum við fundið veitingastað í sameiningu

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 11:03:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ú gleymdi morgunverðareftirréttinum, í gær var það pekanhnetuvínarbrauð og kókómjólk og í dag var það lindubuff

og ég drekk gos með öllum máltíðum

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 14:51:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá þetta er rosalegur morgunmatur. Þetta get ég bara ekki. Fita í beikoni,sykurinn í bökuðu baununum og svo hvítt hveiti og ger og bara alltof mikið.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 14:53:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ca 1 gr af sykri í þessu magni af bökuðum baunum, finnst það nú ekki mikið..........aðeins meira í morgunverðareftirréttinum :) Þessi matur stendur samt með manni í marga marga klukkutíma

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 14:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist það að þetta er ekki hollt.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 15:01:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

egg eru nú með því hollasta í heimi og 3 sneiðar af eins fitusnauðu beikoni og hægt er tel ég nú allt í lagi og hefur ekki drepið mig enn, myndi reyndar ekki vilja lifa ef ég þyrfti að borða bara kotasælu, múslí, skyr og fræ

Lind A | 18. nóv. '15, kl: 11:36:10 | Svara | Er.is | 1

Venjulegur dagur

Morgunmatur: hafragrautur með próteini út á og hálfum banana eða 2 stk weetabix með hámarki

Millimál: lítil dolla hreint skyr með heimagerðu múslí út á

Hádegismatur: sem hreinast kjöt eða fiskur, smá kolvetni eins og kartöflur eða brún grjón + grænmeti

Millimál um 14: 2 stk flatkökur með skinku eða kjúklingaáleggi eða 1 stk hleðsla

Millimál ca klst fyrir æfingu: banani

Kvöldmatur: hreint kjöt eða fiskur og grænmeti eða létt eins og egg/eggjahvítur með grænmeti

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 11:42:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu í einhverju átaki, finnst þér þetta ekkert einhæft?

Lallieee | 18. nóv. '15, kl: 14:33:01 | Svara | Er.is | 0

Ef ég gæti, þá myndi ég borða þrjár heitar máltíðir á dag, en borða samt oftast bara tvær. Skil ekki þetta "o ég get ekki borðað heitan mat oftar en einu sinni á dag". Þótt þú borðir heita máltíð þá þarftu ekki að gúffa í þig eins og þú sért fangi á dauðadeild. Heit máltíð þarf líka ekki að þýða það að maður sé að fara að éta steik þrisvar á dag. Það er hægt að borða létta, heita, næringarríka máltíð sem inniheldur grænmeti, egg, baunir og hrísgrjón til dæmis í morgunmat og maður er í góðum málum. 


Annars borða ég alltaf á morgnana, oftast er það abmjólk með múslí (og stundum banana eða öðrum ávöxtum út í) en það er kemur oft eitthvað annað í staðinn, þá kannski ristað brauð með hnetusmjöri eða sardínum til dæmis. Hef líka tekið hafragrautstímabil og stundum borða ég upphitað eitthvað gott sem ég á í ísskápnum í morgunmat.


Heitan hádegismat ef ég kem því við, mjög oft matur sem ég eldaði daginn áður eða þaráður og hita upp. Ef ég á ekkert svoleiðis, þá bý ég til matarmikið salat eða eitthvað úr eggjum, samloku ef allt annað bregst.


Millimál: Ávextir. Hrökkbrauð eða ristaða brauðsneið ef ég finn ég þarf þess.


Kvöldmat: Elda ríflega af einhverju til að eiga fyrir næstu daga. 


Kvöldsnakk: óþarft ef ég er búin að borða vel yfir daginn. Ligg samt smá í mandarínum þessa dagana. Fæ mér líka stundum popp.

Kaffinörd | 18. nóv. '15, kl: 14:41:18 | Svara | Er.is | 0

Í dag er ég búinn að borða 1 bananna og litla skál af 45g All Bran,23g rúsínur og 120ml af undanrennu og er núna á kaffibolla nr.4

fml | 18. nóv. '15, kl: 15:36:15 | Svara | Er.is | 1

Morgunmatur: Kaffi og jógúrtskál með múslí/cheerios
Hádegismatur: Rúnstykki með áleggi, sker til helminga og set álegg báðum megin
Millimál: jógúrtskál með múslí eða nokkra súkkulaði mola
Kvöldmatur: ýmist heitur eða rúnstykki með áleggi/skyr
Fyrir svefn: Súkkulaði :)

Drekk vatn, kaffi, kakó en aldrei gos og er í kjörþyngd..

Ígibú | 18. nóv. '15, kl: 16:14:27 | Svara | Er.is | 0

Ég borða alltaf annað hvort hreina abmjólk eða hafragraut á morgnanna (eða svona næstum því alltaf amk). Svo er oftast ekkert fram að hádegismat nema kaffi, kaffi og svo kannski meira kaffi eða amínó. Hádegismatur er oftast skyr, hrein grísk jógúrt með hnetum, salat (oft með kotasælu og/eða túnfisk), eða afgangar frá deginum áður, ávöxtur í eftirmat ef mig langar í eitthvað meira. Kaffitími oftast bara ávextir eða hrökkbrauð með einhverju áleggi. Kvöldmatur er bara einhver matur alltaf hellingur af grænmeti með. Fæ mér ekki neitt á kvöldin nema ég sé svöng, stundum ávöxt, narta í grænmeti eða hnetur.

Drekk sjaldan gos, þá bara sódavatn eða diet gos. Drekk alltof mikið kaffi og helling af te.

kkee | 18. nóv. '15, kl: 23:11:28 | Svara | Er.is | 0

Í dag var dagurinn svona:

Morgunmatur: 3 hrökkbrauð með hummus
Millimál: hnetur og möndlur
Hádegismatur: Bauna- og grænmetisréttur í kókosmjólkursósu
Millimál: Hnetur, möndlur og 2 mandarínur
Kvöldmatur: Chilli con carne + spagetti afgangur

Brindisi | 19. nóv. '15, kl: 08:52:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eru margir dagar svona hjá þér?

kkee | 28. des. '15, kl: 11:07:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski ekki alveg svona en já svipaðir
borða ekki kjöt og varla fisk, reyni að sleppa mjólkurvörum

lýta | 19. nóv. '15, kl: 01:49:19 | Svara | Er.is | 0

Ég borða hafragraut á hverjum morgni, svo eina til tvær máltíðir í viðbót, en oft er þriðja máltíðin varla máltíð svosum. Hafragrauturinn er svo svakalega mettandi. T.d. var dagurinn í gær:

9:30 hafragrautur og kaffi - 15:00 kjúklingalæri með hrísgrjónum og grænmeti - 21:00 Tvær ristaðar brauðsneiðar með túnfiski. Og já, svo borðaði ég einn ís þegar ég kom heim. 

Nói22 | 19. nóv. '15, kl: 07:03:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá hvað þetta er lítill matur.

Mae West | 19. nóv. '15, kl: 03:30:50 | Svara | Er.is | 0

Ég borða yfirleitt bara eina heita máltíð á dag. Það er óvanalegt ef ég borða meira. Ég fæ mér oft eitthvað morgunsnarl og svo eitthvað nætursnarl líka aukreitis við þennan 'mat'.. Eða svoleiðis. 
Ég er í kjörþyngd og hmm grönn á Íslandi mögulega en ekki í Tyrklandi þar sem ég er núna. 
Ég borða  bara eitthvað týpískt, kannski ristað brauð að morgni og svo heitan mat um miðjan daginn og svo ost og slatta af grænmeti að kvöldi.

Þegar ég tek vítamín eykst matarlystin oft aðeins en það er voðalega normal fyrir mig að hafa litla matarlyst og ég hvorki léttist né þyngist þegar ég borða illa þannig lagað nema eitthvað annað breytist hreyfing og slíkt td. 
Ég hef verið að meira léttast undanfarið og er svona 56 eða 7 kíló sem er baramín kjörþynd held ég. . Ég var aðeins þyngri fyrri svona mánuði eða tveim. 

rassó | 19. nóv. '15, kl: 08:59:00 | Svara | Er.is | 0

Venjulegur dagur:

Morgunmatur: mjög misjafnt, frá hafragraut til kökusneidar eða jafnvel ekkert.

Hádegismatur: afgangar frá kvöldinu áður eða 2 sneiðar rúgbrauð með t.d. Laxi og steiktu eggi.

Millimál: stundum ávöxtur eða súkkulaði ef ég er að vinna og fer beint á æfingu.

Kvöldmatur: við borðum grænmetisrétti 3-4 daga vikunnar og kjöt hina. Yfirleitt pizza eða borgarar einu sinni í viku, heimagert.

Kvöldsnarl: nammi eða popp eða kaka 3-5 sinnum í viku.

Er 167cm og milli 58-61 kg.

neutralist | 20. nóv. '15, kl: 20:17:30 | Svara | Er.is | 0

Morgunmatur: Gróft rúnnstykki með skinku og eggjum.
Kvöldmatur: Morgunkorn og mjólk.

Oftast elda ég samt kvöldmat.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 21.11.2023 22.11.2023 | 03:51
Matareitrun fishermansfriend 3.6.2007 21.11.2023 | 11:21
Nýr lýtalæknir skranprinsessan 20.11.2023
Pústviðgerðir Lilith 4.1.2012 20.11.2023 | 07:56
Hyundai stepwgn Kormákur Breki 20.11.2023
Flugvöllur í Hvassahrauni jaðraka 9.11.2023 19.11.2023 | 16:46
Screen Printing Kit set nörd2 18.11.2023
Sorphirða í Reykjavik jaðraka 20.10.2023 17.11.2023 | 09:39
Game stöðin cheap 23.11.2009 16.11.2023 | 02:01
Norskunámskeið??? alm1989 10.5.2012 15.11.2023 | 07:37
Júní 2024 bumbuhópur Herra hvutti 14.11.2023 15.11.2023 | 07:19
Ee sikorwawa 14.11.2023
Ee sikorwawa 14.11.2023
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 14.11.2023 | 10:12
HJÁLP - LEIKRITSGREINING valurhvalur 13.11.2023
Versti Forsætisráðherra Íslands frá upphafi Hauksen 11.11.2023 13.11.2023 | 21:05
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 13.11.2023 | 04:35
Einhver game? juferta 13.8.2007 13.11.2023 | 04:34
"Gosinu" við Grindavík er lokið jaðraka 12.11.2023 12.11.2023 | 15:01
Sala á uppstoppuðum fugl FJ-101 2.11.2023 12.11.2023 | 08:52
Nýtt fangelsi??? amma Hulda 25.9.2023 9.11.2023 | 11:48
Hvar fæ ég mjóar og langar ljósaperur? olla2 4.11.2023 8.11.2023 | 07:42
Langalangafi eða -amma hillapilla 25.2.2013 8.11.2023 | 07:12
Dofi í höku og kinnum olla2 7.11.2023 8.11.2023 | 04:47
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 8.11.2023 | 04:44
Hverng væri að allir reportuðu þann sem er Mswave 4.11.2023
Reynsla af uppeldisráðgjöf eða foreldrafræðslu? dagbjortosp 1.11.2023
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 1.11.2023 | 13:31
Tjón, húseigendatrygging eða? adrenalín 31.10.2023
Sojalesitín Gallía 7.6.2011 31.10.2023 | 11:22
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Síða 5 af 46401 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien